Lögberg - 05.11.1953, Side 3
I
3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 5. NÓVEMBER, 1953
Fréttir fré ríkisútvarpi íslands
11. OKTÓBER
Farið er nú að kólna í veðri
og á föstudaginn var hvítt í
byggð hvarvetna um Suðvest-
urland, en talsverður snjór
norðarlega á Vestfjörðum. í
fyrri nótt var frost um allt land,
mest á Þingvöllum, 8 stig.
*
I gær var nýja raforkuverið
við Laxá í Suður-Þingeyjar-
sýslu tekið í notkun að við-
stöddum fjölda gesta. Stein-
grímur Steinþórsson raforku-
málaráðherra flutti ræðu og
hleypti síðan háspennustraum-
inum á línuna. I ræðu sinni
sagði ráðherrann m. a.:
„Ekkert hefir þjáð og þjakað
hina íslenzku þjóð allt frá því
að landið var numið í öndverðu
eins og kuldi og myrkur. Þessar
andstæður ljóss og yls höfðu því
nær kyrkt þessa litlu þjóð í
heljargreipum. Mikið hefir á-
unnist að bæta úr þessu hin
síðustu ár, — en allt of marga
vantar r-afmagn. Það er því full
ástæða til þess að gleðjast yfir
þeirri athöfn, sem hér fer fram
í dag, þegar hin nýja aflstöð
Laxárvirkjunarinnar er opnuð
og tekur til starfa. Hér gerist
það tvennt, að þeir aðiljar sem
áður höfðu of lítið rafmagn, fá
það nú nægilegt — en jafnframt
er verið að leggja grundvöll að
því að margar sveitir sem ekk-
ert rafmagn hafa, geti nú höndl-
að þetta hnoss innan skamms."
Fyrsta virkjun Laxár tók til
starfa haustið 1939 og næstu
virkjun var lokið 1944. Þessar
tvær virkjanir voru samtals
6600 hestöfl, en nýja virkjunin
er um 8000 kílóvött. Þegar í
hana var ráðist, var gerður
samningur milli ríkisins og
Akureyrarbæjar um sameign
virkjunarinnar, og er eignar-
hluti ríkisins 35 af hundraði.
Skipuð var þá sérstök Laxár-
virkj unarstj órn og hefir Steinn
Steinsen bæjarstjóri verið for-
maður hennar frá upphafi. —
Samningar um aðalhluta verks-
ins voru undirritaðir sumarið
1950 og var áætlað að virkjunin
gæti tekið til starfa haustið
1952, en ýmsir erfiðleikar og
dráttur á afgreiðslu efnis til
virkjunarinnar kom þá í veg
fyrir að hægt væri að ljúka
henni fyrr en nú. Kostnaður
við þessa aflstöð var áætlaður í
upphafi um 60 miljónir króna
og mun sú áætlun standast.
Fjárins hefir verið aflað þann-
ig, að lán frá efnahagssamvinnu
stofnun Bandaríkjanna er 5,4
miljónir króna, lán frá alþjóða-
bankanum 7 miljónir, lán úr
mótvirðissjóði 43 miljónir króna,
lán frá Akureyrarbæ 3,2 milj-
ónir og skuldabréfasala 1,4 milj-
ónir króna. I lok ræðu sinnar
benti ráðherrann á það, að í
málefnasamningi þeim, sem nú-
verandi ríkisstjórn varð ásátt
um, þegar hún tók við störfum,
er svo ákveðið að stórmiklu
meira fjármagni en áður hefir
verið skuli varið til þess að
koma raforku sem víðast um
byggðir landsins, — jöfnum
höndum með því að leggja línur
frá þeim orkuverum sem til eru,
svo og á þann hátt að reisa ný
orkuver og miðla frá þeim.
☆
Á föstudaginn kemur verður
nýja aflstöðin við Irafoss í Sogi
tekin í notkun, en þaðan mun
áburðarverksmiðjan nýja, sem
nú er í smíðum fá rafmagn sitt.
☆
Fimmtánda Iðnþing íslend-
inga var sett í Reykjavík í gær.
Fulltrúar verða þar um sjötíu
og voru 59 komnir til þings.
Fimmtíu og sex félög eru nú í
Landssambandi iðnaðarmanna
og í þessum félögum eru sam-
tals um 2500 félagsmenn.
☆
Síldveiðin hefir verið heldur
lítil að undanförnu og vantar
enn mikið á að veiðst hafi Faxa-
síld upp í samninga þá, sem
gerðir hafa verið. Togarar veiða
í ís og salt. Togarinn Röðull
seldi í Bremenhaven í Þýzka-
landi í gær 185 lestir fyrir
110.000 mörk, og er það bezta
sala hjá íslenzkum togara á
þessu ári. Sennilegt er, að einn
'togari selji í Þýzkalandi í næstu
viku.
☆
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
hefir keypt togarann Elliðaey
frá Vestmannaeyjum fyrir 5,3
miljónir króna, og gekk bæjar-
stjórn Vestmannaeyja endan-
lega frá þeirri sölu á miðviku-
dagskvöldið.
Menntaskólinn á Akureyri var
settur á sunnudagipn var. Þór-
arinn Björnsson skólameistari
flutti ræðu og hvatti nemendur
til þess að vanda allt sitt far,
utan skóla og innan. Skólinn
starfar í vetur í 11 deildum og
eru nemendur 244 að tölu.
☆
Um miðjan s.l. mánuð var
byrjað að grafa fyrir grunni
menntaskólahúss í Reykjavík,
en gamla menntaskólahúsið er
fyrir löngu orðið allt of lítið
fyrir skólann. Nýja húsið mun
verða 15.500 rúmmetrar og flat-
armálið 1800 fermetrar. Fram-
hlið hússins verður rúmlega 80
metra löng. Gert er ráð fyrir,
að byggingin muni kosta 15 til
16 miljónir króna. Um 500 nem-
endur eiga að geta notið kennslu
í skólanum samtímis.
☆
1 s.l mánuði var háð í Björg-
vin í Noregi svo nefnt Víkinga-
þing, en það er ráðstefna nor-
rænna og brezkra fræðimanna,
sem fást við rannsóknir á vík-
ingaöldinni. Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður sótti þingið af
íslands hálfu og flutti þar er-
indi um fjalir frá Flatatungu í
Skagafirði, en þær eignaðist
Þjóðminjasafnið í sumar. Fjalir
þessar eru útskornar í svo
nefndum Hringaríkisstíl frá
söguöld, og eru einu tréskurðar-
minjarnar, sem til eru nú í þeim
■stíl. Fjalirnar munu vera frá
fyrstu áratugum eftir kristni-
'tökuna á íslandi, og telur þjóð-
minjavörður þær með merkustu
fornleifum, sem komið hafa í
safnið í seinni tíð.
Almennur kirkjufundur hefst
í Reykjavík á föstudaginn kem-
ur og verða aðalmálin þar Ríki
og kirkja — og Kristindómur og
kennslumál.
☆
Sú nýskipun hefir orðið í
hljómlistarmálum Ríkisútvarps-
ins, að hljómsveit þess hefir
verið stækkuð og jafnframt hef-
ir útvarpið tekið að sér rekstur
Sinfóníuhljómsveitarinnar. Olav
Kielland verður hljómsveitar-
stjórinn fyrst um sinn. Útvarpið
mun gangast fyrir opinberum
tóhleikum í vetur og hafa tveir
þegar verið haldnir. Verður á-
herzla lögð á það í tónlistar-
flutningi útvarpsins, að þar fel-
ist eitthvað fyrir flesta tónlist-
arunnendur. Útvarpið hefir
fengið heimild til að flytja ó-
prentuð tónverk eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson, sem
geymd hafa verið í Landsbóka-
safninu, og verður úr þeim
valið til flutnings í vetur. Nú er
útvarpað 7 til 9 stundir á dag,
um 700 flytjendur koma fram i
útvarpinu á ári, auk kóra og
hljómsveita, flutt eru um 6 til 7
hundruð erindi á ári, á annað
hundrað einsöngvarar láta til
sín heyra og flutt eru 50 til 60
leikrit. Ýmislegt nýtt er ráðgert
með vetrinum og m. a. verður
tekinn upp fastur útvarpsþáttur
frá Akureyri.
☆
Hinn 5. október s.l. var opnuð
í Konunglega bókasafninu í
Stokkhólmi sýning íslenzkra
bóka. Meðal gesta var Gústaf
Adolf Svíakonungur. Sendi-
herra Islands, Dr. Helgi P.
Briem, opnaði sýninguna með
ræðu, þakkaði sænskum mennta
mönnum áhuga þeirra á ís-
lenzkri menningu að fornu og
nýju og rakti nokkrar stað-
reyndir um bókaútgáíu íslend-
inga. Á sýningunni eru íslenzk
handrit, bækur prentaðar á ís-
landi irá upphafi prentlistar í
landinu fram til ársins 1953,
dagblöð, tímarit, gömul landa-
bréf, ásamt línuritum um ís-
lenzka útgáfustarfsemi. 1 einni
deildinhi eru sýndar allar bækur
Halldórs Laxness á íslenzku á-
samt þýðingum þeirra á fjölda
þjóðtungna.
☆
Ýmsar menningarstofnanir og
útgáfufynrtæki heiðra Dr. Pál
ísólfsson á sextugsafmæli hans
á morgun með því að efna til
hátíðatónleika í Þjóðleikhúsinu
og gefa út verk hans, lagasöfn
og tónverk, er hann hefir leikið
á plötur. Tónlistarskólinn og
Ríkisútvarpið efna í sameiningu
til hátíðatónleika í Þjóðleik-
húsinu og verða þar flutt verk
eftir Pál ísólfsson, og ræður
flytja Dávíð Stefánsson skáld
og Vilhjálmur Þ. Gíslason út-
varpsstjóri. Brautskráðir nem-
endur Tónlistarskólans afhenda
þar Tónlistarskólanum brjóst-
líkan af Páli ísólfssyni, sem
gert hefir Sigurjón Ólafsson
myndhöggvari. Tímaritið Helga
fell er að miklu leyti helgað
Páli ísólfssyni í tilefni af-
mælisins.
☆
Listdansskóli Þjóðleikhússins
er nýlega tekinn til starfa, og
vérða þar 140 nemendur í vetur.
Kennarar eru Erik Bidsted ball-
ettmeistari og Lisa Kærgaard
kona hans.
☆
Þrír íslenzkir kennarar dvelj-
ast í Bandaríkjunum í vetur í
boði utanríkis- og fræðslumála-
ráðuneyta Bandaríkjanna. Þeir
kynna sér skóla þar í landi og
bandaríksk lífsviðhorf.
☆
í fyrradag kom til Reykja-
víkur sendinefnd frá Ráðstjórn-
arríkjunum í boði félagsins
Menningartengsla íslands og
Ráðstjórnarríkjanna. í þeim
hópi er söngkona frá stóra leik-
húsinu í Moskvu, danspar frá
Leningrad-óperunni, kunnur
fiðluleikari og píanóleikari. —
Fólk þetta kemur fram á
skemmtun í Þjóðleikhúsinu í
dag.
☆
í gær var opnuð í Reykjavík
málverkasýning, er Nýja mynd-
listarfélagið stendur að, og sýna
þar sex málarar um 60 málverk,
olíumálverk og vatnslitamyndir.
Málarar þessir eru Ásgrímur
Jónsson, Jóhann Briem, Jón
Stefánsson, Jón Þorleifsson,
Karen Agnete Þórarinsson og
Sveinn Þórarinsson. Sýningin
verður opin hálfan mánuð.
☆
Sambandsráð Ungmennafé-
lags íslands hélt nýlega fund
sinn í Reykjavík og fól Ung-
mennasambandi Eyjafjarðar að
athuga möguleika á því að lands
mót ungmennafélaganna verði
haldið á Akureyri 1955. Ákveðið
hefir verið, að halda norrænt
æskulýðsmót hér á landi næsta
sumar og fagnaði fundurinn
þeirri ákvörðun og kaus fimm
manna nefnd til þess að undir-
búa mótið í samráði við stjórn
Ungmennafélags íslands. — 1
ályktun um þjóðernis- og
menningarmál var talið, að sér-
staklega beri þjóðinni að vera á
verði um frelsi sitt og sjálfstæði
í sambandi við herstöðvamálið,
og því var beint til félagssam-
taka landsins, skóla og annarra
menningarstofnana, að þau vinni
að því ötullega, að þjóðlífið
megi byggjast á hugsjónum
þjóðlegrar lífsskoðunar og lýð-
ræðis.
☆
Guðmundur Gamalíelsson
bókaútgefandi og bóksali var
jarðsunginn í Reykjavík á þriðju
daginn. Hann var á áttugasta og
þriðja aldursári, er hann lézt.
Guðmundur stundaði bókaút-
gáiu og bókasölu í nær því 50
ar, stuðlaði að framgangi margra
góðra mála, starlaði mikið í
Iðnaðarmannafélaginu og var
aðalhvatamaður að stofnun Iðn-
skólans. Hann var mætur
maður.
☆
Nýlega var haldið þing
Bridgesambands íslands. For-
seti var kjörinn Brynjólfur
Stefánsson.
☆
Á þriðjudaginn var gerð á
Akureyri útför Kristínar Sig-
fúsdóttur skáldkonu, er lézt 77
ára að aldri. Meðal rita hennar
er leikritið Tengdamamma,
Sögur úr sveitinni og skáldsagan
Gestir.
Business and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. ingimundson Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgö, bifreiöaábyrgð o. s. frv. Phone 92-7538 1 Dr. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
SARGENT TAXI
SérfræSingur í augna, eyrna, nef
pg hálssjúkdómum.
StiHileg grein og
sanngjörn í
„The Economist,//
„Ofbeldið var aldrei sierkur
leikur hjá brezkum iogara-
eigendum"
í hinu kunna, brezka tíma-
riti, „The Economist“, birt-
ist hinn 19. þ. m. stillileg
grein og sanngjörn um
fiskveiðadeiluna og löndun-
arbann það, sem haldið
hefir vérið uppi gegn ís-
lenzkum togarafiski í Bret-
landi undanfarið.
Grein þessi stingur mjög í
stúf við ýmsar þær æsinga-
greinar og þvætting, sem sést
hafa annað veifið í „Fishing
News“ og víðar undanfarnar
vikur. Hér fer á eftir útdráttur
úr greininni:
„Hinar vel auglýstu tilraunir,
sem gera á til þess að hefja á
ný innflutning á íslenzkum
togarafiski til Bretlands vekja
enn athygli á deilu íslenzku
ríkisstjórnarinnar og brezkra
togaraeigenda. Snemma á árinu
sem leið, féll dómur Haagdóm-
stólsins Norðmönnum í vil og
heimilaði þeim að færa út land-
helgi sína. Vitaskuld fór hin ís-
lenzka ríkisstjórn eins að og
markaði nýja landhelgislínu til
þess að vernda hrygningar-
stöðvar fisksins. Þó að veiði smá
báta á þeim slóðum sé leyfð, er
öll togveiði þar bönnuð.
Eðlilegt var að brezkum tog-
araeigendum gremdist þessi á-
kvörðun, sem hrakti þá af sum-
um beztu miðunum. Þeir gripu
þá til þeirra refsiaðgerða að
skella á banni gegn innflutningi
íslenzks fisks til Bretlands. Nú
hafa fregnirnar um tilraunir til
þess að rjúfa það bann varpað
nokkru ljósi á aðferðir þær, sem
beitt er. Mr. Dawson, sem
hyggst flytja inn fiskinn, hafa
verið bannaðar allar bjargir í
löndunarhöfhum, þar á meðal
neitað um öflun íss, sem nauð-
synlegur er til dreifingar fisk-
inum. Þá hafa brezkir togara-
eigendur hótað því að selja
engum fiskikaupmönnum fisk,
sem verzla við íslenzka togara.
Málstaður togaraeigenda hef-
ir ekki batnað við það, að fiskur
er nú dýrari en þegar hinnar
íslenzku samkeppni naut við.
Það var aldrei sterkur leikur
hjá togaraeigendum að beita
ofbeldisaðferðum (strongarm
tactis) löndunarbanns. Sem
óopinbert diplomatlskt vopn er
það gagnslaust. íslenzka ríkis-
stjórnin hefir ekki afturkallað
ákvörðun sína, jafnvel þó að
fiskveiðarnar hafi beðið nokk-
urn hnekki. Rétt lausn málsins
væri vitanlega sú að láta fara
fram alþjóðlega rannsókn á of^
veiðivandamálinu á hrygningar-
stöðvunum, ekki aðeins á ís-
lands- og Noregsmiðum, heldur
einnig við Skotlandsstrendur,
þar sem fiskimenn hafa orðið
hart úti af völdum erlendra
togara.“
—VÍSIR, 28. sept.
PHONE 20-4845
For Quick, Reliable Service
Lesið Lögberg
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
vitS, heldur hita frá aC rjúka flt
meC reyknum.—Skrifiö, simiö til
KELLY SVEINSSON
625 Wall St. Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Simar 3-3744 — 3-4431
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance in all its branches
Real Estate - Mortgages - Rcntals
210 POWER BUII.DING
Telephone 93-7181 Res. 46-3480
LET US SERVE YOU
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith Si. Winnipeg
PHONE 92-4624
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusimi 92-3851
Heimasimi 40-3794
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
895 Sargenl Ave. Winnipeg
PHONE 74-3411
Hafið
Höfn
í huga
Heimili sðlsetursharnanna.
Icelandic Old Folks’ Home Soc.,
3498 Osler St., Vancouver, B.C.
Aristocrat Stainless
Steel Cookv/are
For free home demonstrations with-
out obligation, write, phone or call
302-348 Main Slreei. Winnipeg
Phone 92-4665
“The King of the Cookware”
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
Phone 92-8211
T. R. THORVALDSON Manager
Your patronage will be appreclated
Minnist
BETEL
í erfðaskróm yðar.
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
Chartered Accountant
505 Confederation Life Building
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Slmi 92-5227
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin, Maniloba
Eigandi ARNI EGGERTSON Jr.
Van's Electric Ltd.
r
636 Sargenl Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-4890