Lögberg - 12.11.1953, Síða 1

Lögberg - 12.11.1953, Síða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas • Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 12. NÓVEMBER, 1953 NÚMER 46 RepubSicanar fá póíit'ískt glóðarauga Þjóðminjavörður hefir fengið fjalir úr Flatatunguskálanum Á þriðjudaginn þann 3. þ. m., fóru fram nokkurar kosningar í Bandaríkjunum, er gáfu Republicanaflokknum pólitískt glóðarauga; til ríkisstjóra í New Jersey fengu Demókratar kos- inn frambjóðanda sinn og enn- fremur frambjóðanda til neðri málstofunnar, en þar fór fram aukakosning; nokkru áður höfðu Republicanar tapað þingsæti í Wisconsin; í New York var kos- Róðinn vesfra til órs í upphafi Séra Bragi Friðriksson þjónar veslur-íslenzkum söfnuðum Innan skamms fer nývígður prestur, séra Bragi Frið- riksson, héðan af landi burt til starfa í Vesturheimi. Vísir átti í gær tal við séra Braga og innti hann eftir áform- um hans í þessum efnum. Sr. Bragi er ráðinn til Canada í eitt ár, og mun hann þjóna tveim söfnuðum í Manitoba- fylki, Lundar- og Langruth- söfnuðum. Svo stendur á um ráðningu sr. Braga vestur, að " fyrst var íeitað til annars ís- lenzks guðfræðings, Þóris Kr. Þórðarsonar, sem nú stundar biblíurannsóknir við háskólann í Chicago, og honum boðin prests staðan hjá þessum tveim söfn- uðum. Þórir gat ekki þekkzt boðið, en vísaði hins vegar á Braga, en síðan stóð séra Valdi- mar J. Eylands, formaður ís- lenzk-lúterska kirkjuráðsins í Canada, í sambandi við Braga, með þeim árangri, sem nú er kunnur. Séra Bragi kvaðst mundu fara vestur jafnskjótt og inn- flytjendaskjöl hans hefðu verið afgreidd, og fer með honum kona hans, Katrín Eyjólfsdóttir. Eins og fyrr segir, er sr. Bragi ráðinn til hinna tveggja safnaða til eins árs, en alls býst hann við að dvelja vestra í tvö ár eða svo. —VÍSIR, 9. okt. Kjörinn framsögumaður Ásmundur Loptson Þingmaður Saltcoatskjördæm- is í fylkisþinginu í Saskat- chewan, Asmundur Loptson, hefir verið kjörinn þingleiðtogi og framsögumaður Liberal- flokksins; á hann langan og merkilegan þingferil að baki. Ásmundur er harðsnúinn stjórn- málamaður, er sjaldan ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur. inn til borgarstjóra Demokrat, Robert F. Wagner, sonur hins þjóðkunna stjórnmálamanns Senator Wagners, sem fyrir skömmu er látinn;. var hann kjörinn með nálega fjögur hundruð þúsund atkvæðum um- fram keppinaut sinn af hálfu Republicana; í Virgina gekk frambjóðandi Demokrata til ríkisstjóra einnig sigrandi af hólmi. í öllum þessum áminstu kosn- ingum hafði Eisenhower forseti lagt blessun sína yfir frambjóð- endur flokks síns og fylgdi þeim úr hlaði með þeim hreysti- yrðum, að Republicanar væri á áframhaldandi sigurför um landið, en hér fór nokkuð á annan veg. Eftir þennan mikla kosninga- sigur þykir líklegt að Demo- kratar nái fullu haldi á báðum þingdeildum í kosningunum næsta haust. Hjarfans þakkir Hér með bið ég Lögberg að flytja alúðar þakkir, einlægar og hjartanlegar, öllum þeim vin- um, sem minntust mín með kveðjum og með gjöfum á sjötugsafmælinu 24. okt. s.l. Leif Eiríksson Club í Winni- peg þakka ég mjög innilega fyrir samkomuna 23. okt. og öllum þeim er þar voru viðstaddir. Sérstaklega þakka ég Dr. Beck fyrir ræðuna, Dr. S. J. Jóhann- essyni fyrir kvæðið — og þeim, sem sungu og lásu upp. Síðast en ekki sízt þakka ég af hlýjum huga afmælisveizlu hér í Seattle 4. nóv. — sem rúm- lega 100 manns sóttu. Þjóð- ræknisdeildin Vestri stóð fyrir framkvæmdum, en nágrannar og vinir tóku höndum saman. Fyrir ávörp, og ræður, frum- samin kvæði, söngva og góðar gjafir þakka ég sem allra ástúð- legast. Allt fór svo vel og skemmtilega fram að mér mun kvöldið — haust-kvöldið mitt — ætíð minnisstætt. — Konunum, sem alt gerðu með mestu prýði, til þess að veizlan yrði sem fallegust og bezt, þakka ég kær- lega fyrir kvöldið, ásamt öllum þátttakendum, og óska þeim blessunar. Ástarkveðjur til vina minna nær og fjær! Jalcobína Johnson Seattle, Washington, 8. nóv. 1953 Piano Recifal Thora Ásgeirson du Bois Thora Ásgeirson du Bois will give a piano recital Friday, Nov. 20th, oommencing at 8.30 p.m. in the First Federated Church, Banning Street. The recital is under the auspices of the Ice- landic Canadian Club, in aid of its scholarship fund. Thora du Bois has recently returned from two years of study in Paris. She gave recitals at École Normale de Musique, Cite Universitaire, and also re- corded a recital which was broadcast to Iceland. Since her return she has participated in a joint recital at the Winnipeg Wednesday Musicale meet. The Icelandic community will welcome this first public appear- ance of Thora du Bois since her return from overseas. Tickets may be had at Davíð Björnsson’s book store, Sargent Avenue; Western Music, 286 Graham Avenue, and from mem- bers of the club executive. Góðu landar mínir í Norður- Dakota! Eins og mörg af ykkur hafa vafalaust lesið um í íslenzku vikublöðunum, þá er hin ágæta íslenzka söngkona frú Guð- munda Elíasdóttir um þessar mundir á söngferðalagi um byggðir íslendinga á þessum slóðum á vegum Þjóðræknis- félagsins. Hefir nú, eins og ykkur mun einnig kunnugt af blaðafregn- um, verið ákveðið, að frú Guð- munda heldur söngskemmtun í samkomulrúsinu (American Leg- ion Hall) að Mountain, N. Dakota, þriðjudagskvöldið þ. 17. nóvember kl. 8. Stendur þjóð- ræknisdeildin „Báran“ að sam- komunni. Útsl.urður með Hringaríkisstíl frá 11. öld Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður er nýkominn heim úr Noregsferð. 1 þessari ferð sinni sat hann svonefndan „víkingafund“, er haldinn var í Noregi. Tíðindamaður frá blaðinu gekk á fund hans í gær til að fá fréttir af fyrirlestri, er Kristján hélt á þessum fornfræðingafundi um fjalir þær, sem fundizt hafa í Flatatungu í Skaga- firði og aUar líkur eru til að séu úr skála Þórðar hreðu. Útskurður í „Hringaríkisstíl" — Að hverju leyti eru þessar fjalir frásagnarverðar á víkinga- þingi? — Fornar sagnir herma, að Þórður hreða hafi smíðað skála í Flatatungu í Skagafirði og lengi var þar á bæ mikið af út- skornum fjölum, sem taldar voru leyfar úr þessari fornu byggingu. Nú er búið að rífa síðasta torfbæinn í Tungu. 1 sumar sótti ég þangað norður fjórar út- skornar fjalir sem þar voru eftir. Á .fjölunum er merkilegur forn útskurður, ef til vill ekki frá dögum Þórðar hreðu, en þó miklu eldri en ég hefði fyrir- fram trúað. Stíllinn er svokallaður Hringa ríkisstíll, sem var í tízku á Eng- landi og Norðurlöndum á fyrri- hluta 11. aldar. Á Flatatungufjölunum er bæði óhlutrænt skrautverk og Er hér um fágæta söng- skemmtun að ræða, því að ekki minnist ég, að við íslendingar í N. Dakota höfum átt þess kost að hlýða á söngvara heiman af ættjörðinni síðan Karlakór Reykjavíkur og Eggert Stefáns- son voru á ferðinni, sællar minn- ingar. Vil ég því eindregið hvetja ykkur til að fjölmenna á um- rædda samkomu. Ekki mun okkur heldur iðra þess, að leggja þangað leið okkar, því að eins og blaðadómar um söng irú Guðmundu bera með sér, þá hefir hún bæði mikla og fagra rödd, og túlkar viðfangs- efni sín að sama skapi á áhrifa- mikinn hátt. Á þessum samkom- um sínum í byggðum landa sinna syngur hún bæði íslenzk og erlend úrvalslög, og má óhætt fullyrða, að íslenzku lögin verða þar ekki útundan. Undirleikinn á samkomunni að Mountain annast frú Margaret Samson frá Akra, N. Dak. Notum hið sjaldgæfa tækifæri til þess að hlýða á frú Guðmundu Elíasdóttur! Hittumst heil á sam- komu hennar að Mountain að kvöldi þ. 17. nóvember RICHARD BECK Úr borg og bygð Síðastliðinn fimtudag voru stödd hér í borginni Mr. og Mrs. Theodore Vatnsdal og Mrs. Sigg Nelson frá Hensel, N. Dakota. ☆ Mr. S. A. Austmann ffá Sel- kirk var staddur í borginni á mánudaginn. ☆ Guðmunda Elíasdóttir, söng- konan víðkunna, syngur við kvöldguðsþjónustuna í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn kemur, 15. nóv. kl. 7. mannamyndir kristilegar, hempu klæddir menn með geislabaug og einn sem lyftir höndum og blessar, ef til vill Kristsmynd. Eini iréskurðurinn þessarar iegundar Þessi skurður er mjög vel gerður og hreinræktaður í sinni grein, og þessar íslenzku fjalir eru einu tréskurðarminjar í Hringaríkisstíl, sem til eru yfir- leitt. Áður var hann þekktur á steinum, skrautgripum og hand- ritum (í Englandi). Af þessu öllu þótti mér fjalirnar frá- sagnarverðar á víkingaþinginu, þótt þær séu aðeins lítilfjörlegar leifar af stóru verki. Frá þeim er mikil útsýn um ýmislegt í sögu listar óg menn- ingar á síðvíkingaöld. — Eru þessar f jalir til sýnis á Þjóðminjasafninu nú? — Ekki enn, en áður en langt um líður verða þær hafðar þar til sýnis. Satt að segja tel ég þær með merkustu fornminjum, sem komið hafa á safnið lengi. Ég er Oddi bónda Einarssyni í Flata- tungu og konu hans mjög þakk- látur fyrir umhyggju þeirra og áhuga á að þessar minjar varð- veittust. Það mátti ekki tæpara standa að þessar síðustu leifar hins forna skála færu sömu leið og allt hitt. Fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð — En hvað er þá um fjalirnar eða leifarnar, sem lengi hafa verið á Þjóðminjasafninu og eru kenndar við Flatatungu eða skála Þórðar hreðu en komu á safnið frá Bjarnastaðahlíð í Vesturdal. Þar voru fjalir þessar í árefti í skemmu? . — Fjalir þessar komu í safnið, segir Kristján, með römmum ummælum um að þær uppruna- lega væru úr skálanum í Flata- tungu. Hingað til höfum við haft það fyrir satt að fjalir þessar væru þaðan. En af útskurðinum, sem á fjölunum er, er ekki hægt að tímasetja þessar fjalir vegna þess að á þeim eru aðeins mynd- ir en ekkert skrautverk. Þegar við nú höfum þessar fjalir sem áreiðanlega eru úr Flatatunguskálanum, getur mað ur ekki verið alveg viss, um að Bjarnastaðahlíðarfjalirnar séu þaðan líka, því að sumu leyti er útskurður þeirra frábrugðinn hinum. Ég tel mig ekki að svo.stöddu geta skorið úr því, hvort hvorar tveggju fjalirnar séu verk sama manns, eða skornar á sama tíma. Það mál þarf að rannsaka betur. Fjalir frá báðum stöðum með krislilegu innihaldi Annars eru myndir á Bjarna- staðahlíðar-fjölunum með biblíu legu innihaldi eins og er á þeim fjölum, sem komið hafa beina leið frá Flatatungu, er gæti bent til þess, að allar hafi þessar fjalir verið í sama húsinu. — Hvað má ráða af Þórðar sögu hreðu um aldur þessa út- skurðar? — Talið er að sagan hafi verið skrifuð á seinni hluta 14. aldar. Hún er ekki mikilsmetin sem sagnfræðirit, og vafi mikill tal- inn á sannsögulegu gildi hennar. Og fráleitt væri að halda því fram sem fullri vissu, að Þórður hreða hafi gert útskurðinn á Framhald á bls. 8 Vinnur námsyerðlaun George Johnson George Johnson, ungur náms- maður af íslenzkum ættum, er á þessu hausti hóf nám í læknis- fræði á ríkisháskólanum í N. Dakota (University of North Dakota), vann nýlega $500.00 námsverðlaun í víðtækri sam- keppni miðskólanemanda. Er hér um að ræða námsverð- laun, sem flutningafélagið “Con- soliated Freightways”, pr bæki- stöðvar hefir í Oregon, efnir til meðal miðskólanemenda í 12 Mið-Vesturríkjum, þar sem fé- lagið hefir starfsemi sína. Hlýtur einn miðskólanemaftdi í hverju ríki slík námsverðlaun árlega, og bar George sigur úr býtum í N. Ðakota. Hann er fæddur í Bismarck, N. Dakota, 16. júní 1935, sonur þeirra Nels (Níelsar) Johnson, lögfræðings og fyrrum dóms- málaráðherrá í N. Dakota, sem fæddur er á íslandi og löndum sínum að góðu kunnur, og konu hans, Ruth Hallenbeck, af skozkum ættum. Lauk George síðastliðið vor miðskólanámi í Bismarck High School með háum heiðri, var þriðji í röðinni af 176 nemendum, sem þá útskrifuðust. En jafn- framt náminu hafði hann tekið mikinn þátt í félagslífi stúdenta, var meðal annars íþróttaritstjóri skólablaðsins. George Johnson er hinn mann- vænlegasti maður eins og hann á kyn til, og spáir námsferill hans fram að þessu góðu um framtíð hans. RICHARD BECK i Góðar bókagjafir íslenzku bókadeildinni við Manitobaháskóla hafa nýlega borizt 3 góðar bókagjafir. Er hin fyrsta frá frú Margréti Bárdal, er gaf meginið af bókum manns síns, Arinbjarnar heitins Bár- dals. Er þar að vonum margt góðra bóka. Önnur bókagjöfin er frá frú Soffíu Jakobsdóttur, 551 Elm St., ekkju Tómasar Benjamíns- sonar, en þau hjónin bjuggu lengi að Lundum, Manitoba. Var Tómas mjög bókhneigður, átti laglegt safn íslenzkra bóka, er frú Soffía hefur nú gefið ís- lenzku bókadeildinni til minn- ingar um hann. Þriðja gjöfin er frá Þorgerði Þórðardóttur, 589 Alverstone St. Hefur Þorgerður smám sam- an — eða frá því fyrir alda- mót — komið sér upp hinu ágæt- asta bókasafni, er veitt hefur henni marga ánægjustund um dagana. Er það hvorttveggja, að í safni hennar eru úrvalsbækur og unun að sjá, hve vel hún hef- ur farið með þær. Hafi gefendurnir nú heila þökk fyrir gjafir sínar og þann hug, sem þeim fylgir. F. G. Forsefahjónin ó Suðureyri 14. júlí 1953 í dag er bjart um fjöll og lygnan fjörð, og íirnalétt er sporið öllum hjá, því sólin baðar geislum græna jörð og gleðin ljómar hýrt á hverri brá. í sameiningu fólk og grænar grundir hér gestum tignum fagna á allar lundir. Það verður jafnan mesta lán hvers lands, ef leiðsagnar það nýtur hvern einn dag hins góða, vitra, göfugborna manns, er gerla skilur þjóðar sinnar hag, en fólkið traust í starfsins kliði stendur með styrka lund og vinnufúsar hendur. Og hér er einmitt brot af þeirri þjóð, sem þekkir vel og skilur örlög sín — eitt brot, er fyrrum sterkt við hlið þér stóð og stendur enn — og metur verkin þín, og mun í framtíð hylla hugsjón þína með hönd í starfi: að blessa ættjörð sína. Séra Jóhannes Pálmason, sóknarprestur í Súgandafirði —SUÐURLAND 5. september Fógæt söngskemmtun að Mountain, ND

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.