Lögberg


Lögberg - 07.10.1954, Qupperneq 7

Lögberg - 07.10.1954, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1954 7 SIGURD MADSLUND: Sumardagar í æsku minni — Bernskuminningar frá Sjálandi — Höfundur eftirfarandi rit- gerðar, Sigurd Madslund, er talinn meðal beztu skálda Dana af yngri kynslóðinni. Hann er 35 ára gamall, fæddur í Danmörku og á þar heima, en er íslenzkur í móðurætt, systursonur Sig- urgeirs heitins Sigurðssonar biskups. Sigurd hefur verið hér í nokkrar vikur ásamt konu sinni og móður, en fer í dag til Danmerkur. Grein þessi var flutt sem erindi í útvarpið síðastliðið mið- vikudagskvöld. Ótalmargar minningar á ég um sumardaga sem ég lifði fyrr- um. Oft voru þeir hver öðrum líkir. Ég vakna. Sólin skín á tré- gólfið. Það glampar á það þar sem fernisinn er óslitinn af. Flugur suða á gluggakarminum við opna rúðuna. Andvarinn tekur í gluggatjaldið og veifar því inn í stofuna og blærinn, sem í senn er hlýr og svalur, þvær mér í framan. Hvaða ár gerðist þetta, og hvar var ég staddur. Ekki veit ég það, enda má það einu gilda, þá var ég ungur, frá átjánda ári til tuttugasta og fimmta, og þetta gerðist í Danmörku, á Norður-Sjálandi og líklega í Rungsted. Ég ligg þarna í rúmi mínu í björtu veðri á sumarmorgni, teygi mig, anda djúpt að og frá. Mér er heitt í hamsi og þó svalt, líður vel og þykist fær í flestan sjó. Ég sparka í rúmgaflinn og tek höndum um rimlana höfða- gaflsmegin og ýti fast á svo að vöðvarnir í baki, á herðum og handleggjum kreppast, en blóð- ið streymir til hjartans svo mér sortnar fyrir augum. Skuggar af blóðkornum þjóta um nethimnu augans. Svo sleppi ég tökum og fer að horfa út í daginn. Hvað ar það af draumum sem að mér sækir, meðan flugurnar sveima °g suða og fólkið í húsinu fer á kreik. Hvað er það sem unglings naanni verður helzt hugsað til svo engu sé sleppt. Ætli það séu ekki stúlkurnar, já, ætli ekki það? Ég velti mér nú á allar hliðar 1 bólinu mínu og sezt síðan framan á, nudda stýrurnar úr augunum og strýk framan úr utér leifarnar af syfjunni, mig svíður í andlitið eftir allt sól- skinið í gær. Síðan sezt aftur að mér syfjan svo ég get ekki haft mig upp, en dreymir að ég sé úti á víðu hafi björtu, í opn- um báti. Þar sit ég nakinn niður að beltisstað og held um stjórn- völinn. Ég er einn. Er ég úti á Miðjarðarhafinu, eða hvar er ég staddur? Einhvers staðar í fjarska sér til fjalla. Sjór, fjöll °g sólskin. — Þetta eru mínir virktavinir. Löngu áður en ég hafði nokkurt fjall séð hafði ég fengið slíkt dálæti á fjöllum. Oft kom að mér sárasta eftirsjá eftir fjöllum og úthafi, þegar ég var stálpaður unglingur. Var þetta ættareðli, sem sagði til sín, var hið fjöllótta móðurland mitt fsland, að seiða mig til sín? Og ^uundi ekki blóð margra ættliða af fiskimönnum og sjófarendum renna mér í æðum, svo að þaðan sé mér komin þráin til sæfara? Var ég slíkur Ijósvinur vegna þess hve áfátt er birtu í ættar- landinu? Hér sit ég unglings- ^naður á sængurstokki, stíg fót- uni á volgt trégólf og er að •freyma um úthaf, fjöll og sól- skin. Þá rekst fluga á hausinn á ^ér, harkalega, ærist af heift, °lmast fyrir framan hægra eyrað á mér með þeim mestu ehljóðum, sem fluga getur atið frá sér fara, unz ég ærist af heift sálfur, fæli hana frá ^ér í vonzku og fer svo út til þvo af mér syfjuna í volgu vatni. Sumardagar í æsku minni. a var heitt í veðri og þá skein sólin glatt. Ég man þá morgna er ég var á vakki á malbornum þjóðvegum á Norður-Sjálandi, og ilmur í lofti frá görðunum með fram vegunum, býflugur suðandi yfir opnum blómvörum og suðið sameinaðist birtunni og tíbránni í loftinu. Hjartsláttur- inn örvaðist af eftirvæntingu og tilhlökkun. Ég gekk stefnulaust og komst inn á götuslóða, hann var sundursprunginn af þurrk- inum. Þar skriðu svartar bjöllur fyrir framan tærnar á hvítu skónum mínum og maurar upp eftir skálmunum á buxunum mínum. Ég rakst á einn og einn dauðan fugl, étinn af maurum og öðrum kvikindum. Á slíkum dögum fékk dauðinn ekki náð taki á taugum mínum til að leika á þær lagið sitt hið skelfilega, sem þær ýla og ýskra undir. Þá var dauðinn sjálfsagður hlutur, það lá við að hann væri líf en ekki dauði. Á meðan ég er að fara um þennan veg finnst mér náttúran öll verða að einu stóru tákni og ég hluti af því. Allt sameinast í þessu tákni, sólin, dýrin, grasið, landið. Já, sveitin. Mér hafa aldrei geðjast borgir, en sveit geðjast mér. Sveitin, það er sú lifandi náttúra. Hvenær sem ég finn að ég hef gras undir fótum, er sem ég girðist megingjörðum, ég, sem þó er fæddur og upp alinn í stórborg. Er ég slíkur sveita- vinur vegna þess að faðir minn var af józkum bændum kominn í marga ættliði, er það þess vegna sem mig langar alltaf upp í sveit, og til þess sem í sveit- inni grær, þess vinur er ég. Því er það að þá er ég geng í gegn- um þennan grasakur um há- sumar nýsprottinn unglingur, þá finnst mér ég að sönnu vera sveitamaður, og þetta er vissu- lega engin ímyndun, þetta breiða bak, þessir stinnu húnar og þetta dræma görígulag, þetta er það, sem ég hef af langfeðg- um mínum, hinum józku bænd- um, en hitt, útþráin og dag- draumarnir, þráin til hafs og fjalla, er ugglaust arfur frá Is- lendingum, sem ég er kominn af, aftur genginn í mér. Ég fer að horfa yfir engið. Það er hitatíbrá yfir grasinu og höfgur ilmur af smáranum. Ég fer út af götunni og veð út í grasið. Við það kætist ég allur og kvikna við, fer að henda mér þúfu af þúfu, geng upp á hól og allt er kafið í grasi, ég leggst þar á bakið og fer að horfa upp í himininn. Stinn strá stingast gegnum skyrtuna mína og kitla mig. Aandvarinn er hfýr og þægilegur. Ég horfi á himininn þangað til mig fer að sundla af allri þessari birtu. Ég skynja ekki jörðina framar og finnst ég ekki hvíla á neinu, heldur finnst mér sem ég svífi og sé kominn inn í eilífð. Ég rétti út hand- leggina til flugs eins og vængi. Síðan flýg ég. Ég flýg eins og Eros, sem flýgur upp af Venus- fjallinu. Þá stöðvast flugið og ég kemst aftur í samt lag. Stráin stinga mig lystilega, og ylnum, sem í moldinni býr, andar að mér eins og komi hann úr hlýju, röku móðurskauti. Mér rennur í brjóst, og á meðan þykir mér sem ég fljúgi upp og hlýir vind- ar lyfti mér. Ég stefni beint á sólina, þyrlast gegnum bláhvít- an geiminn í áttina til þessa log- heita hnattar. Ég þýt á fætur sveittur og brenndur af sóliskininu, það svífa svartir blettir fyrir augum mér og ég staulast heim mátt- dreginn til að borða morgun- matinn í þessari svölu, skugg- sælu stofu, þar sem ég hef ágæt- an matfrið. Já, sumardagar í æsku minni. Þetta voru árin eirðarlausu, því það'fylgir æskunni. Ætíð var ég á sveimi í einhverjum garðinum. Drjúg er stundin frá hádegi til nóns, og þá er heitast. Þá er sofið á bæjunum í sveitinni. Ep ég geng um garðinn minn létt- klæddur eins og Afríkani, þel- dökkur á kroppinn og sveittur. Undir ávaxtatrjánum er svolítið skuggsælt, en þó er lítið svalara þar. Ég er á einlægu iði um garð- inn eins og sá skógarguð, sem týnt hefir hljóðpípunni sinni. Það er þögn úti og inni og alls staðar nema í sjálfum mér. Hjartað slær þungu og hörðu slögin sín. Ég fer yfir í mat- jurtagarðinn bak við húsið, gái að tómötunum og stikilberjun- um, ribsinu og sólberjunum. Allir hlutir taka á sig einhvers konar konumynd fyrir augum mínum. Svo verð ég þreyttur á þessu randi og fleygi mér í garð- stól og fer að bera mig að reyna að lesa, stritast við að handsama það, sem vitrir menn kalla andann, en líkaminn heimtar að fá að sitja í fyrirrúmi í þvílík- um hita. Ég verð heimskur, en jafnframt ergilegur og illur í skapi eins og naut sem togar í tjóðrið, plágað af flugum og ofstopa sínum. Loks get ég ekki setið kyrr lengur, en næ mér í buxur, skyrtu og baðföt, hrifsa reiðhjólið mitt úr geymslunni, sezt á bak á því og er óðara kominn langan veg út á þessa mjúku dökku malbiksvegi, þar sem tíbráin iðar í megnum tjöruþef. Fyrst stefni ég til skógarins og ríð inn í hann. Þar eru krók- óttar götur með breiðum rásum eftir rigningarlækina, þeir sker- ast í odda og þarna inni milli stofnanna er svo svalt að svitinn kólnar á mér en jafnheitur inn- vortis er ég fyrir því og ríð hraðar og hraðar á hjólinu mínu um þessar götur milli trjánna. Greinar brotna undir hjólunum með snöggum skothvellum og þurrt laufið þyrlast upp að baki mér. Inni í skóginum er sægrænt í skímunni og skiptist liturinn á við gula sólstafi, sem smjúga milli fingraða burknalaufa, en undir þeim þjóta skorkvikindin í felur inn í rökkrið, eða geisl- arnir hitta fyrir litla tjörn og þá glyttir í þetta blágræna ferskvatnsausa í skógarbotnin- um dökkum og dimmum. Hér ríð ég hratt og léttilega úr ljósi í skugga, úr skugga í ljós. Sólin og skuggarnir af lauf- inu teikna í sameiningu myndir á veginn, sem ég fer um. Allar hafa þær þenna yngismeyjar- svip, sem sífellt sækir að mér, hvít brjóst, grannleitt andlit, og hlæja við mér. Háir fótleggir sem hverfa með blænum. Hér er engan mann að sjá, og einveran þrýstir svo að mér, að ég tek stefnuna út úr skóginum og út í sólbjartan sumardaginn. Ég býst við að þessi skógur liggi ofar en umhverfið, því þegar ég ríð niður að sjónum þarf ég varla að stíga í ístöðin, svo mér finnst því líkast sem ég sitji í svifflugu sem borin sé af hafrænunni. Ég þýt eins og kólfi væri skotið niður að sjónum, en sólin skín mér í andlit og bringu, sveifla mér yfir strandveginn, yfir hinn afmarkaða gangveg, stöðva hjólið og læt það velta á hliðina, fleygi mér svo á grúfu í sandinn og styð enninu að spenntum greipunum. Herna ligg ég í hitanum og er að hlusta á gjálfrið í öldunum, sem í sífellu eru að koma að. Mér finnst ég bráðna allur eins og smjör á heitri köku. Jafn- framt kemur upp í mér letin, sama er mér hvað fyrir kann að koma, ekki stend ég upp. Ég þykist vera orðinn að húðlötum blámanni á Gullströndinni, ell- egar Spanjóla í Mexíkó úti við Flóann. Síðan gufa ég upp og samlagast í mistrinu sem hvílir yfir núna um nónbilið. Og þá þykir mér sem ég sé ekki lengur staddur á ströndum Sjálands, en vera þó þar, en ekki fremur en á hverri annarri heitri sólskins- strönd, hvar í heimi sem er. Sól- skinið þurrkar út þessa ein- staklingsveru, sem ég held að sé ég, svo að eftir verður ekki ann- að en ungur maður, sem hvílir á sjávarströndu. Einkenni hefir hann varla nein. Heldur er hann sem hver önnur skepna skapar- ans, honum er hlýtt og notalegt, hann er þyrstur og vífinn. Síðan ekki söguna meir. Ég velti mér við og fer að horfa yfir strönd- ina. Sólin speglast yfir björtum bylgjunum og ótal sandkorn úr kvarzi og glimmer gneista. Ég horfi yfir ströndina sem liggur frá suðri til norðurs, breið, flöt og björt eins og þorn- aður árfarvegur. Ég verð suð- rænn í huganum af öllum þess- um hita og af að sjá alla þessa brúnu líkami nakta, liggjandi, gangandi, hlaupandi og á kafi 1 tæru vatninu. Ungu mennirnir eru í þröngum baðfötum. Þeir eru langstígir og hoknir í hnján- um, dimmraddaðir og hláturinn dimmur og gjálpandí eins og öldur við sand. Stúlkurnar rétta frá sér fætur og handleggi svo að línan frá fingrunum lendir á brjóstinu og frá tám að skauti. Það glampar á hörundið. Þær sýnast vaxnar upp úr blaðfatableðlunum. Og hér sit ég í sandinum og er að horfa á stóra stúlku, ljósa á hár og hörund. Hörundið ber lit af rafi og rjóma, með vott af súkkulaði saman við. Andlitið er ekki annað en mjúkur ávali og blóðdropi í. Sá blóðdropi er munnurinn. Hún er í blárri kápu og tvískiptum baðfötum gulum. Brjóstin koma undan þessum oflitlu höldum, halla sér hvert að öðru og að birtunni. Annan fótinn réttir hún beint fram en beygir hinn hvasst um hnéð. Þessi stúlka vitrast þarna eins og nýútsprungið blóm, en af því virðist hún ekki vita neitt, held- ur hvílir hún þarna í birtunni eins og ekkert sé. Hún er svo nærri mér, að ég skil varla að hún geti verið til. Hún er jafn lifandi og jafn dauð og ávöxtur, sem dottinn er niður úr tré. Hún er nýsprottin, þrungin gróðrar- mætti. Ég fæ aldrei nóg af að horfa á hana né hinar stúlkurnar, bæði hinar dökku og hinar ljósu. Þarna er ein svarthærð og dökk á hörund eins og kastanía. Hún líður áfram fremur en hún gangi. Hún vaggast í lendunum. Hver hreyfing felur í sér fyrir- heit. Ég leggst niður og horfi á fætur hennar hvernig þeir hreyfast hiklaust og létt, það glyttir í ljósar iljarnar þegar hún spyrnir fæti við á göng- unni, beygði hné og lyfti. Þetta er svo fellegt að sjá, að mig svíður í hjartaræturnar. Þá kemur tveggja ára gömul telpa utan frá, tifandi á óstyrkum fótum, öll rennblaut og söndug. Hún réttir út frá sér hendurnar til að halda jafnvæginu og litlu hendurnar ganga títt og ótt. Hún er fín og slétt á kroppinn eins og brún eggjaskurn. Skammt þar frá og fyrir utan mannþyrpinguna sé ég hvar roskin kona veður út í til þess að kæla á sér fæturna og hefur stytt sig. Fæturnir eru litlausir og bláæðarnar skína í gegn eins og þéttriðið net. En á þessum sumardögum í æsku minni voru það hvorki börnin né gömlu konurnar, sem mér þótti gaman að, heldur hin unga gjafvaxta stúlka. Á þess- um sandi er slíkur urmull af þessari kórónu sköpunarverks- ins, að jafnvel hinn ríkasta kvennabúrseiganda m u n d i sundla við. Enda sundlar mig af hvoru- tveggja, kvennaskaranum og sólskininu. Ég fer í baðfötin og stekk út í sem snarast, fer á kaf og læt síðan berast hægt um þessar volgu grynningar, þar sem botninn er rakaður eins og þvottabretti. Ég syndi letilega og læt aðeins fljóta yfir mig eins og fiskarnir í akvaríinu. Hristi mig dálítið og skirpti út úr mér vatninu. Ég synti eins hægt og mér er unt, líð hægt gegn um sjóinn og er að horfa á hvít ský hátt yfir og á dauf- bláan sólskinshimininn. Svo lít ég við og horfi út yfir hafið. Þar sem haf og himininn ættu að koma saman, skilur þau að mjó, dökk rönd af landi. Ég rétti hendurnar beint út frá mér og þá finnst mér sem ég skilji hina bunguvöxnu lögun hafs og jarð- ar undir mér og út frá mér á löngu færi. Það færist yfir mig þýð og þægileg værð. Mig hefur rekið til hafs og ég heyri hláturinn í stúlkunum eins og dauft klukknahljóð úr löngum fjarska, stúlkunum, sem eru að baða sig í grænleitu vatninu. \ Mér finnst ekkert liggja á. En allt í einu kemur upp í mér hræðsla. Hún þyrlast inn í vit- undina eins og sviptivindur fari yfir sléttan vatnsflöt og fylgi honum svartur skýskuggi! Ég verð hræddur við dýptina, sem sífellt er að aukast, sný mér Við í skyndi og syndi hratt bringu- sund unz ég tek niðri á rifi, síðan veð ég í land, ber fæturna eins og ég vaði aur, en fótsogin skerast öldótt í odda að baki mér. Síðan þramma ég renn- blautur eftir ströndinni og þar situr þá stúlkan mín bjarta, horfir á mig og brosir víð mér, en ég myndast við að brosa á móti. Ekki er ég alveg viss um nema hún sé sjónhverfing, þessi stúlka, sem áðan lá þarna svo grafkyrr, sem væri hún gerð úr vaxi. Líklegra þykir mér, að hún sé hugarburður minn og gerð að geðþótta mínum og hafi heppnast svo að mér líki. Og svo leggst ég fyrir í heitan sandinn, loka augunum og læt sólina þurrka mig, en nú er hún þó gengin til vesturs. Það er tekið að kvölda, og hit- inn er ekki eins sterkur, en þó fjarri því að vilja víkja. Þegar ég er orðinn þurr, klæði ég mig og ríð á hjólinu mínu hægt heim. Ég skreiðist heim í garðinn og sezt í stól í skugga hússins, reyni að lesa í bók meðan ég bíð eftir matnum, en árangurinn verður heldur rýr. Lyktin af nýsoðnum matnum kallar á mig að borða. Meðan á máltíðinni stendur, vakna ég við og verð eins og ég á að mér að vera, og ég borða nýuppteknar kartöflur, nýtínd ber og kalda mjólk. Síðan leggst ég á meltuna, sem kallað er. Gegnum opinn gluggann berst hinn fyrsti svali gustur af út- rænunni á þessu kvöldi. Síðan kemur kvöldið, en þó er bjart sem á degi væri. Sumardagur í æsku minni. — Það var þá, sem eilífðin lifði í tímanum, eilífð grasanna, eilífð endurtekninganna. Aldrei leiðist sumrinu góðverkin sín, aldrei leiðist því kraftaverkin sín, í hvert sinn eru verkin þess ný. Sumardagar í æsku minni. Þeir eru aldrei liðnir hjá. Þeir lifa enn í draumheimi, þar sem hvorki er breyting né breyting- arskuggi, hvorki uppahf né end- ir, og þó á sér hver þeirra kvöld, þegar hvítir hálogar dagsins gulna og lækka í glóð niður og síðan ösku undir svörtum katli næturinnar. Sumarkvöld í æsku minni. Ég leita aftur þangað sem ég fór fyrr um daginn. Fyrst fer ég út að sjónum. Þar er nú mann- laust með öllu. öldurnar gjálpa syfjulega við uppfyllinguna. Ég horfi yfir hafið. Niðri í djúpinu undir sléttum fletinum eykst myrkrið. Hér og hvar glóir rautt endurskin frá sólinni, sem geng- in er undir. Eða eru þetta mar- mennlarnir að kveikja á lömp- um í neðansjávarhellum? Það þyrlast upp smáöldur á stöku stað og stíga dans. Eru þetta hafgúur Eyrarsunds að dansa við sækonungana, hertoga Jót- landshafs. Ég heyri kliðinn í þeim utan frá hafnargarðsend- anum, en þar situr nú bjartleit stúlka og lætur fæturna hanga út af og dinglar þeim. Hún rétt- ir handleggina aftur fyrir sig, glennir fingurna og styður þeim á dökkt malbikið. Hárið, sem er gult eins og þroskað korn á akri, hrynur um bak og herðar yfir stálbláa kjólnum hennar. Hún horfir langt út í fjarskann. Er þetta stúlkan, sem mig var að dreyma í morgun, eða er það sú hin sólgullna, sem lá á strönd- inni. Ég þori ekki að fara til hennar, því að ég gizka á að hún muni hverfa, ef ég yrði á hana. Stúlkurnar í æsku minni voru ekki af þessum heimi. Og er ég ríð heimleiðis gegnum skóginn, en útrænan stendur í bakið á mér, finnst mér ofur eðlilegt, að hún sé þar komin, og sé að dansa þar milli trjástofnanna og það sé hlátur hennar, sem hljómar eins hátt og fuglakvak. Hlátur- inn heyri ég alla leiðina, og alla leiðina er loftið þrungið af höfgum ilmi frá blómum, runn- um og trjám. í garðinum hangir rökkur- slæðan yfir trjánum og runnun- um. Ekki bærist lauf né kvikar grein. Varla er neitt kvikt á ferli, þegar ég fer inn. Jurtir og fuglar hljóðna við sólarlagið, þess vegna er slík kyrrð í garði mínum á kvöldin og á nóttunni, en úti á vegunum og í öðrum görðum kippkorn í burtu heyri ég ungt fólk hlæja dimmum hlátri. — Stúlkurnar hlæja við piltunum og piltarnir við stúlk- unum, því nú fer gamanið að byrja. Og er ég stend við glugg- ann minn uppi og horfi yfir akra og engi, en dalalæðan stíg- ur upp, heyri ég æða slög næt- urinnar utan frá sjónum. Sólin er gengin undir, og sumarnóttin þrumar eins og stór grár hestur einhvers staðar úti í húminu og það leggur af þessu ferlíki mikinn tyita. — Hann hneggjar við og við og þá heyrist mér honum vera svarað óra- langt að, með öðru hneggi. Ég heyri flissið í kátri stelpu, og kötturinn kyrjar mansönginn sinn ráma fyrir utan gluggann minn. Það dregur upp bliku við sjón- deildarhringinn, það þjóta þar upp fjallbláir bólstrar áþekkir kvenlíkömum í laginu. Það er því líkast sem jörðin sé að fálma til himins, altekin af ást, þegar stjarnan kveikir fallega drauma, því ekki hæfir annað að liðnum sumardegi í æsku manns. —VISIR, 4. sept. Kaupið Lögberg VIÐLESNEST A ÍSLENZKA BLAÐIÐ TMIl SPACC CONTRIBUTCD DREWRYS MANITOBA DIVISION WESTERN CANADA BREWERIES IIMITID

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.