Lögberg


Lögberg - 22.04.1954, Qupperneq 8

Lögberg - 22.04.1954, Qupperneq 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. APRIL 1954 Úr borg og bygð The Dorcas Society of the First Lutheran Church, Winni- peg, is putting on 2—1 Act plays and musical selections on April 30th, in the lower Audi- torium of the First Lutheran Church. This will be good enter- tainment, Candies will be sold— also refreshments for all. Silver Collection. ☆ Mr. og Mrs. Murray McKillip, sem dvalið hafa í borginni í vetur eru nýfarin heim á búgarð sinn í Dauphin, Man. ☆ The Thirtieth Annual Con- vention of the Lutheran Wom- en’s League of Manitoba will be held at Selkirk, Manitoba, on Friday, Saturday and Sunday May 28, 29 and 30th. ☆ Gunnthor Hinrikson, sonur Mr. og Mrs. E. J. Hinrikson, Sel- kirk, Man., hefir nýlega verið skipaður Staff Engineer hjá B.C. Electric félaginu í Van- couver. Hann lauk prófi í fræði- grein sinni við Manitobaháskóla árið 1936. Eftir herþjónustu í síðustu styrjöld gekk hann í þjónustu ofangreinds félags, og hafa honum með ári hverju verið falin æ ábyrgðarmeiri störf. * Dr. Haraldur Sigmar og frú gera ráð fyrir að leggja af stað í Evrópuferð í næsta mánuði; ferðast þau flugleiðis frá New York til Noregs. Á heimleiðinni fara þau til íslands og dvelja þar um tíma. ☆ Meðal gesta frá Winnipeg, er sóttu gullbrúðkaup Guttorms- son-hjónanna í Riverton voru þessir: Mr. og Mrs. Jochum Ás- geirsson; próf. Finnbogi Guð- mundsson; Mr. Lúðvík Kristjáns- son; Mr. og Mrs. H. F. Daniels- son; Mr. og Mrs. W. Kristjáns- son; Mrs. Elma Gíslason; Mr. og Mrs. John Samson; Mr. Timothy Samson; Mr. Arni G. Eggertson; Mr. G. S. Thorvaldson; Mr. T. L. Hallgrímsson; Mr. og Mrs. E. P. Jónsson; Mr. og Mrs. Jón K. Lax- dal og Dr. Lárus Sigurdson. ☆ Mr. G. A. Williams frá Hecla kom til borgarinnar á sunnudag- inn ásamt þremur börnum sín- um; fór fjölskyldan heim á mánudaginn. Er nú að verða hver síðastur með ferðir milli eyjar og meginlands á ís. ☆ Miss Columbine Baldwinson, Riverton, Man., er nýkomin heim eftir tíu mánaða dvöl á íslandi í heimsókn hjá systur sinni og tengdabróður, frú Alice og Jóhannesi Snorrasyni flug- manni. Gestur Kristjánsson lækpir og frú frá Allendale, North Dakota, komu til borgarinnar á föstu- daginn í fyrri viku. Gestur læknir hafði hér skamma við- dvöl og hélt heim til Allendale á páskadagsmorgun, en frú hans og dóttir munu dvelja hér um þriggja vikna skeið. ☆ Þeir séra Robert Jack og Sig- urður Einarsson tinsmíðameist- ari frá Árborg voru staddir í borginni á mánudaginn. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church will meet Tuesday April 27th at 2.30 in the lower auditorium of the church. ☆ Miss Dorothy Joan Johnson, nemandi í þriðja bekk í Home Economics við Manitobaháskól- ann, hefir verið kosin Lady Stick. ☆ Mrs. B. S. Benson, sem dvaldi um páskana í Fort William hjá dóttur sinni og tengdasyni, þeim Mr. og Mrs. Harold Sigurdson, kom heim á þriðjudaginn. tr Gefin saman í hjónaband í Teulon 27. marz s.l. Miss Lillian Larson frá Teulon og Laurence Eyjólfsson. Er brúðguminn yngsti sonur Mrs. S. Eyjólfsson að Vestfold.- Heimili þeirra verð- ur í Vestfóld. Minneapolis, St. Paul og Chicago. Einn íslenzkur drengur hlaut þessa vikuskemmtiferð, Pétur R. Erlendson, sonur Mr. og Mrs. Leifur Erlendson, Sherburn St. ☆ Mrs. Jóhanna Hólm lézt að heimili sínu, 662 Valour Road á mánudaginn 19. apríl, 76 ára að aldri; hefir hún búið hér í borg um 42 ára skeið. Hún lætur eftir sig tvær dætur, Mrs. A. L. Herron og Mrs. F. A. Dyer; tvo sonu, Ralph og Stefán. tJtför hennar fór fram frá Bardals út- fararstofunni í gær, miðvikudag. Séra Rúnólfur Marteinsson jarð- söng. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands ☆ ' / Heyrst hefir að C. P. R. félagið muni hætta að senda fólksflutn- ingalest til Árborg þann 24. apríl. Mun fólk, sem er búsett meðfram þessari járnbraut, sakna þessarar ferðaþjónustu, sem það hefir notið um 43 ára skeið. Blaðið Wynyard Advance birti nýlega stóra mynd á for- síðu blaðsins af frú Sigríði Guðjónsson í tilefni þess, að hún átti 96 ára afmæli í þessum mánuði; er hún elzti búandi í Wynyard bæ. Hún býr hjá Mr. og Mrs. Bogi Peterson, en hún er amma annars þeirra. Hún ber aldurinn frábærlega vel, les talsvert, hefir áhuga fyrir heim ilisstörfunum og fagnar vor- fuglunum með því að gefa þeim í sarpinn á hverjum morgni. - Lögberg óskar henni til ham- ingju með afmælið. ☆ Mr. og Mrs. S. Brandson, Ár- borg, eru nýkomin heim úr mánaðarskemmtiferð til Cali- fornia. tr I sex undanfarin ár hefir Free Press valið um páskaleytið 30 beztu blaðadrengi sína í borginni og sent þá í skemmtiferð til ein- hverra stórborga í álfunni; í þetta sinn er ferðinni heitið til SAVE Besl for Less Davenport and Chair, $82.50 Chesterfield and Chalr, $149.50 Hostess Chair $16.50 T.V. Chalrs $24.50 Chesterfield and Chair. recovered, from $89.50 up. HI-GRAOE UPHOLSTERING AND DRAPERY SERVIGE 625 Sargenl Ave. Phone 3-0365 Judges in the National Barley Contest The judges shall consist of the Professor of Plant Science, University of Manitoba; the District Super- visor, Plant Products Division; and the Provincial Agronomist in the Extension Service. In addition there shall be three consultant judges representing the two Western Malt companies, and the Chief Grain Inspector of the Board oí Grain Commissioners for Canada. Only car grading No. 3 C.W. Six-row and over will be eligible for judging. The basis for judging the grain shall be its suit- ability for malting. For further information write to: BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg, Manitoba. MD-342 Thi s space donated b y DREWRYS Framhald af bls. 1 miðvikudag. Færði sjórinn bát- inn í kaf og reif hlera af opi niður í vélarhúsið og skolaðist fiskur af þilfarinu með sjónum niður í vélarrúmið. Vélin stöðv- aðist þó ekki og tókst að ná ferð á bátinn svo að hann gat haft sig úr brotinu. Nokkrar skemmd- ir urðu á bátnum, en engan mann sakaði. — Á þriðjudags- morgun var lýst eftir fjórum bátum frá Hellissandi, sem voru á sjó, er óveður brast á, gátu nærstödd skip komið þeim öll- um til hjálpar og fylgt til lands. í fyrradag gerði mikið hvass- viðri með éljagangi á Sauðár- króki og var óttast um fjóra trillubáta þaðan, sem voru á sjó, en er leið á daginn gekk veðrið niður og komust allir bátarnir heilu og höldnu til hafnar. Höfðu þeir legið í landvari meðan óveðrið gekk yfir. ☆ Eins og kunnugt er, var hrepps nefndarkosningin í Kópavogi í vetur kærð. Sigurgeir Jónsson lögfræðingur, sem var settur sýslunefndaroddviti í þessu máli, hefir nú fellt úrskurð, sem ekki verður áfrýjað. Féll úrskurður hans á þá leið, að kosningin skuli vera ógild og hreppsnefnd- arkosningarnar endurteknar, en framboðslistar verða óbreyttir frá því í vetur. Skal kosningin endurtekin innan mánaðar frá lögbirtingu þessa úrskurðar. Úr- skurður hins setta sýslunefndar- oddvita byggist á því, að opin- ber embættismaður, ræðismaður Islands í Minneapolis, fór rang- lega með tvö atkvæði í þessum kosningum í vetur, svo að þau urðu ógild. Hefðu atkvæði þessi getað ráðið úrslitum um það, hvort A-listi eða B-listi komu manni í hreppsnefndina, þar eð ekki munaði nema einu atkvæði á þessum listum í kosningunni. ☆ Togarinn Úranus frá Reykja- vík var nýlega tekinn að veið- um innan fiskveiðitakmarkanna við Öndverðarnes og hefir saka- dómarinn í Reykjavík kveðið upp dóm í máli skipstjórans. Var skipstjórinn dæmdur í 74 þús- und króna sekt og afli og veiðar- færi gerð upptæk. Skipstjórinn hefir áfrýjað dóminum. ☆ Vöruskiptajöfnuðurinn í fe- brúarmánuði varð hagstæður um rösklega 7, 4 milljónir króna. Út voru fluttar vörur fyrir rúm- lega 75,1 milljón króna, en inn- flutningur nam tæplega 67,7 milljónum króna. Fyrstu tvo mánuði þessa árs hefir vöru- skiptajöfnuðurinn við útlönd orðið óhagstæður um rösklega 17,8 milljónir króna. Hefir út- flutningur numið 136.2 milljón- um króna, en nnflutningur rösk- lega 154 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra var vöruskipta jöfnuðurinn óhagstæður um ríf- lega 31,7 milljónir króna. ☆ Bæjarstjórn Akureyrar hefir samþykkt að fallast á samein- ingu Glerárþorps við Akureyri. Mál þetta hefir verið á döfinni síðan snemma árs 1952, er 190 manns í Glerárþorpi óskuðu eftir sameiningu þorps og bæjar. Samkomulag hefir náðst um markalínu milli Glæsibæjar- hrepps og Akurpyrarbæjar um að markalína milli hrepps og bæjar skuli dregin um Lónsbrú og fylgi síðan sauðfjárvarna- girðingu til fjalls- Sameiningar- tillagan er miðuð við næstu ára- mót. ☆ Biskup íslands hefir , nýlega ritað öllum próföstum bréf, þar sem hann tilkynnir að hinn al- menni bænadagur þjóðkirkj- unnar skuli haldinn sunnudag- inn 23. maí. Er ætlazt til, að þann dag verði fluttar messur í svo mörgum kirkjum, sem fram- ast er unnt. ☆ Prestastefna Islands 1954 verð- ur haldin í Reykjavík 21.—23. júní og hefst með guðþjónustu og prestsvígslu í Dómkirkjunni. Aðalmál prestastefnunnar verð- ur Kirkjan og líknarmálin. Að lokinni prestastefnunni verður haldinn aðalfundur Prestafélags Islands. ☆ Á þriðjudaginn Kom upp eldur í barnaskólahúsinu í Reynis- hverfi í Mýrdal (og magnaðist eldurinn svo, að ekki varð við neitt ráðið. Tókst aðeins að bjarga örfáum munum úr skóla- stofunni, en húsið brann til kaldra kola. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. ☆ Nú eru starfandi hér á landi 150—160 hjúkrunarkonur, eða allmiklu færri miðað við fólks- fjölda, en á hinum Norðurlönd- unum. Byrjað er að byggja hjúkrunarkvennaskóla á Lands- spítalalóðinni og er búizt við að nemum fjölgi er skólabygging- unni er lokið, en nú eru 80—-90 nemar í Hjúkrunarkvennaskól- anum. ☆ Leikfélag Reykjavíkur hafði frumsýningu síðastliðinn mið- vikudag á gamanleiknum — Frænku Charleys — eftir Brandon Thomas í nýrri þýð- ingu Lárusar Sigurbjörnssonar. Með aðalhlutverkið fer Árni Tryggvason, en leikstjóri er Einar Pálsson. Var leiknum forkunnar vel tekið og skemmtu leikhúsgestir sér hið bezta. — Leikfélag Reykjavíkur ráðgerir að sýna nýjan íslenzkan gaman- leik á þessu vori. Heitir leikritið Gimbill og kallar höfundur sig Hákon Hádal. — Ónafngreindur maður hefir nýlega fært Leik- félagi Reykjavíkur 25 þúsund krónur að gjöf í húsbygginga- sjóð félagsins. Félagið hefir sótt um lóð undir húsið og hyggst vinna af kappi að því að koma upp viðunandi húsnæði fyrir starfsemi sína hið fyrsta. ☆ Lárus Pálsson ' leikari er ný- kominn frá Stokkhólmi þar sem hann lék hlutverk Beinteins í Króknum í kvikmyndinni, sem verið er að gera eftir skáldsög- unni Sölku Völku eftir Halldór Kiljan Laxness. Miðar kvik- myndasögunni vel áfram og er nú lokið að taka flest inniatriði og hinn 4. maí kemur 40 manna flokkur frá .Nordisk Tonefilm til íslands. Verða í förinni leik- stjórinn Arne Mattsson, aliir kvikmyndaleikararnir í mynd- inni, myndatökumenn og annað starfslið og allur útbúnaður, sem nauðsynlegur er erlendis frá. Flokkurinn mun starfa hér allan maí og út júnímánuð og verða útiatriði myndarinnar tekin að miklu leyti í Grindavík, en einnig við Ártún á Kjalarnesi. Búizt er við að myndin verði fullgerð til sýninga í nóvember eða desember og verði frum- sýnd samdægurs í Reykjavík og Stokkhólmi. ☆ Guðrún Á. Símonar efndi til söngskemmtunar í . Reykjavík um miðja vikuna. Söng hún lög eftir innlenda og erlenda höf- unda og tvær óperuaríur við ágætar undirtektir áheyrenda. ☆ Séra Hálfdán Helgason, pró- fastur að Mosfelli í Mosfellssveit, lézt aðfaranótt föstudags 56 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun. ☆ Þingeyingafélagið í Reykjavík hefir ákveðið að láta gera kvik- mynd úr Þingeyjarsýslu. Félag- ið vinnur nú að útgáfu héraðs- lýsingar Suður-Þingeyjarsýslu eftir Jón Sigurðsson á Yztafelli og sýslulýsing Norður-Þingeyj- arsýslu er einnig vel á veg kom- n. Þá hefir félagið ákveðið að reisa Skúla Magnússyni fógeta minnismerki í Keldunesi, en þar var Skúli fæddur. ☆ Á ísafirði og Akureyri verður efnt til margvíslegra hátíða- halda í dymbilviku og yfir páskana. Verður efnt til skíða- móta og á kvöldin verða ýmsar samkomur og skemmtanir í samkomuhúsum bæjanna. M ESSU BOÐ Fyrsta lúterska kirkja Stærsti strætisvagn bæjarins tekinn í notkun innan skamms Ýmsar nýjungar í smíði hans, m. a. er diesel-vél hans á hliðinni undir góljinu Um þessar mundir er verið að ljúka smíði fullkomnasta og stærsta strætisvagns, sem hér hefir sézt á götunum. Fréttamaður Vísis brá sér inn í Bílasmiðju, þar sem bíll þessi er í smíðum, átti þar tal við Lúð- vík Jóhannesson, framkvæmda- stjóra, og fékk hann til þess að sýna sér þetta merkilega farar- tæki. Smíðinni er svo langt komið, að búast má við, að bíllinn verði tekinn í notkun ní byrjun næsta mánaðar. Þetta er Volvo-bíll af allra nýjustu gerð, og er hér um ýmsar nýjungar að ræða, sem ekki munu hafa sézLhér í þess konar farartækjum. T. d. er diesel-hreyfill bílsins á hliðinni undir vagninum miðjum, eða því sem næsta, en ekki við hliðina á bílstjóranum, eins og tíðkazt i efir um frambyggða bíla til þessa. Þá er fullkomið hitunar- kerfi í vagninum, með þeim hætti, að vél bílsins dælir heitu lofti inn í vagninn gegnum göt á hliðum hans. Öðrum megin í bílnum verða tvær sætaraðir, en hinum megin ein, en aftast í honum opið gólf- pláss, mjög rúmgott. Þrennar dyr verða á vagninum, og ætti það að auðvelda farþegum að komast inn í vagninn og úr. Þá er þess að geta, að hátalara- kerfi er í vagninum, og mun bílstjórinn segja í hljóðnema nöfn gatna og vegamóta, þar sem nema á staðar, en hátalarar eru á nokkrum stöðum í bílnum, og geta farþegar því betur fylgzt með ferðum vagnsins en áður hefir verið, og er það mjög mikil bót. Vagninn er 10 l/z metri á lengd, eða jafnlangur Keflavíkurbíl Steindórs, sem Vísir sagði frá á sínum tíma,, en þetta eru stærstu almenningsvagnar hérlendis. — Ekki veit Vísir, hve marga far- þega nýi vagninn getur tekið í sæti og standandi, en óhætt er : ð fullyrða, að á 2. hundrað far- þegar munu komast í hann, ef mikið liggur við. Volvo-diesel- hreyfillinn, undir gólfinu, er 150 hestöfl, af nýjustu gerð, eins og fyrr segir. Að lokum má geta þess, að Jramrúður vagnsins eru tvöfald- ar, og getur því ekki myndast móða á þeim, og er þetta til mikils öryggis. —VÍSIR, 2. marz 1 Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Gimli Lulheran Parish Betel, kl. 9 f. h. Séra Sigurður Ólafsson prédikar. Kl. 10.45 f. h. flytur séra Sig- urður Ólafsson guðþjónustu á ensku og íslenzku. Kl. 7 e. h. messar séra H. S. Sigmar á ensku. ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnudaginn, 25. apríl Riverton, kl. 2 Árborg, kl. 8. Messar á íslenzku á báðum stöðum. Robert Jack You’ll save a lot of worry, With the way prices are today; If you pick your cakes and dainties, From Aldo’s great display. ALDO'S BAKERY 613 Sargent Ave. Phone 74-4843 DtSH to FLASH anil SAVE CtSH FATAHREINSUNIN í NAGRENNINU (Abyrgð á öllu) SHIRTS VAFÐAR í CELLO 5for*100 FREE Sótt og heimflutt afgreiðsla Sími 3-3735 3-6898 FLASH CLEANERS LIMITED 611 SARGENT AVE. (við Maryland) Afítrtíiðsla sttma dag í Fatahrclnsun vorri fiá 10 f. h. tíl 5 e. h. \ CHICKS FOR PROFIT Approved 100 50 25 R.O.P. Sired 100 50 25 R.O.P. Bred 100 50 25 White Leghorns Unsexed White Leghorn Puilets 118.50 $ 9.75 $ 5.15 36.00 18.50 9.50 20.00 $10.50 $ 5.50 39.00 20.00 10.25 Barred Rocks Únsexed Barred Rock Pullets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75 21.50 11.25 5.70 36.00 18.50 9.50 New Hampshlres Unsxd. New Hampshire Pullets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.55 21.50 11.25 5.70 36.00 18.50 9.50 Light Sussex Unsexed Light Sussex Pullets $19.00 $10.00 $5.25 31.00 16.00 8.25 20.00 10.80 5.50 33.00 17.00 8.75 R.O.P. Bred Chicks Are the kind that reaHy lay And give you a better profit For thc money that you pay. Black Australorps Unsxd Black Australorp Pullets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75 COCKERELS White Leghorns Heavy Breeds April Delivery 5.00 3.00 2.00 18.00 9.50 5.25 May Delivery 6.00 3.50 2.00 20.00 10.50 5.50 FARMERS' CHICK HATCHERY Phone 59-3386 1050 Main Street Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.