Lögberg - 21.10.1954, Page 5

Lögberg - 21.10.1954, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1954 5 Wwvvwwwvvwvwwwwwww* If"4 /UiUGAiVUL ■WENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON BAÐHERBERGIÐ Húsmæður, sérstaklega þær Sem eiga uíig börn, nota bað- herbergið mikið: til að baða hvítvoðunginn, þvo hinum eldri hak við eyrun, skola úr sokkum °g nærfötum milli þvottadaga °- s. frv. En þó verða margir að sætta sig við baðherbergi, sem er svo lítið að varla er hægt að snúa sér við í því. Mörgum hinna stóru gömlu íbúðarhúsa hefir verið breytt í íbúðir fyrir tvær og þrjár fjölskyldur og baðherbergjum komið fyrir hingað og þangað í skotum, sem eru lítil og þægindasnauð að sama skapi. En konur eru hugkvæmar og mörgum tekst að útbúa þessi herbergi svo haganlega, og það með litlum tilkostnaði, að þau verða vel nothæf. Tilfinnanleg- ast er rúmleysið, en stundum tekur maður ekki eftir plássi, sem nota mætti. Til dæmis má smíða skápa upp við loftið fyrir °fan baðkerið, dyrnar eða þvotta skálina. Þeir verða að vera fremur grunnir, ekki sízt ef fágt er til lofts, svo að fólkið reki ekki höfuðið upp í þá, en þó geta þeir verið nógu rúm- góðir, ef þeir ná þvert yfir vegg- inn, svo nægileg geymsla sé þar fyrir handklæði, þurkur, sápur, sápuduft, meðul o. fl. Gott er að geyma meðul og slíkt hátt uPpi, svo að börn nái ekki í þau. Ef lítill skemill er í her- berginu er auðvelt fyrir hús- móðurina að ná upp í skápana. Hörnin geta og notað skemilinn til þess að standa á við þvotta- skálina. Þá láta margar konur búa til skáp undir og beggja vegna við þvottaskálina. Undir skálinni er ekki hægt að koma fyrir hillum vegna vatnsleiðslunnar; þar er því tilvalið pláss fyrir óhreina þvottinn, en báðum megin við skálina er hægt að hafa hillur fyrir ýmislegt. Allir skápar, Sem nú eru smíðaðir á gólfinu, ☆ ☆ Gestrisið fólk fjórða óteljandi fyrirbærið á íslandi Viðtal við próf. EUGEN DIETH frá Sviss hafa mjótt bil milli gólfsins og skápsins fremst svo fólk reki ekki tærnar í skápinn. 1 stað þess að hafa heilan vegg eða hurð fyrir eina handklæða- og þurkuslá, má koma fyrir 3—4 slám hverri upp af annari, og vitanlega hefir sá heimilismað- ur, sem lægstur er í loftinu, neðstu slána til afnota fyrir sínar þurkur. Ung móðir, sem var í vand- ræðum með hvar hún ætti að baða og þerra ungbarnið sitt, fann upp ágætt ráð. Hún fékk 18 þumlunga breitt borð, sem hún lagði þvert yfir baðkerið, og var borðið þannig undirbúið að neðan, að það gat ekki runnið til hliðar, en hins vegar var hægt að hreyfa það fram og til baka á kerinu eftir því sem þurfti. Á þessu borði gat hún þægilega þurkað og púðrað barnið eftir baðið. Eldri börnin geta og setið á þessu borði með- an verið er að gefa þeim fljót- legt bað með svampi, og eins eldra fólk og sjúklingar. Þá er og hægt að nota borðið sem hillu fyrir ýms fegrunar-smyrsli og tæki, meðan verið er að baða sig. Einn kost hafa hin litlu bað- herbergi fram yfir hin stærri og hann er sá, að fljótlegra er að þvo þau og mála þessa litlu klefa sjálfar. Heppilegast er, að þau séu einlit því þá sýnast þau stærri. Fáir litir taka hvíta litnum fram, þegar um er að ræða baðherbergi fyrir alla fjöl skylduna. Ef gólfið er í djúpum bláum lit eða dökkgrænt, þá sker alhvíti liturinn vel af, og handklæði í þurkur í öllum mis munandi litum fara vel með hvítu veggjunum. Ef baðher- bergið er í öðrum lit en hvítum, mætti athuga hvort ekki færi vel að mála ganginn inn í bað herbergið í sama lit, einkanlega ef hann er lítill. ☆ ☆ HÚN MAMMA«6AGÐI ÞAÐ Ó, JÚ, VIST, hún mamma sagði það. Hann stóð þarna hnakkakerrt- ur og eldrauður í framan, en slls óhræddur, þó að hinn væri fullum þrem árum eldri. Hann hafði öryggi, sem ekki gat brugðizt: — Hún mamma haíði Sagl það. Af þeim óteljandi þáttum, sem mynda hið dásamlega sam- hand móður og barns, er vafa- ^aust traust barnsins á móður- iuni einn hinn þýðingarmesti og fegursti. Ég hef stundum hugsað um það, hversu mjög væri mis- ráðið af mæðrum, sem þó vildu reynast börnum sínum vel, hvað °ft þær grípa til þess úrræðis að lofa þeim ýmsu, sem þó væri fjarstæða að efna, gefa þeim svör og skýringar við spurning- um þeirra, er aðeins væru til þess sögð að losna einhvern Veginn við þau, en á engan hátt fullnægðu þörf hinnar vaknandi vitundar barnsins, og eru þar að auki oft beinlínis hættuleg móð Urinni sjálfri, ef hún vill eiga ast og virðingu barnsins, en á þ\n byggist fyrst og fremst hið toargumtalaða uppeldi. Hvaða móðir vildi lifa þá stund, er barnið hennar stæði fyrir framan hana með stóru, hjörtu augun full af ásökun og tortryggni: Mamma hafði sagt því ósatt. Frá móðurinni hafði fil þess komið fyrsta hugmynd- ln um að allir væru „vondir °g ljótir“. Það þýðir ekki að hugsa sem svo: „Uss, hvað ætli krakkinn muni þetta“. Barnið ^an, og því betur, sem árin líða. Starfi móðurinnar er ekki lok- ið þegar hún hættir að fæða og klæða barnið sitt. Allt líf þess gætir þeirra áhrifa, er samveru stundir þess með móðurinni mótuðu í hreina, gljúpa barns- lundina. Eitt mál móður og barns virð ist mér svo heilagt, að ég dirfist naumast að hreyfa því. Það er stund kvöldbænanna. Móðir, þegar þú einu sinm hefir setið við rúm barns þíns og lagt því á tungu fegurstu orðin, sem ennþá ljóma í minn' ingunni frá þinni eigin móður getur þú sjálf öruggari og hjarta hreinni lagzt til hvíldar. Þá hef- ir einnig þú getað stofnað þann sjóð, sem enginn tímanlegur skortur fær eytt. „Ef ég get ekki sofnað, þá fer ég með bænirnar mínar“. Þetta eru orð, sem móður getur verið gott að muna, þegar barnið hennar er ekki hjá henni lengur. Það hafði henni þó gefizt, að orð hennar veittu barni hennar frið og hvíld, þó að hönd hennar næði ekki til þess. Hafðu þolinmæði í lund og hreinleika á vörum, er barnið spyr, og umfram allt sann- leikann. Fyrir nokkru kom hingað svissneskur prófessor og íslands- vinur, Eugen Dieth að nafni, í boði Háskóla Islands. Prófessor Dieth dvaldi hér um tveggja vikna skeið, hélt tvö erindi í háskólanum og ferðaðist um Suðurland og Borgarfjörð. Er þetta í þriðja sinn, sem próf. Dieth kemur til íslands. Fyrst kom hann hingað árið 1924 og svo aftur árið eftir. Dvaldi hann hið fyrra skipti að Húsa- felli í Borgarfirði, en sumarið eftir var hann bæði þar að nokkru en ferðaðist auk þess norður um land. Eugen Dieth hefir nú um hart- nær þriggja áratuga skeið verið prófessor í ensku við háskólann Zurich en nú síðustu árin hefir hann auk þess kennt forn- íslenzku sem aukagrein. Hafa nokkrir Islendingar, sem lagt hafa stund á tungumálanám við háskólann í Zurich verið nem- endur hans. Þá hafa og ýmsir landar notið gistivináttu hans, enda hefir hann ævinlega verið boðinn og búinn til þess að rétta íslendingum hjálparhönd og haldið uppi málstað íslands, jafnt í ræðu sem riti. Að þessu sinni kom prófessor Dieth með konu sína og ferðuð- ust þau til Þingvalla, Gullfoss, Geysis, um Suðurlandsundir- lendið austur undir Eyjafjöll og í Fljótshlíð, ennfremur í Krýsu- vík og Selvog og loks upp í Borgarfjörð. Gleðiefni að koma hingað Eins og áður getur, hélt próf. Dieth tvö erindi í háskólanum. I hinu fyrra, sem hann flutti á ensku, talaði hann um Island og íslendinga eins og það kom hon- um fyrir sjónir fyrir 30 árum. I seinna erindinu, en þar mælti hann á þýzku, sagði hann frá ættjörð sinni og frá sérkennum og menningu þjóðar sinnar. Jafn framt sýndi hann skuggamyndir frá heimalandi sínu. I viðtali sem Vísir átti við próf. Dieth rétt áður en hann fór héðan, sagði hann að það hefði glatt sig mjög að Háskóli íslands skyldi bjóða sér heim. En enn meira hefði það glatt sig að sjá allar þær miklu breyting- ar og stórstígu framfarir, sem hér hefðu átt sér stað, frá því er hann var á Islandi fyrir þrjátíu árum. Hann sagði að þessar framfarir væru ekki aðeins á tæknilega sviðinu, heldur og á fjölmörgum sviðum öðrum. menningarlega og efnahagslega. Hann kvað það gleðja sig mjög að sjá hve íslendingar gerðu miklar kröfur til hreinlætis og hve mikið það væri, jafnvel á afskekktustu afdalabæjum. Sér- staklega væri þetta áberandi þegar komið væri frá Englandi eins og hann hefði gert. Annað sem hann kvaðst hafa veitt sérstaka athygli, og tekið hefði stakkaskiptum frá því er hann var hér síðast, er umhirða fólks fyrir görðum við hús sín, þar sem áður var berangur eru nú komnir fallegir skrúðgarðar með beinvöxnum trjám og fögru blómaskrúði. Reykjavík væri ekki aðeins hreinleg og snyrti- leg borg, heldur væri hún einnig að fá á sig heillegan og fallegan svip, er einkum gætti þó í hin- um nýju íbúðahverfum hennar. En þó væri það fyrst og fremst fólkið, sagði prófessor Dieth, sem vekti aðdáun sína. Hann kveðst óvíða hafa séð jafn fagurt og glæsilegt æskufólk sem hér. Það væri jafnframt sýnilegt að þessari æsku liði vel og að vel væri að henni búið. Hann sagði að það hefði frá önd- verðu vakið athygli sína og að- dáun að sjá afdalabændur sem í vexti og útliti væru sem glæsi- legir herforingjar, en byggju hins vegar yfir menningu sem minnti á vísindamenn eða skáld. Hvarvetna væri gnægð bóka, fólk í alþýðustétt kynni allt að því heilar bækur utan að og veitti síðan öðrum af nægta- brunni vizku sinnar og fróð- leiks. Hann sagði að það væri gaman að kynnast og umgangast slíka þjóð, — þjóð sem í senn væri mótuð af dýrmætum fjár- sjóðum og menningarverðmæt- um fortíðarinnar, tileinkaði sér allt hið bezta úr samtíðinni og sækti auk þess fram til meiri andlegrar og efnahagslegrar þróunar. Fesrnt er óteljandi I ræðu sem próf. Dieth hélt 1 kveðjusamsæti, sem honum var haldið daginn áður en hann fór, og þar sem hann mælti á ís lenzka tungu, sagði hann, að því hefði löngum verið haldið fram að þrír hlutir væru ótelj- andi á íslandi. Það væru vötnin á Arnarvatnsheiði, eyjarnar á Breiðafirði og Vatnsdalshólar En hann kvaðst á ferðum sínum um ísland hafa rekið sig á fjórða fyrirbærið og það væri — gestrisið fólk. Hjá þessu gest- risna fólki hefði hann notið margra ánægjustunda og hvers konar fyrirgreiðslu, sem sér myndi verða ógleymanleg. —-VISIR, 6. sept. OILNITf fÍGNITE Try ELKHORN and OILNITE Stoker Coal Mix 50/50 $16.40 per Ton Oil Treated Our Most Popular Stoker Coal HAGBORG FUEL PHOME 74-S43I m John Olafson, Representative. PHONE 3-7340 Þegar lífsmagnið þverrar MiSaldri verða samfara ýmis vandamál varÍSandi heilsu og lífsmagn. Og þá kemur til greina Wam- pole’s þorskalýsi. ÞaS er ekki einungis hressilyf, heldur, verulegur heilsugjafi þrung- inn autSugum bætiefnum svo semD, járni og öBrum mftlmefnum, er koma I veg fyrir óþæg- indi, sem frá fæSu stafa, en, endurvekja áhuga og starfsþrðtt. Kanpið flösku— yður fellur hið ijúfa bragð í geð. EXTRACT 0F C0D LIVER & mmicT 1 C00 LIVER © | wJ—sÁv. I :v; ErSr-Ssr: I 0HU'I» HKW-I — Líttu á þetta bréf, sem ég var að fá. I því'stendur, ag ef ég láti ekki vinkonu þessa náunga í friði, þá ætli hann að skjóta mig! — Nú, það er hægt að kippa því í lag. Þú talar bara ekki við vinkonu hans. — Það er nú ekki svo gott; því bölvaður asninn undirskrifaði ekki bréfið, og ég veit ekki hver það er! 'lfau coh udtifí ou/i c/ieam, but *fQ44 CGWt't kaat 044/1 milk^ PHONE 23-1441 Modern DAIRIES, LTD. MILK, CREAM, BUTTER, ICE CREAM Það er borið fram FElS-EL I þessu felast aukin þægindi, því þessir pappírs-klútar eru kunnir að mýkt og fara vel með nefið. KAUPIÐ 7ac€eUe VASAKLOTA Síðan 1910 GanAdamenn beiha traust til Tip Top Tailors, elztu og stærstu fatagerðarinnar i Canada. Tip Top föt, sniðin eftir máli, njóta meiri hylli í Canada vegna sniðs, gæða og endingar. Spyrjist fyrir hjá nágranna yðar, hann veit svarið. Beztu föt í Canada sem fáanleg eru. Ávalt Tip Top búð í grendinni. Tip Top tailors RE-ELECT GEORGE FRITH TO SCHOOL BOARD Teaching since 1929, 25 years’ experience. Taught all grades to XII, country, suburban and city. Education Officer with R.C.A.F. Veteran, World War II. Visited 40 city schools since elected in 1952. Visited Toronto, Cincin- natti and Jacksonville systems. G. A. FRITH. B.A., M.Ed. Second Choice: TURPIE, A. KRAFA H 71" NÆRFÖT Sparnaður, þægindi, skjólgóð, þessi nær- föt eru frábærlega endingargóð, auð- þvegin til vetrar- notkunar, gerð úr merinonefni. Veita fullkomna ánægju og seljast við sann- gjörnu verði — alveg sérstök nærfatagæði. Skyrtur og brækur eða samstæður handa mönnum og drengj- um. Fræg síðan 1868 71-FO-4

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.