Lögberg - 27.08.1953, Page 5

Lögberg - 27.08.1953, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 27. ÁGÚST, 1953 5 vyinn’ tvvy ywTfVf w * ww AHLGAMAL LVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON RYÐUR SÉR BRAUT Á SVIÐI TÍZKUSÝNINGA Ungt fólk af íslenzkum stofni fer víða um þessa álfu til að leita sér frægðar og frama, og munu nú fáar borgir vera á þessu meginlandi, þar sem ekki er að finna íslending^ ef vel er leitað. íslenzka þjóðarbrotið er fjöl- hæft og hafa afkomendur þess rutt sér til rúms á mörgum ólík- um sviðum. Lögberg íagnar því jafnan að geta flutt lesendum sínum fregnir af íslenzkum ung- mennum, sem eru á framfara- braut í hvaða grein sem er. Nýlega barst Kvennasíðu Lög- bergs úrklippa úr Steveston blaðinu í British Columbia, Richmond Marpole Times, 20. ágúst 1953, um unga íslenzka stúlku, er lagt hefir fyrir sig störf við tízku^ýningar og hefir getið sér góðs orðstírs í þeirri grein, eins og frásögnin gefur til kynna. Olga er dóttir Sigurgeirs Jakobssonar Sigurgeirssonar og konu hans, Jóhönnu Victoríu (Anderson). Bjuggu þau hjón um skeið að Hecla, Manitoba, en fluttust, ásamt fjölskyldu sinni, fyrir allmörgum árum til Steveston, B.C. Olga lauk bajma- skólanámi við Hecla-skólann og stundaði síðan nám við miðskóla og við háskólann þar vestra. — Olga er glæsileg stúlka og list- feng og nýtur þeirrar gáfu við að setja á svið fagra og listræna kvenbúninga. Margar stúlkur, er starfa að kvikmyndum, tízkusýningum, eða öðrum líkum störfum, taka upp ný nöfn, er þeim finst vera meir í samræmi við störf sín en þeirra eigin nöfn. Einnig er þessi nafnabreyting algeng með- al hljómlistarfólks og rithöfunda og annars listafólks. Þessum sið hefir Olga fylgt, og virðist gifta hafa fylgt nafninu í starfi hennar. — Lögberg óskar henni til hamingju með þann áfanga, sem hún nú hefir náð í listgrein sinni. OLGA'S SUCCESS STORY Olga Sigurgeirson returned home recently from Washington, D.C., to visit her family at 1120 4th Avenue, Steveston. ☆ i Olga, who attended Richmond High School, and UBC, left for Eastern Canada three years ago in search of a fashion career. And in those fast-moving three years, she appears to have found it. * * * Eighteen months ago, Olga, who is known in the east as Victoria Sayre, left Toronto for Washington, where she did a short stint with American Air- lines before modelling, and eventually becoming director of Patricia Stevens Modelling Agency. Her duties in this capacity are many, and varied. With a staff of 35 models, public relations and publicity is one of her big- gest jobs, as competition in this field is very keen. * * * Patricia Stevens Agency speci- alizes in all phases of fashion modelling, including photo- graphy, show-room, television, wholesale, runway and con- vention work, and the produc- tion of fashion shows for private organizations. Olga usually supervisés such productions, and does her own fashion co-ordinating. * * * On the side, Olga also writes a column entitled “She walks in Beauty” for a- Washington publication, and last winter and spring, Olga and her models participated in a weekly 30-min- ute fashion show on television. Probaly the most exacting part of her work is the selection of models. The majority of them being drawn from Patricia Stevens Modelling School, al- though others come in from New York and the west coast. * * * “ I love my work,” relates Olga. “It’s something I can really sink my teeth into, and the models are wonderful to work with. Each day seems to bring a new interesting challenge.” ☆ Fréttabréf til Lögbergs ÞRJAR KONUR A SAMBANDSÞINGINU í OTTAWA Það hefir lengi þótt ljóður á ráði kvenna í þessu landi, hve fáar konur hafa fært sér í nyt rétt sinn til kjörgengis á lög- gjafarþingum þjóðarinnar. Á síðasta sambandsþingi átti að- eins ein kona sæti, Mrs. Ellen Fairclough frá Hamilton, On- tario. Hún er gift kona, 48 ára að aldri, og á einn son 21 ára. Hún fylgir Conservative-flokkn- um að málum; hún er mælsk og var talin einn af áhrifamestu málsvarendum flokksins á síð- asta þingi. Enda hafði formaður flokksins, George Drew, haft við orð, að kæmist flokkur hans til valda, myndi hann skipa hana í ráðuneytið; en til þess stóðu vitanlega engar vonir. í síðustu sambandskosningum náðu tvær konur, auk Mrs. Fairclough, sætum á þingi, og hafa ekki áður jafnmargar kon- ur setið á þingi í einu. Vonandi spáir það góðu um þátttöku kvenna í stjórnmálum fram- vegis. Mrs. Ann Shipley frá Kirkland Lake, Ontario, vann Timiskam- ing kjördæmið fyrir Liberal- flokkinn. Hún er ekkja, 53 ára að aldri og þriggja barna móðir. Wapah, Man., 3. ágúst 1953 Kæri Einar Páll Jónsson, ritstjóri Löbergs: Þú baðst mig einhverntíma að halda áfram að senda „Lögbergi" fréttir úr okkar byggðarlögum, en mér hefir fundizt svo lítið bera til tíðinda, sem í frásögur væri færandi, að ég hefi ekki orðið við þeim tilmælum. En ég sakna oft hve lítið birtist í blöð- unum af fréttum úr íslenzku nýlendunum. En þeirri sök get- um við ekki lýst á hendur rit- stjórunum, hún er okkar eigin. Nú er orðið nokkuð langt síð- an ég sendi Lögbergi línu og nenni ég ekki að tína upp smá- viðburði, sem gerzt hafa á því tímabili, heldur minnast í fám orðum á ástand og viðhorf eins og það er nú. Veðrátta vill oft verða fyrsta umræðuefni manna, og á ekki illa við, því veður hefir svo mikil áhrif á líf og athafnir allra og ekki sízt bænda og búaliðs. Síðastliðinn vetur var hér með þeim beztu, sem menn muna. Aldrei framúrskarandi kaldur, né langvinnir kuldar. Snjókoma tæplega í meðallagi og snjólétt langt fram eftir vetri og því gott umferðar. Vorið var fremur kalt en vætusamt. Sumarið fram að þessu hefir verið mjög rigninga- samt. Margir yngri manna halda það mesta rigningasumar, sem hér hafi komið, en okkur eldri finnst við hafa séð eins vont eða verra, en svo getur það verið fyrir slæmt minni! En hv|# sem því líður, þá hetir rignt meir en góðu hófi gegnir og afleiðingin er, að nú horfir til vandræða, hvað engi og hey- skap snertir. Góðir þurkar hafa nú verið í 3—4 vikur og nokkuð þornað um en nú virðist aftur vera að bregða til vætu einmitt þegar menn ætluðu að byrja heyskap, sem er fullum tveim vikum seinna en í meðal ári. Fyrir þessar stórfelldu úrkom- ur hefir Manitobavatn hækkað Maður hennar, sem var læknir, hafði þá skoðun að sem flestir borgarar ættú að leggja fram skerf til opinberra mála, en vegna þess, að hann var önnum kafinn við læknisstörf sín hvatti hann konu sína til að taka þátt í þeim málum, og byrjaði hún á því fyrir 14 árum. Hefir hún að- eins tapað einni kosningu af fimmtán, sem hún hefir sótt urh — í skólaráð, sveitastjórn og bæjarráð. Vegna víðtækrar reynslu í stjórnmálum og vegna þess, að hún er eina konan á þingi, er fylgir Liberal-flokkn- um, er ekki talið ólíklegt, að hún verði skipuð á sínum tíma í ráðuneytið. Miss Sybil Bennett frá George- town vann Halton kjördæmið fyrir Conservative-flokkinn. ^ún er lögfræðingur, 49 ára að aldri, ein af þeim fáu konum í Brezka þjóðasambandinu, sem skipuð hefir verið Queen’s Counsel. Hún er bróðurdóttir Viscount Bennett, sem var síðasti for- sætisráðherra Conservative- flokksins á sambandsþingi Canada. Miss Bennett hefir frá því á stúdentsdögum sínum tekið mikinn þátt í öllum málum flokksins. . vertíðarlok. Er það grunur fiski- manna byggður á sterkum lík- um, að samtök og samvinna fiskikaupmanna sé betur skipu- lögð en þeirra eigin samtök — sem raunar eru engin. — Mörgum þótti verð á naut- gripum lágt síðastliðið haust, en þeir voru að miða við háa verðið 1951 (það hæsta, sem nokkurn tíma hefir átt sér stað). Útlit er nú fyrir mikið lægra verð en síðastliðið ár, sem kemur sér enn verr, ef menn verða að selja bú- stofn sinn sökum fóðurskorts, eins og allt bendir til og ég hef hér að framan skýrt frá. Ég hefi áður minnst á þann langþráða draum okkar, sem búið höfum beggja megin við mjóddina á Manitobavatni (The Narrows), að fá veg beggja megin að ósnum og ferju yfir sundið. Nú er sú ósk loks að rætast. Verið er að byggja veg bæði að austan og vestan, og ferjan er í smíðum og verður tilbúin um miðjan þennan mán- uð. En vegagerðin hefir tafizt sökum ótíðarinnar allt að tveim- ur mánuðum. Nú er samt tekið til starfa frá báðum endum og að öllum líkindum verður þetta verk fullgjört í haust. Hefðu margir okkar óskað að þetta hefði nú verið búið, því þá hefði verið hægðarleikur að sækja Islendingadaginn á Gimli, og mundu margir hafa komið, en nú verður það að bíða næsta árs. Tveir úr hópi eldri Islendinga hér hafa dáið síðan ég skrifaði Lögbergi síðast. Mrs. Sigríður Erlendsson við Wapah dó fyrir tæpu ári, rúmlega áttræð, og í vor dó Ingimundur Ólafsson, við Reykjavík, hálfníræður. Var hann að mörgu leyti merkur maður og vinsæll. Ætíð leiðandi maður í sínu byggðarlagi og óspar á ’tíma og fyrirhöfn, þegar með þurfti til styrktar hverju málefpi, sem hann hafði áhuga fyrir. íslendingur var hann góður og fylgdist eftir sem hann gat mjög mikið, og verður enn erfið- j með öllu, sem gerðist heima, ara viðfangs en regnvatnið, því • þrátt fyrir það þó hann kæmi Þjóðræknisfélagsins spurði mig nýlega, hvort þetta útvarp mundi hafa heyrzt almennt hér í byggð- unum. Sagði hann og réttilega, að þess hefði verið svo lítið getið að ástæða væri til að halda, að menn hefðu ekki almennt heyrt Dað, eða þá ekki verið hrifnir af því. Þeir, sem ég hef talað við og hlustuðu á útvarpið, voru mjög hugfangnir af því, en því miður munu fáir hafa heyrt það, þrátt fyrir þó það væri vel aug- lýst 1 báðum íslenzku blöðunum. Hitt er ég sannfærður um, að þeir, sem það heyrðu, óska eftir að framhald gæti orðið á slíku útvarpi stöku sinnum. Ætti al- mennur áhugi að aukast fyrir áhrif þeirra, sem á þau hafa hlustað, og trúi ég ekki öðru, nú liggur það yfir allt lágt engi og með vindi flæðir það á hærra land. Nú er hreyfing að fara á stað allt í kringum vatnið, að fá fylkis- eða sambandsstjórnina til að hefjast handa og gera eitt- hvað til hjálpar ástandinu, en hætt er við að sú hjálp komi að litlu liði þetta ár, nema hægt væri að fá fóður fyrir þá, sem litlu eða engu ná af heyjum, — sem eftir horfum nú verða margir. — Áflæði úr Manitobavatni hefir oft komið fyrir áður og orskað skaða og óþægindi, jafnvel út- flutning af verstu flóðasvæðun- um. En nú horfir nokkuð öðru vísi við: fleiri búendur og skepn- ur og allt nothæft land brúkað til beitar eða heyskapar. Víðast hvar komnar góðar og dýrar byggingar, sem menn geta ekki hlaupið frá eins og litlu bjálka- húsunum áður fyrri. Oft hefir þess verið farið á leit við stjórnina, að tryggja svo útrás úr vatninu, að ekki væri um stórhættu að ræða þegar vatnshækkun kæmi fyrir. En fram að þessu hefir ekkert verið um framkvæmdir. Hægt er að ræsa svo fram vatnið, að nokkuð auðvelt ætti að vera að verjast háum flóðum eins og nú er, en þetta er ærið kostnaðarsamt, en meðfram Mantobavatni getur aldrei verið um örugga framtíð að ræða fyrr en þetta hefir kom- izt í framkvæmd. Grasspretta er góð, sem er mikil bót í máli, en óhugsandi, að nærri næg hey náist fyrir alla. Fiskiveiðar síðastliðinn vetur munu mega kallast hafa verið í meðallagi eða tæplega það. Vatnið lagði seint er þá vana- lega fiskur farinn að minnka hér um slóðir. Verð á fiski var lágt framan af vetri, sæmilegt úndir hingað til lands ungur að aldri Með fráfalli þessara gömlu manna fækkar þeim, sem áhuga hafa fyrir okkar íslenzku erfðum og um leið breytist afstaða eftir- komendanna í þeim málum. Ég hef áður getið þess, að lítið sé hér nú orið um íslenzkan fé- lagsskap eða samvinnu. Liggja til þess aðlilegar ástæður: fá- menni, dreyfing byggðanna og blöndun og innflutningur ann ara þjóðflokka, ennfremur og ekki sízt skortur á leiðandi mönnum. v Fyrr meir meðan þessar byggðir voru að mestu alíslenzk ar og gömlu landnemanna naut við var hér um dálítinn íslezkan félagsskap að ræða, þrátt fyrir lítt færa vegi og mjög ófullkomin farartæki. En þó dauðamók sýn- ist hér yfir öllu sem íslenzkt má kallast „lifir þó enn í kolunum' sérstaklega með annari kynslóð sem enn man feður og mæður Ef til vill gera margir sér ekki grein fyrir því að þar séu enn lifandi glóðarmolar, en sú er þó raunin. Undantekningarlaust tala allir af annari kynslóð íslenzku og mörgum er hún tamari en enska, flestir af þriðju kynslóð skilja íslenzku og sumir tala hana sæmilega. En að þessum glóðum þarf að hlúa og blása í þær lífsanda, ef halda á við virð- ingu fyrir uppruna sínum um nokkurt skeið enn hjá afkom- endum landnemanna. Góð og þörf tilraun var gerð af Þjóðræknisfélaginu til þess að vekja menn til meðvitundar um hve íslenzkt tunga er hljómfögur með útvarpinu 18. júní. Ég var einn þeirra, sem var svo lánsam- ur að heyra það. Hvert orð af ræðunum heyrðist skýrt. Þá stund að minnsta kosti fannst manni sem maður lifði og hreyfð- ist í íslenzku andrúmslofti. Séra V. J. Eylands, forseti en allir, sem skilja íslenzka tungu, mundu sækjast eftir að heyra hana, eins hreina og fall- ega eins og hún hljómaði í söng og ræðum 18. júní. Hitt er rétt, að fleiri hefðu átt að þakka Þjóðræknisfélaginu opinberlega fyrir þessa ágætu „Kvöldvöku“ og alla þeirra fyrir- höfn og kostnað í sambandi við hana. Ég minnist aðeins að hafa séð hin góðu ummæli ritstjóra „Heimskringlu“ „Við hlýddum hugfangin", sem ég er viss um, að er rétt túlkun á hvernig menn hlustuðu á útvarpið. Þetta átti aðeins að verða stutt fréttabréf, og mun nú tími til kominn að slá í botninn og óska öllum árs og friðar. J. R. Johnson Grundvaliarrit um rímur Framhald af bls. 4 bragarháttum og mjög einfaldar að máli, eru um fimmtíu orð, sem ekki er að finna í orðabók Guðbrands Vigfússonar, og auk þess tuttugu og fimm, sem þar eru aðeins heimfærð til miklu síðari tíma, eða blátt áfram kölluð „modern“ (nútíðarmál). í rímum* Guðmundar Bergþórs- sonar mundi talan áreiðanlega miklu hærri tiltölulega. í fáum einum af Olgeirsrímum hans eru ekki færri en fimmtíu orð, er byrja á stöfunum A, B, D, E, og vantar í hina sömu orðabók, en til viðbótar eru fimmtán, sem einungis eru þar heimfærð til síðari tíma, eða þá alls ekki tímasett. Þessar tölur sýna það, hve frjór akur er þarna enn óyrktur. Ekki er þetta auðvelt starf, meðan svo mikið af efn- inu liggur óprentað, en á fáum árum mætti koma miklu til leið- ar, ef að því ynnu nokkrir menn með áhuga á rannsókn sögu sinnar og móðurmáls. Þó að hér að framan hafi verið stiklað á stóru, er það aúðsætt, að rímurnar eiga margvíslegt gildi, bókmenntasögulega, mál- sögulega og menningarsögulega, hvað sem annars líður skáld- skapargildi margra þeirra, að ó- gleymdu skemmtigildi þeirra, sem Sir William vitanlega minn- ir einnig á; en þeirri hliðinni á rímunum er ágætlega lýst í þess- um orðum Fnns Sigmundssonar landsbókavarðar í formála hans að fyrrnefndri útgáfu af Olgeirs- rímum: „Skemmtigildi rímnanna á blomaöldum þeirra verður hvorki vegið né metið. Löng og daufleg vetrarkvöld hjálpuðu þær forfeðrum vorum og for- mæðrum til þess að deyfa eggjar myrkurs og kulda í fátæku og einangruðu landi. Þó að ekki væri annars að minnast, ber rímnaskáldunum þökk og virð- ing.“ Heimilda- og skáldaskrár, auk efnisyfirlits, auka á fræði- og notagildi Sýnisbókarinnar, og hún er, eins og sæmir jafn miklu merkisriti, hin vandaðasta að ytri frágangi, þó eigi sé hún með öllu laus við prentvillur, og verð- ur seint siglt fyrir það sker á vorri hraðvirku vélsetningaröld. I formála þriðja bindis lætur Sir William þess getið, að það séu þeir Snæbjörn Jónsson bók- sali og Ólafur Bergmann Erlings- son bókaútgefandi í Reykjavík, er átt hafi hugmyndina að því, að slík sýnisbók skyldi gerð. Vel sé þeim góðu mönnum fyrir það. Snæbjörn hefir einnig snúið á íslenzku formálum og inngangs- ritgerðum allra bindanna, og leyst það mjög vandvirknislega af hendi, þó að alltaf geti orðið skoðanamunur um einstök orð og orðatiltæki. Vil ég svo að málslokum votta Sir William A. Craigie djúpa þökk fyrir þetta mikla ritverk hans, sem og útgefendum og öðrum þeim, er stutt hafa hann drengilega að mikilvægu og þörfu starfi. Með þessari Sýnis- bók sinni hefir hann drjúgum glöggvað hverjum þeim íslend- ing, sem hana les með verðskuld- aðri gaumgæfni, skilninginn á því, hversu sérstæðan bók- menntalegan og menningarlegan arf vér eigum þar sem rímurnar eru, og staðfest sannleika þeirra orða Einars Benediktssonar í merkilegum formála hans að Hrönnum (1913): „Og sá auður, sem fólginn er í skáldskapargáfu íslenzku þjóðarinnar, verður varla metinn um of.“ Now that there is a Polio Epidemic, all those that have children under 21 should carry a Polio Insurance Policy. This reimburses up to $7,500.00 for medical care, hospital care, iron lung rental, nursing care, etc. The cost is small for a' family, $10.00 for two years! Consult B. J. Lifman, Árborg, Man. C0PENHAGEN Bezta munntóbak Keimsins STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Busines* Training Immediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LINIITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.