Lögberg - 03.09.1953, Side 7

Lögberg - 03.09.1953, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 3. SEPTEMBER, 1953 7 MINNING ARORÐ: Marteinn K F. 10. sepl 1878 — Og feðratungan tignarfríð — hver taug mín villþví máli unna; þess vængur hefst um hvolfin víð, þess hljómtak snertir neðstu grunna. Það ortu guðir lífs við lag: ég lifi í því minn ævidag og dey við auðs þess djúpu brunna. (Einar Benedikisson) Marteinn M. Jónasson var fæddur að Skrúðsmýri við ís- lendingafljót 10. sept. 1878. Faðir hans var Magnús Jónasson frá Höskuldsstaðaseli í Breiðdal, sonur Jónasar bónda er þar bjó og Ragnheiðár Þorvarðardóttur frá Höskuldsstöðum. Kona Magnúsar Jónassonar en móðir Marteins var Guðbjörg Mar- teinsdóttir frá Skriðustekk, hjónin bæði ættuð úr Breiðdal, og af góðum ættum komin. Munu þau Magnús og Guðbjörg hafa flutt vestur um haf 1878 og settust að við íslendingafljót og bjuggu þar um mörg ár, en gerð- ust síðar landnemar í Víðis- bygð í Nýja-íslandi. Systkini Marteins eru nú öll látin: Jónas, bóndi á Ósi við Riverton, kvæntur Stefaníu Lárusdóttur Björnssonar land- námsmanns þar; Jóhanna, er dó fulltíða, og Sigríður og Haraldur, er bæði dóu á unga aldri. Fóstur- systir Marteins er Sigríður kona Þorsteins Kristjánssonar, bónda í Víðisbygð. Marteinn ólst upp með for- eldrum sínum á hinni fyrstu landnámstíð í Nýja-íslandi. Hann gekk á barnaskóla við ís- lendingafljót að Hnausum, og einnig um hríð í Geysisskóla; en þá var þar kennari Jóhann Magnús Bjarnason skáld, er hafði menntandi og vekjandi á- hrif á marga framsækna og mentagjarna unglinga, og mun svo verið hafa um Martein, bundust þeir ævilangri vináttu. Að hætti þessarar fyrri tíðar fór Marteinn strax að vinna, er hann var þess megnugur, að búi föður síns, en jafnframt við fiskiveiðar á Winnipegvatni; var hann snemma þéttvaxinn og gjörfu- legur. Árið 1902 kvæntist hann Þor- björgu Finnbogadóttur land- námsmanns og Agnesar konu hans Jónatansdóttur. Um líkt leyti gekk hann í þjónustu Stefáns kaupmanns Sigurðssón- ar að Hnausum; vann hann um hríð að fiskiveiðum, en fór brátt að vinna við verzlun hans — og var forstjóri hennar frá 1906 til 1910, en þá flutti hann til Víðis- bygðar, nam þar land og setti þar á stofn smáverzlun í félagi við Guttorm J. Guttormsson skáld. Hann starfrækti verzlun- ina til ársins 1919, en flutti þá til Árborgar-þorpsins og gerðist forstjóri Sameignarverzlunar bænda um eins árs bil. Hann var póstafgreiðslumaður í Árborg í 29 ár eða þar til hann veiktist alvarlega vorið 1948 og varð að láta af öllum störfum. Um sex ára bil var hann skrifari Bif- rastarsveitar. Meðráðandi í sveit- arstjórn fyrir Víðisumhverfið var hann í þrjú ár. Um allmörg ár átti hann sæti í skólastjórn; meðráðandi í safnaðarstjórn Ár- dalssafnaðar var hann um mörg ár, en þess utan átti hann sæti í sameiginlegri stjórn presta- kallsins frá stofnsetningu þeirrar nefndar — um mörg ár, — svo að nokkur hin opinberu störf hans séu til nefnd. Ótalin er þjónusta sú, er hann veitti öldruðu fólki, er ellistyrks- lögin hófust. 1 hinu fyrra heimsstríði innti hann af hendi mikla hjálp og þjónustu aldurhnignum og þreyttum foreldrum, e«* her- skyldulög þeirra tíma þrengdu fast að sálum manna. Af þessu ófullkomna yfirliti um störf Marteins M. Jónasson- . Jónasson D. 16. apríl 1953 Marleinn M. Jónasson ar í almenningsþarfir má fyrst og fremst sjá margþætta hæfi- leika er hann hafði til að bera. Hann var ágætlega gefinn að þroskuðum hæfileikum, glöggur í meðferð fjár, reglusamur og vandvirkur í störfum og ágætur skrifstofumaður. Hann ritaði einkar fagra hönd, svo nærri lét að list mætti telja. En næst hæfi- leikum hans getur að líta þá til- trú, er samtíðarmenn hans báru til hans, er hann ávann sér með skyldurækni sinni í hverju verki, er hann tók að sér. Heimili Jónasson’s hjónanna í Árborg var aðlaðandi og jafnan hvíldi bjartur blær yfir því samfara snyrtimennsku og hátt- prýði, og gott var þar að koma. í margri merkingu mátti það miðstöð nefna, því mjög voru hjónin tengd félags- og starfslífi umhverfisins og þátttakendur í því. Þeim varð tveggja barna auðið: Florence, Mrs. Peter Broadley, Árborg, og Agnes, er dó á þriðja aldursári. Einnig fóstruðu þau upp frá tveggja ára aldri til þroskaaldurs Guðfinnu Þorbjörgu, Mrs. Gordop Cars- cadden, nú til heimilis í Prince Rupert, B.C. Einnig átti Ingveld- ur Margrét, Mrs. Louis Vincenfc Astoria, til heimilis í Prince Rupert, B.C., heimili hjá Jónas- son hjónunum um mörg ár. Þær systur eru dætur Þorsteins bónda Kristjánssonar í Víðis- bygð og Guðfinnu, fyrri konu hans, er var systir Mrs. Jónasson og lézt frá börnum þeirra ung- um. Ýms önnur ungmenni áttu dvöl á heimili þeirra um lengri eða skemmri tíma. Aldraðir for- eldrar Þorbjargar Jónasson áttu indæla dvöl á heimilinu og önd- uðust þar bæði; Agnes, móðir hennar, eftir stutta dvöl, en Finnbogi faðir hennar í hárri elli eftir nálega tólf ára dvöl á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar. Um nokkur síðari ár hefir Mrs. Florence Broadley dóttir þeirra átt heimili með foreldrum s,num, og þar hafa dætur henn- ar, Joan Agnes og Dianne Thora fóstrast upp síðastliðin sjö ár. Með Marteini er til moldar hniginn einn af ágætum sonum Nýja-Islands og sannur Islend- ingur, er unni af óskiptum hug íslenzkum erfðum, er hann kunni vel að meta og voru hon- um helgur dómur, er hann lagði mikla rækt við; en hann var líka tryggur sonur síns vestræna fósturlands, en heimsborgari að hugsun og hugðarefnum. Þótt lengst ævi sinnar væri Marteinn margþættum störfum hlaðinn, er voru tímabundin og krefðust óskiptrar athygli, átti hann einnig annan heim, er veitti honum óblandna gleði alla ævi, en það var heimur góðra bóka, er veittu ósvalaðri útþrá og menntaþorsta sálar hans sefjun og gleði. Hygg ég, að hann ætti fræðimannsins upplag sem finnur sanna unun í því að auka, stöðugt við þekkingu sína og nema ný lönd í heimi andans. Sögurit íslenzku þjóðarinnar að fornu og nýju, framrás íslenzkr- hans vissu hversu gagnfróður hann var í sögu íslands og mörgu ar menningar áttu öndvegissæti í huga hans og heilluðu hann ævilangt. Fáir samtíðarmenn því, er þjóðina snerti. Hann var einkar vandur í vali bóka og las eingöngu þær bækur, er varan- legt menntagildi höfðu. Hann var dulur maður og lét lítt að skáka þekkingu sinni fram á al- mannafæri. En það var ekki ein- vörðungu hið íslenzka í hugsun og bókmenntum, sem heillaði hann. Fræðsluþorsti hans gerði hann “Cosmopolitan” og víð- förulan í heimi andans. Hann átti gnægð enskra bóka og fylgdist eftir beztu getu með hugsunarstraumum samtíðar- innar á mörgum sviðum. Eins og hann var vandur að vali bóka þannig lét hann sér ant um að bækur hans væru í góðu bandi. I bókasafni hans eru um þrjú hundruð bindi. Á sumarmálum 1948 fékk hann alvarlegt heilsuáfall — slag; af afleiðingum þess lá hann rúmfastur og hjálparlaus um fimm ára skeið — lengst af heima, aðeins um stutt tímabil á sjúkrahúsi. Oft þjáðist hann mikið. Smám saman endur- heimti hann krafta sína svo, að hann hafði helzt ánægju og dægradvöl af því að lesið væri fyrir hann, en sjálfur þoldi hann ekki þá áreynslu. Konan hans las fyrir hann ávalt er af honum bráði. í hinni löngu sjúkdóms- legu naut hann frábærrar um- önnunar og óþrotlegrar að- hjúkrunar Þorbjargar konu sinnar; mátti segja með sanni, að aldrei viki hún frá sjúkrabeði hans nótt eða dag. Með aðstoð Florence dóttur þeirra og hjálp vina og nágranna, er réttu oft hjálparhönd, varð þessi langi aðdragandi dauðans bjartur og fagur eftir því, sem slík eldleg reynsla framast getur verið, því kærleikur eiginkonu og annara ástvina lýsti upp förina um skuggadalinn og létti hinzta stríðið. En rósemi hins líðandi ástvinar, vissan um náð og ná- lægð Guðs „leiddi úr sorta ljómanum sól úr nótt.“ Djúp og auðmjúk trú hans birtist í gjör- völlu lífi hans, en aldrei fegurri en í hinu langa hinzta stríði, er hann mætti með þolgæði og ró- semi hins trúaða manns. Útförin fór fram frá heimilinu og safnaðarkirkjunni þann 20. apríl s.l. að viðstöddu fjölmenni á báðum stöðum. Sá, er línur þessar ritar, þjónaði við útförina. S. Ólafsson ☆ MINNING tileinkuð ekkjunni Mrs. Þorbjörgu Jónasson, Árborg, Man., við andlát manns hennar, Marteins M. Jónassonar, dáinn 16. apríl 1953. Andvökunnar stundir, oft hjá hvílu minni, fölleit sorgin situr, er sýnir myndir inni. Bregður ljúfu ljósi liðna tímann yfir, ástar æsku blómið okkar, — vel það lifir. — Man ég, mig er leiddi mjúk ástvinar höndin, alsæl ég þá undi ástar kæru böndin. Hrifu hugsun alla hamingjunnar grundir, sem framtíðin færði og fagrar unaðs stundir. — Okkar samleið átti ætíð sólar daga. Börnin æfi yndi okkar vonar saga. Sinn nú föður syrgja, sem þeim nú er fjærri, minning helg í huga, hún þeim ætíð nærri. — Ástin þjáning þunga þreytti fimm um árin; erfiðleikar ýmsir oft þá hnigu tárin. En það alt er liðið. og nú rótt hann hvílir; honum rúmið hinzta heims frá næðing skýlir. — Fréttapistlar frá Kyrrahafsströndinni Samkomulíf íslendinga í Se- attle fer vaxandi, hefir aldrei verið meira en á þessu yfir- standandi ári, enda góðir skemti- kraftar. í síðustu fréttapistlum skýrði ég frá því, að undirbúningur fyrir 17. júní hátíðahald og Is- lendingadag væri hafinn, ber því að skýra frá áframhaldi þess efnis. 17. júní 1953 rann upp bjartur og fagur. Sólin breiddi geisla sína yfir fallegu hæðirnar og hið margbreytilega og tilkomu- mikla landslag, þar sem Seattle borgin stendur; samt var það bara tiltölulega lítill hópur af fólki, sem sérstaklega fagnaði því, að 17. júní var fagur og sól- bjartur; það voru fslendingarnir, þeir trúðu því, að góða veðrið gæfi fullvissu um ánægjulega samkomu, sem haldast átti þetta sama kvöld kl. 8. Þeir skildu þýðingu dagsins, 17. júní, „Frels- isdagur Islands“. Samkoman byrjaði með skemti skrá, sem vel hafði verið til vandað. Söngstjórinn, Tani Björnsson, leiddi sönginn. Allir sungu: „Hvað er svo glatt“; síðan „Ó, Guð vors lands“, og „Yfir fornum frægðar ströndum“. — Þetta var góð byrjun; allir komn- ir í ljómandi skap. Hátíðlegur blær hvíldi yfir öllum. Þrjár ungar og fallegar ís- lenzkar konur sátu í öndvegi; þær voru: frú S. Northfield á Skautbúningi; frú T. Björnsson, á upphlut, og frú E. Sigmar, á peysufötum. Þá bættist við í þennan glæsilega hóp kona heim- an af íslandi, frú Guðbjörg Oddsdóttir, klædd dýrindis upp- hlut; hún er í heimsókn hjá dóttur sinni í Bellingham, Washington. Forseti „Vestra“ séra Guðm. P. Johnson, bauð alla velkomna og fagnaði yfir því að sjá sam- komusalinn vel skipaðan fólki, sem sómdi sér vel við svona há- tíðlegt tækifæri. Þá risu úr sætum þær 4 konur, sem fyrr er getið, og sungu „Öxar við ána,“ að því búnu las frú Sigmar íslenzka þjóðsönginn í enskri þýðingu; síðan sungu þær allar nokkra íslenzka söngva, þar á meðal „Buldi við brestur“. Fólkið fagnaði þessum skemtilegu konum og söng þeirra. Því næst kom fram fíólín- snillingurinn frú Kristín Jóns- son Smedvig, aðstoðuð af systur sinni, frú Elín McDuko, þær spiluðu nokkur lög af mikilli lipurð og snild, enda hrifu þær tilheyrendur sína með list sinni. Að því búnu flutti frú Jakob- ína Johnson ljómandi ræðu á ís- lenzku; mintist hún á Jón Sig- urðsson og fleiri íslenzkar frelsis hetjur; einnig flutti hún kveðjur frá gamla Fróni úr bréfum, sem henni höfðu borizt frá íslandi, rétt þá dagana fyrir þessa hátíð. Frú Jakobínu sagðist vel að vanda og var þakkað með dynj- andi lófaklappi, ásamt fjölda af hlýjum handtökum. Þá söng okkar velþekti söng- maður, Tani Björnsson, nokkra einsöngva, aðstoðaður af frú sinni, Sigríði; voru þau hjón oft kölluð upp til þess að syngja meira. Síðan flutti séra Eric Sigmar ræðu á ensku máli; rakti hann sögu aðdraganda lýðveldisins á íslandi, starf Jóns Sigurðssonar og fleiri þjóðhetja og stórmenna, sem þar höfðu að unnið í hundr- uð ára, og svo þá blessunarríku útkomu, sem við, núlifandi ís- lendingar, værum vitni að: — Minning ljúf hans lifir, ljóst þær sýnir vinna, sé ég sólarlandið, sælla vona minna. Þangað heim minn hugur, hér þá endar stundin, sorg þá ei mun særa, sæll ástvinur fundinn! — B. J. Hornfjörð „Fullkomið íslenzkt lýðræði". Séra Erik sagðist vel í alla staði, og á þakkir skilið frá öllum ís- lendingum. Þá kallaði forseti á frú Guð- björgu Oddsdóttur, sem fyrr er getið. Flutti hún kveðjur frá íslandi og sagði ágrip af ferða- sögu sinni frá íslandi til Ame- ríku; sagði hún það mikla á- nægju að fljúga með þessum afarstóru flugvélum og gaman væri að horfa niður á sléttan sjávarflötinn, en smáir yrðu hlutirnir niðri á jörðinni, þegar maður kæmi hátt upp í loftið. Einnig mintist hún á vellíðan fólks heima á íslandi og þær stórkostlegu breytingar, sem orðið hefðu á öllum sviðum hin síðustu ár; og margt fleira fallegt sagði sú hefðarfrú. Þá ávarpaði ræðismaður ís- lands, hr. Karl F. Frederick, sam- komuna með nokkrum velvöld- um orðum. Að því búnu skemmtu þau ungu hjónin, Mr. og Mrs. Stefán Scheving, með söng og gaman- leikjum, sem vel var þegið af öllum viðstöddum. Mr. og Mrs. Scheving eru bæði ágætis söng- fólk og efni í góða leikara, er því mikil hjálp að þeim hjónum í íslenzku félagslífi. Stefán er sonur þeirra merku hjóna, Steve og Önnu Scheving, Seattle; en kona hans er Nancy, dótturdóttir hinna góðu hjóna, Mr. og Mrs. J. J. Straumfjörð í Blaine. Að skemtiskránni lokinni voru frambornar rausnarlegar veit- ingar af konum Þjóðræknis- deildarinnar „Vestra“. Kvöld- stundin var hin ánægjulegasta og allir fóru heim ánægðir og glaðir í anda. Kirkjuþingið í Seatile, 1953 Það er ekki meining mín, sem þessar línur skrifa, að skýra frá öllum þeim ákvörðunum til framkvæmda, sem teknar voru á þessu söguríka kirkjuþingi, sem hér var haldið á þessu sumri, því að þingtíðindin í heild munu birtast í „Gjörðabókinni", sem gefin verður út á komandi hausti og samþykt var á þinginu að send skyldi öllum söfnuðum kirkjufélagsins, án endurgjalds, svo að allir hafi tækifæri til þess að lesa Gjörðabókina og fylgjast þannig með því ánægjulega starfi, sem Hið lúterska kirkju- félag íslendinga í Vesturheimi er að gera. Það var í meira lagi söguríkur viðburður hjá íslendingum 1 Seattle, að Hið lúterska kirkju- félag íslendinga í Vesturheimi skyldi halda sitt sextugasta og níunda þing (69.) hér i þessari stóru borg á Kyrrahafsströnd- inni. Fyrir ári síðan bauð Hall- grímssöfnuður í Seattle Kirkju- félaginu að halda þetta þing sitt hér og var það boð þakksamlega þegið. Söfnuðurinn hafði mikinn og kostnaðarsaman undirbúning fyrir þetta þing, svo alt yrði sem ánægjulegast og öllum gestun- um gæti liðið sem bezt yfir þing- tímann. Kirkjan var máluð og skreytt, bæði uppi og niðri. Eld- húsinu var breytt frá eldra sniði upp í hið allra mest nýmóðins með öllum nútíma þægindum. Öll gólf lögð dýrindis dúkum og flestum innanstokksmunum breytt til mikils batnaðar; allt þetta kostaði svo hundruðum skipti af dollurum, enda var Hallgrímskirkja orðin prýðileg og ljómandi Guðshús, þegar öll- um þessum endurbótum var lokið. 24. júní rann upp, þessi marg- þráði þingsetningardagur. Prest- ar og fulltrúar, ásamt fjölda af gestum, streymu að úr öllum áttum: frá Winnipeg, Árdal, Ár- nes, Baldur og Gimli, Árborg, Riverton, Selkirk, Langruth, Lundar, Argyle, Víðir, Akra, Milton og Edinborg, Mountain, N.D., Minneapolis, Minn., San Francisco, Los Angeles, Calif, Geysir, Man., Vancouver, B.C., Victoria, B.C., Point Roberts, Wash., Lynden og Blaine Tacoma, Wash., og mörgum fleiri stöðum. 24. júní rann upp, þessi marg- Hallgrímskirkja væri orðin vel- skipuð fólki, þegar kl. sló 2 e. h., en þá var þingið sett á vanalegan hátt af forseta kirkjufélagsins, séra Valdimar J. Eylands, D.D. Eftir sálmasöng og bænagerð flutti séra Haraldur Sigmar, D.D. kröftuga og vel orðaða ræðu. Síðan var endað með bæn og sálmasöng. Þá lýsti forseti, sr. Eylands, hið 69. þins Hins lút- erska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi löglega sett. Þá las skrifari Kirkjufélagsins, séra H. S. Sigmar frá Gimli, Man., nöfn þeirra embættis- manna sem framkvæmdarnefnd skipa; einnig nöfn presta og safnaða og fleira. Þeir prestar, sem sátu þing, voru sem hér segir: Dr. Valdimar J. Eylands, forseti Dr. Haraldur Sigmar Dr. Rúnólfur Marteinsson Séra Eigill H. Fáfnis Séra Guttormur Guttormsson Séra Sigurður Ólafsson Séra H. S. Sigmar Séra Eric Sigmar Séra S. O. Thorlaksson Séra Jóhann Fredriksson Séra Eiríkur Brynjólfsson Séra Kolbeinn Sæmundsson Séra Guðm. P. Johnson, og hinn nývígði prestur Virgil Anderson, ennfremur Dr. L. M. Steinhoff, forseti Pacific Kirkjufélagsins og fulltrúi U.L.C.A. á þinginu. Kl. 5.30 þetta fyrsta kvöld þingsins bauð kvenfélag safnað- arins öllum þingheimi til mál- tíðar í neðri sal kirkjunnar. Var þar rausnarlega á borð borið af mörgum skörulegum íslenzkum konum, bæði eldri og yngri. Aðalmessa þingsins Kl. 7.30 þetta kvöld byrjaði aðalmessa þingsins, með prests- vígslu og altarisgöngu; þá var vígður til prests guðfræði kandi- datinn Virgil Anderson. Séra S. O. Thorláksson lýsti vígslu og sagði ágrip af mentaferli hins unga guðfræðings. .Vígsluna framkvæmdi forseti Kirkjufé- lagsins, Dr. V. J. Eylands, að- stoðaður af 14 prestum. Að því búnu gengu allir prest- ar og þingfulltrúar til altaris, á- samt mörgum fleirum, því fjöldi fólks meðtók hið heilaga sakra- ment. Ræður fluttu þeir Dr. Valdimar J. Eylands og séra Sigurður ^Ólafsson. 30 manna söngflokkur söng við þessa há- tíðlegu guðsþjónustu, undir stjórn Tana Björnssonar. Þessar- ar helgu kvöldstundar munu þeir, er þarna voru viðstaddir, minnast lengi. Kl. 9.30 að kvöldinu bauð Djáknanefnd safnaðarins öllum upp á kaffidrykkju og ljúffengar veitingar í neðri sal kirkjunnar; munu þar hafa þegið góðgerðir töluvert yfir tvö hundruð manns. Fimmiud. 25. júní Kl. 9 að morgni byrjuðu þing- fundir með stuttri guðræknis- stund, sem séra Guttormur Gutt- ormsson stýrði. Séra Guttormur var þingprestur, og allir þing- fundir hófust með guðræknis- stund, sálmasöng og Ritningar- lestri. Fjöldi af málum lágu fyrir hverjum starfsfundi, og alt fór fram vel og mjög skipulega undir ágætri fundarstjórn Dr. Valdi- mars J. Eylands. Þennan dag, kl. 2 e. h., talaði Dr. L. H. Steinhoffð fulltrúi frá hinni öflugu sameinuðu lútersku kirkju í Ameríku, U.L.C.A., sem íslenzka kirkjufélagið tilheyrir. Dr. Steinhoff er afar mælskur Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.