Lögberg - 23.07.1953, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.07.1953, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 23. JÚLl, 1953 3 Möðruvallakirkja í Hörgárdal 85 ára Sunnudaginn 5. marz 1865 varð sá voveiflegi atburður á Möðru- völlum, að kirkja sú, sem Stefán amtmaður Þórarinsson hafði reisa látið þar á staðnum 1788, brann til kaldra kola á skammri stund. Var mælt að fyrstur sæi brun- ann séra ÖÞórður Þórðarson (síð- ar prestur í Reykholti), en hann var þá á leið til kirkjunnar, þar sem messa skyldi sungin um daginn. Engu varð bjargað „nema skírnarfontinum og tveimur bekkjum“. Verður ekki betur séð en að hinar dýrmætu bækur kirkjunnar, þær, sem hún hefir átt um aldaskeið og enn eru í eigu hennar, Guðbrandsbiblía og Summaría hafi þá verið annars staðar í vörzlu, því ekki er þeirra getið við brunann. Á þeim tíma bjó í Skipalóni, hið næsta Möðruvöllum, hinn þjóðkunni athafnamaður og snillingur Þorsteinn Daníelsson. En honum var nú brátt fengið það hlutverk að reisa nýja kirkju á rústum hinnar fyrri, og skyldi ekkert til sparað að það hús yrði bæði mikið og fagurt. Réð mestu um þetta Pétur Hav- steen, sem þá var amtmaður og sat staðinn. Tókst Daníelsen, en svo var hann tíðast kallaður, þegar þenn vanda á hendur, þótt hniginn væri nokkuð að aldri, er hér var komið, og hafði lokið kirkju- smíðinni á tveim árum. Er kirkja þessi, sem enn stendur og nú er 85 ára gömul, vafalaust mesta byggingarafrek hans, og hefir raunar allt fram á þennan dag verið talin eitt veglegasta og virðulegasta guðshús í sveit- um þessa lands. Eins og líklegt má þykja hefir Möðruvallakirkju jafnan verið vel við haldið og þess ávallt gætt, að hún væri á hverjum tíma svo búin, sem bezt hæfði fyrstu gerð hennar og smíði.. Hefir hún hvað eftir annað hlotið ýmsar þær umbætur, sem stutt hafa mjög að fegurð hennar, enda ber hún aldurinn vel. En þó að allt sé talið, sem hér hefir verið að gert, er víst óhætt að fullyrða, að fá eða engin tíma- mót hafi orðið merkari í sögu kirkjunnar en þau, sem bundin verða í framtíðinni 85 ára af- mæli hennar. Og skal nú frá því sagt örlítið nánar, en sá var að vísu höfuðtilgangur þessa grein- arkorns. Haustið 1951 var rafmagn frá Laxárvirkjun leitt að Möðru- völlum, og þá um veturinn kom- ið fyrir raflýsingu í kirkjunni, á einkar viðfeldinn og skemmti- legan hátt. En hér var ekki látið staðar numið. Upphitun þessarar stóru kirkju hafði frá öndverðu verið mikið vandamál. Og nú var í það ráðist, að fá úr þessu bætt í eitt skipti fyrir öll. Með góðviljuðu leyfi raforku- niálastjóra hófst því sóknarnefnd in enn handa og lét, á nýliðnum vetri, setja í kirkjuna fullkomið rafhitunarkerfi, sem þannig er gert, að hvergi er til lýta hinum virðulega svip og stíl þessa gamla húss, en gerbreytir því þó að öðru leyti, til mikilla þæginda og unaðsbóta þeim, sem þangað eiga að sækja. En auðvitað hefir allt þetta kostað mikið fé og kirkjan safn- að nokkrum skuldum, sem raiyi- ar er í sjálfu sér lítið frásagnar- efni. Hins er aftur á móti skylt að geta, að aldrei eins og einmitt nú hefir það sannast hvað Möðruvallakirkja á marga vel- unnara og vini, nær og fjær. Því óðar en það spurðist, að hefja ætti þessar framkvæmdir, fóru kirkjunni að berast gjafir úr ýmsum áttum og án þess, að eftir væri leitað. Urðu þau hér fyrst til Jóhanna Friðriksdóttir frá Ytri- Reisará, fyrrverandi yfir- ijósmóðir í Reykjavík, og syst- kini hennar, börn þeirra Galmars staðahjóna, Jakobínu ljósmóður Sveinsdóttur og Friðriks Jóhanns sonar. Gáfu þau kirkjunni í þessu skyni rausnarlega minningargjöf um foreldra sína á aldarafmæli Jakobínu heit., 23. nóv. 1951. En síðan hafa margir fleiri lagt til drjúgan skerf, eins og fyrr grein- ir, þótt ekki verði nú nánar frá skýrt. Eru þeir og ef til vill enn einhverjir, vinir kirkjunnar, sem hefðu hug á að minnast hennar á líkan hátt og að þessu tilefni. Mætti þá og jafnframt geta þess, að í sérstaka bók eru skráð nöfn þeirra manna, látinna, sem minnst er með slíkum gjöfum, og helztu æviatriði. Sýnist fara all- vel á slíku og ættu raunar að vera nokkurs virði fyrir síðari tíma. En hitt skiptir þó mestu, að kirkjan sjálf beri þess sem auð- sæjust merki, í bráð og lengd, að eftir henni sé munað. Og við þá vini hennar alla, bæði nær og fjær, sem það hafa gert og gera, vil ég að lokum aðeins segja það sama og endur fyrir löngu var sagt um gamlan, vitran og veglegan helgidóm: „Hljóti heill þeir, er elska þig.“ Sigurður Stefánsson —Mbl., 7. júní Ályktanir uppeldismálaþings: Þjóðernið og sjálfstæðið verður því aðeins varðveitt, að þjóðin leggi rækt við menningu sína Business and Professional Cards Uppeldismálaþingið, sem stóð dagana 12. til 15. júní s.l., sam- þykkti eftirfarandi ályktun um aðalmál þingsins: Islenzkt þjóð- erni og skólarnir: ein- Uppeldismálaþingið er huga um þá skoðun, að því að- eins varðveiti Islendingar þjóð- erni sitt og sjálfstæði, að þeir leggi af alhug rækt við menn- ingu sína. Með þeim hætti ein- um öðlast þjóðin styrk til þess að standa gegn þeim áhrifum erlendum, sem ógna íslenzkri menningu: Óvönduðum þýðing- um, lélegum og siðspillandi kvik- myndum, ómerkilegu útvarps- efni frá erlendum útvarpsstöðv- um bæði í landinu sjálfu og utan þess. Sú ógnun, er í slíkum áhrif- um felst, er orðin stórum hættu- legri vegna sambýlis við erlent herlið í landipu. Þingið leggur því áherzlu á, að stjórnarvöld landsins og öll þjóðleg menning- arsamtök leggist á eitt um það, að sporna af fremsta megni við umgengi íslenzkrar æsku við hið erlenda herlið. Hins vegar er þjóðinni nauðsynlegt að njóta hollra menningaráhrifa frá öðr- um þjóðum, hverjar sem þær eru, enda hefir íslenzk menning frjógvast við slík áhrif á um- liðnum öldum. Þingið ber fullt traust til skóla landsins, að þeir láti einskis ó- frestað til að vekja ást og glæða skilning íslenzks æskulýðs á lífs- baráttu þjóðarinnar, sögu henn- ar, tungu, bókmenntum, náttúru landsins og öllu því, sem land og þjóð á bezt í fari sínu. Þingið vill í þessu sambandi benda á nokkur ráð, sem komið gætu að liði í starfi skólanna til eflingar íslenzkri þjóðrækni. Má þar nefna aukningu íslenzkra kennslumynda (kvikmynda, skuggamynda, vinnubókamynda, veggmynda), bætta myndskreyt- ingu kennslubóka, söfnun ís- lenzkra náttúrugripa og plantna, heimsóknir í söfn (þjóðmynda- söfn, byggðasöfn, listasöfn, nátt- úrugripasöfn). Þyrfti að stofna til skipulegra leiðbeininga í því sambandi. Heimsóknir nemenda á vinnustaði mundu koma þeim í nánari tengsl við þjóðlífið. Heimsóknir íslenzkra rithöfunda, STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Training Immediately! For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LIHITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave„ WINNIPEG menntamanna og listamanna væru og tvímælalaust til að örva áhuga nemenda á íslenzkum þjóð armenntum. Ennfremur telur þingið athyglisverða þá hug- mynd að helga íslenzkri tungu, sögu og bókmenntum sérstaka skóladaga eingöngu og er því meðmælt að skólum verði veitt heimild til þess. Um kennslu í íslenzku máli, bókmenntum og sögu vill þingið taka fram: a) Að lögð verði miklu meiri áherzla en nú tíðkast á mælt mál í daglegu skólastarfi, skýran' framburð, glögga frásögn og áheyrilega fram- sögu. Málfræðikennslan mið- ist einkum við rétta, hagnýta meðferð málsins. Núverandi tilhögun, að próf séu nær eingöngu skrifleg, þarf að sjálfsögðu að breyta til sam- ræmis við ábendingar þessar. b) Aukin verði kennsla í ís- lenzkum bókmenntum í skólum landsins, nemend- urnir látnir læra sem mest af ljóðum, áherzla lögð á merkingu orða og orðtaka og reynt að glæða skyn þeirra á anda málsins. c) Að lögð verði aukin áherzla á kennslu í íslandssögu, einkum eftir 1874. Uppeldismálaþingið samþykk- ir að leita samvinnu við presta- stétt landsins um aðferðir og leiðir til verndar íslenzkum æsku lýð í sambandi við þjóðernisleg og siðferðisleg vandamál. ' Þá voru samþykktar eftirfar- andi tillögur: 1. Uppeldismálaþingið telur höf- uðnauðsyn, að hið allra fyrsta verði ráðnar bætur á þeirri óvið- unandi aðbúð, sem kennaraskól- inn hefir lengi orðið að sætta sig við. Skorar þingið eindregið á hæstvirtan menntamálaráðherra, að hann hlutist til um, að hafin verði bygging nýs kennaraskóla þegar á þessu ári. II. Vegna viðtals við Gunnar Finnbogason cand. mag., skóla- stjóra á Patreksfirði, sem birt er í Morgunblaðinu sunudaginn 14. júní, vill uppeldismálaþingið lýsa því yfir, að það telur eftir- farandi ummæli hans um ungl- inga í skólum landsins gífuryrtan og ómerkilegan sleggjudóm: „Skólabragur er í mörgum at- riðum losaralegur. Ábyrgðar- kennd barna og unglinga er þorrin. Nemendur eru óhlýðnir, kunna ekki að skammast sín, meta einskis hvort þeir standa sig betur eða verr. Kæruleysið er afskaplegt og námsleiði mikill.“ Þótt höfundur þessara til- færðu ummæla hafi ef til vill kynni af slíku misferli í einstök- um skóla, sínum eigin eða öðrum, nær engri átt að gera það að átyllu fyrir almennan áfellisdóm af þessu tagi, og sízt vænlegt til góðra áhrifa. III. Samþykkt var tillaga um end- urheimt íslenzkra handrita úr dönskum söfnum, önnur um að koma söngnámi kennara í full- komnara horf, og ennfremur beindi þingið þeirri áskorun til menntamálaráðherra, að hann beiti sér fyrir því á Alþingi, að %% af framlagi ríkisins til fræðslumála verði framvegis veitt til vísindalegra rannsókna á uppeldi og kennslutækni. —TÍMINN, 21. júní GAMAN OG ALVARA J Bara ef----- —O-h, stundi gamla pipar- jómfrúin, — ég átti einu sinni stefnumót við liðsforingja á mínum yngri árum, — bara ef hann hefði komið, þá væri ég hershöfðingjafrú í dag! ☆ Rachmaninoff hefir sagt eftir- farandi sögu af sjálfum sér: „Þegar ég var mjög lítill drengur, var ég eitt sinn feng- inn til að leika á slaghörpu í samkvæmi fyrir rússneska fursta og greifa, og mér fannst tilhlýðilegt að leika eitthvað stórt verk fyrir svona háttsett fólk. Og þess vegna ákvað ég að leika Kreutzer-sónötuna eftir Beethoven. En eins og kunnugt er þá eru margar langar þagnir í þessu verki, og er ég var í einni þögninni kom ein furstafrúin, klappaði mér á öxlina og sagði: — Heyrðu, væni minn, ég held að þú ættir heldur að leika eitt- hvað, sem þú kannt dálítið betur, en þetta getur orðið gott hjá þér, bara ef þú æfir þig nógu mikið.“ ☆ Frjálslyndi í Rússlandi og Bandaríkjunum Bandarískur og rússneskur hermaður í Vínarborg voru að ræða saman um frjálslyndi í heimalöndum sínum. — I Bandaríkjunum, sagði sá bandaríski — er svo mikið frjáls ræði, að maður getur farið beint heim í Hvíta húsið og sagt að forseti Bandaríkjanna sé bjáni og einskis nýtur, án þess að fá refsingu! — — Það er nú ekkert, sagði rússneski hermaðurinn — í Rússlandi getur maður farið beint til Kremlarinnar og sagt, að forseti Bandaríkjanna sé aumingi og fífl, og þá verður manni ekki refsað, heldur verð- ur maður hækkaður í tigninni og gerður að hershöfðingja! Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLUG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. út- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaftbyrgð o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Thorvaldson. Eggerlson, Baslin & Slringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Whoiesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. StofnaíS 1894 SÍMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavillon General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Lesið Lö SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—Skrifið, símið til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnipeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real F.state - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Dr. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 L Dr. ROBERT BLACK Sérfræöingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of / FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Sími 92-5227 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 895 Sargent Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 302-348 Main Street, Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware” Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 92-8211 T. R. THORVALDSON Manager Your patronage will be appreciated Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederatton Life Building WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 92-3561 Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.