Lögberg - 27.08.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 27. ÁGÚST, 1953
NÚMER 35
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
16. ÁGÚST
Síðastliðna viku var yfir-
gnæfandi sunnan og austan átt
og rigningasamt, einkum sunn-
anlands. Oft var þoka við norð-
ur og austurströndina. Á föstu-
daginn gerði austan hvassviðri
við suðurströndina, 8—9 vind-
stig suðvestanlands með mikilli
rigningu. Að öðru leyti hefir
veður verið hlýtt, um meðallag
og sums staðar nokkuð yfir
meðallag. '
☆
Síðastliðna viku hefir síldveiði
verið mjög lítil norðanlands og
hafa ógæftir og þoka hamlað
veiðum. Á mánudag og þriðju-
dag fengu allmörg skip sæmi-
legan og sum allgóðan afla, en
aðra daga vikunnar hefir síld-
veiðin brugðizt að mestu. Eru
nokkur skip þegar hætt veiðum
og önnur um það bil að hætta.
Á miðnætti fyrra laugardag
hafði verið saltað í tæplega 133
þúsund tunnur, á sama tíma í
fyrra í tæplega 32 þúsund tunn-
ur. í bræðslu höfðu borizt rösk
116 þúsund mál, en á sama tíma
í fyrra nam bræðslusíldaraflinn
rösklega 27 þúsund málum.
Frystar höfðu verið tæplega
6100 tunnur, en tæplega 6400 á
sama tíma í fyrra. í lok fyrri
viku var 161 skip komið á afla-
skýrslu og höfðu 135 þeirra
fengið yfir 500 mál og tunnur
hvert. 56 skip höfðu komizt yfir
2000 mál og tunnur hvert, en á
sama tíma í fyrra höfðu aðeins
fjögur skip komizt yfir 2000 mál
og tunnur. Aflahæstu skipin
voru Jörundur með 5940 mál,
Snæfell, Akureyri, með 5356 mál
og Edda, Hafnarfirði, með 5295
mál.
☆
Samkvæmt upplýsingum Páls
Zophaníassonar búnaðarmála-
stjóra var á þessu ári flutt inn
50% meira af erlendum áburði.
en áður. Hefir spretta á túnum
og í nýrækt yfirleitt verið ágæt.
Tún á íslandi eru nú orðin um
50 þúsund hektarar og hafa á
tveimur árum stækkað um 10%.
Mest hefir aukningin verið í
Árnessýslu, þar hafa túnin
stækkað um einn hektara á bæ
á ári síðustu tvö árin. Búizt er
við að töðufengur í sumar verði
um tvær milljónir hesta eða
fimmtungi meiri en nokkru
sinni áður er er það að þakka
aukinni nýrækt og meiri áburði.
Margir bændur eru búnir að ná
inn öllum töðufeng sínum, en
aðrir eiga meira og minna ó-
slegið. Margir bændur eru
komnir áleiðis með annan slátt,
en þeir eru miklu fleiri, sem
eiga hann eftir. Nú þegar er
komin inn meiri taða en áður
hefir fengizt allt sumarið enda
þótt fimm vikur séu eftir af hey-
skapartíð, en eins og viðrað hefir
í sumar er taðan ekki allskostar
góð sem aðalfóður. Um þriðj-
ungur bænda á nú dráttarvélar
og ýmis verkfæri með þeim, fjöl-
margir bændur eiga hestasláttu-
vélar, en um tíundi hluti ís-
lenzkra bænda notar enn orf og
ljá og fylgist það að, að tún
þeirra eru að jafnaði í minnstri
rækt og minnst sléttað á þeim.
☆
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins
ritaði Framsóknarflokknum bréf
fyrir skömmu varðandi samn-
ingatilraunir til stjórnarmyndun-
ar. Lýsir flokksráðið sig andvígt
| fyrirsjáanlega tilgangslausum
samnmgatilraunum við Alþýðu-
flokkinn um stjórnarmyndun og
leggur áherzlu á að úr því fáist
skorið hið fyrsta, hvort samn-
ingar geti tekizt milli Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins um stjórnarstarf, en að
öðrum kosti beiðist stjórnin
lausnar ef óhæfilegur dráttur
verði á því, að slíkir samningar
takist. Þessu bréfi flokksráðs
Sjálfstæðisflokksins svaraði for-
maður Framsóknarflokksins í
síðustu viku og telur Framsókn-
arflokkurinn miður farið, að
ekki skuli fást úr því skorið,
hvort málefnagrundvöllur fyrir
samstarfi á breiðum grundvelli
sé fyrir hendi. Þó getur Fram-
sóknarflokkurinn fallizt á að
ræða' við Sjálfstæðisflokkinn um
möguleika til þess að núverandi
stjórnarflokkar haldi áfram sam-
starfi sínu og hefir Framsóknar-
flokkurinn falið ráðherrum sín-
um að hefja þessar viðræður við
Sj álf stæðisf lokkinn.
☆
Bátar frá Vestmannaeyjum
hafa að undanförnu lagt stund á
reknetaveiðar umhverfis eyj-
arnar, en ekki veitt neitt. Eru
þeir nú flestir farnir til veiða í
Faxaflóa.
☆
Vísitala framfærslukostnaðar
í Reykjavík reyndist vera 156
stig 1. ágúst og kaupgjaldsvísi-
talan fyrir ágúst reyndist vera
147 stig.
☆
Enn er allt í óvissu um það,
hvenær brezki kaupsýslumaður-
inn George Dawson getur hrint
í framkvæmd fyrirætlunum
sínum um að kaupa frosinn fisk
í Bretlandi af íslenzkum togur-
um. Á hann við ýmsa erfiðleika
að etja, til dæmis hafa eigendur
íshúsa í Grimsby neitað honum
um ís, sem nauðsynlegur er til
flutninga á fiskinum frá höfn og
á markað og svo getur farið, að
fiskkaupmenn neiti samvinnu
við Dawson og taki í þess stað
upp samkeppni við hann. —
Tveir brezkir þingmenn dvöld-
ust hérlendis í fyrri viku í boði
Alþingis. Báðir eiga sæti í ráð-
gjafanefndum flokka sinna um
fiskveiðar og kváðust báðir
mundu gera sitt ýtrasta til þess
að sættir næðust í fiskveiða-
deilu íslendinga og Breta og
löndunarbanninu yrði aflétt.
☆
Biskupinn yfir íslandi, herra
Sigurgeir Sigurðsson, er nýkom-
inn heim frá Noregi, en þangað
var biskupshjónunum boðið til
þess að vera við hátíðahöld í
sambandi við 800 ára afmæli
erkibiskupsstólsins í Niðarósi.
Hátíðina sótti einnig Bjarni Ás-
geirsson sendiherra og kona
hans. Biskup Islands prédikaði
við guðsþjónustuna í Niðarós-
dómkirkju og ennfremur flutti
hann erindi í Þingvallakirkju
um ísland og íslenzku kirkjuna.
Hátíðahöldin voru hin glæsileg-
ustu og sóttu þau erlendir bisk-
upar, ráðherrar og ýmsir kirkju-
höfðingjar.
☆
Jón Krabbe, fyrrverandi sendi-
fulltrúi, dvelst hérlendis unt
þessar mundir í boði ríkisstjórn-
arinnar.
☆
í nýútkomnum Hagtíðindum
er birtur ýmiskonar fróðleikur
byggður á allsherjarmanntalinu,
sem tekið var hér á landi 1950.
Á áratugunum 1940—1950 fjölg-
aði landsmönnum um 22.500 eða
S. V. Sigurdson
Endurkosinn
bæjarstjóri
Síðastliðinn föstudag fóru
fram bæjarstjórnarkosningar í
Riverton og lauk þeim á þann
veg, að S. V. Sigurdson var
endurkosinn í bæjarstjóra-
embætti með mikiu afli atkvæða
umfram keppinaut sinn C. Mayo.
í bæjarfulltrúastöður voru kosn-
ir þeir Tryggvi Briem, K.
Smigelski og G. Romaniuk.
Mr. Sigurdson er frábær at-
hafnamáður og mikill höfðingi í
héraði, og þar, sem hann gengur
til verks verður jafnan eitthvað
undan að láta.
um 18,5%. Á sama tíma fækkaði
þeim, sem lifa af landbúnaði og
fiskveiðum um rösklega 12 þús-
und, þeim, sem lifa af fiskveiðum
um 19% og þeim, sem lifa af
landbúnaði um 23%, en í öllum
öðrum atvinnuflokkum hefir
fólki fjölgað og varð langmest
aukning þess fólks, sem lifir af
iðnaði eða um 75%.
☆
Regluleg sumarslátrun hefst
26. þessa mánaðar, en nokkru af
geldfé hefir þegar verið slátrað
sunnanlands og er kjöt af því
komið á markað. Er verð á því
kjöti 28krónur og 30 aurar í smá-
sölu kílógrammið.
☆
Síðastliðinn miðvikudag var
hleypt af stokkunum hjá skipa-
smíðastöð Burmeister og Wain í
Kaupmannahöfn fyrra vöru-
flutningaskipinu, sem Eimskipa-
félag Islands á þar í smíðum.
Frú Ingibjörg Thors gaf skipinu
nafn og heitir það Tungufoss.
Skipið er 1700 lestir að stærð og
verður væntanlega fullsmíðað í
nóvembermánuði þessa árs.
☆
Danska sanddæluskipið Sansu
er komið til Hornafjarðar og
vinnur nú að því að dýpka inn-
siglingaleiðina. Er áætlað að
verkið taki röskan mánuð og
kosti um hálfa aðra milljón. Er
ætlunin að dýpka innsiglingar-
rennuna svo, að skip, sem rista
allt að fjórum metrum þurfi ekki
að sæta sjávarföllum og geti siglt
án tafar að bryggju, jafnvel um
stórstraumsfjöru. Verður dýpk-
un þessi mikil samgönguDÓt fyrir
Hornarfjarðarhérað, ef vel tekst,
og eykur mjög á öryggi fólks-
og vöruflutninga.
☆
Atvinnudeild Háskólans starf-
ar nú að því að gera jarðvegs-
kort í Holtum og Þykkvabæ, en
ætlunin er að gera jarðvegskort
af öllu landinu og mun það verða
áratuga verk. .
☆
Norrænt skólamót var haldið
í Osló fyrir skömmu og sóttu
það 34 íslendingar, þeirra á
meðal Helgi Elíasson fræðslu-
málastjóri og Arngrímur Krist-
jánsson skólastjóri, sem var
Framhald á bls. 8
Kveðjusamsæti
fyrir
Mr. og Mrs. Jón Júlíus Johnson
Þann 18. ágúst var haldið
kveðjusamsæti undir umsjón
Gimli-deildar Þjóðræknisfélags-
ins fyrir Mr. og Mrs. Jón Júlíus
Johnson í tilefni af burtför
þeirra til Vancouver.
Um fimmtíu af félagsmeðlim-
um og öðrum vinum þeirra
hjóna komu saman þetta kveld á
hinu skemmtilega heimili Mr. og
Mrs. W. J. Árnason, og var sam-
sætinu stjórnað af Mrs. Kristínu
Thorsteinsson, forseta Gimli-
deildar, sem ávarpaði heiðurs-
gestina fyrir hönd vina og sam-
starfsfólks. Margir fagrir ís-
lenzkir söngvar voru sungnir
undir stjórn Mrs. Sylvíu Kárdal.
Mr. Lárus Nordal flutti frumort
kvæði, sem birtast mun í þessu
blaði. Mrs. H. G. Sigurðsson og
Mrs. Sylvía Kárdal lýstu mjög
hlýlega þakklæti sínu og annara
vina þeirra hjóna á Gimli, bæði
fyrir starf Mr. J. J. Johnson,
sem í tvö ár var forseti Gimli-
deildarinnar, og hefir starfað
með brennandi áhuga fyrir öll-
um þjóðræknismálum, jafnframt
því að leggja drjúgan skerf til
fleiri málefna, og svo fyrir sam-
huga gestrisni og góðsemd
þeirra hjóna í garð allra, sem
þeim hafa kynst hér. Mrs. J. A.
Tallman mintist sérstaklega
hinnar aldurhnignu móður Mr.
J. J. Johnson og þeirrar frábæru
umönnunar, sem hún hefir notið
hjá syni og tengdadóttur. Síðan
afhenti Mrs. Kristín Thorsteins-
son þeim hjónum minningargjöf
frá vinum þeirra á Gimli, bæði
þeim sem viðstaddir voru og
hinum sem fjarverandi voru.
Bæði Mr. og Mrs. Johnson
þökkuðu fyrir sig með velvöld-
um orðum. Voru 'síðan sungnir
fleiri íslenzkir söngvar, og að
því búnu framreiddar ágætar
veitingar að íslenzkum sið. —
Árnaði síðan hver og einn þeim
Mr. og Mrs. J. J. Johnson allra
heilla í þeirra nýja heimkynni
vestur við haf.
MLss S . Stefánsson
Hon. W. J. Major
Merkur maður
látánn
Hinn 13. þ. m., lézt að heimili
sínu hér í borginni Hon. W. J.
Major dómari og um langt skeið
dómsmálaráðherra Manitoba-
fylkis 72 ára að aldri, vinsæll
maður og góðviljaður; hann
heimsótti ísland Alþingishátíðar-
árið 1930 sem erindreki Mani-
tobastjórnar og hafði jafnan
hlýjar endurminningar úr þeirri
för; ef honum hefði enst líf og
heilsa myndi hann nokkurn-
veginn fyrir víst hafa vitjað Is-
lands öðru sinni, því svo oft
hafði hann slíkt við orð.
V. B. Anderson bæjarfulltrúi
Kjörinn formaður
trúnaðarráðs
Svo sem áður var frá skýrt
hér í blaðinu, sat V. B. Anderson
bæjarfulltrúi í t Winnipeg árs-
þing The Canadian Congress of
Labor, sem haldið var í-Ottawa,
en verkalýðssamtök þessi telja
yfir hálfa miljón meðlima; á
þingi þessu átti Mr. Anderson
sæti í ýmissum mikilvægum
nefndum; nú hefir hann verið
kjörinn formaður trúnaðarráðs
framkvæmdarnefndar Manitoba-
deildarinnar fyrir hönd Trades
and Labor Congress of Canada
og ber þetta fagurt vitni því
trausti, er hann alment nýtur
meðal flokksbræðra sinna og
samstarfsmanna.
Stjórnarbylting
í Persíu
Árla morguns á sunnudaginn
hinn 14. þ. m., gerðust þau tíð-
indi í Persíu (Iran), að koungs-
sinnar stofuðu til byltingar með
það fyrir augum, að losa þjóðina
undan járnkló hins aldurhnigna
forsætisráðherra, Mohammed
Mossadegh, sem kunnur er vítt
um heim vegna pólitískrar
ósvífni og valdagræðgi; tilraun
þessi fór út um þúfur um stund-
arsakir og lét Mossadegh flytja í
svartholið allmargt hinna bitr-
ustu andstæðinga; konungurinn
sá þann kost vænstan að hypja
sig úr landi ásamt drottningu
sinni og nokkru af föruneyti;
komst fjölskyldan þaðan til
Iarq, en beið þar ekki lengi
boðanna,, heldur flaug svo að
segja samstundis til Rómar til
óákveðinnar dvalar.
En innan tiltölulega fárra
klukkustunda hafði viðhorfið í
Persíu tekið á sig annað snið;
konungssinnar undir forustu
Major-General Fazellah Zahedi,
náðu brátt völdum og létu
hneppa Mossadegh í gæzluvarð-
hald, og þykir nú líklegt að hann
verði sakaður um dróttinsvik.
Zahedic hefir nú verið skipaður
forsætisráðherra og hefir meðal
annars heitið því að láta fara
fram almennar þingkosningar í
landinu; konungurinn er nú kom-
inn heim aftur1 og hefir tekið
við ríkisstjórn; hann er menntað-
ur á vestræna vísu og vill að
sögn, að í landinu ráði þing-
bundin konungsstjórn að for-
dæmi Breta.
Lífrfr viðráðanlegir
skógareldar
Síðastliðinn hálfan mánuð
hafa geisað í Quebecfylki einir
þeir ægilegustu skógareldar, sem
sögur fara af og hafa þúsundir
ekra af fyrirtaks timburlandi
orðið vágesti þessum að bráð;
um þúsund manns unnu að
slökkvitilraunum, nótt sem nýt-
an dag, en loks kom áköf rign-
ing, sem skakkaði leikinn.
Skógræktarfélag
íslands
Reykjavík, 17. júlí, 1953
Aðalfundur Skógræktarfélags
Islands, sem haldinn var á
Laugarvatni dagana 4. og 5. júlí,
fól mér að fyltja Þjóðræknis-
félagi Vestur-íslendinga kveðjur
og þökk fundarins fyrir gjöf þá,
sem félagið sendi hingað til
gróðursetningar trjáa á Þing-
völlum.
Á Þingvöllum hefur nú verið
markaður reitur, um 6 hektara
að stærð, í brekkunum vestur af
Hrafnagjá um 500 metra norður
af þjóðveginum í Vellankötlu,
og er hann helgaður Vestur-
Islendingum. Þar voru settar
niður um 3000 trjáplöntur á
þessu vori, og mun verða séð um,
að annað eins fari niður á næsta
vori.
Sé þess óskað af hálfu Vestur-
Islendinga mun engin fyrirstaða
vera á því af hálfu Þingvalla-
nefndar, að reiturinn verði hafð-
ur stærri, alveg eftir því, sem
óskað er, því að þar er landrými
nóg á þrjá vegu.
Landið er afar vel fallið til
gróðursetningar, þar sem það
liggur í skjóli fyrir norðaustan
átt, og þar með vornæðingunum,
sem eru öllum nýgræðingi
hættulegastir. Það er og vaxið
lágvöxnu birkikjarri, sem að
vísu þarf að ryðja smátt og
smátt, en það skýlir nýgræð-
ingnum fyrstu árin. Jarðvegur
er að vísu nokkuð grunnur svo
sem allsstaðar á Þingvöllum, en
hann er frjór og þar er ávalt
nægur raki sakir hallans.
F. h. stjórnar Skógræktarfélags
íslands,
Með virðingu,
HÁKON BJARNASON
Til Þjóðræknisfélags
V esiur-í slendinga
SkolasefTíingu
fresíað
Að fyrirmælum heilbrigðis-
yfirvaldanna verður skólasetn-
ingu í Winnipeg frestað til hins
15. september næstkomandi; eru
þessar varúðarráðstafanir teknar
vegna lömunarveikinnar, sem
mjög hefir útbreiðst í borginni
eins og raunar víðar í fylkinu
eftir því sem á leið sumar; tala
veikindatilfella þessarar teg-
undar síðan um áramót, er nú
komin á ellefta hundrað.
Endurkosinn á þing
William M. Benidickson, M.P.
I sambandskosningunum, sem
haldnar voru hinn 10. þ. m.,
hlaut William M. Benedickson
endurkosningu í Kenora-Rainy
River kjördæminu með miklu
afli atkvæða; hann fylgir stjórn-
arflokknum að málum.
Mr. Benedickson er eins og
menn að líkinduih muna íslenzk-
ur í föðurætt, gáfumaður og
fylginn sér vel.