Lögberg - 07.10.1954, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1954
Hún sogði fyrir stórviðburði á
sviði stjómmólanna
Samtal við frægustu blaðakonu heims
Kaupmannahöfn í ágúst 1954
Á árunum fyrir heimsstyrjöld-
ina síðari voru fyrirsagnir blaða-
konunnar frú Geneviéve Ta-
boiiis um óorðna stjórnmálavið-
burði oft forsíðuefni heimsblað-
anna. Það kom fyrir að henni
skjátlaðist. En oft hafði hún á
réttu að standa, t. d. þegar hún
sagði fyrir um Abessiníustríðið,
innrás Hitlers í Austurríki og
árás hans á Danmörku og Noreg.
Hún hafði góð sambönd í höfuð-
borgum margra landa og vissi
oft betur en margir aðrir, hvað
gerðist bak við tjöldin.
Frúnni tókst líka að ljósta upp
um áform Lavals forsætisráð-
herra Frakka og Hoares utan-
ríkisráðherra Breta, þegar þeir
voru að bræða saman tillögur,
sem áttu að binda enda á Abess-
íníustríðið, en varð báðum þess-
um ráðherrum að falli.
Þegar stjórn René Mayers féll
í fyrra, þá héldu nokkrir merkir
franskir stjórnmálamenn frú
Tabouis veizlu, af því að ennþá
einn af spádómum hennar rætt-
ist með þessu stjórnarfalli. 24
árum áður hafði Briand, þáver-
andi utanríkisráðherra Frakka,
sagt við hana, að nú væri að
koma veruleg festa á innanríkis-
mál Frakka. Frú Tabouis var
honum ekki sammála um þetta.
„Ég er viss um“, sagði hún, „að
ég á eftir að lifa að minnsta
kosti 30 stjórnarskipti í Frakk-
landi. Fall René Mayers var ein-
mitt 30. franska stjórnarfallið
eftir að þessi viðræða fór fram.
Blaðakonan er fornleifa-
fræðingur
Frú Tabouis var upphaflega
forleifafræðingur og hefir m. a.
skrifað bók um fornleifarann-
sóknir í Mesapótamíu. En fyrir
mörgum árum byrjaði hún upp
á eigin spýtur að fást við blaða-
mennsku. Á þingi Þjóðabanda-
lagsins í Genf kynntist hún
mörgum merkustu stjórnmála-
mönnum heimsins. Hún skrifaði
lengi í franska blaðið „l’Oeuvre“
og komst fljótlega í tölu hinna
heimskunnu blaðamanna.
Þegar Þjóðverjar hertóku
Frakkland sumarið 1940, varð
hún að flýja til Bandaríkjanna.
Þar skrifaði hún í blöð franskra
flóttamanna og var tíður gestur
hjá Roosevelt. Sagt er að hún
hafi oft skemmt honum og gest-
um hans með því að herma frá-
bærlega vel eftir þekktum stjórn
málamönnum. Nú skrifar hún í
franska blaðið „l’Inforation“ og
vinnur líka við útvarp Luxem-
bargar.
Enn ung í anda
Frú Tabouis kom í þessum
mánuði til Kaupmannahafnar.
Hittu blaðamenn hana þá að
máli. Hún er nú farin að eldast
og er orðin alveg hvíthærð. Hún
er þó ung í anda, skrafhreyfin
mjög og hefir alltaf svar á reið-
um höndum, þegar spurningarn-
ar eru lagðar fyrir hana.
— Ég hef að undanförnu verið
á ferðalagi í Svíþjóð og Noregi,
segir frúin. Ég hef m. a. haft
tækifæri til að kynnast vígbún-
aði Svía. Hlutleysið verður að
byggjast á öflugum landvörnum.
Ég ferðaðist líka um Noreg,
fór alla leið til Narvíkur, Tromsö
og Hammerfest. Mig langaði til
að sjá, hvar frönsku hermenn-
irnir, sem sendir voru Norð-
mönnum til hjálpar, höfðu
barizt. Það er hræðilegt að
hugsa sér, hve mikið hersveitir
Hitlers eyðilögðu í Noregi. En
náttúrufegurðin er þarna dásam-
leg, sérstaklega miðnætursólin.
Henni gleymi ég aldrei. En þér
hafið nú líklega ekki hitt mig til
að tala um miðnætursólina. Ég
er orðin gömul þvættingsskjóða
eins og þér getið heyrt.
— Hinn 2. apríl 1940 skrifuðuð
þér í „l’Oeuvre“, að Hitler
mundi hefja árás á Danmörku
og Noreg innan viku. Hvernig
höfðuð þér komizt að því?
Spáir ekki í spil og les ekki í lófa
— Sumir kalla mig spákonu,
en ég spái nú ekki í spil og les
ekki í lófa. Ég átti marga vini í
Þýzkalandi og þeir sendu mér
oft þýðingarmiklar upplýsingar.
Margir þýzkir andnazistar stofn-
uðu blátt áfram lífinu í hættu
til að geta aðvarað okkur við
árásaráformum Hitlers.
Nú fæst ég ekki eins mikið við
„spádóma“ og áður. Hlutverk
blaðamanna, sem skrifa um
utanríkismál, hefir breytzt eftir
heimsstyrjöldina síðari. Fyrir
stríðið vildu lesendur blaðanna
fyrst og fremst fá fréttir. En nú
eru menn orðnir ofsaddir á frétt-
um. Pólitískir blaðamenn eiga
því ekki lengur fyrst og fremst
INlO
/nicíœN
Hvað er í fréttum hjá Inco?
Ef yður væri falið að flytja
yfir 12,000 smálestir af
óhreinsuðum málmi 7 mílna leið
daglega, kæmi yður hjólbörur ekki
í hug; stórir vÖrubílar væru
hugsanlegir, eða þá járnbrautir
eins og áður tíðkaðist við slíka
flutninga, en til þess þyrfti 400 stóra
járnbrautarvagna á hverjum degi.
Inco verkfræðingar hafa fundið upp
aðferð til að aðskilja málmæðar við
námurnar í tvennar tegundir—verðmæt
efni (concentrate) og úrgangsgrjót
(tailings). The concentrate er pumpað
7 mílur gegnum pípu til Copper Cliff
bræðslustöðvarinnar, en úrgangsefnin eru
pumpuð 4 mílur til sorpbrenslunnar.
Því þá að pumpa úrgangsefninu slíkan
óraveg? Vegna þess að vér megum ekki við
því, að fylla ár og vötn með óhreinindum.
Þessi nýja flutningsaðferð hefir gert það að
verkum, að það hefir borgað sig að hagnýta
málmæðar, sem ekki þóttu áður nothæfar, auk þess
sem hún hefir komið í veg fyrir margskonar
örðugleika; þessar málmæðar mundu frjósa í vögnum
í því veðurfari, sem að vetrarlagi ríkir hér um slóðir.
"The Romance of Nickel," 72 blaðsíða myndskreyttur
bœkltngur sendur ókeypis þeim, er ceskja.
^JlCKEL QQlVIPANY
OF CANADA, LIMITED • 25 KING STREET WEST, TORONTO
að afla sér frétta. Þeir eiga að
segja lesendunum, hvað liggi
bak við þá viðburði, sem gerzt
hafa, og hvaða afleiðingar þeir
hafi í för með sér.
Almenningur í Frakklandi
hefir áhuga á sljórnmálum
— Hefir almenningur í Frakk-
landi mikinn áhuga á stjórn-
málum?
— Já, sérstaklega þegar um
endurvígbúnað Þýzkalands og
Evrópuherinn er að ræða.
Franska þjóðin er margklofin i
þessum málum. 1 sömu fjöl-
skyldu eru jafnvel oft skiptar
skoðanir á þeim. Þér getið hugs-
að yður, hvaða deilum þetta get-
ur valdið á heimilunum, því mál
þessi eru oftast rædd með mikl-
um hita. Á sumum heimilum er
blátt áfram bannað að tala um
þau við miðdegisverðinn.
Margir Frakkar eru hræddir
við að leyfa Þjóðverjum að fá
aftur vopn. Og margir eru and-
vígir samningnum um Evrópu-
herinn, af því að aðild að hon-
um hefir í för með sér, að að-
ildarríkin verða að afsala sér
nokkru af fullveldi sínu, ef hann
yrði samþykktur eins og hann
er nú. Geti Mendés-France ekki
komið því til leiðar, að veruleg-
ar breytingar verði gerðar a
þessum samningi, þá þýðir ekk-
ert að leggja hann fyrir franska
þingið. Hann yrði ekki sam-
þykktur.
Mendés-France vinsæll
— Haldið þér, að Mendés-
France takist að halda sér lengi
við völd?
— Já, það held ég. Hann á að
minnsta kosti miklum vinsæld-
um að fagna meðal almennings.
Mendés-France er ekki fangi
flokks síns. Hann gerir það sem
honum sjálfum finnst vera rétt.
Hann er mikill atkvæðamaður.
Franska þjóðin hefir nú loksins
fengið stjórnarmálaleiðtoga, sem
hana hefir lengi vantað.
Mendés-France hefir afkastað
miklu, þótt hann hafi ekki setið
lengi við völd. Hann hefir komið
á vopnahléi í Indó-Kína, gert
áætlun um efnahagslega við-
reisn í Frakklandi og komið á
nýju og betra skipulagi í Tunis>
Allt þetta er í sjálfu sér mikils-
vert. Fólkið kann vel við, uð
forsætisráðherra landsins er at-
hafnasamur maður.
Útvarpsræður hans hafa líka
aflað honum mikilla vinsælda
meðal almennings. Hann gerir
eins og Roosevelt áður, talar
einu sinni í viku í útvarp og
skýrir þjóðinni frá þeim vanda-
málum, sem liggja fyrir til úr-
lausnar. Þessar útvarpsræður
eru mjög vinsælar.
Ef þér talið við leigubílstjóra
í París um stjórnmál, þá segja
þeir, að nú sé Frakkland að
rétta við eftir að Mendés-
France hafi tekið við völdum-
Ég held að þeir hafi rétt að
mæla. Páll Jónssou
—Mbl., 9. sept-
"A Realislic Approach lo ihe
Hereafier"
by
Winnipeg auihor Ediih Hansson
Bjornsson's Book Slore
702 Sargent Ave.
Winnipeg
oOSTLf-
OILHIM IIGHITE
Cobble and Stove for
hand-fired furnaces.
Booker Nut for Bookers.
Stoker Size for Stokers.
All Oil Treated.
HAGBORG FUE
PHOME 74-3431
John Olafson, Representative.
PHONE 3-7340