Lögberg - 10.12.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.12.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1953 5 x Ál 14 AMÁL IWENNA \ ^ \ X Ritstjórl: INGIBJÖRG JÓNSSON SKÝRSLA MRS. J. G. WHITE Eins og áður var getið um í blaðinu á Mrs. J. G. White sætL fyrir hönd neytenda í nefndinni, sem nú er að rannsaka fiskimál- in hér í fylkinu; flutti hún iskýrslu á fundinum 10. nóv. Hafði Winnipegdeild Canad- ian Association of Consumers kannað hug meðlima sinna varð- andi Manitobafisk og komst að þeirri niðurstöðu að húsmæður hér yfirleitt vita lítið um Mani- tobafisk, hafa lítið verið hvattar til að velja hann fram yfir annan fisk, sem selst fyrir sama eða minna verð. Yfirleitt væri lítið borðað af fiski í saman- burði við aðra fæðu. Stafaði það sennilega af því að húsmæður kynnu ekki að matreiða hann svo að hann bragðaðist vel; fæstar kynnu að matreiða hann nema á einn veg. Önnur ástæða til þess að lítið væri hér borðað af Manitobafiski væri sú, að hann er ekki á boðstólum í mörgum Manitobabæjum, og jafnvel í Winnipeg fæst aðeins lítið af ferskum ófrystum Mani- tobafiski. Verð á fiski fanst konunum of htát í samanburði við verð á öðrum fæðutegundum, þó fanst þeim verð á frystum fiski all- sanngjarnt. Mesta furðu vakti það, hve Manitobafólk veit lítið um fisk- inn, sem aflast í Mnaitoba- vötnunum; Neytendafélagið gaf því þessar bendingar: 1. Að reynt yrði að kynna neytendum Manitobafisk með því að sýna hvernig á að til- reiða hann og matreiða í verzl- unum, kvenfélögum o. s. frv. Ennfremur að komið yrði á nám skeiðum í miðskólunum og há- skólanum; myndi Neytenda- félagið hafa ánægju af að eiga samvinnu við fiskiðnaðinn um slíka fræðslustarfsemi. Einnig ætti að auglýsa Manitobafisk í útvarpi, blöðum og tímaritum og útbreiða ódýrar fiskimat- reiðslubækur, smárit og blöð; mætti útbýta þeim í verzlunum, skólum og meðal félaga. 2. Þá ætti að skoða fiskinn og flokka vandlega til að fyrir- byggja, að neytendum sé seldur skemmdur fiskur. 3. Manitobafiskur er ekki sá ódýrasti fiskur, sem seldur er í þessu fylki. Ef auka á eftir- spurn hans hér verður að finna einhver ráð til að lækka verðið þannig að Manitobafiskur sé ekki í flokki luxus-fæðu. 4. Að merkja Manitobafisk með því að vefja hann ákveðnum umbúðum, og nota auðlýsinga- spjöld þar sem hann er til sölu. ☆ Kemur fram fyrir hönd íslands Nýlega barst Kvennasíðunni mynd klippt úr dagblaði í Washington; er hún af Ágústu Thors sendiherrafrú í fögrum íslenzkum skautbúningi, en við hlið hennar stendur Vichi Sayre og er að ljúka við að skauta frúna. Er frú Ágústa að fara á United Nations tízkusýningu í Shoreham hóteli, þar sem konur frá fjölda löndum ætla að koma fram í þjóðbúningum sínum, en sýningin er til arðs fyrir vöðva- veika sjúklinga. Miss Sayre, sem er forstöðukona hjá Patricia Stevens Model Agency, er dótt- ir Mr. og Mrs. S. H. Sigurgeir- son, Steveston, B.C. ☆ Vissurðu þetta? — AÐ sumar húsmæður velja jafnan stærstu eggin, því þær halda að það séu beztu kaupin. — AÐ Poultry Products In- stitute of Canada tilkynnir, að stóru eggin, sem eru að jafnaði 24 únzur tylftin, séu ekki betri kaup en miðlungseggin, sem Fyrr á öldum voru mörg af mestu andlegu verðmætum ís- lenzku þjóðarinnar sköpuð í kyrrlátum klaustrum víðs vegar á landinu. Síðar meir hafa þessi hógværu verk klausturbræðra og ef til vill systra orðið stoðir undir sjálfstæðri menningu ís- lenzku þjóðarinnar. Nú standa vonir til þess að aftur verði tekinn upp hinn forni þráður og farið verði að vinna að þjóðlegum fræðum í klaustri á íslandi. Nunna við íslenzk fræðistörf í Jófríðarstaðaklaustur í Hafn- arfirði er gengin hollenzk vís- indakona, dr. Anna Kersbergen að nafni, sem skrifað hefir doktorsritgerð um Njálu og unnið mikil vísindastörf á vett- vangi íslendingasagnanna. Hafa íslenzkir vísindamenn oft vitnað í rannsóknir hennar, m. a. dr. Einar Ólafur Sveinsson. Getur enginn, sem um Njálu ritar vís- indalega, gengið fram hjá rann- sóknum dr. Kersbergen, ekki sízt um athuganir hennar á stílsamanburði á Njálu og Lax- 4ælu og fleiri Islendingasagna. Hvarf hún frá þjóðskjala- varðarstarfi í Rotterdam til þess að ganga í klaustur á Is- landi. Klausturreglan, sem hún gengur í, er ein allra strangasta klausturregla kaþólsku kirkj- unnar, Karmelreglan. Fyrstu árin eru systur þeirrar reglu einvörðungu bundnar við trúar- störf sín og mega ekki sinna veraldlegum verkefnum, þó að á sviði vísindanna sé. Hins vegar geta meðlimir Karmelreglunnar fengið leyfi til vísindastarfa eftir fjögur til fimm ár, en mega þó aldrei fara út fyrir klausturmúrana. Rælt við fræðikonuna Blaðamaður frá Tímanum ræddi við dr. Kersbergen í heim sóknarherbergi príórinnunnar í fyrradag. Sagðist hún hafa ákveðið síðar meir að vinna að vísindastörfum í klaustrinu og helga sig þá íslenzkum fræðum, einkum þeirri grein fornaldar- bókmenntanna, sem snerta trú- arathafnir og trúarsögu lands- manna og skáldskap. — Ég lagði stund á norræn mál á stúdentsárum mínum heima í Hollandi, sagði dr. Kersbergen í viðtali sínu við Tímann. Síðan varð hugur minn heillaður af íslenzkri tungu og fornaldarbókmenntum ykkar, svo að ég sneri ævistarfi mínu að þessum hugðarefnum. Fyrir um það bil 20 árum fór ég til íslands og innritaðist í norrænu- deild Háskóla íslands. Þá voru ekki nema sex nemendur í deild- inni, þrír íslendingar og þrír út- lendingar. En kennt var í al- þingishúsinu. Hafði ég ómetan- leg not af þessum vetri í nor- rænudeildinni. Ferðaðist um sögustaði Síðan gafst mér tækifæri til að ferðast mikið um ísland. Dvaldi ég um tíma á Hvítár- bakkaskólanum, þegar Lúðvík Guðmundsson var skólastjóri þar. Auk þess ferðaðist ég mikið um sögustaði Laxdælu á Vestur- eru að jafnaði 21 únzu tylftin, ef verð miðlungseggjanna er Ys lægra en stóru eggjanna. Ef að stóru eggin eru 72c. þá settu miðlungseggin að vera 64c — AÐ minstu eggin vega að jafnaði 18 únzur tylftin, og eins mikill sparnaður er í að kaupa þau, ef þau kosta einum fjórða minna en stærstu eggin. — AÐ ekki gerir til, hvort eggið er hvítt eða brúnt; litur- inn á skurninu stendur ekki í neinu sambandi við gæði, nær- ingargildi eða bragð fæðunnar, sem er innan í skurninu. landi og svo vitanlega um sögu- staði Njálu í Fljótshlíðinni og víðar. Komst ég alla leið norður á Akureyri og að Mývatni. ísland hefir upp frá því verið unaðsstaður í mínum augum. Hefir ást mín til íslands vaxið með hverju árinu sem liðið hefir. Tel ég mig vera sama sinnis og herra Jón biskup Ara- son, hinn mikla trúarleiðtoga Islendinga í kaþólskum sið, sem elskaði ísland næstum því eins mikið og kaþólska trú og lét líf sitt fyrir hugsjónir sínar og trú. Þannig fórust þessari há- menntuðu konu orð. Hún hefir sagt skilið við velmetið starf til að geta setzt í klaustur útí á Is- landi til aS geta þjónað guði sínum og síðar meir sinnt hugð- arefnum sínum við vísindastörf í þágu íslenzkra fræða. —TIMINN, 10. nóv. Valinn í nýja stöðu Mr. E. I. Wasylyshen Maður sá, sem hér um ræðir hefir nýlega gengið í þjónustu upplýsingadeildar Calvert Dis- tillers Limietd og hefir hann víða komið við sögu á vettvangi viðskipta og opinberra mála; hann var um eitt skeið meðráða- maður Canadian-Ukrainian Re- lief sjóðsins í Evrópu og gegndi fyrir stríðið forstjórastarfi hjá Curard eimskipafélaginu. ☆ Þér hafið vafalaust veitt því athygli að í dálkum þessa blaðs hafa mánaðarlega birst smá- pistlar, sem ganga undir nafn- inu „Canadian Notebook“, og hafa hlutaðeigendur varið til þess eigi all-litlum tíma, að gera þá þannig úr garði, að þeir hefðu sem allra víðtækast fræðslugildi, og munu lesendur yfir höfuð sammála um, að efni þeirra hafi fallið í frjóva jörð; 1 pistlum þessum hafa verið tekin til meðferðar mörg þau mál, sem þegnum þessa lands er nauðsyn- legt að fræðast um til hlýtar. eÞim, sem að pistlum þessum standa er umhugað um að heyra sem flestar raddir varðandi gildi þeirra, og uppástungur í þeim efnum verða kærkomnar. Kraf taverk - MARGAR sögur fara nú af i ítölskum kraftaverkamanni, sem ' Aquiles d’Angelo heitir. Hann er 45 ára að aldri og er fæddur og uppalinn í Neapel. Faðir hans var fátækur smiður og hafði ekki efni á að láta son sinn fara í barnaskóla. Hann ólst upp á götum borgarinnar og var ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði að hafa ofan af fyrir sér með því að bursta skó. Seinna gerðist hann dyravörður og enn seinna auglýsingaberi. Nú er það venja þar, að auglýs- ingaberar ganga á háum stikl- um, til þess að þeir gnæfi upp yfir mannfjöldann á götunum. Eitt sinn er d’Angelo var þannig á gangi, varð honum fótaskort- ur og féll í götuna. Fallið var mikið og hann var borinn með- vitundajiaus í sjúkrahús. Hann hafði meiðst svo mikið á höfði, að enginn ætlaði honum líf. Eftir rúman sólarhring vakn- aði hann þó og vissi ekkert hvar hann var niður kominn. Varð hann þá hræddur og fór að hljóða á hjálp. Hjúkrunarkona og læknir gengu þá að hvílu hans, en þeim brá í brún, er hann heilsaði þeim báðum með nafni. Hann hafði aldrei séð þau fyrr á ævi sinni. Þetta var upphafið að hinu nýja og undarlega lífi hans. Upp úr þessu áfalli hefir hann fengið sérstakar gáfur, sem öðrum dauðlegum mönnum eru ekki gefnar. Jafnt vísindamenn og læknar standa ráðþrota gagn- vart þessari miklu breytingu, sem á honum varð. Þessi al- ómenntaði maður, sem hvorki kann að lesa né skrifa, hefir læknað fjölda manna, sem lækn- arnir voru gengnir frá. Eru sögð mörg dæmi þess. ----☆---- Einu sinni varð söngvarinn mikli, Gigli, fyrir því óhappi að missa röddina. Það var eins og einhver kökkur væri í hálsinum á honum og hann kom ekki upp neinum réttum tón. Frægustu hálslæknar voru fengnir til þess að reyna að lækna hann, en þeir sögðu að það væri ekki hægt, raddböndin væru biluð. Og þar með sýndist útséð um það að Gigli gæti sungið framar. Að lokum tóku vinir hans það til bragðs að fara með hann til d’Angelo. Þar voru vinirnir látnir bíða í fremri stofu, en d’Angelo fór einn með Gigli inn í innri stofu og lokaði hurðinni. Svo leið hálf klukkustund og ekkert heyrðist nema einhver kliður af hljóðskrafi milli þeirra. Vinirnir sátu kyrrir og biðu. Enn leið hálf klukkustund og þeir voru orðnir vonlausir um að þetta mundi nokkuð hjálpa. En hvað var þetta — allt í einu hljómaði hin mikla rödd Gigli. Hann söng frelsissöng fullum hálsi og jafnvel betur, en hann hafði nokkuru sinni sungið fyrr. Dyrnar opnuðust og Gigli kom fram syngjandi og bros- andi. Hann söng svo hátt að heyrðist út á götu og fólkið staðnæmdist þar hópum saman, lofaði guð og sagði fagnandi: „Gigli getur sungið aftur“. Vin- irnir voru jafn hrifnir. Allir höfðu á þessu andartaki gleymt manninum, sem gert hafði þetta kraftaverk. Hann stóð þar bros- andi og þögull, en.þegar Gigli hafði lokið söng sínum, mælti hann: „Og svo ætla ég að minna ykkur á að borga hjálpina; ég hefi mikið að gera og má ekki eyða tímanum.“ ítalir eru ákaflega áhugasam- ir fyrir kappreiðum á hjólum og eiga marga ágæta hjólreiða- menn. Fremstur þeirra er Coppi og hefir hann unnið fyrstu verð- laun í hjólreiðakeppnum bæði innanlands og erlendis. I fyrra, rétt áður en Evrópukeppnin í hjólreiðum átti að fara fram, slasaðist Coppi og læknar sögðu, að hann mætti ekki reyna neitt á sig í sex mánuði. Það varð eða hvað? þjóðarsorg í ítalíu út af þessu og Coppi var eyðilagður. Honum var ráðlagt að fara til d’Angelo. Hann fór með járnbraut frá Róm til Neapel. Tveimur dögum seinna kom hann heim aftur, albata og eins og hann hefði al- drei kennt sér neins meins. „Hann snerti mig aðeins“, sagði Coppi, „hann strauk 'VÍsifingrin- um eftir fætinum á mér og þá var eins og ótal glóandi nálar væru að stinga mig. Svo sagði hann: Farðu heim, ungi maður, þér er batnað. — Og það var satt“. ----☆----- Þrátt fyrir þessi kraítaverk, segist d’Angelo ekki geta lækn- að alla. En hann þarf ekki nema aó líta á menn til þess að sjá það. Og þá segir hann við sjúkl- inginn: „Farðu heim. Ég get ekki hjálpað þér“. Og vilji sjúklingurinn ekki trúa því, en grátbæni hann um hjálp, þá segir hann og er enn styttri í spuna: „Ég get ekkert fyrir þig gert. Farðu heim“. ■ Hann segist vita upp á hár, hvað hann geti hjálpað mörgum sjúklingum að meðaltali eftir því hvað að þeim gengur. „Ég get læknað þrjá af hverjum hundrað blindra manna, helm- ing þeirra, sem eru með æða- kölkun, sjö af hundraði þegar um lömun er að ræða og 90 af hverjum hundrað þeirra, sem eru taugaveiklaðir“. Hvernig læknar hann? Eng- inn skilur það, og viti hann það sjálfur, þá heíir hann ekki látið neitt uppi um það. Vinir hans segja að hann lækni með vilja- krafti sínum einum. Einu sinni missti María Jose sjónina. María Jose er fyrrver- andi drottning Itala. Allir beztu augnlæknar voru fengnir til að stunda hana, en þeir gátu ekkert gert. Þeir sögðu að hún hlyti að verða blind til æviloka. Þá lét hún kalla d’Angelo til sín. Eftir að hann hafði verið hjá henni stutta stund, fór hún að sjá, og er hann kom næst batnaði sjón- in enn og síðan hefir hún verið alsjáandi sem fyrr. ----■☆•--- En það er ýmislegt fleira und- arlegt við d’Angelo heldur en það, að hann getur læknað. Hann getur t. d. séð það á hverj- um manni hvað hann heitir. Stundum beitir hann töfragáfu sinni til þess að hvekkja menn að gamni sínu. Hann gengur til dæmis á götu og velur sér ein- hvern prúðbúinn mann, sem er spölkorn á undan honum, til þess að verða fyrir hrekknum. Manninum finnst skyndilega sem hann sé lostinn létt á kinn- ina, eða ofan á kollinn. Hann snarsnýr sér við, en þar er eng- inn svo nærri að hann hafi getað náð til hans með hendinni. En það var d’Angelo, sem lék bragðið. Hvernig fór hann að því? Það getur enginn skilið. Eftir tilmælum franskra sál- fræðinga og sálrannsóknar- manna, fór hann til París í fyrra til þess að lofa þeim að skoða sig og segja frá þessum dular- fulla krafti, sem í honum býr. Þegar vísindamennirnir spurðu, hvernig hann beitti þessum krafti, brosti hann og benti á stóra klukku, sem hékk þar á vegg. I sama bili hætti klukkan að ganga, en um leið og d’Angelo gekk út úr herberginu, að lok- inni rannsókn, benti hann aftur á klukkuna og þá fór hún þegar að ganga af sjálfsdáðum. Hún hafði þá staðið í 55 mínútur. ----☆---- Itölsku blöðin hafa skrifað mikið um d’Angelo og krafta- verk hans. Stundum birta þau mynd af honum á fremstu síðu og verður hann þá mjög glaður. En af því að hann kann ekki að lesa, verður hann alltaf að fá einhvern til að lesa fyrir sig það sem blöðin skrifa um hánn. Fer hann þá ekki í neitt mann- greinarálit, heldur rýkur að þeim sem næstur er, þótt hann sé bráðókunnugur og biður hann að lesa fyrir sig. Allir telja þetta sjálfsagða skyldu sína, því að alhr þekkja hann af myndum og afspurn. Hann á enn heima í Neapel og býr þar í rúmgóðu húsi, sem hann hefir keypt. Þangað er stöðugur straumur sjúklinga frá morgni til kvölds og oft eru stórar biðraðir þar úti fyrir. Hann tekur mjög misjafnt fyrir hjálp sína. Fátæklinga lætur hann ekki borga neitt, en svo er hann vís til að heimta stórfé af þeim, sem eru ríkir — og alltaf fyrirfram. Það er talið, að hann muni hafa um 250.000 líra tekjur á dag, og þykir það ekkert smá- ræði í ítalíu, þótt líran sé í lág- gengi. Og þetta er meira heldur en hann geti skilið það sjálfur, því að hann hefir aldrei lært að reikna meira en venjulegur skóburstari þarf að vita. Þess vegna verður hann að hafa sér- stakan mann til þess að sjá um fjármálin fyrir sig. Árið 1950 fór fram skoðana- könnun í ítalíu um það hverjir væru vinsælastir menn þar í landi. Hann varð fjórði í röðinni. Á undan honum voru páfinn, de Gasperi forsætisráðherra og Coppi. (Úr ,,FATE“) —Lesb. Mbl. Heimsækið á ,Ódýra tímabilinu' (Hausi, Vetur, Vor) Langar yður til að heim- sækja frændur og vini í Evrópu . . . . til að sjá með eigin augum staðina, sem þér hafið heyrt svo mikið látið af? Ef svo er, þá gerið ráðstafanir til að fara frá september til apríl þegar „Ódýra tímabilið" gerir yður kleift að heimsækja mörg önnur lönd. Hafið samband við ferða- skrifstofu yðar. Látið hana annast ferðaáætlunina fyrir yður, ferðir um nágrenni borganna, er þér heim- sækið, hótelpláss og það sem með þarf til þess að ferð yðar gangi að óskum! fUROPEAN JRAVEL COMMISSION (Evrópiska ferðamnanasambandið) Frekari upplýsingar gefa: Icelandic Counsulate General 50 Broad Street New York 22. N.Y. LOWE, DONALD, LIMITED Við ráðleggjum tízkuklæðskerum að heimsækja okkur eða skrifa varðandi hin óviðjafnanlegu brezku ullarfataefni, sem við nú höfum fyrir- liggjandi í miklu úrvali í alfatnaði, sporttreyjur og yfirfrakka. LOWE DONALD CANADA LTD. 615 Haslings St. 104 Adelaide St. W. Vancouver, B.C. Toronto, Ontario Marine 2019 Empire 6 — 7986 BEZTU ULLARFATAEFNI f HEIMI ☆ ☆ ☆ ÍSLENZK FRÆÐI VERÐA STUNDUÐ Á NÝ í KLAUSTRI Á ÍSLANDI Hollenzk nunna. sem numið hefir í Háskóla íslands og ritað bók um Njálu komin í Jófrxðarstaðaklaustur lil ævidvalar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.