Lögberg


Lögberg - 27.08.1953, Qupperneq 4

Lögberg - 27.08.1953, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 27. ÁGÚST, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Oefið út hvern fimtudag af THE COLUM3IA PRESS LIMITED 695 SARGBNT AVENUE, WINNXPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager UtanAakrift rltstjðrans: EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVENUE, WiNNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 , Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Liögberg” is printed and published by The Columbia Prese L.td. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Offlee Departnient, Ottawa GrundvaHarrit' um rímur Ejtir prófessor RICHARD BECK Unnendum íslenzkra fræða, og þá ekki sízt þeim, sem hafa mætur á rímum og rímnakveðskap, var það óblandið fagnaðarefni, er það varð hljóðbært, að hinn víðfrægi skozki fræðaþulur, Sir William A. Craigie, hefði í sríiíðum yfirlits- rit um rímur; en hann hefir, eins og löngu er kunnugt, lagt sérstaka rækt við þessa þjóðlegu og sérstæðu grein bók- mennta vorra, og ríkulega sýnt í verki ást sína, fágæta þekkingu og skilning á henni, með merkum fyrirlestrum sínum um rímur og frábærlega vönduðum útgáfum þeirra. Þurfti því eigi að draga í efa, að yfirlitsrit hans um þær myndi um allt verða hið merkasta, enda er það nú á daginn komið. Þetta nýja rit hans nefnist Sýnisbók íslenzkra rímna <frá upphafi rímnakveðskapar til loka nítjándu aldar) og er í þrem bindum. Kom það út síðastliðið haust, tvö fyrri bindin á vegum hins heimskunna útgáfufélags Thomas Nelson and Sons í Lundúnum, Edinburgh, og enn víðar um lönd, er einnig annast erlendis umboðssölu þriðja bindis, sem gefið er út af útgáfufélaginu Leiftri í Reykjavík, er sér um sölu verksins á Islandi. Hér er í einu orði sagt um hið mesta stórvirki að ræða, og þeim ummælum til staðfestingar þarf eigi annað en draga athygli að því, hversu umfangsmikið þetta verk er að stærðinni einni saman: I. bindi lxxv + 306 bls., II. bindi lxii + 334 bls. og III. bindi xxxii + 414 bls. í stóru broti. Hitt er þó enn meira um vert, af hve miklum lærdómi og með hve mikilli glöggskyggni þetta þrekvirki í sögu bókmennta vorra er af hendi leyst, og niðurskipun hins víðtæka efnis og meðferð þess að öðru leyti er með sama ágæta handbragðinu. Þá sætir það eigi síður furðu, að út- gefandi þessa stórbrotna ritsafns var rúmlega hálfníræður, er hann sendi það frá sér, eftir að hafa unnið að undirbún- ingi þess um 10 ára skeið; enda þarf eigi annað en blaða lauslega í ritsafninu til þess að láta sér skiljast, að feikna vinna samhliða frábærri alúð við viðfangsefnið, liggja að baki slíks rits. Lesi menn það niður í kjölinn, eins og það á miklu meir en skilið, verður það enn augljósara, hvílíkt stórvirki hefir hér unnið verið í íslenzkum fræðum. Þakkar- skuld vor við hinn aldurhnigna fræðafrömuð er þá einnig í sama hlutfalli, og var hún þó ærin áður, þegar munað er, hve mikið Sir Wiliam hafði, með fyrri ritum sínum og fyrirlestrum, gert til þess að kynna bókmenntir vorar víðs- vegar um hinn enskumælandi heim og utan hans. Rímurnar voru öldum saman svo mikill þáttur og merkilegur í íslenzkri bókmennta- og menningarsögu, að þær eiga það fyllilega skilið, að þeim sé verðugur gaumur gefinn, enda hefir, góðu heilli, aukin rækt verið lögð við þær af hálfu fræðimanna vorra á síðari árum. Má þar nefna hið mikla og stórmerka rit dr. Björns K. Þórólfssonar Rímur fyrir 1600 (1934), er jafnan mun teljast höfuðheimild um rímurnar á því merkistímabili í þróunarsögu þeirra. Þá má geta prýðilegrar útgáfu Sveinbjörns Sigurjónssonar yfirkennara af Núma rímum Sigurðar Breiðfjörðs (1937), er tileinkuð var Sir William A. Craigie á sjötugsafmæli hans, og jafn ágætrar útgáfu þeirra dr. Björns K. Þórólfs- sonar og Finns Sigmundssonar landsbókavarðar af Olgeirs rímum danska eftir Guðmund Bergþórsson, er tileinkuð var Sir William á árættisafmæli hans. Loks var rhikið og þarft spor stigið í aukinni rækt við rannsókn rímnanna og útgáfu þeirra með stofnun Rímnafélagsins í Reykjavík 23. nóv. 1947, en Sir William hafði verið helzti hvatamaðurinn að stofnun félagsins. Hlutverk félagsins er „að birta rímur í vönduðum útgáfum, svo og fræðirit um þá bókmennta- grein.“ Hefir það þegar gefið út fjögur bindi rímna og Ljóðmæli Símonar Dalaskálds (úrval úr ritum hans) í hin- um vönduðustu útgáfum, og ennfremur sem aukarit hinn efnismikla og athyglisverða fyrirlestur Sir Williams A. Craigie, „Nokkrar athuganir um rímur“, er hann flutti fyrir Rímnafélagið í Háskóla Islands 30. júní 1948. Verðskuldar félagið stuðning allra þeirra, er unna þjóðlegum fræðum vorum. Enn er þó eigi nema lítill hluti rímnanna á prent kom- inn, og tekur það sérstaklega til þeirra, er ortar voru á síðari öldum. Þegar það er í minni borið, verður enn auð- særra, hvert skarð Sýnisbók íslenzkra rímna fyllir í sögu bókmennta vorra. Segir Sir William einnig réttilega í for- mála þriðja bindis, eftir að hafa borið saman tölu prentaðra rímna við hinn mikla fjölda þeirra óprentuðu: „Enda þótt smáar séu þær tölur, er nú hafa verið nefndar, í samanburði við tölu þeirra rímna sem til eru, þá verða þær þó í reyndinni enn smærri, að því er til lesturs kemur, fyrir það, að margar eru þær nú svo torgætar að þær mega heita nálega jafn-fásénar sem skrifuðu eintökin. Hver lesandi hefir því ákaflega takmarkaða möguleika til þess að kynna sér þessa yfirgripsmiklu bókmenntagrein sögulega. Af þeirri ástæðu var það, að tekið var saman þetta safn af sýnisköflum til þess að gefa almenna hugmynd um sem flestar tegundir rímna eins og þær þróuðust þann langa tíma, sem þær eiga sér að baki. Hefir verið þannig í það valið, að þær sýndu sig eins og þær eru beztar, að því er kemur til búnings, efnis og skemmtunargildis. Meginþorri dæmanna er tekinn úr prentuð- um rímum, sem hefir þann kost, að lesandinn fær löngun til að kynnast sögu þeirri, er kaflinn segir aðeins að nokkru leyti, þá er fyrir það meiri von til að hann nái í hana í heild heldur en ef tekið væri eftir handriti, sem auk þess kynni að vera torlæsilegt.“ í fyrsta bindi Sýnisbókarinnar er úrval úr rímum og man- söngvum frá elztú tímum fram til 1550, og hefst það á Ólafs rímu Haraldssonar eftir Einar Gils- son, sem talin er ort um 1360. Meðal annarra rímna frá þessu tímabili eru hér í úrvali Ólafs rímur Tryggvasonar, Gretlis rímur, Skáld-Helga rímur, Skíða ríma, Lokrur, Griplur, Friðþjófs rímur, Sörla rímur, Bósa rímur og Geiplur, að nokkr^ir séu nefndar. ÍÞessar elztu rímur, fram að siðaskiptunum, eiga einnig flestar sammerkt um það, að þær eru eftir ókunna höfunda. Skýrir Sir William það fyrir- brigði á þessa leið í inngangsrit- gerð sinni að þessu bindi, og mun þár ekki ólíklega rétt til getið: „Eðlilega skýringin á þessu er sú, að í öndverðu hafi rímna- kveðskapur verið talinn miklu auðveldari en að yrkja að drótt- skáldahætti og minna þótt til hans koma. Og með því að rímur voru ekki annað en áður ritaðar sögur, sem þegar voru vel kunn- ar, aðeins færðar til bundins máls, var enginn mikils lofs verður fyrir að búa þær til.“ I öðru bindi er hliðstætt úr- val úr rímum og mansöngvum frá 1550 til 1800, og eru Poníus rímur Magnúsar Jónssonar hins prúða þar fyrstar á blaði. Þá eru hér einnig sýnishorn úr mörg- um öðrum kunnustu rímum þeirrar tíðar, svo sem Rollanls- rímum eftir Þórð Magnússon á Slrjúgi, Króka-Reís rímum séra Hallgríms Péturssonar, Rímum af Hrólfi konungi kraka eftir séra Eirík Hallsson, Rímum af Þorsíeini uxafæti eftir Árna Böðvarsson, Rímum af Olgeiri danska eftir Guðmund Berg- þórsson, Rímum af Úlfari sterka eftir Þorlák Guðbrandsson, og Rímum af Hænsna-Þóri eftir þá séra Jón Þorláksson og Svein lögmann Sölvason. Voru þessar aldir mikið blómaskeið rímn- anna, eins og kunnugt er, og um margt merkilegt tímabil í þró- unarsögu þeirra. Þriðja bindi ritsafnsins tekur, með sama hætti og fyrri bindin um sitt tímabil, yfir 19. öldina, en þá flæddi yfir þjóðina meira rímnaflóð en nokkru sinni áður, einkum á fyrri helmingi aldar- innar, og fer Sir William í inn- ganginum að umræddu bindi þessum orðum um þá óhemju frjósemi í þessari vinsælu skáld- skapargrein þjóðarinnar: „Handritaskrá Landsbókasafns ins, aukabindi það, er út kom 1947 (bls. 148—157), sýnir það ljóslega með tölu rímnaskálda þeirra, sem þar eru talin, hví- líkrar hylli þessi íþrótt naut og hvað þeir voru margir, sem höfðu bæði löngun og getu til að iðka hana. Rímnaskáld á nítjándu öldinni eru talin 240, og það er ekki bara að sú tala sé í sjálfri sér merkileg, heldur er hún einnig í merkilegri andstöðu við tölu þeirra, er uppi voru fyrir 1800, því að á þeirri skrá eru aðeins 80 nöfn. Mikill hluti þessara 240 skálda eru bersýni- lega menn, sem ekki leggja fyrir sig rímnakveðskap, heldur að- eins grípa í hann og, hafa látið eftir sig aðeins eina rímu eða einn flokk, eða þá í hæsta lagi tvo, en aðrir keppa við hin eldri höfuðskáld, eins og síra Eirík Hallsson, Guðmund Bergþórsson og Arna Böðvarsson með því að kveða frá tíu upp í tuttugu og fimm flokka." Sýnishorn eru í þessu loka- bindi safnsins úr verkum 17 rímnaskálda 19. aldar, að man- söngvum ótöldum, og skipar Sig- urður Breiðfjörð, að vonum, langstærst rúm, enda var hann bæði afkastamikill og öndvegis- skáldið á því sviði. Þá er hér úr- val úr tveim rímum Bólu-Hjálm- ars, þrem rímum Sigurðar Bjarnasonar og einum rímum Símonar Dalaskálds. I inngangsritgerð sinni að þessu bindi getur útgefandi einnig sérstaklega þeirra rímna, sem ortar hafa verið frá því í byrjun þessarar aldar, en þeirra merkastar eru Alþingisrímur þeirra Valdimars Ásmundssonar og Guðmundar Guðmundssonar (1902), Ólafs ríma Grænlendings eftir Einar Benediktsson (1913) og Rímur af Oddi' Sterka eftir Örn Arnarson (Magnús Stefáns- son, 1938). Markmið sitt með úrvalinu úr rímunum skilgreinir útgefandi á þessa leið í innganginum að fyrsta bindi: „Við valið á þeim köflum, sem prentaðir eru í þessu bindi, hefir það verið markmið mitt: að sýna þá staði, er í sjálfu sér eru athyglisverðir og gefa hugmynd um skáldin þegar þeim tekst bezt; að draga fram seril breytilegust sögusvið og atburði í frásögnum þeirra; og sýna bæði hina óbrotnu og hina dýru hætti, sem gefa rím- unum sinn sérstaka svip.“ Fæ ég ekki betur séð, en Sýnisbókin nái í heild sinni á- gætlega þeim tilgangi, enda var ekki við öðru að búast frá hendi Sir Williams, jafn lærður maður og hann er á þessi fræði og dóm- bær á slíka hluti. En þó að þetta mikla safnrit eigi varanlegt gildi fyrir það, hve yfirgripsmikið og fjölbreytt úrval úr rímum og mansöngvum er þar að finna, þá er Sýnisbókin eigi að síður merkileg og grund- vallarrit á sínu sviði fyrir hinar ítarlegu og gagnfróðlegu inn- gangsritgerðir Sir Williams, er fylgja öllum bindunum þrem, bæði á íslenzku og ensku. í innganginum að fyrsta bindi ritar höfundurinn af miklum lær- dómi og sambærilegri nákvæmni um uppruna rímnanna og ein- kenni, mansönginn, rímnabrag- fræði og rímnamál; í inngangs- ritgerðunum að seinni bindunum fjallar hann með sama hætti um rímurnar á þeim tímabilum, eftir því, sem þróun þeirra út- heimtir. I þessum ritgerðum hans má því segja, að rakin sé þróunarsaga rímnanna frá öll- um hliðum og skilgreind staða þeirra í íslenzkum bókmenntum. Þá verður það einnig auðsætt, hver merkisskerfur þessi Sýnis- bók er til heildarsögu bók- mennta vorra. Telur Sir William, að rímurn- ar hafi sennilega fyrir lok fjór- tándu aldar verið komnar á það þróunarstig, að þær hafi verið orðnar að nýrri bókmenntagrein, sem var séreign Islands. Hann ber rímurnar saman við erlend- ar samtíðarbókmenntir og kemst að eftirfarandi niðurstöðu (inn- gangsritgerð fyrsta bindis): „Þegar meta skal bókmennta- gildi hinna fornu rímna, er það til lítils að bera þær saman við kvæði fornskáldanna eða trúar- ljóð samtíðarinnar, því að þær eru algjörlega frábrugðnar hvorumtveggja bæði um efni og form. Eðlilega aðferðin er að lit- ast um erlendis og sjá hvernig þær standa þegar þær eru born- ar saman við bókmenntir ann- ara þjóða í nágrenni við Island á sama tíma. 1 Noregi, Svíþjóð og Danmörku er fortakslaust ekki neitt, sem borið verði sam- an við þær; ef nokkuð var þá ort í þessum löndum, getur það ekki hafa verið öðruvísi en í stíl hinna fornu, einföldu dans- ljóða, sem er á engan hátt hlið- stæður hinni margbrotnu íþrótt rímnakveðskaparins. Ekki verða þær heldur með sanngirni born- ar saman við skáldskap Eng- lands, Frakklands, eða Þýzka- lands á sama tíma, því að í þess- um löndum voru þá að verki áhrif, sem eigi höfðu ennþá náð til Islands og náðu ekki þangað enn um langt skeið. Eini sann- gjarni samanburðurinn, eins og þegar hefir verið vikið að, er við hina ensku romances og frakk- neska chansons de gesle, því að rímurnar hafa margt sameigin- legt við hvoratveggja, og standa sannarlega ekki lægra en margir þeirra.“ Sérstætt einkenni rímnanna er mansöngurinn, og þróun hans öll hin merkasta, en hana rekur Sir William gaumgæfilega og með fjölda dæma; upprunalega var mansöngurinn, eins og nafnið bendir til, lofsöngur til einhverr- ar konu eða kvenþjóðarinnar al- mennt, en er stundir liðu varð þetta forspil rímnanna svo víð- tækt, að þar speglaðist eigi að- eins hugsana- og tilfinningalíf skáldsins, heldur einnig veður- og aldarfar og þjóðlífið með ýms- um hætti. Alkunnugt dæmi þess eru eftirfarandi erindi úr map- söngnum að þriðju rímu í Poniusrímum Magnúsar prúða: Undir kóng og kirkjur er komið vort góz, en stirðna hót, út af landi flýgur og fer, fátæktin þar tekst í mót. ☆ Því skal hugsa hver mann til að hann af Guði skapaður er föðurlandi víst í vil, að vera til gagns þar þörfin til sér. Ekki stundi eigin gagn, annars nauðsyn líti á, sem hann hefir mátt og magn svo megi landið uppreisn fá. Hjálpi hver sem hjálpa kann og hjarta prýði þar til ber, líf og gózið leggi út hann svo laga og réttar njótum vér. Enginn veit hvað maðurinn má mikið orka ef viljinn er, hörmung landi hjálpa frá. Að höndum eftirdæmið fer. Ekki er því heldur að neita, að í mörgum rímunum er man- söngurinn með hvað mestum skáldskaparbrag, enda gáfu skáldin ímyndunarafli sínu þar löngum lausastan tauminn, eins og þegar hefir verið gefið í skyn. Með því er ekki gert lítið úr því, hvernig hugkvæmni rímna- skáldanna lýsir sér með öðrum hætti, og sérstaklega í fjöl- breytpi bragarháttanna, með öll- um afbrigðum þeirra, en um bragfræði rímnanna fjallar Sir William mjög ítarlega í inn- gangsritgerðum sínum, og er mikill fengur að þeim athugun- um hans. Má í því sambandi minna á þessi markvissu ummæli dr. Björns K. Þórólfssonar í for- mála hans að útgáfu Rímnafé- lagsins að Sveins rímum Múks- sonar: „Fyrr og síðar töldu rímna- skáld braglistina höfuðatriði skáldmenntar sinnar. Svo lengi sem rímnagerð tíðkaðist með þjóð vorri þreyttust þau ekki á því að auka fjölbreytni og dýr- leika bragarháttanna, og þeim tókst að skapa nýjungar, sem bragsnillingar 19. og 20. aldar færðu sér í nyt og kunnu að meta.“ Þá eru rímurnar eigi síður mikilvægur þáttur í sögu ís- lenzkrar tungu, eða eins og Sir William orðar það réttilega í inn- ganginum að fyrsta bindi Sýnis- bókarinnar: „Það getur ekki verið efamál, að óslitin tilvera þeirra, ávalt í sama formi, og sú almenningshylli, sem þær nutu meðal hárra og lágra, átti mik- inn þátt í því, að tungan hélst svo breytingarlítil gegnum aldirnar.“ Vegna hins mikla og marg- breytta orðaforða þeirra eiga rímurnar einnig geysimikið mál- sögulegt gildi, og skal þar aftur vitnað beint til Ummæla Sir Williams, hins mikla málfræð- ings, sem ræðir, eins og vænta mátti, gaumgæfilega um rimna- málið, þróunarferil þess og sér- kenni; en honum falla þannig orð í niðurlagi inngangsins að öðru bindi ritsafnsins: „Gildi rímnanna fyrir málið sjálft liggur ekki í heitum þeim og kenningum, sem þær geyma. Þetta er hvort um sig annað- hvort hefðbundið eða smíðað úr fornu efni. Gildi þeirra fyrir tunguna ^iggur í orðum, sem í þeim er að finna, og annaðhvort eru ný í málinu eða hafa að svo komnu ekki fundizt í eldri rit- um. Það er ekki ofsagt að það sé nú eitt hið mest áríðandi hlut- verk íslenzkrar orðabókargjörð- ar að rannsaka vandlega allar rímur ortar fyrir 1800 og safna rækilega þeim fátíðum orðum, er þar kunna að koma fyrir. Slík orð eru líklegri til að finnast í rímum en á nokkrum öðrum stað, og liggja til þess tvær á- stæður, að það er eðli alþýðlegs skáldskapar að nota orð og tals- hætti, sem ekki er að finna í máli bóka eða skjala, og einnig að kröfur brags og ríms neyddu skáldið iðulega til að leita eftir orðum, sem honum hefðu annars varla dottið í hug. Hinir dýrari hættir, eins og Kolbeinslag, hag- kveðlingaháttur, áttþættungur og sléttubönd, eru öðrum líklegri til að geyma slík orð, en þau geta komið fyrir jafnvel í hinum einföldustu háttum. Þannig er það, að í Króka-Refs rímum, sem allar eru undir hversdagslegum Framhald á bls. 5 LOW First Cost LOW Operating COST KOH LER Electric Plants For Homes, Stores, Trailers, Boats, Docks, Outbuildings, etc. An independent source of light and power — sole supply or standby protection. Sizes up to 15 KW — fully automatic. No fear of power failure when you have a Kohler. Ask for il- lustrated details. /WUMFORD, /V\EDL/VNP, IlMlTEP, 576 WoU St„ Wpg. Ph. 37187 Unable to Come Downtown? EATON^S is as Near as Your Telephone You can shop to your complete satisfaction for so many things when you shop by phone! Foods, drugs, staples, children’s wear, household items—all of them are as near as the dial of your telephone. And speeding up this easy shopping service is Eaton’s great telephone switchboard, the largest retail switchboard in Western Canada. Telephone shopping is bound to be speedy and efficient when you’re making use of a switchboard that can handle over 35,000 calls in one day! DIAL 3-2-5 <*T. EATON C?-,™

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.