Lögberg - 23.07.1953, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.07.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY#S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNErS SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repsirs 66 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 23. JÚLÍ, 1953 NÚMER 30 Fréttír frá ríkisútvorpi íslands Mynd þessi var tekin í kirkju Hallgrímssafnaðar í Seattle á 69. ársþingi Hins Ev. Lút. Kirkjufélags ísl. í Vesturheimi í tilefni af vígslu séra Virgils Anderson, 24. júní s.l. Er hann nú sestur að í Langruth, Man., og starfar sem trúboðsprestur félagsins; er hann á miðri myndinni í fremstu röð. Aðrir prestar á myndinni eru, í bakröð: Kolbeinn Sæmundsson, L. E. Steinhoff, Eiríkur S. Brynjólfsson, Sigurður Ólafsson, Guttormur Guttormsson. Miðröð: Eric H. Sigmar, Guðmundur Páll Jónsson, Jóhann Friðriksson, Harold S. Sigmar, Haraldur Sigmar. Fremsta röð: Rúnólfur Marteinsson, S. Octavíus Thorláksson, Virgil Anderson, Valdimar J. Eylands, Egill H. Fáfnis. — Nánari fréttir af þingi þessu munu birtar áður en langt líður. 12. JÚLÍ Vikuna, sem leið, var heldur votviðrasamt, en þó voru tveir ^ágætir þurrkdagar og náðu bændur þá inn miklu heyi. Gras- spretta er mjög góð um allt land og sláttur byrjaði snemma, eða almennt um Jónsmessu. Nokkur þurrkur var í síðustu viku júní- mánaðar og hirtu þá þeir bænd- ur, sem fyrstir höfðu byrjað sláttinn, en síðan voru óþurrkar um land allt þar til á miðviku- daginn og fimmtudaginn. Lamba höld voru ágæt um allt land í vor. ☆ Talsvert hefir veiðst af síld þessa vikuna og lögðu um 30 skip síld á land aðafaranótt miðvikudags. Síðan hefir verið góð veiði á hverjum degi, t. d. var saltað í um 6000 tunnur á föstudaginn, en fólksekla er mikil við söltunina og talin hætta á að verðmæti fari for- görðum af þeim sökum. Sam- kvæmt upplýsingum Árna Frið- rikssonar fiskifræðings hefir áta verið með mesta móti á síldar- miðunum að undanförnu, allt að því sex sinnum meira átumagn en reynslan hefir sýnt að undan- förnu að þurfi til að halda góðri síldveiði, ef síld er á miðunum á annað borð. Síldin, sem veiðst hefir til þessa, er óvenjulega stór eins og verið hefir undan- farin síldarleysisár, og bendir þetta til þess að aðalstofninn sé ekki á miðunum við Norðurland frekar nú en undanfarin sumur. Margir bátar eru nú nýlega lagðir af stað úr verstöðvum sunnanlands, en staðið hafði á rekstrarlánum. ☆ Á þriðjudaginn hélt lands- kjörstjórn fund í húsi hæsta- réttar til að úthluta uppbótar- þingsætum eftir alþingiskosn- ingarnar. Voru þá skýrslur komnar um úrslit í öllum kjör- dæmum. Gild atkvæði voru samtals 77.410 og skiptust þann- ig: Alþýðuflokkur 12.093, Fram- sóknarflokkur 16.959, Sósíalista- flokkur 12422, Sjálfstæðisflokk- ur 28.738, Lýðveldisflokkur 2531 og Þjóðvarnarflokkur 4667. Fæst atkvæði á hvern kosinn þing- mann hefir Framsóknarflokkur- inn og hans hlutfall , 1059 og 15/16 er því hlutfallstala kosn- inganna. Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn hlutu 5 upp bótarþingsæti hvor og iÞjóð- varnarflokkurinn eitt. Tala þing- manna flokkanna er þá sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn 21, Framsóknarflokkurinn 16, Sósí- alistaflokkurinn 7, Alþýðuflokk- urinn 6 og Þjóðvarnarflokkur- inn 2. Að baki hvers þingmanns Sjálfstæðisflokksins eru þá 1368 atkvæði, Framsóknarflokksins 1060, Alþýðuflokksins 2015, Sósí- alistaflokksins 1775 og Þjóð- varnarflokksins 2333. ☆ Á ríkisráðsfundi á fimmtudag- inn staðfesti forseti íslands ýmsa forsetaúrskurði, sem út höfðu verið gefnir frá því að síðasti ríkisráðsfundur var haldinn, og auk þess var forsætisráðherra veitt umboð til þess að undirrita fyrir íslands hönd samninga milli íslands, Danmerkur, Nor- egs og Svíþjóðar varðandi sjúkra samlög, mæðrahjálp og fleira. — Forsetinn lagði af stað daginn eftir í opin'bera heimsókn til Vestfjarða og fóru forsetahjónin flugleiðis til Þingeyrar. í gær óku þau til Rafnseyrar og var staðnæmst vxð Minnisvarða Jóns Sigurðssonar, sem var blómum skrýddur og bauð Ragnar Guð- mundsson oddviti forseta vel- kominn. Forseti þakkaði ræðuna og minntist Jóns Sigurðssonar og fæðingarstaðar hans. Síðdegis í gær hélt hreppsnefndin á Þmg- eyri samsæti fyrir forsetahjónin og sátu það á annað hundrað gesta. í dag voru forsetahjónin viðstödd messu á Núpi í Dýra- firði og héraðshátíð en fara í kvöld til Flateyrar. ☆ Hinn þriðja þessa mánaðar var undirrituð í Stokkhólmi bókun um framlengingu á sam- komulagi um viðskipti milli Is- lands og Svíþjóðar, er féll úr gildi 1. apríl s.l. Samkomulagið er framlengt til 31. marz /1954. Sænsk stjórnarvöld munu leyfa innflutning á saltsíld, kryddsíld og sykursaltaðri síld frá íslandi á samningatímabilinu, og inn- flutningur á öðrum íslenzkum afurðum verður leyfður á sama hátt og áður hefir tíðkast. Inn- flutningur sænskrar vöru verð- ur leyfður á íslandi með tilliti til þess, hversu útflutningur verður mikill á islenzkum vör- um til Svíþjóðar og með hlið- sjón af venjulegum útflutnings- hagsmunum Svíþjóðar. ☆ í þessum mánuði eru haldnar margar norrænar ráðstefnur í Reykjavík. Forvígismenn í raf- magnsmálum frá Norðurlöndun- um öllum héldu fund í Reykja- vík í vikunni, og á föstudaginn var haldinn þar aðalfundur Blaðamannasambands Norður- landa. Sátu hann 23 fulltrúar, þar af 17 erlendir. Fulltrúarnir komu hingað nokkrir á sunnu- dagskvöldið, aðrir á þriðjudags- kvöldið, gengu fyrir forseta Is- lands á Bessastöðum, ferðuðust um Suðurlandsundirlendið í boði ríkisstjórnarinnar, og til Þing- valla og að Sogi í boði bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Nokkrir héldu heimleiðis í gærmorgun en hinir eru nú á ferð Norðan- lands. Blaðamannasamband Nor- egs hafði farið með stjórn Norð- urlanda-sambandsins síðustu tvö árin, en nú tóku Finnar við og var Axel Grönvik kjörinn for- maður. ☆ Ákveðið hefir verið að af- hjúpa minnisvarða Stephans G. Stephanssonar á Arnarstapa á sunnudaginn kemur, en nú í haust er aldarafmæli skáldsins. Tillaga kom fram á kynningar- samkomu ungmennafélaganna í Skagafirði sumarið 1945 að minnisvarði þessi skyldi gerður á aldarafmælinu og var nokkru síðar endanlega samþykkt að gera minnisvarðann á Arnar- stapa og fara eftir tillögum Ríkharðs Jónssonar um gerð hans. Ungmennafélögin í Skaga- firði unnu síðan að fjársöfnun, en auk þess bárust gjafir, m. a. 10.000 króna dánargjöf frá Gísla Stefánssyni frá Mikley. Alþingi hefir lagt þessu máli lið með fjárframlagi og ennfremur sýslu- nefnd Skagafjarðarsýslu. Dóttir Stephans G. Stephanssonar, frú Rósa Benediktsson, er stödd hér- lendis í boði ríkisstjórnar ís- lands og fleiri aðilja og verður viðstödd, þegar minnisvárðinn verður afhjúpaður á sunnudag- inn. ☆ Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var nýlega haldinn að Laugarvatni og sóttu hann rösklega 70 fulltrúar frá 21 héraðsskógræktarfélagi, en sam- tals starfa nú 29 héraðsskóg- ræktarfélög og tala félagsmanna er 7550. Árið 1952 gróðursettu félögin 392 þúsund plöRtur á ýmsum stöðum á landinu. Vel gekk á árinu að afla trjáfræs frá Alaska og Norður-Noregi, en undirstaðan að allri skógrækt hér er að ná nægu trjáfræi frá þeim stöðum, er svipar til ís- lenzks veðurfars. Nú eru þrír ungir íslendingar, sem útskrif- uðust í vor úr skógarskólanum, við framhaldsnám í Alaska og munu safna þar fræi í haust. Norskm skógarbændur höfðu sent félaginu að gjöf 1400 girð- ingarstaura, og hafði séra Harald Hope í Ytra-Arna forgöngu um gjöf þessa. Fundurinn skoraði á ríkisstjórnina og alþingi að setja í lög ákvæði um það, að hæfilegum hluta aðflutnings- gjalda af viði og viðarafurðum skuli árlega varið til skógræktar. Nokkrir menn í Reykjavík gerðu út leiðangur fyrir nokkru til Grímsvatna í samráði við dr. Sigurð Þórarinsson, og var förin aðallega farin í því skyni að at- huga Grímsvötn og aðrennslis- svæði þeirra, svo og hverasvæði Kverkfjalla, og voru grafnar margar gryfjur til þess að mæla þykkt snjólagsins frá vetrinum. Miklu hærra er nú í Grímsvötn- um en 1950 og 70 metrum hærra en þegar svæðið var kortlagt 1942. ☆ Fyrri helming þessa árs fluttu flugvélar Flugfélags íslands 16.800farþega, þar af rösklega 2.500 á milli landa. Farþega- fjöldinn hefir aukizt um 12% miðað við sama tímabil í fyrra. Frá Seattle Eins og undanfarin ár hafa íslendingar í Seattle ákveðið að halda íslendingadag að „Silver Lake“, sama stað og áður. — Nefndin hefir útbúið ágæta skemmtiskrá, bæði hvað ræðu- höld og söngkrafta snertir. — Einnig verður íþróttakeppni og dans að kvöldinu. Ennfremur má geta þess, að við höfum hina fríðustu og glæsilegustu konu úr flokki ís- lenzkra kvenna, sem táknar Fjallkonuna — Mrs. Margréti Kristjánsson, dóttur Dr. Har- aldar Sigmars í Blaine. Hvað er fegra en fegurð vífsins? finn ég til þess enn. Það eru einu englar lífsins, sem alla töfra menn. J. J. Middal Kjörin í forsetaembætt-i Mrs. B. Bjarnarson Á nýlega afstöðnu ársþingi Bandalags lúterskra kvenna, var Mrs. B. Bjarnason í Lang- ruth kjörin í forsetaembætti fyrir nýbyrjað starfsár; er hún mikil atkvæðakona, sem jafnan lætur mikið til sín taka um kirkjulega starfsemi. Mikið um nýjar byggingar Um þessar mundir nema bygg- ingaleyfi í Winnipeg rösklega 11 miljónum dollara og er það allmiklu meira en á sama tíma í fyrra; þó hefir enn ekki verið tekið leyfi fyrir pósthúsinu, sem hér á að reisa og kosta mun 15 miljónir dollara eða jafnvel meira en það; pósthúsið á að standa á mótum Smith Street og Graham Avenue og verður fjórar hæðir. Framboð í öllum kjördæmum Liberalar hafa útnefnt þing- mannaefni í öllum kjördæmum Manitobafylkis fyrir sambands- kosningarnar, sem haldnar verða hinn 10. ágúst næstkomandi; kjördæmin eru fjórtán, eða tveimur færri en í síðustu kosn- ingum. Einnig hefir íhaldsflokkurinn þegar útnefnt þingmannaefni í öllum kjördæmum að undan- skildu Winnipeg North Centre, og er þó mælt að einnig þar muni hann hafa frambjóðanda í kjöri. Úr borg og bygð Mr. Einar Sigurðsson, fyrrum bóndi í Churchbridge byggðinni í Saskatchewan, en sem verið hefir búsettur hér í borg í nokk- ur ár, brá sér nýlega vestur til sinna fyrri heimkynna og ráð- gerði að dveljast þar í hálfs- mánaðartíma. ☆ Dr. Helgi Johnson prófessor í jarðfræði við Ruthger háskólann í New Jersey, sem dvalið hefir hér í nokkra daga ásamt frú sinni í heimsókn til föður síns Gísla Jónssonar ritstjóra, systra og annara vandamanna og vina, lagði af stað heimleiðis á mið- vikudagsmorguninn. ☆ Hingað komu til borgarinnkr síðastliðið sunnudagskvöld þeir bræður Dr. Jón Straumfjörð frá Astoria, Wash., og Jóhann gull- smiður og skrautmunakaup- maður í Seattle, en þetta er fyrsta heimsókn hans hingað eftir þrjátíu ár; í för með þeim bræðrum voru frúr þeirra; komu hjón þessi í flugvél, er Dr. Jón á og stýrði sjálfur; þau fóru norður til Lundar á sunnudaginn, en þar eiga þeir bræður tvær föður- systur og margt annað frænda og vina; næst var ferðinni heit- ið norður til Mikleyjar og þá ekki sízt til að skoða Engey, sem þar er í grend, en þangað eiga Straumfjörðsbræður ætt sína að rekja, því þar bjó fyrst afi þeirra, hinn kunni landnáms- höfðingi Jóhann Straumfjörð læknir, er síðar fluttist til Álfta- vatnsbygða við Manitobavatn. Það var mikið ánægjuefni að hitta þessi mætu hjón og endur- nýja við þau gamlan kunnings- skap; héðan var svo ferðinni heitið flugleiðis til Austur- Canada alla leið til Nova Scotia. ☆ Mrs. Margrét Anderson frá Los Angeles, Cal., er nýlega komin til borgarinnar í heim- sókn til Mr. og Mrs. J. G. Jó- hannsson, Arlington Street. ☆ Síðastliðinn laugardag lézt hér í borginni frú Helga Helga- son 78 ára að aldri; hin mesta ágætiskona, er átt hefði við lang- varandi vanheilsu að stríða; út- för hennar fór fram á miðviku- daginn í Selkirk. Séra Sigurður Ólafsson jarðsöng. Auk eiginmanns síns, Eiríks, lætur hin látna eftir sig tvö börn, Helgu í Winnipeg og Kristvin í Chicago; einnig fjögur systkini, Mrs. J. A. Tallman, Gimli, Mrs. R. Hinriksson, Sel- kirk, Skúla í Winnipeg og Ingi- mund á íslandi. Helgason fjölskyldan var lengi búsett að Kandahar, Sask. ☆ Mr. J. Ragnar Johnson frá Wapha, Man., hefir dvalið nokkra daga hér um slóðir ásamt frú sinni; þau hjónin brugðu sér norður til Gimli og Riverton, en héldu heimleiðis á föstudaginn. ☆ Guðleif Johnson lézt að heim- ili sínu, 89 Miriam Blvd., Fort Garry, 15. júlí, 89 ára að aldri. Hún var ekkja ísleifs Johnson, en þau stunduðu búskap um margra ára skeið að Markland og Otto í nágrenni við Lundar. Utförin fór fram að Lundar; hún var lögð til hvíldar í Otto graf- reit. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Hin látna var fædd á íslandi, en fluttist til þessa lands fyrir 70 árum. Hún lætur eftir sig þrjár dætur: Mrs. S. Skagfeld; Mrs. K. Sanders og Mrs. H. Josephson; ennfremur eina syst- ur, Mrs. S. Bíldfell, Winnipeg. Frú Margréi Kristjánsson FJALLKONA ÍSLENDINGADAGSINS í SEATTLE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.