Lögberg - 10.12.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.12.1953, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1953 Maðurinn hjartagóði Fréttir fré ríkisútvarpi ísiands NIÐURLAG Snemma á nítugasta áratugn- um eftir 1880 var verið áð byggja Canada Kyrrahafsjárnbrautina vestur frá Winnipeg. Þegar brautin var komin vestur í námunda 'við landnám Blackfeet Indíánaflokksins, óttuðust menn að Indíánarnir mundu verja brautinni framgang. Þeir höfðu heyrt munnmæli um að lagning járnbrautarinnar væri fyrsta sporið til þess að svifta þá ekki aðeins ábúðarrétti á löndum sínum, heldur blátt áfram yrðu lendur þeirra teknar af þeim á- samt öllum öðrum réttindum, sem þeir enn áttu yfir að ráða. Þeir höfðu líka heyrt, að ef járnbrautin kæmist í gegn, þá væri von á þúsundum af ný- byggjendum, svo að Indíánum yrði með öllu ólífvænlegt á þeim slóðum. Verkstjórum þeim, sem stóðu fyrir lagningu brautarinnar, var kunnugt um hið mikla vald, sem Faðir Lacombe hafði á meðal Indíánanna. Þeir leituðu því til hans og báðu hann að bjarga málunum við. Faðir Lacombe lét ekki standa á sér. Hann kom reiðubúinn að tala máli því, sem var næst hjarta Indíánanna, en það var matur — nóg af mat. .Hann kom með 200 pund af tei, nóg af sykri, hveiti, mjöli og tóbaki. Eftir að Indíánarnir höfðu mat- ast talaði Faðir Lacombe til þeirra. Hann bað þá að amast ekki við framgangi járnbrautar- innar, og sagði þeim að við eign- arrétti þeirra yrði ekki haggað. Eftir allmikið umtal og óhug á meðal Indíánanna tókst Faðir Lacombe með aðstoð Crowfoot höfðingja Blackfeet flokksins, sem bað flokksbræður sína að treysta manninum, ér aldrei hefði að þeim logið, að fá Indí- ána til þess að leyfa framgang brautarinnar. Eitt atriði sem fylgilið við þessa sögu um Faðir Lacombe sem sáttasemjara á milli Indíán- anna og forstjóra Canada Kyrra hafsbrautarinnar er vert að benda á. Það kom fyrir árið 1883. Þegar aðalspor brautar- innar var komið til Calgary, kom George Stephen, fyrsti for- seti Canada Kyrrahafs járn- brautarfélagsins, könnunarferð eftir brautinni að austan ásamt nokkrum mikilsmetnum mönn- um frá Austur-Canada. Faðir Lacombe var boðið til miðdags- verðar, sem hafður var í járn- brautarvagni forsetans, í viður- kenningarskyni fyrir framkomu hans í sambandi við járnbraut- armálin. — Á meðan á máltíð- inni stóð hafði Stephen það á orði, að ánægjulegt væri ef hann gæti losnað við umstangið, sem forsetaembættinu væri samfara þangað til þeir kæmu vestur að rótum Klettafjallanna. „Ég ætla að segja af mér forsetaembætt- inu í eina klukkustund,“ sagði hann. R. B. Angus, sem var einn af boðsgestunum, tók strax til máls og sagði: „Við getum ekki haft járnbrautarfélagið forsetalaust, þó ekki sé nema í einn klukku- tíma. Ég sting upp á, að Faðir Lacombe sé kosinn forseti Canada Kyrrahafsjárnbrautar- félagsins í einn klukkutíma í viðurkenningarskyni fyrir fram- komu hans við Brackfoot Crossing". Faðir Lacombe tók á móti þessu sæmdarboði í sama anda og það var framborið. Stjórnar- nefndarfundur var settur. — George Stephen sagði af sér, og Faðir Lacombe var kosinn for- seti. Fyrsta verk nýja forsetans, var að stinga upp á George Stephen til að gegna vissum prestslegum skyldum. — Þegar klukkutíminn var liðinn tók Stephen aftur við embætti sínu. Árið 1885 leysti Faðir Lacombe vandasamara verk af hendi, en hann hafði þegar gjört fyrir Canada Kyrrahafsjárnbrautar- félagið. Það var 27. marz það ár, að fréttir fóru að berast til Calgary um uppreisn Crec- og Metis- Indíána í Saskatchewan og ó- dæðisverkum sem þeir unnu þar á hvítum mönnum. Calgary var að vísu langt í burtu frá þeim viðburðum, en samt fyltist hvíta fólkið þar ótta og kvíða. Það vissi, að áróðursmenn frá Crec- og Metis-Indíánunum höfðu verið á meðal Blackfoot Indíána flokksins, og menn óttuðust, að ef Blackfoot-Indíánar sameinuð- ust Riel-uppreisninni, að þá gætu þeir hæglega lagt alla hvíta menn að velli á þeim slóð- um. Fréttin var því öllum hvít- um mönnum, er í Calgary og nágrenni bjuggu, hið mesta á- hyggjuefni. Varðlið var dregið saman. Símað var til Ottawa og Regina eftir vopnum. Vörður var settur. Þungbúnir menn stóðu víðsvegar á götum bæjar- ins í smáhópum og töluðu hljóð- lega um áhlaup Blackfoot-Indí- ána á bæinn. Niðurstaðan varð sú, að þeir sendu eftir Faðir Lacombe. Þeg- ar hann kom hughreysti hann bæjarbúa og kvaðst ekki trúa því, að vinur sinn Crowfoot mundi vmna nein slík hermdar- verk og þau er nú ættu sér stað í Saskatchewan. En þessar for- tölur gátu ekki lægt óttan í huga og hjörtum hvíta fólksins í Calgary. Svo var það morgun einn, að Faðir Lacombe fékk lánaðan gufuketil hjá járnbrautarfélag- inu og lagði af stað á honum til Blackfoot Crossing til fundar við vin sinn Crowfoot. Crowfoot kom þessi heimsókn á óvart og Faðir Lacombe lét sem ekkert sérstakt væri um að vera. Crow- foot sagði Faðir Lacombe, að hann hefði heyrt að Metis- og Crec-Indíánaflokkarnir væru að gjöreyða öllu hvítu fólki, hvar sem þeir næðu til þess. Faðir Lacombe sagði, að slík frétt væri ósönn. Blackfoot-Indíánarnir v o r u kallaðir saman til viðtals. Faðir Lacombe sagði þeim, að hvítu mennirnir væru orðnir allt of margir í landinu til þess að við þá yrði ráðið og að það væri mesta fásinna fyrir Blackfoot- Indíána að grípa til vopna. — Crowfoot talaði einnig til manna sinna og fullvissaði Faðir La- combe um, að frá þeim yrði ekki ófriðar að vænta. En tímarnir voru geigvæn- legir. Maður einn segir svo frá, er þá var uppi í Calgary, Mr. A. P. Patric, sem var mikill vinur Crowfoot: „Einu sinni mætti ég Crowfoot og sagði hann þá við mig: „Legðu á hesta þína og farðu vestur í fjöll. Ég veit ekki, hve lengi ég get ráðið við þá.“ En Crowfoot tókst að halda mönnum sínum í skefjum. Þeir gjörðu engan óróa, þrátt fyrir það þótt þeir væru allra Indíána í Vestur-Canada herskáastir. Árið 1886 bauð Sir John A. McDonald Faðir Lacombe, Crow foot og öðrum foringjum Indí- ána, sem hlutlausir voru í Riel- uppreisninni til Ottawa. Var það gjört að nokkru leyti í þakk- lætisskyni fyrir framkomu þeirra og einnig til þess að sýna Indíánunum mátt og veldi hinna hvítu manna. En hver svo sem tilgangurinn var, þá varð för þeirra hin glæsilegasta sigurför. Hvar sem þeir komu, þessir Indíánahöfð- ingjar, var þeim sómi sýndur og veizlur haldnar þeim til virð- ingar. Þeim voru fengin til af- nota beztu herbergin á gistihús- unum, en þeir kunnu þar ekki vel við sig, þessir frumhöfðingj- ar Vesturlandsins. Þegar átti að leiða þá tl sængur þverneituðu þeir að skilja við Faðir Lacombe og kváðust þeir annað hvort mundu sofa í sama herbergi og Faðir Lacombe, eða þá vaka við herbergisdyr hans allar nætur. Á daginn létu þeir hann aldrei hverfa úr augsýn. Crowfoot vakti sérstaka eftir- tekt fólks. Hann var ekki aðeins mikilúðlegur og hetjulegur ásýndum, heldur vakti og mál hans almenna aðdáun. Einu sinni var Indíánahöfðingjunum boðinn hlaði af byssum og klyfjar af skotfærum að gjöf til að taka heim með sér. Crowfoot svaraði, að gjöfin yrði ekki þegin, — að hann og félagar hans hefðu komið í friði, — að þeir hefðu ekki einu sinni smá- hnífa sér til varnar — og að þeir tækju ekki á móti neinum byssum. Það er ekki unt að skýra frá öllum þeim góðverkum, sem Faöir Lacombe inti af hendi. Enginn þekkir þau öll, eða veit töiu þeirra. Hann fór þangað sem þörfin var mest, hvort held- ur var í nístandi vetrarkulda, eða brennandi sumarsól, og hvort" sem hann var hraustur eða heilsuveill. í bóluveikinni miklu árið 1870—’71 var eins og hann hefði vængi. Það fréttist til hans 1 Edmonton, í Pitt og eftir ör- stuttan tíma í Carleton. Hann var alls staðar að hjúkra þeim veiku og skírði þá sem að dauða voru komnir. Launin fyrir þessa óeigingjörnu þjónustu voru þau, sem hver sannur Missionar prestur mundi kjósa sér. Sann- færður um að maður, sem í meir en tuttugu ár hefði dvalið á meðal þeirra, annast þá í veik- indum þeirra og liðið með þeim súrt og sætt, væri boðberi mátt- arins, lét Sweetgrass-foringi Crec-flokksins skírast og með honum 2000 flokksmenn hans. Faðir Lacombe var sterktrú- aður maður og fullhugi. Hann mætti ægilegum torfærum, en margar af þeim torfærum urðu honum léttbærari fyrir hina að- dáanlegu kýmnisgáfu, sem hann hafði hlotið í vöggugjöf. Einu sinni var hann á löngu ferðalagi í köldu vetrarveðri, þegar vistaforði hans gekk til þurðar. Seinna þegar hann minntist á þá ferð við kunningja sína, sagði hann: „Ef að við hefð- um haft ögn af salti, þá hefðu Moccasinskórnir okkar (elti- skinnsskór) ekki smakkast svo illa.“ Minningin um Faðir Lacombe er Albertamönnum helgur dóm- ur. Tveir minnisvarðar bera minningunni um Faðir Lacombe lifandi vitni. St. Albert og La- combe gamalmennaheimilið í Mindno^ore rétt fyrir utan Calgary, sem hann sjálfur barð- ist fyrir. St. Albert til minningar um starf yngri ára hans, en Lacombe elliheimilið, sem hann safnaði fé til að stofna nálega einsamall, bera gleggstan vott um óþreytandi elju hans. Á meðan trú á guð, hugrekki og þátttaka manna í kjörum meðbræðra sinna lifir vor á meðal vex og grær minningin um Faðir Lacombe í ^.lberta. J. J. Bíldfell þýddi Atvika vísur Alt í staupunum Eigirðu kaup við húm og haust, hampaðu laupum fínum: Elli raupið — efalaust, áttu’ í staupum þínum! ☆ Máðar línur Margra kynning mjög sem brást, máða finn ég línu, þeirra hlynni’ ég ekki að ást undir skinni mínu. ☆ "Much ado aboul nothing" Ekki skeyta þarf um það, þrátt sem veitist fúsum, sem að leita ullar að inni’ í geitarhúsum. —PÁLMI 22. NÓVEMBER, 1953 Um síðastliðna helgi urðu mannskaðar og eignatjón í af- takaveðri, sem gekk yfir landið sunnan og vestanvert og var veðrið mest aðfaranótt mánu- dags og á mánudaginn. Þá um nóttina var vindhraðinn suð- vestanlands yfirleitt 10 til 12 stig og komst upp í 13 til 14 stig í byljunum. — Bandarískur flug- bátur lagði af stað frá Kefla- víkurflugvelli til Grænlands á sunnudagsmorguninn. — Eftir rösklega klukkustundarflug til- kynntu flugmennirnir að annar hreyfill vélarinnar hefði bilað, þeir hefðu snúið við aftur til Keflavíkur og gæti flugvélin ekki haldið hæð. Fimm manna áhöfn var á flugvélinni. Síðan hefir ekki til flugvélarinnar spurzt. Ekki var hægt að leita flugvélarinnar úr lofti á sunnu- daginn og mánudaginn vegna veðurofsa, en síðan leituðu i margar flugvélar en fundu ekki. í gær sáu skipverjar á Trölla- fossi flugvélarvæng á floti ekki fjarri þeim slóðum, þar sem talið er, að flugvélin hafi farizt. Það sviplega slys varð á Grundarfirði aðfaranótt mánu- dagsins, að vélskipið Edda frá Hafnarfirði fórst þar og drukkn- uðu sex menn, en þrír létust af vosbúð, en átta komust lífs af. Edda lá við festar á firðinum um 300 faðma frá hafnargarð- inum í Grafarnesi. Skall þá á slík stormhviða, að skipinu hvolfdi, en það var um 200 lestir að stærð. 11 menn komust í ann- an nótabátinn og rak hann óð- fluga í náttmyrkrinu norðaustur yfir fjörðinn. Skipinu hvolfdi um kl. 4 og klukkan 9 um morg- uninn bar bát skipbrotsmanna upp á sker og sat hann fastur á skerinu í tvær klukkustundir, en losnaði þaðan með flóði og náðu skipbrotsmenn landi hjá bænum Suður-Bás. Höfðu þá tveir ménn látist úr vosbúð og hinn þriðji lézt skömmu eftir að landi var náð. Skipið var frá Hafnarfirði og flestir þeirra, sem fórust, Hafnfirðingar. Þar var þegar hafin fjársöfnun til styrktar fjölskyldum hinna látnu og söfnuðust 60.000 krónur á fyrsta degi. í þessu veðri fuku sums staðar þök af húsum, bátar slitnuðu frá bryggjum og brotnuðu og báðar háspennulínurnar frá Soginu til Reykjavíkur biluðu, en gert var við þær samdægurs. Síðan hefur verið milt veður og síðustu daga hláka um allt land. ☆ Vöruskiptajöfnuðurinn í októ- bermánuði varð óhagstæður um 53 miljónir króna. Inn voru fluttar vörur fyrir 120 miljónir en út fyrir 67 miljónir. í inn- flutningnum eru með taldar vörur til Laxárvirkjunarinnar fyrir hátt á átjándu miljón króna. Fyrstu tíu mánuði ársins er vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um 283,5 miljónir króna. Inn hafa verið fluttar vörur fyrir 813 miljónir, en út fyrir 529,5 miljónir. ☆ Fiskaflinn í septembermánuði síðastl. varð samtals 27.000 lestir, en það var svipað magn og í sama mánuði í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins varð aflinn rúm- lega 295.000 lestir, en það er um 20.000 lestum meira en á sama tímabili í fyrra. Frystar voru 75.000 lestir, hertar 75.000, salt- aðar 79.000, — síldaraflinn nam 61,§00 lestum, og var helmingur þess magns saltaður. Annan þessa mánaðar var í Óskarshöfn í Svíþjóð lagður kjölur að nýju kaupskipi fyrir Samband íslenzkra samvinnu- félaga. Skipi þessu verður vænt- anlega hleypt af stokkunum í byrjun maí næsta vor, og áætl- að er, að það verði fullsmíðað í ágústmánuði. — Þetta verður stærsta skip sambandsins, 3300 | þungalestir, og með milliþilfari. Það verður 270 fet að lengd. Að útliti og útbúnaði verður skipið eins og Arnarfell. ☆ Sir Edmund Hillary, Ný-Sjá- lendingurinn, sem gekk fyrstur manná á Everest ásamt Nepal- búanum, Tfnsing Sherpa, kem- ur til Reykjavíkur eftir ára- mótin og flytur þar tvö erindi um fjallgönguna og snýir lit- myndir frá Everest. Hann verð- ur um þær mundir í fyrirlestr- arferð um Norðurlönd. Hingað kemur Sir Edmund Hillary á vegum tímaritsins Helgafells, og dvelst í Reykjaví^ eina viku. Eins og mönnum er kunn- ugt af fréttum frá Englandi hafa brezkir togaraeigendur breitt þá sögu út að með víkkun landhelginnar hafi íslendingar brotið það sem þeir kalla „alþjóðaregluna um þriggja mílna land- helgi“. Sumir hafa lagt eyrun að þessum óhróðurs- sögum og er það því vel að James Whittaker, ritaði fyr- ir skömmu skýrlega grein í blaðið City Press, þar sem bent er á það, að engin al- þjóðaregla sé til um þriggja mílna landhelgi. Kafli úr greininni fer hér á eftir: Engin alhæf regla er til í heiminum um stærð landhelgi. Sumir hafa sakað íslendinga um óhæfilega framkomu, já, jafnað þeim við Mossadek í Persíu, vegna þess að þeir hafi brotið alþjóðareglu um stærð land- helgi. Ósannindin, rangfærzlurnar og ýkjurnar í brezku blöðunum síðan landhelgisdeilan hófst, hafa algerlega skyggt á megin- staðreyndirnar í þessu máli. Á ráðstefnunni í Haag 1930 var gerð tilraun til að koma á allsherjarreglum um stærð land helgi. Var álits ýmissa ríkjai leitað _ um þetta. Svörin voru aðallega í þremur flokkum, sem hér segir: 1. Lönd, sem vildu halda fasi við þriggja mílna land- landhelgi: Bretland, brezka heimsveldið, Bandaríkin, Japan og Holland. Þó skal þess getið, að Holland óskaði eftir að víkka landhelgi sína, út yfir ákveðin svæði. 2. Lönd, sem héldu íram þriggja mílna landhelgi, auk vissra svæða uíar: Þýzkaland, Frakkland, Belgía, Egyptaland, Danmörk, Estland, Grikkland, írland, Pólland og Holland (sjá að ofan), Chile og Kína vildu halda þessu fram, ef skoðun þeirra um 6 mílna land- helgi fengi ekki staðizt. 3. Lönd, sem héldu fram stærri landhelgi: Með fjögurra mílna landhelgi: Noregur, Svíþjóð og Finnland. Með sex mílna landhelgi: Lit- í fyrradag var lagður kjölur að dráttarbát fyrir Reykjavíkur höfn, fyrsta skipinu, sem smíð- að er úr stáli hérlendis. Stál- smiðjan h.f. í Reykjavík hefur tekið að sér að smíða skipið, og voru samningar undirritaðir í apríl í vor. Gert er ráð fyrir, að smíði skipsins verði lokið um áramótin 1954—’55. Hjálmar Bárðarson skipaverkfræðingur hefur teiknað skipið. ☆ 1 fyrra gengust háskóla- stúdentar fyrir kynningu á verk um Einars Benediktssonar og var hún mjög fjölsótt. Stúdenta- ráð háskólans hefur í hyggju að halda áfram slíkri kynningu ís- lenzkra bókmennta, og hefur nú haugaland, Lettland, Brazilía, Kúba, Chile, Columbia, Uru- guay, Spánn, Italía, Persía, Rúmenía, Tyrkland og Júgó- slavía. Með tólf mílna landhelgi: — Portúgal. Það voru 43 lönd, sem þátt tóku í þessari Haag-ráðstefnu. — Ekki náðist neitt samkomulag um allsherjar reglu um stærð landhelgi. Alll landgrunn og aðrar ákvarðanir Nú skal sagt frá stærð land- helgi nokkurra fleiri ríkja: Argentína, Chile, Mexikó og Perú helga sér allt landgrunnði. Landhelgi Ecuado er 15 mílur. Egypzka og gríska landhelgis- línan er ýmist og til skiptis þrjár og sex mílur. Franska land- helgislínan er allt frá 3 mílum upp í 20, eftir því hvort um er að ræða landhelgi við heima- landið eða nýlendurnar, Noreg- ur hefir haft fjögurra mílna landhelgi síðan 1745 og Rússar halda fram að minnsta kosti 12 mílna landhelgi. Þessi landhelgi sýnir, enda þóit hún sé ekki læmandi, hve mikil fjarsiæða það er að halda því fram að nokkur al- heimsregla sé iil um stærð landhelgi. íslendingar fara að lögum Þessu næst rekur greinarhöf- undur nokkuð fiskveiðasamn- inginn 1901 milli Dana og Breta og skýrir frá því að íslendingar hafi sagt þessum samningi upp á lögmætan hátt. Síðan heldur hann áfram: Að jafna réttmætri uppsögn íslendinga á samningnum við atburðina í Persíu og olíumálið er bæði rangt og illgirnislegt. Sumir hafa leyft sér að stimpla íslendinga á þessum röngu for- sendum sem óþokka, lögbrjóta og þorpara af verstu gráðu. Allt er þetta byggt á tómum rang- færslum og lygum. Er einmitt rétt að benda á það, að af öllum þjóðum hvíta kynstofnsins, þá eru Islendingar hin löghlýðnasta þeirra, að þeir virða lög og rétt og að lagasetning þeirra og virð- ing fyrir réttinum hefir þróazt frá því árið 930. -Mbl., 23. okt. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK Framhald á bls. 3 Engin alþjóðaregla til um þriggja mílna landhelgi Óhróðurssögur brezkra togaramanna hraktar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.