Lögberg - 09.07.1953, Page 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 9. JÚLÍ, 1953
Kondórinn flýgur fugla hæst
Úr borg og bygð
Tíu ára piltur óskar eftir sæti
í bíl vestur til Leslie, Sask., eða
annarra bæja í Vatnabyggðun-
um. Upplýsingar veitir Mrs.
Betty Gíslason Inglis Block,
Notre Dame Avenue, rétt austan
við Sherbrook. Heima eftir kl.
6 e. h. Eða hringið til Mrs. Dóra
Hampton, 309 Queens Street.
Sími 65954.
☆
Edna Lamoureux og Marino
S. Guðmundsson, sonur Davíðs
Guðmundssonar í Árborg, voru
gefin saman í hjónaband í
Kaiþólsku kirkjunni í Eriksdale,
20. júní s.l. Heimili þeirra verður
í Árborg.
☆
Mr. Norman L. Shaw hefir
verið skipaður umsjónarmaður
raforkudeilda fylkisins í þessum
þorpum: Árnes, Finns, Hnausum,
Magnússon og Hecla. Bækistöðv-
ar hans verða í Riverton.
☆
Capt. Wm. P. Simpson, Sel-
kirk, Man., lézt á þriðjudaginn,
30. júní, 71 árs að aldri. Hann
var kunnur fjölda íslendinga bú-
settum við Winnipegvatn, því
hann var skipstjóri á vatninu í
marga tugi ára. Hann byrjaði að
vinna á flutningsbátum um alda-
mótin. Var stýrimaður á
Premier, en fyrst skipstjóri á
Mikado og síðan á fjölda mörg-
um bátum: Wolverine, W. J.
Guest, Tempest, Highlander,
Baldur o. fl.
☆
Dorothy Helga Joan, yngri
dóttir Mr. og Mrs. S. H. Stefáns-
son, Riverton, Man., og Grover
Hamilton Campbell frá Char-
lottetown, P.E.I., voru gefin
saman í hjónaband á heimili Mr.
og Mrs. J. G. Bjarnason, River-
ton, 30. maí s.l. Séra Harald S.
Sigmar gifti. Heimili þeirra
verður á Gimli.
☆
Mr. J. K. Johnson trésmíða-
meistari frá Tantallon, Sask.,
var staddur í borginni í fyrri
viku ásamt Lilju dóttur sinni.
☆
Miss Guðrún Jóhannsson
hjúkrunarkona frá Saskatoon
dvelur í borginni um þessar
mundir.
☆
Myndin af eldra kvenfélagi
Fyrsta lúterska safnaðar, sem
tekin var í tilefni af 75 ára af-
mæli safnaðarins, sem nú fer í
hönd, fæst hjá The Columbia
Press Ltd., og hjá frú Jón Sig-
urdson, 605 Banning Street.
☆
Frú Lovísa Sólmundsson, eigin
kona Guðmundar E. Sólmunds-
sonar á Gimli lézt 30. júní, 70
ára að aldri. Hún var jarðsungin
á mánudaginn og lögð til hvíldar
í Gimli-grafrgit. Auk eiginmanns
síns lætur hún eftir sig fjórar
dætur: Arínu, Mrs. Evens;
Lilju, Mrs. H. Johnson; Ingu,
Mrs. T. Jöhnson; Fjólu, Mrs.
Ollander; fimm sonu: Sólmund,
Pétur, Joseph, Benjamín og
Marvin; ennfremur bróðir,
Theodore Pétursson, og systir,
Karín, Mrs. Wilkinson.
☆
Margaret Emily Thompson,
hjúkrunarkona og Cecil Henry
Mclntosh, starfsmaður hjá Mani-
toba Telephones, voru gefin
saman í hjónaband í lútersku
kirkjunni í Riverton á laugar-
daginn 27. júní. Brúðurin er
dóttir Dr. S. O. Thompson fylkis-
þingmanns og frú Thordísar
'konu hans. Að lokinni hjóna-
vígslunni fór fram vegleg veizla
í Riverton Community Hall. —
Heimili ungu hjónanna verður í
Beausejour, Man.
☆
Þær systurnar Agnes Helga
Sigurdson píanóleikari og Louise
Sigurdson hjúkrunarkona eru
nýkomnar frá New York í heim-
sókn til foreldra sinna Mr. og
Mrs. Sigurbjörn Sigurdson.
☆
Mrs. H. S. Sigurdson frá Fort
William, ásamt þrem börnum
sínum, er um þessar mundir í
heimsókn hjá móður sinni Mrs.
B. S. Benson, 757 Home Street;
ennfremur er Mrs. Barney S.
Benson frá Ottawa, ásamt börn-
um sínum tveimur, í heimsókn
hjá tengdamóður sinni.
☆
Mrs. R. Younger frá Exeter,
Ont., kom til bæjarins ásamt
dóttur sinni í heimsókn til for-
eldra sinna, Mr. og Mrs. J. G.
Johannson.
☆
Mr. John Freysteinsson frá
Churchbridge, Sask., kom til
borgarinnar í byrjun vikunnar
úr ferðalagi suður um North
Dakota og Minnesota, ásamt
Donald syni sínum; heimsótti
Jöhn fyrst tengdasystur sína
Mrs. E. H. Reykjalín að Leal, N.
Dak., en svo ferðuðust þeir
feðgar til Minneapolis, St. Paul
og Duluth og létu hið bezta af
förinni; á ferðalaginu með þeim
voru Kristín og Fred Melsted.
☆
Veglegt silfurbrúðkaup var
þeim Victor Jónassyni, forseta
Fyrsta lúterska safnaðar, og frú,
haldið í samkomusal kirkjunnar
síðastliðið þriðjudagskvöld, þar
sem þau voru sæmd gjöfum og
þakkað giftudrjúgt starf. Sam-
sætinu stýrði Mr. N. O. Bardal.
Þjóðræknisfélag íslendinga
tók á móti hinum vestur-íslenzku
gestum á Þingvöllum á sunnu-
daginn. Var mikið fjölmenni þar
saman komið. Var sunnanstrekk-
ingur með rigningu og gat ekki
orðið af útiguðöþjónustu í
Hvannagjá, eða af ræðuflutningi
að Lögbergi.
í kirkjunni og í Valhöll
Þessi móttökuathöfn á Þing-
völlum hófst um kl. 2.30 með því
að gengið var til Þingvalla-
kirkju. Flutti biskup landsins
þar guðdþjónustu þá, er fyrir-
huguð var í Hvannagjá. — Vegna
þess hve kirkjan er lítil, gat ekki
nema lítill hluti gestanna kom-
izt í kirkjuna. — Síðan var kaffi
borið fram í stóra salnum í Val-
höll og var hann þéttskipaður.
Þar flutti dr. Þorkell Jóhannes-
son greinargott erindi um Þing-
velli, en upphaflega hafði verið
gert ráð fyrir því að dr. Þorkell
talaði á Lögbergi.
Nokkra uppstyttu gerði um
kl. 5 og var þá farið um sögu-
staðinn.
Aðalræðurnar voru fluttar, er
kvöldverður var snæddur í Val-
höll. ,Ófeigur Ófeigsson læknir,
framkvæmdarstjóri Þjóðræknis-
félagsins, stjórnaði hófinu og
bauð gesti velkomna, en meðal
þeirra voru forsetahjónin, for-
sætisráðherra og menntamála-
ráðherra.
Forsetinn ávarpaði
V esiur-í slendingana
Forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson,
ávarpaði Vestur-Islendinga og
bar fram ósk um að dagurinn
mætti verða þeim ógleyman-
legur á þessum merka stað, þar
sem saga þjóðarinnar talar til
okkar hárri röddu. Forsetinn
minntist heimsóknar Vestur-
íslendinga 1930.
Þá tók til máls biskupinn yfir
íslandi, Sigurgeir Sigurðsson,
forseti Þjóðræknisfélagsins, er
kvað dag þennan merkan, því
hann myndi marka meira og
nánara samband milli íslend-
inga vestan hafs og austan. Bisk-
upinn vék að persónulegum
kynnum sínum af Vestur-íslend-
ingum, bve vel þeim hefði tekizt
að viðhalda ýmsum venjum og
siðum að heiman. — Þrá þeirra
til gamla landsins í huga og
hjarta er innileg. Hann bað
Vestur-íslendinga að færa lönd-
um vestra kveðjur Þjóðræknis-
félagsins og íslendinga allra.
Enn lifir íslenzka þjóðarsálin
Þá tók til máls menntamála-
ráðherra, Björn Ólafsson. Minnti
hann á að nú'væri langt um
liðið frá því að fyrstu íslend-
Kondórinn er mestur allra
fugla. Ekki er hann fríður, þar
sem hann húkir á klettum, lura-
legur og heimskulegur. En á
flugi ber hann af öllum öðrum
fuglum. Hann flýgur allra fugla
bezt og allra fugla hæst. Er það
tilkomumikil sjón að sjá hann
svífa á útþöndum vængjijm
klukkustundum saman og tæp-
lega hreyfa vængina. Með ótrú-
legum hraða kemst hann af
jörðu upp í háloftin, og svo
steypir hann sér úr þessari gín-
andi hæð til jarðar með enn
meiri hraða. Þetta leikur enginn
eftir, jafnvel ekki mennirmr í
sínum .ágætu flugvélum.
Heimkynni hans eru aðallega
í Suður-Ameríku, en önnur teg-
und af þessu kyni var fyrrum
dreifð um alla Norður-Ameríku.
Vegna nábýlis við manninn hefir
henni fækkað svo, að nú eru
ekki nema fáir fuglar eftir og
hafast þeir við í Kaliforníu.
Kondórinn er mjög ófríður.
Hausinn og hálsinn er bert og
nakinn hamurinn rauður að lit.
Svo kemur ljós, úfinn dúnkragi
og stingur þetta hvort tveggja
mjög í stúf við hinar kolsvörtu
og grófu fjaðrir á skrokknum.
ingarnir hefðu flutzt vestur til
Kanada. Þeim hefir ekki frekar
en öðrum tekizt að slíta sig frá
ættjörðinni, því ennþá lifir sproti
af íslenzku þjóðarsálinni.
Þá tók til máls Jónas Jónsson
skólastjóri. — Hann komst þann-
ig að orði, að með komu þessa
hóps Vestur-íslendinga, hefðum
við fundið Ameríku í þriðja
skipti. Fyrst Ameríkufund Leifs
heppna, þá flutningarnir miklu
vestur um haf og nú í þriðja
sinn. — Jónas Jónsson ræddi um
kennarastólinn við Manitoba-
háskóla og þann mikla skerf,
sem Vestur-Islendingar hefðu
lagt fram til stofunar hans og
gat ræðumaður einkum Ás-
mundar P. Jóhannssonar. —
Ræðumaður sagði, að um ókom-
in ár myndi sá maður, sem pró-
fessorsembættinu gegnir, verða
sameignartákn íslendinga vestan
hafs, ef þeir búa vel að honum.
V.-íslendinga-skógur á
Þingvöllum
Næstur t'ók til máls formaður
Þingvallanefndar, Gísli Jónsson,
alþingismaður. Hann gat þess,
að Þingvallanefnd hefði nýlega
ákveðið að úthluta skógræktar-
reit í Þjóðgarðinum, þar sem
ræktaður yrði Vestur-íslendinga
skógur. Yrði til þessa skógar
varið fé, sem Vestur-Islendingar
hafa gefið í því augnamiði að
rækta hér skóg. Jafnframt bauð
þingmaðurinn gestunum að
koma til Þingvalla einhvern
fagran sólskinsdag í boði Þing-
vallanefndar.
Vestur-íslendingar iala
Áður en borðhaldinu lauk
flutti Vestur-íslendingurinn Ól-
afur Hallsson úr Eiríksdal,
kveðju Sveins læknis Björns-
sonar, er hér var á ferð fyrir
nokkrum árum, og var sú kveðja
í bundnu máli. — Síðastur tók
til máls fararstjóri Vestur-
Islendinganna, próf. Finnbogi
Guðmundsson og ræddi hann
um nauðsyn þess að nánari sam-
skipti yrðu tekin upp milli Is-
lendinga austan hafs og vestan
og kom í því sambandi fram með
þá hugmynd að t. d. unglingur
úr Skagafirði færi til dvalar í
skiptum fyrir Islending úr
byggðum Nýja-lslands í Kanada.
Lauk svo þessum mannfagnaði
með því að mannfjöldinn söng
þjóðsönginn undir stjórn dr. Páls
Isólfssonar, er stjórnaði söng
milli ræðna, en með honum var
söngfólk úr kór Dómkirkjunnar.
I gær voru Vestur-íslending-
arnir í boði forsetahjónanna að
Bessastöðum.
—Mbl., 16. júní
Neðan á vængjunum eru ljósari
fjaðrir og verða hvítar þegar
hann eldist. Augun í karlfuglin-
um eru venjulega grábrún, en
augun í kvenfuglinum eru lif-
rauð. Humboldt lýsir Suður-
Ámeríkutegundinni þannig, að
skrokkurinn sé þrjú fet og þrír
þumlungar á leng, vænghafið
átta fet og níu þumlungar, en
stélið 14 þumlungar á lengd.
kvenfuglarnir eru þó heldur
minni. '
Kondórinn er af hrægamma-
ættinni og lifir mikið á hræum.
En í hinum hrjóstrugu fjöllum
í Perú mundi hann ekki geta
lifað, ef hann ætti að treysta á
hræin eingöngu. Sulturinn rekur
hann því á veiðar' og hann er
ekki að víla fyrir sér að ráðast á
stórar skepnur. Meira að segja
er almælt að hann ráðist á
puma og beri sigur af hólmi.
Bændum er hann hinn mesti vá-
gestur, því að hann drepur ung
lamadýr og jafnvel kálfa. En ef
allt um þrýtur, bregður hann
sér til gúanóeyjanna og hakkar
í sig þessa gömlu fugladrít. Hann
munar ekki um að skreppa nokk-
ur hundruð mílna, því að „fyrir’
kondórinn eru fjarlægðir ekki
til“, ems og gömlu Inkarnir
sögðu. — Margar sögur gengu
um það fyrrum að kondórar
stælu börnum og réðust á menn,
en nú er talið að þetta geti ekki
verið rétt, því að kondórinn hefir
megnustu skömm á mönnum.
Það er mælt, að þegar kon-
dórinn fer á veiðar fljúgi hann
svo hátt að hann sé ósýnilegur
berum augum. Sumir telja, að
hann fari þá upp í 22.000 feta
hæð. Þar svífur hann á útþönd-
um vængjum stóra hringa og
skimar eftir bráð. Og þegar
hann hefir séð eitthvað, sem
honum leikur hugur á, steypir
hann sér eins og elding yfir það
og sé það lifandi vera, þá rotar
hann hana í fyrsta höggi. Félag-
ar hans streyma þá að, því að
aldrei getur einn setið að bráð,
og á skammri stund hafa þeir
rifið í sig allt nema stærstu
beinin. Ekkert flytja þeir með
sér, því að þeir geta ekki borið
neitt á flugi, þar sem hvorki nef
þeirra né klær eru til þess
sköpuð.
Kondórinn gerir sér hreiður í
klettastöllum eða holum trjám
og gengur ekki vandlega frá.
Kondórinn í Andesfjöllum verp-
ir tveimur eggjum og eru þau á
stærð við gæsaregg, ljósgul á lit
með dökkum dröfnum. Þegar
ungarnir skríða úr eggi, eru þeir
dúnaðir. Þeir þroskast seint og
liggja í hreiðrinu löngu eftir að
þeir eru fleygir. Foreldrarnir
mata þá með því að æla ofan í
þá. Ekki reyna ungarnir á væng-
ina fyrr en þeir eru orðnir árs-
gamlir. Hverfa þeir ekki frá
hreiðrinu fyrr en þeir eru orðnir
þriggja ára gamlir, en þá fara
þeir að leita sér að maka, og
varla eignast þeir unga fyrr en
þeir eru 5—6 ára gamlir. Fjöl-
skyldan heldur þannig hópinn
árum saman, og er oft öll á flugi
sér til skemmtunar, því talið er,
að kondórinn hafi mikið gaman
af svifflugi.
Kaliforníu-kondórinn
Hann er álíka stór og bróðir
hans í Andesfjöllum. Hann er
C0PENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
Vestur-íslendingarnir í boði Þjóðræknis-
félagsins ó Þingvöllum
frábrugðinn að því leyti, að hann
veiðir aldrei neitt, heldur lifir
eingöngu á hræum. Þess vegna
eru hvorki fuglar né dýr hrædd
við hann. Hann er góðlyndur og
auðvelt að temja hann og verður
mjög elskur að eiganda sínum.
Þessi kondór á ekki nema eitt
egg og það tekur sex mánuði að
unga því út. Halda menn því að
hann verpi ekki nema annað
hvort ár. Vegna þess hve við-
koman er lítil og menn hafa auk
þess gert sitt til að útrýma kon-
dórnum, er nú svo komið, að ekki
eru eftir nema 60 fuglar af þessu
kyni. Margs konar ráðstafanir
hafa nú verið gerðar til þess að
koma í veg fyrir, að hann verði
aldauða. Hefir honum meðal
annars verið gefið friðland í Los
Padres National Forest í Kali-
forníu. Síðan hefir honum ekki
fækkað og hafa menn því von
um að hægt muni að halda
stofninum við.
—Lesb. Mbl.
Svo var það annar lítill dreng-
ur sem kom heim til móður sinn-
ar og sagði:
— Mamma, ég hef líka séð
mann, sem smíðar hesta.
— Nú, sagði móðirin, — hvern-
ig stendur nú á því?
— Jú, hann var að enda við að
smíða skóna neðan á fætur hest-
sins, þegar ég kom að, sagði
drengurinn meira en lítið hreyk-
inn.
. ☆
— Hvers vegna er hann
Kristófer svona hnugginn á
svip?
— Vegna þess að frændi hans
er dáinn.
— Nú, ég hitti hann daginn
eftir lát frænda hans, og þá var
hann svo glaðlegur?
— Já, en nú er búið að lesa
erfðaskrána!
☆
Ung, skozk stúlka var í skóla
og skrifaði heim til föður síns:
— Nú hef ég farið 6 sinnum
út með sama piltinum og hef
alltaf verið í sama kjólnum. Ég
verð blátt áfram að fá nýjan
kjól.
Faðirinn skrifaði til baka:
— Fáðu þér nýjan pilt og
byrjaðu upp á nýtt!
☆
Rússneskur liðsforingi heim-
sótti ungverska kirkju, og
sóknarpresturinn sýndi honum í
kring. Liðsforinginn fullvissaði
prestinn um, að það væri ein-
ungis af sögulegum ástæðum,
sem hann langaði til þess að
skoða kirkjuna. I lítilli kapellu,
sem þeir komu í, var mynda-
stytta úr bronzi af rottu, og
Rússinn spurði undrandi:
— Hvernig stendur á þessu?
— Hún var búin til árið 1750,
en á árunum á undan var svo
mikill urmull af rottum sem
píndi bæjarbúana, en þegar
styttan var búin til, hurfu allar
rotturnar.
— Trúið þér virkilega svona
vitleysu? spurði Rússinn.
— Ó, nei, ekki geri ég það,
svaraði presturinn, — það er
ekki svo stutt síðan við bjugg-
um til bronzstyttu af rússnesk-
um hermönnum!
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eyland*
Heimili 686 Banmng Street.
Sími 30 744.
☆
New Iceland Lutheran Parish
Service conducted by Rev.
Eric H. Sigmar.
Sunday July 12th.
2 p.m. Riverton.
7 p.m. Gimli (Dayligt Saving)
(In Gimli Theatre).
8 p.m. Árborg (Standard Time)
Ernir taka sér ból-
fesfru í eyðieyjum
Breiðafjardar
Þar sem fólkið hefir fluít í burtu
frá eyjunum, hefir örninn komið
til að verpa
Frá fréttaritara Tímans
í Stykkishólmi
Það þykir nú víst, að örnum
fari fjölgandi hér á landi, en
einkum hefir borið mikið á
þeim við Breiðafjörð.-Hafa
þeir verpt þar í eyjum og
hólmum, og sótt meira og
meira í að verpa í eyjunum,
eftir að byggð lagðist þar
niður og umferð varð minni
um svæðið. Hafa þeir að
undanförnu einkum verpt í
eyjaklasanum fyrir minni
Hvammsfjarðar.
Nýlega fóru menn af Skarðs-
strönd fram í hólma, sem liggja
undir Búðardal, þeirra erinda
að gæta að æðarvarpi. Fundu
þeir arnarhreiður í einum hólm-
anum, en menn rekur ekki
minni til, að þar hafi arnar-
hreiður fundizt fyrr.
Þrjú egg, einn ungi
Örninn verpir þremur eggjum,
hvítum og á stærð við svart-
baksegg. Eru þau þó heldur
minni en svartbakseggin. Þeir,
sem fylgzt hafa með varpi arnar-
ins, hafa veitt því athygli, að
aldrei verður vart við fleiri en.
einn unga, svo tvö egg virðast
fara til ónýtis.
Sjö ernir í hóp
1 fyrrasumar veittu menn því
athygli, að örn átti sér hreiður í
Gvendareyjum í Skógarstrandar
hreppi, en eyjarnar eru nú í
eyði. Fyrir einum tíu árum sáu
menn sjö erni í hóp á flugi yfir
Breiðafirði og gefur 'það til
kynna, að þéssum tignarlega
fugli sé að fjölga, en hann var
orðin mjög sjaldgæf sjón.
—TÍMINN, 14. júní
s rimi: for knowledge
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Busines*
Training immediately!
For Scholarships Consult
THE COOJMBIA PRESS LIMITED
PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG
#