Lögberg - 25.06.1953, Qupperneq 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
A.ccessories
Repairs
24-Hour Service
66 ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. JÚNÍ, 1953
NÚMER 26
FJÖLMENNIÐ A ÍSLENDINGADAGINN A HNAUSUM FYRSTA JÚLl
Ávarp fulltrúa ríkisstjórnar
íslands, Péturs Eggerz,
á 75 ára afmælishátíð íslenzku
byggðanna í Norður-Dakota,
haldið að Mountain, mánudag-
inn 15. júní 1953
Góðir Islendingar!
1 dag þegar íslenzku byggðar-
lögin í Norður-Dakota halda há-
tíðlegt 75 ára afmæli sitt, þá
leitar straumur hlýrra tilfinn-
inga frá íslenzku þjóðinni út
hingað til ykkar.
Islenzka ríkisstjórnin hefir
skipað mig sem sérstakan full-
trúa sinn til þess að flytja hér
kveðjur og árnaðaróskir sínar.
Ríkisstjórn Islands sendir Is-
lendingum í Norður-Dakota á
þessari hátíðarstund innilegar
árnaðaróskir og óskar byggðar-
laginu allra heilla.
Ég hef verið beðinn fyrir aðra
kveðju, sendiherra íslands í
Waöhington, Thor Thors sendir
ykkur kveðjur og heillaóskir.
Fjallkonan íslenzka hefir ekki
alltaf haft miklu að miðla, og
stundum hefir hún þurft að fara
hrjúfari höndum um börn sín
heldur en hún hefði kosið.
Fjallkonan íslenzka hefir fæst-
um okkar gefið gull eða græna
skóga, en ihún hefir með marg-
breytileik íslenzkrar náttúru
stælt líkama okkar og sál og
þannig búið okkur sem bezt
undir að geta tekist á við þá
örðugleika sem bíða okkar allra,
þegar við yfirgefum föðurhúsin
til þess að heyja lífsbaráttuna
upp á eigin spýtur.
Það er okkar að brjóta okkur
Þreyi-ir
krapparóður
Hon. George Drew
Hér getur að líta Hon. George
Drew foringja íhaldsflokksins í
Canada, sem heitir canadisku
þjóðinni gulli og grænum skóg-
um í því falli að flokkur hans
komist til valda að afloknum
sambandskosningum þann 10.
ágúst næstkomandi. Mr. Drew
er glæsilegur maður að vallar-
sýn og vel máli farinn; hann
áfellist Liberalstjórnina fyrir
fjárbruðl og teiur það lítið
vandamál, að lækka skatta um
hálfa miljón dollara á ári; með
hverjum ihætti þetta megi lán-
ast, er þjóðinni hvergi nærri að
fullu ljóst enn, sem komið er,
og þess vegna bíður hún
°breyjufull frekari upplýsinga.
Blað nokkurt lét þess nýlega
getið, að sjálfsagt væri að koma
þeim flokkum til valda, er flest
gsefi loforðin; ekki voru efnd-
irnar gerðar að umtalsefni.
brautir og eins og gengur leita
sumir viðfangsefnanna heima,
en aðrir að heiman.
Þið íslendingar komuð hingað
til Norður-Dakota með sama
veganesti sem íslendingar allir
flytja úr föðuíhúsum, stæltan
vilja og sterka löngun til að
sigra, og þar fyrir utan ekkert.
Þið buðuð erfiðleikunum byrg-
inn, brutuð land og byggðuð
hús, og bjugguð í haginn fyrir
börn ykkar.
í dag brosir blómleg byggð
Norður-Dakota við ykkur og
niðjum ykkar. En að heiman
horfir Fjallkonan með velþókn-
un til barnanna sinna í Norður-
Dakota, sem nýtt hafa sitt ís-
lenzka veganesti, barist og
sigrað.
Megi gæfa og gengi alltaf
fylgja þessu byggðarlagi!
Líflófsdómi
fullnægf
Síðastliðið föstudagskvöld,
laust fyrir miðnætti, voru þau
Julius og Ethel Rosenberg tekin
af lífi í Sing Sing hegningar-
húsinu í New York. Þau hötðu
verið ákærð og fundin sek um
glæpsamlega njósnarstarfsemi
eða landráð gegn öryggi Banda-
ríkjanna; það þótti fullsannað,
að þau hefðu gefið Rússum upp-
lýsingar um framleiðslu atóm-
vopna innan vébanda hinnar
amerísku þjóðar og með því
gerzt sek um drottinsvik.
Mál þetta hafði staðið yfir í
þrjú ár eða því sem næst og
komið fyrir rétt hvað ofan í
annað; áfrýjun af verjenda
hálfu til hæztaréttar varð ár-
angurslaus og Eisenhower for-
seti þverneitaði, að koma í veg
(fyrir fullnægingu dauðadómsins.
MRS. SVAVA SPRING
Fjallkona íslendingadagsins á Hnausum 1. júlí
'MISS GUÐRÚN SKÚLASON
Miss Canada á Hnausaháiíðinni
1. júlí
Flytur stefnuskrórræðu
Forsætisráðherrann, Hon. L.
St. Laurent, hóf kosningaleið^
angur sinn í Windsor, Ont. síð-
astliðinn mánudag og flutti þár
stefnuskrárræðu sína með hlið-
sjón af sambandskosningunum,
sem nú fara í hönd; var ræðunni
hvarvetna stilt í hóf svo sem
vænta mátti, því Mr. St. Laurent
er kunnur að prúðmannlegum
málflutningi; hann hét fáum
nýjungum varðandi stjórnar-
reksturinn, en bað kjósendur að
athuga gaumgæfilega og hleypi-
dómalaust athafnir stjórnarinn-
í brúðkaupi
Sylvíu Florence Hólm og Dr. David Frame Simpson
Ég veit eina ljómandi listasnót
i sem leikur á strengjaböng,
Svo verða hin andlegu yndismót
mér augljós af töfrasöng.
Og Sylvíu fingur með svanakvak
og sál minni skiljanleg orð,
Sem fannhvítar dúfur um fannhvítt þak,
þá fljúga um nótnaborð.
Að vísu er ei neitt, sem er nýtt, að sjá,
en nóturnar eru samt
þau jólakerti sem kviknar á
— þær hvítu og svörtu jafnt.
Og ljósálfar stíga sinn leifturdans
unz liðinu skipa í röð.
Að hnýta sveininum sigurkrans,
en Sylvíu lárviðarblöð.
Ei undur þó heillaði hennar spil
með hljómlistarvaldi og tign,
Með barnshjartans sakleysi og sálaryl
þann svein sem á fegurð er skygn,
Þann svein sem á andlegan auð sem hún
og ann hennar tungu og þjóð
/ Og finnur að Sylvíu föðurtún .
er fyrirmynd ræktunar góð.
Já, guð hefir samtengt þær sálir tvær
sem sungnar voru í eitt
Og aðeins þögnin fær aðskilið þær
— ei annað á jörðu neitt.
Og þögnin í lífsins lagi er stutt,
en lagið án enda sjálft,
Því blaði er aðeins flett, og flutt
er framhaldið aldrei hálft.
Guttormur J. Guttormsson
Hon. Louis St. Laurent
ar síðustu fjögur árin og kvaðst
þá sannfærður um, að kosning-
arnar gengi Liberalflokknum í
vil; hann kvað ásakanir forustu-
manna andstöðuflokkanna um
fjárbruðl af hálfu stjórnarinnar,
og þá einkum Mr. Drews, á sára-
litlum rökum bygðar, enda
hefðu allir þingflokkarnir verið
á einu máli um það, að um lækk-
un útgjalda vegna hervarna
gæti ekki verið að ræða; hann
kvað velmegun í landinu meiri
og almennari en nokkru sinni
fyr; hann fór nokkrum orðum
um íhaldsstjórnarkreppuna 1930
og skaut jafnframt þeirri spurn-
ingu til kjósenda, hvort þeir
vildu eiga það á hættu, að slík
harmsaga endurtæki sig, en því
kvaðst hann naumast trúa.
Mr. St. Laurent lagði á það
sérstaka áherzlu hversu cana-
disk þjóðeining ætti Liberal-
flokknum mikið að þakka og hve
röggsamlega hann hefir gengið
fram í sjálfstæðismálum þjóð-
arinnar; nú þyrfti ekki fram-
vegis að áfrýja málum til hæzta-
réttar Breta, því nú væri það
hæztiréttur Canada, sem hefði
æðsta valdið í dómsmálum hinn-
ar canadisku þjóðar; hann kvað
Liberalflokkinn vera hinn sanna
þjóðeiningarflokk, og slík myndi
köllun hans enn verða í fram-
tíðinni; forsætisráðherra lýsti
eindregnu trausti á sameinuðu
þjóðunum og Norður-Atlants-
hafsbandalaginu, og kvað þessi
tvö áhrifaöfl hafa átt bróður-
hlutann í því, að þriðja heims-
stríðið væri ekki skollið á.
Viðsjár í
Austur-Berlín
í fyrri viku varð ærið róstu-
samt í Austur-Berlín, þeim
hluta borgarinnar, sem rúss-
neskir kommúnistar ráða yfir;
Imegn óánægja ríkir hvarvetna
meðal Þjóðverja á þessu her-
numda svæði, er svo færðist í
auka, að nærri lét opinberri
borgarastyrjöld; mælt er, að um
50 þúsundir Þjóðverja hafi tek-
ið þátt í uppþotinu, sem mun
hafa átt rót sína að rekja til
hungurs og þrælkunar; fólk
þetta reif niður af stöngum
rússneska fána og krafðist þess
að rússnesk hernaðarvöld tæki
saman pjönkur sínar og hypjuðu,
sig austur fyrir járntjald; svars-
ins þurfti ekki lengi að bíða, því
innan skamms tíma höfðu
Rússar sent inn í Austur-Berlín
liðsafla mikinn, auk skriðdreka,
'er ganga átti milli bols og höfuðs
á hinum vanlþakkláta lýð og
hófst þá þegar snörp skothríð;
óstaðfestar fregnir herma, að
um þrír tugir manna af hálfu
Þjóðverja hafi látið lífið, en
hátt á þriðja hundrað sætt meiri
og minni meiðslum; mótmælin
voru að lokum kveðin niður, að
minsta kosti um stundarsakir.
Símskeyti vegna
landnámshótíðar-
innar að Mountain
Kveðja forseia íslands iil land-
námshátíðarinnar að Mountain •
Reykjavík, 15. júní 1953
Séra Egill H. Fáfnis,
Mountain, N. Dak.
Á sjötíu og fimm ára land-
námsafmæli sendi ég íslending-
um í Dakota beztu samfagnaðar
kveðjur og heillaóskir.
Ásgeir Ásgeirsson
☆
Kveðja lil landnámshátíðarinnar
að Mountain
Reykjavík, 15. júní 1953
Séra Egill H. Fáfnis,
Mountain, N. Dak.
Fjölmenn Þingvallasamkoma
til heiðurs heimkomnum Vestur-
íslendingum sendir Dakota-Is-
lendingum hamingjuóskir á 75
ára afmælinu.
Þjóðræknisíélagið
Sigurgeir Sigurðsson
Ófeigur J. Ófeigsson
☆
Kveðja biskups íslands til land-
námshálíðarinnar að Mountain
Reykjavík, 12. júní 1953
Prófessor Richard Beck,
Grand Forks, N. Da'k.
Flyt heillaóskir mínar 75 ára
afmæli íslenzku byggðanna. Bið
þeim blessunar Guðs og varð-
veizlu.
Sigurgeir Sigurðsson
☆
Wynyard, Sask., June 14
Icelandic Jubilee Celebration
Committee, Mounlain, N.D.
Regreting my inability to at-
tend your Jubilee Celebration
June the fifteenth wish you all
Gods blessings that day and all
the days to come.
Tryggvi J. Halldorson
☆
Blaine, Wash., June 12
Jubilee Committee
Care Theo. Thorleifson
Edinburgh, Dak.
Sincere greetings best wishes
for a wonderful Dimond Jubilee.
Rev. and Mrs. H. Sigmar
Mesta flugslys,
sem sögur fara af
Hinn 18. þ. m. fórst amerísk
herflutningaflugvél skamt frá
Tokyo svo að segja rétt eftir að
hún hafði hafið sig til flugs;
vélin hafði innan borðs 128
menn, er allir týndu lífi; þetta
var fjögurra hreyfla flugvél af
hinni svonefndu Globemaster
gerð og voru farþegarnir nálega
einvörðungu amerískir hermenn
á leið til Kóreu eftir nokkurra
daga hvíld í Japan; þetta er
mesta flugslys, sem sögur fara af.
Lýðveldisyfirlýsing
Forsætisráðherra Egyptalands
lýsti yfir því síðastliðinn laugar-
dag, að frá þeim degi væri bund-
inn endi á konungdóm í landinu
og lýðveldi sett á fót; fagnaði
þjóðin mjög tíðindum þessum,
að því er símfregnir herma.
Veltur á ýmsu
í Kóreu
Þau tíðindi hafa gerzt í Suður-
Kóreu, er valdið hafa gremju
meðal forustumanna sameinuðu
þjóðanna og yfirmanna herja
þeirra í Kóreustríðinu, en þetta
stafar af því, að Syngman Rhee,
forseti Suður-Kóreulýðveldisins,
sem er sáróánægður með fyrir-
hugað vopnahlé, slepti úr varð-
haldi 26 þúsund föngum, sem
sagðir eru að vera andvígir
kommúnistum og lætur þá leika
lausum hala; þetta sýnist vera
skýlaust brot á varnarsáttmála
Suður-Kóreu við hinar banda-
lagsþjóðirnar. Eisenhower for-
seti hefir stranglega mótmælt
þessu tiltæki Mr. Rhees og nú
hefir Mr. Churchill tekið í sama
streng.