Lögberg - 21.10.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.10.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1954 7 SVEINBJÖRN JÓNSSON: MINNI SVEITANNA Flull á fyrsla bændadag Snæfellinga 24. júní 1954 Heiðruðu tilheyrendur! Kæru bændadagsmenn °g konur! ,,Á sælum sumarkvöldum, er sveitin glóir öll, og leikur ljós á öldum og logagyllir'fjöll. Og hljóður hvíslar blærinn um helgan frið og ró, þá er það bóndabærinn, sem ber af öllu þó". I þessum ljóðlínum felst það, sem ég vildi tala við ykkur hér í dag. Mörg skáld hafa játað að- dáun sína og ást á sveitinni og sveitalífinu í ljóðum, litum og lögun. Ýmist er þar átt við land- í heild sinni eða einstaka tandshluta, eða jafnvel bara blettinn í kringum bæinn heima. Og þá er það oftast vorið í sveit- mni, sem yrkisefni verður. Vor- dmur náttúrunnar í sveitinni hefir heillað og laðað menn og konur frá fyrstu tíð, og gjarnast þá mest, sem víðast fara, því þrátt fyrir útþrá og ævintýra- ^öngun æskuáranna leynist þó, í °g rheð, sterk þrá til heimahaga. „Hömm er sú taug, er rekka öregur föðurtúna til“. Og þeir sem heima sitja tengj- ast svo sterkum böndum við ^eimahagana, að ættjarðarástin Verður mörgum eins og Ekkj- unni við ána hjá Guðmundi ^riðjónssyni. „Hún elskaði ekki tandið, en aðeins þennan blett ^að er leikvöllur bernsku- og þroskaáranna, sem hugann heill- ar fyrst og fremst. Enda þótt nýtt umhverfi veiti mörgum manninum góða og hamingju- sama daga, þá endast þessi mjúku tengsl við fornar slóðir °H vel og lengi, og veita ljósi °S yl á lífsbrautina. — Sveitalífið er í aðalatriðum Svipað hvar á landi sem er. Þess Vegna eiga menn hægra með að Venjast umhverfi í nýrri sveit en í kaupstað, því „grjótið er þeim gramast, sem gróðurilminn þrá“. Allir þrá í rauninni frið og relsi framar öllu öðru. Sveitin §efur hvorttveggja. Hvergi er ^hoiri friður og kyrrð en á fögr- nm vordegi „blómabrekku undir“. Þar verður heldur eng- mn einmana, — því blóma- skrautið og „bláloftin hljómandi söngfuglaóm“ veita manni eilbrigt viðtal. Þetta heilbrigða VlÖtal náttúrunnar hefir gefið °lkinu vit og þroska til að varð- Veita íslenzkt þjóðerni um ára- aldaraðir. ^ »Ástkæra ylhýra málið“ hefi ezt varðveitzt í sveitunum, o) §erir það enn. En veigamest P^ttur 1 þjóðernisbaráttunni e a varðveita óspillt móðurmá f^tt- Má því segja, að lífsneist Pjóðarinnar hafi lifað *bezt Sveitum landsins. „En oft er þröngt í búi oj g^mt í dalakofa", segir Davíð kki er alltaf vor og sumar veitinni. Oft hefir veturinn : andi verið harður og óvægini 8 fólkið ekki nógu vel undi: ^ann búið að ytri gæðum. Þett; Tfir mjög breytzt til hins betr; síðustu áratugum. Öryggið ti °munnar hefir orðið meira vellíðan fólksins aukizt. - 1111 þarf þó að herða róðurinn oVq ao sveitirnar beri þam ^sisvip, sem þær eiga skilið að við réttilega dásömun eitalífið og séum stolt a men þr( -hningu sveitafólksins Jti, þá göngum við þess ekl m, að vel má á halda, ; ^tamenningin á að halda sn sessi 1 þjóðfélaginu. Kau] stað að 'lr og þorp hafa betri aðstöð lrigU tnörgu leyti, til að veita unj en lnUm margháttaðri fræðs' , sveitirnar, enda elst upp ie Pstöðunum margt af glæ: . öU nrr ______i... n'ii' _ _ þa?T ve^ menntu fólki, og ke Sleðilegt. — En það þarf eÞpa að því að gera aðstöl æskufólksins í sveitinni til lær- dóms og aukinnar þekkingar jafn góða og í þéttbýlinu, án þess þó að það þurfi að slitna úr tengslum við æskuheimilin. Það þarf fyrst og fremst að auka vel- megun sveitanna með góðum húsakosti, mikilli ræktun, fjölg- un, fjölgun býla, góðum vega- og símasamböndum, rafmagni o. fl. — Það þarf að rísa í hverju héraði menningarstofnun, þar sem héraðsbúum sé auðvelt að sækja þekkingarforða sinn til, samhliða því, sem þeir teyga 1 sig bjartsýni og þrótt frá náttúr- unni sjálfri í heimahögunum. Þetta er, sem betur fer, allt að þroskast í áttina. Hin glæsilega menningarstofun á Laugarvatni í Árnessýslu er talandi vottur þess. Okkar land á marga fræga og fagra staði, fræga sögulega séð og fagra frá náttúrunnar hendi, nema hvorttveggja sé. Þannig á þjóðin sameiginlega Þingvelli, sem eru allt í senn, sögulega frægir, dásamleg náttúrusmíð og yndislega fagrir. „Þar hefir steinninn mannamál og moldin sál“, segir Davíð. Ég harma það, að íslendingar skuli ekki alltaf hafa háð sitt Alþing á Þingvöllum, þar sem saga þjóðarinnar er svo við tengd. Ég hefi þá trú, að farsæld fylgi þeim stað framar öðrum stöðum á landinu, til þess að taka þar mikilvægar ákvarð- anir fyrir land og lýð. Og vel mætti það athugazt af glöggum og þjóðhollum mönnum, hvort ekki væri rétt, þegar byggt verður nýtt þinghús fyrir Al- þingi, að sú þinghöll verði reist á Þingvöllum. — Við Snæfellingar og Hnapp- dælir eigum marga fræga og fagra sögustaði, en> líklega mun Helgafell í Helgafellssveit bera þar hæst, þar sem Þórólfur Mostraskegg og Snorri goði gerðu garðinn frægan. Enn finnst mér tign og máttur hvíla yfir þeim stað. — Og hér á lág- lendinu, neðan Hnappadals, rís Eldborg í Eldborgarhrauni, sem er í senn fögur og merkileg nátt úrusmíð, og sögulega merkt, þar sem getið er um sögu Selþóris, landnámsmannsins á Rauðamel. Mér finnst Eldborg gefa hérað- inu umhverfis hlýjan og tignar- legan svip. Svona veit ég að það er í fleiri sveitum og héruðum, að fræg og fögur náttúrusmíð laða og heilla hugann. Og þó að norðaustan næðingurinn sé oft napur hér á Snæfellsnesi, þá koma þó hér mörg kyrr og fögur sumarkvöld. „Og seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenzka kvöldinu í f^llegri sveit“. Sveitin (Miklaholtshreppur- inn), þar sem við erum stödd í dag, er fögur og búsældarleg. Farðu einnig um Staðarsveitina á björtum vordegi og þú hrífst af fegurð hennar og landkostum. Og líttu yfir Breiðuvíkina af Axlarhyrnu á sólríkum sumar- degi, þá veit ég, að þú skilur vel skáldið, sem fæddist á Arnar- stapa (Steingrím): „Hér andar Guðs blær og hér verð ég svo frjáls, í hæðir ég berst til ljóssins strauma". Farðu líka um Eyrarsveitina og líttu yfir Grundarfjörðinn og sveitina umhverfis hann, með Stöðina, Kirkjufellið og fleiri tignarlega fjallatinda. Og síðast en ekki sízt, farðu um Kerlingar- skarð á kyrrum og björtum sumardegi. Það má heita' sama hvort þú kemur um sólarlagsbil vestur á brúnina og rennir augum vestur og norður um Breiðafjörð, með búsældarleg- um eyjunum og Barðastranda- fjöllin í baksýn, eða þú kemur á suðurbrúnina ofan Hjarðarfell um sólarupprás og sérð hinar grösugu og fögru sveitir baðast í geislum morgunsólarinnar, og hinn fisksæla Faxaflóa speglast framundan. Slík sýn yfir fagurt og frjósamt land, og fiskauðuga firði, gerir meira en fylla hug- ann fegurðartilfinningu. Það gefur manni einnig nýja von og aukna trú á framtíð sveitanna og landsins í heild. ■— Flest öll störf sveitamannsins eru lífræn störf, og það gefur þeim mest gildi. Það er mest lifandi verzlun við náttúruna sjálfa. Verzlun við jörðina er sannheiðarleg verzlun. Þar upp- sker hver eftir því sem hann sáir. „Sveit er sáðmannskirkja, sáning bænargjörð", segir Bjarni Ásgeirsson. Starf sveitamannsins er starf biðjandi manns. Þegar bóndinn sáir í akur sinn, vaknar óhjákvæmi- lega bæn í hug hans um fagran og frjósaman akur. Sama er að segja um búfjáreignina, þar snýst allt um frjósemi og vellíð- an bústofnsins. Það er, sem sé, ýmist verið að hlúa að nýgræð- ingi eða annast um ungviði. Hvorttveggja er sannarleg bæn- argjörð. Um þetta er hugsað og að þessu er unnið í sveitinni, oft nótt með degi, en ekki alltaf hugsað um að „alheimta dag- laun að kvöldum“. í þessu liggur meginkostur sveitalífsins, að störfin eru fyrst og fremst að hjálpa áfram lífinu sjálfu. Það er sönn nýsköpun. Þetta veitir Stærsta gróðurhús í garðyrkjubænum Hveragerði eru ræktuð suðræn aldin og blóm. — Kaífi, appelsínur, sykur maís, bananar o. fl. njóta yls og sólar í gróðurhúsunum. Fjölmargar nýjungar á sviði garðyrkjunnar eru árlega reyndar í hinum ört vaxandi garðyrkjubæ. Allar garð- yrkjustöðvarnar í Hvera- gerði eru hitaðar með gufu eða heitu vatni úr iðrum jarðar. í Hveragerði er Garðyrkjuskóli Islands. Glerhús yfir 2/3 dagsl. lands Samkvæmt stuttu viðtali við Unnstein Ólafsson garðyrkju- skólastjóra í Hveragerði, er nú verið að byggja þar stærsta gróðurhús, sem enn hefir verið byggt á landi hér. Er það 2000 fermetrar að flat- armáli og undir einu risi um 6 metra háu. Stærsta gróðurhúsið, sem áður var til á Garðyrkju- skólanum, er um 1000 ferm. Hús þetta er eingöngu byggt úr járni og gleri og er ekki til í því neitt úr timbri. Ýmsar nýjungar Fyrirhugað er að nota hið nýja og stóra hús til tómataræktunar. Hægt er að koma við hentugri vinnuaðferðum í þessu stórhýsi en áður hefir þekkst hér. Enda verður hús þetta eins fullkomið og frekast er hægt. Má til dæmis nefna sjálfvökvunina, sem þarna á að verða og rafljósin, sem eiga að breyta uppskerutíma tómat- anna. Tilraunir með gerfisólar- Ijós hafa lengi staðið yfir er- lendis og einnig hér hin síðari árin og gefið góða raun. Á nú að notfæra sér þá þekkingu, sem fengizt hefir á þessu sviði við stórframleiðslu á tómötunum. Sjálfstillt hitunartæki verða þarna að sjálfsögðu og ýmsar fleiri nýjungar. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum síð- an, ef einhverjum hefði þá dott- ið slík fásinna í hug að byggja glerhús, sem næði yfir tvo þriðjunga úr dagsláttu lands. Hin unga framleiðslugrein, gróðurhúsaræktin, hefir tekið ótrúlegum framförum að undan- förnu. Með gróðurhúsum eins og þessum hefst stórframleiðsla á sveitafólkinu gleði þrátt fyrir erfiðið, því „hjartað heimtar meira, en húsnæði og brauð*. En sveitasælan og sveitavel- ferðin er í hættu, ef félags- þroska fólksins er ábótavant. Bæði til leiks og starfa þarf félagsskap. Af samhuga átaki og félagsvilja gátum við haldið þessa samkomu fyrir alla sýsl- una. Við vitum, að einhuga fé- lagsskapur fólksins getur lyft Grettistaki. Slíkur félagsskapur þarf að eflast og vinna mark- visst að meiri framförum og auknum þægindum i sveitinni. En hamingja heimilanna á hverjum stað byggist á því, að húsráðendur og heimilisfólk lifi saman í kærleika, sannleika og góðu samlyndi. Þar sem sam- lyndi er gott og óskir og bænir falla samari bæði á sorgar- og gleðistundum, og trúin á lífið og eilífðina er sameiginleg og vak- andi, þar ríkir sönn gleði og lífshamingja. Komirðu á slíkt heimili, muntu hitta í hlaðvarpa úti, eða við vinnu sína, glaðan bjartsýnan bónda, sem býður þér til stofu, og inni fyrir hittir þú gestrisnina, milda og lífs- glaða húsfreyju, sem hefir yndi af að buga að gestum þrátt fyrir annríki heimilisins. — Þetta eru heimilin, sem haldið hafa uppi þjóðlegri, kristilegri menningu í sveitum þessa lands, og þau munu halda áfram að vera til og fjölga með fjölgandi býlum og búendum, og breytt- um og batnandi lífsskilyrðum. Og enn „verður það bónda- bærinn, sem ber af öllu þó“. —FREYR, sept. 1954 landsins í smíðum gróðurhúsavörum. Með áfram- haldandi þróun í þessa átt og með henni einni, verður fram- leiðslan ódýrari en nú er. Bananar. sykurmais, kaffi o. fl. Bananaræktin gengur vel í Garðyrkjuskólanum. Uppskeran í vor var ágæt og horfur góðar með næstu uppskeru. Fyrstu appelsínurnar eru að þroskast. Fékk skólinn appel- sínutré frá Californíu fyrir tveim árum síðan og eru þetta fyrstu ávextir þess. Sykurmaisinn verður einnig þroskaður innan skamms. Hann er nú í einu húsi stöðvarinnar. Ananas, sem þarna er líka gerð tilraun með, á að geta borið ávöxt á riæsta ári. Kaffitré frá Kona, sem er eyja skammt frá Havai, skreyta nú og auka fjölbreytni ræktunar- innar í Hveragerði. Kaffitréð er hálfgerður runni og fékk skól- inn nokkrar plöntur til gamans. Enn þarf að bíða í tvö ár eftir uppskerunni. Tómatar þroskast undir berum himni í garðyrkjubænum Hvera- gerði, eru ýmsar tilraunir gerð- ar í ræktun blóma og matjurta. Ingimar Sigurðsson í Fagra- hvammi ræktar t. d. tómata nú í sumar í garði sínum. Þeim var plantað út í garðinn um miðjan júní s.l. og eru nú að verða þroskaðir. Vonir standa til að hér sé um að ræða mjög merka nýjung. Þetta tómata- afbrigði er enskt og á að þola nokkurt frost. Sala garðyrkjuafurða hefir gengið vel það sem af er þessu ári sunnanlands. —DAGUR, 8. sept. SONGS OF THE NORTH By s. K. HALL, Bac. Mus. JUST PUBLISHED— Volume III—Ten Icelandic Songs with English Translation and Piano Accompaniment. Price per copy—$2.00 On Sale by— S. K. HALL, Wynyard, Sask. Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ Minni mormónanna frá Eyjum 100 óra minningarhátið íslendinga- byggðar í Bandaríkjunum Undirbúningur hátíðarinnar, sem haldin verður 17. júní næsla ár, hafinn vestra Fyrsti íslenzki landneminn vestan hafs er talinn Samúel Bjarnason bóndi frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, og kom hann vestur þangað við fimmta mann sumarið 1855, en frá Vestmanna- eyjum hafði hann farið árið áður. Næsta ár, 1856, kom svo einn maður til viðbótar, og 1857 komu þangað 10 manns, allt frá Vestmannaeyjum, en nokkrir þeirra voru ekki þaðan upp- runnir, heldur aðfluttir úr öðr- um landshlutum. Nöfn fólksins í för með Samúel var kona hans, Margrét Gísladóttir, einnig úr Vestmannaeyjum. Ennfremur Helga Jónsdóttir frá Klasbarða í Landeyjum, Guðmundur Guð- mundsson silfursmiður frá Þor- laugargerði og Sæmundur Ei- ríksson vinnumaður frá Dölum. Þá fór Þórður Diðriksson bróðir Árna bónda í Stakkagerði næsta ár, en í hópnum, sem fór 1857 voru: Loftur Jónsson, smiður úr Þorlaugargerði, bóndi og for- maður, er var forustumaður hópsins, og kona hans Guðrún Hallsdóttir og tvö börn hennar af fyrra hjónabandi, Jón Jóns- son og Guðrún Jónsdóttir, tvær vinnukonur, Vigdís Björnsdóttir frá Hjallanesi í Landmanna- hreppi og Anna Guðlaugsdóttir frá Ketilsstöðum í Mýrdal. Þá voru og í hópnum Magnús Bjarnason, tómthúsmaður frá Helgahjalli, kona hans Þuríður Magnúsdóttir og ungt barn þeirra og loks háöldruð ekkja, Guðný Erasmusdóttir frá Ömpu- hjalli. Alll mormónar Allt var þetta fólk mormónar og settist flest að í Spanist Fork, Utah. Síðar fluttust þangað fleiri Islendingar, og riú eru í Utah á annað þúsund manns af íslenzk- um ættum. í Utah er starfandi félagsskap- ur, sem nefnist „Daughters of Utah Pioneers“. Forseti þess fé- lagsskapar hefir um 12 ára skeið verið bróðursonardóttir Vig- dísar Björnsdóttur, sem fyrr er nefnd, frú Kate B. Carter. Faðir hennar var fæddur og uppalinn á íslandi og fluttist vestur 1883. Um 20 ára skeið hefir staðið prentun á landnámssögu fylk- isins, sem frú Carter hefir safnað og skirfað og séð um út- gáfu á. Af riti þessu eru út komin a. m. k. 13 bindi og er hvert þeirra yfir 500 bls. að stærð í allstóru broti. Hátíðahöldin Aðalforustuna um hin áform- uðu hátíðahöld hefir John Y. Bearnson kaupmaður í Spring- ville, Utah, sem nú er forseti Is- lendingafélagsins vestur þar og hefur um langt árabil látið til sín taka í félagsmálum íslend- inga og kirkjumálum. Hann hafði m. a. forgöngu um það að fá vestur íslenzk málverk til sýningar á listsýningu, sem stóð allan aprílmánuð 1950, og vildi með því kynna þar íslenzka málaralist. —Alþbl., 28. ágúst THI$ S P A C t CONTRIBUTtD B Y DREWRYS MANITOIA 0 I V I S I O N WESTERN CANADA BREWERIES IIMITID MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.