Lögberg


Lögberg - 22.04.1954, Qupperneq 5

Lögberg - 22.04.1954, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. APRIL 1954 5 Biður prinsessupilsin vel að lija Dior biður prinsessupilsin vel að lifa, sem hann kveður of stíf, umfangsmikil og óþægileg í notkun. I þeirra stað mælir hann með einbrotnum pilsum, hæfi- lega rykktum eða felltum, með belti á eðlilegum mittisstað. Pils- síddin er langt frá því að vera neitt aðalatriði í hinum mörgu tízkuáformum hans í dag, þó hún hafi vakið mesta athygli út á við. Pilsfaldurinn á dagkjólum Diors er um 14 þuml. frá jörðu. Kvöldkjólarnir eru styttri — faldurinn um 16 þumlunga frá jörð. Á öndverðum meiði Dior er á öndverðum meiði við flesta aðra tískufrömuði í París 1 dag. Jacques Fath, t. d., heíir ekki látið af tilhneigingum sín- um til hinna ýmsu glæsilegu útúrdúra í tízkufyrirmyndum sínum, sem jafnan eru vinsælar, þó að ýmsir telji þær nokkuð tilgerðarlegar. Að því er varðar „cocktail" óoðin, þá hefir Dior sínar á- kveðnu skoðanir. Hann er mót- fallinn flegnum og áberandi kjólum við slík tækifæri, eins og oft tíðkast, og gera sitt til, segir f>ann, að draga slík samkvæmi á ianginn meira en góðu hófi gegnir. Venjulega byrja þau kl. 4—5 og ættu alls ekki að standa fram yfir kl. 7. Hinn rétti klæðn- aður kvenna við þessi tækifæri or laglegur síðdegiskjóll, jakka- kJóll eða dragt. 1 samkvæmum oftir kl. 7 á hins vegar hinn kvenlegi glæsileiki að setja svip sinn á klæðnað kvenna. En kven- legur og glæsilegur kjóll, segir Dior, þarf ekki nauðsynlega 'að vera íburðarmikill eða fleginn á bak og brjóst — nema síður sé. Og eitt atriði enn í sambandi við samkvæmisklæðnað: Það er mikilvægt, að samræmi sé á f“i klæðnaðar karla og kvenna, karlmennirnir vilja nokkuð oft umma fram af sér að búa sig ^PP á svo sem tækifærinu til- heyrir- —Mbl. MPAN Y O F CANADA, LIMITED . 25 KING STREET WEST, TORONTO IVÍáLMEFNIN í Inco’s Creighton námunni voru svo léleg, að ekki þótti borga sig að vinna hana; nú hafa Inco námufræðingar fært sér í njrt nýja aðferð, sem nefnist “induced caving” og þarfnast engra sprenginga Svo má segja að þessi náma starfræki sjálfa sig og veiti Canada aukna auðlegð. “The Romance of Nickel” 72 'blaOsiöubók veröur scnd ókeypis þeim, er œskja. NICKEL AHIJGAMAL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON DIOR SÆKIR Á Vill látlausa og einfalda klœðatízku Það er nú viðurkennt — M. Christian Dior hefir enn einu sinni tekizt að umbreyta tízku- smekknum og afstöðu kvenþjóð- arinnar í þessum málum. Nýj- ustu fregnir frá París vekja at- hygli á, hve hin nýju Dior-snið sameina, svo að það gengur kraftaverki næst, kvenlegan þokka, glæsileik og fullkomið látleysi og einfaldleik. Einbrotin og látlaus Dior hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að tízka undanfar- inna ára hafi markazt af marg- breytni, smámunasemi og til- gerð, sem alls ekki samrýmist daglegu lífi og þörfum kvenþjóð- arinnar í dag. Hann vill, að hinn daglegi kvenkjóll sé þannig, að hann geti átt við hvaða stund dagsins sem er. Hinum, sem miðaðir eru að- eins við einn afmarkaðan hluta dagsins, varpar hann fyrir borð. Hann heitir á kvenþjóðina að segja skilið við allt útflúr og út- úrdúra í klæðaburði. Silki, satín, margbrotinn útsaumur og dýrt skraut eiga ekki að sjást nema til kvöld og viðhafnarklæðnaðar. Hann mælir með einbrotnum verksmiðjuefnum, sem eru hent- ug í notkun, og í hæverskum lit- um. Dökkblái liturinn verður hæstráðandi í vortízkunni í ár. UM HENDUR OG VASAKLÚTA Öll erum við sammála um það, að sjálfsagt er að forðast í lenzstu lög að smita náungann af þeim sjúkdómi, sem maður sjálfur hefir verið svo óheppinn að fá. En hins vegar vita ekki allir, hvort sjúkdómurinn sem þeir ganga með, er smitandi eða hvernig hann er smittandi. Menn fá þó vitneskju um þetta smátt og smátt eftir því sem þeir komast til vits og ára. Flestum hlýtur t. d. að vera það ljóst að bæði kvef og hálsbólga er smittandi. En hvernig berast þessir sjúk- dómar frá manni til manns? Það er ekki nema eðlilegt, að menn hugsi sér, að þessir tveir sjúkdómar fari á milli manna með því að sjúklingurinn annað hvort með hósta eða hnerra dreifi sýklunum yfir nærstadda. Þessi skýring er líka viðurkennd. Þess vegna á að forðast að hósta eða hnerra framan í fólk, og sé maður kvefaður eða með særindi í hálsi, þá að tala ekki upp í and- iit fólks. Auk þess er rétt, þegar maður kvefast illa, að halda sér heima tveggja daga skeið. Hins vegar er líka önnur leið opin og hún ekki síður hættuleg. Þar á vas^jdúturinn sinn virka þátt. Langoftast eru sóttkveikj- ur, sem kallaðar eru Strepto- coccar, valdir að hálsbólgu, en menn geta gengið með þær í slímhúðinni í hálsi og nefi án þess að kenna sér nokkurs meins. Gerð var tilraun með 30 skóla- drengi. Þeir voru látnir koma syngjandi fullum hálsi inn í kennslustofuna og síðan var mælt á sniðugan hátt hve mikið af Streptococcum þeir hefðu dreift um þar. Það var þó smá- vægilegt í samanburði við það, sem kom í loftið af steptokokk- um, þegar drengirnir höfðu veif- að vasaklútunum sínum í eina mínútu í kennslustofunni. Aðrar tilraunir hafa sýnt, að streptokókkar — og auðvitað í'leiri tegundir sýkla — geta bor-. izt manna á milli af höndum manna, séu þessir sýklar í slím- húðinni í nefi og munni, er ekki vandi fyrir þær að komast á hendur fólks, og þegar sami maður tekur í hendina á kunn- ingja sínum, fast og innilega, þá þarf sýkillinn varla margar krókaleiðir til að komast í nefið á honum. Það er ekki hægt að dauð- hreinsa menn, dýr og innan- stokksmuni fyrir bakteríum. Ekki frekar en hægt er að nema allar bifreiðar brott af götum borganna, en bifreiðar eru að verða mönnum lífshættulegri en allar sóttkveikjur. Það er líka ómögulegt að standa við handa- þvott allan liðlangan daginn. En menn geta gert það svo oft, að þær séu nokkurn veginn hreinar. Það er líka lítið gagn í því að halda hendinni fyrir munninum á meðan hóstað er, ef maður á næsta augnabliki tekur svo hönd ina á kunningja sínum í kveðju- skyni. Sá siður er ákaflega algengur hér á landi að menn heilsast með handabandi og útlendingum kemur það oft einkennilega fyrir sjónir. Heppilegra væri að vera ögn sparsamari á þess háttar. Menn eiga líka að forðast að taka upp vasaklút sinn beint fyr- ir framan nefið á öðrum. 1 heima liúsum ættu menn líka að venja sig á að nota bréfþurrkur, sem íleygja má eftir notkup. Og af því ég hef minnzt á hendurnar, þá skaðar ekki að geta þess, að óþægilegar bakte- ríur eiga heimkynni sín á fleiri stöðum en í nefi og hálsi. Þær eru líka í þörmunum. Brýnið það því umfram allt fyrir börn- um yðar og heimilisfólki að þvo sér um hendurnar, þegar það hefir gengið erinda sinna, og áðpr en það sezt að snæðingi. Enda þótt bakteríur í þörmun- um geri ekki þeim sem hefir þær neitt ógagn, þá geta þær verið skaðlegar fyrir aðra. Væri ekki líka hentugra að nota handþurrkur úr bréfi, sem fleygja má eftir notkun, á sal- ernum í skólum. Sama gildir um almenningssalerni. Handklæðin, sem þar sjást, eru óhugnanlegri en nokkur drauga- saga. —Mbl. Kaupið Lögberg V ÍÐLESNEST A ÍSLENZKA BLAÐIÐ LOOK AFTER YOUR FIGURE New Spirelette creations styled by Spirella. Glamo-rously new ready-to-wear girdles and bras with a Spirella Guarantee. For information, without obligation, call: MRS. JANA STILLER Phone 72-7756 Hvað er í fréttum hjá INCO L/ETUR VERflUHR NAMUR Inco ?

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.