Lögberg - 31.12.1953, Side 1
Phone -72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 31. DESEMBER, 1953
NÚMER 53
Minningarorð um Ásmund P. Jóhannsson
byggingameistara
Að standa eins og foldgnátt fjall
í frerum alla stund
hve mörg, sem á því skruggan skall,
sú skyldi karlmanns lund. — G. Br.
Aðfaranótt föstudagsins 23.
október s.l., féll tjaldið við lok
síðasta þáttar í ævi eins hins
sérstæðasta og aðsópsmesta
hetjumennis í leikmannastétt í
sögu íslendinga vestan hafs,
Ásmundar P. Jóhannssonar
byggingameistara; manns, er í
hálfa öld stóð í fylkingarbrjósti
þeirra, er þorðu að standa vörð
um íslenzkan menningararf í
þessari álfu og hvorki töldu
eftir sér aukaspor né fjárfram-
lög ef sæmd hins íslenzka kyn-
stofns átti hlut að máli.
Ásmundur P. Jóhannsson sótt-
ist ekki eftir vegtyllum og marg-
þætt starfsemi hans á vettvangi
félagsmála okkar átti ekkert
skylt við slíkan hégóma; hann
varð forustumaður og harðsnú-
inn baráttumaður vegna þeirra
mála, er hann unni og var sann-
færður um, að gera mundu
okkur að meiri og betri mönn-
um; hann átti enga samleið með
þeim mönnum, er beint eða
óbeint gáfu Ý skyn, að ræktar-
semi okkar við ísland og íslenzka
menningu drægi að einhverju
leyti úr hollustu okkar við hin
nýju kjörlönd, heldur mundi
slíkt miklu fremur verða þeim
til góðs; honum var ljóst hvert
hann sótti lífsmerg sinn og
þrótt, og hann vildi að sem flest-
um Vestur-íslendingum skildist
það líka hve mikils það væri
um vert, að vera kominn af góð-
um stofni og kunna að færa sér
það í nyt.
Þegar til sögunnar kasta
kemur, verða það vafalaust af-
skipti Ásmundar af þjóðræknis-
málunum, er halda munu nafni
hans lengst á lofti; hann var
einn af stofnendum Þjóðræknis-
félagsins og féhirðir þess um
langt skeið og hann lagði sér-
stakt kapp á að tryggja fjárhag
þess svo sem framast mætti
verða; hann vann að stofnun
félagsdeilda út um hin ýmissu
bygðarlög íslendinga og varði til
tíma og fé; slík ferðalög fengu
honum ósegjanlegrar ánægju og
lék hann þá við hvern sinn fing-
ur og var manna skemtilegastur
ferðafélagi; það var ekkert eins
dæmi, að leiðir okkar lægi sam-
an á slíkum ferðalögum, því að
einhverju leyti hygg ég að þar
hafi hvor annan að nokkru bætt
upp.
Ásmundi var það manna ljós-
ast, hver líftaug íslenzku viku-
blöðin Lögberg og Heimskringla
hefðu frá upphafi vega sinna
reynst á vettvangi þjóðræknis-
málanna og annarar menning-
arlegrar viðleitni í dreifbýli Is-
lendinga hér um slóðir og þess
vegna varð honum órótt innan
brjósts yrði hann þess var, að
blöðin væri að veslast upp, eða
jafnvel alveg að því komin að
gefa upp andann vegna kæru-
leysis almennings og fjárhags-
legrar kreppu; það er ekkert
leyndarmál hve Ásmundur brást
drengilega og vel við, er Lög-
berg átti fyrir allmörgum árum
svo við raman reip að draga í
fjárhagslegum skilningi, að tví-
sýnt varð um útkomu þess og
skoðanir skiptar um bjargráð;
lánaði hann þá fyrirtækinu stór-
fé, jafnframt því sem hann
beitti sér fyrir hlutabréfasölu
meðal íslendinga í borg og bygð
blaði og prentsmiðju til við-
reisnar; í leiðangrum þessarar
tegundar vorum við Ásmundur
jafnaðarlegast tveir á ferð og
var málaleitunum okkar yfir
höfuð að tala tekið með ágæt-
um; voru slíkar ferðir í lang-
flestum tilfellum farnar um
helgar til að koma í veg fyrir
árekstur milli þeirra og dag-
legra skyldustarfa; þegar alt
gekk að óskum varðandi við-
reisnarstarfið, minti Ásmundur
mig á himinlifandi bátafor-
menn, sem glöddust yfir upp-
gripa-afla; en þætti honum róð-
urinn þyngjast hverju svo sem
um mátti kenna, gat hann orðið
þungbúinn og fámáll.
Ásmundur var lítt trúaður á
hómópatadropa eða svokallaðar
smáskamtalækningar; honum
var það fyrir löngu ljóst, að þó
orðin séu til alls fyrst, þyrftu
athafnir að sigla í kjölfar þeirra,
og hann sá fram á það, að ef
auðið yrði að tryggja íslenzkri
tungu varanlegan og virðulegan
sess í Vesturheimi, svo sem með
stofnun kenslustóls við Mani-
tobaháskólann, þyrfti einhver
að ríða á vaðið með fjárfram-
lög svo um munaði; það varð
hlutverk Ásmundar að lyfta
Grettístakinu með hinni höfð-
inglegu gjöf sinni, er nam
hvorki meira né minna en fim-
tíu þúsund dollurum; enginn
nema sá, er ól í brjósti háar
hugsjónir og trúaður var á
menningarmátt íslenzkrar
tungu, hefði ráðist í slíkt; þegar
málstaður íslands og íslendinga
átti í hlut, var Ásmundur aldrei
í neinum vafa um hvaða stefnu
skyldi taka; í þeim efnum, eins
og raunar í svo mörgum öðrum,
var ræktarsemin hans megin
áttaviti; það var hjartað, sem
sagði fyrir verkum.
' Ásmundur var maður glögg-
skygn og hrapaði sjaldan að
nokkru, sem hann tók sér fyrir
hendur að framkvæma; hann
var vel máli farinn og átti það
til að verða mælskur ef í hon-
um kviknaði; hann var maður
kappgjarn og kunni því illa að
verða undir hvort heldur var að
leik eða við hin stærri viðfangs-
efni lífsíns; og þótt stundum
skærist í odda var hann svo
sáttfús, að eigi lét hann sólina
ganga undir yfir sinni reiði.
Ásmundur ávann sér hvar-
vetna traust samferðamanna
sinna; eigi aðeins innan vébanda
íslenzka mannfélagsins, heldur
og engu síður utan þess; meðan
á fyrri heimsstyrjöldinni stóð
skipaði sambandsstjórn hann í
nefnd, er það vandasama hlut-
verk hafði með höndum, að
kveða á um undanþágu ungra
manna frá herþjónustu vegna
aðkallandi framleiðslustarfa
heima fyrir; var dómgreind
hans og óhlutdrægni í þessu efni
viðbrugðið.
Sem dæmi upp á það traust,
er Ásmundur naut á vettvangi
viðskiptalífsins, þykir hlýða að
geta þess, að eitt af stófblöðum
þessa lands, Financial Post, sem
geíið er út í Toronto, birti um
hann grein, er taldi hann vegna
athafna og forsjár meðal fyrir-
myndarborgara þjóðfélagsins.
Ekki mun Ásmundur að jafn-
aði hafa verið ör á loforð, en lof-
aði hann á annað borð ein-
hverju, stóð það ávalt eins og
stafur á bók; hann var fjárafla-
maður mikill og að sama skapi
góður fjárgæzlumaður; hann
var aldrei í neinum vafa um,
að auðurinn væri afl þeirra
hluta, er koma skyldi í fram-
kvæmd; þetta sannaði hann í
verki með framlagi sínu til
kenslustólsins svo sem áður var
vikið að.
Er til þess kom að stofnað
yrði Eimskipafélag íslands 1913,
urðu þar eístir á blaði af hálfu
Vestur-lslendinga þeir As-
mundur og Árni Eggertsson er
eigi aðeins lögðu fram stærstu
fjárhæðirnar, heldur ferðuðust
jafnframt náttfari og dagfari um
nýbygðir Islendinga vestan
hafs til að áfla þessu óskabarni
íslenzku þjóðarinnar með sölu
hlutabréfa fjárhagslegs fylgis;
átti Asmundur sæti í stjórnar-
nefnd félagsins fram að þeim
tíma, er hann féll frá.
Ásmundi féllu ýmissar mann-
virðingar í skaut án þess að
hann sæktist eftir þeim; honum
hlotnaðist Alþingishátíðarmeda-
lían og hann var sæmdur stór-
riddarakrossi íslenzku Fálka-
orðunnar með stjörnu; um þetta
þótti honum afarvænt; en ég
efast um að um nokkura mann-
sæmd hafi honum þótt vænna
en þá, er Þjóðræknisfélagið,
ásamt allmörgum persónulegum
vinum utan þess, efndi til veg-
legrar veizlu honum til sæmd-
ar í tilefni af sjötugsafmæli
hans, þar sem heiðursgesturinn
var hyltur af þakklátri sam-
ferðasveit; þykir mér við eiga,
að þau þakkarorð, er hann þá
mælti, séu birt hér orðrétt:
„Háttvirti veizlustjóri,
kæru vinir!
Vissulega fékk það mér hinn-
ar mestu undrunar þegar for-
seti Þjóðræknisfélagsins til-
kynti mér á mjög formlegan
hátt, að Þjóðræknisfélagið og
nokkra samstarísmenn langaði
til að eiga með mér kveldstund
6. júlí. Ég sá mér ekki fært að
hafna slíku boði, þótt undrun
mín færi sívaxandi. Minnist ég
þess, er Dr. Sigurður Nordal
heldur fram, „að undrunm sé
upphaf allrar vizku“. Fúslega
verð ég því að viðurkenna það,
að undruninni hef ég haldið, en
ekki fundið vizkuna, né heldur
átt skilið þau lofsamlegu um-
mæli, er til mín hafa verið töluð
hér í kvöld. Það minnir mig líka
á, þótt ólíku sé saman að jafna,
er einn af mætustu sonum þjóð-
ar vorrar, Dr. Guðmundur Finn-
bogason, heimsótti okkur hing-
að vestur, endur fyrir löngu.
Veglegt kveðjusamsæti var Dr.
Guðmundi haldið að skilnaði,
einmitt á þessum stað; margar
ræður voru fluttar honum til
maklegs heiðurs, — að lokum
stóð Dr. Guðmundur upp og
hélt þar eina af sínum ágætu
ræðum, er varla geta annað en
fest sig í minni manna. Byrjaði
hann á því að skýra, hver hefði
fundið upp sjónaukann og
stjörnukíkirinn og hversu ó-
venjumikla þýðingu að það
hefði haft á sviði vísindanna. En
eins bæri þó altaf að gæta, að
hlutföllin væru rétt og ekki of
sterk, því þá yrði myndin hrein-
Ásmundur P. Jóhannsson
asta skrípamynd. Þess vænti ég
þó, að þið, sem mér hafið verið
samferða alt upp að 45 árum,
kannist við, að hvorki sé ég
metorðagjarn né sjálfhælinn.
Við hitt vil ég fúslega kannast,
að þau málefni, sem þjóðflokk
vorn, að mínu áliti, hafa veru-
lega varðað, hef ég oft sótt með
öllu því kappi, sem ég hef átt
yfir að ráða.
Af öllum mínum kappsmálum
hafa þjóðræknismálin verið mér
mestu kappsmálin, og þau verða
það framvegis meðan ég enn má
mæla. Ég skoða þetta ógleym-
anlega kvöld miklu. fremur
minni Þjóðræknisfélagsins en
minni sjálfs mín. Þannig átti
það líka að vera, því það félag
táknar það, sem mér er kærast
og hugstæðast á þessari jörð,
ísland og íslenzku þjóðina.
Fyrir hönd konu minnar,
sjálfs mín, sona minna og ann-
ara náinna vina, endurtek ég
þakkir mínar til ykkar allra, og
bið ykkur Guðs blessunar í bráð
og lengd“.
Ásmundur var fæddur hinn
6. iúlí 1875 að Haugi í Miðfirði
í Vestur-Húnavatnssýslu, kom-
inn af traustum bændaættum;
voru foreldrar hans þau Johann
Ásmundsson og fyrri kona hans
Guðrún Gunnlaugsdóttir hrepp-
stjóra á Efra-Núpi í Miðfirði;
ungur að aldri fékk hann sveins-
bréf í trésmíði og vann um hríð
að smíöum hér og þar um sveit-
ir sýslu sinnar og eins á Blöndu-
ósi; hann kvæntist 1899 Sigríði
Jónasdóttur bónda á Húki í
Vesturárdal og konu hans Helgu
Stefánsdóttur; fluttu ungu
hjónin vestur um haf aldamóta-
árið og settust að í Winnipeg og
stóð heimili þeirra þar jafnan
síðan; fyrstu mánuðina í þessari
borg vann Ásmundur að snjó-
mokstri á götum borgarinnar,
en áður en langt um leið komst
hann að fastri atvinnu við smíð-
ar; upp úr því fór hann að
byggja algeng hús fyrir eigin
reikning, en síðar mörg og stór
fjölbýlishús; gerðist hann brátt
í þeirri grein umsvifamikill
brautryðjandi; hann þótti lista-
smiður og varð einnig sjálfum
sér nógur sem Arkitekt, er gerði
allar teikningar sjálfur að þeim
húsum, sem hann reisti; heimili
þeirra Ásmundar og frú Sigríðar
lá tíðum í þjóðbraut og var þar
gestkvæmt að, staðaldri; frú
Sigríður var gáfuð kona og
merk, íyndin í orði og glaðsinna;
iiún var kona híbýlaprúð og svo
tryggur vinur vina sinna, að í
þeim efnum verður vart lengra
náð; var með þeim hjónum
mikið ástríki; allmörg hin síð-
ari ár ævinnar átti frú Sigríður
við þungan sjúkdóm að stríða,
er hún bar með hetjulund; mað-
ur hennar fór með hana vítt um
jarðir til læknisaðgerða; stund-
um fékk hún að því, er virtist,
nokkurn bata, en þó eigi til
frambúðar; hún lézt hér í borg,
svo sem vitað er, árið 1934.
Frú Sigríður heimsótti ísland
ásamt manni sínum þrisvar
sinnum, fyrst 1913, er öll fjöl-
skyldan dvaldi þar í nokkra
mánuði, en síðast 1930 og dvöldu
þau hjónin þá heima á ættjörð-
inni nálega árlangt.
Mörgum sinnum heimsótti
Ásmundur Island einn síns liðs
og dvaldi þá venjulega fyrst
nokkra daga í Reykjavík, en
lagði síðan af stað norður í
fæðingarsveit sína þar, sem
hann sleit barnaskónum og
æskuminningarnar voru bundn-
ar við; til slíkra heimsókna
hlakkaði hann ein§ og barn til
jólanna og þaðan kunni hann
margar skemtilegar sögur að
segja, er vestur kom. Venjuleg-
ast hagaði Ásmundur Islands-
ferðum sínum þannig, væri þess
á annað borð nokkur kostur, að
hann gæti farið í göngurnar;
hann var hestamaður góður og
var talinn hrókur alls fagnaðar,
er í réttirnar kom; í leitunum
tóku þátt margir æskufélagar
hans og fann hann í því sálu-
bót, að endurnýja við þá
kunningsskap; að minsta kosti
sagðist honum svo frá sjálfum;
úr öllum íslandsferðum sínum
kom Ásmundur með bros á vör
og í sólskinsskapi.
Þeim Ásmundi og Sigríði varð
þriggja sona auðið, en þeir eru
Jónas Valdimar leikhússtjóri að
Pine Falls, Kári Vilhelm bygg-
ingameistari í Winnipeg og
Grettir Leó ræðismaður Islands
og Danmerkur, búsettur 1 Win-
nipeg; allir eru þeir bræður
gildir þjóðfélagsþegnar og rækt-
arsamir um íslenzk mannfélags-
mál.
Ásmundur var fríður sýnum
og prúður í framgöngu; á yngri
árum gaf hann sig nokkuð að
íþróttum og var talinn ramur
að afli.
Við Ásmundur áttum samleið
í fjörutíu ár, og reyndist hann
mér jafnan sem heillyndur
trúnaðarvinur, sem ég á margt
og mikið gott upp að unna; enda
var hann aldrei eitt í dag og
annað á morgun.
Rétt er að þess sé getið hér,
að árið 1924 var þeim Asmundi
og frú Sigríði haldið veglegt
samsæti í tilefni af silfurbrúð-
kaupi þeirra þar sem mikið var
um ræðuhöld og heiðursgestun-
um færðar margar gjafir; að
þeim mannfagnaði stóð margt
góðtemplara, enda höfðu þau
hjón árum saman tekið virkan
þátt í bindindisstarfseminni
meðál íslendinga í Winnipeg.
Ásmundur var meðlimur
Fyrsta lúterska safnaðar og
veitti honum árlega ríflegan
fjárstyrk; hann var enginn öfga-
maður í trúmálum ög varð því
víðsýnni, er árin færðust yfir
hann.
Árið 1937 kvæntist Ásmundur
í annað sinn og gekk þá að eiga
Guðrúnu Eiríksdóttur hjúkrun-
arkonu úr Árnesbygð í Nýja
íslandi, er reyndist honum
dyggur förunautur og hjúkraði
honum svo, að til ágæta mun
jafnan talið verða á löngu tíma-
bili heilsubilunar og rúmfestu
síðustu æviárin; með þessu inti
hún af hendi ógleymanlega kær-
leiksþjónustu, er aðstandendur
og vinir Ásmundar að makleik-
um meta og virða.
í lífsbaráttunni stóð Ásmund-
ur jafnan eins og foldgnátt
fjall og dó eins og sigrandi
hetja.
Auk frú Guðrúnar og sona
sinna þriggja, lætur Ásmundur
eftir sig einn bróður, Halldór,
búsettan á Hvammstanga í
Húnavatnssýslu.
Útför þessa merka manns fór
fram á mánudaginn, 26. október,
og hófst með húskveðju á hinu
fagra Jóhannsson-heimili þar,
sem svo margir höfðu notið
ástúðar og risnu; fluttu þeir Dr.
Valdimar J. Eylands og Dr.
Rúnólfur Marteinsson þar fögur
kveðjumál, en aðalútfararat-
höfnin var gerð frá Fyrstu
lútersku kirkju að viðstöddu
miklu fjölmenni; aðalræðuna
flutti Dr. Valdimar, en einnig
tók þátt í hinni virðulegu
kveðjuathöfn Dr. Rúnólfur Mar-
teinsson. — Samúðarskeyti bár-
ust ekkju og sonum hins látna
víðsvegar að, en hér verða að-
eins nefnd nöfn þeirra, er skeyti
sendu frá íslandi: Forseti ís-
lands, herra Ásgeir Ásgeirsson;
forsætisráðherra Islands, hr.
Ólafur Thors; Dr. Alexander
Tóhannesson; Guðmundur Vil-
hjálmsson (Eimskip), og Ófeigur
Ófeigsson læknir.
Heiðurslíkmenn voru: Dr. P.
H. T. Thorlakson, Dr. A. H. S.
Gillson, Einar P. Jónsson, Gísli
Jónsson, Thor Thors sendiherra,
Guðmundur Grímsson hæzta-
réttardómari, Dr. Richard Beck,
Peter Anderson og Arni G.
Eggertson, Q.C. Kistuna báru:
Sveinn Pálmason, Guðmann
Levy, G. J. Johnson, W. Berg-
man, J. T. Beck og Norman S.
Bergman.
Jarðsett var í Brookside graf-
reit, en um undirbúning útfar-
arinnar og framkvæmd annaðist
Bardal Funeral Service.
Dr. Valdimar J. Eylands
jarðsöng.
' Einar P. Jónsson