Lögberg - 31.12.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 31.12.1953, Blaðsíða 5
5 wwwwv ÁliLSAAÚL IWCNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON KVEÐJA FRÁ LAUGARDAGSSKÓLANUM Allmargir, bæði hér og á ís- landi, hafa minst Ásmundar P. Jóhannssonar látins, og lofað hina gifturíku starfsemi hans í þágu íslenzkra mála svo sem maklegt er; þó hefir eins áhuga- máls hans ekki enn verið getið, sem hann lét sig mikið skipta, og ég hygg, að honum hafi verið kærara en flest önnur, þótt það teldist e. t. v. ekki til hinna stórbrotnari hugsjónamála hans, en það var viðhald og efling Laugardagsskóla Þjóðræknisfé- lagsins í Winnipeg. Vegna þess að ég átti samstarf með honum á þeim vettvangi í fjöldamörg ár, þykir mér hlýða, að minnast lítillega þess þáttar í þjóð- ræknisbaráttu hans. Ásmundur P. Jóhannsson var þeirrar skoðunar, að íslenzk þjóðræknisstarfsemi vestan hafs grundvallaðist á því, að sem flestum börnum og unglingum væri kend íslenzk tunga; en hann krafðist ekki meir af öðr- um í þeim efnum en af sjálfum sér; hann sá um það, fyrst og fremst, að hans eigin synir lærðu að tala og skrifa íslenzku. Alla viðleitni í þá átt, að kenna íslenzku hér í borginni, mun hann hafa stutt frá því fyrsta, en hann tók fyrst að sér forustu í því máli eftir að Þjóð- ræknisfélagið stofnaði Laugar- dagsskólann haustið 1933, að hans ráðum. Dr. Rúnólfur Marteinsson tók þá að sér stjórn skólans með fimm aðstoðarkennurum. Hátt upp í 160 barna sóttu skólann fyrsta árið, og þótti það að von- um, spá góðu um framtíð hans, en því miður rættust ekki allar þær vonir, sem tengdar voru við hann. Aðsókn fór smáþverrandi ár frá ári, þar til leggja varð niðui- skólann nú í ár. Ég kynntist fyrst Laugardags- skólastarfseminni vorið 1938. Þá fór ég með manninum mínum á lokasamkomu skólans. Hann sagði mér, að við yrðum að sækja þessa samkomu, bæði vegna skólans og vegna vinar síns, Ásmundar P. Jóhannsson- ar, sem bæri velferð skólans mjög fyrir brjósti, og hefði ver- ið önnum kafinn í marga daga við að selja aðgöngumiða að samkomunni. — Hvert sæti var skipað í Fyrstu lútersku kirkju. Börnin sungu íslenzka söngva yndislega vel undir stjórn Ragnars H. Ragnars. — Þá um haustið kom svo Ásmundur og bað mig að ganga í kennaralið skólans. Gerði ég það og var jafnan síðan á einn eða annan hátt riðin við þá stofnun. Starf Asmundar við skólann fólst fyrst og fremst í því, að útvega kennarana. Sagði hann einu sinni í gamni, að hann væri svo oft búinn að ganga á biðils- buxunum og krjúpa, að þær væru orðnar gatslitnar. En hon- um gekk jafnan vel að fá kenn- ara, enda var hann vel fylginn sér í málarekstri sínum, og naut jafnframt áhrifa vina sinna í þessum efnum. Störfuðu margir lærðir og hæfir kennarar við skólann um lengri og skemmri tímabil. Er það sérstaklega þakkarvert, hve margar íslenzk- ar kennslukonur við skólann hér í borg gáfu dýrmæta laugardags- morgna sína í þágu íslenzkunn- ar. Allt þetta starf var unnið án endurgjalds. Það var ekki vegna þess að nægilegir kennslukraftar væru ekki til boða, að Laugardags- skólanum fór hnignandi, heldur hins, að nemendum fór fækk- andi, þrátt fyrir hvatningar til foreldranna frá íslenzku blöðun- um, kennurunum og umsjónar- manninum. Ýmislegt hug- kvæmdist Ásmundi til að laða börnin að skólanum. Hann gaf nemendunum tvisvar á ári að- göngumiða að kvikmyndahúsi; hann sá um að Þjóðræknisfélag- ið gæfi þeim jólaglaðningu; hann heimsótti foreldra barn- anna; hann sótti oft nemendur og kennara, sem langt áttu að í bíl sínum, ef vont var í veðri á laugardagsmorgna. — Allflesta laugardagsmorgna kom hann í skólann, meðan kraftar leyfðu, talaði við börnin og gerði að gamni sínu við þau; heilsaði upp á kennarana og grennslaðist eftir, hvort þá vanhagaði um nokkuð við kennsluna. Eins og vænta mátti fundu kennarar oft sárt til þess, þegar aðsókn að skólanum var léleg, en aldrei heyrðist æðruorð af vörum Asmundar. Hann var þannig gerður, að því meir sem á móti blés, þess þéttar stóð hann fyrir. Skapgerð hans end- urspeglast í þessum orðum: — „Hugur skal því harðari, hjarta prúðara, móður því meiri, sem oss megin þver“. — Ef til vill varð Laugardagsskólinn honum enn kærari einmitt vegna allrar þeirrar umhyggju og fyrir- hafnar, sem hann lagði á sig fyrir hann. Laugardagsskólinn var við líði í 18 ár — raunar 19 ár, — því íslenzku kennslan á sunnudög- um, er próf. Finnbogi Guð- mundsson stofnaði til síðastliðið ár, var framhald af Laugardags- skólanum, og nokkrir kennar- anna voru þeir sömu. Sé Laugardagsskólinn nú úr sögunni, þá hverfur hann af sjónarsviðinu á sama ári og aðal stofnandi hans, Ásmundur P. Jóhannsson. Nítján ára starf skólans verð- ur hvorki vegið né mælt, en hver getur sagt, að það hafi verið unnið fyrir gýg? Hin mörgu börn, sem sótt hafa skólann í lengri eða skemmri tíma á þessu tímabili, hafa kynst tungu feðra sinna, íslenzkunni, meir, en þau hefðu annars átt kost á. Þau hafa numið íslenzk kvæði, íslenzka söngva, og hafa komið fram í íslenzkum leikjum. Þau munu minnast með þakklæti, á kom- andi árum, alls þessa og kennara sinna, en sérstaklega munu þau þó minnast vinar síns, Ásmundar P. Jóhannssonar, þar sem hann sat framarlega á bekk, ásamt konu sinni, á lokasamkomum Laugardagsskólans, og ljómaði af gleði, þegar þau komu fram á leiksviðið, og fóru fagurlega með „ástkæra ylhýra málið“ hans. Ingibjörg Jónsson Winnipeg, 28. desember 1953 ----fr--- KVENNAKLÚBBUR HELGAR ÍSLANDI SKEMMTISKRÁ Kvennaklúbburinn „ZONTA CLUB“ í Grand Forks, N. Dak., helgaði Islandi skemmtiskrána á jólasamkomu sinni föstudags- kvöldið þ. 11. desember. Dr. Richard Beck, ræðismað- ur íslands í N. Dakota, var ræðu- maður samkomunnar og talaði um jólahald á Islandi; jafnframt rakti hann í megindráttum sögu íslenzkrar kristni og kirkjulífs. Mrs. Kenneth Hughes (Christ- ine Björnson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Matthías Björnson í Cavalier, N.D.), sem nú er kenn- ari í Manvel, N. Dak., söng á ís- lenzku eftirfarandi sálma „Syng Guði dýrð“, „I dag er glatt í döprum hjörtum" og „Heims um LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 31. DESEMBER, 1953 — ■ ---------------------------------- Skömmu fyrir jól bættust íslenzka mannfélaginu í Manitoba nýir starfskraftar frá íslandi; komu þau hjónin séra Robert Jack og Vigdís Sigurðardóttir (vinstri) og séra Bragi Frið- riksson og Katrín Eyjólfsdóttir kona hans (hægri). Séra Robert Jack er sóknarprestur í Norður Nýja íslandi, og á heima í Árborg; en séra Bragi þjónar söfnuðunum við Langruth og Lundar við Manitobavatn. Séra Bragi verður settur í embætti í Lundarkirkju, fimmtudaginn 14. janúar, kl. 7:30 e. h. Dr. Valdimar J. Eylands framkvæmir innsetn- inguna með aðstoð séra H. S. Sigmar á Gimli, skrifara kirkjufélagsins. Fró kirkjusmíð Það er alltaf skemmtilegt, eða svo finnst mér a. m. k., að rifja upp löngu liðin atvik, ekki sizt, ef hægt er að hafa þau til sam- lanburðar við það, sem er að gerast á vorum dögum. En í því efni eru fornsögur Islendinga hreinasta náma. Eitt slíkt atvik rifjaðist upp fyrir mér nú ný- lega, er ég af góðri tilviljun var viðstaddur fyrstu messugerðir í nýju lútersku kirkjunni að Gimli. Kaflinn, sem ég hér mun birta, er úr Hungurvöku (sögu fimm fyrstu biskupanna í Skál- holti) og segir frá Klængi biskupi Þorsteinssyni og kirkjusmíð i Skálholti í biskupstíð hans (1152—1176). bæði váru margir ok göfgir,’ at þar þurfti náliga ógrynni fjár til at leggja. En almáttigr guð, er allt gott gefr af sér, lét engan þann hlut skorta, er þurfti at hafa, bæði til kirkjugerðar ok annarrar afvinnu þeirar, er byskup vildi láta hafa, meðan hann lifði. Þessir váru höfuð- smiðir at kirkjunni í Skálaholti: Árni, er kallaðr var höfuð- smiðr, ok Björn inn hagi Þor- valdsson. Illugi Leifsson tegldi ok viðu. En þá er kirkjan var alger, orti Runólfr byskupsson vísu þessa: Hraust es höll, sús Kristi hugblíðum lét smíða, góð es rót und ráðum, ríkr stjórnari, slíkum. Gifta vas þat, es gerði guðs rann lugtanni. Pétr hefr eignazt ítra Árna smíð ok Bjarnar.* En þá er kirkja var ger í Skálaholti, svá [at] byskupi þótti hon til vígslu fallin, þá gerði byskup veizlu mikla ok ágæta vinum sínum ok bauð þangat Birni byskupi ok Nikulási ábóta ok mörgum höfðingjum, ok var þar inn mesti fjöldi boðs- manna. Þeir vígðu báðir kirkju í Skálaholti, Klængr ok Björn, annarr utan en annarr innan, ok helguðu báðir Pétri postula, svá sem áðr hafði verit, en Nikulás ábóti hafði formæli. Þat var á degi Viti píningarvátts. En eftir tíðir bauð Klængr byskup öll- um þeim mönnum, er við kirkju- vígslu höfðu verit, at hafa þar dagverð, þeim er sér þótti þat betr gegna, ok var þat enn gert meir af stórmennsku en fullri forsjá, af því at á einn veg reyndist þat ávallt at eiga undir mörgum heimskum, er einn vitr maðr má vel fyrir sjá með stillingu, ok mátti þar ok þá mikit at raun um þat komast, fyrir því at eigi höfðu þar færi menn dagverð en sjau hundruð, ok urðu tillög með óhægendum, áðr létti. Sú veizla var allvirðu- lig, at öllum þeim mönnum Iþótti], er þangat var boðit, ok váru þeir allir, er virðingamenn váru, með stórum gjöfum á braut leystir. [Klængr byskup lét prýða], Framhald á bls. 8 •Traust er sú höll, er voldugur stjórnari lét smíBa hugblíSum Kristi. Slik ráS eru af góSum rótum runnin. 1’aS var gæfa, aS Björn gerSi þetta guSshús. Pétur postuli hefir eignazt ágseta smíS Árna og Bjarnar. Verður nú horfið til sögunnar. -------- F. G. „Á tveim skipum kómu út stórviðir þeir, er Klængr byskup lét höggva í Nóregi til kirkju þeirar, er hann lét gera í Skála- holti, er at öllu var vönduð fram yfir hvert hús annat, þeira er á íslandi váru ger, bæði at viðum ok smíði. En er byskup kom til stólsins í Skálaholti, þá varð hann þegar svá vinsæll við al- þýðu, at jafnvel unnu honum þeir menn hugástum, er hann hafði skamma stund at stóli setit, er heldr höfðu við honum horft í sínum huga. Er þat eigi kynligt, þótt svá yrði, því at hann var stórlyndr ok stór- gjöfull við vini sína, en örr ok ölmusugóðr við, fátæka menn. Linr og lítillátr var hann við alla, kátr var hann ok keski- fimr ok jafnlyndr maðr við vini sína, svá at þangat var til allra órlausna at sjá, er hann var, meðan hann var at stólnum, hvers kyns er við þurfti. Hann lét þegar taka til kirkjusmíðar, er hann hafði einn vetr að stóln- um setit. Svá sýndust öðrum mönnum tillög vera mikil til kirkjugerðar at hverjum misser- um, bæði í viðarföngum ok smíðakaupum ok mannhöfnum þeim, er þar fylgdu, at svá- þótti skynsömum mönnum sem öll lausafé þyrfti til at leggja, þau er til staðarins lágu í tí- undum ok öðrum tillöghm. Búit þurfti í annan stað svá mikilla tillaga at hverjum misserum fyrir sakir fólksfjölda ok gest- risni ok annarrar afvinnu, [at] svá þótti sem þar mundi þurfa til alla lausa aura, þá er staðr- inn átti. í þriðju grein hafði hann svá veizlur fjölmennar ok stórar fégjafir við vini sína, er ból“. Hefir hún mjög fallega rödd og hefir getið sér gott orð fyrir sönghæfileika sína bæði á háskólaárum sínum í Grand Forks og síðan. — Mrs. Beck var sérstakur gestur á samkomunni. 1 umræddum kvennaklúbbi eru margar forystukonur i menningar- og starfslífi Grand Forks borgar. THE ROYAL BANK OFCANADA General Statement 30th November, 1953 ASSETS Notes of and deposits with Bank of Canada .... $ 226,402,343.82 Other cash and bank balances.................... 181,033,444.16 Notes of and cheques on other banks.................. 193,484,323.76 Government and other public securities, not exceed- ing market value .................................. 972,141,264.96 Other bonds and stocks, not exceeding market value 101,301,756.80 Call and short loans, fully secured ................. 149,280,473.79 Total quick assets.................$1,823,643,607.29 Other loans and discounts, after full provision for bad and doubtful debts ............................ 994,865,750.13 Bank premises......................................... 20,871,991.94 Liabilities of customers under acceptances and letters of credit......................................* 51,213,786.75 Other assets........................................... 5,261,053.05 $2,895,856,189.16 LIABILITIES Notes in circulation............................$ 83,335.04 Deposits ......................................... 2,734,644,076.93 Acceptances and letters of credit outstanding . . . 51,213,786.75 Other liabilities......................... 1,615,814.82 Total liabilíties to the public . . . $2,787,557,013.54 Capital............................................ 35,000,000.00 Reserve Fund............................. 70,000,000.00 Dividends payable........................... 1,783,800.83 Balance of Profit and Loss Account........ 1,515,374.79 $2,895,856,189.16 PROFIT AND LOSS ACCOUNT Profits for the year ended 30th November, 1953, after making appropriations to Contingency Reserves, out of which full provision for bad and doubtful debts has been made .... $18,952,608.56 Provision for depreciation of bank premises.............. 1,365,472.39 $17,587,136.17 Provision for tncome taxes .............................. 8,952,000.00 $ 8,635,136.17 Dividends at the rate of $1.20 per share .....$ 4,200,000.00 Extra distribution at the rate of 20( per share . . 700,000.00 4,900,000.00 Amount carried forward ..................................$ 3,735,136.17 Balance of Profit and Loss Account, 29th November, 1952 . . . 780,238.62 $ 4,515,374.79 Transferred to Reserve Fund ............................. 3,000,000.00 Balance of Profit and Loss Account, 30th November, 1953 ... $ 1,515,374.79 JAMES MUIR, President T. H. ATKINSON, General Manager

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.