Lögberg - 20.08.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 20.08.1953, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. ÁGÚST, 1953 Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Úr borg og bygð — DÁNARFREGN — Látinn að Elliheimilinu Betel á Gimli 2. ágúst, Ólafur Gísli Eggertsson, Skagfirðinghr að ætt, 84 ára að aldri. Hann kvænt- ist á íslandi Guðnýju Pálínu Gísladóttur, mætri konu. Þau fluttu til Canada nálægt alda- mótum, dvöldu um hríð í Win- nipeg, en um 45 ára skeið í Sel- kirk-bæ. Kona Ólafs dó 1950. Börn þeirra eru: Sigríður (Sarah) Mrs. Roy Williams, látin fyrir mörgum árum síðan, og Herbert Dagmar í Selkirk. Þrjú dótturbörn hins látna eru á lífi. (Ólafur var skyldurækinn og ljúfur maður og hvers manns hugljúfi. Áttu þau hjón aðlað- andi heimili í Selkirk og voru vinarík. Til Betel fluttu þau árið 1948. Útför Ólafs fór fram frá kirkju Selkirk-safnaðar 6. ágúst, en áður hafði kveðju- athöfn farið fram á Betel. Séra Sigurður Ólafsson þjónaði við útförina. ☆ — DÁNARFREGN — 1. ágúst andaðist í Mt. Alto Veteran Hospital í Washington, D.C., Sigmundur F. Sigmunds- son, 34 ára að aldri. Hann gekk í herþjónustu Bandaríkjanna 1943 og innritaðist í Army Medi- cal deild hersins, var útleistur þaðan 1946. Er heim kom gekk hann strax í lögreglulið Arling- ton-bæjar, en þar átti hann heimili áður og til dauðadags. Hann var kvæntur bandarískri konu og eiga þau tvö börn, pilt og stúlku á barnsaldri. Auk eftir- lifandi konu og barna á hann föður og móður á lífi, þrjá bræð- ur og þrjár systur, er öll eru búsett í Arlington, Va., U.S.A., nema einn bræðranna, er býr á Islandi. Foreldrar Sigmundar heit. eru: Jón Sigmundsson, ætt- aður úr Húnavatnssýslu, og kona hans Kristrún Oddsdóttir, ættuð úr Reykjavík. ☆ — BRÚÐKAUP — Sesselja Margaret og Charles William Still voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni í Selkirk á laugardagskveldið, 1. ágúst s.l. Séra Skúli Sigurgeirs- son, frændi brúðarinnar, frá Walters, Minnesota, og séra Sigurður Ólafsson framkvæmdu giftinguna. Brúðurin er eldri dóttir Mr. og Mrs. Gunnar Doll, Selkirk, en brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. James Still, Selkirk. Brúðurin var aðstoðuð af Ingi- björgu systur sinni og Myrtle, systur brúðgumans. Svaramaður brúðgumans var Dennis bróðir hans. Til sætis vísuðu Jónas Sigurgeirsson, frændi brúðar- innar og Marshall Compian. Við hljóðfærið var Mrs. G. Thorarin- son, organisti kirkjunnar; Mrs. Skúli Sigurgeirsson, föðursystir brúðarinnar, söng brúðkaups- söngvana. Að lokinni hjónavígslunni fór fram fjölmenn og vegleg veizla í Lutheran Hall. Fyrir minni brúðarinnar mælti séra Skúli; þar næst mælti brúðgummn fram þakkarorð. Til brúðgum- ans mælti Gordon Howard, og einnig tók til máls Mrs. J. De Laronde. Séra Sigurður ólafsson flutti borðbæn. Utanbæjargestir frá Mikley, Víðir, Wmnipeg, Churrhill, Duluth og Ontario sátu brúðkaupið. Ungu hjónin fóru brúðkaups- ferð til Detroit Lakes og Duluth. Brúðhjónin munu setjast að í sínu nýbygða heimili í Selkirk. ☆ Séra Einar Sturlaugsson pró- fastur er nú á ferð vestur við Kyrrahaf. Á leiðinni vestur flutti hann erindi við góða að- sókn að Wynyard, Sask. Á sunnu- daginn var ávarpaði hann vist- fólkið á „Höfn“ í Vancouver, prédikaði fyrir íslenzka söfnuð- inn þar, og gerði ráð fyrir að flytja þar erindi og sýna hreyfi- myndir síðar í vikunni. Lætur hann hið bezta af ferðinni og öllum viðtökum. ☆ Mrs. Kristín Thorsteinsson, Gimli, Man. hefir til sölu Almanak Ólafs S. Thorgeirsson- ar, fyrir árið 1953; einnig fáein eintök af vasalesbók, „Heiman ég fór“, verð $3.80, og „A Pageant of Old Scandinavia“ edited by Henry Goddard Leach, verð $3.75. Þetta verð innifelur burðargjald. — Báðar bækurnar eru hentugar fyrir lestrarklúbba. ☆ Þjóðræknisdeildin „GIMLI“ hefir ákveðið að halda 10 ára af- mælissamkomu 13. nóvember næstkomandi, og með fleiru á skemtiskrá verður sráleikur — „Happið“ eftir Pál J. Árdal. ☆ Edwin Brandur Hallgrímsson frá Cypress River, Man., lézt úr lömunarveikinni hér í bænum, 12. þ. m. Hann var aðeins tví- tugur að aldri. Kveðjuathöfn fór fram í útfararstofu Bardals á laugardagskvöld; en jarðsett í Cypress River. Gloria Johnson, dóttir Jack G. Johnson heitins og ekkju hans, Mrs. J. G. Johnson, Alverstone Street hér í borg, og John J. Stangroom voru gefin saman í hjónaband /að Grostenquin á Frakklandi 8. ágúst. Rev. Noel Bracher, Fl. Lieut., framkvæmdi hjónavígsluna. — Brúðurin er kennari og stundaði kennslu við Gimli-skólann síðastl. ár, en brúðguminn er í þjónustu cana- díska flughersins á Frakklandi; hann er ættaður frá Vancauver. Hin ungu hjón fóru í brúðkaups- ferð til Þýzkalands og til Alpa- fjallanna í Bavaríu. Þau munu dvelja í Frakklandi næstu tvö árin. ☆ Doreen Helen, elzta dóttir Mr. og Mrs. S. P. Einarsson, Langruth, Man., og Norval Rose, sonur Mr. og Mrs. H. Rose, Manor, Sask., voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkj- unni í Langruth 7. ágúst; séra Philip M. Péturssón gifti. Mrs. John Thordarson, Sinclair, Man., og Stanley Moore, Manor, Sask., voru svaramenn, en brúðarmey var Miss Verna Einarsson. — Brúðkaupsveizla var setin á heimili foreldra brúðarinnar. Heimili ungu hjónanna verður í Moose Jaw, Sask. ☆ Þann 28. júlí síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband Doreen Jocelyn Grace, dóttir Mr. og Mrs. Hjalti Helgason, Elfros, Sask., og Donald Brandson Klebeck, sonur Mr. og Mrs. Óskar Klebeck. Svaramenn voru Miss Ruthella Helgason og Fred Helgason. Heimili ungu hjónanna verður að Edfield, Sask. ☆ John B. Oddleifson, 49 Thelmo Mansions, Winnipeg, lézt á Mise- ricordia sjúkrahúsinu 12. ágúst, 62 ára að aldri. Hann hafði búið í borginni um 35 ára skeið og var starfsmaður hjá Veterar*-Nash Taxi. Hann lætur efjir sig eigin- konu, Dýrleifu, þrjá sonu, Brodie, Sollie og Irvin, einn bróður, Leifa, og sex barnabörn. ☆ Elín Sigurðsson systir þeirra bræðra Ögmundar Sigurðssonar, skólastjóra við Flensborgarskóla, og Kristjáns Sigurðssonar, fyr- verandi ritstjóra Lögbergs, lézt 3. ágúst á Gysler Nursing Home hér í borg, 94 ára að aldri. Hún kom vestur um haf fyrir 56 árum. Jarðarför hennar fór fram frá Bardals útfararstofunni 6. ágúst; Dr. V. J. Eylands jarð- söng. Hún lætur eftir sig eina systur, Mrs. K. J. Matthíasson. ☆ Hingað til borgar kom á þriðjudagskvöldið sunnan úr Bandaríkjum, þar sem hann hef- ir verið á ferðalagi undanfarið á vegum Gideon-Biblíufélagsins, þjóðkunnur íslendingur, ólafur Ólafsson kristniboði, er um eitt skeið starfaði að kristniboðsmál- um í Kína; er hann sagður að vera mikill áhugamaður og mælskur vel. ☆ Kominn er fyrir skömmu vestur hingað Mr. Páll Sigurðs- son, eftir nálega tveggja ára dvöl á íslandi ásamt frú sinni. Páll er ættaður úr íslenzku bygðinni að Brown í grend við Morden, en móðir hans, frú Pálína Sigurðsson, er nú búsett hér í borg; gaf Páll sig við kenslustörfum á íslandi. ☆ Hin kunnu og ágætu hjón, Mr. og Mrs. Sigurður Sigurðsson frá Calgary, hafa dvalið hér um slóðir síðan um íslendingadaginn á Gimli, og var það hinum mörgu vinum þeirra mikið ánægjuefni að eiga þess kost, að endurnýja við þau gamlan og góðan vin- skap. ☆ Mr. Páll P. Johnson leikhús- stjóri í St. Vital, er dvaldi hálfan fjórða mánuð á íslandi í sumar, er fyrir nokkru kominn heim og ét hið bezta af förinni, þótt hann yrði fyrir því óhappi að liggja á sjúkrahúsi um hríð. Páll er dugnaðarmaður hinn mesti, at- hugull og skýr; hann á rót sína að rekja til Miðfjarðar í Húna- vatnssýslu og naut ósegjanlegrar ánægju af heimsókninni þangað norður. Fréttir . . . Framhald af bls. 4 Búnaðarfélag Islands gaf fyrir nokkru út rit, sem nefnist Búnaðarþing, hálfrar aldar minning. Er þar greint frá til- drögum að stofnun Búnaðarfé- lags íslands og búnaðarþings, rakin saga þingsins og þingmála og birt skrá um fulltrúa á bún- aðarþingi, stjórnarnefndarmenn og búnaðarmálastjóra á árunum 1899 til 1949. ☆ ' Jóhannes Jósefsson, eigandi Hótel Borgar, átti nýlega sjötugs afmæli. Hann varð snemma kunnur maður fyrir íþróttaafrek og brautryðjendastarf í ung- rmennafélagshreyfingunni. Hann var aðalhvatamaður að stofnun fyrsta ungmennafélagsins hér- lendis og fyrsti formaður þess, og hann var einnig fyrsti for- maður Ungmennafélags Islands. ☆ Búnaðarfélag íslands, Ferða- skrifstofa rikisins og Flugfélag íslands hafa boðið hingað nokkr- um brezkum mönnum í því skyni að kynna þeim ferðalög á hestum. Eru þetta fulltrúar hrossaræktarfélags, fréttamenn og kvikmyndatökumenn. Þeir munu m. a. fara á hestum um Þingvöll til Borgarfjarðar. Yfir fjöll og fyrnindi Framhald aí bls. 5 Höllinni til að horfa á þessa dýrð. Og sú dýrð var undursamlega tilkomumikil og fögur. Stórt jóla tré var hjá byggingunni, alt upp- ljómað, og stjarna, stór og fögur framan á húsinu, hátt yfir dyr- um rétt undir klukkunni. Þess utan var ljósadýrðin eftir horn- um og brúnum, um glugga og gættir allar, alla leið niður á jörð, í óteljandi litum, rauðum, grænum, gulum, bláum, hvítum og mörgum litum í hverri eind. Og þau sindruðu dýrðinni í allar áttir. Hvað sem öllu leið um heimsku vormannanna, eins eða heildar, þá var ekkert að efast um það, að þeim, er hér réðu málunum, var um það hugað að þeim, er litu Borgarhöllina, yrðu hugstæð jólatíðindin. Og svo var dalurinn fyrir neðan. Frá þessu horni “Twelve and Cambie,” liggur brekka niður í borgina. Þar niður frá blasa við mörg stórhýsi, sem í rökkur- slæðu eða dulmóðu dalalæðunn- ar, virðast hallast upp að fjöll- unum, svo sem hægt væri að stíga af mæniásum bygginganna upp í fjöllin. Nú, á Þorláks- messukveld, var rökkurslæðan að sveipa fjarlægðina en ljósin að stjarnlýsa mannanna vegu. Cambie-brekkan niður í borgina er fágað steinstræti. Umferðin var eins og iða. Rauðar varúðar- stjörnur bifreiðanna blikuðu niður alla brekkuna, en utan með henni, á báða vegu, voru hyítu ljósalínurnar daglegu, inn í þær komu lituðu ljósin, fagurbláu, grænu, gulu og hvað annað í fjölda myndum, frá verzlunar- húsunum á leiðinni og niður í borgina. Yzt niður í enda ,,dals- ins,“ sem sýndist vera, endaði- aðalljósalínan í V. En blikið og myndin af daln- um með Ijósaskrúðinu og lífsins hreyfingu þar með, setti mér í huga, hvort höfundur Þúsund og einnar nætur hefði ekki dreymt einmitt um svona sjón, er sumar af skrautlegustu sögunum lyftu sér inn á hugann. Rannvelg K. G. Sigbjörnsson 26. JÚLÍ F u n d i félagsmálaráðherra Norðurlanda lauk í Reykjavík á mánudaginn. Þar var skýrt frá félagsmálalöggjöf og þróun í fé- lagsmálum frá því að félags- málaráðherrafundur var síðast haldinn, fyrir tveimur árum. — Höfuðumræðurnar að þessu sinni voru um sjúkratryggingar. Enn fremur var rætt um samband Norrænna félags- og vinnumála- ráðuneyta við ýmsar alþjóða- stofnanir. Að lokum undirrituðu félagsmálaráðherrarnir af hálfu ríkisstjórna sinna þrjá Norður- landasamninga, — um gagn- kvæma veitingu mæðrahjálpar, — um gagnkvæmi varðandi greiðslur vegna skertrar starfs- hæfni, — og um flutning milli sjúkrasamlaga og um sjúkra- hjálp vegna dvalar um stundar- sakir. — Fulltrúarnir heimsóttu vinnuheimilið Reykjalund og var þar greint frá baráttunni gegn berklaveiki á íslandi og starfsemi þeirri, sem rekin er á Reykjalundi. Samkvæmt boði danska vinnu- og félagsmálaráð- herrans var ákveðið að næsti fé- lagsmálaráðherrafundur skuli haldinn í Kaupmannahöfn árið 1955. ☆ Forsetahjónin komu til Reykja víkur fyrra laugardag úr átta daga ferðalagi um Vestfirði. Heimsóttu þau Rafnseyri, Þing- eyri, Núpsskóla, Flateyri, Holt í Önundarfirði, Suðureyri í Súg- andifirði, ísafjarðarkaupstað, Bíldudal og Patreksfjörð, og var þeim hvarvetna rausnarlega tekið og alúðlega. Veður var jafnan hið fegursta og förin öll hin ánægjulegasta. ☆ Þrír af togurum bæjarútgerð- ar Reykjavíkur eru nú á Græn- landsmiðum og einn á leiðinni þangað, og einn er á síldveiðum. Hafnarfjarðartogararnir eru all- ir í höfn og er verið að hreinsa skipin og búa þau undir áfram- haldandi veiði. Sjö bátar frá Hafnarfirði stunda síldveiði fyrir norðan í sumar. Útgerðar- menn þar ætluðu að senda fleiri báta til síldveiðanna en fengu ekki menn á þá. Fjórtán skip frá Vestmannaeyjum eru við síld- veiðar fyrir Norðurlandi og fleiri búast til ferðar, en erfiðleikum er bundið að fá nógu marga menn á skipin. Lundaveiði stendur sem hæst í Vestmanna- eyjum og liggja menn við til fuglaveiða í flestum úteyjum. ☆ Nýlega var haldinn aðalfund- ur Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna og var þar skýrt frá því, að heildarframleiðsla þeirra 54 hraðfrystihúsa, sem að sölu- miðstöðinni standa, hefði verið 28.500 lestir af fiskflökum á ár- inu, sem leið, en það er um 20% meira en árinu áður. Fyrst á ár- inu 1952 var mikil eftirspurn eftir freðfiski og verð hagstætt. Þetta stóð þó ekki lengi, fram- Doð á fiski varð brátt mikið, sam keppnin harðnaði og síðari hluta árs lækkaði verð mjög mikið. Langmest var selt af freðfiski til Bandaríkjanna eða um 13.000 lestir, til Austur-Þýzkalands voru seldar tæpar þúsund lestir, og talsvert magn til Bretlands, Tékkóslóvakíu, Israels og Frakk- lands. Auk þess til 6 annarra landa. ☆ I dag var haldin samkoma við brúna á Jökulsá í Lóni og fluttu ræður Hermann Jónasson sam- göngumálaráðherra og Geir Zoega vegamálastjóri, og er sam- koma þessi einskonar vígsluhátíð brúarihnar, sem opnuð var til umferðar í fyrrahaust. Hún er næstlengsta brú á landinu, 247 metra löng járnbitabrú á steypt- um stöplum. Brúarsmíðin hófst sumarið 1951. Jökulsá í Lóni hef- ir ávallt verið mikill farartálmi, en með smíði brúarinnar má segja að Hornafjörður sé kom- inn í vegasamband við Austur- land, þó að nokkrar ár séu enn óbrúaðar í Berufirði og Álfta- firði. ☆ Danskt knattspyrnulið, B-1903, sem dvalizt hefir í Reykjavík að undanförnu í boði knattspyrnu- félagsins Víkings, hélt heimleiðis 1 gær. Danirnir þreyttu hér fjóra leiki, töpuðu einum, unnu tvo og gerðu einu sinni jafntefli. * Norræna bindindisþingið hefst í Reykjavík um mánaðamótin. Sækja það um eitt hundrað er- lendir gestir, eða helmingi færri en upphaflega var ráð fyrir gert, en þessu veldur, að skipið, sem flytja átti fólkið hingað til lands, strandaði fyrir nokkru og er ó- sjófært og ekki hefir tekizt að útvega annað skip. Margir koma með flugvél. Móttökuhátíð verð- ur haldin fyrir fulltrúana í Þjóð- leikhúsinu 31. þ. m. Now that there is a Polio Epidemic, all those that have children under 21 should carry a Polio Insurance Policy. This reimburses up to $7,500.00 for medical care, hospital care, iron lung rental, nursing care, etc. The cost is small for a family, $10.00 for two years! Consult B. J. Lifman, Árborg, Man. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylanda Heimili 686 Banmng Street- Sími 30 744. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud., 23. ágúst: Ensk messa kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson, ☆ GÓÐUR GESTUR í WINNIPEG Séra Ólafur Ólafsson, frá Reykjavík, fyrrum kristniboði í Kína, kom til borgarinnar á mið- vikudaginn, og dvelur hér í nokkra daga hjá kunningjum (og vinum. Hann flytur prédikun við guðsþjónustuna í Fyrstu lútersku kirkju, næstkomandi sunnudags- kvöld, 23. ágúst kl. 7. Allir eru auðvitað boðnir og velkomnir. Designed to Meet Your Needs MARINE Gasoline and Diesel ENGINES • the proper type of motor v to provide the proper per- formance—there is a GRAY- MARINE in just the size and type you require. Ask for full particulars. Mumford, Medlanp, IlMITEP, 576 Wall SU Wpg. Ph. 37 187 THE Calvert Canadíska vasabókin Nr. 11 f upplýsingaflokkí Þessi grein er sérstaklega setluð nýjum Canatiainonnum. NÁMUR * Það er mikfð undrunarefni, aS Jafn vestlægt land og Canada er og S breytiiegt af jarðfræðilegum myndunum skuli hafa til brunns að bera slfkan forða af allskonar má.lmtegundum og sumum þeim mestu, sem S þekkjast í heimi. Canada framleiðir kynstrin öll af nickel, platinum, palladium, B radium og asbestos og er annað mesta gullframleiðandi land, auk j| margra annara nytjamálma. Þ6 þvf verði eigi neitað, að lega landsins hafi víðtæk áhrif á skiptingu málmauðlegðarinnar, þá er það eigi að _ M sfður viðurkent, að málmtekjan eigl bróðurhiutann f hinni heillavænlegu B — velferð þjððarinnar f heild. Og þrátt íyrir þau miklu náttúruauðæfi, sem kunn eru og hagnýtt, M eru enn stðr svæði full af málmum, er liggja ðunnin, og má þar til jg nefna Cambrian héruðin (Ontario), British Columbia og vfðflæmin f g Yukon. þess vegna eru horfurnar um risaframleiðslu á þessum sviðum jj heillavænlegar og bjartar. Flokka má námuframleiðsluna f Canada f þrent: 1. Málma, 2. Málmlausa framleiðslu, 3. Málmfeni til bygginga. Til málmefna flokksins má telja gull og silfur (mestmegnis f S Ontario og British Columbia), Nickel og Platinum (Sudbury, Onttario, ( 3 og Quebec), (British Columbia og Quebec), Kopar (Ontario og g M Quebec), Blý (British Columbia) og Radium og Uranium (Great Bear g Lake), eru þýðingarmestu tegundirnar. f sléttufylkjunum, strandfylkjunum og British Columbia er gffurleg |j 1 kolaframleiðsla svo að fátt kemur þar til jafns við. Þá er vfða að finna j fetknin öll af sementi, hinar og þessar marmarategundir og leirfram- g Ieiðslu, er mjög auka á auðlegð landsins. Þessu t'il viðbðtar má telja olfu, salt, zink, gypsum quartz, silica g, brick, feldspar, sodium sulphate, tungsten antimony, galens, plumbago, manganese og fjölda annara verðmætra tegunda. Eins og tækni nútfmans er háttað, og með hliðsjðn af hugrekki jf hinna fornu landnema, sem hér eru enn við líði, má þess ðhætt vænta, að á vettvangi málmiðjunnar eigi Canada glæsilega framtfð. Ijelðbeiningar varðandi framlialii þessara greina vcrða þakksam- lega þi-gnar og þeim verður komið á framfæri við Calvert House al' rltstjóra þessa blaðs. í næsta mánuði um fiskveiðar Calvert DISTILLERS AMHERSTBURG, ONTARIO LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.