Lögberg


Lögberg - 18.06.1953, Qupperneq 5

Lögberg - 18.06.1953, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. JÚNÍ, 1953 5 WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW'W il l 4 AVi VI l>ISSA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON FRÚ MARGRÉT J. BENEDICTSON, RITSTJÓRI RÉTTINDABLAÐSINS FREYJU Erindi fluit af frú Sigríði Árnason á fundi kvenfélags Sambandssafnaðar 1944 — INNGANGSORÐ — Nokkrum sinnum hefir verið minst á frú Margréti J. Bene- dictson í þessum dálkum, en ekki eins ýtarlega eins og vera ber, því vissulega er hún í fremstu röð íslenzkra frumherja í þessu landi, einn aðalbraut- ryðjandinn í kvenréttindamálinu í Vesturlandi Canada. Þess vegna er þetta erindi eftir frú Sigríði Árnason kvennasíðu Lögb^rgs einkar kærkomið. Frú Sigríður var frú Margréti sam- tíða um skeið og þær eru vin- konur; kann hún því frá ýmsu að segja, er varpar ljósi á ævi- feril þessarar mikilhæfu konu. Margrét J. Benedictson er fædd 16. marz 1866. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson söðla- smiður frá Bergsstöðum í Húna- vatnssýslu og Kristjana Ebenes- dóttir Sveinssonar prests í Borgarfirði. Eru rithöfundar og skáld í ætt hennar; skáldkonan Helga Baldvinsdóttir (Undína) og Margrét voru náskyldar. Margrét varð ung, aðeins 13 ára, að sjá sjálfri sér farborða og um tvítugt fluttist hún vest- ur um haf og settist fyrst að í Norður-Dakota, stundaði þar nám við alþýðuskóla og við mið- skóla og vann fyrir sér sam- tímis. Nokkrum árum síðar kom hún til Winnipeg og gekk þar í kvöldskóla og lærði hraðritun og vélritun. Árið 1892 giftist hún Skáldinu Sigfúsi B. Benedikts- syni. Bjuggu þau í Mikley í 3 ár, þá í Winnipeg og fluttust síðan til Selkirk og þar settu þau upp prentsmiðju- og hófu útgáfu blaðsins Freyju 1898. Margrét aflaði fyrirtækinu fjár með því að ferðast um íslenzku bygðirn- ar og flytja fyrirlestra og safna áskriftagjöldum. Þegar tillit er tekið til erfiðleikana í sambandi við útgáfu íslenzks blaðs í Vest- urheimi, má segja að það gangi kraftaverki næst að geta stofn- að og haldið áfram útgáfu mán- aðarblaðs í samfleytt tólf ár. Frú Margrét var ritstjóri blaðs- ins. Auk ferðalagana og ritstarf- ana annaðist hún um heimili og börn; sonur þeirra, Ingi, á heima í Blaine, Wash., en dóttir þeirra, Helena, Mrs. Gustaf Dalsted, á eyjunni Anacortes, Wash., og býr nú Margrét, hnigin að aldri, hjá henni. Vafalaust átti Freyja, frú Mar- grét og aðrir, sem fylgdu henni að málum, stór^n þátt í því að Manitoba var fyrsta fylkið í Canada, er veitti konum kosn- ingarétt og kjörgengi. Þessi stað- reynd er fyllilega viðurkend í bókinni “The Women’s Suffrage Movement in Canada” eftir Dr. Catherine Lyle Cleverdon, er gefin var út 1950. Þegar Liberal flokkurinn komst til valda í Manitoba 1915, var Hon. Thomas H. Johnson einn aðalframsögu- maður 1 kvenréttindamálsins í þinginu, og 10. janúar 1916 var frumvarpið samþykt. Því miður gat frú Margrét ekki verið við- stödd þann sögu- og fagnaðar- ríka atburð. Árið 1910 varð hún að hætta við útgáfu Freyju sök- um sjóndepru og tveimur árum síðar fluttist hún vestur að hafi. En nafns hennar, þessarar merku islenzku frumherjakonu, mun Jafnan minst með virðingu í sÖgu Canada. í’egar Manitoba hafði veitt konum kosningarétt og kjör- gengi sáu stjórnarvöld flestra hinna fylkjanna sér ekki annað fært en að gjöra slíkt hið sama, Frú Margrél J. Benedictson og árið 1917 samþykti sambands- þing Canada pólitísk réttindi kvenna. Mun hin fljóta af- greiðsla þessa máls um alt land- ið ekki sízt að þakka brautryðj- endastarfi íslendinga í Manitoba. ☆ — ERINDI — Þegar ég lít til baka yfir þau 54 ár, sem ég hef átt heima hér í Manitoba, og allar þær breyt- ingar, sem orðið hafa á því tíma- bili, þá finnst mér engin breyt- ing vera eins markverð eins og sú stóra breyting, sem varð þeg- ar okkur konunum var veitt at- kvæði hér í Manitoba af Norris- stjórninni strax og hún komst til valda, snemma árið 1916. Sá dagur ætti að vera okkur konun- um minnisstæður, því þá var okkur, jafnt sem karlmönnum, gefinn almennur kosningaréttur í Manitobafylki. Við konurnar ættum að muna þann dag sem lengst og um leið minnast þeirr- ar konu úr okkar fámenna ís- lenzka hóp, sem með dugnaði sínum og viljaþreki bar af okk- ur öllum í því að vinna fyrir jafnrétti kvenna. Nú er þessi stórgáfaða kona, Margrét Benedictson komin hátt á áttræðisaldur, og hvergi, að ég veit til, hefir nokkuð verið skrif- að um þessa merku konu í ís- lenzkum ritum eða blöðum um hennar starf fyrir kvenréttinda- málinu. En mér hefir verið sagt, að nú ætti að fara ð rita um hana bráðum, og veit ég að það er gleðiefni fyrir okkur, sem þekkj- um hana persónulega, og hina sem þektu hana í gegn um blað- ið hennar Freyju. Og á hún það maklega skilið, þar sem hún var í meira en 12 ár ritstjóri fyrsta kvenréttindablaðsins í Canada. Þann 6 apríl 1909 sýndi Canadian Suffrage Association henni þann heiður að bjóða henni að vera ein af fulltrúum þess á quin- quennial þinginu, sem Inter- national Women’s Suffrage Alli- ance hélt í Toronto það sumar. Þetta var mikil viðurkenning, að hún skyldi vera kjörin, þar sem annað eins mannval var saman- komið frá flestum þjóðum, á fundi, sem haldinn var til undir- búnings fyrir hið fyrrnefnda þing. Strax eftir að þing þetta var haldið, hélt Canadian Suffrage Association ársþing sitt í Toronto og var henni sérstaklega boðið á það þing, ásamt íslenzka Kvenfrelsisfélaginu í Ameríku, sem boðið var sæti sem ein deild af Canadian Suffrage Associa- tion. Stofnaði Margrét Bene- dictson það félag hér í Winnipeg í janúar 1908 með nokkrum konum, sem hlyntar voru kven- frelsismálunum. Félag þetta var nefnt Tilraun; og undir forustu Margrétar gekst það fyrir að safna nöfnum á bænarskrá, sem var lögð fram fyrir* þingið skömmu áður en kvenfrelsis- málið var samþykt. Fjöldinn allur af íslenzkum konum skrif- uðu nöfn sín undir þessa bænar- skrá. Tek ég hér nokkur orð eftir Mrs. Nellie L McClung úr rit- gerð, sem hún kallar Retrospect, og kom út í blaðinu The Country Guide árið 1929, en þar segir hún: “The honor of having the first Suffrage Society in Manitoba, and in the west belongs to the Icelandic women I wish we knew more about it.” Svo sagði hún seinna: “They were the Pathfinders.” Á hvorugu þessara þinga gat Margrét verið, sökum peninga- skorts. Seinna var henni boðið á Sambandsþing hinna ýmsu kven frelsisfélaga í Bandaríkjunum af tveimur helztu forstöðukonum þeirra. Hafði Margrét vakið eftirtekt á sér hjá þessum leið- andi konum með bréfum, sem birt voru eftir hana í ýmsum enskum blöðum og tímaritum í Bandaríkjunum, og set ég nöfn þeirra hér: “Progress”, “The Eugenics of America”, “The Lightbearer”, “The Women’s Standard and Delineater”. Oft fékk hún bréf frá ritstjórum þessara blaða og hún beðin að skrifa ritgjörðir, en sökum tíma- leysis gat hún það ekki, en varð að láta duga að senda blöðunum bréfin, sem birt voru. Það var eins með þessi þing, sem hin; hún hafði ekki kring- umstæður að sækja þau. En þótt hún gæti ekki verið á The quinquenial International Women’s Súffrage þinginu, þá var samt á því þingi minnst á blaðið Freyju sem eina kvenrétt- indablaðið í Canada, og var það stöðugt auglýst í blaði, sem Alls- herjar kvenréttinda-félagið gaf út. Hefir Margrét með útgáfu blaðsins Freyju áunnið okkur, vestur-íslenzkum konum alheims viðurkenningu fyrir þátttöku í frelsismálum kvenna. Svo þegar minnst verður kvenfrelsishreyf- ingarinnar í sögu Canada, þá verður Freyju getið sem fyrsta lcvenfrelsisblaðsins í Canada, og eigum við það Margréti og Sig- fúsi Benedictson að þakka, því árið 1898 stofnuðu þau blaðið Freyju; áttu þau þá heima í Sel- kirk; gáfu þau blaðið út í nokk- ur ár, en fluttu svo til Winni- peg. Hefir það verið mikið á- ræði fyrir þau fátæk, eins og þau voru, að ráðast í svo stórt fyrirtæki sem það var, þar sem þau þurftu að fá til láns peninga til að geta gefið út blað og ætla sér að hafa lifibrauð af því. En af því að þau voru bæði mjög reglusöm, sparsöm og fóru gæti- lega með þær litlu inntektir, sem blaðið gaf af sér, voru þau búin að borga skuldina á blaðinu eft- ir nokkur ár. Freyja varð strax vinsælt blað, og náði altaf meiri og meiri útbreiðslu eftir því sem árin liðu, enda gat það ekki öðru vísi verið, því innihald þess var fjölbreytt. í hverju hefti voru tvö og þrjú kvæði eftir beztu skáldin okkar hér vestan hafs, og oft falleg kvæði eftir skáld að heiman, góðar smásögur eftir ýmsa höfunda, svo sem Magnús J. Bjarnason og fleiri. En oftast voru það þýddar smásögur eftir Margréti sjálfa, því það sem hún skrifaði í Freyju var mest alt þýtt, voru það smáritgerðir um ýms fróðleg efni; framhalds'- saga (continued); oft æfisögur með myndum af merkum mönn- um og konum; fréttir úr heimi kvenna; ágætar smásögur fyrir börn, sem hún kallaði Barnakró; stundum falleg kvæð-i, ýmist ort af henni sjálfri eða þýdd, og Rit- stjórapistlar. Þið getið ímyndað ykkur hve mikil skrif liggja eftir þessa gáfuðu konu og hve mikið hún lagði á sig fyrir kvenréttinda- málin með ferðalögum út um bygðir til að vekja áhuga fyrir þeim og safna áskrifendum fyrir blaðið. Segir hún sjálf frá því, að þessi ferðalög ftafi verið afar- skemtileg og alls staðr hafi sér verið tekið vel. Sumum bygðum, eins og til dæmis Argylebygð, lýsir hún gullfallega, og kemst svo skáldlega að orði í lýsingu smni á þeirri bygð. Heimilisannir hafði hún mikl- ar, því þau hjónin voru bæði með afbrigðum gestrisin, enda komu þar margir. Ég man vel eftir að stundum var stanzlaus straumur af gestum frá morgni til kvölds, sem komu til að sjá Margréti, því hún var afar skemtileg í samræðum, víðlesin. og fróð um margt. Hún gat gert tvennt í einu, og stóðu margir undrandi að horfa á hana gera það; hún setti stílinn og meðan hún var að því, þá gat hún samt talað um alla heima og geima við gesti sína. Oft voru ýmsir fundir haldnir hjá þeim hjón- um, eins og t. d. hagyrðinga- fundir, sem sjaldan voru annars staðar haldnir en hjá þeim. Veturinn, sem við Sigurrós Vídal vorum í fæði hjá Margréti, voru hagyrðinga-fundir oft haldnir þar. Þær kvöldstundir voru hinar skemtilegustu. Við sátum í herbergi okkar og hlust- uðum á skáldin bera saman kvæði sín og ræða um þau aftur á bak og áfram, alt í svoddan bróðerni, að það var unun að. hlusta á. Aldrei, það ég vissi til, hafði Margrét tækifæri eða tíma til að lesa eða skrifa á daginn; oftast var það þegar aðrir í húsinu voru gengnir til hvílu, að hún settist niður og ýmist las eða skrifaði, oftast til kl. 1 og 2 á nóttunni, að undirbúa eitthvað til að setja í Freyju. Ekki var vegurinn ævinlega sléttur, það kom fyrir að stein- ar urðu á vegi hennar, sem ein- hver hafði kastað í þeirri von, að hún kæmist ekki lengra; en hún hafði ævinlega lag á að velta þeim frá sér, svo hún kæmist á- fram. Því var það, að það kom fyrir, að henni var sagt upp blaðinu vegna einhvers sem kom út í því, sem þessum eða hinum líkaði ekki. Eins og til dæmis þegar sögurnar komu út, Helen Harlow og Heimili Hildu. Sögðu þá nokkrir upp , blaðinu. En Margrét skoraði á kaupendur blaðsins að skrifa sér bréf um hvort þeir væru með eða á móti sögunni Heimili Hildu. Fór svo að meirihlutinn réði og sagan hélt áfram að koma út þar til herini lauk. Afleiðingin út af þessum aðfinnslum um söguna varð sú, að Freyju bættust við miklu fleiri kaupendur. Margir voru það, sem vin- veittir voru Freyju og málefnum hennar, sérstaklega á seinni ár- um hennar. Fyrst vil ég nefna Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, sem orti kvæði til Freyju og er það að finna í kvæðabók hans — Kvistir — og heitir „Til Freyju“; annað kvæði í sömu bók, sem heitir „Kvenfrelsi“, og þriðja kvæði, sem heitir „Kvenfrelsis- hvöt“. Ég set hér. part úr bréfi, sem læknirinn skrifaði og birtist 1 Freyju árið 1908: — „FREYJA“. Um hana er það að segja, ég ann henni alveg eins og fyr. Ég fylgi nákvæmlega sömu stefnu og hún berst fyrir: Jafnrétti kvenna og fullkomin mannréttindi., Það sem Freyja berst fyrir, er það göfugasta í blaðamensku, sem ég þekki.“ Magnús J. Bjarnason var annar, sem var sérstaklega vin- veittur Freyju, læt ég hér fylgja bréf, sem birt var í Freyju: — „Freyja er kærkominn gestur, og þegar hún kemur, er hún jafnan fyrsta blaðið, sem lesið er í þessu húsi. Hver einasta kona ætti að kaupa hana. Ég man eftir ræðu svo ágætri, sem Dr. Rögnvaldur Pétursson heit. hélt um réttindi kvenna; þar sýndi hann og sannaði, að hreyf- ingin væri réttmæt og eðlileg, og þátttaka kvenna í öllum umbóta- og framfaramálum heimsins sanni hæfileika þeirra til að taka þátt í stjórnmálum. Og kröfur þeirra til að gera það séu í fylsta máta réttlátar.“ Maðurinn minn, séra Guð- mundur' Árnason heitinn, sagði einu sinni í ræðu: — „Frelsi kvenna er í því fólgið, að þær fái atkvæðisréttinn. AtkvæðiS' rétturinn er merki fullra borg- aralegra réttinda og hins mesta frelsis, sem hvert þjóðfélag veit- ir meðlimum sínum. Meðan kon- ur hafa hann ekki skortir þær það frelsi, sem karlmenn hafa, og sem þær eiga heimtingu á“. Ég gæti talið marga fleiri, er málinu voru vinveittir, en það yrði of langt mál að geta þeirra hér. Ætla ég svo að enda þetta litla erindi mitt með því að lesa kvæði eftir Margréti, sem sýnir bezt mannfélagsviðhorf hennar, góðar gáfur, innri mann og við- kvæma sál. Sigríður Árnason 11. apríl 1944. Rósa-blanda (ÞYRNIRÓSIN) Tileinkað vini mínum, skáldinu J. M. Bjarnasyni Ég geng mig í skóginn um árdegið ein, Því ilmurinn tælir mig sætur, Og blöðin þau titra á grænni grein, Hún grætur! Já, tár hennar dynja, ó, dögg sú er hrein, Og döggin, hún fellur um nætur. Þá vaknar margt grátblítt viðkvæmum hug, Þar vonirnar örmagna þreyja. I barnglöðu hjarta þær fengu þó flug. Þær deyja. Og til þess ég varla hef táp eða dug Frá táldraumum þeirra að segja. En indæla rós, hversu angar þú sætt Með árdögg á vanganum rjóða. Hvort hefir þú nokkuð, sem bölið fær bætt að bjóða? Hvort hefir þig nóttin með nepjunni grætt Og níst úr þér ilmvökvann góða? Ég ber þig nú samt upp að brjóstinu á mér Svo bæti mér ilmur þinn sætur. En hvort eru svo ekki þyrnar á þér! Hún grætur! Jú, gadda eins sára og bitra þú ber Sem biturt er frostið um nætur. En samt ert þú dýrðleg með drjúpandi brá Og döggina’ á kafrjóðum vanga, Sem llfsgleði’ er æskunnar einasta þrá Að fanga. — Þó þyrnarnir stingi, samt þér skal ég ná Og þá er mér launuð mín ganga. M. J. Benediclsson Það var verið að ræða um harðskeyttan og mælskan stjórn málamann, og þá sagði einn: — Ég segi ykkur það satt, að þótt hann fengi taugaveiki, þá mundi honum batna, þótt hann fengi lungnabólgu, þá mundi honum batna, þótt hann fengi heilablóðfall, þá mundi honum batna. En ef hann fengi gin- klofa, þá mundi hann springa. .^í!l!!!!!li!l!!!l!ííl!!l!l!!l!lllllllll!llllllllllllll!!l!l!lllllllll!!ll!llllll!!llllllllllll!!l|||lll|ll[!lll||||||||||!lllllll|j||!l!lll!lllllllll|||||||||||lil||!l|||||!l!!l|||!!|||!|||| |[|[|lll|||j|ilil|||||l|[||||||||[[||||||||||[||||||llllllHllllllllllllllinill!IIIIIIIM | Skoðið hinn nýja Hillman hjó umboðsmanni yðar þegar í stað! HINN NÝJI 1953 HILLMAN MINX SKIFTANLEGUR Hið rúmgóða bekkjarlagaða framsæti, er aðeins einn hinna mörgu sérkosta, sem einkenna þenna mjúkrennandi, fallega bíl og gera hann frá hagsmunalegu sjónarmiði séð einstakan í sinni röð! THE 1953 HILLMAN SEDAN 21 ár og 21 biljón mílna, hafa fullkomnað þenna bíl til yðar eigin afnota. Hér koma fram höfuðkostir stórra bíla, ásamt sparnað- arkostum smærri bíla og megineinkennum auðveldrar meðferðar. HILLMAN ROOTES MOTORS (CANADA) LIMITED • VANCOUVER • TORONTO • MONTREAL • HALIFAX HILLMAN. HUMBER. SUNBEAM-TALBOT. COMMER, KARRIER, ROVER AND LAND-ROVER PRODUCTS ll!llllllllllllll!llll!llllllllilllllllllllllll1l!llllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllll!llllllllllllllllllllll!llll!lllll!lllllllllli!!!!!:l|l|!!!!!!í!!lll|i!!!!!!lllll!l!lll!illllllll!llllll!l!!!llltllllll!!ll!ll!!lllllllllll'!!|llllllllllll!llllill!|lll!!!!lllllllll!llll!llllll!l!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllHIII!lS

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.