Lögberg - 18.11.1954, Side 1

Lögberg - 18.11.1954, Side 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL * TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVÉRLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1954 NÚMER 46 Fimmtugur Njáll Óíeigur Bardal Njáll Ófeigur Bardal, sonur hinna víðkunnu og ágætu hjóna, Margrétar og Arinbjarnar heit- ins Bardal útfararstjóra, á fimmtugs afmæli í dag, 18. nóv. Njáll á sér margbreytta og að sumu leyti óvenjulega lífs- reynslu að baki. Hann var meðal þeirra, er teknir voru til fanga af Japönum, er Hong Kong féll þeim í hendur í heimsstyrjöld- inni síðari, og var fangi þeirra um næstum fjögurra ára bil. Reyndi sú fangelisvist á þrek hans, bæði andlega og líkamlega, og gekk mjög nærri heilsu hans. Fjöldi veikbyggðari manna, sem með honum voru í fangelsinu, enduðu þar æviskeið sitt, og lá nærri að Njáll færi þá sömu leiðina. Árum saman vissi fjöl- skylda hans ekki hvort hann væri í tölu lifenda. En Njáll er hraustur og lífsglaður sem faðir hans. Hann kom úr hinni miklu eldraun mjög hrumur að útliti, og farinn að heilsu. En hann kom með hreinan skjöld, og heilsu sinni hefir aftur náð að mestu. Eftir heimkomuna fórust hon- um eitt sinn orð eitthvað á þá leið, að Guð hlyti að ætlast til einhvers með líf sitt, fyrst hann hefði leyft sér að komast úr svaðilförum styrjaldarinnar og hörmum fangelsanna heim aftur til ástvina sinna og heima- lands. Hann hefir þá heldur ekki legið á liði sínu síðan. Auk aðal- atvinnu sinnar, sem er með- stjórn og rekstur útfararstof- unnar, sem faðir hans stofnaði, hefir hann tekið góðan og giftu- drjúgan þátt í starfi samferða- manna sinna í borg og byggð. Hann er dugandi starfsmaður í bræðrafélagi frímúrara, og hefir einnig unnið með elju og áhuga í stjórnarnefnd safnaðar síns, (Fyrsta lúterska safnaðar í Win- n*Peg), og í framkvæmdarnefnd lúterska kirkjufélagsins; hefir hann nokkur undanfarin ár verið féhirðir þess félags. Njáll Áttræður Síðastliðinn sunnudag átti áttræðisafmæli hinn kunni hljómlistarfræðingur Hjörtur Lárusson í Minneapolis, Minn. Mr. Lárusson hefir innt af hendi mikið og þakkarvert starf í þágu hljómlistarinnar bæði sem hljóðfæraleikari, kennari og tón- skáld; hann er hverjum manni skemtilegri í viðmóti, ræktar- samur við ættstofn sinn og um Mt hinn mesti ágætismaður; aminstan dag var í meira lagi gestkvæmt á heimili Mr. Lárus- sonar og hans virðulegu frúar °g bárust hinu vinsæla afmælis- barni verðmætar gjafir og heilla- °skaskeyti víðsvegar að. Fréttir fró ríkisútvarpi ísiands 31. OKTÓBER er giftur Sigríði, dóttuí Helga Johnson frá Eskiholti í Borgar- firði, hinni ágætustu konu. Eiga þau tvö börn, Njál og Jean. Vinir Njáls víðsvegar munu hugsa hlýlega til hans á þessum eyktamörkum á ævileið hans, og óska honum til hamingju. ÁHræðisafmæli Þann 16. þ. m. varð áttræður Vigfús J. Guttormsson á Lundar. Hann er mörgum að góðu kunn- ur fyrir ýmis störf sín í við- skiptum. Var hann um skeið póstmeistari á Oak Point, rak gistihús á Lundar og síðar verzlun á sama stað. Hann hefir komið mikið við félagsmál ýmis konar, en kunnastur mun hann vera fyrir afskipti sín áf söng- málum. Hann stofnaði og stjórn- aði um nokkurt tímabil karlakór á Lundar, sem gat sér góðan orðstír. Þá hefir hann verið kirkjuorganleikari og stjórnað kirkjukórum og er nú stjórn- andi kirkjukórsins við Lútersku kirkjuna á Lundar. Þá er Vigfús einnig gott skáld og hefir kömið út ljóðabók eftir hann. S.l. sunnudag söng kirkjukórinn á Lundar við Guðsþjónustu sér- stök verk undir stjórn Vigfúsar og á afmælisdaginn hafði kórinn boð inni til heiðurs afmælis- barninu. Vigfús ber aldurinn hið bezta og er vonandi, að hann geti enn um langa stund starfað í þágu sönglistarinnar. I vikunni, sem leið, var suð- vestan kaldi framan af og þíð- viðri, en á miðvikudaginn gekk hann í austan og norðaustanátt og var þá frost um nóttina norð- anlands og á fimmtudaginn er komin norðaustan stórhríð á Vestfjörðum norðanverðum og norðurlandi, en á norðaustur- landi var rigning. Á föstudaginn dró úr norðanáttinni og mirfnk- aði snjókoman fyrir norðan. Síðdegis í gær var svo kominn austankaldi, víðast var úrkomu- laust og hiti 2 til 5 stig í út- sveitum. 1 dag er hæg austanátt og skýjað, víðast úrkomulaust. Kaldast var í morgun í Möðru- dal, 6 stiga frost, en hlýjast í Vestmannaeyjum, 6 stiga hiti. I lágsveitum fyrir norðan var víða tveggja stiga frost í morgun. ☆ Dr. Adenauer, forsætisráð- herra Sambandslýðveldisins Þýzkalands, kom í opinbera heimsókn til íslands á þriðju- daginn var. Hann var á leið til Bandaríkjanna og notaði tæki- færið til aS dveljast hér nokkr- ar klukkustundir. Þeir Dr. Kristinn Guðmundsson utan- ríkisráðherra' og Magnús V. Magnússon skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu tóku á móti Dr. Adenauer og fylgdar- liði hans á Keflavíkurflugvelli, °g fylgdu honum til Reykjavík- ur í sérstakri flugvél. Þar tók Ólafur Thors forsætisráðherra á móti Dr. Adenauer og héldu þeir síðan forsætisráðherrarnir til Bessastaða í heimsókn til for- seta Islands. Þar var ríkisstjórn- in öll. Frá Bessastöðum fór Dr. Adenauer til Þingvalla og með honum forsætisráðherra og utan ríkisráðherra og sýndu honum staðinn. Dr. Adenauer ræddi við fréttamenn áður en hann hélt áfram ferð sinni vestur um haf og lýsti þá- meðal annars ánægju sinni yfir Parísar-samningunum, er hann kvaðst fullviss að hlut- aðeigandi löggjafarþing myndu fullgilda. ☆ Flugfélag Islands hefir keypt millilandaflugvél af norska út- gerðarmanninum Fred Olsen, og var samningur um þessi kaup undirritaður í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Flugvél þessi er af sömu gerð og Gullfaxi, og tekur 60 farþega. Hún er vænt- anleg til Reykjavíkur í næsta mánuði. ☆ Samþykkt hefir verið á flug- málaráðstefnu í Montreal, að stækka flugstjórnarsvæði það, sem flugstjórnin á Reykjavíkur- flugvelli hefir umsjón með, svo að það nái norður 73. breiddar- gráðu eða allt norður til Ella- eyjar við austurströnd Græn- lands og vestur að 40 lengdar- gráðu eða vestur til Grænlands- jökuls. Er búizt við að umferð um þetta svæði aukizt á næst- unni. Þá hefir einnig verið á- kveðið að reisa miðunarstöð á sunnanverðu Reykjanesi. Það mál hefir verið í undirbúningi nokkur undanfarin ár og var meðal annars rætt á ráðstefnu Alþjóða flugmálastofnunarinnar í París 1948. Framhald á bls 4 Ræðumaður á árs- þingi bræðrafélaga Dr. Richard Beck var einn af aðalræðumönnum á ársþingi Sambands bræðrafélaga í N. Dakota (N. Dak. Fraternal Con- gress), sem haldið var í Fargo, N. Dak., laugardaginn 6. nóvem- ber. Hann er fyrrv. forseti Sam- bandsins og var einnig formaður allsherjarnefndar þingsins. Ræða hans fjallaði um Islands og Norðurlandaför þeirra hjóna síðastliðið sumar, og lýsti hann einkum þjóðfélagsástandi og menningarmálum á Islandi og í Noregi. Um sama efni flutti dr. Beck ræðu á fundi Rotary-klúbbsins í East Grand Forks, Minnesota, miðvikudaginn 10. nóv. Fyrirlesfrar og myndasýning Árni G. Eylands stjórnarráðs- fulltrúi efnir til samkomu þriðjudagskvöldið 23. nóvember að Lundum í samkomuhúsi bæj- arins kl. 8.30, og í Lútersku kirkjunni í Árborg fimmtudags- kvöldið 25. nóvember kl. 8.30. Aðgangur að hvorri samkomu kostar 50 cent og verður seldur við innganginn. Kvikmyndir þær, er Árni mun sýna, eru allar litmyndir og hver annarri betri. Skal Aust- firðingum sérstaklega bent á, að ein myndanna er frá Seyðisfirði, Borgarfirði eystra og Vopna- friði, stöðum, sem sjaldan eða aldrei hafa verið sýndir hér á kvikmynd, en marga, sem þaðan eru upp runnir, mun fýsa að sjá. Sæmdarhjón eiga demantsbrúðkaup Á sunnudaginn hinn 7. þ. m., var gestkvæmt á heimili Mrs. Ingi Stefánsson 674 Banning Street hér í borginni, því þá var þar verið að minnast demantsbrúðkaups foreldra hennar, Jóhanns Magnússonar og frú Ólafar Össurardóttur Magnússon, en þau voru gefin saman í hjónaband á Hvallátrum 12. október 1894. Demantsbrúðguminn er fæddur á Siglunesi á Barða- strönd 20. ágúst árið 1866, en foreldrar hans voru þau Magnús Pétursson og Þóra Jónsdóttir. Demantsbrúðurin er fædd að Hvallátrum vestra, en foreldrar hennar voru össur Össurarson og Guðrún Snæbjörnsdóttir. Þau Jóhann og Ólöf voru búsett á Patreksfirði í 14 ár og þaðan fluttust þau til þessa lands 1911, dvöldu í Winnipeg fram á árið 1916, en fluttu þá búferlum til Árborgar og bjuggu þar í tuttugu og tvö og hálft ár; hér í borg hafa þau nú samfleytt dvalið síðan 1937. Demantsbrúðhjónin eiga fjórar ágætar dætur, Guð- rúnu, gefna Páli Johnson, Þóru, konu Einars Árnasonar rafurmagnsverkfræðings, Ednu, gefna Dr. Roy Haugen, og Fanneyju, ekkju Inga Stefánssonar bankaritara, en hjá henni dvelja þessi mætu og vinsælu hjón. Við áminsta móttöku var fjöldi utanbæjargesta, svo sem frá Árborg, Riverton, Árnesi, Hanusum, Gimli og Oak Point, auk fjölmenns vinahóps héðan úr borginni, og bar þetta alt fagurt vitni almennum vinsældum hinna öldnu hjóna. Margar verðmætar gjafir voru þeim Jóhanni og frú Ólöfu færðar í tilefni af hinum merka áfanga í lífssögu þeirra, er þau af alhug þakka, ásamt fjölda heillaóska- skeyta. „Við Jóhann“, sagði frú Ólöf við ritstjóra þessa blaðs, „vorum gefin saman í heiðríkju fyrir sextíu árum. Guð og góðir menn hafa blessað vegferð okkar, og nú á demants- afmælinu er heiðskírt í hvaða átt, sem litið er“. íslendingur heiðraður í Methodista- kirkju í South St. Paul í Minnesota Presturinn í þeirri kirkju er séra Sveinbjörn S. Ólafsson, upphaflega frá Reykjavík, á Is- landi, síðar frá Winnipeg. Hann er giftur Bandaríkjakonu •— Maurine — og þau eiga eina dóttur, Nancy, og einn dreng, Pál. Tilkomumikill mannfagnaður fór fram í þessari kirkju sunnu- daginn, 17. október, í tilefni af því, að þá átti séra Sveinbjörn 25 ára prestsskaparafmæli. Hátíðin var í tveimur liðum. Fyrst fór fram guðsþjónusta, sem séra Sveinbjörn flutti. Kirkjan var alskipuð fólki. I. þeirri guðsþjónustu skírði hann tvö börn: Paula Rae Johnson frá Fairbairns í Alaska, og Steven James Cermak frá San Francisco í California. Börnin voru systra- börn og hafði séra Sveinbjörn gift foreldra beggja barnanna og skírt móður drengsins, Mrs. Cermak. Eftir guðsþjónustulok hófst minningarhátíðin með veizlu. Samkoman var að öllu leyti vel undirbúin; meðal annars hafði kvenfélag í söfnuðum sent öll- um þeim söfnuðum, er séra Sveinbjörn hafði áður þjónað, boðsbréf til þessarar sérstöku hátíðar. Þeir söfnuðir voru víðs- vegar um Minnesotaríkið. Meðal þeirra staða voru Duluth, Min- neapolis og fleiri. Fólk kom frá öllum þessum stöðum, og að borðum settust meir en 200 manns. Að liðinni máltíð hófust ræðu- höld. Fyrir hönd heimasafnað- arins talaði Dr. T. A. Love. Mintist hann fagurlega á dá- semdar-þjónustu séra Svein- bjarnar. Þrír eftirlitsmenn prestsþjónustustarfsins í ríkinu (nokkurs konar biskupar), sem allir höfðu heimsótt séra Svein- björn í liðinni tíð, gáfu honum ótvíræð meðmæli. Tveir ná- grannaprestar í South Saint Paul, sem ekki voru „Methodist- ar“, fluttu yndislegar vinsemd- arkveðjur. Margir fleiri tóku til máls og allir fluttu þeir eitt- hvað fallegt um séra Sveinbjörn. Heiðursgesturinn var heiðrað- ur með nokkurri peningagjöf 1 silfurskál. Einnig bárust honum vinsemdarstraumar í hraðskeyt- Edith Lillian Lewis was awarded the Jon Sigurdson Chapter IODE $50 musical scholarship for highest marks in piano Grade VII at the chapter meeting Friday evening. The chapter met at the home of the regent, Mrs. B. S. Benson. Educational secretary, Mrs. E. W. Perry, made the presenta- tion. Edith also won the Swedish Musical Club, Norden Society and Order of Vasa Scholarship, for highest marks in piano Grade VII. Edith, a Grade IX student at River Heights School, is the daughter of Mr. and Mrs. M. G. Lewis, 687 Campbell St., and the greatgranddaugther of the noted Composer Jon Frid- finnsson. Séra Sveinbjörn S. Ólafsson um, bréfspjöldum, bréfum, blómum og öðrum gjöfum úr nálægð og fjarlægð. meðal ann- ars frá Canada, Texas og Kaup- mannahöfn. Ég hygg, að þetta sýni mikil auðæfi kærleika hjá manninum, sem öll þessi vinsemd streymdi til. Vinsemdarboð var mér sent að vera viðstaddur á þessari há- tíð. Ýmissa orsaka vegna treysti ég mér ekki til þess að takast þessa ferð á hendur, en sendi í minn stað bréf. Það var lesið á þessari hátíð. Ég reyni ekki til þess að endurtaka bréfið, en vil draga fram fáein atriði úr því. Séra Sveinbjörn er fæddur í Reykjavík á Islandi og var þar fyrstu 12 eða 13 ár æfi sinnar. Hann átti ágæta foreldra og systkin. I viðbót við þá ástvini, komst hann, á því skeiði, undir áhrif alveg sérstaks manns, séra Friðriks Friðrikssonar, hins einast þá og frábæra barnavinar. Sveinbjörn naut mikils góðs í bráð og lengd af þessu sam- bandi. Svo fór fjölskyldan vestur um haf og settist að í 'Winnipeg. Hér kyntist ég hon- um, fyrst í sambandi við kirkj- una, sem ég þjónaði um stund, Skjaldborg. Þar var hann bæði í sunnudagaskóla og kirkju. — Nokkru seinna stýrði ég Jóns Bjarnasonar-skóla, og þá var Sveinbjörn einn af nemendun- um. Úr þessu varð sterk vin- átta. Þarna var ungur maður með ágætum hæfileikum og dá- samlegum kristilegum anda. Hann valdi sér hina beztu, feg- urstu lífsbraut, sem unt er að finna, og á þeirri braut hefir hann verið síðan. Hann hefir einnig verið mér frábær vinur. R. Marteinsson Sögufrægt langferðaflug Tvo daga í röð í byrjun þessar- ar viku lentu á hinum mikla flugvelli hér í borginni tvær glæsilegar flugvélar í eigu Scandinavian Airways, en flug- félag þetta stofnuðu Norðmenn, ,Danir og Svíar; flogið var frá Kaupmannahöfn með viðkomu á Grænlandi, en þaðan yfir pólarsvæðin til Los Angeles, Cal. Flugið stóð yfir í 19 klukku- stundir og er þetta fyrsta far- þegaflugið á þessari leið. Með seinna flugfarinu, sem hingað kom, var Axel Danaprins og forsætisráðherrar þriggja áminstra Norðurlandaríkja, á- samt allmörgum blaðamönnum.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.