Lögberg - 18.11.1954, Side 3

Lögberg - 18.11.1954, Side 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1954 3 REIMLEIKAR Eftir Jónbjörn Gíslason pINSTÆÐINGSSKAPUR o g ^ umkomuleysi setti að von- um sérkennilegan og að vissu leyti merkilegan svip á athafnir afdalahúa Islands í fyrri daga og viðhorf þeirra til lífsins í heild. Fólkið var einangrað og útilokað frá samneyti við ná- granna og vini, sakir fannkyngi, frosta og fjarlægða milli bæja. Hver einstaklingur varð að búa að sínum eigin hugsunum, sem urðu myrkar og dulrænar vegna samgönguleysis við aðra menn andlega skyldra. I fásinni myrku híbýlanna skapaði hið frjóva ímyndunarafl fólksins ýmsa vætti, illa og góða — fleiri þó illa — sem ákveðið viðfangs- efni og vandamál að fást við, svo sem, forynjur, drauga, tröll, útlegumenn o. fl. Að vísu var tiltölulega auð- velt að vara sig á útilegumönn- unum, sem sagt var að byggðu dalinn handan fjallsins þar suður á heiðinni og sama máli var að gegna með tröllin, sem áttu heima í gljúfrunum þar nokkru innar. Þessir óvættir sáust þó með berum augum og því auðvelt að varast þá, ef gætilega var farið. En það var öðru máli að gegna með draug- ana, þessa höfuðféndur allra af- dalabúa fyrr og síðar. Þeir riðu húsum um nætur, stóðu í dimm- um skotum og krókum bæjar- dyra og ganga og köstuðu koppum og kirnum í saklaUst fólkið, og þegar út af tók drápu kind í fjárhúsi eða kú í fjósi. Við meiðslum á skepnum var auðvitað nokkur vörn, að mála’ stóran kross með góðri koltjöru á dyr peningshúsa, og helzt að signa hverja skepnu áður fjár- hús voru byrgð að kvöldi. A fjármörgum heimilum var þetta allmikið verk, og þar sem fjár- menn voru ekki því trúrri og húsbóndahollari, mun vanræksla nokkur hafa átt sér stað í þessu efni. Hinir áhrifamestu refsivendir á óstýriláta krakka var venju- lega einhver uppáhalds draugur, eða Gríla og Leppalúði, þessi merkilegu fyrirbrigði er sum góðskáldin fluttu svo smekkleg- ar drápur forðum. Af þessu leiddi, að með vaxandi vizku í þessum efnum, urðu börnin meistarar í slíkum fræðum og í engu eftirbátar hinna eldri. Á rökkurkvöldum, þegar full- orðna fólkið lagðist til svefns, þar til kvöldvaka byrjaði, söfn- uðust krakkarnir venjulega saman í einhverju rúmi, sem enginn notaði í þann svipinn, og sögðu hvort öðru draugasögur. Vanalega voru yngstu og ístöðu- minnstu börnin höfð í miðjum hópnum, þar var hættan til- tölulega lítil, en hin eldri og kjarkmeiri til beggja hliða og sérstaklega gagnvart baðstofu- dyrum, því þaðan var háskinn vanalega mestur og bráðastur, ef illa fór. Það mátti stundum búast við að draugurinn, sem sagan var af, birtist allt í einu ljóslifandi, eða svo sagði sögu- maður venjulega til þess að öðl- ast nánari athygli áheyrenda. Oftast nær sögðu elztu börnin sögurnar, þau töldu sig vita mest um þessa hluti og því sjálf- sagði leiðtoga þessara fræðslu- stunda. Stundum enduðu þessar rökk- urskemmtanir þannig, að slíku felmtri - sló á allan hópinn, þar með talinn leiðtogann sjálf- an, að enginn þorði að hræra minnsta fingur, en biðu þess í dauðans skelfingu að ljós væru tendruð. Umrenningar og annað ferða- fólk var ótæmandi uppspretta kynja- og öfgasagna af öllum tegundum, og lögðu því ríflegan skerf til þessara mála. Gísli heitinn Brandsson var einn hinn kunnasti og merkasti sérfræðingur í þessari grein. Samkvæmt hans eigin sögn, sá hann gegnum holt og hæðir, þekkti persónulega hvern draug í tveimur sýslum, vissi upp á hár hvaða heimiil, ætt eða ein- stakling hver draugur fylgdi og öll tildrög að uppruna hvers eins. Hann hélt því jafnvel fram, að sumir hinna allra merkileg- ustu, hefðu aukið kyn sitt, taldi hann það gott vegna þess að margt væri skrítilegt í fari þeirra og því ótækt að þeir lægju óbættir hjá garði. Ég minnist enn einnar nætur, er hann gisti hjá föður mínum, ég mun þá hafa verið 6—7 ára. Á kvöldvökunni sagði hann draugasögur uppihaldslaust til háttatíma. Fannst mér að hann hlyti að taka öllum mönnum fram að málsnilld og fróðleik. Eina sögu sagði hann þó svo öfgafulla að jafnvel ég varð efa- blandinn, ég dirfðist ,því að spyrja hann ofur gætilega, hvort þetta væri áreiðanlega sönn saga. Gísli leit við mér snúðugt og svaraði stutt. „Þessi saga er til á prenti, strákur". Úr því svo var, skildi ég auðvitað að hún hlaut að vera sönn, því enginn mundi leyfa sér að prenta lýgi, hvorki í söguformi eða á annan hátt. Ég hafði ekki haft mikil kynni menntaðra fræðimanna og kunni heldur enga grein þar á, en ég fór þó í huganum að bera þá fáu, sem ég hafði heyrt talað um saman við Gísla. Fyrst af öllum datt mér í hug sóknar- presturinn, sem var nýbúinn að húsvitja. Eftir að ég hafði metið og vegið allt hlutdrægnislaust frá beggja hálfu, duldist mér ekki að Gísli var langsamlega fremri, bæði fyrir smekkvísi á umtalsefni og fróðleik yfirleitt, að því ógleymdu hvað hann var skemmtilegri, þrátt fyrir það að sögur hans settu stundum að mér æsandi óttablandinn hroll. Um langan aldur áttu ýms höfuðból og betri heimili sína eigin drauga eða afturgöngur, sem tilheyrðu staðnum eins og gamla vinnufólkið, sem helzt al- drei mátti skipta um vist. Um kotbæi var allt öðru máli að gegna, flökkudraugar, sem hvergi áttu hæli, komu þar náttúrlega við stöku sinnum, en gátu hins vegar ekki verið þekktir fyrir að vera kenndir við slík hreysi að staðaldri og sniðgengu þau heldur. Um tvítugs aldur var ég svo- kallaður vinnumaður á tveimur bæjum í Húnavatnssýslu, eitt ár á þeim fyrri, sem var Auðkúla í Svínadal, og þrjú ár á Móbergi í Langadal. Þessi tvö ágætu heimili, sem ég man lengur en marga aðra staði, sem ég hefi dvalið á, þau höfðu hvert um sig, sinn eiginn heimilisdraug. Mó- berg átti Móbergs-Móra, sem mér þótti ekki mikið varið í, vegna þess að mér auðnaðist aldrei að kynnast honum hvorki í sjón eða reynd, en samverka- fólk mitt — sumt að minnsta kosti — sá hann næstum dag- lega og taldi þann ágalla minn hörmulegan, að vera ekki skygn. Auðkúla hafði aftur á móti fleiri en einn, enginn vissi hve marga, en hitt var öllum kunn- ugt, að allt voru það aftur- gengnir Auðkúluprestar, er höfðu fyrir langa löngu drukkn- að í Svínavatni, á leið frá sam- nefndum kirkjustað, til Auð- kúlu. Enginn veit, hvað sögn þessi er gömul, varðar heldur ekki miklu máli. Vegalengdin milli Auðkúlu og Svínavatns er ef til vill ein og hálf ensk míla, sé farin skáhöll leið yfir suðurhluta vatnsins og sú leið var ætíð farin þegar ísa- lög voru. Frá Auðkúlu-túni ligg- úr hallandi mýri alla leið ofan að bökkum Svínavatnsins. Á vetrum leggur samfellda svell- breiðu á alla þessa mýri og má því heita einn góður skeið- sprettur milli bæjanna á flug- hálum og glærum ísnum. Á þessari leið drukknuðu gömlu Kúlu-klerkarnir, og allir gengu þeir aftur, og allir leituðu þeir heim að Kúlu. Á frostgrimmum, mánabjört- um vetrarkvöldum sagðist fólkið á Auðkúlu heyra, þegar skaflar gæðinganna ristu klakann við þeysireið draugaklerkanna upp mýrina heim til staðarins, en augu manna voru svo haldin að ekkert var sjáanlegt. Mér flaug í hug að þessi skafla-fara hljóð í ísnum líktust tortryggilega mikið venjulegum ísbrestum í hörkufrosti. Ekki hafði ég samt orð á þessum grun mínum, ég hélt að það þætti ef til vill bera vott um virðingarleysi fyrir prestastétt- inni sem heild, a ðefast um nær- veru meðlima hennar á þennan sérkennilega hátt. Með lýsingu þessa á staðhátt- um og umhverfi sem baksýn, verður hér meðfylgjandi drauga saga að skoðast og dæmast. Ég var lengi á báðum áttum í þess- um sökum, þorði ekki að aftaka neitt, því ég vissi að „það er harla margt á himni og jörðu, sem heimspekina dreymir ei um“. En hér var frá mínu sjón- armiði allur vafi ómögulegur. Ég hafði fengið fulla vissu og óræka sönnun á fyrirburðum og sýnum, sem áður virtist torskil- ið, og ber ég því eins hér eftir sem hingað til verðskuldaða virðingu fyrir þessum gömlu og merku sögnum. — ☆ — Árið 1899 réðist ég vinnu- maður að Auðkúlu og kom þangað með föggur mínar á vinnuhjúaskildaga það vor. — Margt var þar hjúa á mínum aldri og huggði ég hið bezta til vistarinnar. Húsbændur mínjj hinir prýðilegustu og virt og elskuð af öllum. Jafnaldrar mínir á staðnum töldu það skyldu sína að fræða mig um allt sem viðkom vist minni þar, um heimilishætti og reglur, er allir töldu skyldu sína að fylgja. Ágalla á vistinni vissi það enga, nema ef vera kynni orðróm, að hér væri reimleiki nokkur og margir væru hér myrk- fælnir. „Það er eins og þetta liggi hér í landi“, sagði fólkið. Ég krafðist frekari sagna um þessa hluti og var mér þá sagt allt, sem allir vissu um þennan prestslega draugagang. Ég var spurður, hvort ég væri nokkuð myrkfælinn. Ég sagði það ekki vera til muna. Þrátt fyrir það að ég var naumleg! sloppinn við unglings- árin, hafði ég að mínum eigin démi öðlast furðumikla þekk- ingu á ýmsum veraldlegum fræðum, sem ég taldi að gagni mætti koma. Ég hafði t. d. lært að reykja tóbak, átti sæmilegan pípustubb og tóbakspoka. Þegar ég með pípu mína, sat á tali við mér eldri menn, fannst mér að þeir þyrftu ekki mikið að fyrir- verða sig fyrir samneyti við mig. Einn sólbjartan sunnudag sat ég inni í baðstofu í ró og næði og þyrlaði reyk í fagurlegum rósahringum allt í kringum mig. Presturinn, húsbóndi minn, gekk fram hjá, leit til mín og tók sér sæti í grend við mig. „Svo þú reykir þá“, sagði hann vingjarnlega. „Já, dálítið", svaraði ég ofur- lítið upp með mér og bjóst við, að hann mundi láta orð falla í þá átt, að slíkt væri þroska- merki, á ekki eldri manni. En í þess stað segir hann: „Veiztu það, Jónbjörn, að þú ert fyrsti unglingurinn í minni þjónustu, sem notar tóbak svo nokkru nemi. Ég tel það fremur ósið þegar alls er gætt. Tóbak spillir heilsunni, það kostar tölu- verða peninga, að ógleymdri eldshættunni, sem af því stafar. Mitt ráð er, að þú hættir því algjörlega eða minnkir það um helming“. Hann gaf mér engan tíma til svars, en stóð upp, brosti vin- gjarnlega og gekk til stofu. Mig hálflangaði til að spyrja, hve- nær hann hefði sjálfur byrjað að reykja, en bæði var það, að mig brast kjark til, enda enginn tími heldur. Ég tók þessa ráð- leggingu til alvarlegrar íhugun- ar og gjörði ráðstafanir sam- kvæmt henni tafarlaust. Fyrsta sporið var að geyma aldrei tóbak inni í baðstofu, þar sem ætíð var þægilegt að ná til þess. Geymslustað kaus ég í skála nokkrum langt fram í bæ, og þangað varð ég að sækja hverja pípufylli, eina í einu. Skáli þessi kemur síðar við sögu. Eitt sinn spurði ég prestinn hvert álit hans væri á þessum draugasögum, sem gengju hér fjöllum hærra. Hann sagðist halda að öll tildrög þeirra mála væru óábyggilegar þjóðsagnir. Hann sagðist aldrei hafa séð neitt grunsamlegt, enda ekki skygn. Vorið leið hjá og sumarið einnig. Haustannir byrjuðu og nótt tók smám saman að lengja fet fyrir fet. Snemma á jóla- föstu hlóð niður töluverðum snjó, en innan fárra daga gjörði hláku svo mikla að öll þessi fönn þiðnaði á skömmum tíma. Ég hélt enn sömu háttum um tóbaksnotkun, náði vanalega í eina pípu-fylli um háttatíma hvert kvöld. Húsaskipun á Kúlu var slík, að úr baðstofu veru löng göng þráðbeint til bæjardyra. Tvenn- ar voru krossdyr á þessari leið, leiddi hin innri til búrs og eld- húss, en hin fremri til stofu og skála þess, sem fyrr er nefndur. Andspænis inngangi stóð í horni skálans gamall bekkur, sem einu sinni hafði tilheyrt ein- hverri gamalli kirkju á staðn- um. Á vegglægju yfir bekknum geymdi ég tóbaksbirgðirnar mínar, en svo hátt var til vegg- lægjunnar, að ég varð að stíga upp á veginn til að ná alla leið. Ætíð fór ég þessar aðdráttar- fetðir ljóslaus, því húsbændun- um • var ver við ljósagang frammi í bænum seint á kvöldin. I raun og veru var mér heldur í nöp við öll dimm göng, sér- staklega um og eftir háttatíma, ekki af því að ég væri beinlínis myrkfæljnn, en ég bar einhverja vanmættiskenda lotningu fyrir hlutum og fyrirbærum, sem voru álíka torskilin og flökku- náttúra þessara afturgengnu klerka, þótt ég hins vegar teldi slíkar sagnir tóman þvætting. Eitt kvöld las ég í bók langt fram á kvöld, gleymdi stund og stað, þar til ég leit upp og sá að allir voru háttaðir og flestir í svefni. Fyrsta hugsun mín var, að fá mér í pípu undir svefninn. Ég snaraðist fram á loftskörina og leit niður í kolsvart myrkrið, sem líktist mest einhverjum voðalegum og dularfullum und- irheimum, þar sem allra óvætta gæti verið von. Úti var auð jörð og hláku- myrkur eins og áður var getið um. Tæplega hálfvaxið tungl óð í skýjum og kastaði daufri draugslegri skímu á veggi og gólf, þegar vindurinn svipti kaf- þykkum skýflókunum frá því, aðeins augnablik í senn. Ég staul- aðist ofan í myrkrið, sem var svo biksvart og þétt að ég gat næstum þreifað á því. Það lagð- ist að vitum mínum eins og þvöl, fúl blæja, svo mér lá við andköfum. Þegar fram í göngin kom, fann ég ískaldan gust koma í fang mér framan göngin. Mér flaug í hug að gleymzt hefði að loka bænum. Ég þreifaði mig í flýti fram göngin til þess að loka bæjarhurðinni, en þegar þangað kom, var hún harðlæst eins og vanalega. Ég ásetti mér að hraða þessari pílagrímsgöngu minni eftir föngum og snaraðist inn í skálaganginn. Gangur þessi var í gegnum þykkan torfvegg og þegar hann þraut, tók við breidd skálans sjálfs inn í horn- ið, þar sem gamli kirkjubekkur- inn stóð. Á þessu augnabliki stalst aftur dauf skíma frá tunglinu beint inn í hornið og á bekkinn, en birtan var svo Framhald á bls. 7 Business and Professional Cards Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation (32 Simcoe St. Winnlpeg, Man. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’i and Vaughan, Wtnnipeg PHONE 92-6441 SEWING^MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Portage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega penlngalAn og elds&byrgB, blfrelCaAbyrgB o. s. frv. Phone 92-7538 Dr. ROBERT BLACK » SérfrætSingur f augna, eyrna, nef . SARGENT TAXI og hálssjtlkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. PHONE 20-4845 Gr&ham and Kennedy St. Skrifstoíusfmi 92-3851 For Quick, Reliable Service Heimasími 40-3794 4 Dunwoody Saul Smiih DR. E. JOHNSON & Company Charlered Accounlanls 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phone 92-2468 100 Prlncess St. Winnipeg, Man. Phones: Office 26 — Residence 230 And offices at: FORT WILLIAM - KENORA Office Houra: 2.30 - 6.01 p.m. FORT FRANCES - ATIKOKAN l Hafið Thorvaldson, Eqgertson, Höfn Baslin & Stringer Barristers and SoLicitors i huga • Heimili artlsetursbarnanna. 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Icelandic Old Folks' Home Soc , Portage og Garry St. 3498 Osler St„ Vancouver, B.C. PHONE 92-8291 ARLINGTON PHARMACY CANADIAN FISH PrescTipiion Speciallst Cor. Arlington and Sargent PRODUCERS LTD. Phone 3-55S0 J. H. PAGE. Managing Director We Handle School Supplies Wholesale Dlstributors of Fresh and We collect light, water and Frozen Fish phone bills. 311 CHAMBERS STREET Posl Office Ofnce: 74-7451 Res.: 72-3917 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Elllce & Home Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Houxa: 4 p.m.—6 p.m. s and by appointment. Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. W. R. Appleby, B.A.. L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 • A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur Ifkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaBur sá beztl. StofnaB 1894 SlMI 74-7474 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Acccr’intant 506 Coníederatlon Life Building WINNIPEG MANITOBA Phone 74-5257 70« Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavllion General Hospital NelTs Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-8753 Parker, Parker and ' Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanaaon 500 Canadlan Bank of Commerce Chambera Winnlpeg, Man. Phone 92-3561 S. O. BJERKING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOm BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributor* of “ FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Sfmi 92-5227 Gilbart Funeral Home Selklrk, Manitoba. »**»«?& - - --- ... i-fi. _aZBHHK3lr J. Roy Gilbart Llcensed Embalmer Phone 3271 Selklrk EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniioba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaelningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vIB, heldur hlta frá ao rjúka út meB reyknum.—SkrlfiB, sfmlB tll KEULY 8VEIN8SON (21 Wall St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Stmar 8-3744 — 3-4431 Van's Eiectric Ltd. 636 Sar^ent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL PT iKUÍHIC •— ADMIRAL McCLAHY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all lts branches Real Estate - Mortgages - Rentala 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3481 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.