Lögberg


Lögberg - 18.06.1953, Qupperneq 4

Lögberg - 18.06.1953, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN18. JÚNÍ, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENDE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift rltstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg" is printed and published by The Columbla Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Alail, Post Office Department, Ottawa Almanak O. S. Thorgeirssonar Þetta fróðlega rit kom því miður með seinni skipunum í ár, því það er aðeins nýkomið í hendur kaupenda sinná þegar komið er fram um miðsumar; óneitanlega hlýtur þessi dráttur að spilla fyrir útbreiðslu ritsins og er ilt til þess að vita, því Almanakið hefir jafnan verið mörgum manninum aufúsugestur og vonandi verður það enn um mörg ókomin ár, því íslenzk rit eða málgögn í þessu landi eru nú ekki fleiri en það, að ekkert þeirra má lognast út af í höndunum á okkur. Stofnandi Almanaksins, Ólafur S. Thorgeirsson, var nytsemdarmaður mikill á vettvangi íslenzkrar fræði- fræðimensku vestan hafs og við hann standa Islendingar í ómetanlegri þakkarskuld, því með því var lagður grund- völlurinn að sögu fslendinga í Vesturvegi. Synir stofnandans, sem annast hafa um útgáfu Alman- aksins síðan faðir þeirra féll frá, hafa sýnt minningu þessa merkismanns verðskuldaða ræktarsemi og leyst af hendi í þágu bókmenningar okkar hið þarfasta verk. Það var Almanakinu og útgefendum þess mikið lán, að fá að ritstjórninni jafn árvakran fræðimann og Dr. Beck er, því alt ber ritið ljósan vott fræðimannlegrar ná- kvæmni og samvizkusemi. Auk hins reglubundna tímatals, hefir Almanakið mikinn og margháttaðan fróðleik til brunns að bera; þar er meðal annars að finna ágæta ritgerð eftir Dr. Beck um forseta íslands, herra Asgeir Ásgeirsson, þar sem lýst er skilmerkilega fjölþættu ævistarfi hans og menningarlegri forustu hans í þágu lands og þjóðar; ritgerðina prýða ágætar myndir af hinum glæsilegu húsráðendum á Bessastöðum, þessu fornhelga og sögufræga höfuðbóli og menningarsetri íslenzku þjóðarinnar. Athyglisverð og góð aflestrar er ritgerð séra Sigurðar Ólafssonar „Á innflytjendahúsi fyrir fimmtíu árum“, og gott er það einnig og þarft, hve maklega G. J. Oleson minnist Skógar-Björns — Björns Magnússonar og frúar hans, en Björn lét sér, eins og kunnugt er, næsta hugar- haldið um íslenzk skóggræðslumál og gerðist á þeim sviðum athafnasamur brautryðjandi; ritgerðinni er samfara mynd af Birni og frú hans Ingibjörgu Magnúsdóttur. Það er fagurt hlutverk, að vinna að því að klæða landið. Dr. Beck hefir safnað saman landnámsþáttum um íslenzku bygðarlögin að Spy Hill, Gerald og Tantallon í Saskatchewan, og þótt bygðarlög þessi væri aldrei fjöl- menn, eiga þau þó að baki sér merkilega sögu, sem holt var að færð yrði í letur, og þetta hefir höfundi tekist með ágæt- um; ritgerðinni er enn eigi lokið og mun framhald hennar birtast í Almanakinu næsta ár. Skáldbóndinn á Víðivöllum við íslendingafljót á í Almanakinu „Kvæði með forspjalli“, og þó það sverji sig að vísu í ætt, hefir höfundi jafnaðarlegast tekist betur. Fróðleik mikinn er að finna í sendibréfunum frá Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni til Eyjólfs S. Guðmundssonar, er á sér bera listræn fingraför hins vinsæla og ágæta höf- undar; er að slíku hinn mesti fengur; bréfunum fylgja þrjú hlýleg kvæði eftir Eyjólf, sem eigi hafa áður verið birt; þá flytur Almanakið og kvæði til Skúla prófessors Hrútfjörð eftir Árna G. Eylands, sem í rauninni er ættjarðarkvæði eins og flest það, sem Árni yrkir. Skúli prófessor heimsótti Island í fyrra og er kvæðið ort í tilefni af burtför hans af Islandi. Þá má að lokum til telja helztu viðburði meðal Islend- inga í Vesturheimi, er ritstjóri Almanaksins samdi og safn- aði til af mikilli nákvæmni. Þó hér sé fljótt yfir sögu farið og í rauninni aðeins stiklað á steinum, má nokkuð af því ráða, hve Almanak þetta fyrir árið 1953 er fjölbreytt að innihaldi og fróðlegt um margt. . ☆ ☆ ☆ The American Scandinavian Review Lögbergi hefir nýverið borist í hendur sumarheftið af The American Scandinavian Review, vandað að frágangi og fyrir margra hluta sakir harla fróðlegt. Ritið flytur að þessu sinni, svo sem endranær, ýmis konar fréttamola um Island og íslenzk málefni; er vel með alt farið og hvergi hallað réttu máli; þar er meðal annars nokkur grein gerð fyrir hinu mikla afreksverki Dr. Svein- bjarnar heitins Johnsonar, þýðingunni af Grágás á enska tungu; er frá því skýrt, að íslenzkir lögfræðingar ljúki miklu lofsorði á þýðinguna; að gefa þýðinguna út er auð- sjáanlega ekki á allra meðfæri; að því er amerískum sér- fræðingum segist frá, er fengist hafa við útgáfu lögbóka, myndi útgáfan kosta nálega hálft tólfta þúsund dollara; en með því að hér er um fágætt merkisrit að ræða, sem ber þýðandanum fagurt vitni, ætti íslenzka þjóðin að leggja sig í líma um sem allra vandaðasta útgáfu af þýðingunni. Dr. Sveinbjörn var einn hinn gagnmerkasti maður, sem uppi hefir verið með Vestur-lslendingum, og í tómstundum frá umsvifamiklu prófessorsembætti vann hann að þýðing- unni í tuttugu og tvö ár. Amerískur prófessor af norskum uppruna á í hefti þessu ritgerð “Snorri Sturluson and Norway” og fylgja henni nokkurar teikningar; ritgerð þessi er vægast sagt næsta varhugaverð, og væri ekki úr vegi, að „útverðir“ Byggðarhótíðm að Mountain, N.D 75 ára minningarhátíð ís- lenzka landnámsins í Norður Dakota, sem fór fram þar í sveit á sunnudaginn og mánudaginn, 14. og 15. júní, tókst í alla staði ágætlega, og var öllum sem að stóðu til hins mesta sóma. Sérstakar hátíðaguðsþjónustur fóru fram í öllum kirkjum byggðarlagsins á sunnudaginn, og var talið að um þúsund manns hafi hlýtt messu þann dag. — Ræðumenn í kirkjunum voru, sem hér segir: Á Garðar og í kirkju Vídalínssafnaðar séra Kristinn K. Ólafsson; á Moun- tain og Hallson, dr. Richard Beck; Eyford, Fjallakirkju og Elliheimilinu að Mountain, séra Rúnólfur Marteinsson, D.D.; í Péturskirkju að Svold, séra S. J. Guttormsson. Heimapresturinn, séra Egill H. Fáfnis þjónaði fyrir altari á Hallson, Mountain og Eyford. Sérstakur kórsöngur fór fram í aðalkirkjunum. Minn- ingartafla, sem birti nöfn allra, sem jarðsettir hafa verið í graf- reitunum tveimur að Mountain, var afhjúpuð, og ljósahjálmur var hátíðlega vígður í kirkjunni að Eyford. Hinn virðulegi fulltrúi ríkis- stjórnar íslands, Pétúr Eggerz, skrifstofustjóri íslenzka sendi- ráðsins í Washington, D.C., á- varpaði kirkjugesti á íslenzku við guðsþjónusturnar að Moun- tain og Garðr, og í Vídalíns kirkju á ensku. Aðalhátíðin fór fram að Moun- tain og hófst með skrúðgöngu þar í bænum kl. 11 f. h. á mánu- daginn. Talið er að um 3000 manns hafi verið viðstaddir. Skrúðgangan var fjölbreytt, vel undirbúin og fór hið bezta fram. Borgarstjóri Mountain, Mr. Magnús Björnsson, krýndi ung- frú Margréti Thorlakson sem drottningu dagsins, en Mrs. E. H. Fáfnis afhenti Mrs. P. Eggerz blómvönd. Skemmtiskrá hátíðarinnar hófst kl. 2 e. h. undir röggsam- legri stjórn séra Egils H. Fáfnis, og stóð yfir í tæpa tvo tíma. — Borgarstjóri flutti stutt inn- gangsávarp. Aðalræðumenn voru þeir dr. Richard Beck, prófessor frá ríkisháskólanum í Grand Forks, og Snorri Thorfinnsson, búfræðiráðunautur frá Lisbon, N.D. Kveðjur fluttu þeir Free- man Einarson frá ríkisstjóra N. Dakotaríkis; Pétur Eggerz, sendiráðsfulltrúi, frá ríkisstjórn íslands; séra Valdimar J. Ey- lands, frá lút. kirkjufélaginu og Þjóðræknisfélagi Islendinga í Vesturheimi. — Persónulegar kveðjur fluttu þeir dr. Guð- mundur Grímsson, hæstaréttar- dómari frá Bismark, N.D.; dr. Rúnólfur Marteinsson frá Win- nipeg, og séra K. K. Ólafsson frá Sharon, Wisc. Fjöldi heilla- óskaskeyta voru lesin, þar á meðal frá herra Sigurgeir Sig- urðssyni, biskupi íslands; herra Ásgeir Ásgeirssyni, forseta ís- lands ;og frá Dr. og Mrs. H. Sigmar í Blaine, Wash. Sameiginlegur 45 radda söng- kór, undir stjóm Theod. Thor- leifsson’s frá Garðar, skemmti með ágætum og vel æfðum söng; einsöngvari flokksins er Mrs. Mundi Goodman frá Milton. Auk þess sungu einsöngva við mikla hrifningu áheyrenda þau Larry Thomasson frá Drayton, N. D., ungfrú Emily Sigurðsson frá Garðar, N.D., og séra S. T. Gutt- ormsson frá Cavalier, N.D. — Allstór hljómsveit frá Walhalla og Edinburg jók mjög á hátíð- leik allrar athafnarinnar með list sinni. Að lokinni skemmtiskrá fór fram viðhafnarmikil skrúðganga frá samkomustaðnum inn í kirkjugarð bæjarins; voru þar lagðir blómsveigar á minnis- varða landnemanna, og á legstað séra Páls Thorlákssonar „byggð- árföðurs“ eins og hann er oft réttilega nefndur. Lagði frú Lovísa Gíslason frá Brown sveiginn á leiði frænda síns. Lauk svo þessum aðalþætti há- tíðahaldsins með bæn, sem sóknarpresturinn flutti. Kvenfélög sveitarinnar stóðu Ótal margt hefir verið rætt og ritað um fyrirkomulag og fram- þróun þjóðanna áð stríðinu loknu, en flest hefir það verið álit manna og tillögur, sem varpað hefir verið fram til at- hugunar, án þess að um ákveðið form væri að ræða, eða fast fyrirkomulag. Um síðustu mánaðamót komu fram tillögur frá þektum og merkum rithöfundi í Bandaríkj- unum, Clarence Budington Kel- land, og stinga þær í stúf við það, sem áður hefir sagt verið í þá átt, því að þær eru bæði á- kveðnar og hafa fast form. Það, að slíkar tillögur eins manns, þó nafnkunnur hæfi- leikamaður sé, er í sjálfu sér ekki sérlega merkilegur atburð- ur, en að tillögur þessar skuli vera birtar, þegar nefnd sú er Republicana-flokkurinn, s e m Kelland tilheyrir, og skipuð var af þeim stjórnmálaflokki til þess að skipuleggja framtíðar- stefnu flokksins í því máli, gef- ur Kelland tillögunum svo mik- inn þunga, að þær eru þess virði, að þeim sé sérstakur gaumur gefinn. Tillögur Kel- lands eru þessar: 1. Umsjónarnefnd, er í skulu vera Bretar Bandaríkjamenn og Frakkar með fulltingi Kínverja, skal skipuð. Verkefni hennar iskal vera það að hafa yfirstjórn á fólki, landeignum og öðrum eignum tilheyrandi óvinaþjóð- um sambandsmanna. Nefnd þeirri skal ekkert tímatakmark sett. Nefnd þessi skipar fyrir um stjórnarfyrirkomulag þjóða þeirra, sem hún á yfir að ráða á sem hagkvæmastan hátt; sér um reglur og löggæzlu, og eitt af fyrstu verkum hennar skal vera það, að hefja frönsku þjóð- ina til virðingar og hefðar þeirr- ar, er henni ber á meðal fyrsta flokks þjóða. Yfirumsjónar- nefndin skal skipa aðra nefnd, er hafi það verkefni að rann- saka ágreining allan, sem upp kann að koma þjóða á milli og senda ákveðnar tillögur til yfir- ráðsins um það, hvernig fyrir- byggja megi framtíðaróvild og ófrið. Yfirráðið skal gjöra sér far um að skipa stjórnir og mynda stjórnarfyrirkomulag, sem bezt sé við hæfi og kringum stæður fólks þess, er hún veitir Jorystu. Yfirstjómin skal halda verki sínu áfram þar til að var- anlegur friðargrundvöllur er fundinn. Þá, en ekki fyrr, skulu bindandi friðarsamningar gjörð- ir. 2. Ef ofangreind aðferð reynd- ist ónóg, og að þrátt fyrir hana, að einhver þjóð eða þjóðir gerð- ,ust yfirgangssamar og óvinveitt- ar, þá til frekari varúðar skulu sigur-þjóðirnar. Bretar, Kínverj- ar; Rússar og Bandaríkjamenn. bindast samningum til varna. í miklu annríki allan daginn við veitingar. Var þar ekkert til sparað og föng öll hin ljúífeng- ustu. Um kvöldið fór svo fram loka- þáttur hátíðahaldsins, en það var söguleg sýning (pageant), sem ungfrú Lauga Geir undirbjó og stjórnaði. Voru þar sýndir þættir úr lífi frumherjanna, er snertu margháttaða baráttu þeirra, venjur og trúarlíf, og svo framþróun byggðarinnar fram á þennan dag. Samfara þessari sýningu, sem var bæði fögur og lærdómsrík, var mikill og góður söngur. Slík samtök yrðu svo sterk og voldug, að engin þjóð, eða þjóðir, myndu dirfast að óhlýðnast rétt- látum skipunum þeirra. 3. Takist ekki að ná varan- legri og tryggri samvinnu við sambandsþjóðirnar allar, þá skulu Bretar og Bandaríkja- menn ganga í varanlegt kamband til varnar og sé í samningunum skýrt tekið fram, að ef ráðist sé á aðra þá þjóð þá sé hin skuld- bundin til þess að koma þeirri, sem á er ráðist, til hjálpar. — Síðasta og sjáanlega atriðið í utanríkisathöfnum Bandaríkja- manna, er Monroe-ákvæðið (The Monroe Doctrine) frá því að sú stefna var viðtekin og þar til að áhlaupið var gert á Pearl Harbor, hefir stefna Banda- ríkjanna í utanríkismálum verið fálm eitt. Við höfum vænst hins bezta, en aldrei varað okkur á eða búið okkur undir hið mis- jafna. Frá því að Manroe forseti birti stefnu þá, er síðan hefir verið kend við hans nafn og fram á þennan dag, hafa Bretar viður- Byggðm skartaði sínu bezta þessa daga. Veðrið var ákjósan- legt, og samvinna fólksins aug- sýnilega mjög góð. Alt virtist bera þess glögg merki, að þessi gamla höfuð- byggð Islendinga í N. Dakota er á blómaskeiði. Hinir fjöl- mörgu gestir, sem komu víðs- vegar að, munu hafa horfið þaðan með myndir af glæsilegri og blómlegri byggð, og góðu fólki, og margir munu váfalaust hafa hugsað, um leið og þeir riðu úr hlaði: — „Drjúpi hana blessun Drottins á, um daga heimins alla. —V. J. E. kent hana að fullu og þar með veitt henni fulltingi. Það er því ekki nema drengilegt að viður- kenna það samband þjóðanna, gjöra það ákveðið og varanlegt og augljóst öllum heimi. Slíkt spor yrði varanlegra til fram- tíðarfriði í heiminum heldur en nokkurn hefir um dreymt. 4. Norður-Ameríku menn og Suður-Ameríku þjóðirnar skulu gjöra með sér samning, sem hvíli bæði á stjórnarfarslegum og hagsmunalegum grundvelli. Aðalkjarni þess samnings sé, að þær þjóðir frá syðstu takmörk- um Tierra del Fuego og til nyrztu stranda Canada standi á verði sameiginlega gegn öllum óvinum. Og það er ekki sam- heldnin ,eða vináttan ein, sem, mér er í huga, heldur líka ein- hugur þeirra þjóða til að verj- ast allri árás á heildareining þeirra vestrænu þjóða, hvort heldur þær eru stórar eða smáar. Fyrstu fjórar friðarhugsjónir mínar hafa verið byggðar á al- þjóðasamtökum, ef þau eru fáan- Framhald á bls. 8 okkar tæki höfundinn rækilega til bæna; hann gefur eigi aðeins í skyn, heldur jafnvel staðhæfir, að Islendingar hafi látið sér fátt um finnast Heimskringlu Snorra, og í raun- inni veitt þessu snildarverki sáralitla athygli fyr en eftir að það hafi verið þýtt fyrir þá á norsku. Fyr má rota en dauðrota! Þessum norsk-ameríska prófessor hefði vafalaust vegnað nokkru betur ef hann hefði kynt sér rit dr. Páls Eggerts Ólasonar um þessi efni og tekið sér þau til fyrir- myndar. "y j/ Okkar a S\4illi Sagt ^ Eftir GUÐNÝJU GÖMLU Frídagarnir eru aftur að nálgast. Hefirðu tekið eftir því, að sama fólkið virðist fara ár eftir ár í sömu staðina í fríinu sínu. Okkur langar til að breyta um á hverju ári og ferðast þannig meir um Canada árlega. Þetta nýja land okkar er svo víðáttumikið og veðurfar og útsýni svo tilbreytilegt, að hér getur hver fundið þá staði, er honum falla bezt. í hverju fylki er Ferðamannaskrifstofa og getur þú skrifað henni og fengið fullkomnar upplýsingar og bendingar um hvernig þú skulir verja þínum frídögum í Canada. ----- O ----- Ef þú gerðast með hvítvoðung í fríi þínu skaltu vera viss að hafa með þér nægan forða af CURITY barnarýjum, þær eru til- valdar fyrir ferðalög, því þær þvost vel og þorna fljótt. Þar að auki eru þær notalegar fyrir barnið í sumarhitanum. Skrifið mér í dag eftir sýnishorni af CURITY barnarýjum, til CURITY, 37 Isa- bella Street, Toronto 5, og sendið 25c í silfri eða frímerkjum fyrir höndlunarkostnað. Berið þetta sýnishorn saman við hinar gamaldags baðmullar flanel rýjur, þú munt verða hissa að sjá hve mikið betri CURITY rýjurnar eru. ----- O ----- Annað ágætt til þæginda á ferðalaginu er pakki af FACE-ELLE bréfklútum. Við höfum ávalt pakka af FACE-ELLE í hanzka hólfinu í bílnum okkar. Það er svo þægilegt að nota þá til að þurka af rúðunum, eða þurka af gólfinu, ef ísrjómi eða drykkur hellist á það (þessi blessuð böm). Hvernig sem þú ferðast kemur það sér vel að hafa með sér pakka af FACE-ELLE klútum. Ég get fullvissað þig um, að þú hefir margs konar gagn bæði af þreföldum klútum í bleika pakkanum og þeim tvöföldu í græna pakkanum. Gleymdu ekki FACE-ELLE þegar þú tekur saman pjönkur þínar. ----- O ----- Eitt hið þægilegasta við bankainnstæður er, að þegar þú ferðast, er hún í för með þér. IMPERIAL BANKINN okkar hefir útibú um alt Canada, svo ef við skyldum þurfa peninga getum við þá fljótlega og vandalaust fengið þá. í smærri bæjum, þar sem IMPERIAL BANKINN hefir ekki útibú, vitum við að bankinn þar hefir umboð frá IMPERIAL BANKANUM að greiða fyrir okkur á sama hátt. Þótt við búumst ekki við að þurfa að notfæra okkur þessi hlunnindi, er gott að vita til þess að við verður aldrei á flæðiskeri stödd. -----O------- Með öllu þessu skrafi um ferðalög — og ég hefi ánægju af því — verð ég að viðurkenna, að ég finn til þess að skilja við GURNEY eldavélina mína. Ég held að það sé kannske af því, að við höfum neytt margra góðra og ánægjulegra máltíða tilbúnum á GURNEY vélinni, að hún virðist vera orðinn hluti af fjölskyldunni. I hvert skipti að ég kem heim aftur verð ég eins glöð að sjá hana eins og gamlan vin. Og hún er alveg eins trygg — aftur í notkun fer GURNEY og við sitjum aftur að okkar fyrstu máltíð heima, og fögnum því að vera hér. Kelland og þótttaka Bandaríkjamanna í friðarmálunum að stríðinu loknu

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.