Lögberg - 22.04.1954, Page 7

Lögberg - 22.04.1954, Page 7
V GUNNAR DAL: „VILLUR SÓKRATESAR" LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. APRIL 1954 It Takes a Happy lcelander To Shout 'Hamingjusamur' Þegar réttvísi Aþenu árið 399 f. Kr. dæmdi öldunginn Sókrates til að tæma eiturbikar afbrota- mannsins, var ástæðan ekki sú, að Sókrates gegndi ekki borg- aralegum skyldum. — Sókrates var löghlýðinn borgari og Aþen- ingur í húð og hár. Þegar Aþena barðist sat Sókartes ekki heima. « Jafnvel verstu óvinir hans fara viðurkenningarorðum um hreysti og hugrekki. Sókrates barðist við Samos, við Dalium, við Podidda og víðar. í viður- eign sinni við Potidda barg Sókrates lífi Alkibiadess hins fræga gríska stjórnmálamanns. — Síðan var Alkibiadesi, sakir tignarstöðu sinnar veitt heiðurs- laun fyrir hugrekki. — Ekki fót- gönguliðanum Sókratesi. Ekki var hann dæmdur til dauða fyrir fjárplógsstarfsemi. Sókrates hafði það að lífsstarfi að kenna mönnum heimspeki, en hann tók aldrei eyrisvirði fyrir fræðslu sína, sem þó var siður á hans tíð (Sófistarnir). Sókrates var því jafnan snauður af ver- aldlegum auði. Árið um kring gekk hann í sömu snjáðu flík- unum og aldrei eignaðist hann skyrtu eða skó. Ekki var Sókrates sakaður um venjulega glæpi. Hann bar virð- ingu fyrir lögum Aþenu og lifði hinu grandvarasta lífi, án þess þó að gerast gleðisnauður mein- lætamaður. Ástæðan fyrir lífláti Sókra- tesar er tæplega sigur lýðræðis- flokksins í byltingunni 399. Þó Sókrates ætti vini, sem stóðu framarlega í hinum sigraða höfðingjaflokki (t. d. Krítias og Alkibiades) og þó hann skopað- ist stundum að stjórnarfari Aþenu, var hann þó eindreginn naálsvari lýðræðis. Líf Sókrates- ar var í jafn mikilli hættu undir stjórn hvors flokksins sem var. Árið 405—406 f. Kr. var hann meðlimur 500 manna ráðsins þar sem hann reyndi jafnan að bera klæði á vopnin. Þegar sigurveg- ararnir úr stríðinu við Arginusæ voru dregnir fyrir dóm, var Sókrates einn á móti dómnum yfir hershöfðingjunum. Undir ógnarstjórn hinna 30 harðstjóra hafði hin ákveðna neitun Sókra- tesar til að samþykkja hand- töku Leons næstum kostað hann lífið. Það má teljast víst að Sókratesi hefði verið stefnt þótt fckki hefði til neinnar byltingar komið. Þegar við þetta bætist að lýðræðissinnar höfðu skömmu eftir valdatöku sína lýst yfir uppgjöf pólitískra saka, en á- kærðu samt Sókrates, er aug- Ijóst að dómurinn yfir Sókratesi var annað og meira en venju- legur dómur yfir pólitískum and- stæðingi, eins og sumir sagn- fræðingar hafa þó haldið fram. ----☆----- Hin raunverulega ástæða fyrir lífláti Sókratesar, var sú, að Lann hafði gerzt sekur um þá alvarlegustu „yfirsjón“, sem óægt er að gera í mannlegu sam- félagi. — Hann bœtti alin við þá mœlistigu, sem lögö er á per- sónulega stœrð manna. — Sú »yfirsjón“ kostar þá fáu menn, sem hana geta framið, oftast Lfið. Af sömu orsökum var Hristur krossfestur og Bruno C0PÍNHAGEN munntóbak heimsins brenndur t. d. — Skýringin er einföld: Flestum mönnum er það sameiginlegt að vilja teljast sæmilega góðir og greindir menn. Nú sýnir reynslan okkur, að hinn sjálfsagði mælikvarði á mannkosti er meðalmaður sam- félagsins. Mælikvarðinn á mann- gildið er gerður á þann hátt, að við merkjum t. d. tölustafinn 1 við hinn óþroskaðasta mann samfélagsins og 100 við þann gáfaðasta og bezta. Allur þorri manna er einhvers staðar þar á milli, flestir sennilega um 50. Af þessum orsökum líta menn ósjálfrátt með vissri velþóknun á þrjótinn og kjánann, því slíkir menn láta aðra sýnast betri og vitrari. Komi aftur á móti fram á sjónarsviðið maður, sem ber af öllu því, sem samfélagið hefir áður þekkt, hækkar sá maður sjálfan mæli- kvarðann þannig að gáfur og aðrir mannkostir allra hinna lækka á kvarðanum í samræmi við þessa hækkun. Afburðamað- urinn verður þannig til þess að sá sem áður var t. d. 50 verður nú aðeins 49, þ. e. a. s. fyrir neðan meðallag. Vilji menn vinna sig upp í sitt fyrra sæti verða þeir að bæta sig og taka andlegum framförum. Slíkt kost- ar áreynslu, sem menn eru ekki alltaf reiðubúnir að leggja á sig. Þess vegna hrópa menn á öllum tímum, þegar um eitthvað líkt þessu er að ræða: — „Heldur Barrabas!“ Og afburðamaðurinn fer þá oft á bálköstinn eða kross- inn eða þá að honum er réttur eiturbikarinn. Þetta að vera betri maður og vitrari en aðrir Aþeningar, fyrir hans dag, var hin fyrri „villa“ Sókratesar. — Hin síðari var að halda að þekking væri dyggð og dyggðin þekking. Á vissan hátt var Sókrates efa- semdamaður. Hann hélt eins og Protagoras að manninum væri ekki unnt að þekkja veröldina réttilega. Hann áleit það mönn- um tilgangslaust að vera að grufla út í innsta eðli tilverunn- ar, um upphaf hennar og endi. Hvaða þýðingu hefir slíkt fyrir manninn? Eitt var þó sem Sókrates trúði að hægt væri að þekkja: — sjálfan sig. Og þar skilur með honum og öðrum Sófistum. Þeir höfðu ekki trú á, að til væri neinn algildur sann- ieikur, né algild siðferðilögmál sem væru veruleiki í sál hvers manns. Engir tveir menn eru eins, sögðu þeir, og sannindi og Siðferðilögmál eru jafn breyti- leg og mennirnir eru margir. Þannig lítur það út á yfirborð- inu, viðurkenndi Sókrates — en ef við skyggnumst dýpra sjáum við þá ekki manninn innst inni í eðli allra manna? Sjáum vér ekki að baki allra þessara marg- breytilegu sannleiksbrota yfir- borðsins hinn djúpa sannleika lífsins, sem birtist í óhaggandi lögmálum veraldarinnar og í samvizku mannkynsins? Og sjá- um vér ekki að baki allra þess- ara hvata og tilfinninga djúp- stæða eiginleika, sem eru innsta eðli allra manna, eiginleika eins cg góðvild, fegurð, réttlæti og sannleika. Allt þetta er í djúpi mannsins, þó að það kunni að vera honum og öðrum hulið. Þess vegna biður Sókrates menn að þekkja sjálfa sig. Hlutverk alls uppeldis hlýtur að vera það að vekja hið innra eðli mannsins og laða þessa eiginleika fram. Kjarninn í heimspeki Sókra- tesar verður þess vegna sá, að fá menn til að þekkja sjálfan s:g, því þeim mun meiri, sem sú pekking er, þeim mun betri mun breytni mannsins verða. Maðurinn er í eðli sínu góð- ur — hinu innsta og sanna eðli sínu. Hið illa í fari manna er sprottið af því að þeir þekkja ekki þetta eðli sitt og lífsins í kringum sig. M. ö. o. yfirsjónin og röng breytni stafa af van- þekkingu. Þess vegna segir Sókrates að þekkingin sé dyggð og dyggðin þekking. Þessa kenningu Sóratesar um að hið illa væri vanþekking og yrði sigrað með þekkingu, hafa margir greindir menn kallað augljósa vanþekkingu á mann- legu eðli. Aðrir láta sér nægja að tala um bjartsýni Sókratesar á mannlega náttúru, en þeir meina þó hið sama, — að þessi kenning sé villa. Þekkjum við ekki öll mýmörg dæmi þess, að menn, sem aflað hafa sér mik- illar þekkingar og eru sagðir gáfaðir, breyta engu betur en hinir „fáfróðari“? — Þekkjum við ekki lækna, sem vita gjörla um hin skaðlegu áhrif áfengis t. d., en gerast þó ofdrykkju- menn? Þekkjum við ekki lög- fræðinga, sem afla sér tekna með því að brjóta lög og rétt? Og þekkjum við ekki presta og spekinga, sem hrasa auðveldlega á vegi siðferðisins? Er nú ekki éugljóst að hér hafi gamla manninum orðið á í messunni? Er yfirleitt nokkuð samband milli þekkingar og breytni? Lít- um í kringum okkur og við mun- um finna gnótt „fáfróðra“ manna, sem breyta betur, en margir þeir sem þekkingu hafa. Þessi skoðun Sókratesar að riyggðin sé þekking virðist svo augljóslega röng, að það vekur hjá okkur grunsemdir: — Hvernig stendur á því, að sá, er véfréttin í Delfi kallaði vitr- astan allra manna, skyldi ekki sjá þetta, sem við sjáum svo ljós- lega, þetta að þó andinn sé reiðubúinn þá er holdið veikt? Hvernig þorði Sókrates, sem átti í látlausum orðasennum við hina frægustu menn sjálfrar Aþenu- borgar á blómaskeiði hellenskr- menningar, að bera fram svo auðhrakta skoðun. Hvers vegna gerir sjálfur Aristoteles, sem gagnrýnir svo skarplega alla hellenska heimspeki fyrir sinn dag, enga athugasemd við þessa skoðun? Sumum dettur nú ef til vill í hug að mannsandinn hafi þroskazt það mikið síðastliðin 2300 ár, að það sem við sjáum svo ljóslega í dag hafi verið þess- um heimspekingum óskiljanlegt. En bíðum við, e. t. v. er skyn- samlegt að vanmeta ekki um of getu hinna fornu spekinga til rökréttrar hugsunar! Sókrates segir, að hið illa í manninum sé sprottið af van- þekkingu og að þeim mun meiri, sem þekking mannsins sé, þeim mun betri mun breytni hans verða. — En hvað er þetta, sem Sókrates kallar þekkingu — og hvað er það, sem við köllum þekkingu? „Þekktu sjálfan þig“ er kjarn- inn í kenningu Sókratesar. En hvernig er hægt að öðlast slíka þekkingu? Margur kann að halda að þekkingu sé að finna á bókum og ræðum viturra manna. Á þann hátt er að vísu hægt að læra boðorð um að menn eigi t. d. ekki að stela, að menn eigi að elska náunga sinn, að rangt sé að valda þjáningu. En allt, sem þannig er lært úr bókum eða af viðræðum þarf ekki að vera annað en minni. Okkar kynslóð kann að halda að þetta minni sé sama og sönn þekking — sjálfsþekking. En Sókrates og margir aðrir fornir heimspek- ingar álitu, að þessi skoðun væri of grunnfær til að ræða hana. Það mun ástæðan fyrir þögn Aristotelesar. Sókrates hélt að sjálfsþekking væri annað og meira en safnhaugur minnisins. I hans augum þýddi hún það, að hið innra eðli mannsins vaknaði og yxi fram sem veruleiki í lífi hans og breytni. Ef því einhver breytir illa á einhverju sviði, þá er það vegna þess að samsvar- andi eðlisþáttur er formyrkvað- ur og þessa formyrkvun kallar Sórates fáfræði. Við skulum taka dæmi. Prófessor í lögum heíir lært utan að margar og þykkaf bækur um hvað sé réttlæti. Rétt- læti, segir Sókrates, er einn af eðlisþáttum manna. Gerum nú ráð fyrir að einmitt þessi eðlis- þáttur lagaprófessorsins sé for- myrkvaður. Hefir þessi maður þá til að bera þekkingu á rétt- lætinu. Já, segja þeir, sem halda að þekkingin sé sama og minni. Nei, segir Sókrates. Þessi maður mundi vera fáfróður um réttlæti. Vegna þess að þessi eðlisþáttur hans er formyrkvaður getur öll hin mikla bókstafsþekking hans ekki komið í veg fyrir tilhneig- ingu hans til að vera ranglátur, ef hann hefir einhvern hagnað af að víkja frá réttu máli. Ef þessi prófessor hefir sanna þekkingu á réttlæti, þá er það vegna þess, að þessi eðlisþáttur hefir vaxið fram í lífi hans og starfi. Og ef svo er, þá getur hann ekki hall- að réttu máli, vegna þess að rétt- lætið er eðli hans. Þess vegna er hin sanna þekking hans dyggð og dyggðin þekking. — Prófessor í guðfræði hefir lesið og lært all- ar ritningagreinar kristindóms- ins um góðvild og mannkær- leika. Góðvild, segir Sókrates, er einn af eðlisþáttum manna. Hugsanlegt væri þrátt fyrir allt að einmitt þessi eðlisþáttur pró- fessorsins sé formyrkvaður. Hefir þessi maður þá til að bera þekkingu á mannkærleikanum? Já, segja þeir, sem halda að þekkingin sé minni. Nei, segir Sókrates. Þessi maður mundi vera fáfróður um mannkærleika. Vegna þess að þessi eðlisþáttur hans er formyrkvaður getur öll hin mikla bókstafsþekking ekki komið í veg fyrir tilhneigingu hans til að vera drambsamur, viðskotaillur eða sérgóður. Ef þessi guðfræðiprófessor , hefir aftur á móti sanna þekkingu á kærleikanum, þá er það vegna þess, að þessi eðlisþáttur hans hefir vaxið fram í lífi hans og starfi. Og ef svo er hlýtur allt dramb og öll síngirni að víkja, vegna þess að góðvildin er eðli hans. Þess vegna er hin sanna þekking hans dyggð og dyggðin þekking. Listaskýrandi hefir lært utan að margar og þykkar bækur um sögu, þróun og tækni listarinn- ar. Fegurðin, segir Sókrates, er einn eðlisþáttur manna. Gerum nú ráð fyrir, að einmitt þessi eðlisþáttur listfræðingsins sé formyrkvaður. Hefir þá þessi maður til að bera þekkingu á fegurð listarinnar? Já, segja þeir, sem halda að þekking sé minni. Sókrates aftur á móti taldi hann fáfróðan um fegurð. Vegna þess að þessi eðlisþáttur hans er formyrkvaður getur öll hin mikla bókstafsþekking hans ekki komið í veg fyrir þá til- hneigingu hans að benda mönn- um á fegurð í vanskapnaðinum og vanskapnað í fegurðinni. Ef þessi listskýrandi hefir aftur á móti sanna þekkingu á fegurð, þá er það vegna þess að þessi eðlisþáttur hefir vaxið fram í vitund hans, í lífi hans og starfi. Og ef svo er þá getur hann ekki séð fegurð í vanskapnaðinum og vanskapnað í fegurðinni, vegna þess að fegurðin er þá eðli hans. Þess vegna er hin sanna þekking dyggð og dyggðin þekking. -----☆---- Þetta voru aðeins dæmi tekin til skýringar og ef við nú sjáum fleiri slík dæmi í kringum okk- ur, menn, sem við teljum gáfaða og margfróða, en breyta samt illa, þá er það vegna þess að þekking þeirra er ekki sönn þekking. Hún er aðeins safn- haugur minnisins, sem á sínum tíma kann að eyðast og hverfa og skilur þá manninn eftir eins og hann raunverulega var: fá- fróðan og án sjálfsþekkingar. Sókrates hélt því fram, að hægt væri að kenna dyggðina. En hún verður ekki kennd með því einu að auka safnhrúgur minnisins, heldur með því að hjálpa nemandanum til að vekja sitt innra eðli: góðvildina, feg- urðina, sannleikann og réttlætið. Slík var kenning Sókratesar, mannsins, sem var af samtíð sinni dæmdur til dauða og gefið eitur, fyrir að vera betri og vitrari en aðrir menn, og af síð- ari tímum gagnrýndur fyrir að hafa kennt að þekkingin væri dyggð, og dyggðin þekking. —Lesb. Mbl. By BARBARA FLANAGAN Minneapolis Tribune Staff Writer, April 5th 1954 “Hamingjusamur” is the word for Mr. og Mrs. Vilhjalmur Thorlaksson Bjarnar. It means “happy” in Bjarnar’s native Iceland. Last Wednesday President Eisenhower signed a bill giving permanent residence in the United States to Bjarnar, a tu- berculosis patient at Glen Lake sanatorium. FIRST WORD that congress had passed thev bill come from Sen. Thye (R., Minn.), who wired the Bjarnars the good news. “I feel just a little insignifi- cant,” Bjarnar said Sunday. “It’s wonderful that congress found Lme to help me when is so busy with everything else.” The Bjarnars are most grate- ful to Thye, to Rep. Judd (R., Minn.) and to State Treasurer Val Bjornson who started it all. Bjarnar come to Minneapolis from Iceland in 1942 to study lorestry at the University of Minnesota. He took a room in the home of the late William Erickson at 3053 Thirteenth avenue S. That’s where he met the future Mrs. Bjarnar — then, Dora Erickson. While in school, Bjarnar, now 34, contracted glandular tu- berculosis. He received treat- ment in Minneapolis, then re- turned to Iceland. BEFORE LEAVING, however, Bjarnar became engaged to his vrife. “Although she understands Icelandic, I believe I proposed ;n English,” Bjarnar said. Bjarnar met Bjornson in Ice- land when the state treasurer was serving there with the United States navy. During World War II, Bjarnar worked for the American mili- tary forces in Iceland, in the counter-intelligence s e c t i o n doing translation work. On May, 19, 1946, Bjarnar and Dora Erickson were married in Reykjavík, Iceland, his home town. Val Bjornson was best man. THE BJARNAR returned to Minneapolis in 1947. Then Bjarnar’s tuberculosis recurred. Since that time, his six-month visitor’s visa has been renewed, as doctors belived a move would damage his condition. The Bjarnars appealed to Bjornson who wrote to Thye who introduced Bill S-931 in the senate last year. And finally, last Wednesday, Bjarnar became a permanent i esident. As they say in Iceland, it was a “hamingjusamur” day for the Bjarnars. Norskur fornleifa- fræðingur við rann- sóknir í Skólholti Víðtækar rannsóknir gerðar á grunni kirkjunnar, standa meirihluta sumars Eins og áður hefir verið nefnt opinberlega, verða í sumar gerðar víðtækar forn- leifarannsóknir í dómkirkju grunninum í Skálholti. Hefir alþingi veitt fé til þessara rannsókna á fjárlögum. — Rannsóknirnar verða gerðar á ábyrgð þjóðminjavarðar, en hann hefir, með sam- þykki menntamálaráðuneytis- ins, óskað eftir að fá til rann- sóknanna norskan fornleifa- fræðing, sem reynslu hefði af uppgrefti miðaldakirkju- grunna í Noregi. Fyrir vinsamlegan atbeina norska sendiherrans, Torgeir Andersen-Rysst, og góðar undir- tektir þjóðminjavarðarins í Nor- egi, dr. Arne Nygard-Nilsen, hefir það orðið að ráði, að hing- að komi norski fornleifafræð- ingurinn Hakon Christie arki- tekt og vinni við rannsóknirnar eigi minna en hálfan annan mánuð. Gert er ráð fyrir, að rann- sóknir þessar hefjist um 15. júní og má telja líklegt, að þær standi yfir mikinn hluta sumars, þótt erfitt sé um slíkt að segja fyrir- fram. En allir eru sammála um, að þessar rannsóknir beri að gera sem vendilegast, áður en hafizt er handa um aðrar framkvæmdir á staðnum, og mun því verða lagt kapp á að ljúka þeim í sumar. —Alþbl., 23. marz SALKELD'S Emden, Toulouse Goslings started or day olds, avail- able May 1-August 1 Shipped anywhere in Canada Salkeld's Turkey Hatchery 1975 Logan Ave., Winnipeg KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI > # Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK mrnammmm iiuhiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiitiniuiiiutiiiiniiii LÆGSTA TIL ÍSLANDS Aðeins 310 fram og til baka til Reykjavíkur FLUGFAR Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til fslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York .. . Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar ICELANDIC AIRLINES 15 We$t 47th Street, New York PLaza 7-8585 fflllU

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.