Lögberg - 24.06.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1954
7
Fuglinn Rati sem étur vax og
verður gott af
Höfundur þessarar greinar,
dr. Herbert Friedman, er
kunnur fuglafræðingur og
líffræðingur. Hann ferðaðist
um Afríku árin 1950—'51
aðeins til þess að kynnast
þessum einkennilega fugli,
er hann segir hér frá. Löng
ritgerð um þennan fugl mun
koma út í sumar á vegum
Smilhsonian Inslitution.
EINU SINNI var lítill brúnleitur
fugl og hann fann dauðan fíl.
»,Hæ“, sagði fuglinn, „hér ætla
ég að eiga heima“.
Svo setti hann merki í húðina
rneð nefi sínu og flaug svo burt
ffl þess að kalla á vini sína og
asttingja.
En meðan hann var í burtu
bar þar að mús, og hún ákvað
að setjast þarna að og byrjaði
að grafa sig inn í skrokkinn.
Þegar fuglinn kom aftur með
vini sína og ættingja, varð hann
reiður við músina og sagði:
„Hér á ég heima“.
„Nei, hér á ég heima“, sagði
rnúsin.
Um þetta voru þau lengi að
þrátta, þangað til þeim kom
saman um að leggja máiið fyrir
dómara. Og dómarinn var bý-
fluga.
Býflugan gerði sig afar valds-
mannslega og kvað upp dóminn.
En hann var á þá leið, að músin
®tti fílsskrokkinn. Fuglinn mót-
maslti, kvaðst hafa fundið
skrokkinn fyrst og benti á merk-
ið, sem hann hafði gert í húðina.
Dómarinn var óbifanlegur:
„Þú skrökvar því“, sagði hann,
„músin á fílinn“.
Upp frá þeim degi hefur verið
óslökkvandi hatur milli fuglsins
°g býflugunnar. — Fuglinn situr
um hvert tækifæri til þess að
hefna sín, og það gerir hann á
þann hátt að vísa mönnum og
skepnum á hreiður býflugnanna.
----0----
ÞETTA er þjóðsagan suður í
Rhodesíu. Og hún á sammerkt
við ýmsar aðrar þjóðsögur í því,
að skýra það, sem menn hafa
ekki skilið. Það er sem sé til
fugl, sem heitir hunangsrati, og
hann hefur þann merkilega sið
að vísa mönnum og dýrum á
aðsetursstað býflugnanna.
Pugl þessi kann lítt að syngja
°g hann er ekki fagur álitum.
En þó hefur hann verið stöðugt
undrunarefni vísindanna vegna
þess einkennilega hæfileika síns,
sem er'annars óþekkt fyrirbrigði
1 dýraríkinu. Hann hefur líka
verið vísindamönnum undrunar-
efni vegna þess að hann étur
vax og getur melt það. í þriðja
lagi hefur þann þann sið að unga
ekki út eggjum sínum sjálfur,
heldur að verpa þeim í hreiður
annarra fugla. Og vegna þessa
einkennilega fugls hef ég nú
gert mér tvær ferðir til Afríku.
Ratinn er spætuættar og af
honum eru til 11 tegundir. 1
skógunum í Himalaja er e(in
fegundin og sú eina, sem er með
skrautlegum fjöðrum. önnur
fegund er á Malaja. Borneo og
Sumatra. Hinar 9 tegundirnar
eru allar í Afríku.
Vér vitum mjög lítið um sum
þessa fugla, því að hvítir men
kafa aldrei séð þá lifandi. E
nokkrir þeirra eru þó til í söfi
um 0g hafa Svertingjar veitt þ
einhvers staðar inni í frumskó;
unum í vestanverðri Afríku. Ei
egundin gefur frá sér hvínanc
isturhljóð og kemur það senn
ega fram við það, að fuglin
vefur upp á sér stélið svo a
oftið hvín þar í. Hann heldi
^g í toppum trjánna og hai
vertingjar gefið honum nafn:
” uglinn, sem enginn sér“. Alk
essar tegundir munu éta va:
n Það eru aðeins tvær tegundi
ern vísa á býflugnahreiður c
því fremur öðrum rat
nafnið skilið.
skaj
----0----
aðeins sagt frá öðrum
þessara fugla, sem kallaður er
stóri rati.
Á 16. öld fluttist portúgalskur
dominika-trúboði til Nova Sof-
ala, sem nú er borg í Mosambi-
que. — Hann hét Joao dos
Santos. Einu sinni er hann gerði
bæn sína úti í kirkju, brá honum
mjög í brún, því að lítill fugl
kom fljúgandi inn um gluggann
og fór að narta i kerti, sem stóð
á altarinu. Trúboðinn kaliaði
svo þenna fugl „passaro que
come vera“, en það þýðir:
fuglinn, sem étur vax. 1 bók sem
Santos skrifaði og heitir „Ethi-
opia Oriental“, segir hann frá
því að hann hafi oft séð fugla
koma fljúgandi inn í kirkjuna
og kroppa í kertin á altarinu, og
hann segir líka að þessi fugl fái
Svertingja til þess að leita að
býflugnahreiðrum.
Ég rakst á þessa bók í bóka-
safninu í Salisbury í Suður-
Rhodesíu, og að því er ég veit
bezt, þá er þetta fyrsta heimild-
in um þennan einkennilega
hæfileika fuglsins. Frásögn
þessi er hundrað árum eldri, en
þær frásagnir er fyrst bárust
um þennan fugl til Evrópu á 17.
öld, og þóttu svo furðulegar.
Síðan hefur sagan um þennan
fugl verið margsögð og þá oft
krítað liðugt. En í meginatriði er
hún sönn, því að um margar
aldir hefir þessi fugl vísað
Svertingjunum á, hvar þeir geti
fundið uppáhalds sælgæti sitt,
hunangið.
----0----
FUGLINN mun vera um allan
suðurhluta Afríku, fyrir sunnan
Sahara, nema í hitabeltisskógin-
um og á hinum trjálausu auðn-
um í suðvesturhluta álfunnar.
Þetta er ekki stór fugl — svona
mitt á milli sólskríkju og skógar
þrastar. Hann er brúnn á bakið,
en gráleitur á bringu og slær
stundum gulleitum blæ á bakið
á karlfuglinum. í stélinu eru
hvítar fjaðrir.
Eigum vér svo ekki að reyna
hæfileika hans?
Vér erum staddir í Zululandi
í suðaustur Afríku, í hinu mikla
buskalandi, þar sem fuglinn
heldur sig helzt. Vér leggjum
á stað frá einhverju þorpi, því
að fuglinn fer ekki til manna-
byggða að bjóða hjálp sína. Ekki
er það þó vegna þess að hann
sé mannfælinn, því að hann
eltir oft veiðimenn, þeim til
sárrar skapraunar, því að þeir
segja að hann fæli veiðidýrin
með gargi sínu. Hann slæst líka
í för með mönnum þótt þeir sé
margir saman, eins og kunnugt
varð í Búastríðinu.
Zului fer á undan oss og þeg-
ar vér komum út í buskann
byrjar hann á því að kalla á
fuglinn. Það gerir hann með því
að slá saman spýtum eða berja
í tré, blístra og reka upp ein-
kennileg kokhljóð.
Fuglinn lætur ekki standa á
sér. Brátt tekur hann undir og
það er gargandi hljóð líkt og
hann segði „gutta-gutta-gutta“,
eða „kurra-kurra“. Rétt á eftir
bendir Zuluinn á grein, svo
sem 150 fet frá oss, þar situr
fuglinn. Vér staðnæmumst og þá
stingur hann sér af greininni og
flýgur á móti oss og sezt á lága
grein í svo sem 15—20 feta fjar-
lægð.
Nú sjáum vér að hann er
nærri hvítur á bringunni. Það
hlýtur því að vera gamall kven-
fugl. Hann er ókyrr og sýnilega
óánægður út af því að vér skul-
um ekki halda áfram. Hann
kurrar hvað eftir annað, þenur
stélið og baðar vængjunum. Svo
flýgur hann til vinstri, en kem-
ur brátt aftur og rífst, og flýgur
svo burtu enn.
Hann fer ekki beinustu leið
með oss. Stundum flýgur hann
til hægri, stundum til vinstri,
eða hann fer til baka. En skóg-
urinn er gisinn þarna, svo að
engin hætta er á að við töpum
Gigantic Projcct Is Completed
To Curb Odors at Fish Plant
af honum. Oftast er hann þó
nokkuð langt á undan oss, en vér
heyrum alltag kurrið í honum,
Dar sem hann situr og bíður eftir
oss. Og þegar vér komum þang-
að, sjáum vér aðeins bregða
fyrir hvítu fjöðrunum í stélinu,
hann er þotinn á stað lengra
inn í skóginn. En ef vér stað-
næmumst stundarkorn, þá kem-
ur hann til vor og háskammast
út af því að vér skulum vera
að slóra.
Þannig göngum vér á tíu
mínútum — og fimm í viðbót.
Þá breytir fuglinn allt í einu um
háttu. Nú flýgur hann í hring,
hættir að garga og sezt svo í
fíkjutré og situr þar sem fastast,
eins og hann vilji þar með benda
oss á að nú séum vér komnir á
áfangastað.
Það var rétt. Zuluinn tekur
eftir holu í stofni á akasíutré.
Hann leggur eyrað við tréð og
inni fyrir heyrir hann stöðuga
suðu, svo að enginn efi er á að
þarna er býflugnabú.
Fylgdarmenn vorir tendra nú
kyndla til þess að geta varizt
flugunum, og svo er farið að
víkka holuna. Eftir nokkra stund
er þarna dreginn út býkúpu-
kleggi, löðrandi í hunangi.
En hvað er nú orðið af fuglin-
um, sem vísaði oss á þetta?
Hann hefur setið grafkyrr í
fíkjutrénu og steinþegir, eins og
honum komi þetta ekkert við.
En hann á sín laun skilið. Vér
brjótum bút af kleggjanum og
festum hann á trjágrein og
myljum nokkuð af vaxi niður á
jörðina. Og nokkuð af hunangi
verður að skilja eftir. — Svert-
ingjum kæmi aldrei til hugar
að hirða allt hunangið, því að
þeir halda að þá mundi fuglinn
aldrei hjálpa sér framar, eða
jafnvel hefna sín með því að
leiða þá á villigötur, beint í opið
ginið á slöngu eða hlébarða'.
Vér fórum skammt og földum
oss til þess að vita hvað fuglinn
tæki til bragðs. Hann flaug þeg-
ar á kleggjann og byrjaði að
kroppa. Hann át aðallega vax, en
bætti sér svo í munni með hun-
angi við og við. Hann er ekki
sólginn í hunang, þótt svo sé
sagt.
•---0----
HVERNIG stendur nú á því að
þessi fugl skuli bjóðast til þess
að leiðbeina mönnum?
Áður en ég fór að rannsaka
þetta mál, var það almenn skoð-
un, að fuglinn gæti ekki náð sér
í hunang sjálfur og yrði því að
fá hjálp til þess. Þess vegna vísi
hann svertingjum á býflugna-
búin í von um að njóta sjálfur
góðs af.
í fljótu bragði virtist þessi
skoðun mjög sennileg, en hún
þolir ekki gagnrýni. Það er
langa rót að rekja að upptökun-
um að venjum dýranna, og
breytingarnar á þeim hafa orðið
ákaflega hægfara. En hér var
um hæfileika að ræða, sem fugl-
inn sjálfur gat ekki haft neitt
gagn af fyrr en hann hafði
kennt öðrum óskyldum skepn-
um að hagnýta sér ratvísi sína.
Þetta var gáta, og til þess að
geta ráðið hana varð ég að
kynnast fuglinum sem bezt.
í fyrsta lagi virtist mér það
augljóst að fuglinn mundi hafa
fengið þessa gáfu fyrir svo mörg-
um þúsundum ára, að maðurinn
hefði þá ekki verið til að færa
sér hana í nyt. Þess vegna hefur
fuglinn haft samvinnu við ein-
hverja aðra, áður en maðurinn
kom til sögunnar.
Sænskur ferðamaður, An-
drew Sparrman, ferðaðist um
Afríku 1785 og hann segir frá
því, að blökkumenn hafi sagt
sér, að fuglinn vísaði eigi aðeins
mönnum á býflugnabúin, heldur
einnig dýri nokkru greifingja-
ættar, sem þeir nefna hunangs-
sleikju. — Margir studdu þessa
frásögn seinna, en mér er ekki
kunnugt um að neinn hafi séð
þetta með eigin augum fyrr en
1950.
Mér þótti sagan ótrúleg, fyrst
og fremst vegna þess, að greif-
inginn væri á ferð um nætur, en
fuglinn aðeins á ferli á daginn.
1 öðru lagi var talið að greifing-
inn gæti ekki klifið í tré, en nú
eru flest býflugnabúin hátt uppi
í stofnum trjánna.
Með því að spyrjast rækilega
fyrir komst ég að raun um að
margir menntaðir hvítir menn
höfðu með eigin augum séð slíka
samvinnu milli fugls og greif-
ingja, og þá var engum blöðum
um að fletta að þetta var satt.
Ég komst einnig að því, að greif-
inginn er á ferð jafnt nætur sem
daga þar sem ekki er manna-
byggð, og að hann getur klifið
tré.
Samvinnan hefur því upphaf-
lega verið með fugli og greif-
ingja, og það er augljóst, að
blökkumenn hafa tekið eftir
þessu þegar þeir voru að snuðra
um hunansleit greifingjans.
Einu sinni spurði ég Zulua
hvers vegna hann ræki upp
þessi kokhljóð og berði saman
spýtum. „Ég er að tala við fugl-
inn“, sagði hann. Seinna spurði
ég hann: „Hvernig er hljóðið í
greifingjanum? — „Alveg eins
og þegar við köllum á ratann“,
sagði hann, og gaf þar með í
skyn að þeir væri að herma eftir
greifingjanum. Og enda þött
rati komi oft til manna án þess
að hann sé kallaður, þá halda
blökkumenn að vissara sé að
herma eftir greifingjanum.
----0----
NÆSTA skrefið var að kynnast
betur lífsviðurværi fuglanna.
Ég hef þegar getið þess, að það
eru aðeins tvær tegundir, sem
vísa mönnum á býflugnabú, en
menn hafa komizt að því að all-
ar tegundirnar éta vax. Af þessu
þóttist eg sjá að ekki væri það
af matarþörf að ratinn vísar á
býflugurnar.
Ég komst líka að því ,eins og
áður var sannað, að fuglarnir
þurfa ekki vax því að þeir veiða
maðka og flugur. Leiðbeining
þeirra stafar því ekki af því að
þeir séu svangir. Ég skaut tvo
fugla, sem voru að vísa mér á
býflugnabú, og fóarn þeirra var
fullt af vaxi og ormum. Hvorug-
ur þeirra var svangur.
Víða um Afríku eru hvítir
menn hættir að safna hunangi
villibýflugna. „Hvers vegna ætt-
um vér að gera það, þegar vér
getum fengið sykur í búðinni?"
segja þeir.
Á þessum slóðum er jafn mikið
um rata og áður, en þeir eru
hættir að vilja fylgja mönnum.
Menn sem eru nýlega komnir til
Kenya halda því að það sé ekki
nema skröksaga að ratar hafi
vísað mönnum á býflugnabú.
Þar sem ég hef farið um
Afríku þykir mér líklegt að ein
tylft af býflugnahreiðrum sé að
minnsta kosti á hverri fermílu,
ýmist í trjám, klettum eða þúf-
um. Rati kemur eflaust oft að
þar sem apar, íkornar, greifingj-
ar eða menn hafa rænt hreiður
og geta því fengið eins mikið af
vaxi þar og þeir girnast. Af
þessu er augljóst að þeir þurfa
ekki að leiðbeina mönnum til
þess að geta sjálfir náð í vax.
Fuglinn hefur engar leibein-
ingar í huga. Hann fylgir aðeins
einhverri eðlishvöt. Og hann fer
oft villur vega og fer fram hjá
býflugnahreiðrunum. Einu sinni
elti ég rata í 21 mínútu, en var
aðeins 9 mínútur að ganga til
baka, beina leið. Hefði hann
ætlað að vísa mér á býflugnabú,
sem hann vissi um, þá var þessi
krókaleið lítt skiljanleg. Sama
segir Davison kapteinn. Hann
var á ferð með herflokk í Rho-
desíu. í einum áfangastað kom
rati til þeirra og var sem hann
vildi ólmur fylgja þeim. Davison
vildi ekki leyfa hermönnum
sínum að elta hann. Héldu þeir
svo áfram 5 mílur, en fuglinn
elti þá. Og þar vísaði hann þeim
á býflugnabú rétt hjá, en það
eru engin dæmi til þess áður að
rati hafi teygt menn með sér
rúmlega fjórar mílur. Og sjálf-
sagt hefur hann upphafalega
ekki haft neina hugmynd um
þetta býflugnabú.
Aldrei hefur það komið fyrir
New System at Menhaden Firm
Is In Operation. Results Thus
Far Proving Effeciive. Cost Set
At $150,000.
A gigantic system to com-
pletely eliminate odors escaping
from the smoke and water vapor
during the reducing process at
the New Jersey Menhaden Pro-
ducts, Inc., in Middle Township,
has been designed by world
famous Icelandic inventor and
designer, Gisli Halldorson, and
is now in operation. Cost of the
undertaking was $150,000, com-
pany officials said.
The system, which was com-
pleted recently, after two years
of construction work, includes a
wash-tower, a dust collector and
an incinerator which rises about
100 feet from the ground level.
Immense dryers, a furnace and
huge fans are all combined to
deodorize the odors emanating
from the Menhaden plant on the
Wildwood Blvd.
A complete technical descrip-
tion of the new plant and its
possibilities are followed by an
article written by the inventor.
“What may be the world’s
largest deodorization equipment
has just been installed and put
into operation at the New Jersey
Menhaden Products, Inc., near
Wildwood.
Results obtained during the
first 24 hours of continuous pro-
cessing indicate that the plant
will proably eliminate all of
the smoke and water vapor to-
gether with odors which are
only too well known from fish
reduction plants of standard
types.
The new deodorization system
completes an installation made
last year of a large new auto-
matic drying system.
The finished installation of-
fers many points of interest to
both the public and the fish
meal industry, some of which
will now be described.
The dryer is of a new type,
varying in diameter from six to
12 feet and 60 feet long. It
weighs, empty, around 40 tons
and rotates on four one-ton
rollers.
On the front end it ns con-
nected to a furnace 30 feet long
by 12 feet wide by 18 to 24 feet
high.
At the rear end it is connected
to a centrifugal fan driven by a
75 HP motor and blows the dry-
ing air which it received from
the furnace through a cyclone
or dust collector.
To this system now has been
að rati hafi vísað mönnum á
yfirgefið býflugnabú, þótt þar
sé nóg af hunangi. En þeir hafa
vísað mönnum á ný bú, þar sem
flugurnar voru ekki farnar að
safna. Og einu sinni vísaði rati
á býflugnahóp, sem var að sjúga
hunang úr blómum úti á víða-
vangi. Það er því sýnilegt að
hann ratar á suðuna í flugun-
um. Er það ekki eins og hér
sannist þjóðsagan um fjandskap
býflugnanna og ratanna — að
ratarnir séu að vísa á flugurnar
til að vinna þeim mein?
----0----
ANNARS er hitt merkilegt að
þessir fuglar skuli geta melt vax.
Þeir eru svo að segjá eina líf-
veran, sem hefur þann hæfi-
leika.
Út af þessu fara nú fram rann-
sóknir á því með hvaða hætti
þetta getur orðið. Eru það ein-
hverjir gerlar í meltingarfærum
fuglanna, sýrur, eða eitthvað
annað, sem vinnur á vaxinu?
Þegar þessi gáta er leyst má
vera að finnist eitthvert meðal
til þess að leysa upp þá vax-
brynju, sem er utan um berkla,
holdsveikissýkla og fleiri sótt-
kveikiur, og hlífir þeim nú.
—Lesb. Mbl.
added a deodorization system
which also by its size and opera-
tion is outstanding in every re-
spect.
Whereas previously the dry-
ing gases and the vapors created
by the evaporation of the water
from the fish being dried were
discharged into the atmosphere
from the top of the dust collect-
or, they are now taken into a
condensing tower where they
pass through a spray of cool
water to condense the steam.
In the tower the air and
vapors from the dryer are cool-
ed and the vapor thereby con-
denses i n t o droplets which
through centrifugal action are
thrown on the inner walls of the
tower and mixed with the cool-
ing water. The remaining cool
air is now sucked into a 75 HP
fan and recycled back into the
furnace where it is heated up
again and can start a new drying
cycle through the dryer.
However, since about 25%
fresh air is needed to carry oxy-
gen for the combustion in the
furnace an equal volume of de-
oxgenized air has to be dispelled
to the atmosphere and this is
done in a new, most interesting
way, by bleeding it off from the
furnace itself.
Thus the air which is bled off
comes right through the hottest
zone in the furnace and for a
great part is fresh air which has
only taken part in the combus-
tion and does not carry any
odors, since the recirculated air
goes around and around only
partly entering the combustion
space from which the air is bled.
The system thus comes near
to being a closed system with no
odors at all being discharged to
the atmosphere, but what little
there is goes out at a very high
temperature through a 100-foot
high stack which at the bottom
is about 12 feet in diameter and
about seven feet at the top. This
stack is built of steel and is self-
supporting. On the inside, it
contains over 200 tons of brick
lining and a 30-foot high special
incinerator, which is used for
incineration purposes in addi-
tion or parallel to the incenera-
tion being performed in the
main drying furnace.
This stack-incenerator is con-
nected to the main furnace by
a duct 12 feet high by about six
feet wide and the amount of air
being bled out is regulated by a
seven-ton rotating damper of
steel and brick which can be
operated automatically. Another
recycle exhaust duct connects
the stack of the system.
The stack has a thermocouple
which automatically maintains a
very high temperature.
The heavy damper in the flue
duct is regulated by an auto-
matic pressure cylinder which
maintains the required suction
in the furnace.
The automatic controls form
an imoptrant recording and con-
trolling part of the whole sys-
tem, being one of the largest de-
odorization systems known.
The whole system, including
the new type dryer and the new
type deodorizing furnace, on
which patents are pending, was
designed by Gisli Halldorson,
Consulting Engineer, M.A.S.M.E.
of Baltimore, Maryland, for Ed.
Renneburg and Sons Co. of Bal-
timore, Md., builders of the ma-
chinery. Brick work and erec-
tion was done by the Boiler
Brick and Refractory Company
of Richmond, Virginia.
Since the odors from the dry-
ing operation are the ones which
carry far and are objectionable,
it is felt that the operation of the
plant will from now on not
cause any appreciable odors
around Wildwood or surround-
ing areas.”