Lögberg - 11.02.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.02.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. FEBRÚAR 1954 Álit Arbeiderbladets í Osló Meðan Rússar vilja ekki semja, má jafnvaegið milli þeirra og veslurveldanna ekki raskasl Eins og gefur að skilja, hefir margt verið ritað og rætt um sambúð Sovétríkjanna og vestur veldanna að undanförnu. Eink- um snúast umræðurnar um það, sem framundan muni vera í þessum efnum. Meðal þeirra, sem nýlega hafa ritað um þetta, er sá af blaðamönnum „Arbeid- erbladets" í Osló, aðalmálgagns norska AJþvðuflokksins, er gert hefir sér sérstakt far um að fylgj ast með gangi mála í Sovétríkj- unum. Hann hefir nýlega ritað um framangreint málefni þrjái stuttar yfirlitsgreinar í blað sitt og þykir rétt að rekja í megin- dráttum efni þeirra hér á eftir: Bjarlsýni Churchills Fyrsta gFeinin er birt í blað- inu 5. þ. m. og fjallar um við- horf Churchills til Sovétríkj- anna. Verður efni hennar rakið lauslega hér á eftir: Churchill virðist enn hafa full an áhuga fyrir fundi æðstu manna fjórveldanna. 1 ræðu sinni við þingsetningu lét hann í ljósi þá skoðun, að vísu með varfærni og hálu orðalagi, að Sovétstjórnin hygði nú meira á framfarir heima fyrir en árásir út á við. Þetta er mikil breyting á fyrra viðhorfi Churchills í þessum efnum. iÞað var hann, er fyrstur manna kom fram með tillöguna um vestrænt varnar- bandalag og hann hefir marg- sinnis á síðari árum haldið því fram, að a ð e i n s kjarnorku- sprengjan hafi hindrað það, að Rússar hernæmu alla Vestur- Evrópu. Sú bjartsýni, sem nú virðist koma fram hjá Churchill, byggð ist að líkindum á eftirgreindum ástæðum: 1. Varnir Vestur-Evrópu hafa styrkzt svo mikið, að Rússar geta ekki lengur hertekið hana með skyndiárás. stríðinu og bezta leiðin til þess að ná árangri, séu viðræður við Malenkoff. • Rússar ófúsir til samkomulags Þessari hugmynd Churchills hefir hins vegar verið fáléga tek ið af fleirum en stjórn Banda- ríkjanna. Ef Malenkoff hefði tek ið undir þessar tillögur Church- ills, hefði Bandaríkin ekki getað staðið gegn henni. En Rússar hafa ekki sýnt minnsta áhuga f y r i r stórveldafundi á þeim grundvelli, sem Churchill hefir talað um. Þeir hafa hins vegar borið fram hinar gömlu tillögur sínar um fimmveldafuhd, Þ. e. að Sovét-Kína sé einnig með, en í veruleikanum er þetta sama og að hafna tillögu Churchills, því að Rússar vita, að vesturveldin geta ekki fallizt á þátttöku Kínverja. Allt bendir til þess, að Rússar vilji komast hjá alvarlegum samningaviðræðum á þessu stigi. Orsakirnar virðist mega finna í ástandinu heima fyrir. Fram til 17. júní-uppreisnarinnar í Aust- ur-Þýzkalandi og falls Beria virt ist greinilegt að Rússar væru í sátta- og samningahug. Eftir það hefir ekki borið á þessari sátta- viðleitni, þótt ekki verði sagt, að stjórnin hafi að öllu leyti tekið upp fyrri stefnu. Haldið hefir verið áfram að auka framleiðslu neyzluvara og bæta kjör neyt- enda. Út á við virðast forustu- menn Rússa hins vegar ófærir um að taka n o k k r a r nýjar ákvarðanir, sem síðar kynni að vera hægt að nota gegn honum í valdataflinu. Einnig getur átt sér stað, að ósamkomulag sé svo mikið á hærri stöðum, að ekki komist fram neinar breytingar að svo stöddu. Það er a.m.k. víst, að eins og sakir standa, virðast forvigismenn Rússa vilja kom- ast hjá því að gera nokkra nýja samninga. Hverju breylli fráfall Stalíns? 2. Eyðilegging kjarnorkustyrj- aldar yrði svo hræðileg, að allir aðalar hljóta að vilja forðast hana. 3. Líkur til þess, að fráfall Sta- lins hafi þýtt einhverja stefnu- breytingu í Moskvu. Churchill mun álíta, að þetta þrennt muni í sameiningu skapa möguleika til að draga úr kalda (Jítfé BIOOÖ UzlpjitfktPOUO rnmmm * ♦ «*» «*««» THIS SPAC! CONTRIBUTÍO B Y Wl NNIPEG BREWERY L I M I T E D 1 greininni, sem birtist um þessi sömu mál í Arbreiderblad- et 10. þ. m. er meginþráðurinn á þessa leið: Síðan 1947 hefir verið talað um „kalt stríð“ í alþjóðamálum. Yfirgangsstefna Rússa, er náði hámarki sínu í Evrópu með bylt- i n g u n n i í Tékkóslóvakíu og flutningabanninu á Berlín, en í Asíu með árásinni á Koreu. Bæði Berlínardeilan og Kóreu- styrjöldin færði þjóðirnar á barm nýrrar heimsstyrjaldar. Vesturveldin svöruðu með.stofn un Atlantshafsbandalagsins og gagnsókn S. Þ. í Kóreu. Hvort tveggja varð til þess, að nok'kuð dró úr yfirgangi Sovétríkjanna. Með fráfalli Stalíns virðist nokkur breyting verða á þessu. Tilkynnt var frjálslegri stefna heima fyrir og tónninn var mild- aður út á við. í tilefni af þessu, fengu nýjar vonir vængi. Chur- chill bar fram tillögu sína um fjórveldafund. Raunverulegur á- rangur hefir þó enn enginn orð- ið, nema vopnahléið í Kóréu. Framkoma Sovétstjórnarinnar bendir til, að hún vilji ekki semja að svo stöddu, en ekki heldur hefja kalda stríðið í sinni fyrri mynd. Þótt deilumálin séu enn óleyst, er stríðsóttin ekki slíkur og áður. Þrátt fyrir seinustu orðsend- ingu Sovétstjórnarinnar til vest- urveldanna og hinnar herskáu ræðu Porosjiloffs á byltingar- afmælinu, hefir orðið nokkur breyting á starfsháttum Sovét- ríkjanna. Churchill lét svo um- mælt fyrir nokkru, að Sovét- stjórnin virtist nú hafa mei|?i á- huga fyrir umbótum heima fyrir en yfirgangi út á við. Sérfræð- ingar í Washington og London álíta, að megintakmark Sovét- stjórnarinnar á næstunni sé að festa sig í sessi heima fyrir og í leppríkjunum og treysta sam- bandið við Kína. Staðan í Kóreu er táknræn fyrir heimsmálin. Þar er vopna- hlé, en deilumálin eru óleyst. Vopnahlé byggist á nokkurn veg inn jöfnum hernaðarstyrk beggja aðila. Svipað jafnvægi hefir breytt andrúmsloftinu á sviði alþjóðamála. Þróunin virð- ist sú í bili, að láta deilumálin liggja óumsamin, en halda jafn- væginu í þeirri von, að með tíð og tíma dragi líkt ástand úr spennunni og betri grundvöllur skapist til samninga. Rússar ætlar sér bersýnilega að nota sér þetta hlé til að treysta aðstöðu sína. Slíkt hið sama verða vesturveldin að gera. Mesta hættan er sú, að ró- legra ástand í alþjóðamálum veiki samheldni vesturveldanna. Rússar gera sér án efa vonir um, að þessi hvíldartími verði til þess að draga úr samstarfi vest- rænu þjóðanna á sama tíma og Sovétríkin styrkjast. Slík þróun myndi kollvarpa jafnvæginu og gera að engu vonirnar um sætt- ir milli austurs og vesturs í fram tíðinni. Viðhorf vesiurveldanna Þriðja greinin í „Arbeider- bladet“, sem virt er 12 þ. m., fjallar um afstöðu vestrænu ríkjanna til hins nýja viðhorfs í alþjóðamálum. Meginefni henn- ar er á þessa leið: Undanfarnir mánuðir hafa verið eins konar biðtími. Ríkis- stjórnir vesturveldanna hafa haldið að sér höndum og fylgzt með því, sem var að gerast í Moskvu. Voru kannske að skap- ast aðstæður til að ná samkomu- lagi við Rússa? Meðan ekki fékkst fullnægjandi svar við þeirri spurningu, gátu vestur- veldin ekki markað neina stefnu til frambúðar. Seinasta svar Rússa til vestur- veldanna, sker úr um það, að ekki þarf að lengja þennan bið- tíma. Sovétsstjórnin hefir ekki áhuga eða vilja til að semja um ágreiningsmálin í náinni fram- tíð. I samræmi við það þurfa vesturveldin nú að marka stefnu sína í þeim ýmsu vandamálum, sem dregizt hafa á langinn und- anfarið, eins og t. d. varðandi þátttöku Þjóðverja í vörnum Evrópu, Austur-Asíumálin, Indo Kína-styrjöldina, samstarfið í Nato o. sc frv. Það verður aðalverkefni Ber- muda fundarins að marka stefn- una í þessu mmálum. Sú stefn- una verður að líkindum byggð á því viðhorfi, að ekki muni tak- ast að ná samkomulagi ið Rússa um deilumálin í náinni framtíð, en þó sé loftslagið á sviði alþjóða mála orðið heldur hlýrra en það var áður. í framtíðinni kann því að mega vænta batnandi sam- komulags. Um þetta veit þó eng- inn enn og þess vegna verður að leysa þau verkefni fyrst, sem eru mest aðkallandi. Fyrst og fremst verður að reyna að jafna þann ágreining, er risið hefir inn byrðis milli vestrænu ríkjanna, og leitast við að varast þá hættu, sem fylgir þröngsýnum þjóðern- isstefnum, en talsvert hefir bor- ið á þeim í samstarfi vesturveld- anna á þessu ári. Leiðin, sem Sovétríkin vísa vestrænu þjóð- unum er aukin samheldni. — Hér lýkur að rekja þráðinn í greinum hins n o r s k a blaða- manns. Síðan þær birtust, hefir það gerzt, að Sovétstjórnin hefir boðizt til að taka þátt í utanrík- isráðherrafundi fjórveldanna um Þýzkalandsmálin, þótt hún hafi þrívegis áður í sumar og haust hafnað slíkum fundi vest- urveldanna. Sennilegt er þó, að þetta boð hennar breyti ekki neinu um það sem rakið er hér að framan. Reynslan muni leiða það í ljós, að tilgangur Rússa með því að fallast á boðið, hafi ekki verið sá að gera nýja samn- inga, heldur að draga málin á langinn til þess, að hindra þátt- töku Þjóðverja f vörnum Vestur Evrópu. Sú stefna þeirra, að semja ekki neitt, sé því eftir sem áður óbreytt. J — TIMINN Zogu, fyrrum Aíbaníukonungur, í miklum vanda Síaddur Reynir að hindra útkomu bókar 11931. Hann átti völduga og ofs- um gamalt, en ekki gleymt, ástarævintýr tækisfulla óvini, sem hann hafði troðið um tær í valdabrölti sínu Zogu, fyrrverandi Albaníu- konungur ,sem undanfarin ár hefur orðið að dveljast fjarri heimahögum sínum, eins og fleiri landflótta þjóðhöfðingjar, er um þessar mundir í talsverð- um bobba. Að vísu er þjarmað að honum úr fleiri áttum, m. a. af Naguib hershöfðingja í Egyptal., sem hefur látið „frysta“ innstæður Zogus þar í landi vegna þess, að hann hafi með aðstoð Farúks konungs, svikið stórfé undan skatti. En vandræðin, sem Zogu nú á í, eru af öðrum toga spunn- in. Svo er nefnilega mál með vexti, að Zoga mun vera staddur í París til þess að freista þess að koma í veg fyrir útkomu bókar- innar Hans hátign konungurinn, sem er í orði kveðnu skáldsaga, en rekur annars, svo ekki verður um villzt .allnáið sögu Zogus sjálfs, ekki sízt í sambandi við ástarævintýr hans, sem hann vill fyrir alla muni láta liggja 1 þagnargildi. Nú er það að vísu svo, að bók þessi kom út í Vínar- borg þegar árið 1949 undir sama nafni (á þýzku) en þá tókst Zogu að láta gera hana upptæka, þó ekki fyrr en nokkur eintök af henni hefðu selzt, sem nú ganga kaupum og sölum meðal bóka- safnara fyrir stórfé. Nú hefur það komið á daginn, að höfundur bókarinnar, Martha Sills-Fuchs, hefur náð sambandi við bókaútgefanda einn í París, sem hyggst gefa bókina út, og í tilefni af því er Zogu konungur sagður kominn til borgarinnar, og ætlar hann nú að koma í veg fyrir þetta. Hittust í næturklúbb Ástaævintýrið, sem er til grundvallar sögunni, er raunar ekkert leyndarmál. Að vísu var það ekki dagblaðamatur, en hins vegar í almæli í Vínarborg, Bel- grad og Tirana, höfuðborg Al- baníu. Sagan hefst árið 1924, þegar Zogu var forsætisráð- herra Albaníu og enn ekki orð- inn einvaldur. I heimsókn í Bel- grad hitti hann í næturklúbb þar kornunga garðyrkjumanns- dóttur frá Vín, Franzisku Janko að nafni, er allkunn var í hópi listamanna. Það hafði og aukið á frægð hennar, að Esterhazy fursti hafði reynt að fremja sjálfsmorð vegna hennar. Zogu varð heiftarlega ástfanginn af Franzisku, en bókin greinir bók- staflega frá því, að hann hafi „keypt“ hylli hennar. Það er að minnsta kosti vitað, að um ára- bil var hún lagskona Zogus, en hann sýndi henni ýmsan sóma. M. a. gerði hann hana að greif- ynju Hohenberg, en henni til að- stoðar og þjónustu fékk hann Mörthu Sills-Fuchs, sem síðan hefur skrifað þessa háskalegu bók. — Mikil og innileg vinátta tókst með þeim, og nú segir Martha Sills-Fuchs, sem orðin er hálfsextug, að hún hafi það eitt að markmiði að færa Fránzisku á ný lífsleði og kjark. Zogu var varkár, og þegar hann hafði gerzt konungur, tók hann Franzisku ekki með sér til Tirana ,heldur kom henni fyrir í Vín, en þangað kom hann oft. Lét hann fá henni til íbúðar glæsilegan einkabústað, bíla til afnota, reiðhesta og fleira, sem tignu fólki sæmir. Þetta var hinni ungu garðyrkjumannsdótt- ur dýrðlegt ævintýr, en því lykt- aði þó á raunalegan hátt. Héll, að dauðinn biði sín með Zogu Hið furðulega við þessa ástar- sögu er það, að það var alls ekki Zogu, sem sveik stúlkuna í tryggðum. Hann var jafnástfang inn af henni og nokkru sinni, er hann kom til Vínarborgar árið í Albaníu, og í þessari heimsókn stóðu þeir fyrir morðtilraun við hann. Zogu slapp, þótt hurð skylli nærri hælum, en Franz- iska, er var við hlið hans, þegar morðtilraunin var gerð, fékk taugaáfall, sem hún varð aldrei jafngóð af. Hún gat síðan ekki varizt þeirri sjúklegu hugsun, að samlíf hennar og Zogus hefði í för með sér bráðan bana hennar — og hún grátbað hann um að sleppa sér. M&rtha Sills-Fuchs var ekki hliðholl konunginum, en lýsir samt yfir því, að hann hafi sleppt Franzisku og látið hana fá gildan sjóð, og óhætt er að gera ráð fyrir, að svo hafi verið. Þesj vegna virðist ekki vera unnt að ásaka Zogu í þessu máli, en það er af stjórnmálaástæð- um, sem hann vill ekki, að sagan kqmist á kreik. Hann er sann- færður um, að hann komist til valda á ný, og hann kærir sig ekki um, að á einkalíf hans falli neinn skuggi vegna þessa máls. Franziska varð æ bilaðri á taugum. Hún komst undir áhrif skuldugs, austurrísks baróns, sem hún giftist, og varð þá bar- ónsfrú Buttlar, en undir því nafni er hún bezt þekkt nú. Hana tók að baga minnisleysi, og farmkoma hennar varð æ undar- legri. Loks var henni komið á taugasjúkrahús, og þar dvaldi hún tvö ár eða svo. Hún fór af hæli þessu, en nú var henni um megn að halda kjölfestu í lífinu. Hún féll í of- drykju á vald og síðan deyfilyfj- um, og fyrir heimsstyrjöldina var hún svipt lögræði og sett á geðveikrahæli, og þar dvelur hún enn. Áselningur Mörthu Sills-Fuchs Af hinum mikla vinaskara frá fyrri tíð glaðværðarinnar var að- eins einn, sem hélt tryggð við hana, Martha Sills-Fuchs. Hún heimsótti hana oft og hún skýrir frá því, hvernig hún smám sam- an komst til heilsu, unz að því kom, að hún var orðin eins og fyrrum, alheil', glöð og kát, en samt var henni ekki hleypt af hælinu. Nú einsetti Martha Sills- Fuchs sér að „veita göfugri konu frelsi sitt á ný.“ Þetta varð æðsta markmið hennar í lífinu, M. a. sneri hún sér til Zogu fyrrverandi konungs í Albaníu, og hún heldur því fram, að hann hafi lofað sér því að gera allt til þess að koma Franzisku af hæl- inu. En einmitt í þessu brást kon- ungurinn, að sögn Mörthu, og er hún komst að raun um, að hann aðhafðist ekkert í málinu, ákvað hún að leggja mál Franzisku fyr- ir almenning með bókinni „Hans hátign konungurinn.“ Þegar bók þessi birtist í glugg- um bóksala Vínarkorkar dag nokkurn árið 1939, með árásum sínum á hinn fyrrverandi kon- ung, Buttlar barón og alla þá, sem fjölluðu um mál Franzisku, var sem sprengja hefði fallið. Fjárhaldsmaður hinnar ólögráða barónessu (Franzisku), hinn kunni málflutningsmaður í Vín- arborg, dr. Hans Gurtler, kom því umsvifalaust til leiðar, að bókin var gerð upptæk „í nafni lýðveldisins." Jafnframt var Martha Silles-Fuchs sektuð. En hafi menn haldið, að hún væri þar með úr leik, hefur mönnum skjöplast. Hún naut hins óþrotlega þreks ofstækis- mannsins. Hún kom því til leið ar, að innihald bókarinnar var kunngert með öðrum hætti, og nú er hún sem sé albúin á ný til þess að íáta hana koma fyrir almennings sjónir. Nú er eftir að vita, hvort Zogu, fyrrverandi Albaníykonungi takist enn á ný að koma í veg fyrir nákvæma lýsingu á þessu ástarævintýri hans. — VISIR, 7 jan. Sólhvörf Áramótavísur 1868 Eftir PÁL ÓLAFSSON Á þessum vegamótum mér mál er við að standa, umhverfis því augað sér ekkert nema vanda. Yfir liðna æfi menn augum litið geta, pó út í myrkrið allir senn áfram hljóti að feta. Þó er mesti munur á myrkum lífsins vegi, hvert menn stefna’ og hvar menn ná höfn að liðnum dgi. Ég get sagt um sjálfan mig — suma daga’ og alla reikaði ég af réttum stig raunarlaust að kalla. Ég hefi fyrir stríðum straum stundum flækst til baka, < og eins og gengið oft í draum þá átti ég helzt að vaka. Mér hefir áfram miðað skamt, í mörgu’ er ég orðinn breyttur; við áraskiftin er ég samt ótrúlega þreyttur. Nökkva lífs á nýjan vog nú skal hrinda úr sandi; en engin veit, hve áratog eru mörg að landi. Að því landi’ er engir fá aftur frá að snúa heim, til þess, að hugsa’ um þá sem hérna megin búa. Ekki er lífsins gata greið, það gerir oftast þetta, að enginn greiðir öðrum leið eða spor vill létta. Hver vill annars eignum ná; um einskilding og dalinn, menn eru að þræta og ýtast á unz þeir hnga’ í valinn. Kýs ég mér að komast hjá kappi slíku’ og erjum; nógum strandað ég get á öðrum villiskerjum. Ég skal forðast mest sem má mig og aðra flækja í vandamál, og vondum hjá vegfarendum krækja. Þá, sem trúa’ og treysta mér og til mín ráða leita liðsemd mín’, er lítil er langar mig að veita. En það er lítið lið að mér og langt um minni gleði, þegar ég svona þreyttur er og þungur líka’ í gleði. Ég hefi reynt að róa fast og reyni það ekki lengur, æ því meir hvert öldukast yfir bátinn gengur. Hugsa’ ég góðri hö‘fn að ná, ef hugurinn bilar ekki, láti ég skipið skríða hjá skerjunum, sem ég þekki. Fast ég treysti forsjón hans, sem föðurlega’ alt metur; góðan vilja og máttinn manns margfaldað hann getur. Skuld, 31. des. 1877 COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.