Lögberg - 31.12.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 31.12.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 31. DESEMBER, 1953 7 / Fréttapistlar fró Kyrrahafsströndinni Sumarið 1953 var eitt af þess- um dásamlegu sumrum hér á ströndinni, svo margir þóttust ekki muna eftir blíðara sumri, og hélst sú góða tíð óslitið þar til snemma í október, en þá kólnaði að mun og rigningar byrjuðu sem héldust að mestu leyti allan október; samt var oft sólskin og blíða að deginum til; en í nóvember hefir verið ljóm- andi tíð, því þó dálítið hafi rignt stundum, þá hefir góða veðrið verið í miklum meirihluta. Auðvitað eru haustrigning- arnar hér nauðsynlegar fyrir jörðina eftir sumarblíðuna og hið stöðuga sólskin, því að þá er jörðin þur og skinin, en þegar rigningarnar byrja á haustin þá snýst alt í gróður, svo að nú eru grundirnar skrúðgrænar og fjöldi af lifandi blómum, og nú er 9. desember, þegar þessar línur eru skrifaðar. Margt hefir borið við á meðal Islendinga hér í Seattle og víðar á ströndinni þetta síðastliðna sumar og haust, sem vel er í sögur færöndi og fullkomlega þess virði, að þess sé getið, á prenti. Auðvitað eru eftirfar- andi fréttapistlar samansafn af helztu viðburðum á meðal land- anna á tímabilinu frá því snemma í júlí og þar til nú í desember, því síðustu frétta- pistlar enduðu á frásögninni um hið sjötugasta og níunda kirkju- þing Hins lúterska kirkjufélags íslendinga í Vestur heimi, og skal ekki meira um það sagt hér. Eflirminnileg messa og kveð j usamsæí i iÞað var sunnudaginn 5. júlí, sem séra Eric Sigmar flutti sína eftirminnilegu kveðjumessu; — hafði hann þá þjónað Hallgríms- söfnuði í tvö ár með vaxandi aðsókn og framförum. Við þá messu var kirkjan fullskipuð fólki, og hrífandi þátttaka, bæði af hálfu söngflokks safnaðarins og öllu safnaðarfólki, ásamt fjölda af vinum og velunnurum safnaðarins, þó ekki séu með- limir. Nú hafði séra Eric og frú Svafa kvatt söfnuð hinn, en þá átti söfnuðurinn eftir að kveðja prestshjónin, en sú athöfn fór fram á mánudagskvöldið 6. júlí, kl. 8 e. h. Þá var þeim hjónum haldið veglegt kveðjusamsæti í kirkjunni að eins mörgu fólki viðstöddu og komist gat í kirkj- una, en það mun vera töluvert yfir tvö hundruð manns, án þess að tala um sæti, því þau voru ekki nægilega mörg til handa öllu því fólki. Forsæti skipaði konsúll ís- lands,, K. F. Frederick, sem og líka er forseti Hallgrímssafnað- ar. Þar var sérstaklega hrífandi og kröftugur söngur ,undir stjórn Tana Björnssonar. Þá komu fram fulltrúar frá ýmsum smáfélögum íslendinga í Seattle, því alls staðar höfðu þessi dug- legu prestshjón hjálpað til í starfi og gert það vel. Fyrir hönd Þjóðræknisdeild- arinnar „Vestra“ talaði séra Guðm. P. Johnson og þakkaði hjónunum fyrir gott samstarf í þjóðræknismálum, og afhenti þeim svolitla gjöf frá „Vestra“. iÞá talaði fyrir hönd Kvenfé- lagsins „Eining“ frú Guðrún Magnússon og þakkaði prests- hjónunum fyrir þeirra góðu og margvíslegu hjálp í því félags- starfi og afhenti þeim gjöf í þakklætisskyni. Þá afhenti frú Sigga Franks hjónunum gjöf frá Djáknanefnd safnaðarins með nokkrum hugljúfum og fögrum orðum. Þá talaði frú Rud Sigurðsson, forseti kvenfélags safnaðarins, og þakkaði heiðursgestunum fyrir dugnað og ósérhlífni í safnaðarstarfinu og afhenti þeim gjöf frá kvenfélaginu. Allir einstaklingar létu gjafir sínar detta niður um gat á papp- írsboxi, sem stóð við inngang- inn, svo allir fengju tækifæri til að þakka þessum mætu hjón- um, ekki bara með orðum, held- ur og í verki og sannleika. Þá flutti séra Harald Sigmar frá Gimli skörulega ræðu, og sagðist honum vel um bróður sinn, án þess þó að hæla honum um of. Þá kallaði forseti á Dr. H. Sigmar frá Blaine, föður séra Eric, og sagði hann nokkrar gamansögur frá æskuárum litia Erie, og talaði nokkur hugljúf orð til ungu hjónanna og bað þeim Guðs blessunar. Einnig tóku til máls Tani Björnsson og fleiri ungir menn og þökkuðu heiðursgestunum fyrir góða sam vinnu. — Að endingu töluðu svo heiðursgestirnir, þökkuðu hjart- anlega fyri ralt gott þeim auð- sýnt og létu í ljósi innilegustu ánæju sína yfir góðri samvinnu og samhug alls safnaðarms í starfinu, og óskuðu öllum lukku og blessunar í framtíðinni. — Að því búnu var setin vegleg veizla í neðri sal kirkjunnar, þar sem ekkert var sparað til með veitingar. Svo tókust allir í hendur og kvöddu þessa vini sína. Þá var kominn dagur að kvöldi, og allir fóru heim glaðir eftir ógleymanlega kvöldstund. Heyrst hefir að þeim séra Eric og konu hans Svöfu líði vel heima á Fróni, og allir vonast eftir þeim með sumarfuglunum næsta vor. íslendingadagarnir Það eru tveir merkir sunnu- dagar á hverju sumri hjá Is- lendingum á ströndinni, sem eru í sannleika ógleymanlegir, þó lítið sé um þá skrifað. Þetta eru íslendingadagarnir í Blaine og við Silver Lake, Seattle; og ein- kennilegt er það líka, að það er eins og sjálfur Guð og náttúran séu svo hlynt þessum tveimur dögum, að það er undantekn- ingarlítið ávalt hin mesta bless- uð veðurblíða, sem krýnir þessa daga með sérstakri ánægju. Þar hittast gamlir og ungir vinir, úr öllum áttum, bæði frá Canada og Bandaríkjunum, og víðar að; einnig eru þar oftast nær all- margir þjóðbræður og systur heiman af Islandi, svo allir gleðjast í sameiningu og taka þátt í þessum merku hátíða- höldum íslendinga í Vestur- heimi. Þar má finna hina fær- ustu listamenn og konur af ís- lenzku bergi brotin, koma fram í söngvum og ræðum, syngja og spila af snild; margir tala af bóklegri þekkingu, eingöngu, um feðralandið kæra, janfvel þótt þeir hafi það aldrei augum litið. Þetta er alt í sannleika þjóð- ræknisstarf, og ætti að færa líf °g áhuga í hverja sanna íslenzka sál, hvort sem þeir eru heldur Vestur- eða Austur-Islendingar, því eftir ýmsu að dæma, sýnist ekki veita af að starfa að sannri íslenzkri þjóðrækni, alveg eins heima a íslandi og í Vestur- heimi, því að alls staðar er við erfiðleika að stríða í þeim málum. Dagurinn í Blaine, 26. júlí, var hinn ánægjulegasti í alla staði. Forseti dagsins var herra An- drew Danielson, sem leysti verk sitt vel og skörulega af hendi. Þar var afar margt fólk saman komið, svo sennilega hefir al- drei verið fleira á undanförnum íslendingadögum í Blaine, svo tæplega er sanngjargt að kalla það starf í afturför. Þar voru songkraftar hinir ágætustu, bæði írá Vancouver, B.C., og Blaine, að ógleymdum hinum virðulega söngmanni og söngstjóra, Tana Björnsson frá Seattle. Aðalræðuna flutti séra Eirík- ur Brynjólfsson, sem talaði fyrir „Minni íslands" af hinni mestu málsnild, svo allir dáðu ræðu- mann fyrir afar skýra og þrótt- mikla ræðu. íslendingadagurinn við Silver Lake, Seattle, 2. ágúst, tókst ágætlega; veðrið var hið dásam- legasta, sem hægt var að hugsa sér, og fjöldi fólks úr öllum áttum. Skemtiskrá ágæt, ræður og söngur framúrskarandi. For- seti Þjóðræknisdeildarinnar „Vestra“, séra Guðm. P. John- son, stjórnaði hátíðahaldinu. Hin unga og myndarlega Fjall- kona dagsins, frú Margaret Sig- mar Kristjánsson, ávarpaði ís- lenzku börnin sín með fallegri og faguryrtri ræðu; síðan söng hún „Draumalandið11 öllum til mikillar ánægju; og þótti það mikil nýbreytni að heyra Fjall- konuna sjálfa syngja á íslend- ingadegi, enda var mikið klapp- að fyrir henni. Frú Margrét er ágæt söngkona, eins og hún a kyn til, því alt hennar fólk, sem við þekkjum, er mjög söngelskt. Mikill og fjölbreyttur söngur var á skemtiskránni. Söngstjór- inn, Elías Breiðfjörð frá Blaine, elskaður og virtur söngmaður meðal Islendinga hér á strönd- inni, stjórnaði almenna söngn- um og ennfremur söng hann all- marga einsöngva sjálfur, öllum til gleði og uppörfunar. Annar ágætur, íslenzkur söng maður, Júlíus Samúelsson frá Bellingham, Wash., söngstjóri við eina stærstu kirkju þar í þeim bæ, „The Central Lutheran", söng allmarga ís- lenzka söngva, og þótti söngur hans mjög tilkomumikill, enda hefir þessi góði landi oft skemt með söng sínum á undanförnum íslendingadögum, og á hann heiður og þakkir skilið fyrir sína lipru hjálp. Aðalræðuna flutti séra Eirík- ur Brynjólfsson frá Vancouver, B.C. Ræðuefni hans var „Island í nýju ljósi“, og 'sagðist ræðu- manni með ágætum; var það álit fjölda viðstaddra, að líklega hafi aldrei verið fluttar ýtar- legri skýringar um framfarirn- ar á íslandi, sem virðast vera mjög stórbrotnar hjá svo lítilli þjóð; og vissulega færði séra Eiríkur okkur ísland í nýju ljósi með aðdáanlegri framsetningu hinna fögru íslenzku orða. Hann skýrði frá notkun vatnsaflsins og ljósadýrðinni, sem það hefir flutt inn á íslenzku heimilin, líka um heita vatnið í Reykja- vík og þægilegheitin á heimil- um þar af leiðandi; alt þetta var svo yndislega útskýrt af ræðu- manni að hann á skilið sérstaka aðdáun fyrir skilmerkilega og vel orðaða ræðu, og er það mikið gleðiefni fyrir alla íslendinga hér á ströndinni að hafa fengið slíkan mann til þess að hlynna að íslenzkum félagsmálum vor á meðal. Þá talaði einnig séra S. O. Thorláksson, á ensku máli. Hans ræðuefni var „Arfurinn“ Tal- aði prestur ágætlega og studdist mál hans mikið við sannanir Ritningarinnar. Thorláksson var þökkuð ræðan með dynjandi lófaklappi. Séra Thorláksson þjónar nú Hallgrímssöfnuði í Seattle, og gengur starf hans ágætlega. Konsúll Islands, hr. K. F. Frederick, talaði nokkur vel valin orð til fólksins; tíðan tók til máls Ólafur Ólafsson kristni- boði frá Reykjavík. Flutti hann nokkur hlý kveðjuorð frá gamla Fróni og bað öllum Islendingum Guðs blessunar. Ólafur var hér á ferð síðastliðið sumar á vegum hins mikla biblíufélags „Gideon“ og sat nokkur sérstök þing þess félagsskapar og þar á meðal hér í Seattle. Ólafur hefir starfað mörg ár í Kína sem kristniboði; hann er mjög viðfeldinn og skemtilegur maður, enda var honum tekið vel og vingjarn- lega hér í Seattle af þeim lönd- um, sem höfðu tækifæri til að taka á móti honum, má þar telja þau merku hjón, Jón og Guð- rúnu Magnússon, sem ávalt greiða fyrir öllum þeim Isled- ingum, er hingað koma, ef þau hafa tækifæri til þess. Ólafur var hjá þeim kvöldgestur í góðu yfirlæti og gestrisni, eins og þau góðu hjón eru vel kunn fyrir. Svo var það síðasti, en ekki sízti, hr. L. H. Thorláksson, kon- súll íslands í Vancouver, B.C., sem ávarpaði Islendingadaginn með nokkrum fallegum orðum og lukkuóskum til hátíðahalds- ins í framtíðinni. Allir þessir herramenn höfðu aðeins fáar mínútur til umráða, en öllum sagðist þeim ljómandi vel. Við þökkum þeim fyrir komuna á íslendingadaginn við Silver Lake árið 1953. Þá kom fram á skemtiskránni nokkuð nýstárlegt, sem fólkið skemmti sér vel við að hlusta á. Það var merkur haronikuleikari frá Everett, Wsah., Islendingur í húð og hár, Sigurður Thorláks- son, kona hans Hazel, sonur þeirra Sigurður 13 ára og dóttir þeirra Patty Ann 8 ára gömul. Öll fjölskyldan leikur á nýmóð- ins harmonikur, og eru orðin orðlögð fyrir list sína. Sigurður Thorláksson hefir hljómlistar- skóla í Everett, þar sem hann kennir fjölda fólks að leika á ýms hljóðfæri; einnig selur hann hljófæri af mörgum teg- undum. Skólinn er að 1638 Okes Street, Everett, Washington. — Lítið inn til Sigga, hann er kát- ur og og hreifur í viðmóti. Að endingu var sungið „Eld- gamla ísafold“ og „My Country“. Síðan fóru fram íþróttir af ýmsu tagi: Hlaup, langstökk, bolta- leikir og margt fleira. 40 dollarar voru borgaðir út í verðlaun. Að lokum var stiginn dans til kl. 9.30 um kvöldið. Skógargildi Það hefir nokkrum sinnum verið minst á íslenzkan félags- skap í Lögbergi, sem heitir Lestrarfélagið „Jón Trausti“ 1 Blaine. Félagið hefir starfað af miklum dugnaði og áhuga að íslenzkum málum, og bókalestri, í mörg ár. Forseti þess er Mrs. Gestur (Dísa) Stefánsson, dugn- aðarkona hin mesta og sannur Islendingur. Þetta félag hefir fylgt þeim vana að hafa skógar- gildi á hverju sumri í ágústmán- uði. I þetta sinn var það haldið sunnudaginn 16. ágúst í hinum unaðslega skemtigarði \7ið Frið- arbogann á landamærum Can- ada og Bandaríkjanna. Veðrið var hið dásamlegasta og fólkið skemti sér ljómandi vel við sam ræður og gleðskap. Agætis veit- ingar af ljúffengum réttum og eins mikið af indælu kaffi og fólk vildi hafa, sem var fram- reitt af blessuðum íslenzku kon- unum, — félagskonum Jóns Trausta. Þessi skemtistund var ánægjuleg og öllum þótti gaman að koma saman. Lengi lifi Lestr- arfélagið „Jón Trausti“. Skírnarathöfn Sunnudaginn 16. ágúst söfn- uðust nokkrir vinir og vanda- menn saman að heimili þeirra góðu hjóna, Mr. og Mrs. H. M. Halldórsson, við Ferndale, Wash. í tilefni þess, að þá var skírður dóttursonur þeirra Halldórssons hjóna, ROBERT LEE, sonur þeirra hjóna Mr. og Mrs. Lee Schwartz frá Bellingham. Séra Guðm. P. Johnson skírði. Að athöfninni afstaðinni voru framreiddar ríkmannlegar veit- ingar af Mrs. H. M. Halldórsson. Þessi góðu Halldórssons hjón bjuggu í mörg ár í Leslie-bygð- inni,Sask., og voru þar vel þekt fyrir gestrisni og ósérhlífna starfsemi í safnaðarmálum. Þau hjónin eiga 4 dætur og einn son; allar dæturnar eru giftar og búa að Ferndale og Bellingham. Halldórssons hjónln reka fyrir- myndar búskap í Ferndale- bygðinni. Velkominn gestur Seinnipartinn í ágústmánuði bárust fréttir frá Þjóðræknis- deildunum, „Ströndinni“ í Van- couver, B.C., og „öldunni“ í Blaine, að væntanlegur væri hingað til Strandarinnar séra Einar Sturlaugsson, prófastur á Patreksfirði, Islandi, og óskuðu deildirnar eftir samvinnu við „Vestra“ í Seattle, svo að hægt væri að taka vel og sómasam- lega á móti þessum góða gesti, sem ferðaðist á vegum Þjóð- ræknisfélags Islendinga í Vest- ur heimi. Séra Einar var heiðraður með samkomum og ýmsum mann- fagnaði, bæði í Vancouver og Blaine, þar sem hann flutti all- margar snjallar og fróðlegar ræður, þar á meðal á báðum elliheimilinum, „Höfn“ í Van- couver og „Stafholti“ í Blaine. Þann 24. ágúst kom séra' Einar til Seattle, kom hann beint til séra Guðmundar, sem þá stund- ina var önnum kafinn við að útbúa skemtiskrána fyrir það samsæti, sem halda átti prófast- inum nokkrum dögum seinna, en við höfuð ekki átt von á séra Einari fyr en næsta dag, 25. ágúst Samt kom nú þessi ljúf- mannlegi mentamaður og gerði sér alt að góðu; svo eftir stutt samtal tók séra Guðmundur prófastinn heim til okkar góðu og velvirtu skáldkonu, frú Jakobínu Johnson,^ þar sem dvalarstaður hafði verið feng- inn handa honum þann stutta tíma, sem hann dveldi í Seattle. Þetta sama kvöld var séra Ein- ar boðinn til kvöldverðar hjá hinum góðu íslenzku hjónum, Mr. og Mrs. Jón Magnússon, ásamt séra S. O. Thorlakson og séra Guðm. P. Johnson. Eftir góða og ljúffenga máltíð var kvöldinu eytt í það að hlusta á prófastinn segja margar og fróðlegar sögur, bæði af bók- mentum Islendinga og mörgu fleira góðu og skemtilegu. Eftir þessa fræðandi kvöldstund þótti okkur öllum vænt um séra Einar. 28. ágúst var Einari prófasti haldið heiðurssamsæti í neðri sal Hallgrímskirkju. Fjölbreytt skemtiskrá var við þetta tæki* færi með söng og ræðuhöldum. Síðan sýndi séra Einar kvik- myndina „Björgunin við Látra- bjarg, og þótti sú mynd mjög tilkomumikil; og ekki var síður ánægjulegt að hlusta á þennan merka fræðimann segja margt fróðlegt um ísland og íslenzka menningu, einnig svolítið ágrip af hinu stórmerkilega starfi, sem prófasturinn hefir gert með því að safna öllum þeim fjölda af bókum og ritum, sem hann gaf íslenzka kennarastólnum við Manitobaháskóla, og virðist það sannarlega vera meira en lítið, sem sá mæti maður hefir lagt i sölurnar við að vinna að því safni, og mun hafa tekið hann um eða yfir 20 ár, má segja daga og nætur með vökum og margs konar erfiðleikum, sem slíku starfi hljóta að fylgja. Kvöldstundin var fróðleg, in- dæl og skemtileg. Allir glaáir og skemtu sér við samtal langt fram á kvöld. Forseti „Vestra“ stjórnaði samsætinu. Sunnudaginn 20. ágúst flutti séra Einar ræðu við kvöld- messu í Hallgrímskirkju; ræðan var bæði hrífandi og fróðleg; einnig tónaði presturinn bænir og blessunarorð á íslenzka vísu, sem þótti tilkomumikið og falleg. Messan fór öll fram á ís- lenzku. Prófasturinn var aðstoð- aður af sóknarprestinum, séra S. O. Thorlakson og séra Guðm. P. Johnson. Margt fólk var við messu. Séra Einar Sturlaugsson var sanarlega kærkominn gestur til íslendinga í Seattle. Hann vann hylli allra, sem kyntust honum, vegna sinnar prúðmannlegu og ljúfu framkomu. Nokkuð víða var hann í gestaboðum og kynt- ust honum þá allmargir persónu lega. Sóknarpresturinn, séra S. O. Thorlakson, átti sinn drjúga þátt í því að keyra prófastinn um borgina, Seattle, og sýna honum ýmsa merka staði; og fleiri munu það hafa verið, sem reyndu að gera honum dvölina í Seattle eins ánægjlega og unt var. Koma séra Einars var fyrsta viðleitni að samstarfi milli Þjóð ræknisdeíldanna á Ströndinni, og tókst ágætlega. — Lukka og blessunaróskir fylgja séra Ein- ari, og þökk fyrir komuna. Skírnarathöfn og íslenzk messa Sunnudaginn 11. október fór fram skírnarathöfn á heimili þeirra hjónanna, Mr. og Mrs. Árni Símonarson, í Blaine bygð- inni, þar sem þeirra litla og in- dæla dóttir, Joanna Guðrún, var skírð að viðstöddum vinum og vandamönnum foreldranna. Séra Guðm. P. Johnson skírði. Gott var líka að koma á þetta indæla og vingjarnlega heimili þeirra Símonarsons hjóna, sem bæði eru vel látin í sínu héraði, merk hjón og vandaðar mann- eskjur. Þar mætti manni líka íslenzka gestrisnin, eins og að vanda, indælar góðgerðir handa öllum og glaðvært samtal. Þennan sama dag messaði séra Guðmundur á Elliheimilinu „Stafholt“ í Blaine, að mörgu fólki viðstöddu. Mr. Arthur Auguston, frá Bellingham, lék á píanó og söng einsöng. Veit- ingar voru framreiddar handa öllum eftir messu. Blessað eldra fólkið sagði, að stundin hefði verið ánægjuleg. Drottinn blessi öll þessi öldruðu börn sín, asamt heimili þeirra. Fjölsótt messa með altarisgöngu Sunnudaginn 18. október var fjölmenni við messu 1 Hallgríms kirkju hjá séra S. O. Thorlaks- son. Fyrst flutti prestur vel orðaða ræðu, og talaði af eld- móði, eins og hann gerir vana- lega; síðan var altarisganga, þar sem yfir 80 manns meðtóku hið heilaga Sakramenti. Við útdeil- inguna var prestur aðstoðaður af séra Guðm. P. Johnson. Starf- ið hjá séra S. O. Thorlaksson í Seattle gengur ágætlega og fer stöðugt vaxandi, bæði hvað að- sókn snertir og líka bætast all- margir 1 söfnuðinn. Þ j óðr æknismál Þjóðræknisdeildin „Aldan“ í Blaine hefir haft fundi sína á síðastliðnu sumri og hausti, eins og að undanförnu, og alt geng- ur vel í þeirri deild. Séra Albert Ivristjánsson er ennþá forseti hennar og hefir verið það frá upphafi. „Aldan“ hafði nýlega mjög myndarlega samkomu til inntekta fyrir Elliheimilið „Staf holt“. Heppaðist sú samkoma á- gætlega og fjöld fólks sótti hana. Samkomunni stjórnaði herra Sigurjón Björnsson, góður með- .limur öldunnar og skrifari Lestrarfélagsins „Jón Trausti". Sigurjón er dugnaðarmaður með afbrigðum og ósérhlífinn í öllu starfi sem sílenzkum málum við- víkur. Hann er nú farinn að eldast dálítið, en er samt hraust- ur og unglegur, kátur í viðmóti og skjótur til framkvæmda, enda er hann oftastnær kosinn í allar þær nefndir, sem eitt- hvað kveður að og mestu starfi þurfa að hrinda í framkvæmd, og hefir slíkum nefndum, með Sigurjón í fararbroddi, ávalt verið vel borgið. Slíkir menn ættu helzt aldrei að deyja. „Jón Trausti“ með sinn vel- látna forseta, Dísu Stefánsson, hefir haft fundi sína í septem- ber, október og nóvember, og alt gengur ljómandi vel, og ekk- ert undanhald, þó nokkrir séu nú að gerast aldraðir. Nýií framfaraspor í Þjóðræknis- málum á Slröndinni Níu manna nefnd hefir verið kosin til þess að hrinda í fram- kvæmd samvinnu deildanna í Vancouver, B.C., Blaine og Seattle. Þessir menn voru kosn- ir: Frá „Ströndinni", Vancouver, Bjarni Kolbeins, séra Eiríkur Brynjólfsson. Frá „Öldunni" í Blaine séra Albert Kristjáns- Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.