Lögberg - 05.11.1953, Side 8

Lögberg - 05.11.1953, Side 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 5. NÓVEMBER, 1953 Úr borg og bygð Elliheimilið STAFHOLT þarínast forstöðukonu. Umsækjandi verður að vera útlærð hjúkrunarkona tala íslenzku, miðaldra, og vera til heimilis á elliheimilinu. Frekari upplýsingar fást hjá ANDREW DANIELSON, skrifara nefndarinnar, P.O. Box 516 Blaine, Wash., U. S. A. ☆ Frá Minneapolis, Minn. 22. október 1953' Ég get ekki látið hjá líða, að þakka vinum mínum og vel- unnurum alla þá ástúð, er þeir létu mér í té þann tíma, sem ég dvaldi á Gimli og veitti elli- heimilinu Betel forstöðu. Ég þakka kveðjustundina á Betel, þar sem viðstaddir voru stjórnarnefndarmenn, sóknar- prestur, starfsfólk og vistfólk; ég þakka hinar stórmannlegu gjafir, sem mér voru færðar, og hin fögru orð, er féllu í minn garð; þetta var ógleymanleg stund og mun ég jafnan geyma endurminningarnar um hana í þakklátum huga. Vinsamlegast, (Mrs.) J. Augusta Tallman ☆ A meeting of the Jan Sigurd- son Chapter I.O.D.E., will be held at Headquarters in the Wmnipeg Auditorium on Friday Eve., November 6th at 8 o’clock. ☆ Söngskemmtun að Mountain, N. Dakota Frú Guðmunda Elíasdóttir heldur söngskemmtun að Moun- tain, N. D., þriðjudagskveldið 17 nóvember, og á þessum stöðum í Manitoba: Selkirk — fimmtudagskveldið 5: nóv. Gimli — nóv. Árborg 9. nóv. Riverton 10. nóv. Lundar - 13. nóv. Ungur og prúðmannlegur ís- lenzkur sjómaður, Óskar Bjarna son, sem dvalið hefir að mestu í Langruth frá því í síðastliðn- um janúarmánuði hjá frændum sínum þeim B. Bjarnasyni og Valdimar bróður hans, lagði af stað álexðis til íslands á mánu- daginn; fór hann með járn- brautarlest til New York, en siglir þaðan á föstudaginn með Tröllafossi til Reykjavíkur; Þessi ungi maður er ættaður af Norðfirði en á nú heima í Vest- mannaeyjum; frændi hans, Barney kaupmaður í Langruth, fylgdi honum hingað til borgar- innar. ☆ Mr. og Mrs. Halldór Árnason, Ste. B. Patricia Court, Furby Street, biðja Lögberg að flytja Djáknanefnd Fyrsta Jútersk^ safnaðar innilegar hjartans þakkir fyrir að senda heim til þeirra ljúffenga kalkúnamáltíð með öllum fylgiréttum í tilefni af 75 ára afmæli safnaðarins. ☆ Þær Mrs. B. K. Guðmundsson frá Springfield Valley City, Cal., og Mrs. G. Sigvaldason frá föstudagskveldið 6. - mánudagskveldið — þriðjudagskveldið fimmtudagskveldið ☆ . Fólk á Gimli og í grend, er vinsamlegast beðið að veita at- hygli auglýsingunni um 10 ára afmælisfagnað þjóðræknisdeild- arinnar, sem haldin verður í samkomuhúsi bæjarins á föstu- dagskvöldið hinn 13. þ. m. Til skemtiskrár hefir verið vandað hið bezta. ☆ Oddný Christine Eggertson, dóttir Mrs. Lloyd Burko, og Harold Robert Hartley voru gefin saman í hjónaband í Cal- gary, Alberta, 5. sept. s.l. COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins Árborg, litu inn á skrifstofu blaðsins í fyrri viku; kom Mrs. Guðmundsson hingað norður til að vera við giftingu Huldu systurdóttur sinnar. ☆ Mrs. Guðlaug Eggertson, 704 Langside Street, biður Lögberg að flytja Djáknanefnd Fyrsta lúterska safnaðar ástúðarkveðj- ur fyrir að senda henni ljúf- fenga kalkúnamáltíð, ásamt við- eigandi fylgiréttum í tilefni af 75 ára afmæli safnaðarins. ☆ Gefin saman í hjónaband að Victoria Beach 17. okt. s.l. Donalda Marie Breadner og Const. Robert L. Jónsson, R.C.M.P., sonur Mr. og Mrs. J. A. Jónsson, Victoria Beach. — Heimili ungu hjónanna verður í Vancouver. ☆ Á hverju ári er tveim frábær- um námsmönnum frá Peace River héraðinu veittur $500.00 námsstyrkur hvorum við British Columbia háskóla. — íslenzk stúlka, Gerða Gíslason, vann þessi námsverðlaun í ár. ☆ National Supply Company of Pittsburgh, Pa., sem framleiðir vélar fyrir olíuframleiðsluna, velur árlega 20 námsmenn, er brautskráðst hafa úr háskólum Canada og Bandaríkjanna og þjálfar þá til að taka að sér háar stöður í félaginu. Einn af þeim tuttugu, sem varð fyrir valinu í ár var Frank Gordon Frederick- son, British Columbia, sonur Mr. og Mrs. Frank Frederickson. Annar sonur þeirra hjóna stund- ar nám 1 læknisfræði við B. C. háskólann. ☆ Síðastliðinn föstudag lézt að heimili sínu 235 Enfield Cres- cent, Norwood, John B. Thor- steinsson raffræðingur 54 ára að aldri; hann var sonur Bjarna skálds Þorsteinssonar og Bjarg- ar Jónsdóttur frá Sleðbrjót, sem lengi bjuggu í Selkirk, bæði fyrir allmörgum árum látin; út- förin fór fram á mánudaginn undir umsjón A. B. Gardiner Funeral Home. Jarðsett var Little Britain grafreit, undir forustu Dr. M. E. Boudreau. High School—Day and Night An opportuntiy for employed young people to secure a high school education at night. Earn While You Learn Course can include Typewriter and French. Also Day School for Grades 7, 8 and 9. LOW 'RATES QUALIFIED TEACHERS ESTABLISHED 1942 Geo. Frith, B.A., M.Ed., Principal. 462 Furby Slreel, at Ellice Ave. For information: Phone 3-6297 Mr. Thorsteinsson var fæddur á Vopnafirði, en fluttist vestur um haf með foreldrum sínum 1903. Hann lætur eftir sig konu sína, Helen, ásamt tveimur sonum og einni dóttur; svo og einn bróður, Þorstein í Van- couver og tvær systur, Mrs. Önnu Magnússon í Selkirk og Mrs. Helgu Funk í Winnipeg. ☆ The Evening Alliance ’ of the First Federated Church, Sar- gent and Banning, is holding their Annual Fall Tea on Satur- day, November 14th, from 2:30 to 5:00 p.m. in the church basement. There will be a sale of home- cooking • and white elephant table. A door prize will be drawn. All are welcome. ☆ Mr. Brynjólfur Árnason fyrr- um kaupmaður í Winnipeg og að Mozart, Sask., lézt 1 Bremer- ton, Wash., síðastliðinn mánu- dag; útför hans verður .gerð frá Fyrstu lútersku kirkju á föstu- daginn kl. 1.30 e. h. Kveðjumál flytja Dr. Valdimar J. Eylands og séra H. S. Sigmar á Gimli. Brynjólfur var þingeyzkur að ætt, en átti um nokkurt skeið heima á Bustarfelli í Vopnafirði; hann var níræður að aldri, prúð- ur í fasi og um alt hinn mesti sæmdarmaður. ☆ Walter Lindal dómari er af- kastamaður mikill og kemur víða við sögu. Embættisskyldur hans í Minnedosa-umdæminu eru tímafrekar og þeim eru sam- fara mörg og erfið ferðalög; nýtur hann þar trausts og vin- sælda; hefir lögmannafélagið, Northern Bar Association ný- lega kosið hann heiðursforseta sinn. Líndal dómari er og for- maður National Employment Commission. Sat sú nefnd ásamt nefndum frá mörgum landshlutum, þriggja daga þing á Fort Garry hótelinu í fyrri viku; var Líndal dómari forseti þingsins. Hann fór í dag til Ottawa til að starfa að þessum málum, en kemur heim eftir nokkra daga. ☆ The Annual meeting of the Women’s Association of the First Lutheran church will be an evening meeting at 7.30 p.m. Tuesday Nov. lOth in the lower auditorium of the church Fol- lowing the business meeting — at 8.45 will be a travel talk, and coloured slides shown by Elene Eylands Smith who spent the summer in Europe. Everybody welcome! — Silver collection. ☆ Söngkonan víðkunna frú Guð- munda Elíasdóttir kom hingað flugleiðis frá New York á föstu- dagskvöldið; til fundar við hana komu á flugvellinum Dr. Valdi- mar J. Éylands forseti Þjóð- ræknisfélagsins, G. L. Johann- son ræðismaður, Finnbogi próf. Guðmundsson, Ragnar Stefáns- son skáld og Einar P. Jónsson og frú. Söngkonan nýtur gistivináttu þeirra Kristjáns J. Backmans læknis og frúar hans þann tíma, sem hún dvelst í borginni. ☆ Mr. John Freysteinsson frá Churchbridge, Sask., kom til borgarinnar á sunnudagskvöldið ásamt Donald syni sínum. sem nú er að hefja nám í landbún- aðarvísindum við Manitoba- háskólann; í för með þeim feðgum var Mr. Gísli Markús- son póstmeistari í Bredanbury. ☆ Á mánudaginn hinn 26 októ- ber s.l. varð bráðkvaddur hér í borginni Robert Helgason mið- aldra maður og hinn bezti drengur; hann var sonur þeirra Gunnlaugs og Oddnýjar Sveins- dótitur Helgason, sem bæði eru látin; hann var fæddur og upp- alinn í þessari borg; hann lætur eftir sig tvær systur og þrjá bræður. Útförin fór fram frá Bardals að viðstöddu miklu Viðtal við INGIMAR SIGURÐSSON í Fagrahvammi: Skrúðgarðar á hausti „Og gustur fór um garðinn sumarbjarta,“ segir í kvæði eftir Tómas, og í öðru kvæði eft.r annan mann segir svo: „I garðinum rökkvar, — þei, — gekk einhver fram hjá? Ég greindi eins og skóhljóð manns. — Nei, vertu ekki að hlusta, það er vindblær sem rjálar við visinna blóma krans.“ Eitt blíðasta sumar ævi okkar er senn á förum, haustið er á næsta leiti og horfir inn í garð- inn til okkar, einn næsta morg- un þegar við vöknum er það kannske komið inn í harin og hrím á blómi og tré. Þá er mál til komið að búa garðinn undir vetur, búa gróðri hans væra hvílu undir vetrarsvefninn, svo að hann vegi vakna enn fegurri en nokkru sinni fyrr, „þegar aftur kemur vor í dal.“ Þeim fer nú sífjölgandi, sem rækta skrúðgarð kringum húsið sitt, en margur mun blómavin- urinn eiga reynslu og þekkingu af skornum skammti varðandi meðferð og umhirðu þessara við kvæmu fósturbarna sinna í ríki jurtanna, en það eru fullkomin sannindi, að því betur sem fólk annast garðinn sinn, því meiri ánægju hefir það af honum. Ég hef snúið mér til eins bezta og lærðasta garðyrkjumanns aust- anfjalls, Ingimars Sigurðssonar í Fagrahvammi í Hveragerði og beðið hann að fræða mig og les- endur Suðurlands um, hvernig haga beri hauststörfum í skrúð- garði, þannig að hann verði sem bezt búinn undir veturinn og næsta vor. Fyrsta spurningin, sem ég lagði fyrir Ingimar var eitthvað á þessa leið: — Hvenær er kominn tími til að búa skrúðgarðana undir vetur? •— Svona um og eftir miðjan september, svarar Ingimar. Þá er bezt að hreinsa sumarblómin (einæru blómin) alveg burt úr fjölmenni. Séra Philip M. Péturs son prðsöng ☆ í fyrri viku lagði af stab til íslhnds Stefán Eiríksson frá Djúpadal í Blönduhlíð í Skaga- firði; hann hefir í undanfarin ár starfað við Hutchison hótelið í Cypress River og tekur aftur við stöðu sinni þar, er hann kemur frá íslandi; móðir Stefáns, sem hnigin er að aldri, á enn heima í Djúpadal og var ferðinni heitið þangað til fundar við hana. ☆ Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í skrúðhúsi Fyrstu lútersku kirkju þau Miss Sigrún Ada Thor- grímsson og Mr. Warren McArthur. Brúðurin er dóttir séra Adams Thorgrímssonar, sem látinn er fyrir mörgum árum, og Sigrúnar konu hans, sem búsett er hér í borg. Brúð- guminn er sonur Mr. og Mrs. W. D. McArthur og er faðir hans á lífi í þessari borg. Svaramenn voru Mr. og Mrs. Brian Thor- grímsson. Dr. Valdimar J. Ey- lands gifti; framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Winni- peg- Brúðurin hefir um allmörg undanfarin ár starfað í þjónustu The Colum'bia Press Limited. — Lögberg árnar brúðhjónunum framtíðarheilla. ☆ Mr. and Mrs. Herman Dalman and young son of Ft. William, Ontario, are visiting Mrs. Dal- man’s mother, Mrs. J. B. Skapta- son. ☆ Stúkan Hekla I.O.G.T. heldur næsta fund 'sinn þriðjuda^inn 10. þ. m. kl. 7.30 að kvöldinu. Félagar, mætið stundvíslega. garðinum, en af þeim fjölæru eru tekin öll visin blöð og blóm jafnóðum og þau fölna. Fjölæru blómunum til hlífðar er albezt að nota krækiberjalyng, breiða það yfir ræturnar, en líka má nota heyrudda, þang og hús- dýraáburð, — um það bil skóflu- fylli yfir hvern rótarbrúsk, af húsdýraáburði er hrossatað bezt eða þá kindatað, en nýja kúa- mykju má alls ekki nota. Þeir sem eiga hænsni ættu að hleypa þeim í skrúðgarðinn um þetta leyti árs, þau gera mikið gagn með því að éta lirfur og með því að krafsa upp og losa moldina í blómabeðunum. Blómlaukar Þeir sem vilja hafa blóm- lauka í garði sínum, eiga að setja þá niður eftir miðjan september, svo sem páskaliljur, túlipana, íris og krókus. Þessar tegundir blómstra frá því í apríl og þar til í ágúst næsta sumar. Fást í blómaverzlunum og hjá garðyrkjumönnum og kosta frá 75 aurum upp í 2 krónur stykkið. — Hvernig er þessum laukum plantað? — Þeim er plantað 10—15 cm. niður í jarðveginn, með öðrum orðum svo djúpt að holklakinn lyfti þeim ekki upp, — með 15— 30 cm. millibili. Krókus og páskaliljur fer bezt á að setja í grasfletina. Þá er og þannig farið að, að maður stingur með skóflu tvær stungur í vinkil (eins og maður ætli að fara að stinga upp kökk), lyftir síðan upp horninu og setur laukinn þar undir og þjappar þökunni vel niður aftur. Krókusinn blómstrar þá venjulega í apríl og maí næsta vor, en páskalilj- urnar í maí og júní. Þegar blómin eru fallin á miðju sumri, má slá grasflötina þar sem þau stóðu án þess að hugsa um að hlífa blöðum þeirra, þau koma upp næsta vor engu að síður. BlómabeSin Þegar búið er að hreinsa allan garðinn, segir Ingimar ennfrem- ur, er bezt að bera húsdýraáburð í öll tóm beð og stinga þau upp, en ekki er til neinna bóta, nema síður sé, að raka yfir á eftir. Þetta er ákjósanlegasti undir- búningurinn fyrir næsta árs ræktun og hefir fram að þessu verið mjög vanræktur hér á landi, en er þó mjög nauðsyn- legur: Á hverju hausti skal plægja eða stinga upp alla mat- jurtargarða og blómabeð eftir að allt rusl hefir verið úr þeim hreinsað. Þetta er meðal annars ein öruggasta vörn gegn hvers konar jurtasjúkdómum. Trj ágróður Eldri og stærri tré þarf lítið að hugsa um, nema bera að þeim áburð. Það þarf að bera húsdýra áburð kringum tréð. Yfirleitt má gera ráð fyrir að rótarkerfi trésins sé þrisvar sinnum meira um sig en krónan. Á mannhæð- arháu tré má þannig áætla að ræturnar nái 1—3 metra út frá stofninum í allar áttir, og þarf að dreifa áburðinum á allt það svæði, en minnst næst stofnin- um. Áburðarmagnið þarf að MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Th©ol. Hehnili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 8. nóv.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12. íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson vera það mikið að það þeki jarð- veginn. Nýgróðursettar trjáplöntur þarf að meðhöndla á dálítið annan hátt en eldri trén. Það þarf til dæmis að hlúa vel að rótunum. Bezt er ef maður hefir reiðingstorf, að rista það niður í ca. 30 cm. breiðar lengjur og leggja lengjurnar síðan niður sitt hvorum megin við stofninn og þétt að stofninum. Þetta varnar því að holklakinn lyfti plöntunni upp úr moldinni. Þeir sem ekki eiga völ á torfreiðingi geta notað þökur úr grastorfi og á þá grasrótin að snúa niður. Þetta er gert eftir að jarðvegur- inn hefir verið hreinsaður og áburður borinn í hann, svo sem áður hefir verið lýst. — Þarf ekki að verja trjá- toppinn eða stofninn að öðru leyti? — Margir skemma meira en þeir bæta með því að vefja plöntuna striga, stinga niður hjá henni styrktarpriki og binda hana við það. En ef slíkt er gert verður að gæta þess vel, að plantan geti hvorki slegizt við prikið né nuddast af böndunum. Runna, rósir og smábarrtré má verja vetraráföllum með því að reisa yfir þau þrjár spýtur í pýramída og.tjalda yfir með grófum, gisnum striga. Mjög er áríðandi að slíkur útbúnaður útiloki ekki loft frá plöntunni. Ymislegt fleira sagði Ingi- mundur mér um garðrækt, þó að hér verði nú brátt stanzað að sinni. Meðal annars um þing- víðinn, sem á svo mjög vanda til að kala. Ef þú hefir þingvíði í garðinum þínum og vilt auka við hann á næsta vori, þá skaltu skera af honum greinar í haust, grafa þær 15 cm. niður í mold og geyma þær þar, unz mál er að planta næsta vor, þá tekur þú þær upp ókalnar og bráðlifandi og stingur þeim í beðið og þær munu óðara skjóta rótum og verða að nýjum trjám. Þökk fyrir fræðsluna, Ingi- mar. Guðmundur Daníelsson —SUÐURLAND, 19. sept. t<—•>OCZ>OC r»< ->n<----->o<____z>o<-zz>o< :.'..ooc.:.7r>ocirT>0' Afmælissamkoma Þjóðræknisdeildarinnar „Gimli" verður haldin í Parish Hall, Gimli, Man., föstudaginn, 13. nóvember, kl. 8.30 e. h. SKEMMTISKRÁ: O, CANADA ÁVARP FORSETA Dr. V. J. Eylands SMÁLEIKUR „HAPPIГ eftir Pál J. Árdai FJÓRRADDAÐUR SÖNGUR, Söngstjóri Mr. Frank B. Olson STUTT ÁVARP og sýndar myndir frá íslandi — Próf. Finnbogi Guðmundsson ÁVARP GESTA ELDGAMLA ÍSAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Inngangur 50 cents 1 !L ó o czz> o crz> o czn> o czo o czd o <=> o czzr> o c >OCZ>OC=>OCZD

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.