Lögberg - 18.11.1954, Side 2
2
Slíkar sögur gerast — en ekki á
hverjum bæ
í fjalllandi í suðurhluta Banda
ríkjanna bjó fátækt og menn-
ingarsnautt fólk. Þar um slóðir
ólst upp ung stúlka, Martha
Berry að nafni. Faðir hennar
var efnaður jarðeigandi.
Sunnudag einn sat Martha og
lék á hljóðfæri, en varð þess
vör, að nokkur töturlega klædd
börn stóðu fyrir utan gluggann
og hlustuðu. Hún bauð þeim
inn. Meðal annars spurði hún
börnin, hvort þau gengju í
sunnudagaskóla. — Þau skildu
ekkert um hvað hún var að tala,
þau höfðu ekki heyrt skóla
nefndan, ekki séð ritblý né bók.
Þetta var um síðustu aldamót.
Martha sagði þessum börnum
fallegar biblíusögur, og næsta
sunnudag hópuðust þau til
hennar úr ýmsum áttum. •—
Barnahópurinn óx ört og unga
stúlkan varð að fá afnot nær-
liggjandi kirkju til þess að hafa
nægilegt húsrúm handa þessum
nemendum sínum. Hún komst
brátt að þeirri niðurstöðu, að
ekki var einhlýtt að fræða
börnin og unglingana um kenn-
ingu kristindómsins, þau þyrftu
að hljóta almenna uppfræðslu
og menntun. Mörg foreldranna
kunnu hvorki að lesa né skrifa.
Martha lét nú gera ofurlítið
skólahús skammt frá heimili
hennar. — Fyrstu nemendurnir
vou 12 drengir. Hrædd og feimin
börn frá fjarlægari heimilum
læddust að húsinu til þess að
forvitnast um þessa nýung. Þau
unnu brátt bug á óttanum og
komu inn, en berfætt voru þau
öll.
Martha þóttist sjá það, að
ýmsar annir á heimilunum
mundu gera börnunum skóla-
gögnuna erfiða. — Eina varan-
lega lausnin yrði að koma upp
heimavistarskóla. Hún brá sér
til borgarinnar til þess að gefa
erfð sína — jörðina — slíkum
skóla. — Lögfræðingur hennar
reyndi að fá hana ofan af slíku,
en hún svaraði því einu til, að
„hún skyldi rækta þar dýrmæt-
ari gróður en þann, sem jörðin
þá gæfi af sér“.
Árið 1902 opnaði hún slíkan
skóla, nálægt hinum fyrri. Hinir
föstu nemendur voru aðeins
fimm drengir. Þetta var byrjun-
in. Skólinn fékk nafnið, sem
hann ber enn í dag, Mount Berry
"A Realislic Approach lo ihe
Hereafier"
by
Winnipeg aulhor Edith Hansson
Bjornsson's Book Siore
702 Sargeni Ave.
Winnipeg
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
School. — Martha er dáin, en
um 40 ára skeið gaf hún þessari
merku stofnun líf sitt og krafta
og allar eignir. Hún bætti stöð-
ugt við landeign skólans, sem
er nú um 30 þúsund ekrur —
(ekran rúmir 4 þús. ferm.), —
1000 ekrur eru akrar, 2000 beiti-
land, 40 ekrur grænmetisgarðar
og 300 ekrur snjóhvítt blómahaf
á vorin, þegar öll eplatrén
standa í blóma. Meðal annars,
sem skólabúið á, eru 13 þúsund
hænsni og 1400 svín.
Alls eru húsin nú 100, sem til-
heyra skólanum á staðnum, þar
á meðal gagnfræðaskólar handa
piltum og stúlkum, og Martha
Berry var svo hyggin að hafa
það sérskóla. Þar er einn mennta
skóli og kirkja. Kirkjuna byggðu
piltarnir sjálfir, hjuggu til stein-
ana í veggina, unnu viðarverkið
úr timbri af landareigninni og
smíðuðu einnig skreyttar járn-
lamir á kirkjuhurðirnar. Allir
nemendur skólans vinna tvo
daga í viku fyrir skólavist sinni.
Við skólann eru nú 150 kennar-
ar. Laun þeirra eru ekki há, en
þeir starfa í hinum upprunalega
anda skólans og varðveita hann.
Þegar ríkisstjórinn hafði eitt
sinn litast um á þessum stað og
kynnt sér starfshætti skólans,
sagði hann: „hingað vil ég senda
drenginn minn, er hann hefur
aldur til þess“. En honum var
svarað: „Því miður getum við
ekki tekið hann. Við tökum ekki
nemendur, sem eru svo efnum
búnir að þeir geti stundað nám
við aðra skóla“.
Fimmtán þúsundir nemenda
hefur skóli þessi brautskráð.
Sumir þeirra eru nú ýmist for-
menn vísindastofnana, vísinda-
menn, læknar, lögfræðingar, rit-
stjórar, kennarar, þingmenn eða
í öðrum embættum. Sem drengir
unnu þeir öll algeng sveitastörf
á stóra skólaheimilinu. Margir
lærisveinar Mörtu Berry, karlar
og konur, eru nú kennarar við
skólann.
Skólinn heldur áfram á sinni
upprunalegu braut, að sameina
bóklegt og verklegt nám. Sið-
ferðileg alvara ríkir þar, en engu
að síður glaðværð og hlátur. Á
öllum húsum skólans eru turn-
ar. — „Nauðsynlegra er“, sagði
Martha Berry, „að hafa turna á
fjósum og hlöðum en kirkjum.
Á leið til kirkjunnar er hugur
manna jafnan himinsækinn, en
við búsýsluna er meiri þörf á
einhverju, sem beinir huganum
upp á við“.
Á þeim árum, er skólinn átti
örðugast uppdráttar, leitaði
Martha Berry stundum þangað,
sem helzt var von á fjárhags-
styrk. Hún fór til New York og
kynnti þar óform sín. Einn Wall
Street-búi gaf henni 500 dollara
og einn kirkjusöfnuður nokkurt
fé. í Hvíta húsinu í Washington
var henni haldin miðdegisverð-
arveizla, og þar gáfu gestirnir
peningaávísanir. En einna bezt
hljóp þó á snæri skólans, er
Henry Ford og frú komu þar eitt
sinn. Er þau höfðu snætt vel
framreiddan mat, litu þau inn í
Færið yður í nyt hina ódýrustu flugferð til
íslands til heimsókna um jólaleytið!
Sanktl Kláus heflr rött fyrir sér. Pullkomnasta
jólagjöfin, sem J>ér getiö fært ástvinum yðar
4 íslandl er helmsökn yðar sjálfra um jólin. Og
hinn mikli fjársparnaður, sem yður fellur
I skaut á þessu “The Great Circle” ferðalagi, vekur
margfaldan fögnuð, er heim kemur!
Tiðar og reglubundnar flugferðir með 4 hreyfla
Douglas Skymaster frá New York.
Milli Reykjavikur og New York báðar leiðir —
AÐEINS $265
LeitlO frekari upplýsini/a hjá umboOsmanni ferSa-
skrifstofu yðar varðandi fargjöld.
n sn n
ICELANDICl AIRLINES
u/Aalo
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1954
Soekarno forseti spurði hvernig
hitaveitan í Reykjavík reyndist
Sveinn Gíslason segir frá skemmíilegri dvöl í Indónesíu
eldhúsið og dáðist frú Ford að
snyrtimennsku og hreinlegri
umgengni þar. Frúin gekk að
eldavélinni, kallaði á mann sinn
og sagði: „Henry, á þessari elda-
vél hafa stúlkurnar eldað hinn
ágæta mat, er við fengum. Þær
hafa nýtt hana svo vel, að þær
eiga sannarlega skilið að fá aðra
betri“.
Henry Ford gaf meira en elda-
vél. Hann gaf skólanum þrjár
milljónir dollara til þess að
byggja borðsal, eldhús, tvær
heimavistir, samkomuhús og
eitthvað fleira. Seinna renndi
hann augum yfir staðinn og varð
þá að orði: „Lítið er það, sem ég
hef lagt til hér. Þessa stofnun
hefði ekki verið unnt að byggja
fyrir alla veraldarinnar pen-
inga“.
Þetta sá réttilega hinn duglegi
kaupsýslumaður. Öll heimsins
auðæfi geta ekki komið því til
vegar í heimi manna, sem andi
fórnfýsi, mannkærleika og guð-
elsku getur afrekað sálum
manna til tímanlegrar og eilífrar
farsældar.
Þótt fréttablöð og útvarp helli
í eyru okkar daglega mestum
fréttum um styrjaldir, glæpi,
slys og ófarnað um allar álfur
heims, gerist þó margt í mann-
heimi, sem er aðdáunarvert,
uppörfandi, fagurt og gott. Og
líklega er það svo mikið vexti,
að fréttablöð og útvarp treystast
ekki til að fylgjast þar með og
skýra frá öllu því. Þessu skyldu
menn sízt gleyma. Unga stúlkan,
sem kom snemma auga á, hversu
mætti rækta líf barna og æsku-
manna, og gaf til þess allt sem
hún átti, einnig sig sjálfa, öll sín
æfiár, starfskrafta og hæfileika,
eins og hér hefir verið sagt frá,
er vissulega ein af hinum feg-
urstu fyrirmyndum, og bauta-
steinn hennar mun standa lengi
óbrotgjarn.
Endursögn úr Reader's Digest
—EINING, okt. 1954
Með ýmsu móti geta vinskap-
ur og tryggðir tekizt með
mönnum. Þarf viðkynning ekki
ætíð að hafa verið löng. Ég var
minntur á þetta þegar ég fyrir
skömmu heimsótti foreldra
mína í Glenboro. Þangað kom
árið 1939 búfræðingurinn góð-
kunni Árni G. Eylands. Drakk
hann kaffi með föður mínum og
rabbaði við hann nokkra stund.
Þótt persónuleg viðkynning
þeirra yrði ekki önnur en þessi,
hefur Árni frá þeim degi sýnt
föður mínum mörg merki vin-
skapar og tryggðar og oft sent
honum bækur. Rifjaðist þetta
upp fyrir mér, þegar ég sá síð-
ustu bókina, sem Árni sendi
föður mínum. Þessi bók heitir
Búvélar og ræktun (Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, Rvík, 1950),
eftir Árna sjálfan, og vakti
strax furðu hjá mér, er ég tók
að blaða í henni. Hún er mjög
vönduð að öllum ytra frágangi
og efni hennar geysifróðlegt
fyrir hvern þann, eruáhuga hefir
á búnaðarsögu íslands. En þó«
þótti mér einna merkilegast, að
smáþjóð, sem telur ekki 150,000
þegna, skyldi geta ráðizt í að
gefa út slíka bók.
Faðir minn hefir lengi ætlað
að rita nokkur orð um þessa
bók, en langvarandi vanheilsa
hefir valdið því, að hann hefir
ekki komið þessu í verk, Ég
sagði því vi£S hann, að mér
mundi ljúft að rita nokkur orð
um bókina, þótt ekki hefði ég
vit á ræktun, en hefði þar á móti
snefil af þekkingu á búvélum,
þar sem ég hefði unnið mörg
sumur við að setja saman og
gera við akuryrkjuverkfæri.
Búvélar og ræktun er 475 bls.
að stærð í stóru broti. I henni
eru á sjötta hundrað myndir og
teikningar af búvélum og öðru.
Þessar myndir eru margar mjög
nákvæmar og skýra bæði gerð
véla og notkun þeirra. T. d. eru
hér ótal myndir, sem lýsa hinum
mismunandi hlutum traktora
(eða draga, eins og þeir vilja
Ég var Wz ár að venjast
hinum miklu hitum Indó-
nesíu. Eftir það háði verðr-
áttan mér lítið. Og síðan
hefur mér líkað svo vel
þarna austurfrá, að ég er
staðráðinn í að fara þangað
aftur enn um hríð, enda er
flugmannsstarfið afbrags vel
launað þar austur frá.
ÞANNIG fórust Sveini Gísla-
syni flugmanni orð, er ég rabb-
aði svolítið við hann um dvöl
hans í Indónesíu. Sveinn er
meðal víðförlustu íslendinga og
hefir getið sér gott orð sem flug-
maður á hinum erfiðu og' löngu
flugleiðum í þessu austræna
eyjaveldi.
Flugstjóri í Indónesíu
— Ég fór þangað austur á
fyrrihluta árs 1952 og var þá
upphaflega ætlazt til að ég yrði
þar í 2 ár, en rétt áður en þeim
tíma lauk var ég beðinn um að
starfa þar lengur. Er ég nú kom-
inn heim í stuttu fríi, en hverf
aftur austur innan skamms og
mun verða þar enn í Wz til 2 ár.
Fyrst starfaði ég sem aðstoðar-
flugmaður, en síðar sem flug-
stjóri.
Mikill flugfloli
— Hvaða flugvélar eru notað-
ar þarna?
— Það er allstór flugfloti, 16
Convair-flugvélar, 14 De Havil-
land Heron, rúmlega 20 Douglas
Dakota og Katalína-flugbátar
hafa verið notaðir.
— Er ekki nauðsynlegt að nota
flugbáta í svona eyríki eins og
Indónesíu?
—Nei, eins og ég sagði hafa
Katalína-flugbátar verið notaðir,
en nú er verið að leggja þá
niður. Það er búið að gera svo
marga flugvelli víðsvegar á
kalla þá á Islandi) og starfi
þeirra. Hafði ég ekki sízt gaman
af að athuga myndirnar í bók-
inni, því að þar rakst ég á marg-
ar vélar, sem nú eru horfnar af
sviðinu, sem voru mér að góðu
kunnar frá uppvaxtarárunum,
þegar ég hafði þó talsverðan
áhuga á vélum. Þarna rakst ég
t. d. á gamla International 10/20
traktorinn, en hann var með
betri traktorum um og eftir
1925.
Bókin skiptist í tólf kafla, og
yrði of langt mál að ræða þá
hér, en geta má tveggja eða
þriggja. Einna skemmti- og fróð-
legastur þótti mér þátturinn um
sögu plógsins á liðnum öldum og
fram á vora daga í kaflanum:
„Jarðvinnsla með hestum“. Er
þar að finna myndir af plógum
frá elztu tímum fram á þennan
dag. Þá þótti mér, eins og fyrr
segir, stórmerkilegur kaflinn um
traktora og gaman hafði ég af
að læra í fyrsta sinn hin íslenzku
nöfn á mörgum hinna mismun-
andi hluta þessara véla. Hygg
ég og, að marga þarfa bend-
ingu fengi margur bóndi í þess-
ari álfu, ef hann læsi kaflan:
„Meðferð traktora og hirðing“,
enda er ekki fallegt að sjá van-
hirðingu á vélum á mörgu býli
hér í fylki.
Eins og við er að búast, er
langur kafli um heyskap, og
gefur hann góða hugmynd um,
hversu íslendingar á seinni
árum hafa notfært sér allar hin-
ar mörgu nýtízku heyskapar-
vélar. Eins er fróðlegur kaflinn:
„Garðrækt og kornrækt“, þótt
kornrækt sé enn á tilraunastigi
á íslandi.
En hér skal staðar numið. Að-
eins skal það tekið fram, að ekki
munu margar þjóðir, og er þá
stórveldunum ekki sleppt, eiga
eins aðgengilega og fullkomna
bók um búvélar og ræktun. Hún
er bæði höfundi og þjóð til
sóma.
Tryggvi J. Oleson
eyjunum, að það er ekki lengur
þörf fyrir sjóflugvélar. Áður var
það hollenzka flugfélagið, sem
hélt uppi öllum flugferðum í
Indónesíu, en nú hefir sú breyt-
ing orðið, að flugfélagið er að
fullu eign indónesísku stjórnar-
innar, an starfsemin hins vegar
rekin af hollenzka flugfélaginu
KLM.
Hollendingar ómissandi
— Hvernig er annars sambúð
Indónesa og Hollendinga?
— Hún hefir verið slæm.
Indónesar litu á Hollendinga
sem nýlendukúgara og vildu
helzt reka þá alla af höndum
sér. En sannleikurinn er sá, að
þeir geta ekki komizt af án
hinna hollenzku innflytjenda,
tækniþekkingu þeirra og kunn-
áttu. Þeir ráku sig á að illa fór
á ýmsum sviðum, þar sem Hol-
lendingar voru reknir. Nú eru
Indónesar almennt farnir að
skilja þetta og má meðal annars
sjá það í rekstri flugfélagsins.
Leyniskytiur við alfaravegi
— Hafið þið flugmennirnir
nokkuð orðið fyrir barðinu af
innanlandsóeirðum þeim, sem
verið hafa í Indónesíu?
— Nei, ekki að heitið geti. Það
er rétt að taka það fram, að það
er algerlega eitt ríkisvald, sem
ræður á öllum þeim ógrynnum
eyja, sem í Indónesíu eru. En við
og við kemur það fyrir að upp-
reisnir brjótist út meðal þjóð-
flokka eða sértrúarflokka, t. d.
á Vestur-Java, Celebes, Norður-
Súmatra og víðar. Þegar slíkar
skærur brjótast út er vissara að
fara varlega. Ég minnist þess
t. d. að þegar uppreisn var á
eynni Celebes, gátum við ekki
farið frá flugvellinum til bæjar-
ins, vegna þess að leyniskyttur
lágu meðfram veginum og okk-
ur voru gefin fyrirmæli um að
fljúga ekki lágt að flugvellinum
af hættu við leyniskyttur, held-
ur hringsóla og lækka flugið yfir
sjálfum vellinum.
Flug almennt meðal auðugra
— Er flugið orðið almennt
meðal fólks í Indónesíu?
— Kjör meginhluta þjóðar-
innar eru slík, að þeir hafa engin
efni til ferða, heldur dveljast
að mestu á sama stað allt sitt
líf. En flugið verður æ þýðingar
meira í þjóðlífinu. Mest eru það
að vísu embættismenn, höfð-
ingjar, þingmenn og kaupmenn
sem við flytjum. Stundum flytj-
um við jafnvel nokkuð af her-
mönnum, þegar nauðsyn er her-
liðs til að bæla niður róstur og
mótþróa við stjórnina.
í ferðum með Soekarno
— Þá hef ég margar skemmti-
legar minningar frá langri flug-
ferð, sem ég fór með Saekarno,
forseta Indónesíu til norður-
hluta Súmatra og annarra nær-
liggjandi eyja. Ferðin tók 10
daga og komum við þar á flesta
þá staði, þar sem flugvél gat
lent. Þá kynntist ég ýmsum
nýjum stöðum.
— Hvernig kom forsetinn þér
fyrir sjónir?
— Hann er lágvaxinn maður,
eins og flestir Indónesar. Ákaf-
lega þægilegur í viðmóti. Hann
gaf sig m. a. á tal við mig. Hafði
honum verið sagt, að ég væri Is-
lendingur. Fór hann að rabba
við mig um Island og virtist hafa
dágóða þekkingu á þessu fjar-
læga landi. M. a. spurði hann
mig hvernig hitaveitan í Reykja
vík reyndist. Hann hafði áhuga
fyrir því, en í Indónesíu eru víða
heitir hverir. Þeir hafa hins veg-
ar engin not fyrir að hita upp
hús sín með hverahita, því að
ríkið liggur undir miðjarðar-
baug.
— Þetta var opinber heim-
sókn, sem forsetinn var í og var
honum hvarvetna tekið ákaflega
vel og hátíðlega. Haldnar voru
danssýningar og sungið fyrir
forsetann.
Búvélar og ræktun
— Á einum stað, við svonefnt
Topa-vatn, sem er uppi í fjöll-
um, varð ég afskila við áhöfn
flugvélarinnar. Þá bauð forset-
inn mér að koma með sér til
hátíðahaldanna. Fórum við fyrst
all-langa leið með bifreiðum,
stigum svo út úr í borginni. Ef til
vill hefði ég ekki átt að ganga í
fylgdarliði forsetans inn um
mannfjöldann, en ég áttaði mig
ekki fyrr en of seint, veggur
mannfjöldans var á báða bóga,
svo að ekki varð snúið við. Fór
ég síðan með fylgdarliði forset-
ans upp á heiðurspall mikinn
Þar ætlaði ég að reyna að kom-
ast undan til hliðar, en var þá
boðið að taka mér sæti. Sátum
við þar í nokkrar klukkustundir,
horfðum á dans og hlýddum á
söngva. En list þessara austur-
landabúa hefir mér fundizt miög
aðlaðandi, fíngerð og með sér-
stakan töfrandi blæ. Var tíminn
fljótur að líða við hinn austræna
dans.
Við Borobudur og Bali
— Þú hefir þannig haft mikil
kynni af þjóðlífi Indónesa?
— Já, hér á landi hefir Björg-
úlfur Ólafsson læknir skrifað
ýtarlegar bækur um Austur-
Indíur. Við frásögn hans þarf
litlu að bæta, því að ég hef sann-
færzt æ betur um það við kynni
mín af Indónesíu hve snilldarleg
lýsing hans er. Mér gafst t. d.
tækifæri til að skoða hið stór-
merkilega forna hof Borobudur
og virðist mér að í lýsingu hans
sé hvergi ofmælt um þetta vold-
uga listaverk frá fornri öld
menningar á Java. Ég hef einnig
heimsótt sælueyna Bali, þar sem
fólk er nokkuð með öðru móti,
en víðast annars staðar í Indó-
nesíu, hávaxnara og ljósara. Þar
þróast mjög sérstæð list og bera
t. d. dansarnir á Bali af annarri
danslist, útskurður og listiðnað-
ur hefir þar og sitt sérstaka svip-
mót, sem margir Evrópubúar
verða heillaðir af.
Vestræn menning sækir á
— Já, segir Sveinn að lokum,
þarna býr þjóð, sem á miklar
fornar arfleifðir og víða hvílir
austrænt dulmagn yfir umhverf-
inu. En á síðari árum ryður
vestræn tækni sér æ meira til
rúms. Flugmennirnir eru að
vissu leyti eins konar boðberar
hinnar vestrænu menningar a
þessum slóðum. En þess gætir
víðar, nýtízku hús rísa upp 1
borgunum, bifreiðar þjóta um
götur og svo blandast austrænt
og vestrænt saman á undarlegan
hátt eins og þegar kúlíarnir
hætta að draga leiguvagna sína
og aka leigureiðhjólum nm
strætin. Þ. Th.
—Mbl., 7. okt.
Hagfræðideild Landsbanka ls-
lands hefur byrjað útgáfu
tímarits um efnahagsmál, og
heitir það Fjármálaiíðindi. Rit"
stjóri er Jóhannes Nordal. Rit1
þessu er ætlað að birta aðgengi-
legar upplýsingar og greinar
um efnahag þjóðarinnar og fjár-
mál, og enn fremur á það að
verða vettvangur fyrir ritgerðir
og umræður um hagfræðileg
efni. Meginefni það, sem áður
hefur komið í Árbók Lands-
bankans, á að birtast hér eftir
í þessu tímariti. Fjármálatíðind1
koma út fjórum sinnum á arx-
í fyrsta heftinu segir m. a. 1
yfirliti um peningamarkaðinn,
að hin mikla þensla í peninga'
kerfinu, sem einkenndi árið
1953 hafi haldið áfram á þessu
ári, en aukning seðlaveltunnar
þó ekki verið eins mikil. Hag'
stæðasti þáttur þróunarinnar
undanfarið er sá, að spari-innlög
í bönkunum hafa haldið áfram
að vaxa jafnt og þétt, en alvar-
legast hitt, að hin mikla aukn-
ing innlána hefur hvergi nærri
nægt til þess að vega upp á móti
útlánaukningunni. Jöfnuður hef
ur náðst með því, að seðlaveltan
hefur aukizt og gjaldeyriseign
bankanna slórlækkað, en hvort
tveggja horfir í öfuga átt við
það, sem æskilegast er, segir 1
greininni.