Lögberg - 21.10.1954, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1954
„Ég hélt, að þér kæmi betur að fá kaffi heldur en súkkulaði.
Ég hitaði það eiginlega handa Önnu. Hún hefur verið svo lasin,
að hún hefur tæplega bragðað neitt í allan dag, en hún er nú
heldur að hressast".
Brúnin á Ketilríði lyftist. „Ég er nú ósköp hrædd um, að ég
vilji heldur blessað kaffið“, sagði hún og fór að velta Dísu innan
um rúmið, svo að hún vaknaði. „Reyndu að vakna, druslan þín, og
slettu í þig kaffinu, — nú, það er þá súkkulaði. Svona, þér væri
nær að hamast minna úti, og reyna að vaka eins og almenni-
legt barn“.
Borghildur kom inn með kaffibollann sinn og settist á rúmið
hjá Ketilríði.
„Svo verð ég að biðja þig að mjólka með mér, fyrst Lína þurfti
að fara þetta“, sagði hún þegar hún hafði hresst hana á öðrum
kaffibolla.
„Hvert fór stelpuræksnið svo sem?“
„Hún fór heim til sín. Móðir hennar er veik“.
„O, sei, sei“, sagði Ketilríður og glotti kindarlega. Svo bætti
hún við, þegar Borghildur var horfin fram úr dyrunum: „Ójá,
alltaf vita hundarnir hvað þeir hafa étið“.
Fleira sagði hún ekki í það skipti.
MJALTIRNAR GERAST ERFIÐAR
Aldrei hefði nokkrum manni eða konu getað dottið í hug, að
önnur eins vandræði hlytust af því, að Lína þurfti að fara út að
Háakoti, til að hugsa um veika móður sína, eftir því sem sagt var.
Næsta morgun, þegar Anna húsfreyja kom fram í eldhúsið,
voru þær þar fyrir, Borghildur og Ketilríður, auðsjáanlega ný-
komnar úr fjósinu, báðar stórreiðar. Sjálfsagt voru þær búnar
að rífast í fjósinu.
Hún komst fljótlega að því, hvert deiluefnið hefði verið.
Borghildur sagði, að Ketilríður hrakyrti og berði kýrnar svo, að
þær seldu henni ekki nema eins og helming nytarinnar. Hún af-
tók með öllu, að hún léti hana mjólka oftar. Svo var eftir að
skilja mólkina, en það hafði Lína gert. Hver átti nú að gera það?
Borghildur hafði sannarlega annað að gera, en samt varð hún að
gera það. Hún hafði ekki geð í sér til þess að biðja Ketilríði um
það. Anna varð að hugsa um morgunmatinn.
Nú var úr vöndu að ráða með mjaltirnar. Engum gat þó dottið
í hug, að Borghildur gæti mjólkað fimm kýr, þar af tvær nýbornar.
Um kvöldið sagði hún, að það væri bezt að Siggi reyndi að mjólka
með sér. „Það gekk ekki sem verst“, sagði hún, „en þær seldu
honum ekki rétt vel, og við það verður víst að ^itja“.
En Siggi sagðist aldrei hafa unnið eins hundleiðinlegt verk
sem þetta. En samt varð hann að halda áfram. Jón hirti um það,
sem Siggi hafði hugsað um, en það voru gemlingarnir og hrossin.
Það leið svo hver dagurinn af öðrum, að alltaf var vonazt eftir
stúlku utan af Ströndum; en hún kom ekki.
„Það er nú ekki um það að tala“, sagði Siggi einn morguninn,
„ef ekki kemur einhver pilsvargur þarna utan að í dag, þá fer ég
út að Háakoti í fyrramálið og sæki Línu. Hún getur víst lifað
eða dáið, þessi konu skepna, þó að Lína hangi ekki yfir henni.
Þú lánar mér hann Skjóna, Þórður minn“.
„Það tekur því víst ekki“, svaraði Þórður. „Hún hlýtur að geta
útvegað stúlku fljótlega, þær eru ekki svo fáar þarna útfrá“.
Jón lagði það til málanna, að hann færi yfir að Ásólfsstöðum
og reyndi að fá þar stúlku í nokkra daga. Það vildi Borghildur
ekki. Hún gat ekki vorkennt Sigga, að toga mjólkina úr kúnum í
nokkur mál.
En um kvöldið, þegar leið að mjaltatíma, og Siggi var farinn
að aka sér og geispa yfir því, að þurfa enn einu sinni að leggja af
stað í fjósið, tók Anna húsfreyja sjálf af sér skúfhúfuna, vafði sínu
gullfagra, mikla hári í tvo hringi utan um höfuðið og batt koll-
hettuskýlu yfir sig. Hún sagðist ætla að reyna að mjólka þangað
til eitthvað lagaðist. En hún bjóst við, að það væri ekki ofverkið
hans Sigga, að koma og bera föturnar heim. Þá hló Siggi.
„Það er margt skrítið, sem kemur fyrir á þessu heimili í
vetur“, sagði hann.
„Þú ert nú minnst búinn að sjá af því“, sagði Ketilríður með
drýgindalegu brosi.
„Af hverju ert þú svona glaður í augunum, Þórður?“ spurði
Jakob. „Þykir þér svona gaman að sjá mömmu með skýlu?“
„Já, það er það, Jakob minn. Það er fjarska gaman að sjá hana
fara í fjósið“.
„Svona er Þórður skrítinn“, hugsaði drengurinn.
Morguninn eftir kom Anna fram nógu snemma til að fara í
fjósið. Allir undruðust þennan dugnað. En Þórður var sá eini, sem
vissi af hverju hann stafaði. Hún sagðist samt sakna morgun-
dúrsins síns. En það dygði ekki að tala um það. Borghildur óskaði
þess daglega, að aumingja konunni frammi í Háakoti færi að
batna, því þá var hún viss um, að Lína kæmi aftur. Það var það
æskilegasta. Hún gaf Önnu venjulega nákvæmar gætur, þegar
hún bar fram þessa ósk; en hún svaraði því ávallt með einu „jái“,
en fór hjá sér; það ýar í fyrsta skipti, sem hún duldi eitthvað fyrir
Borghildi. Loks gat hún ekki þolað þetta lengur og sagði:
„Þó aldrei nema móðir hennar hressist, þá kemur hún aldrei
aftur, enda óska ég ekki eftir því. Þó að ég þurfi að vakna fyrr á
morgnana en venjulegt er, vil ég það heldur. Ég get lagt mig á
daginn; og þó að mig verki dálítið í handleggina eftir mjaltirnar,
hlýtur það að líða frá þegar ég hætti. Það getur vel verið, að ég
sé fljótráð og ósanngjörn, en ég get ekki hugsað til þess að hún
komi aftur“.
Þetta var það, sem Borghildur hafði verið að synda fyrir.
Hún minntist aldrei á það framar, en var bara sannfærð um, að
það hlyti að koma stúlka bráðlega frá Línu. Og hún kom líka, að
viku liðinni frá þeim degi, sem Lína hafði farið.
Hún hét Margrét og var frá Þangstöðum. Það var líka megn
þaralykt af henni, sagði Siggi. Fleirum fannst, að það kæmi
óviðfelldin lykt með henni. Sigga langaði oft til að hlæja, þegar
hann sat á móti henni yið borðið. „Hún er svo módröfnótt af
freknum, og hárið á henni er líkast mórauðri ullarþvælu“, sagði
hann. Það var svo sem auðséð, að hún var af Ströndinni.
Jón sagði, að sér fyndist hún næstum því hræðileg. Það væri
mikill munur eða hún Lína, sem hefði verið svo snotur og
skemmtileg. Af Ströndinni var hún þó.
„Þið karlmennirnir verðið þá kannske ekki alveg eins frið-
lausir í návist hennar, eins og þegar Lína var hér með allan
ilvatnsþefinn“, skaut Ketilríður inn í samræðuna, sem fór fram í
baðstofunni, daginn eftir að nýja stúlkan kom.
„Kannske hefur Lína alltaf verið að leita að einhverri, sem
væri nógu ljót handa okkur?“ sagði Siggi og skellihló. „Hún var
nú orðin vel kunnug okkur hérna framfrá“.
Jón hló með honum, en Þórður lagði ekkert til málanna.
Honum fannst hlátur þeirra og glensyrði um Línu særa sig. Helzt
hefði hann kosið, að enginn minntist á hana.
Nýja stúlkan sagðist vera kölluð Manga. En Anna, sem allt
vildi hafa eins fínt og á varð kosið, stakk upp á því, að hún væri
heldur kölluð Magga, það væri miklu viðkunnanlegra. En það
vildi hún ekki. Hún varð strax frá af óyndi, og þráði að komast
aftur heim í kotið til móður sinnar. Hún hafði ekki lyst á matnum,
vegna þess að henni fundust allir horfa á freknurnar á sér, og hún
hélt, að Siggi væri að hlæja að sér; það gerði hann líka.
Oft langaði hana til þess að biðja húsmóðurina að lofa sér
að borða einhvers staðar annars staðar eða jafnvel að fara burtu
alfarin, en hvorugt áræddi hún. Mestu vandræðin voru þó það,
að hún kunni svo fátt af því, sem gera þurfti. Hún var fljót að
prjóna í höndunum, og hún gat mjólkað kýrnar svo, að Borghildi
líkaði, og Anna gat sofið út á morgnana. Verra var, þegar þurfti
að fara að skúra gólfin. Það verk var hún óvön að vinna. En þó
var eldamennskan það lakasta. Eldurinn var alltaf dauður, ef
Borghildur þurfti að grípa í prjónavéliria, og það var ekki ósjaldan,
því að oft komu bandsendingar utan úr dalnum og jafnvel neðan
af Ós. Það var ekki ósjaldan, að Anna yrði sjálf að hjálpa til í
eldhúsinu, ef maturinn átti að koma á réttum tíma. Það var
óvenjulegt, að hún þyrfti að snúast við matarverk á veturna
frammi í hálfköldu eldhúsinu. Á sumrin var það alvanalegt, ef
Borghildur fór út, þegar þurfti að taka saman. Hún var því
ákaflega armæðuleg og andvarpaði oft á dag:
„Aumingja stúlkan, óskö.p á hún bágt, að vera svona fá-
kunnandi“.
En Manga varð æ leiðari með sjálfri sér með hverjum degin-
um sem leið. Stundum datt henni í hug að taka pokann sinn og
fara steinþegjandi sömu leið og hún kom. Þetta fólk hér var svo
undarlegt, að hún gæti víst aldrei lært að vinna og tala eins og
það gerði.
Þá var það eitt kvöldið, þegar aðrir sváfu rökkursvefni, en hún
var ein frammi í eldhúsi og prjónaði. Ketillinn var yfir eldinum.
Henni hafði verið sagt, að hún skyldi hella á könnuna, þegar syði
á katlinum, þá yrði kaffið til, þegar fólkið vaknaði. Siggi hafði
það til, að syngja eitthvert grínkvæði um Ströndina, til þess að
stríða henni. Hann hafði einmitt verið að tönnlast á því rétt áður
en hann fór inn. Hún var því ósköp ömurleg í skapi, þegar Jakob
kom fram með bók í hendinni. Hann settist nálægt henni og fór
að spyrja hana hvað hún ætti mörg systkini. Hún sagðist eiga níu.
Hann skrifaði það í bókina með blýanti.
„Því gerirðu þetta?“ spurði hún.
„Bara að gamni mínu. Ég hef hér skrifað, hvað allt heimilis-
fólkið á mörg systkini. Lína var ríkust, því að hún átti fimm. En
nú ert þú miklu ríkari. Ég hélt, að enginn ætti svona mörg systkini.
Það eru víst mörg systkini víða á Ströndinni. Það sagði Lína“.
„Já“, sagði hún hressari á svipinn.
„Leiðist þér hérna?“ spurði drengurinn.
„Já, ég vildi óska, að ég hefði aldrei farið fram eftir. En Lína
lét mikið yfir því, að hér væri gott að vera. En því ætli hún hafi
þá ekki verið kyrr?“
„Þú mátt ekki láta hann Sigga stríða þér á þessu, sem hann
er að syngja. Reyndar býst ég við að hann hætti því. Borghildur
var að skamma hann fyrir það áðan“.
„Hann er víst vondur og leiðinlegur“, sagði Manga.
„Nei, hann er ekkert slæmur. Hann hefur bara gaman af að
stríða stúlkunum. Hann söng þetta oft við Línu“.
„Og hvað gerði Lína?“
„Hún reiddist ekkert við hann“.
Möngu varð hughægra við að heyra það, að hún var þá ekki
sú eina, sem Siggi stríddi. Svo fór Jakob að spyrja hana, hvort
hiún kynni á skíðum. Nei, það var sjaldan svo mikill snjór á
Ströndinni, að það þyrfti að ganga á skíðum. Hann spurði eftir
mörgu fleiru. Þau voru orðnir mestu mátar, þegar risið var af
rökkurblundinum.
Eftir þetta ræddust þau alltaf við, þegar aðrir sváfu. Manga
sagði honum frá því, að hún kynni að róa á sjó og draga fisk.
Hún kynni líka að „beita lóð“ og „stokka upp“. Það vissi drengur-
inn ekkert hvað var.
Jakob sagði svo foreldrum sínum frá því, sem hún hafði
sagt honum, þegar hann var kominn inn til þeirra. En Manga fór
að kunna betur við sig og tala við hitt fólkið. Siggi erti hana ekki
framar með grínkvæðinu. En henni var alltaf illa við hann
fyrir það.
GLERSKÁLIN
Anna forðaðist að vera ein með Ketilríði nokkra stund. Hún
vissi það vel, hvað hún mundi fara að tala um; en slíkt þoldi
hún ekki.
Ketilríður var í þungu skapi þessa daga. Hún fór hvað eftir
annað yfir að Hóli. Það gerði hún aldrei, nema ef hún var ekki vel
ánægð. Hún var einmitt að koma handan að einn daginn, þegar
svo heppilega vildi til, að Anna var að láta diskana á'eldhúsborðið.
Hún lét gaffal, hníf og skeið hjá hverjum diski. Svo fór hún að
keppast við að sneiða blóðmör á lítið fat inni í búrinu. Ketilríður
heilsaði blíðlega og vermdi sig á höndunum á súpupottinum, sem
var yfir eldinum.
„Hann er bara rækalli napur“, sagði hún.
„Þú vildir kannske vera svo góð, Ketilríður, að færa kjötið
upp úr fyrir mig á meðan ég er að þessu. Piltarnir fara víst að
koma inn, og maturinn er ekki kominn á borðið. Það er óvenju-
legt hér“.
Ketilríður færði kjötbitana upp í stórt sporöskjulagað fat.
„Hvar er nú Manga skinnið?“ sagði hún.
„Hún er inni að spóla fyrir Borghildi, aumingja stúlkan. Hún
kann það. Það voru nú meiri skiptin á Línu og henni, svona fá-
kunnandi manneskju“.
Ketilríður hló háðslega.
„Ætli hún lagist ekki, stelpugreyið, svona með tíð og tíma‘,
sagði hún. „Tæplega geri ég þó ráð fyrir, að þú hefðir viljað vinna
það til, þó matreiðslan gengi betur, að leigja Sigurlínu manninn
þinn í allan vetur eða jafnvel lengur“.
„1 guðsbænum, Ketilríður, hafðu ekki þetta orðbragð“, sagði
Anna.
„Ojæja, ég er nú ekki vön að hefla utan af því, sem ég lset ut
úr mér. Ég var ekki vanin á blíðmælgina í uppvextinum, heldur
kannske það gagnstæða — kalsyrðin og skítkastið í orði og verki.
Þá venst maður á það, að reyna að verja sig með tungunni. Hún a
líka til ótal eiturskeyti, sem geta sært ánægjulega, séu þau rett
valin. Nei, það verða fáir blíðmálgir, sem hafa alizt upp á náðar-
brauði sveitarinnar, það máttu reiða þig á, Anna mín. Það eru
fáir eins lánssamir og börnin, sem lentu hjá henni fóstru þinni
sálugu. Ósköp er ég nú hrædd um, að Siggi hefði orðið hálfgerður
prakkari, hefði hann átt að hrekjast milli manna. Mér finnst upp-
lagið vera svona hálf skitið á stundum . . .“
„Mér finnst Siggi ekki vera svo slæmur. Hann hefur það til,
að vera hálf stríðinn stundum11, skaut Anna inn í ræðuna.
„Já, já, allir eru góðir, sem komast að Nautaflötum, nema ég.
En ekki get ég nú dáðst að því, hvernig hann lætur við Möngu
skinnið, sem engan þekkir, og ekkert kann, og þar að auki er fra
af leiðindum. Hann sér hana aldrei í friði, alltaf sífelld kerskni og
ótugtarskapur. Ég er viss um það, að hún væri farin, ef drengurinn
væri ekki sífellt að tala við hana“.
„Heldurðu að henni leiðist?“ spurði Anna alveg hissa.
„Það er nú líklega enginn vafi á því. Það bregður víst flestum
við, þegar þeir kveðja móðurhúsin, hversu fátækleg sem þaU
kunna að vera. Svo er það nú ekkert skemmtilegt, að heyra
sífelldar aðfinnslur um allt sem maður gerir“.
„Hún er nú líka óskaplega aum til allra verka“, sagði Anna.
„Samt er það ólíkt, hvað hún skúrar gólfin betur núna heldur en
fyrst eftir að hún kom“.
„Það er sjálfsagt engin hætta á því, að hún geti ekki lært til
verka eins og hver önnur manneskja, rýjan sú arna“, hnussaði
Ketilríður.
Það varð dálítil þögn. Önnu kom það undarlega fyrir eyru,
að Ketilríður, sem örsjaldan lagði gott til nokkurrar manneskju,
skyldi nú næstum því ásaka hana og hennar heimili fyrir það,
hvernig komið væri fram við þessa nýkomnu, óskemmtilegu
vesalings stúlku. Það var náttúrlega satt, að hún hafði skipt ser
ákaflega lítið af henni, og Borghildur sagði alltof oft: „Þú verður
að gera þetta betur, reyna að minnsta kosti. Þetta er ekkert verk-
lag hjá þér, manneskja“. Það var víst ekkert skemmtilegt, að láta
segja þetta við sig oft á dag. Hún hugsaði sér því að fara að skipta
sér meira af henni en hún hafði gert hingað til. Það var gott, að
Jakob var oft frammi hjá henni og talaði við hana.
„Mér finnst það ekkert undarlegt, þó að Borghildur geti ekki
verið ánægð yfir því, að eldhúsið líti verr út en það hefur litið ut
hjá henni sjálfri“, sagði Anna.
„Hún er nú líka búin að hugsa um það síðan hún var unglingur,
eða ég veit ekki hvað — máske síðan hún fæddist. Ekki er víst,
að hún hefði verið miklu „flínkari“ en Manga, ef hún hefði alizt
upp við sömu kjör. En slíkt geta þessar myndarmanneskjur ekki
látið sér koma í hug. Þær hafa víst verið fæddar svona framúr-
skarandi. Hún gæti þó að minnsta kosti talað svolítið hlýlegar til
hennar. En hvernig á að miðla af því, sem ekki er til? Það er þ°
eitthvert sérstakt lán, að hún skuli geta mjólkað kýrnar, svo að
henni líki, ónotaskjóðuni þeirri“.
Nú skildi Anna hvers vegna Ketilríður var að bíta bein fyrir
Möngu. Það sat í henni rimman út af mjöltunum. Þær höfðu
heldur ekki talazt mikið við síðan, Borghildur og hún. Hún þakk-
aði Ketilríði fyrir hjálpina og gat þess, að nú mættu piltarnh-
koma, því að ekki stæði lengur á matnum. En þeir komu ekki,
þó að hún óskaði þess. Hún óttaðist, að Ketilríður færi að brjóta
upp á því, sem hún hafði verið byrjuð á, enda var þess ekk1
langt að bíða.
„Hefur ekkert frétzt af konunni þarna í Háakoti, móður
hennar Línu, hvort hún er lífs eða liðin?“ spurði Ketilríður með
uppgerðar samúð.
„Liðin? Nei, það getur víst ekki átt sér stað. Hún var ekki svo
hættulega veik“, sagðí Anna.
„Líklega hefur hún ekki verið það. Manga segist ekki hafa
heyrt það nefnt, að hún væri einu sinni lasin“. Samúðin var að
hverfa úr rómnum. /
„Það er víst langt á milli“, flýtti Anna sér að skjóta inn L
„Ég skyldi nú halda það“, sagði Ketilríður. „Það er álíka og
hérna yfir að Hóli; mér ætti að vera það vel kunnugt, þar sem eg
er uppalin þarna í nágrenninu. Það hefði áreiðanlega orðið vart
við, ef það hefði verið sóttur læknir eða meðul, býst ég við“.
„Svo er það“, sagði Anna ráðalítil.
Það þöddi lítið að reyna að hafa á móti því, sem Ketilríður
sagði. Hún kunni svör við flestu. Henni leið svipað og hún ætt1
von á að fá kalda vatnsgusu yfir sig.
„Ketilríður, segðu stúlkunum að koma að borða“.
Þetta var örþrifaráð, sem hún greip, svona af handahófi. f*a
var hún viss um, að samtalið félli niður.
Ketilríður gerði sig líklega til að framkvæma vilja hennar.
Það er alltaf þægileg tilhugsun, að borða góða kjötsúpu fyrir Þa;
sem hafa jafn heilbrigða meltingu og hún hafði. — En þá bætt1
Anna við, eins og til að sýna henni hvaða traust hún bæri til Línu-
„Vonandi fer hún að hressast, aumingja konan, svo að Lnaa
mín geti komið aftur. Ekkert kysi ég fremur“.
Þá hætti Ketilríður við að fara til baðstofu. Hún sneri sér að
húsmóður sinni og hló storkandi hlátri, sem spáði allt öðru en góðu.
„Svo að þú vilt vinna það til, að lofa þessu að endurtaka sig >
byrjaði hún, „bara ef að gólfin verða betur skúruð og eldamennsk-
arf gengur betur. Þetta getur maður kallað fyrirmyndar hus-
móður“.
Anna færði sig frá henni og bandaði móti henni. „Segðu þetta
ekki aftur, Ketilríður“, sagði hún fljótmælt, „ég þoli það ekki .
„Ég skal^ekkert segja, sem þú átt bágt með að heyra, jafnvel
þó að ég þykist vita, að það var ekki neitt sérstakt, þó að Sigurlína
reyndi að vinna þér almennilega fyrir þessi hlunnindi, sem hun
hafði hjá manni þínum. Ég þykist vita, að þú skiljir mig“.
„0“, sagði Anna og andvarpaði. Það leið heit bylgja um líkama
hennar, sem kom hjartanu til að sjá örar og litaði kinnar hennar
bleikrauðar. „Þetta var ekkert nema sakleysi. Þau sögðu mer
það bæði“.
„Og þú trúir því náttúrlega. Ég sá það líka, að þú varst ekk1
lengi að sættast við hann. Ritningin segir líka, að þeir séu sseúr,
sem trúa, þótt þeir ekki sjái. Þú hefur líklega munað það. ^g
spyr nú ekki að“.