Lögberg - 27.08.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 27. ÁGÚST, 1953
7
Gísli Jónsson, alþingismaður: Kveðja lil Vestur-íslendinga
Við höfum margt að þakka
Þingvallanefnd ákveður að gróðursetja minningarlund
Vestur-íslendinga innan þjóðgarðsins
Á fimmtudaginn var bauð
Þifigvallanefnd vestur-íslenzku
gestunum, sem hér eru staddir,
til hádegisverðar að Þingvöll-
um. — Veður var hið fegursta,
glaða sólskin og logn fram eftir
degi. — Mátti með sanni segja,
að Þingvöllur skartaði í sínum
fegursta skrúða.
í þessu hádegisverðarboði
Þingvallanefndar sátu m. a. for-
setahjónin, Jónas Jónsson skóla-
stjóri, er var, sem kunnugt er,
frumkvöðull að stofnun þjóð-
garðsins, Hákon Bjarnason, skóg-
ræktarstjóri, og nokkrir fleiri
gestir. En eins og formaður Þing-
vallanefndar, Gísli Jónsson, gat
um , þá efndi nefndin til sam-
komu þessarar m. a. til að minn-
ast þess með þakklæti að Skóg-
ræktarfélagi Islands barst í
fyrra peningagjöf frá Þjóð-
ræknisfélaginu vestra í því
skyni að efnt yrði til skóg-
græðslu á viðeigandi og hentug-
um stað í landinu fyrir það fé,
er Vestur-íslendingar legðu af
mörkum nú og í framtíðinni til
skóggræðslu hér á landi.
Það þótti bezt viðeigandi, að
Þjóðgarðurinn nyti góðs af þess-
ari vestur-íslenzku gjöf, og hef-
ur verið valinn staður fyrir
minningarlundinn á skýldum
stað í austanverðum þjóðgarð-
inum, í brekkunni austur við
Hrafnagjá.
Hákon Bjarnason, skógræktar-
stjóri, sat þessa árdegisveizlu
Þingvallanefndar og gerði, þar
grein fyrir hvernig gróðursetn-
ingu hefir verið hagað í reit
þennan, og greindi frá helztu
fyrirætlunum, sem gerðar hafa
verið í sambandi við hann.
En þegar sezt var að borðum
í veitingasal Valhallar ávarpaði
Gísli Jónsson hina vestur-
íslenzku og aðra gesti með
þessum orðum:
Góðir Vestur-íslendingar og
aðrir gestir.
Fyrir hönd Þingvallanefndar
býð ég ykkur öll velkomin hing-
að á Þingvöll.
Þegar ég fyrir nokkru síðap
sat hér með ykkur hóf Þjóð-
ræknisfélagsins, gat ég þess, að
Þjóðræknisfélagið í Vesturheimi
hefði sent hingað nokkura fjár-
hæð, er verja skyldi til trjá-
ræktar á Þingvöllum. Ég óskaði
þess þá fyrir hönd Þingvalla-
nefndar, að fá tækifæri til þess
að eiga með ykkur eina dag-
stund, sem gesti nefndarinnar,
og á þann hátt, að votta ykkur
og félagi ykkar þakkir fyrir þá
hugulsemi og þann vináttuvott,
sem felst í þessari gjöf ykkar til
Þjóðgarðsins.
Minningarlundur
Þingvallanefnd hefur fallizt á,
að afmarkaður verði sérstakur
reitur, þar sem þessar trjáplönt-
ur verði gróðursettar, enda verði
hann „Minningarlundur Vestur-
íslendinga innan Þjóðgarðsins".
Hefur skógræktarstjóra verið
falið að annast um allar fram-
kvæmdir. Mun hann hér á eftir
skýra ykkur nánar frá þessu. Um
ókomnar aldir á þessi lundur að
minna okkur á ykkur, sem flutt-
ust vestur um haf og námuð þar
nýtt land, án þess að gleyma
fósturjörðinni, sem ól ykkur, en
gat þá ekki veitt yður þau vaxt-
arskilyrði, sem ykkur þyrsti
eftir. Þessi þakkarorð frá Þing-
vallanefnd bið ég ykkur að flytja
til allra landa vestan hafs.
En við höfum ýmislegt fleira
að þakka. — Við höfum ekki
gleymt þátttöku ykkar í stofnun
Eimskipafélagsins á sínum tíma.
Ég veit ekki hvort ykkur er það
sjálfum ljóst, hversu mikils virði
hún var okkur, ekki einasta fjár-
hagslega, heldur og félagslega, á
þessari nauðsynlegustu göngu
okkar til sjálfsbjargar og sjálf-
stæðis. Má það sannarlega verða
ykkur mikið gleðiefni, að vita,
að þetta fyrirtæki, sem þið áttuð
svo mjkinn þátt í að stofna og
styrkja, hefur dafnað betur en
jafnvel bjartsýnustu menn þorðu
að vona.
Tryggð ykkar við gamla landið
Þá ber okkur einnig að þakka
þá baráttu, sem þið hafið háð til
þess að viðhalda tungu ykkar og
þjóðerni innan um milljónir
manna af óskyldum þjóðflokk-
um, og þá sigra, sem þið hafið
unnið á því sviði. Einnig ber
okkur að þakka alla þá tryggð,
sem þið hafið jafnan sýnt gamla
landinu, með því að viðhalda og
styrkja böndin á margvíslegan
hátt á milli okkar, og sem bezt
kemur fram í því, að þið hafið
nú varið bæði fé og tíma og
miklu erfiði til þess að sækja
okkur heim um langan veg. En
langmest ber okkur þó að þakka
þann heiður, sem þið hafið í hví-
vetna unnið landi okkar og þjóð,
með því, í samkeppni við vold-
ugar þjóðir, sem eiga ævaforna
og trausta menningu, að vinna
heimstitilinn „Bezlu innflyíjend-
ur Vesíurheims" og halda hon-
um enn þann dag í dag. Þetta
eitt út af fyrir sig, er svo mikil-
vægt atriði fyrir smáþjóð, eins
og við erum, að það verður aldrei
hvorki fullmetið né fullþakkað.
Fyrir allt þetta og fjölda margt
annað, flytjum við ykkur þakkir
og biðjum Guð að blessa öll
ykkar störf um ókomin ár og
aldir.
Þótt leið mín hafi legið um
mörg lönd hef ég aldrei átt þess
kost að ferðast um íslandsbyggð-
irnar vestan hafs og kynnast
þannig að eigin sýn baráttu
ykkar. En með því að einn
bræðra minna hefir nú búið þar
í 40 ár, annar látið þar lífið við
störf á Winnipegvatni á bezta
aldursskeiði og sá þriðji dvalið
þar eitt skeið æfi sinnar á fyrir-
lestraferðum, hef ég átt þesS
nokkurn kost að kynnast í gegn-
um þau tengsl lífi ykkar og sigr-
um, og jafnan dáðst að þraut-
seigju ykkar og framgangi. Per-
sónulega er mér því ljúft að eiga
þessa stund með ykkur.
...... Því slaðurinn, sem þú
stendur á, er heilög jörð"
Ferð ykkar hér heima að þessu
sinni er nú senn að verða lokið.
Það hefur sjálfsagt margt borið
fyrir augað, og erfitt að dæma
hvaða blettir af landinu hafa
heillað ykur mest. En hvað sem
um það er, þá hef ég hvergi
óskað frekar að mæta ykkur og
eiga með ykkur vinastund en
einmitt hér á Þingvöllum. Þessi
alkunnu orð „drag skó þína af
fótum þér, því staðurinn, sem þú
stendur á, er heilög jörð,“ eiga
hvergi betur við en einmitt hér.
— Hér hafa flestir og sterkustu
örlagaþræðir þjóðarinnar verið
spunnir og fléttaðir allt frá land-
námstíð. — Hér hefur Alþingi
íslendinga verið stofnsett og hér
hefur það starfað um aldir. Hér
hafa menn mælt fram lög og
aðrir numið þau. Hér hafa dóm-
ar verið dæmdir, og hér hefur
þeim verið fullnægt, og oft af
lítilli mildi. Hér var kristni lands-
ins lögtekin, og það með þeim
hætti, sem aðeins afburða vit-
mönnum var unnt að fram-
kvæma. Hér var lýðveldið
stofnað. Hér hefur verið elskað
og hatað, beðið og formælt. Hér
hefur barátta á milli hins góða
og illa náð hámarki sínu, og hér
hefur að síðustu hið góða gengið
af hólmi með sigri. Hér er loftið
þrungið af sögulegum minning-
um, aldagamalli menningu og
stórhug. Um hina sérstæðu og
stórbrotnu náttúrufegurð Þing-
valla kvað eftirlætisskáld Islend-
inga „Gat ei nema Guð og eldur
gert svo dýrðiegt furðuverk".
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
Það var því engin tilviljun, að
þessi staður var valinn fyrir
Þjóðgarð, þar sem fólkinu var
heimilt að reika um og njóta alls
þess bezta, sem þessi fagri til-
komumikli staður hafði að bjóða.
Það hefur einnig orðið sú
raunin á, að hingað leita allir,
sem á annað borð gista höfuð-
borgina yfir sumartímann og
geta komið því við að skoða
Þingvöll. Hér gleðjast menn og
gleyma sorgum og mótlæti, hér
safna menn kröftum til nýrrar
baráttu og nýrra dáða. Hingað
sækja skáld og listamenn hinn
innri eld. Hér gerir Guð og eldur
enn dýrðlegt furðuverk.
Minnismerki um krislnitökuna
á Alþingi
Þjóðgarðurinn, sem friðaður
reitur, er aðeins rúmlega 20 ára
gamall. Hugmyndin var borin
fram til sigurs af fyrrv. þing-
manni og ráðherra Jónasi Jóns-
syni, og flestar umbætur til
þessa dags eru að meira eða
minna leyti honum að þakka. En
það er margt, sem enn er ógert.
— Trjáræktin mun taka aldir, en
hálfnað er verk þá hafið er. —
Aðrar framkvæmdir eru aðkall-
andi, svo sem bygging nýs fyrsta
flokks gistihúss og fyrsta flokks
hreinlætisklefa um allan garð-
inn fyrir þá, sem um hann reika.
Enn annað þolir enga bið, svo
sem endurbygging kirkjunnar.
Og því er það, að Þingvallanefnd
hefur á þessu ári%ákveðið að
gangast fyrir almennri fjársöfn-
un til þess að koma hér upp nýrri
kirkju, er verði um leið minnis-
merki um kristnitökuna á
Alþingi.
Það er ekki ætlazt til þess að
kirkjan verði stór, en það er
hugsað að hún verði mikið lista-
verk, þar sem verk íslenzkra
listamanna ekki einasta prýða
hana, heldur og tjá sögu þjóðar-
innar frá öndverðu. Hingað koma
þúsundir manna ár hvert, sem
fara héðan með ljósmyndir af
núverandi kirkju, og Þingvalla-
nefnd er vel Ijóst, að þótt hún
hafi ynnt af hendi ákveðið hlut-
verk í lífi safnaðarins, þá er hún
ekki æskilegur landkynnir eins
og hún er nú. Og Þjóðgarður-
inn á það skilið að í honum sé
listaverk gert af íslenzkum huga
og höndum, sem tjáð getur sögu
landsins og borið hróður þess
víða um heim.
Einnaf þeim íslenzku gestum,
sem hér eru nú á meðal okkar,
er Jón Guðmundsson stofnandi
og meðeigandi að því gistihúsi,
er við nú dveljum í, gaf fyrir
nokkru mestan hluta eigna sinna,
stórgjöf á íslenzkan mælikvarða,
til þess að prýða Þjóðgarðinn.
Ég vil nota þetta tækifæri til
þess að flytja honum þakkir
fyrir þá miklu rausn. Verði þeir
margir, sem hafa sama skilning
á þörfinni og hann, verður þess
skammt að bíða, að allir draumar
um umbætur á Þingvöllum
rætist.
Sú spurning er á margra
vörum í dag, hvort ykkur lönd-
um okkar vestan hafs tekst að
bjarga tungunni, eða hvort hún
muni glatast þar að fullu, og þar
með hin íslenzka menning. Ég
mun ekki spá neinu um það, en
mig langar til þess að ljúka hér
máli mínu með því að segja
ykkur frá atviki, sem skeði
fyrir þremur öldum.
...... En fagurl er málið"
Það var einn sólheitan sumar-
dag, að vel þekktur kirkjuhöfð-
ingi íslenzkur reikaði um götur
Kaupmannahafnar. Leið hans lá
fyrir smiðjudyr, þar Sem inni
stóð ungur maður og barði %f
kappi glóandi járnið, svo að
sindrið kaup um alla smiðjuna
um leið og hann krossbölvaði á
hreinni íslenzku. Kirkjuhöfðing-
inn stöðvaðist við dyrnar, leit á
manninn og mælti: „Mikið er
hvað þú bölvar maður, en fagurt
er málið.“ Þeir höfðu ekki ræðzt
við langa tíð, er kirkjuhöfðingj-
anum var ljóst, að á bak við
aflið og hin hrjúfu orð bjó mikið
mannvit og mikil mildi, og hann
ákvað þegar að bjarga þessum
verðmætum, setja manninn til
mennta og tryggja hann hinni
íslenzku kirkju. Höfðinginn var
meistari Brynjólfur biskup 1
Skálholti. I þrjár aldir hefur
sindrið frá lífsverki járnsmiðs-
ins, sem bölvaði svo hressilega
á íslenzka tungu í erlendu landi,
bæði lýst og yljað íslenzku þjóð-
inni, og það mun eiga eftir að
gera það svo lengi, sem íslenzk
tunga er töluð austan hafs og
vestan, því maðurinn var Hall-
grímur Pétursson.
Ef ykkur, kæru landar, þykir
íslenzk tunga jafn fögur og
meistara Brynjólfi þótti hún, að
jafnvel þegar hann heyrði hin
hrjúfustu orð hennar, fékk hann
ekki orða bundizt af aðdáun, þá
er það spá mín, að mikið vatn
hafi runnið til sjávar áður en
hún er að fullu gleymd ykkur og
niðjum ykkar, og það er einlæg
ósk mín að svo verði.
Að lokum vil ég óska ykkur
öllum góðrar heimferðar, og að
ferðin verði ykkur öllum ógleym-
anleg.
Hafið þökk fyrir komuna.
Er Gísli Jónsson hafði lokið
máli sínu, kvað við dynjandi
lófaklapp í salnum, enda var það
mál manna, að hann hefði með
þessum orðum sínum kvatt
vestur-íslenzku gestina á virðu-
legan og viðeigandi hátt.
—Mbl., 26. júlí
Framhald aí bls. 3
öll tæki verksmiðjunnar fyrir
áramót og áburðarframleiðsla
geti hafizt upp úr því. 1 sumar
hafa iengst af starfað um 200
manns hjá áburðarverksmiðj-
unni, en nú er farið að fækka
verkamönnum þar.
☆
Danska sanddæluskipið Sansu
hefir lokið við að dæla upp
skeljasandi af Sviðinu í Faxa-
flóa. Skipið hóf verkið 9. júní
og fram til 4. þ. m. var dælt upp
200 þúsund lestum af skelja-
sandi til sementsverksmiðjunnar
fyrirhuguðu á Akranesi, var
dælt hvern dag að undanskild-
um fjórum sólarhringum er
veður var óhagstætt. Sandi þess-
um var dælt í sérstaka geymslu-
þró, sem getur tekið 300 þúsund
lestir, en nú hefir verið komið
fyrir þar tveggja ára hráefna-
forða fyrir sementsverksmiðj-
una, miðað við að afköst hennar
verði 75 þúsund lestir af sementi
árlega.
Sandurinn var tekinn af 400
fermetra svæði og reyndist sand-
magnið ávallt nægilegt. Enn er
óráðið hvenær byggingarfram-
kvæmdir við verksmiðjuhús geta
hafizt á Akranesi. Áætlaður
stofnkostnaður verksmiðjunnar
er 76 milljónir króna. Stendur
ríkisstjórnin nú í samningum við
Alþjóðabankann í Washington
um lántöku til framkvæmdanna,
og er ætlunin að fá lán til kaupa
á efnivörum og vélum, sem
greiða þarf í erlendum gjaldeyri,
en sá kostnaður mun nema helm-
ingi stofnkostnaðar. Taka mun
tvö til þrjú ár að ljúka byggingu
verksmiðj unnar.
☆.
Á þessu ári hafa verið veitt
innflutningsleyfi fyrir 126 land-
búnaðarjeppum frá Israel og eru
þeir fengnir í skiptum fyrir fisk.
Kostar hver jeppi hingað kom-
inn 43 þúsund krónur óyfir-
byggður, eða um 12 þúsund krón-
um meira en jeppar, sem fluttir
eru beint frá Bandaríkjunum. 42
jeppum hefir þegar verið út-
hlutað til bænda, en eftir er að
úthluta 84.
☆
í skýrslu Barnaverdarnefndar
Reykjavíkur fyrir árið 1952 seg-
ir meðal annars, að nefndin hafi
tekið til meðferðar 356 mál og
haft eftirlit með 117 heimilium
á árinu vegna allskonar óreglu,
vanhirðu, fátæktar og vandræða.
Var drykkjuskapur algengasta
ástæðan til afskipta nefndarinn-
ar af þessum heimilum. 184 börn
og unglingar frömdu alls 500 af-
brot á árinu og var hnupl og
þjófnaður algengast afbrotanna.
Flest voru afbrotin framin á
aldrinum 15—18 ára. 1 skýrsl-
unni segir, að nefndin hafi engin
úrræði gagnvart unglingsslelp-
um, sem fjarlægja þarf úr bæn-
um vegna útivistar, lauslætis og
drykkjuskapar, en fjöldi slíkra
stúlkna vex ískyggilega með ári
hverju.
☆
Norræna Bindindisþinginu
lauk í Reykjavík síðastliðinn
fimmtudag. Erlendu fulltrúarnir
hafa ferðast um nærsveitir
Reykjavíkur undanfarna daga,
en eru nú flestallir farnir heim.
Á þinginu voru gerðar ýmsar
samþykktir og ályktanir. Næsta
þing verður haldið í Danmörk
eftir þrjú ár og verður forusta
norrænu bindindisnefndarinnar
í höndum Dana þangað til.
☆
Leiðangur brezkra fuglafræð-
ingsins Peter Scott er nýkominn
til byggða eftir mánaðar dvöl
við merkingar heiðagæsa í Þjórs-
árverum. Veður var hið ákjósan-
legasta allan tímann og árangur-
inn af förinni betri en búizt var
við. Merktar voru 9 þúsund gæs-
ir að þessu sinni, en til saman-
burðar má geta, að sumarið 1951
merktu leiðangursmenn 1150
Gæsir á þessum slóðum. Af þeim
hafa þegar veiðzt 200 í Bretlandi.
Gæsirnar eru merktar með þeim
hætti, að þær eru reknar saman
í hnapp á þeim tíma árs, er þær
fella fjaðrir og geta ekki flogið.
Síðan er sleginn hringur um
þær með neti og er þá hægt að
ganga að þeim eins og fé í rétt.
Heiðagæsin er merkt til þess að
fýlgjast nákvæmlega með breyt-
ingum, sem verða kunna á stofni
hennar af veiði, vanhöldum eða
öðrum orsökum og eru merk-
ingarnar taldar hafa mikla þýð-
ingu. Með þeirra hjálp er til-
tölulega auðvelt að fylgjast ná-
kvæmlega með þessari fuglateg-
und, svo staðbundin sem hún er.
Leiðangursmenn tóku kvikmynd
af landslagi, gróðri og dýralífi í
Þjórsárverum sumarið 1951. —
Mynd þessi þykir einhver hin
bezta, sem tekin hefir verið í
hálendi íslands og hefir verið
sýnd víða um Bretland við ágæta
aðsókn og hlotið góða dóma. —
Hún verður sýnd í Reykjavík
tvo næstu daga.
☆
Póst- og símamálastjórnin
hefir tilkynnt, að frá 1. janúar
næstkomandi taki Landssíminn
að sér vátryggingar radíótækja,
sem leigð eru bátum og skipum.
Leigutakar eru skyldir að hafa
tækin vátryggð að fullu, en mjög
hefir á því borið, að þessu á-
kvæði hafi ekki verið framfylgt
Framhald á bls. 8
r- ’fll Tf
U\li •
„Gerið svo vel og komið inn#/
Er þér komið inn í skrifstofu
bankastjórans getið þér treyst því að
hann gefi yður óbyggilegar leiðbeiningar. Og
einmitt nú getur hann betur greitt götu
yðar — vegna víðara verkahrings,
hagkvæmari þjónustu og þeirrar
marghóttuðu þekkingar, sem bankinn
ó yfir að róða. Fró óri til órs hafa hinir
löggiltu bankar í Canada haldist í hendur
við þróunina og allar vaxandi þarfir.
BANKARNIR ÞJÓNA BYGÐARLÖGUM YÐAR