Lögberg - 20.08.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. AGÚST, 1953
5
mwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww
ÁHUCA*4ÁL
UVENINA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÍSLENZK STÚLKA KOMIN TIL JAPAN
Nýlega lagði af stað héðan úr
bænum áleiðis til Japan Miss
Ásta Eggertson, sem útskrifuð er
af háskóla Mantobafyltys og auk
þess af þeim skóla, er býr nem-
endur undir velferðarstarfsemi.
Miss Eggertson er bráðhæf stúlka
er hlífir sér lítt við störf. Hún
hefir nokkur undanfarin ár
starfað í þjónustu félagsskapar,
er gefur sig að aðhlynning og
velferð barna.
Miss Eggertson hefir nú geng-
☆
ið í þjónustu hins Canadíska
Rauða Kross og tekst á hendur
starf annað hvort við Maple
Leaf klúbbinn í Tokio eða Com-
monwealth sjúkrahúsið í Kure.
Hún er dóttir Árna heitins
Eggertsonar fasteignakaupmanns
og síðari konu hans Þóreyjar
Eggertson, sem búsett er að
Waterloo Street hér í borg.
Lögberg óskar Miss Eggertson,
allra heilla og góðs brautar-
gengis.
☆ ☆ \
ÞEGAR BÖRN ERU FEIMIN
Það er ekki nema eðlilegt, að
börn séu stundum feimin. —
Enginn er alltaf öruggur um
framkomu sína . . . hvorki börn
né fullorðnir. Flest börn eru
YFIR FJÖLL OG FYRNINDI
því að athuga sinn gang í ró og
næði, og brátt mun það komast
að raun um að engin ástæða er
fyrir feimninni.
Verra er, ef barnið er feimið
við jafnaldra sína, og ef sú feimni
virðist ekki fara fljótlega af, þá
getur annað foreldrið komið til
hjálpar . . . fengið barnið til að
taka þátt í leiknum, og gera
hann sem skemmtilegastan. Ef
hægt er að koma því við, er gott
að hið feimna barn umgangist
börn, sem eru því minni máttar.
Hvað gerir það, þótt þau séu svo
lítið yngri og ekki eins skyni
borin? Þegar barnið hefur unnið
sigur á feimninni, þá leitar það
áreiðanlega til sinna jafnaldra.
Ef um eldra barn er að ræða,
er hægt að tala við það í róleg-
heitum, en ekki þó of oft. Það
er gott ráð, að segja að maður
hafi sjálfur þjáðst af feimni, en
hún hafi farið af, þegar frá leið.
Styrkið sjálfstraust barnsins og
æfið það smátt og smátt í því að
umgangast aðra. Það verða menn
nefnilega að læra. Það kemur
ekki af sjálfu sér.
Sumum foreldrum þykir gam-
an að því að láta börnin fara
með kvæði eða syngja fyrir gesti
sína. Það skaðar ekki, ef ekki er
gert of mikið af því, en það ger-
ir börnunum heldur ekkert gagn.
Betra er að venja börnin á að
„upp troða“ fyrir jafnaldra sína,
leika leikrit eða halda stuttar
ræður. Það gefur sjálfstraust,
sem síðar getur komið að gagni.
— MBL.
þannig á vissu aldursskeiði, að
þau eru feimin að tala við ókunn-
uga. Venjulega hverfur þessi
feimni fljótlega, en ef henni er
of mikill gaumur gefípn getur
feimnin festast við barnið . . .
því til mikilla örðugleika síðar.
Feimni stafar af öryggisleysi,
og öryggisleysi er ekki hægt að
útiloka algerlega, en það er hægt
að vinna gegn því, með því, að
veita barninu eðlilegt sjálfs-
traust með umhyggju og alúð.
Feimna barnið virðist oft blátt
áfram ókurteist. Það svarar ekki
vingjarnlegam spurningum og
býður ekki góðan dag. En barn-
inu er gert mikið ógagn, ef sett
er ofan í við það eða því er hegnt,
fyrir framkomuna. Auðvitað er
jafnslæmt að stríða barni á
feimni.
Hins vegar eiga hinir fullorðnu
ekki að afsaka barnið: „Við skul-
um láta hana eiga sig . . . hún er
svo afskaplega feimin.“ Barnið
tekur það sem staðreynd, að það
sé feimið og heldur því áfram.
Fullorðnir eiga aldrei að tala um
barn í áheyrn þess. Það er því
miður alt of oft gert, en sérstak-
lega getur það verið skaðlegt
fyrir barn, sem er feimið.
Látið barnið heldur afskipta-
laust. Beinið ekki athygli ann-
arra að því. Ef barnið er feimið
við fullorðið fólk, þvingið það þá
ekki til að umgangast það. Lofið
☆ ☆ ☆
BAÐKLEFANN ÞARF AÐ HIRÐA VEL
Það er gaman að hafa í húsi
sínu fallegt baðherbergi, en ef
illa er um það gengið verður
það ekki lengi fallegt.
Aldrei má ganga frá kerlaug-
inni eftir að hún hefir verið
notuð án þess að þvo úr kerinu
sápuröndina, sem venjulega
kemur í kerið við notkun. Sé
röndin ekki þvegin úr, eða sé það
oft vanrækt að þvo hana úr,
myndast fljótlega rönd í kerinu,
sem ekki næst úr. Hver heimilis-
maður, sem fær sér kerlaug
verður að skola kerið eftir
notkun, það verður auðveldast
og er þá laugin tilbúin handa
þeim, sem næstur er. Þegar
vatnshani lekur, þarf að gera við
hann sem fyrst. Þar sem vatn
seitlar í sífellu, getur það
skemmt og skemmir óhjákvæmi-
lega með tímanum glerunginn á
baðkerinu. Þar kemur rönd og
síðar sezt í hana ryð, sem ómögu
legt er að ná burt. Fægisápu má
nota í baðkerið og terpentína er
ágæt til að hreinsa það með. Þá
er terpentínu hellt á þvottadulu
og kerið strokið með henni.
Einnig má nota steinolíu til að
hreinsa með baðkerið, en varast
verður að nokkuð af henni setj-
ist fyrir kringum niðurfallið.
Hringurinn getur verið festur
með gipsi og gips þolir ekki
steinolíu, uppleysist þá. Og
munið það að nota aldrei sýru-
salt í baðker eða ilát, sem eru
gleruð, það er eyðilegging.
Þvottaskálin
Hana á að sjálfsögðu að þvo
daglega, þerra vel af vatnshan-
ana og nudda þá um samskeytin
við skálina. Annars vill koma
rönd þar í kring og hanarnir
missa fljótt gljáann, ef blettir
eru ekki þerraðir af daglega. En
sé þetta vel hirt getur þvotta-
skálin árum saman verið eins
falleg og þegar hún kom úr
búðinni.
Prestur var að tala á milli
hjóna. Svo stóð á, að maðurinn
hafði fram hjá konu sinni með
vinnukonu einni .þar á bænum.
Þetta gat konan ekki þolað og
héimtaði skilnað. Prestur lagði
sig allan fram til að sætta hjónin,
en konan var ákveðin mjög. Að
lokum segir klerkur:
— Vertu nú ekki að erfa þetta
við hann Jón þinn. Þetta geri ég
og þetta gerúm við allir!
☆
Ljósmóðir nokkur var oft
spurð, hvers kyns það barn hefði
verið, er hún tók á móti. Svaraði
hún ævinlega á sömu lund. Þá er
það var meyborn, sagði hún: „Og
það er nú ein af oss,“ en væri það
piltbarn: ©§ alla hefir hann nú
ugguna, himnaríkis unginn.“
Fáein airiði að niðurlagsorðum
í grein minni með ofan-
greindri fyrirsögn, þar sem
nefndir eru formenn elliheimil-
isins „Höfn,“ Vancouver, féll
eitt nafn úr af vangá, en það er
nafn Henry Sumarliðasonar. Mr.
Sumarliðason var formaður elli-
heimilisins næst á eftir Guð-
mundi F. Gíslasyni og á undan
núverandi formanni Sigurði Sig-
mundssyni. Afsökunar bið ég á
þessari yfirsjón.
Þá skal borin kveðja frá Her-
manni G. Nordal, sem nú á
heima í Victoria. Mr. Nordal
beiddi að heilsa öllum sínum
vinum og kunningjum hér aust-
ur um slétturnar og segja þeim
að sér liði vel. Jóhannes sonur
hans er búsettur í Victoria og er
í töluverðum uppgangi á sínu
valdasviði. Jóhannes naut æðri
skólamentunar frá foreldrahús-
um. Hann hefir nú valið sér þann
starfa, að vera gestgjafi við
ferðamannabýli þau, sem við
nefnum oftast “tourist camp
en sem beggja megin línunnar
auglýsa sig með sameiginlega
nafnihu: “Motel.” Þess utan
velja menn plássum þessum
eiginnafn, sérstaklega þar sem
um mörg er að ræða í einum
stað. Gististaður Jóhannesar
Nordals nefnist “Washington
Court;” stendur á fögrum stað
nærri sjó, utan til í höfuðborg
fylkisins, Victoria. íbúðir Jó-
hannesar Nordals þarna munu
vera um sextán að tölu, átta í
röð og raðirnar standa hvor
gegnt annari. Á milli raðanna er
breitt og slétt steinhlað og til
annarar handar fallegt tún.
Blómabeð og runnar skreyta
staðinn. Kyrð og friður virðist
ríkja þarna, svo að vart er hægt
að hugsa sér friðsælla pláss til
hvíldar þreyttum ferðamanni, en
einmitt þarna. íbúðin, hver um
sig, er hin prýðilegasta að þæg-
indum og viðhaldi. Auk aðal-
stofunnar, er baðherbergi með
fullum þægindum, því að raf-
magn og vatn er í öllum þess-
um litlu húsum. Svo er eldhús
með rafeldavél, kæliskáp og
diskaþvottAborði. Öllu þessu er
fyrirkomið af mestu snild, er
fjarska nett og fallegt. Kæliskáp-
urinn er alveg jafnhár eldavél-
inni og diskaþvottaborðinu, alt
nægilega stórt fyrir þörfina,
samkvæmt stærð þessa gistihúss.
Matborð ásamt stólum er svo
hinu megin í eldhúsinu. í aðal-
stofunni er rúmið felt upp í
vegginn og sófann má draga
í sundur. Fólk, sem þarna gistir,
getur keypt sér mat sinn sjálft
og matreitt þarna með allra
bezta móti. Og verðið á gisting-
unni í “Washington Court” er
mjög sanngjarnt.
Auk þessara íbúða er Jóhannes
að byggja — er líklega búinn
nú — gistihús niður í borginni,
skammt upp af bryggjunni, sem
skipin leggjast að og hinu megin
strætisins við þinghúsið og önn-
ur stórhýsi þar. Það gistihús Jó-
hannesar Nordals hefir þrjátíu
og sex íbúðir, alt upp á full-
komnasta og nýjasta móð, með
síma í hverju herbergi, auk
annara þæginda.
Jóhannes Nordal er borinn og
barnfæddur í Leslie, Saskat-
chewan. Hann ólst upp hjá for-
eldrum sínum, Hermanni G.
Nordal og frú Kristjönu Jó-
hannesdóttur Nordal konu hans.
Mrs. Nordal er nú látin fyrir
meir en ári síðan, er þar eitt
stóra skarðið við Leslie frá fyrri
tímunum. Minnist maður margra
ánægjustunda á heimili Nordals
hjónanna, komið inn frá kirkju,
setið og skrafað og drukkið kaffi.
Mrs. Nordal var sérlega hýbýla
prúð kona og hin mesta smekk- an
kona í hvívetna. Og viðskipta-
vinir Hermanns voru margir,
því að hann var umboðsmaður
North American Lumber Comp-
any um mörg ár og um skeið
kaupmaður í Leslie upp á eigin
hönd í félagi við Mclntyre feðg-
ana, sem voru mörgum að góðu
kunnir á meðan þeir dvöldu í
Leslie. Og Hermann kynti sig
vel í viðskiptalífinu. Hann var
þekktur að því að afgreiða störf
sín með dygð og reglusemi.
Jóhannes Nordal er kvæntur
enskumælandi konu. Hún er
hjúkrunarkona að mentun, en
rekur nú gististarfann með
manni sínum af miklum áhuga
og myndarskap. Mrs. J. Nordal
er nú formaður fyrir ferða-
mannafélagi eyjarinnar — Presi-
dent of The Vancouver Island
Tourist Association. Og mun það
vera allmikill starfi í sjálfu sér.
Þau ungu hjónin tóku bæði
fjarska vel á móti okkur, auk
Hermanns sjálfs, sem alt vildi
gera til að greiða fyrir okkur.
Þau buðu okkur til kveldverðar
og sýndu okkur vinsemd í hvi
vetna.
☆
Á meðan við stóðum við úti á
eyjunni, sem var frá því á laug-
ardag og þar til á mánudag,
skruppum við út til Dr. Pálsson
og frú Sigríðar. Ein indæl prests-
frú, vinkona Jóhönnu, ók með
okkur þangað. Við nutum vel
þeirrar stundar, sem við stóðum
við, en manni þótti verst hvað
sú stund var stutt, fór aðallega í
það að borða miðdegismatinn,
því að báturinn átti að fara innan
stundar. En manni þótti vænt
um að geta séð læknishjónin, þó
það vær'i aðeins um litla stund.
☆
Á meginlandinu kyntumst við
m. a. hjónum, Mr. og Mrs. Egil
Nygaard, sem voru svo væn að
bjóða okkur með sér í bifreið
sinni út á Point Roberts. Þar
býr móðursystir Mrs. Nygaard,
Mrs. Solveig Jóhannsson. Hús-
bóndinn heitir Gottfreð Jó-
hannsson. Húsfreyjan tók á móti
okkur með broshýru andliti, sem
værum við gamlir vinir og bæði
hjónin voru svo alúðleg og gest-
risin, sem bezt varð á kosið. Mrs.
Jóhannsson hefir átt heima
Kaupmannahöfn áður en hún
kom til þessa lands og les dönsku
og norsku sér að fullu gagni, auk
enskunnar. Húsbóndinn hafði
Þorstein Erlingsson á borðinu
hjá sér, svo að auðsjáanlega hef-
ir hann ánægju af glæsilegum
samferðamönnum. Mrs. Jóhanns-
son kom með okkur í töluverðan
keyrslutúr um tangann, en Mrs
Nygaard var heima og bjó til
indælan kveldverð fyrir okkur á
meðan við vorum úti.
Egill Nygaard er bróðir bónda
hér í bygð, sem við berum góð
kensl á, Walter Nygaard, þessir
bræður eru norskir að ætt, en
eru kvæntir íslenzkum konum
Kona Egils er Ástrós Sigurlín
skólakennari, ættuð úr Nýja-
íslandi, stundaði nám við Jóns
Bjarnasonar skóla. Hin konan
Mrs. Walter Nygaard, er Ella
Howe dóttir Péturs Howe þing-
manns okkar hér og konu hans
frú Ástu Howe.
☆
Þá sáum við í þessari ferð
konu, sem töluvert er kunn
meðal þjóðar sinnar, það er Mrs.
Ásta Norman málari, kona Jó-
hanns Norman, fyrrum bónda
hér í bygð. Hjónin voru að búa
sig til íslands með hópferðinni,
en tóku með vinsemd á móti
okkur, en viðstaðan gat ekki
orðið nema stutt. Samt var Mrs.
Norman svo væn, að sýna okkur
myndir sínar, sem hún geymir í
sérstöku húsi rétt hjá heimili
sínu. Mér finst myndir hennar,
þær, er hún hefir lokið við,
góðar, töluvert tilkomumiklar.
Hún virðist ná bæði svip og
dráttum úr andliti manna ljós-
lega. 1 rauninni virðist mér kon-
sjálf vera undraverðasta
myndin. Tvent er það sérstak-
lega, sem einkennir þessa konu,
sem er bæði góðleg og greindar-
leg og háttprúð í viðmóti, en
það er, að hún, sem á svo mikið
af listræni, skuli geta gert erf-
iðismálningu, því Mrs. Norman
málar hús bæði úti og inni, þegar
svo bar undir. Það annað sem
einkennir hana er hinn djúpi
draumblær, sem hvílir yfir and-
liti hennar. Ég minnist ekki að
hafa séð svo djúpan fjarlæðar-
blæ yfir andliti nokkurrar mann-
eskju. Þó Mrs. Norman tali við
mann með fullri athygli, þá er
jessi fjarlægðarblær yfir and-
liti hennar alveg eins og sálin sé
einhvers staðar langt í burtu.
Mrs. Norman hefir stundað list-
nám bæði í Danmörku og Þýzka-
landi.
☆
Við komum í íslenzku, lútersku
kirkjuna á tanganum. Hún er
sérlega fallegt Guðs hús. Smekk-
lega máluð. Mrs. Ásta Norman
og bróðir hennar máluðu kirkj-
una að innan. Gottfreð Jóhanns-
son mun hafa lagt þjálparhendi
að þeim starfa, þó ekki málaði
hann. En kirkjumálningin ber
vott um vel unnið verk, smekk-
vísi og kærleika til hússins.
Kirkjan stendur í yndislega
fallegu rjóðri með náttúrunnar
fögru og háu skógarviði um-
hverfis á þrjá vegu, tún fyrir
framan hana og snýr dyrum að
brautinni, sem liggur þar rétt
fram hjá. Maður, sem hefir á-
gætt vit á hljóðfærum, segir
orgelið í þessari kirkju vera með
afbrigðum gott. “
☆
Þá skal þess minst að vel
þektur bóndi í þessu héraði,
Eiríkur Austman og Fjóla dóttir
hans, tóku okkur út í bifreið
sinni í vetur og alla leið norður
í Horse Shoe Bay, en það er um
fimtán mílna breytilegar leiðir
frá Vancouver og margt hægt
að sjá af þeim leiðum. Miss
Austman, sem er skólakennari í
Vancouver-borg, ferðaðist áður
þarna norður um til vina sinna
og út í smáeyju. Þaðan réri hún
til fiskjar og dró ellefu laxa í
einni lotu. Margur rær fyrir
minna.
Ánægjulegt hefði verið að
koma víðar, sjá fleiri ókunnuga
staði, seint seðst forvitnin, einn-
ig kveðja sumt af því fólki per-
sónulega, sem maður hafði áður
séð, en það er vafalaust það,
sem kallað var á mínum barns-
árum „óvandi“ í börnum, að
óska eftir fleiru en maður fékk
að sjá og njóta í þessari ferð.
Við vorum m. a. viðstödd, ásamt
Mrs. Newsone, í boði Jóhönnu
dóttur okkar á þessa árs burt-
ritunarhátíð hjúkrunarnemenda
við Vancouver General Hospital.
Það hátíðahald fór fram í einum
af sölum háskólans, University
of British Columbia, að við-
stöddum fjölda fólks og þeim
höfðingjum, konum og körlum,
er þar að stóðu. Stúlkurnar, sem
útskrifuðust, voru eitt hundrað
og tuttugu að tölu. Alt fór fjarska
fallega fram og auðsjáanlega
haggaðist ekki úr setrri reglu
um hársbreidd þó svona margt
nemenda væri til afgreiðslu og
útgöngu til lífsins starfa.
Síðasta kveldið, sem við vor-
um í borginni, sáum við fyrir
góðvinar velvild myndir bæði
frá Danmörku og Grænlandi.
Aðalmyndin var konungskoman
til Grænlands fyrir skömmu. Það
var margt fróðlegt þar að sjá,
en ég er innilega þakklát fyrir
að eiga ekki heima á Grænlandi,
en Grænlendingarnir eiga Dön-
um mikið að þakka. Framkoma
konpngshjónanna beggja við
fólkið var eins ljúfmannleg og
framast varð á kosið. Þó landið
sé ægilega hrikalegt, má sja
þess mörg merki, að kristin
menning er að nema þar land.
☆
Við þökkum öllu því góða
fólki þar vestra, sem sýndi okk-
ur gestrisni og margskonar
vinahót, þar á meðal enskumæl-
andi fólkinu, sem sendi okkur
sérlega myndarlega konu með
“Welcome Wagon,” er við kom-
um í haust. Einnig þökkum við
íslenzka kvenfélaginu „Sólskin,“
sem sendi okkur boðsbréf um að
vera á gleðimóti, sem það ætl-
aði að hafa á „Höfn,“ Við veitt-
um bréfinu viðtöku, en við vor-
um farin áður en þetta sérstaka
mót fór fram.
☆
Ljósadýrðin í Vancouver
Það hefir altaf verið ætlun
mín að minnast að endingu þessa
atriðis, þó mín frásögn þar um
verði næsta smáleg í saman-
burði við virkileikann. Nú mun
einhver segja, sem kunnugur er,
að til séu þar dimm stræti, sem
þyrfti að lýsa. Það er rétt. Borg-
in er stór, er í vexti og það er
erfitt að gera alt fullkomið í
snatri á einu stórbýli, þar sem
umsvifin eru margbreytt og
mikil. Vancouver-borg verður
öll upplýst áður en mörg ár
líða. Það er ég viss um.
Ljósadýrðin í niðurborginni er
feikna mikil og margvísleg í lit-
um og lögun. Auglýsingar hinna
ýmsu verzlunarstaða og annara
bygginga, koma út í óteljandi
myndum, svo sem veðhlaupa-
hestum, Marathon mönnum,
heilum hring af þjónustufólki
að bera á borð, klukkum, bjöll-
um, beinum strikum eins og
máttarstoðir, þversum strikum
eins og burðarás og ótal margt
fleira að viðbættum öllum orðun-
um, sem við þarf að hafa. Per-
sónulega hafði ég mesta ánægju
af að horfa á ljós þau, er renna
eftir rönd eða tindi og steypast
fram af hæðinni eins og foss, en
það má sjá víðar en í einum
stað. Fyrir jólin var Ráðhús
borgarinnar upplýst að utan með
sérstöku ljósaskrauti frá þak-
brún til jarðar, sagði stórblaðið,
sem ég las í um ljós þessi, að
þau væru sex þúsund að tölu.
Við sáum dýrðina að heiman frá
okkur, því að City Hall er að-
eins eina „block“ frá húsinu, sem
við bjuggum í.
Á Þorláksmessu fórum við
Sigurður ofan á hornið á móti
Framhald á bls. 8
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
AUKÁFUNDUR
Með því að aðalfundur félagsins h. 6. þ. m. var eigi
lömætur til þess að taka endanlega ákvörðun um tillögu
félagsstjórnarinnar varðandi innköllun og endurmat hluta-
bréfa félagsins, er hér með böðað til aukafundar í H.F.
Eimskipafélagi íslands, er haldinn verður í fundarsalnum í
húsi félagsins, fimmtudaginn 12. nóvember 1953, kl. 1% e. h.
DAGSKRÁ:
Tekin endanleg ákvörðun um innköllun og
endurmat hlutabréfa félagsins.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
og umboðsmönnum hluthafa dagana 9. til 11. nóv. næstk. á
skrifstofu félagsins í Reykjavík.
Athygli hluthafa skal vakin á því, að á meðan ekki hefir
verið tekin endanleg ákvörðun varðandi þetta mál, er ekki
hægt að taka á móti hlutabréfum til þess að fá þeim skipt
fyrir ný hlutabréf.
Reykjavík, 19. júní 1953
STJÓRNIN