Lögberg - 11.02.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.02.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. FEBRÚAR 1954 5 VI iH AMÁI IVI .NNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON FRÆG LITKVIKMYND AF ÍSLANDI Væntanlega munu allir Islend- ingar, sem vettlingi geta valdið sækja hina frægu litkvikmynd Hal Linkers. Hún verður sýnd í Playhouse Theátre, Winnipeg, á laugardagskvöldið 13. febrúar, °g er hún þannig nokkurs konar íorleikur að þjóðræknisþingi Vestur-Islendinga, sem hefst hér 1 borg á mánudaginn 22. þessa nnánaðar. Að hér er um merki- ^egt þjóðræknisstarf að ræða nna meðal annars merkja af um- sögn Hon. Thor Thors sendiherra 1 grein hans „Úr dagbók sendi- herra“, er birtist í Lögbergi, en hún er svona: „Hal Linker hefir unnið ís- ^andi stórkostlegt gagn með því °ð sýna kvikmynd sína um þver °g endilöng Bandaríkin. Hér í Washington var hún sýnd í fyrra á vegum National Geographic Society, landfræðifélagsins heimskunna. Hvert sæti í stærsta samkomusal höfuðborgarinnar var skipað, og myndin og falleg- skýringar Linkers vöktu éskipta athygli og mikla hrifn- ingu hjá um 4000 áheyrendum, £em flestir höfðu vart trúað því fyn\ að ísland byggi yfir slíkri fegurð, slíkri mildi, slíku fram- laki og slíkH menningu. Islend- lngar í Washington voru við- staddir og okkur hlýnaði um hjartarætur.“ f fylgd með Mr. Linkers eru kona hans, Halla, og ungur sonur þeirra hjóna. Eins og nafnið hendir til er frú Halla af íslenzk- um ættum. Á þessum íslands- sýningum manns síns hefir hún komið fram í íslenzka þjóðbún- HAL LINKJSR ingnum og vakið hrifningu sam- komugesta vegna glæsimennsku sinnar. Æskilegt væri, að sem flest ungt fólk af íslenzkum ættum sæi þessa mýnd og kynntist þannig að nokkru hinu fagra landi forfeðra sinna. Ef til vill hefir stjórnarnefnd Leifs Eiríks- sonar félagsins athugað mögu- leika til þessa. Ennfremur væri ánægjulegt að sem flestir af samborgurum okkar af öðrum þjóðernum sæu hvaðan við erum upprúnnin; það myndi ekki hnekkja áliti okkar út á við! Sala aðgöngumiða hefir verið svo mikil, að Mr. Gee, forstjóri Celebrity Concerts Ltd. hefir ákveðið, að myndin verði sýnd aftur kl. 10.30 sama kveldið, en fyrri sýningin hefst kl. 8.30. Þessi ráðstöfun mun vonandi gefa öll- um kost á að sjá myndina, sem þess æskja, en þó er ráðlegt að útvega sér aðgöngumiða tíman- lega. ☆ ☆ ☆ HANDAN FJALLA OG VIÐ FJÖRU Gestrisni og útúrdúrar Allir vita að gestrisni — sönn gestrisni, kurteis, látlaus en hlý, er ein af dygðum mannanna. Á þann hátt viðhelzt góð kynning naanna á meðal, sem stuðlar til ☆iðsemdar og góðra viðskipta í haglega lífinu svo fremi að alt gengur þar að óskum þeirra er bezt vilja. Venjulega tengja nienn vorrar þjóðar, sem og fleirþ gestrisnina við hýsingu og góðgerðir nauðstaddra manna komandi af erfiðum sjávar, fjalla eða öðrum svipuðum ferðum. ^eta þá allir gert sér í hugar- lund, hve dýrmætt er að mæta hfýju viðmóti, húsi og öðrum góðgerðum. En svo eru til fleiri tegundir fíestrisninnar, þær til dæmis meðal fleira að gera þeim glaða sfund, sem af ýmsum ástæðum övelja fáleikans megin. Mér kemur þetta til hugar af því maður veit af svo mörgum til- fellum, þar sem þetta á við, sem °g viðvíkjandi okkar afstöðu við þessa litlu grein. Síðan í haust, að við fluttum vestur aftur, hafa margir landar °kkar sýnt okkur einmitt þessa gestrisni, sem um er talað hér, boðið okkur heim til sín, sýnt °kkur kurteist og hlýlegt við- mót og gætt okkur á því, sem þeir og þær höfðu að bjóða. Til sumra, sem hafa boðið okkur bæði í fyrra og núna, en sem við af sérstökum ástæðum höfum ekki getað komið til enn, vonum við að koma til síðar, skal þar fyrst nefna ungfrú Olgu Ás- geirsdóttur Gíslason frá Vatna- bygðum og Hrefnu systur henn- 9r- Það fólk er á meðal okkar «llra beztu vina heiman úr ygðinni. Stórmyndarlegt fólk. Snemma í vetur buðu okkur heim til sín þau ungfrú Fjóla astman og faðir hennar, Eirík- Ur> fyrir dagstund eftir nón og veittu okkur hið bezta. Fjóla er verulega myndarleg stúlka í matreiðslu og húshaldi, sýnist kunna það alt, sem maður segir, upp á sína tíu fingur. 1 sumar ferðaðist hún til Hawaii eyjanna. Hún sá þar margt nýstárlegt og sýndi okkur myndir úr ferðinni og nokkur sýnishorn af því, sem þar var framleitt af fatnaði og annari handavinnu. Hún hafði mikla skemtun af ferðalaginu, þó ýmislegt sé þarna öðruvísi en maður á að venjast. Eitt af því, sem Fjóla hefir lagt hönd á, er heimavefnaður. Hún sýndi okk- ur þó nokkra dúka, af ýmsum gerðum, sem hún hafði ofið heima hjá sér, alt vandað og fallegt verk. Auk þessa er hún búin að kenna hér í borginni við barnaskóla í sex ár. Fjóla Eastman er fjarska dag- farsprúð stúlka og ber vitni með sóma foreldrum sínum, ekki sízt framliðinni móður sinni, en einnig landi sínu, sem veitti henni tækifæri á ágætri mentun. Þá komum við seinna á heimili vinkonu minnar frá fyrri dögum, frú Sigrúnar Johnson, sem býr með dóttur sinni, Sigrúnu, í fjarska fallegri íbúð hér í borg- inni. Og við nutum þar’ ánægju- legrar stundar með þeim mæðgum. Þegar ég þekti Sigrúnu sem unga stúlku var hún fastákveðin karakter-stúlka. Ef til vill þykir það ekki efni í blaðagreinar, að alþýðustúlka, sem ekki gengur mikið á mentavegi, kemst heilu og höldnu í gegnum götur lífsins við það hingað og þangað að vinna sér brauð á æskuárunum. En sannleikurinn er nú samt sá, að þegar maður les um ýmislegt, sem bæði hefir skeð og er að ske, ekki sízt núna, þá ættum við öll, sem segjumst vilja vera kristin, að þakka Guði fyrir hvern þann ungling, pilt eða stúlku, sem kemst í gegn með sóma. Og Sig- rún gerði það. Sigrún Johnson giftist rúm- lega þrítug að aldri Arngrími ísBcnzkar bókmenntir í enskum heimi Johnson, eldri bróður Thomasar H. Johnson lögmanns og ráð- herra, er mér sagt af kunnugum, öðrum en Sigrúnu, að Thomasi heitnum hafi þótt sérlega vænt um þenna bróður sinn. En það var ekki bara það, að Arngrímur væri bróðir manns, sem varð töluvert frægur maður, heldur sýndi hann það sjálfur, að hann ætti þá hneigð í eðli sínu, sem ástundaði það góða. í sextíu ára afmælis minningarriti Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, er nafn Arngríms Johnson á meðal stofnenda safnaðarins. Hefir Arngrímur því lagt hönd á plóg til viðhalds því, sem bezt er og öruggast til mannsins velferðar og hjálpað til að skipuleggja þann félagsskap, sem reynzt hef- ir akkeris öruggur og máttar- virkur vitavörður frá fyrstu tíð og fram á þenna dag — Fyrsti lúterski söfnuður í Winnipeg, Manitoba, Canada. _ —Meira R. K. G. S. ☆ KENNINGAR STEINGRÍMS ARASONAR Einn af merkustu kennurum og uppeldisfræðingum Islands var Steingrímur heitinn Arason. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum og hinni ágætu konu hans, Hansínu, fyrir all- mörgum árum, og verður ha>in mér ógleymanlegur vegna göfug- mennsku sinnar og hins hlýja hjartalags. Hann var gáfaður og sannmenntaður maður, samdi fjölda bóka ekki einungis á ís- lenzku heldur og enska tungu og var hann gerður að heiðurs- félaga í rithöfundafélagi í Banda ríkjunum. Æviferils Steingríms hefir áður verið að nokkru getið í þessum dálkum. I lesbók Morgunblaðsins birt- ist nýlega eftirfarandi kafli úr ritum Steingríms, er lýsir hinu íagra hugarfari þessa mæta manns: Reynið að temja ykkur að sjá allt með ástaraugum. Reynið þið að hugsa aðeins ást- ríkar hugsanir. Reynið þið að tala aðeins elskurík orð. Til þess þarf árvekni, mikla gætni og getu til að setja sig í spor annara, því að skilja er að lyrirgefa. Takist þetta, verða straumhvörf í lífi ykkar. Það verður fullt af hamingju og gleði. Þá verðið þið langtum heilbrigðari, því elskan er heilsu- gjafi. Ástúð er mönnum eðlileg. Guðdómurinn er elskan sjálf, og innsti eðlisþáttur okkar er guð- legur. Takist þetta verðið þið líka langtum fallegri, því að ólund, óvild og hræðsla gera menn súra á svip og aldraða fyrir ái fram. Með kærleiksríkum huga getum við haldið áfram að vera ung, hve oft sem jörðin hringsólast frá fæðingu okkar. Þetta er leyndardómur lífsins, eins óbrigðull og hann er ein- faldur og þúsund sinnum þýð- mgarmeiri en það, sem við sækjumst venjulegast eftir. ☆ BLETTIR f ULLAREFNI Einn af hinum mörgu kostum ullarefnis er sá, hve tiltölulega auðvelt er að ná úr því blettum. Það verður aðeins að hafa það hugfast, að ekki má nota bleikju- vatn (Javelle water) eða önnur efni, sem innihalda klórkalk (chloride of lime) til að ná úr því blettum, þ. e. þau skilja eftir í ullarefninu gula bletti, sem ekki nást úr. Venjulegum blettum úr ullar- efni má ná úr með eftirtöldum aðferðum: Blóði — með köldu vatni. Bleki — með köldu vatni, síð- an er bletturinn nuddaður með sítrónsýru-kristalli og skolaður eftirleiðis úr vatni. Kaffi — næst bezt úr með glyceríni. Bletturinn er vættur og nuddaður og síðan, að stund- arfjórðungi liðnum, þveginn úr sápuvatni. Líkjör — með volgu vatni. Jam — með volgu, ekki sjóð- andi vatni. Eggjum — með köldu vatni. Framhald af bls. 1 síður. Þar leiftrar hver síða af lærdómi, gáfum og andríki. Þar er bók, sem vekur og heillar. Það mun hún lengi gera. Efalaust á York Powell mikinn hlut í henni en engu breytir það, að Guð- brandur rær ekki bátnum ein- samall. En hver mundi sá á Englandi, að um útgáfu þeirra bókar væri fær að fjalla annar en Craigie? Og það vitum við, að hann hefir nú öðrum hnöppum að hneppa einmitt fyrir okkur. Miðlungs- maður verður ekki í það settur að gefa út Prologmena. og útgáf- an bíður síns tíma. En það skul- um við vona, að einhverntíma komi hún, svo af hendi leyst sem vera ber. Og vel sé þeim, er lifir það, að sjá hana. I stað hennar. hefir nú Clar- endon Press sent frá sér nýja bók, sem að nokkru leyti fjallar um sama efni, og þó með allt öðrum hætti. Hún nefnist Ori- gins of Icelandic Liferature (25 s) og er eftir G. Turville Petre, prófessor við háskólann í Ox- ford. Hann er löngu kunnur fyr- ir þann áhuga á íslenzkum forn- bókmenntum, sem við megum vera þakklátir fyrir, og hann er ekki lítill starfsmaður, hefir fengist nokkuð við útgáfu forn- rita, þýðingar og önnur ritstörf. Þessi nýja bók hans er bæði stærst og merkust af því, sem hann hefir sést frá hans hendi, nokkuð hátt á þriðja hundrað síður, með drjúgu letri, og að auki þrjú facsimiles íslenzkra handrita og lítill uppdráttur af íslandi. Ekki ber að vita það, að þarna, í erlendri bók, er aflagis- myndin Vestmannaeyjar, því að hún sést í okkar eigin ritum (jafnvel þeim, sem íil þess eru ætluð að fræða erlendar þjóðir um landið) enda þykir nú ekkert við það athugavert að þverbrjóta lögmál tungunnar. Höfundurinn skiptir bók sinni í átta aðalþætti (auk formála og registurs,) en þeir eru þessir: 1. ísland í heiðnum sið; 2. Krist- intakan á Islandi; 3. Fyrsta öld kristins siðar; 4. Ári og áhrif hans; 5. Skólinn á Hólum og fyrstu trúarrit í óbundnu máli; 6. Ljóðagerð á fyrstu tímum kristsins siðar; 7. Söguritun á síðara hluta tólfu aldar; 8. Yfir- lit; gullöld bókmenntanna. Þessi efnisskrá ein út af íyrir sig sýnir það ljóslega, að í svona stórri bók muni vera ekki lítill fróðleikur saman kominn um fornbókmenntir okkar, en ekki er þetta þó saga þeirra, enda tekur höfundurinn það beint fram, að svo sé ekki. Því verð- ur með engu móti neitað að bók- in sé þeim mönnum mikill feng- ur, er á enska tungu vilja fræð- ast um þetta efni, og þó að í henni sé ýmislegt það, er sá sem þetta ritar hefði kosið á annan veg og fellir sig ekki alls kostar við, þá er bæði að hann er ekki lærdómsmaður á þessi efni, held- ur óbreyttur leikmaður, og svo hitt, að seint verður öllum gert til hæfis. Ber því engan veginn að skoða það sem niðrun bókar- innar í heild að hér er drepið á nokkur slík atriði. En próf. Tur- ville-Petre er maður enn á bezta aldursskeiði og mætti vera að honum yrðu til athugunar síðar þær bendingar, sem gefnar eru hér eða annars staðar. Þýðingar í bókinni, bæði á ein- stökum orðum og á samfelldu máli ,eru fyrir víst ekki svo, að ekki megi að þeim finna. Stund^ um verður ekki litið á lýtin öðru- vísi en aðrir hafa gert, án þess þó að gera betur. Það má taka til dæmis, að langtíðast hefir verið að nefna Harald hárfagra á ensku Harald Fairhair, en út af þessu breytir prófessorinn og Ef heitt vatn er borið á nýjan eggjablett hleypur eggið og sezt í hina einstöku þræði efnisins svo að næstum ómögulegt er að ná þeim úr. nefnir hann ávallt Finehair. Sú umbót er helzt til þess að brosa að henni og mundi margur hugsa að hún hlyti að vera kom- in frá stúlku í tízkubúð. Aust- maður (Norwegian) er þýtt ost- man og munu fæstir kannast við það orð, hvaðan og hvernig sem það kann að vera til komið. Ragnarök erum við vanastir að sjá þýtt Doom of the Gods og vart mun nokkur maður með glóruviti í báðum málunum neita því, að betra sé en nýja þýðingin, Fall of íhe Gods; hún er bersýnilega gerð til þess eins að breyta. Að þýða hrynjandi með jingling mun fáum þykja gott. Hvort sem það voru norsk skáld (eins og höfundur telur) eða íslenzk, sem ortu Hávamál, þá verður torvelt að sannfæra alla um að þau skáld hafi verið peasants og að peasants hafi líka íslenzk skáld yfirleitt verið, en vart verður annað ályktað af því er segir á bls. 45, og á næstu síðu er Víga-Glúmur peasant. Máske Egill hafi verið það líka? Okkur kemur til hugar að yeo- men kynnu að hafa fundist í hópnum. Nokkuð er það djarft (bls. 29) að kalla sækonung sea-god, og hreinan misskilning á íslenzk- unni sýnir það, að þýða „mál“ í kvæðaheitum með words (t. d. bls. 10, 14, 15, 18, 24, 38.) Alveg er það misskilning að skáldið tali um hrafn Óðins þegar hann nefnir „munnrjóð Hugins,“ því hér er hentið tekið að láni og haft um þann hrafn, er í valinn sækir. Langt er síðan þeir Ari, Styrmir og Sæmundur höfðu sést nefndir wise, og við hugðum að sú fráleita þýðing á „fróður“ mundi ekki sjást framar, en gegnum þessa bók gengur hún ljósum logum. Ekki er gott að vita hversvegna „grámagi“ er hér þýtt skate, því vitaskuld veit höf. að rétt er það ekki, en í sambandinu skiptir það hér engu hvað fiskurinn er nefndur. í kaflanum úr Njálu er sumt réttara eða heppilegra en hjá Dasent, en sumt líka á hinn veg- inn, t. d. þýðir Dasent „krapta Krists“ rétt en Turville-Petre ekki. Og svipmeiri í heild er þýðing Dasents. Það er ekki of mælt að Turville-Petre sé ekki enn orðinn snjall þýðari og eink- um eru vísnaþýðingar hans fjarska fátæklegar, órafjarri því, að gefa nokkra hugmynd um frumtextana, því að mjög skort- ir í þær alla hrynjandi kveð- skapar. En það er nú ekki held- ur við lamb að leika sér að þýða kvæði eða vísur fornskálda okk- ar. Hafa líklega engir, sem þýtt hafa Islendingasögur á ensku, sloppið eins vel frá glímunni við skáldin eins og þeir Colling- wood og Jón Stefánsson, þegar þeir þýddu Kormákssögu. sem öllum sögum er þó erfiðari í þessu efni. Fyrir tilviljun á ég í fórum mínu mþýðingu eftir Sir Wil- liam Craigie á einni þeirra vísna er Turville-Petre hefir þýtt. Hann gerði Sir William á sínum tíma í nálega einu vetfangi, líkt og þýðingu þá, er ég hefi sagt frá í Tveim rímum (bls. 200), á vísu Bólu-Hjálmars, „Blóm- strum skreyta leturs lönd.“ Það er vísa eftir Arnór Þórðarson, og hæpið að margir lesendur hafi hana við höndina. Er því réttast að taka upp íslenzka textann: Björt verðr sól at svartri, sökkr fold í mar dökkvan, brestr erfiði Austra, allr glymr sær á fjöllum, aðr at Eyjum fríðri (inndróttar) Þorfinni (þeim hjálpi goð geymi) gæðingr myni fæðask. Próf. Turville-Petre þýðir: The fair sun will be swarthy, sink earth into the ocean black, waves hill-top batter, break the load of Atlas — ere is born in Orkney a Jarl of nobler temper Save, O Lord of peoples, the prince who fed his warriors. En á þessa leið þýddi Sir Wil- liam Craigie: The shining sun shall darken, The land sink in the main, The waves o’erflow the hill-tops The heavens be rent in twain, Before upon these islands Shall come again to reign A nobler earl than Thorfinn, — May God him long sustain. Þvi miður verða þeir ávallt fá- ir, er þetta leiki eftir. Vísur með fornyrðislagi prent- ar Turville-Petre með þeim hætti að hann skiptir í dálka og hefir jöfnu vísu-orðin í hægra dálki. Þetta tíðkast í engilsaxn- eskum kveðskap, og má vera að það fari þar vel, en íslenzk kvæði ætti ekki að prenta þann- ig. Hann gerði vel í að taka fram vegis upp þá aðferð, sem við höf- um um dálkaskiptingu. Ekki er það ávallt fyrirferðar- mest þarna, sem mest mundi | fara fyrir hjá íslenzkum höf- | undi. Þannig er það, að Gylfag- | innirig er að vísu nefnd, en varla meir, enda þótt hún sé eitt hið mesta listaverk í bókmenntum okkar og lykill að fornkvæðun- um. Ekki er í bókinni neitt það, sem bendi til þoss að Snorri hafi ekki sjálfur nefnt bók sína Heimskringla, og gat honum þó vitanlega aldrei komið svo fár- ánleg fjarstæða í hug — og raun- ar líklega engum íslenzkum manni. En við höfum þó gert okkur að góðu að halda þessu kjánalega nafni, svo að ekki fékk Páll Eggert Ólason að þvo það af sinni útgáfu. Ósnjallari menn urðu þar að ráða. Sú kenning er nú efst á baugi, að fornsögur okkar séu varla annað en lygasögur og sá þykir mestur maðurinn, sem hæst gal- ar um þessa nýju trú. Hér er henni að sjálfsögðu hampað. Stærsti hvalurinn, sem komið hefir á kviksandsfjörur þessara lygasögumanna, er ritgerð Dr. Sigurðar Nordals um Hrafnkels- sögu. Hér stendur það skrifað, og víða stendur það nú skrifað, að hann hafi sannað, að sú saga geti ítið verið annað en uppspuni. En mundi nú ekki hitt nær sanni að hvort sem sagan er sannsögu- eg eða uppspunnin, þá hafi hann ekkert sannað um það efni? Fyrir víst er það að sumra manna skoðun, og þar á meðal jeirra, sem stórum nánari kunn- leika hafa á sögustöðvunum en líklegt er að hann hafi. Meðal óessara manna eru þeir, sem fulla dómgreind hafa. Nordal er skáld; meðfædd skáldgáfa hans er svo rík, að hefði hann rækt hana og látið annað sitja á hakanum, er það efalítið mál, að Dá mundi hann nú talinn meðal höfuðskálda þjóðarinnar. Það hefir ekki sjaldan komið fyrir, að í honum hafi vísindamaður- inn orðið að lúta í lægra haldi fyrir skáldinu. Ekki er það ólík- legt að sá komi tími, að einhver rísi upp til að sýna fram á, að svo hafi verið í þessu tilfelli. Sú tízka hefir orðið ráðandi hér á landi meðal þeirra manna, er um efni bókmenntasögunnar fjalla, og borist síðan til útlanda, að telja sig ekki mega, eða þora ekki, að hafa á neinu aðra skoð- un en Dr. Sigurður Nordal. Hann er maður stórgafaður, lær- dómsmaður mikill og meðal hinna rökfimustu manna. Með sinni s t e r k u ímyndunargáfu finnur hann tíðum þau rök, sem ekki eru í rauninni annað en skáldskapur, og fyrir fimlegan rökstuðning hans á sjónarmið- um sínum, verða þau í sumra manna augum svo ekta að jafna má við exportkaffi Ludvigs Dav ids. Þetta grípur fólkið svo að úr verður hrein múgsefjun. Það eigum við að viðurkenna, sem satt er, að þessi maður hefir markað djúp spor í bókmennta- sögu okkar, og að frá hans hendi eigum við a. m. k. eitt það snilld- Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.