Lögberg - 24.09.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
NÚMER 39
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
13. SEPTEMBER
Undanfarnar vikur hafa Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknar
flokkurinn ræðst við um mynd-
un nýrrar stjórnar. Samningar
tókust í vikunni, sem leið, og
nýja stjórnin var mynduð í fyrra
dag. Á ríkisráðsfundi um há-
degið þann dag féllst forseti Is-
lands á beiðni Steingríms Stein-
þórssonar forsætisráðherra um
lausn frá embætti fyrir sig og
ráðuneyti sitt, og á sama fundi
skipaði forsetinn Ólaf Thors for-
sætisráðherra. Ólafur Thors
verður einnig atvinnumálaráð-
herra. Úr stjórninni gengu tveir
menn, Björn Ólafsson og Her-
mann Jónasson, en í stað þeirra
komu Ingólfur Jónsson alþingis-
maður og dr. Kristinn Guð-
mundsson skattstjóri. Bjarni
Benediktsson er dóms- og
menntamálaráðherra, Eysteinn
Jónsson fjármálaráðherra, Ing-
ólfur Jónsson viðskipta- og iðn-
aðarmálaráðherra, dr. Kristinn
Guðmundsson, utanríkisráðherra
og Steingrímur Steinþórsson
landbúnaðarráðherra. — Ólafur
Thors forsætisráðherra flutti út-
varpsávarp í fyrrakvöld og
greindi frá stjórnarmynduninni
og málefnasamningi flokkanna.
ÍÞað er höfuðstefna ríkisstjórnar-
innar að tryggja landsmönnum
sem öruggasta og bezta afkomu.
Hún hyggst beita sér fyrir halla-
lausum ríkisbúskap og fyrir því
að atvinnuvegirnir geti orðið
reknir hallalaust þannig að þeir
veiti næga atvinnu. Haldið
verður áfram að vinna að fram-
kvæmd framfaramála þeirra,
sem fyrrverandi ríkisstjórn beitti
sér fyrir og um einstök mál er
þetta tekið fram: Lokið verði á
næsta Alþingi endurskoðun
skatta- og útsvarslaga m. a. með
það fyrir augum að lækka beina
skatta og færa með því til leið-
réttingar misræmi vegna verð-
lagsbreytinga og stuðla að auk-
inni söfnun sparifjár. Hraðað
verði byggingu orkuvera, dreif-
ingu raforku og fjölgun smá-
stöðva vegna byggðarlaga í sveit
koma fastri skipun á þau mál. —
Haldið verði áfram að stuðla að
öflun atvinnutækja til þeirra
byggðarlaga, sem við atvinnu-
örðugleika eiga að stríða til þess
að fullnægja atvinnuþörf íbú-
anna og stuðla að jafnvægi í
byggð landsins. — Til þess að
auðvelda framkvæmd varnar-
mála verði sett á stofn sérstök
deild í utanríkisráðuneytinu,
sem fari með þau mál. — Fjár-
hagsráð sé lagt niður, enda séu
nauðsynlegar ráðstafnanir gerð-
ar af því tilefni.
Þetta voru meginatriðin í mál-
efnasamningi stjórnarflokkanna.
☆
Vöruskiptajöfnuðurinn í á-
gústmánuði s.I. var hagstæður
um 12,3 miljónir króna. Inn
voru fluttar vörur fyrir 63 milj-
ónir króna en út fyrir rúmlega
75,3 miljónir. Vörujöfnuðurinn
frá áramótum til ágústloka er
óhagstæður um 217,6 miljónir
króna.
☆
Nokkrir íslenzkir togarar veiða
nú fyrir Þýzkalandsmarkað og
selja hinir fyrstu þeirra afla
smn í Þýzkalandi á mánudaginn
og þriðjudaginn. Níu togarar eru
nú farnir að veiða karfa fyrir
frystihúsin upp á Rússlands-
samningana. Nokkrir togarar eru
á saltfisksveiðum eða veiða fisk
í ís og til herzlu. Enginn ísfiskur
hefir enn verið fluttur til Eng-
lands, en brezki kaupsýslumað-
urinn Dawson, er samninga hef-
ir gert um kaup á íslenzkum
togarafiski, hefir ákveðið að
taka á móti fiskinum í Grimsby.
Hann hefir keypt þar fismóttöku
hús, sem verið er að breyta og
lagfæra, ennfremur íshússvélar,
sem framleiða um 150 lestir af ís
á viku.
☆
Nokkur síldveiði er nú í rek-
net bæði suðvestanlands og
norðan, ennfremur austur í hafi.
Fáeinir bátar eru fyrir austan
ísland og salta skipverjar um
borð, — á Húnáflóa veiða nokkr-
ir í reknet, og margir bátar hafa
verið að reknetaveiðum frá ver-
stöðvum við Faxaflóa og víða
sunnanlands og vestan, en síldin
hefir verið heldur smá til söltun-
ar, og hafa útgerðarmenn og
síldarsaltendur boðað stöðvun
söltunar, fáist ekki starfsgrund-
völlur fyrir söltun síldarinnar.
Talsvert magn hafði verið selt
fyrirfram af Faxasíld, en þar var
miðað við svo stóra síld, að meira
en helmingur þess afla, sem nú
fæst, nær ekki því máli.
☆
í fyrrakvöld höfðu skrifstofu
Rauða Kross Islands borizt sam-
tals 32.000 krónur í Grikklands-
söfnunina, ennfremur 10 lestir af
saltfiski frá Sölusambandi ís-
lenzkra fiskframleiðenda, og
aðalfundur Stéttarsambands
bænda heimilaði stjórn sam-
bandsins að verja allt að 30.000
krónum til kaupa fyrir osta frá
mjólkurbúum landsins og senda
þá sem gjöf til jarðskjálftasvæð-
anna í Grikklandi.
☆
Á ríkisráðsfundi í fyrradag
veitti forseti íslands dr. Helga P.
Briem lausn frá embætti sem
sendiherra íslands og ráðherra
með umboði í Sovétríkjunum. Á
sama fundi skipaði forseti, sam-
kvæmt tillögu fráfarandi utan-
ríkisráðherra, Pétur Thorsteins-
son deildarstjóra í utanríkis-
ráðuneytinu, til þess að vera
sendiherra og ráðherra með um-
boði í Sovétríkjunum. — Þessir
menn voru á fundinum skipaðir
í orðunefnd hinnar íslenzku
fálkorðu: Birgir Thorlacius skrif-
stofustjóri, Jón Maríasson banka
stjóri, Pálmi Hannesson rektor
og Richard Thors forstjóri. Enn-
fremur var Arngrímur Kristjáns-
son skólastjóri, formaður Sam-
bands íslenzkra barnakennara,
skipaður varamaður í nefndina.
Forsetaritari á samkvæmt stöðu
sinni sæti í nefndinni sem orðu-
ritari.
☆
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda var haldinn í vikunni,
sem leið, að Bjarkarlundi. Frá
því var skýrt á fundinum að
smjörbirgðir í landinu væru nú
alls yfir 300 lestir og mjólkur-
framleiðslan í stöðugri aukningu.
Taldi fundurinn óhjákvæmilegt
að gerðar verði öruggar ráðstaf-
anir til þess að koma birgðum
þessum í verð hið allra fyrsta og
úyggj3 framhaldandi markað
fyrir mjólkurvörur. Skorað var
á ríkisstjórnina að fella niður
skömmtun smjörs en láta allt
smjör njóta sömu niðurgreiðslu,
og ennframur að hætta niður-
greiðslu á smjörlíki. Æskilegt
var talið, að ákveðinn verði á
hverjum tíma það mikill útflutn-
ingur af osti, smjöri og öðrum
landbúnaðarvörum að hann fyr-
irbyggi óeðlega birgðasöfnun og
þessar vörur vprði verðbættar
þannig, að sama nettóverð fáist
fyrir þær og sams konar vörur á
innlendum markaði. Fundurinn
treysti því, að Alþingi og ríkis-
stjórn setji lög á næsta alþingi,
er veiti fjárhagslegan stuðning
til útflutnings landbúnaðarvöru,
ekki minni eða óhagstæðari en
bátaútvegurinn nýtur nú. —
Margar aðrar ályktanir voru
gerðar á fundinum og m. a. var
stjórn sambandsins falið að vinna
að því, að framlög til raforku-
mála verði aukin svo, að raforku-
þörf dreifbýlisins verði fullnægt
á næstu 6 til 10 árum.
☆
Á fjórðungsþingi Vestfirðinga,
sem nýlega var haldið, var fagn-
að þeirri hugmynd að byggja
sérstakt hús yfir íslenzk handrit
og önnur fornrit og hvatt til
þess að hver og einn leggi fram
sinn skerf til þeirrar fram-
kvæmdar, svo að unnt verði sem
fyrst að hefjast handa um bygg-
ingu slíks húss, en þar verði
jafnframt miðstöð fornfræði-
iðkana í landinu.
☆
Norðurlandsmóti í knatt-
spyrnu lauk á Akureyri á mánu-
dagskvöldið, og sigraði félagið
Þór á Akureyri.
☆
Landsþing Kvenfélagasam-
bands Islands var sett á mánu-
daginn í Reykjavík. I því eru
202 félög og félagskonur samtals
um 12.000. Á s.l. ári gengust sam-
bandsfélögin fyrir 139 námskeið-
um og sóttu þau nær 2800 konur.
☆
Félag íslenzkra organleikara
hélt nýlega aðalfund sinn og var
þar samþykkt að halda árlega 6
til 8 tónleika í kirkjum í Reykja-
vík, Hafnarfirði og Akureyri og
ef til vill víðar. Verða þeir einu
nafni kallaðir Musica sacra og
annast félagsmenn sjálfir flutn-
ing. Fyrstu tónleikarnir verða í
dómkirkjunni í Reykjavík í
þessum mánuði. Páll ísólfsson
leikur þar einleik. Þá er í ráði að
fá árlega einn kunnan erlendan
organleikara til að halda tón-
leika í þessum flokki. Hinn fyrsti
er væntanlegur í aprílmánuði
næstkomandi, og er það E. Power
Biggs, sem er einn frægasti
organleikari Bandaríkjanna.
og við sjó, sem ekki hafa raf-
magn eða búa við ófullnægj-
andi raforku, og unnið að lækk-
un raforkuverðs, þar sem það
er hæst. Tryggt verði til þessara
framkvæmda fjármagn, sem
svarar 25 miljónum króna á ári
að meðaltali næstu ár. I þessu
skyni verði lögboðin árleg fram-
lög af ríkisfé aukin um 5 til 7
miljónir króna, og rafmagsveit-
um ríkisins og raforkusjóði
tryggðar 100 miljónir króna að
láni og sitji það fyrir öðrum láns-
útvegunum af hendi ríkisstjórn-
arinnar, að undanteknu láni til
sementsverksmiðjunnar. Auk
þess séu gerðar ráðstafnanir til
að hraða áframhaldandi virkjun
Sogsins. — Tryggt verði aukið
fjármagn til íbúðabygginga í
kaupstöðum, kauptúnum og
þorpum, lögð áherzla á að greiða
fyrir byggingu íbúðarhúsa, sem
nú eru í smíðum, og lagður
grunJvöllur að því að leysa
þetta vandamál til frambúðar.
— Því verði til vegar komið, að
framleiðendur sauðfjárafurða
eigi kost á rekstrarlánum út á
afurðir sínar fyrirfram snemma
á framleiðsluárinu eftir hlið-
stæðum reglum og lánað er út á
sjávarafurðir. — Endurskoðaðar
verði reglur um lán til iðnaðar-
ins með það fyrir augum að
Paul W. Goodman
Býður sig fram í
2. kjördeild
Við bæjarstjórnarkosningarn-
ar, sem fara fram þann 28.
október næstkomandi, býður sig
fram í 2. kjördeild til bæjar-
stjórnar í Winnipeg mætur og
vinsæll Islendingur, Paul W.
Goodman, 562 Goulding Street;
hann er fæddur í Selkirk 1905,
sonur Páls Goodman og Ingi-
ríðar Magnúsdóttur; hann naut
alþýðuskólamentunar í fæðing-
arbæ sínum, fluttist ungur til
Winnipegborgar og gerðist þar
rafvirki. Mr. Goodman er með-
eigandi og meðstjórnandi fyrir-
tækisins Sargent Electric, sem
mjög hefir fært út kvíar hin
síðustu ár.
Mr. Goodman er kvæntur
Lenu Polson og eiga þau tvær
dætur; hann er efni í ágætan
bæjarfulltrúa og er þess því að
vænta, að íslenzkir kjósendur
veiti honum einhuga kjörfylgi.
Það slys varð á Hólmavík
fyrra fimmtudag, að stúlkubarn
á fjórða ári týndist, og fannst
ekki fyrr en á sunnudaginn og
var þá látið. Leit var hafin að
litlu stúlkunni þegar á fimmtu-
dagskvöidið og leitaði síðan
fjöldi manna að henni á föstu-
dag, laugardag og sunnudag, en
þann dag fannst hún fram á
Þiðriksvalladal, um 10 km. frá
Hólmavík. Hún hét Daðey María
Pétursdóttir. — Það slys varð í
Reykjavík snemma á sunnudags
morguninn að Bjarni Oddsson
læknir beið bana, er bifreið hans
fór út af veginum á Miklubraut.
☆
Formaður Tónlistarfélagsins í
Reykjavík hefir sagt frá því í
blaðaviðtali, að þýzki söngvarinn
Fischer Dieskau komi til Reykja-
vílcur í dag og syngi þar á tveim-
ur söngskemmtunum fyrir fé-
laga Tónlistarfélagsins, ennfrem-
ur eigi félagið von á þýzkum
hljómlistarmönnum í nóvember
í sambandi við þýzka listsýn-
ingu, sem þá verði haldin hér.
☆
Þórunn Jóhannsdóttir hefir
haldið hljómleika hér að undan-
förnu og farið víða um land og
verið hvarvetna mjög vel tékið.
Hún er nú 14 ára. I gærmorgun
fór hún með föður sínum til
Osló og þar átti hún að halda
hljómleika í hátíðasal háskólans
í dag.
☆
Landsmót Esperantista hófst í
Reykjavík í gær. I sambandi ís-
lenzkra esperantista eru 4 félög.
Forseti sambandsins er séra
Halldór Kolbeins, Vestmanna-
eyjum.
☆
Stjórn Útgerðarfélags Akur-
eyringa hefir nýlega keypt tog-
arann Helgafell, Reykjavík. —
Kaupverð var 5% miljón króna.
Skipið hlaut nafnið Slétibakur.
Framhald á bls. 5
Glæsilegt hátíðarhald í Mikley vegna
ferjusambands milli eyjar og meginlands
Á mánudaginn var tjaldaði
Mikley sínu bezta, því þá fór
fram í samkomuhúsi bygðarinn-
ar nokkurs konar vígsluathöfn
í tilefni af hinu nýstofnaða
ferjusambandi milli eyjar og
meginlands; veður var fagurt og
stilt og ánægjulegt um að litast
í þessari vingjarnlegu frum-
herjabygð, er íslenzkir land-
námsmenn lögðu grundvöll að
fyrir sjötíu og átta árum; við
bygðarlagið eru af skiljanlegum
Merkur stjórn-
málamaður látinn
Síðastliðinn laugardag lézt af
völdum krabbameins á sjúkra-
húsi í Toronto, Mr. .Gordon
Graydon, sambandsþingmaður
fyrir Peel kjördæmið í Ontario,
56 ára að aldri; hann stóð í
fremstu röð sambandsþing-
manna sinnar samtíðar; hann
fylgdi íhaldsflokknum að mál-
um og var um hríð framsögu-
maður hans í þinginu. Mr.
Graydon var í rauninni hátt haf-
inn yfir flokkaskiptingu og naut
trausts allra þingflokka jafnt.
Liberalstjórnin gerði hann að
varaformanni nefndar þeirrar,
er um utanríkismálin fjallaði og
skipaði hann jafnframt erind-
reka á þing sameinuðu þjóðanna
fyrir Canada hönd; við fráfall
hans lýsti forsætisráðherra yfir
því, að með honum væri genginn
grafarveg einn af ágætustu son-
um canadisku þjóðarinnar og í
sama streng tóku foringjar hinna
þingflokkanna, Mr. Drew, Mr.
Low og Mr. Coldwell.
Mr. Graydon var talinn sér-
fræðingur á vettvangi utanríkis-
mála og varð þjóðkunnur vegna
meðferðar þeirra á þingi.
Líknarsamlagið
Hin árlega fjársöfnun í sjóð
Líknarsamlags Winnipegborgar,
The Red Feather Campaign, er
nú í þann veginn að hefjast, og er
þess að vænta, að borgarbúar,
svo sem við hefir gengist á und-
anförnum árum, bregðist vel við;
hér er um fyrirtæki að ræða,
,sem grípur djúpt inn í velfarn-
an margra manna, kvenna og
barna, sem höllum fæti standa i
lífsbaráttunni og þarfnast sam-
úðarríks stuðnings af hálfu sam-
borgara sinna; hér er ekki um
fórnfærslu að ræða af hálfu
sjálgbirgra þegna bæjarfélags-
ins, heldur sjálfsagða skyldu,
sem öllum ber jafnt að inna af
hendi með fúsum vilja og glöðu
geði.
Minnist þess, er umboðsmaður
Líknarsamlagsins drepur á dyr,
að hann heimsækir yður mann-
úðarinnar vegna og yðar sjálfra
vegna.
ástæðum tengdar margar minn-
ingar, minningar eldrauna og
líka mikilla sigra; í samkomu-
húsinu var setin vegleg veizla
þar sem borð svignuðu undir
dýrindisréttum og hvorki skorti
gleði né góðan fagnað.
Veizlustjórn hafði með hönd-
um Helgi K. Tómasson og fórst
honum sá starfi með ágætum úr
hendi; margar ræður voru flutt-
ar og var ræða Dr. S. O. Thomp-
son þingmanns Gimli kjördæmis
yfirgripsmest að efni til, en
dugnaði hans eiga Mikleyingar
eigi aðeins að þakka ferjuna,
heldur svo margt annað.
Fjórir ráðherrar Manitoba
fylkis, Campbell forsætisráð-
herra, Mr. Morton, Mr. Green-
lay, Mr. Shuttleworth og Bach-
insky þingforseti, heiðruðu
Mikleyinga með nærveru sinni
og fluttu allir hlýjar og fagur-
yrtar ræður og þökkuðu höfð-
inglegar viðtökur; ýmsir fleiri
tóku til máls viðriðnir hinar
ýmsu stjórnardeildir, og einnig
sambandsþingmaður Selkirk
kjördæmis, Mr. Wood. Viðstadd-
ur var einnig yfirsmiður ferj-
unnar, Mr. K. Thorsteinsson í
Riverton.
Af hálfu íslendinga ávörpuðu
veizlugesti, auk veizlustjóra,
Helgi Jones, séra H. S. Sigmar,
B. Egilsson, Einar P. Jónsson og
frú Ingibjörg Jónsson.
I næstu viku væntir Lögberg
að geta birt eitthvað af myndum
frá hátíðahaldinu ásamt frekari
greinargerð.
Elliheimilið Grund
byggir sundlaug
fyrir baðlækningar
Hafin er nú bygging sund-
laugar á vegum Elliheimilis-
ins Grundar.Ær ætlunin að
nota laugina í sambandi við
heilsugæzlu á sjúklingum
elliheimilisins.
Elliheimilið Grund hefir nú
fengið fjárfestingarleyfi fyrir
byggingu sundlaugarinnar.
Steypuvinna að hefjast
Eru framkvæmdir þegar byrj-
aðar. Hefir undanfarið verið
unnið við grunn byggingarinnar
og steypuvinna er að byrja.
Sundlaugin verður 57,75 fer-
metrar að stærð og 2600 rúmm.
Verður sundlaugin álma vestur
úr aðalbyggingunni.
Tveggja hæða viðbótarálma
Framkvæmdir standa nú einn-
ig yfir á viðbótarbyggingu fyrir
elliheimilið. Er það steinsteypt
tveggja hæða álma, 2955 ferm.
á stærð.
Alþbl., 28. ágúst
íslenzkur arkátekt stendur fyrir
endurbyggingu ráðhúss í Odense
Kjarlan Sigurðsson frá Eyrar-
bakka hefir unnið við húsa-
byggingar í Danmörku
Um þessar mundir er verið
að endurbyggja og auka
ráðhúsið í Odense í Dan-
mörku. Kjartan Sigurðsson
arkitekt frá Eyrarbakka
hefir teiknað bygginguna og
stendur fyrir verkinu.
Ráðhúsið í Odense í Dan-
mörku er mikil bygging og. veg-
leg. Er nú unnið að því að endur-
byggja hana algerlega og er það
mikið verk.
Hefir Kjartan gert allar teikn-
ingar og stjórnar verkinu.
Lærði húsbyggingalist
í Danmörku
Kjartan Sigurðsson er ættað-
ur frá Eyrarbakka. Hann lærði
húsbyggingalist í Danmörku á
stríðsárunum. Kom hann síðan
hingað til íslands og vann hér
um nokkurra ára skeið. En síðan
fluttist Kjartan aftur til Dan-
merkur og hefir unnið þar síðan.
—Alþbl., 27. ágúst