Lögberg - 11.02.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.02.1954, Blaðsíða 1
PROMPT Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease 24-Hour Service Tune-Ups Accessories Repairs 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 11. FEBROAR 1954 - COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH'S TAXI Rounci The Cloclc Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES ON COUNTRY TRIPS WEDDINGS FUNERALS NÚMER 6 Minningarorð um Valdimar Jóhannesson Tíðum er hljótt um þá menn, sem erja jörðina myrkranna á milli, gera hana sér undirgefna og neyta síns brauðs í sveita síns andlitis; þó eru það þeir, sem gera garðinn frægan og fram- leiða úr skauti moldar auðinn, afl þeirra hluta, sem gera skal. Pau geymast til eilíjöar átökin hans, sem erjaði grœnkandi svörð, og starfsemdalaunin að lokum hann fcer þó löng verði brýnan og hörð. Með Valdimar Jóhannessyni er genginn grafarveg merkur at- hafnamaður, er um margt mátti ieljast til brautryðjenda í bændastétt innan íslenzka mann- iélagsins í Nýja íslandi og þó víðar væri leitað; það var ekki einasta að hann væri kappsamur vinnuvíkingur, heldur var hann að sama skapi verkhygginn og framsýnn um störf; um þetta sannfærðist ég brátt, er ég kbm a hið glæsilega heimili þeirra Jóhannessonhjóna í hinni fögru °g frjósömu Víðisbygð; þar hafði húsráðandi af eigin rammleik homið sér upp miklu og veglegu steinhúsi með nýtízku húsgögn- um og la,gt heim að því frá þjóð- veginum steinstétt svo að heim þangað var ávalt greiðfært; ég litaðist nokkuð um á búgarðin- um í fylgd með Valdimar og mér fanst mikið til um hve vel var um alt gengið, hve búfénaður allur var bústinn og þrifalegur; það var auðséð á öllu hve Valdi- mar unni þessum fagra bletti og hve giftusamlega þar hafði tek- !st til um samstarf moldar og manns; er við gengum heim að húsinu til að njóta góðgerða, hafði Valdimar yfir þessar ljóð- h’nur Stephans G. -Stephans- sonar: „Ég er bóndi, alt mitt á undir sól og regni.“ Mér fanst það ganga æfintýri n®st, að íslenzkur sjómaður, skyldi á tiltölulega skömmum tinaa verða herra jarðarinnar og storbóndi í íslenzka landnáminu vostan hafs, því þótt alt á þess- um hnetti reki rót til sameigin- iegs uppruna, krefjast ólík við- horf mismunandi handbragða. — Valdimar Jóhannesson, eða Valdi, eins og hann jafnaðarleg- ast var kallaður, fæddist í Garðs- viií a Svalbarðsströnd hinn 23ja cla§ júnímánaðar árið 1881. For- oldrar hans voru Jóhannes Grímsson og Ragnheiður Davíðs- úóttir; hún var hálfsystir tefáns Sigurðssonar að Hnaus- um og Jóhannesar Sigurðssonar 1 ^iverton, sem mjög koma við andnámssögu Nýja íslands, svo Sem þau systkini raunar öll gerðu. Skömmu eftir fermingu tó aldimar að gefa sig við sj( mensku og fékk snemma orð S1g fyrir áræði og dugnað; han ,aUk prófi við Sjómannaskóla í: ‘Unds, dvaldi við nám tvö ár anmörku; um nokkurt skei Var Valdimar í farmensk anda á milli, en fluttist vesti; um haf árið 1907 og dvaldi. ar angt í Bandaríkjunum. e pm þaðan til Canada. Hinn 1 ,u£, 1909 kvæntist Valdimar c gekk að eiga ungfrú Kristveig tetusalemsdóttur — Jónsson - 'ra.. ^embina, North Dakot m 1 hæfa konu, er reyndist hoi m astríkur lífsförunautur c ar því jafnan viðbrugðið h\ Valdimar Jóhannesson íagur eindrægnisandi einkendi alt þeirra heimilislíf; ungu hjón- in settust þegar að í Árborg. Valdimar innritaðist í 223. her- deildina og tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni á tímabilinu irá 1916—1919. Árið eftir keypti bann bújörð í Víðisbygðinni, jók landareign sína og kom þar upp íyrirmyndarbúi svo sem áður var vikið að. Valdimar var gáfumaður, bók- hneigður og víðlesinn og hann braut vanalega til mergjar alt það, sem hann las; hann var prýðilega ritfær, svo sem ýmiss- ar ritgerðir hans í Lögbergi og Heimskringlu báru svo glögg merki um. Valdimar var maður þreklundaður, er ógjarna lét sinn hlut hvort öðrum féll betur eða ver; við Valdimar urð- um aldrei nákomnir vinir, en góðkunningjar voruih við svo áratugum skipti og ætla ég að hvorugan hafi iðrað þess. Valdimar tók mikinn þátt í mannfélagsmálum, eigi aðeins innan takmarka íslendingabygð- ar sinnar heldur og á breiðari grundvelli; hann var óhvikull merkisberi samvinnustefnunnar og studdi af ráði og dáð sam- eignarverzlun bænda í Árborg. Hann var hagmæltur vel, og unni auk þess söng og leiklist; hann var einn af stofnendum þjóðræknisdeildarinnar Esjan í Árborg og lagði henni jafnan lið, enda var skapgerð hans sllk, að hann var ekki eitt í dag og annað á morgun. Menn, sem eitthvað er spunnið í reisa sér með nytjaverkum varanlegasta minnisvarðann og slíkt gerði Valdimar Jóhannes- son, sjómaðurinn af Svalbarðs- ströndinni og stórbóndinn í grend við Árborg. Valdimar lézt í Árborg hinn 3. janúar síðastliðinn og var lagður til hinztu hvíldar í heimabygð sinni 7. s. m. Séra Robert Jack jarðsöng. Líkmenn voru: Tímóteus Böðvarsson, Gunnar Sæmunds- son, B. J. Lifman, S. V. Signrd- son, Jónas Jónasson og Lúðvík Kristjánsson. Árið 1946 brá Valdimar búi, seldi landareign sína í hendur sonum sínum, flutti þá til Ár- borgar, reisti sér og konu sinni þar fallegt og notalegt hús, og beið þar sólsetursins. Auk konu sinnar lætur Valdi- mar eftir sig þrjá sonu, Victor, Valdimar og Thorberg, sem ailir eru búsettir í Víðisbygð og tvær dætur, frú Dagmar Casford í Winnipeg og frú Rögnu Vopni í Árborg; einnig lifir hann upp- eldissystir, frú Herdís Eiríksson í Árborg, er hann reyndist sem bezti bróðir. Einar P. Jónsson Hon. Byron Johnson Guest Speaker at lcelandic Canadian Club Concert Hon Byron Johnson, former Premier of British Columbia, will be the guest speaker at the annual concert of the Icelandic Canadian Club, in the First Lutheran Church, February 23. Byron Johnson’s topic will be “Thoughts of a Canadian.” His impressive role in Canadian public life, his war service and his prominence in business will enable him to speak with his us- ual forcefulness on his chosen topic. Byron Johnson, Victoria born, played professional lacrosse at the coast, prior to the first World War. In the war, he served over- seas in the Field Ambulance and in the Royal Air Force. On his return from overseas, he estab- lished, in partnership with his brother, a firm dealing in build- ers’ supplies. In 1946, he became president and general manager of Evans, Coleman and Gilley Bros. Co. of Westminster, and all subsidiaries and affiliated com- panies. Byron Johnson first served as member of the British Columbia legislature 1935-37 as a repre- sentative of Victoria. He was elected to represent New West- minster in 1945, and two years later he attained to leadership of the Liberal Party in British Columbia. He became Premier of the Province in 1947 and headed the Liberal-Progerssive Conservative coalition govern- ment till 1952. His record is that of a doughty fighter and. a sup- porter of social reform. Further particulars of the Ice- Hon. Byron Johnson landic Canadian Club concert will appear in the next issue of this paper. W. K. Þingfararkaup hækkað Sambandsþing hefir fallist á uppástungu forsætisráðherrans um hækkun þingfararkaups úr $6.000 upp í $10.000; hlutfallsleg launahækkun nær einnig til efri málstofunnar og sýnast um það nokkuð skiptar skoðanir hvað öldungunum, sem hlotið hafa pólitísk trúrra þjóna verðlaun, eigi að falla í skaut með því að vitað er, að þeir séu eigi ávalt önnum kafnir; foringjar þing- flokkanna fá einnig hlutfallslega hliðstæða hækkun; þessum lið var Mr. Drew mótfellinn, en Mr. Coldwell tjáðist þeirrar skoðun- ar, að nægilegt væri að hækka þingfararkaupið upp í $8.000. íslenzkar bókmenntir í enskum heimi Séra B. Theodore Sigurðsson Aðalræðumaður Svo sem áður hefir verið vikið að, verður séra B. Theodore Sigurðsson aðalræðumaður á Frónsmótinu, sem haldið verður í Fyrstu lútersku kirkju á mánu- dagskvöldið hinn 22. þ. m. Er hann mælskumaður mikill hvort heldur er á íslenzka eða enska tungu og þarf því ekki að efa, að aðdráttarafl hans að samkom- unni verði næsta áberandi. Þrjú hundruð og fimmtón pílagrímar lóta lífið Frá New Dehli bárust þau tíð- índi hinn 3. þ. m., að þrjú hundr- uð og fimmtán Hindúar, sem þá komu sem pílagrímar til Alla- habad til að lauga sig af allri synd t fljótinu helga, Ganges og •Tumna, hafi troðist undir og druknað; mælt er að á annað hundrað manns hafi sætt meiri og minni meiðslum. Tólfta hvert ár safnast saman miljónir Hindúa á stöðvum þess- um í minningu um þann þjóð- sögulega atburð, er guðir þeirra í orustu sigruðust á djöflinum og öllum árum hans; en sú er trú þeirra, að bað í hinum helgu fljótum komi í veg fyrir þann sársauka, er endurholdguninni að öðrum kosti yrði samfara. Þess var vænst, að Nehru for- sætisráðherra Indlands og for- setinn, Rajenra Prasad, yrði við- staddir, er trúarbragðahátíðin hófst, sem var að morgni dags, en hvorugur þeirra var kominn á staðinn á þeim tíma, er hinn óvænta harmsaga gerðist. Mjög var það dáð hve Hindúa- lderkar unnu rösklega að björg- unar- og líknarstörfum. Ritgerð eftir dr. Beck í norsku merkisriti í októberhefti hins merka norska tímarits, „Syng og Segn“, sem út kemur í Osló, skipaði öndvegi þýðing af ritgerð dr. Richards Beck, „Islandsvinurinn Hans Hylon“, er kom út í „Eim- reiðinni“ fyrir stuttu síðan. Þetta víðlesna norska tímarit er helgað bókmenntum og menn- ingarmálum og er málgagn norskra landsmálsmanna og er undir ritstjórn prófessors Olavs Midttun við háskólann í Osló og fleiri fræðimanna. Ritgerðina þýddi Ivar Org- iand, sem er sendikennari í norskum fræðum við Háskóla íslands, en hann hefir lagt mikla rækt við íslenzkar bókmenntir og er sjálfur skáld gott. Meðal annars orti hann fagurt og snjallt minningarkvæði um Sigurgeir Sigurðsson biskup, er kom í „Morgunblaðinu“. Ekkert bókaforlag í heimi öll- um er svo frægt sem Clarendon Press í Oxford (sem utan þeirr- ar borgar nefnist Oxford Uni- versity Press) og ekkert sem njóti meira álits og virðingar, enda mun það elzt allra. Fáir munu þeir hér á landi, er gert hafi sér ljóst hvílíkt lán og hví- líkur heiður það hefir verið Is- landi að þessi mikla merkisstofn- un skyldi endur fyrir löngu hefja á lofti fána íslenzkra bók- mennta og enn í dag halda hon- um á lofti með ókólnuðum á- huga. Við getum skiljanlega ekki vitað, hver nú væri staða og vegur bókmennta okkar í um- heiminum ef Clarendon Press hefði alla tíð leitt þær hjá sér en okkur óar við að hugsa til mis- munarins, því að víst er það, að gífurlegur hlyti hann að vera. Svo að við förum sem skemmst aftur í tímann, skulum við nægj- ast með síðustu níutíu árin, eða frá því er Guðbrandur Vigfús- son settist að í Oxford. Aldrei hefði hann þangað farið ef Clar- endon Press hefði leitt hjá sér bókmenntir okkar. Og þá hefði ekki orðið til sú hin mikla og á- gæta orðabók, sem við hann er kennd; ekki hin merka lesbók hans, og e k k i byrjendabók Sweets; ekki hin ágæta útgáfa Guðbrands af Sturlungu; ekki Corpus Poeticum Boreale. ekki Origines Islandicae; ekki orða- bók Geirs Zoega yfir fornmálið; en allt eru þetta rit, sem í allt að því þrjá síðastliðna aldarfjórð- unga hafa svo vítt sem ensk tunga er töluð og lesin verið undirstaðan u n d i r þekkingu menntamanna á tungu okkar og bókmenntum. Ekki væru þá heldur til kennslubækur þær í fornri og nýrri íslenzku, er út komu 1927 og síðan hafa verið notaðar af nálega öllum þeim, er íslenzku hafa numið. Þá væri heldur ekki um að ræða sagna- útgáfu þá, er hófst með Víga Glúms sögu 1940 og ekki er enn vitað hve umfangsmikil kunni að verða. Og stórviðburður verð- ur það fyrir bókmenntir okkar þegar nýja útgáfan kemur af orðabók Guðbrands, með við- auka þeim og lagfæringum, er Sir William Craigie hefir nú í nokkur ár verið að vinna að. Þörfin á þeirri útgáfu er nú orð- in beinlínis knýjandi, og eflaust verður enn um nokkra áratugi að þeirri orðabók að búa. Það var okkur nýtt happ er Dr. Kenneth Sisam varð mest ráðandi í þessu mikla fyrirtæki 1920 og réð þar öllu því, er hann vildi, um þrjátíu ára skeið, þ. e. til þess er hann lagði þar niður starf sitt til þess að helga alla krafta sína bókmenntalegum vísindastörfum. Hann var hinn mesti atorkumaður, og sjálfur hafði hann numið íslenzku, en þó mun meiru hafa ráðið þar okkur í hag alúðarvinátta hans við Sir William Craigie, þenna fulltrúa íslenzkra bókmennta, sem aldrei svaf á verðinum þar sem sæmd eða hagur íslands var annars vegar. Það er raunaleg saga, að sjálfir eigum við sök á því, að Clarendon Press gerði ekki miklu meir fyrir okkur með an Sisam réð þar (og líklega er það tilfellið, að enn gæti þar á- hrifa hans, þó að sjálfur sé hann ekki lengur í Oxford). Þó að undarlegt megi heita, skorti okk- ur skilning til að neyta tæki- færisins og leggja þarna fram nokkurt starf sjálfir til þess að efla veg íslenzkrar menningar úti um heiminn. Og efalítið mundi Dr. Sisam ekki hafa séð þess nein merki að metið væri hér starf hans, og áhugi, ef ekki hefði verið fyrir vakandi auga Ásgeirs Sigurðssonar. Það var hans verk að Sisam var sæmdar Fálkakrossi, og vitanlega bar að ítreka þá sæmd með nýju stigi þegar hann lét af framkvæmda- störfum; en svo var ekki gert. Þá var ekki lengur neinn Ásgeir á verðinum. En því fór fjarri að á þetta skjól fyki, þó að Sisam fylttist þaðán. Báðir þeir menn, Davin og Norrington, sem þá tóku við, eru alúðarvinir okkar og vilja með öllu móti styðja og efla veg íslenzkra bókmennta m e ð a 1 enskumælandi þjóða. Eftir er að sjá hvernig við neytum þeirrar aðstöðu, sem vinátta þeirra og góðvild skapar okkur og líka hvernig við metum hana við þá. Líklega er það sannast mála, að ef ekki væri skortur hæfra starfskrafta, mundi nú vera frá Clarendon Press nálega óslit- inn straumur íslenzkra rita með þeim frágangi að þau væri á hinn æskilegasta hátt búin í hendur íslenzkulæsum mönnum á meðal enskumælandi þjóða — og við það mundi að sjálfsögðu þeim mönnum stórfjölga. Sömu- leiðis enskum ritum, er um ís- lenzk efni fjölluðu. Forráða- menn stofnunarinnar sjá vel hvað nauðsynlegt er, í þessum efnum. Og ef þeir sæju það ekki sjálfir, þá hafa þeir sér við hönd þann fulltrúa íslenzkra mennta, er vart á sinn líka um glögg- skyggnina. Það er víst að þeir hafa lengi séð það, hve mikil þörf er enskrar útgáfu af ís- lenzkum fornkvæðum, en hitt er torveldara að sjá, hvar finna mætti þann mann, er fær væri um að leysa þá útgáfu af hendi. Margt er það líka ,sem við gæt- um óskað að sjá Clarendon Press senda frá sér, og þar á meðal er ný útgáfa af Prologomena Guð- brands fyrir útgáfu hans af Slur- lungu, — að sjálfsögðu með mörg um lagfæringum, viðaukum og skýringum. Prologomena hans eru ekki gallalaust verk; í þeim eru meira að segja hinar furðu- legustu firrur, kenningar sem enginn maður tekur nú trúan- legar, en ódauðlegt verk eigi að Framhald á bls. 5 Frú fjórvelda- fundinum Svo má segja að alt hjakki í sama farinu varðandi utanríkis- ráðherrafundinn í Berlín og sam- komulag um friðarsáttmála við Þýzkaland sýnist litlu nær en í íundarbyrjun. Molotov slær alt af úr einu í annað sleipur eins og áll; nú krefst hann fimmvelda- stefnu, er Kínum verði heimilað- ur aðgangur að, en að slíku vilja vesturveldin ekki ganga, svo sem eðlilegt er, þar sem Kínar eru enn utan Sameinuðu þjóð- anna, og verða sennilega lengi enn. Róstusamt í Austur-Þýzkalandi Svo ramt hefir kveðið að kúgun kommúnista gagnvart Þjóðverjum í Austur-Þýzka- landi, að við uppreisn hefir legið hliðstærri þeirri, er fram fór í júnímánuði síðastliðnum; hafa kommúnistar kvatt á vettvang mikinn fjölda skriðdreka í því augnamiði að skakka leikinn; um fimm hundruðum manna hefir verið varpað í dýflissu, og vafa- samt talið, að þeir framar líti dagsins ljós.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.