Lögberg - 07.10.1954, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1954
5
ÁHU6AMÁL
UVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
AFRÍKU FJÓLUR
Fyrir nokkrum árum gaf vin-
kona mín mér Afríku-fjólu. Hún
dafnaði vel þótt ég hefði þá
ekki nema norður-glugga í íbúð-
inni, þannig að hún fékk lítið
sólskin. Þegar hún stækkaði svo
svo að laufin urðu þétt og náðu
út yfir barma blómapottsins,
skipti ég henni í fernar fjólur
með því að kljúfa rótina. Fjólan
blómstrar ekki vel, ef laufin
vaxa of þétt. Þannig fékk ég
með tíð og tíma margar fjólur
af einni rót. íað er einnig auð-
velt að koma sér upp fjólu frá
einum laufblaðs stöngli, því
hann skýtur fljótt út rótum ef
hann er látinn standa í vatni.
Svo misti ég fjólurnar mínar.
Þótt þær séu sterkar og þurfi
lítillar umhyggju með, má þó
ekki vanrækja þær alveg, og
þær fengu ekki vökva meðan
við vorum í burtu á frídögum.
En nú ætla ég að reyna að rækta
þær aftur. Þær eru fallegar og
sóma sér vel í hvaða stofu sem
er, enda virðist þessi tegund
húsblóma verða vinsælli með ári
hverju.
Til eru þrjár tegundir Afríku-
fjólunnar; sú algengasta er
nefnd Blue Boy; hún er purpura
blá. önnur er kölluð Sailor Boy
og er hún himinnblá. Hin þriðja
nefnist Yiking og er hún í dökk-
um purpuralit. Hinar sjaldgæf-
ustu eru White Lady og Pink
Beauty og eru þær í þeim litum,
er nöfnin gefa til kynna.
Nýlega sá ég í blaði leiðbein-
ingar um hvernig ætti að rækta
Afríku-fjólur, og segir þar að
moldin sem hæfi þeim bezt sé í
þessum hlutföllum: 3 hlutar góð-
ur leir — eða garðmold; 2 hlutar
gömul áburðar- eða mykjumold
og 1 hluti sandur. Austurglugg-
ar hæfa þeim bezt á vetrum, en
norðurgluggar á sumrin, og þá
dafna þær betur við opinn
glugga í skugga heldur en úti í
garðinum. 60 gráður á Farenheit
er ákjósanlegasta hitastigið fyrir
þessi blóm, en 10 til 12 hærra
hitastig sakar þó ekki; bezt er
að hitinn sé sem jafnastur. A
vetrin þurfa þau ferkst loft, en
þola samt ekki loftsúg.
Fjólurnar þarfnast vökva dag-
lega svo moldin þorni aldrei.
Ekki skal hella vatninu beint á
UNDUR SMÆÐARINNAR
-L. F.
moldina, heldur í skál, sem
blómapotturinn stendur í, og
sýgur þá moldin upp í sig vatn-
ið; gæta skal þess umfram allt,
að rennsli vatnsins sé óhindrað.
Ef vatn fellur á laufin, sérstak-
lega kalt vatn, verða þau blett-
ótt, en engin hætta er á því ef
blómið er vökvað á ofangreind-
an hátt. Ef ryk fellur á laufin,
má bursta það af með linum
bursta.
Þegar að blómið verður of
stórt fyrir pottinn verður að
skipta því og gróðursetja það í
stærri potti þannig að laufkrón-
an sé eins og þumlung frá barmi
pottsins. Ef búið er að Afríku-
fjólunni eins og að ofan er greint
og þess vandlega gætt að tína
af henni öll blóm um leið og
þau visna, mun hún halda áfram
að blómstra í það óendanlega
öllu heimilisfólkinu til augna-
yndis.
IVY
önnur planta, sem er mjög
vinsæl og auðvelt að rækta í
húsinu, er Ivy eða vafnings-
planta. Hún kemst af án þess að
sólin skíni beint á hana, en þó
þarfnast hún dágóðrar birtu og
vex bezt í jöfnum tempruðum
hita. Moldin, sem hæfir henni
bezt, er í þessum hlutföllum:
2 hlutir góður leir- eða garða-
mold, 1 hluti laufmold eða
mýramold og ofurlítið af sandi.
Annars getur maður fengið
blómamold blandaða í réttum
hlutföllum fyrir það blóm, sem
maður vill rækta, í verzlunum.
Stundum sést eins og smá-
hreistur, brúnt að lit, á Ivy-
plöntunni, en það er örsmá
padda, sem sækir á plöntuna.
Má hreinsa hana burt með því
að þvo laufin og legginn með
sápuvatni og skola síðan með
tæru vatni. Gott er að sprauta
vatni á laufin einu sinni í viku
með fíngerðri sprautu.
Ef moldin harðnar á yfirborð-
inu í pottinum má losa hana
með gafli, svo að loft komist
ofan í moldina og að rótunum.
Ivy-afleggjarar vaxa stundum
allvel í vatni eingöngu og er
gaman að reyna það.
vatnsefnis frujnögnina (hydro-
gen), þar sem eðli hennar er svo
gjörólíkt hinni.
í almennu tali er viðhaft hug-
takið sprenging um leysing ork-
unnar í vatnsefninu (H-bomb).
Þetta er ekki rétt, þó það eigi
við uranium (A-bomb), þar sem
hver frumögn springur — lepp-
arnir þeytast út frá miðpunktin-
um (fission). Vatnsefnis frum-
ögnin eyðilegst með þeim hætti,
að leppurinn fellur inn að mið-
punktinum (fusion), en við það
framleiðist gífurlegur hiti sem
svo, eftir hlutarins eðli, verður
að sprenging, sem þó er aðeins
aukaform (secondary effect).
☆
Mannsandann sundlar við
hugsuninni um stærð himin-
hnattanna og vídd geimsins.
Hann má ekki síður undrast
yfir smæð frumagnanna, og orku
þeirri sem þær búa yfir. Að
reyna að hugsa sér djúpið milli
okkar og stjörnuklasans í biljón
ljósára fjarlægð heimtar erfiði
(sú fjarlægð er sem næst biljón
sinnum sex triljónir mílna).
Á hinn bóginn er smæð eind-
anna og þyngd þeirra (sem þó
er nákvæmlega mæld og vegin),
sem heimtar áþekkan tölustafa-
grúna að setja fram eins og
fjarlægðir geimsins. Þannig
vegur vatnsefnis frumögnin,
sem þó er bæði stór og þung í
000,000,000,000,000,000,000,036,5
part úr pundi (26 núll á undan
tölustöfunum 36,5), og það með
að þessi þungi er 99.99 prósent í
miðpunktinum, sem er að stærð!
sem smáflugan í dómkirkjunni
í samanburði við stærð frum-1
agnarinnar (hydrogen atom).
— Vídd himingeimsins er
smæð eindarinnar, hvorttveggja
jafn hrikalegt, og undarlegt.
☆
☆
KALK OG SÓLSKIN
Þekking á helztu vítamínum,
nauðsyn þeirra og hvar þeirra
sé helzt að leita er nú sem betur
fer orðin nokkuð almenn. meðal
þeirra, sem matreiða eða bera
ábyrgð á þeirri fæðu, sem fram-
reidd er á borðum þjóðarinnár.
í>ó virðist þessi fræðsla ekki
koma að þeim notum sem þyrfti
í daglega lífinu. Önnur sjónar-
mið hafi þar eins mikið að
segja, bæði fjárhagur, venjur og
fleira.
En það er fleira en hitaein-
ingar og vítamín, sem fæðan
þarf að innihalda. Steinefnin
eru líka nauðsynleg og þar er
kalkið efst á blaði. Það er nauð-
synlegt bæði fyrir tennur og
bein, blóð og meltingarvökva.
Að sumri og hausti getum við
aukið við kalkforða líkamans
nieð því að borða grænmeti, svo
sem gulrætur, hvítkál, blómkál,
salat og fleira. En það er þó
fyrst of fremst mjólk og mjólk-
urvörur, ostur og skyr, sem
fryggir það að við líðum ekki af
lélegum tönnum, lélegri beina-
niyndun, jafnvel beinkröm eða
að blóðið storkni of hægt. Þá er
tauga- og vöðvagigt talin geta
stafað af kalkskorti. Mjólkin og
skyrið eru beztu kalkgjafarnir
fyrir fólk á öllum aldri.
En þó einkennilegt sé, er ekki
nóg að borða mikið magn af
kalki. Til þess að hafa þess full
not, verður líkaminn líka að
hafa nægilegan forða af D-víta-
míni. En þess aflar líkaminn sér
bæði úr sólinni, en þá þarf að
stunda loft- og sólböð, eftir því
sem mögulegt er, og svo úr
þorskalýsinu.
Móðirin, sem hefir barnið sitt
í sólbaði eða lætur það vera fá-
klætt, eftir því sem veður leyfir,
og gefur því siðan skyr með
niðurskafinni gulrót og lýsi á
eftir, hefir gert sitt til að birgja
það af heilsugefandi efnum og
afstýra því að það fái beinkröm,
en hún gerir meira vart við sig
hjá ungbörnum en við gætum
búizt við.
En móðirin sjálf og aðrir full-
orðnir þurfa líka sinn skammt
af kalki og D-vítamíni.
Brauð með osti, grænmeti,
skyr og mjólk og svo lýsi — lýsi
fyrir alla fjölskylduna. Þetta
þarf að vera daglega á borðum
engu síður en eggjahvíturíkar
fæðutegundir. H
Til þessa dags hefur enginn |---------------------------------
litið smáögn (moledule), hvað þá | þetta geti nokkurntíma átt við
heldur frumögn (atom), og enn
síður eind (proton, electron,
neutron, positron, meson, ect.).
Smáögn er lítil — miljónir í
einum vatnsdropa — en þó
geysistór í samanburði við
eindirnar í frumögninni.
Allt efni, hverju nafni sem
nefnist, er samansett af smá-
ögnum, en hver smáögn er hóp-
ur af frumögnum, og svo hver
frumögn hópur af eindum. Þetta
á jafnt við sleggjuhausinn og
vatnsdropann, klæðin, sem skýla
okkur og loftið sem við öndum.
Hvað stór — eða lítil — er þá
frumögnin?
Gordon Dean, fyrrum forseti
U.S. Atomic Energy Com-
mission, í nýrri bók, "Reporl on
lhe Atom, 1953", segir: “If you
could enlarge a bowl of water
to the size af the earth, you
would still need a microscope to
see the individual nuclei and
electrons that compose it.” •—
(Væri þér mögulegt að stækka
vatnsskál að stærð jarðarinnar,
þyrftirðu samt smásjá til að sjá
eindirnar í samsetningi vatns-
ins) — sem auðvitað stækkuðu
að sama skapi og skálin.
En þó mannlegt auga hafi al-
drei litið — og sennilega líti
aldrei — frumögn, er vitað um
snið hennar og samsetning,
hvernig hún hagar sér og hvaða
lögum hún hlýðir. Hún er, sem
sé, ekki ólík sólkerfinu okkar,
með miðpunkt (nucleus) sem
svarar til sólarinnar, og þar er
99.99% af þyngd (mass) hennar.
Leppar (electrons, etc.) þessa
miðpunktar hringsólast um
hann svo triljónum skiptir á
sekúndunni, með hraða allt upp
í þúsundir mílna á sekúndunni.
Fjarlægðir innan hverrar frum-
agnar eru næsta samsvarandi
sólkerfinu, og er því hver ein-
stök frumögn að mestu leyti
tómleiki, og það með, að tiltölu-
lega langt bil aðskilur eina
frumögn frá annari.
Dean segir ennfremur: —
“Imagine that the nucleus is the
size of a football, the orbit of the
electron would then be a mile
away.” (Hugsið ykkur mið-
punktinn á stærð við fótbolta,
en þá væri hringbraut leppsins
(electron) í mílu fjarlægð).
Annar frægur eðlisfræðingur,
Eidenoff, kemst svo að orði:
Setjum svo að veggir stórrar
dómkirkju séu hringbrautir
eindanna í einni frumögn, þá
væri miðpunkturinn (nucleus) á
stærð við flugu í miðju hússins.
Má því með sanni segja að frum-
ögnin sé að mestu leyti tóm, og
alls ekki ósvipuð sólkerfinu á
fleiri vegu.
☆
Nú hefur manninum tekizt að
fara höndum um frumagnir
sumra frumefna, einkum urani-
um, og breytt þeim eftir vild,
og hann jafnvel tvöfaldar vatns-
efnis frumögnina (heavy water).
Með því að „skjóta“ eindum inn
í og út úr uranium frumögninni,
breytir hann eðli hennar að
mun, og beizlar og temur hina
geysilegu orku hennar til nota
á ýmsa vegu — til að eyðileggja
stórborgir í hernaði, að knýja
áfram skip, eða eyða krabba-
meini í líkama sínum.
En þó að frumögnin sé lítil
ummáls, er henni alls ekki
fisjað saman, því þótt smæð
hennar sé ofar skilningi þá er
orkan sem í henni leynist ekki
síður geysileg. Til dæmis,
sprengiefni (plútónium) það sem
gjöreyðilagði stórborgina Hiro-'
shima hefði mátt fela í manns-
lófa, og svo reiknast til, að eitt
pund af kolum feli í sér frum-
orku nægilega til að knýja stór-
skip 250 hringferðir milli New
York og London. En hingað til er
uranium frumögnin sú eina sem
beizluð hefur verið á þá vísu að
orka hennar er leyst hægt eða
snögglega eftir vild. Það verður
ekki séð, enn sem komið er, að
U
ísland er bezta landið
— SEGIR ÁSTRALÍU-JIM
u
M
EÐAL farþega með Gullfossi
til Englands í dag, er 23 ára
gamall Ástralíumaður, James
Duncan að nafni. Þessi ungi
Samveldisbúi var í marz 1953
póstmaður í smáborg einni í
Ástralíu. Hann gekk á fund yfir-
manns pósthússins og bað um
frí til að ferðast svolítið um
í heiminum, en fékk nei. Hann
var samt ákveðinn á meining-
unni og sagði upp starfinu og
sigldi frá Ástralíu með 25
sterlingspund í vasanum •— á-
kveðinn í því að komast til sem
flestra landa heims og kynnast
framandi þjóðum. Þetta hefir
honum tekist vel til þessa.
Hann fór á skipi frá Ástralíu
með bakpoka sinn og tösku —
kúrði í lestinni og sigldi upp í
gegnum Suez-skurðinn, yfir
blátt Miðjarðarhafið og til
Napoli. Þaðan fór hann með
járnbrautarlest — kom við í
Róm og hélt síðan til Parísar.
Þar voru 25 pundin þrotin og
hann varð að leita á náðir lög
reglunnar og fá að sofa í fanga-
húsum. En til Englands komst
hann samt — og þar í „móður-
landi samveldanna“ fékk hann
vinnu og vann í nokkra mánuði.
Hann hafði átt pennavin á Is-
landi og hafði alltaf hug á að
komast hingað. Ættingjar hans í
Ástralíu voru yfirleitt mótfalln-
ir ferðalagi hans — en þó allra
helzt á móti Islandsferð, og
samanburði við eindina: 0.000,- sögðu, að þar myndi hann aðeins
svelta í hel. En hann lét sér ekki
segjast við aðvörunaðarorð
þeirra fremur en orð póstmeist-
arans. Og fyrir sinn síðasta pen-
ing keypti hann farseðil til Is-
lands. Er hingað kom átti hann
hvorki peninga fyrir mat né frí-
merkjum á bréf heim til Ástra-
líu. Þá var september 1953 og
hér hefir hann dvalið síðan —
unnið á Keflavíkurflugvelli og
skoðað landið — heimsótt Vest-
mannaeyjar á þjóðhátíð, villzt í
Hekluhrauni, dansað við norð-
lenzkar ungmeyjar, setið í glaum
og gleði á dansleikjum og í
veizlum — og haft það ákaflega
gott og segir:
— Ég hef enn ekki séð alla
veröldina, en Island er bezta
land þess hluta hennar, sem ég
hef séð.
Nú ýtir hann aftur frá landi á
flaggskipi íslenzka flotans og
siglir til Englands. Þar ætlar
hann að reyna að komast á skip
í millilandasiglingum — annað-
hvort sem kolamokari, létta-
drengur eða við að flysja kar-
töflur. Tilgangur hans er að
vinna á skipinu um leið og hann
heimsækir f jarlæg lönd — Norð-
urlönd, Spán, Miðjarðarhafs-
löndin og síðast til Suður-
Ameríku. Þaðan hyggst hann
ferðast upp Suður-Ameríku yfir
Mið-Ameríku og Bandaríkin til
Kanada og sigla heim til Ástra-
líu frá Vancouver. Þá verður
væntanlega á almanakinu 1956.
Hvar sem þessi ungi Ástralíu-
maður hefir komið, hefir hann
vakið athygli. Hann er glaðvær
og skemmtilegur — leikur á
munnhörpu sína til að stytta sér
stundir, er rólegur og alúðlegur
og búinn öðrum þeim kostum, er
nauðsynlegir eru til þess að geta
tekið gleði og sigrast á mótlæti,
sem slík hnattferð, sem hann er
í, hlýtur að hafa fyrir peninga-
lausan mann, sem engan þekkir
í framandi löndum. A. St.
—Mbl., 4. sept.
iiiimiimiiiHiiiiHiiiHiiiii
IIHHIIIHIIimilHlltHIIII
IIIIHIIIHIIIHIIIHIIIII
LÆGSTA FLUGFAR
Byrjendanámskeið
í íslenzku
The University of Manitoba
Evening Institute, Broadway
Building, announces a course in
Beginning Icelandic, Tuesday
nights at 8 p.m., commencing
October 26th.
This is an elementary course
for those who wish to begin or
to brush up the study of Ice-
landic. Its aim is to provide an
introduction to Icelandic gram-
mar and a working knowledge
of the language.
Lecturer: Professor Finnbogi
Guðmundsson.
How To Enrol: You may
enrol at the Evening Institute
office, Room 203, Broadway
Building (Centre Wing, Me-
morial Blvd. Entrance). The
office is open from 9:00 a.m.
to 12:00 noon, and from 1:30 p.m.
to 5:00 p.m. Monday through
Fridays, and from 9:00 a.m. to
12:00 noon on Saturdays.
If you cannot come personally
to the office during the above
hours, mail your application,
with name, address, telephone
number, course desired and the
fee ($7.50) to Evening Institute
Office, Room 203, Broadway
Building, 200 Memorial Blvd.,
Winnipeg 1. You are urged to
do this by October 18th if pos-
sible.
The office will be open from
7:00 p.m. to 8:00 p.m. each even
ing, Monday to Thursday, dur
ing the first week of classes
only, i.e. for one hour before
each class begins. If you cannot
register before then, you may
enrol during this hour.
The class will meet once each
week, an hour and a half, 8:00
p.m.—9:30 p.m„ for at least
twelve weeks. The text will be:
Stefán Einarsson: Icelandic.
Grammar, texts, glossary, Balti
more 1949.
Finnbogi Guðmundsson
TIL
ÍSLANDS
Aðeins $0*|Q
fram og 111 baka
111 Reykjavikur
Grípið tækifærið og færið
yður í nyt fljótar, ódýrar og
ábyggilegar flugferðir til
íslands í sumar! Reglu-
bundið áætlunarflug frá
New York ... Máltíðir inni-
faldar og annað til hress-
ingar.
■ ■ ■ i
SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR
Finnið umboðsmann ferðaskrifslofunnar
n r-\ n
ICCLANDIÖ ’A I R L I N E S
ulAai±j
15 West 47th Street, New Yorlc PLozo 7-8585
■IIIHIIIHIIIIHIIIHIIIHIIIHniHIIIHIIIHinHltlHlinHIIIHniHIIIHItlHIIIHIIIHIIIHIIIHIIIHIItHIIIII
KRAFA
"71" Ullar-fóðruð
NÆRFÖT
hlý og endingargóð
og óviðjafnanleg að
notagildi. Mjúk og
skjólgóð, fóðruð með
ullarreifi og ákjósan-
leg til notkunar að
vetri. Penmans nær-
föt eiga engan sinn
líka að gæðum eða
frágangi. Skyrtur,
brækur eða samstæð-
ur handa mönnum
og drengjum.
Fraeg
síðan 1868
Nr. 27-FO-4