Lögberg - 31.12.1953, Síða 3

Lögberg - 31.12.1953, Síða 3
/ LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 31. DESEMBER, 1953 3 Guðleif Jónsdóttir Johnson Fædd 31. janúar 1864— Dáin 15. júlí 1953 „Mörg látlaus æfi lífsglaum fjær sér leynir einatt, góð og fögur: En guði er hún alt eins kær, þó engar fari af henni sögur“. Þessi merka landnámskona var fædd að Flautafelli í Þistil- firði í Norður-Þingeyjarsýslu á íslandi. Foreldrar hennar voru þau Jón Jónatansson Þorkels- sonar bóndi að Flautafelli og Guðrún kona hans Sveinunga- dóttir. Móðir Guðleifar var því systir hins mikla kvenskörungs, Kristrúnar Sveinungadóttur, sem mikið kvað að um eitt skeið í félagslífi Vestur-íslend- inga; einkum í Winnipeg. Guðleif ólst upp hjá foreldr- um sínum og giftist heima á Is- landi árið 1884 ísleifi Guðjóns- syni ísleifssonar. Sama árið sem þau giftust fluttu þau til Vestur- heims og komu til Winnipeg í ágústmánuði. Þar dvöldust þau komandi vetur og næsta sumar. Þá fluttu þau til Nýja-j^lands og námu land við „Boundary Creek“ (Landamerkjalæk) ná- lægt „Winnipeg Beach“. ísleifur réðist til járnbrautar- vinnu ,en Guðleif til heimilis- starfa í Winnipeg, eins og margt íslenzkt kvenfólk gerði fyrstu árin hér í landi. Um aðra at- vinnu var þá ekki að ræða. Árið 1887 fluttu þau hjón frá Nýja-lslandi; var þar þá ekki vært vegna flóða. Um þetta leyti vaknaði tals- verð hreyfing meðal Islendinga í þá átt að skoða lönd og stofna nýja bygð. Voru það helzt hin svonefndu Áiftavatns- og Grunnavatnshéruð, sem þeir höfðu auga á. Fór þá Isleifur ásamt þremur öðrum mönnum í þess konar landaskoðun. Var Árni M. Freeman einn þeirra. ísleifur og Árni urðu fyrstu ís- lendingarnir til þess að nema þar lönd og búa sér þar heimili. Þeir unnu saman að því að byggja sér þar hús, sitt húsið fyrir hvora fjölskyldu. Landnemalífið hafði engin sældarkjör að bjóða: Þeir, sem * hingað flytja nú, geta ekki gert sér grein fyrir öllum þeim erfið- leikum og allri þeirri baráttu, sem landnemarnir urðu að yfir- stíga. Bóndinn varð oft að vera burtu tímunum saman, kaldur og þreyttur, en konan heima í köldum og óvistlegum kofa; stundum vakandi nótt eftir nótt yfir veikum eða deyjandi börnum. Hús þau, sem þeir bygðu, ísleifur og Árni, voru úr bjálk- um, og hurðarlaus. Þeir höfðu ekkert til þess að byggja úr nema bjálkana og leirinn — gátu ekkert fengið í hurðirnar, nema sækja það til Winnipeg á kerru með uxum fyrir; en það voru um áttatíu mílur. En til þess að reyna að verjast flugunum, bjuggu þeir til bráða- birgðar hurðir úr þurkuðum og hertum gripahúðum. Þau hjón, Isleifur og Guðleif, bjuggu á ýmsum stöðum í Alfta- vatns- og Grunnavatnsbygðun- um, þangað til Guðleif misti mann sinn. Hann dó árið 1941, að Otto í Grunnavatnsbygðinni. Þegar Guðleif var orðin ekkja flutti hún til dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Hjörtur Josephson, og hjá þeim dó hún í Winnipeg. Þau Guðleif og Isleifur eign- uðust átta börn; þrjú eru lifandi, en fimm dáin. Þessi eru lifandi: 1. Kristrún Skagfeld, í Win- nipeg. Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið Guðleif Jónsdóilir Johnson 2. Kristín Guðrún, ekkja í Oregon, U. S. A. 3. Unnur S. Josephson í Win- nipeg. Þessi eru dáin: 1. Hermann, var listasmiður í Winnipeg. 2. Sigurbjörg, dó þriggja ára. 3. Sigurbjörg (önnur), var skólakennari. 4. Jónatan, var smiður. 5. Leifur Júlíus, dó innan tvítugs. Guðleif sál. átti tvær systur og einn bróðir. Systurnar voru: Sigríður, kona Ögmundar J. Bíldfells, bróður J. J. Bíldfells, og Björg, um langt skeið skóla- kennari. Bróðirinn var Jónatan, námsmaður í Winnipeg, þau eru öll dáin. Hin látna var mikilhæf kona og vel gefin, enda þurfti hún á því að halda: hún fór sannarlega ekki varhluta af erfiðleikum landnámsins. Hún var ekki önn- ur eins ákafakona og Kristrún Sveinungadóttir móðursystir liennar; en umhyggjum hennar og athöfnum heimilinu til heilla getur enginn lýst til fulls. Guðleif sáluga var bókhneigð kona, las mikið og fylgdist vel með flestum málum. Hún studdi og starfaði fyrir flest félög bygðarinnar, t. d. bókasafn, lestrarfélag og kvenfélag; var hún starfandi meðlimur í þeim öllum. Þá gerði hún sitt bezta til þess að örva og hvetja ungl- ingafélag, sem stofnað var í héraðinu. Eflaust hefði hún lagt fram ennþá meiri krafta þessum fé- lögum til, heilla, ef hún hefði haft meiri tíma frá heimilis- störfunum. Við athafnir hénnar og áhrif eiga bezt við orð skáldsins frá Fagraskógi: „Hinn fórnandi máttur er hljóður“. Sig. Júl. Jóhannesson Ellefu menn af áhöfninni komust í nótabát. sem náði landi undan Suður-Bár ausian Grundarf jarðar, en þrír létust af vosbúð Þau sviplegu tíðindi gerðust síðla á mánudagsnóttina, að yél- skipið Edda frá Hafnarfirði fórst á Grundarfirði og með henni níu menn af áhöfninni. Átta komust lífs af eftir mikla hrakninga 1 opnum bát. Skip- inu hvolfdi skammt fyrir fram- an bryggjuna í Grafarnesi án þess að nærstödd skip eða fólk í landi veitti því athygli. Fimm- tán skipverjar komust á kjöl og ellefu í nótabátinn. Sex drukkn- uðu við skipið, en mennirnir í bátnum hröktust út fjörð, steyttu á skeri fram af Bárar- bæjum, sátu þar fastir þrjár Aðolræðumaður á ársþingi bræðrafélaga Dr. Richard Beck prófessor var aðalræðumaður í almennri kvöldveizlu þeirri, er haldin var í lok ársþings sambands bræðrafélaga í Norður-Dakota (North Dakota Fraternal Con- gress) í Bismarck, N. Dak., laug- ardaginn 5. desember. Ræðu- efni hans var „Bræðralagshug- sjónin og þjóðfrelsi“ (Fraternal- ism and Freedom), og ræddi hann meðal annars um mann- réttindi og frelsishugsjónir nor- rænna manna. Dr. Beck, sem er fyrrv. forseti samb'andsins, var fulltrúi hins fjölmenna alls- herjar félagsskapar Norðmanna (Supreme Lodge, Sons of Nor- way). á þinginu og var formaður í tveim aðalnefndum þingsins. stundir og bar síðan að landi. I þeim hrakningum létust þrír menn. Þeir, sem fórust voru: Sigurjón Quðmundsson, Aust- urgötu 19, Hafnarfirði. 34 ára, I. vélstjóri .Hann lætur eftir sig konu og fimm börn, og átti for- eldra á lífi. Börnin voru öll ung, innan við fermingu. Sigurður Guðmundsson, Vest- urbraut 1, Hafnarfirði. 28 ára, II. vélstjóri. Hann lætur eftir sig konu og eitt fósturbarn, og átti foreldra á lífi. Jósep Guðmundsson, Vestur- götu 1, Hafnarfirði (bróðir Sig- urðar vélstjóra). Háseti. Hann var ókvæntur. Guðbjartur Guðmundsson, Suðurgötu 94, Hafnarfirði. 42 ára, háseti. Hann lætur eftir sig konu og fimm börn, og átti for- eldra á lífi. Guðbrandur Pálsson, Köldu- kinn 10, Hafnarfirði. 42 ára, háseti. Hann lætur eftir sig konu og sex börn og átti aldraða móður á lífi. Börnin eru flest ung, en tvö um fermingu. Albert Egilsson, Selvogsgótu 14, Hafnarfirði. 30 ára, háseti. Hann lætur eftir sig konu og eitt barn og átti móður og fóstur- móður á lífi. Stefán Guðnason, frá Stöðvar- firði. 18 ára, háseti. Hann var ókvæntur, en átti móður á lífi. Sigurjón Benediktsson, Vest- urbraut 7, Hafnarfirði. 17 ára, háseti. Hann átti aldraða for- eldra á lífi. Einar Ólafsson, Skeljabergi, Sandgerði. 19 ára, háseti. Hann lætur eftir sig unnustu og átti foreldra á lífi. Þeir, sem af komust eru: Guðjón Illugason, skipstjóri. Guðmundur Ársæll Guðmunds- son, stýrimaður. Ingvar Ingvars- son, matsveinn. Bjarni Her- mundsson, háseti. Guðmundur Ólafsson, háseti. Óskar Vigfús- son, háseti. Ágúst Stefánsson, háseti. Allir búsettir í Hafnar- firði, og Guðjón Vigfússon, há- seti, Silfurtúni við Hafnarfjörð. Herra og frú Smith, höfðu ný- lega ráðið til sín þjónustustúlku. Frúnni féll ekki sem bezt við stúlkuna, af því hún veitti því athygli, að herra Smith leit hana hýru auga. Dag einn gafst frúnni gott næði til að ræða við stúlkuna. — Þú heldur kannski að þú sért betur vaxin en ég? — Það segir húsbóndinn, svar- aði þjónustustúlkan. — Þú heldur kannski einnig, að þú hafir fallegri rödd en ég? — Það er svo að heyra á hús- bóndanum. — Og heldur þú þá ekki að þú sért meira aðlaðandi en ég? — Jú, ef ég á að taka orð hús- bóndans trúanleg. — Þú heldur kannski, að þú kyssir betur en ég? — Já, það segir bílstjórin'n að minnsta kosti .... Til frú Jakobínu Johnson á sjötugsafmæli hennar 1 fyrri daga fengu börn af fróðleik margt að heyra; og bezta saga um sókn og vörn féll sumum vel í eyra. Þá var hið æðsta mark og mið, menn til dáða að styrkja, — að semja ráð og leggjsr lið og landið sitt að yrkja. Hún Jakobína var þar víst og vildi ráðin kenna. Sú hefir ekki orðið sízt, til afkasta með penna. Að yrkja um gæða efni nýtt sér einatt hefir tamið. En hundrað kvæði hefir þýtt og heild af ræðum samið. Við þetta er ekki þrautalaust að þrauka og lengi vaka, um vetur, sumar, vor og haust, og verkalaun ei taka. En fáguð ást, til ættarbands, fann ævisögur góðar, sem hæstan geyma hróður lands og heiður sögu þjóðar. Þá kaus hún sina að kynna þjóð og kosti hennar sýna, að þýða sögur, leiki og ljóð, af list þar hvergi týna. Og út á sviðið frægðar fór — að fengnum réttum dómi. Nú er hún orðin afar stór og íslendingum sómi. Og enn er hennar æðsta þrá, að allar þjóðir kynnist, sem veki menn og verndi frá á vopnaburð að minnist. Þá helgast samúð, hrein og djörf, og hugi manna hvétur til hópunar um heillastörf — það heiminum unnið getur. Þó líði dagur, komi kvöld, þú kennir Jakobína. Þín saga lýsir okkar öld og áfram mun hún skína. Við biðjum þann, sem æðstur er, að annast þig í starfi, þá gæfu er hefir gefið þér, að glata ei feðra arfi. 11-4-1953 Jón Magnússon Seattle, Wash. Níu menn fórust, er vélskipinu Eddu hvolfdi Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. jMary's and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrg8 o. s. frv. Phone 92-7538 1 Dr. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service Dr. ROBERT BLACK SérfræÖingur f augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Creators oj Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbnrnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 302-348 Main Sireet, Winnipeg Phone 92-4865 “The King oj the Cookware” Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offiee Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 92-8211 T. R. THORVALDSON Manager Your patronage will be appreciated A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur ltkkistur og annast um út- farir. AHur útbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Minnist BETEL í erfðoskróm yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederatlon Life Bulldtng WINNIPEG MANITOBA Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavillon General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Deslgns, Corsages, Bedding Plants 0 Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjanason 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone 92-3561 Lesið Lögberg SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldl- viö, heldur hita frá at5 rjúka út meö reyknum.—-SkrifiÖ, stmiö til KELLT SVEINSSON 625 Wall St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. Stmar 3-3744 — 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors ot FRESH AND FROZEN FISH 60 Loulse Street Stmi 92-5227 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln all lts branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniloba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Wiimipeg PHONB »2-4824 Van's Etectric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL MeCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4&-0 \

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.