Lögberg - 18.11.1954, Side 4
4
Lögberg
Ritstjóri; EINAR P. JÓNSSON
GeflS ít hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMIT E D
695 SARGENT AVENUE, WINNIREG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0u um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Viðsjá
Fregnir, sem taldar eru að vera ábyggilegar, hafa ný-
lega borist út um heim frá London þess efnis, að brezk og
amerísk stjórnarvöld sitji á ráðstefnu varðandi framtíð
Formósu frá stjórnarfarslegu sjónarmiði séð, eða með
hverjum hætti bezt verði trygt hlutleysi þessarar auðugu
og umdeildu landspildu, eða hvort til mála geti komið, að
gera hana að fullvalda ríki; eins og sakir standa ráða kín-
verskir Nationalistar lofum og lögum á eynni og njóta ríku-
legrar samúðar af hálfu Bandaríkjastjórnar, er lætur 7.
flotadeild sína vaka á verði yfir sundunum milli eyjar og
meginlands.
Afstaða Breta til Formósu er nokkuð á annan veg en
Bandaríkjanna; þeir hafa fyrir löngu viðurkent kommún-
istastjórnina í Kína sem ábyrga og löghelgaða stjórn, en
Bandaríkin standa þar á öndverðum meið; þau hafa synjað
stjórn kommúnista um stjórnarfarslega viðurkenningu og
eru ekki líkleg til að breyta um skoðun í þeim efnum fyrst
um sinn; brezk stjórnarvöld hallast á þá sveif, og það ekki
að ástæðulausu, að það sé fyrst og fremst hlutverk Banda-
ríkjanna, að komast að fastri niðurstöðu um framtíð
Formósu og gera þá samninga, er þeim bezt líkar við
Chiang Kai shek. Fyrrum forsætisráðherra Breta, Clement
Attlee, virðist þeirrar skoðunar, að úr því sem komið sé,
myndi viturlegast að fela sameinuðu þjóðunum forsjá
Formósu, en slíka afstöðu telur stjórn Breta því nær óhugs-
anlega í framkvæmd.
Mr. Churchill er sagður að vera hlyntur því, að sam-
komulag milli Breta og Bandaríkjanna um lausn Formósu-
flækjunnar náist áður en langt um líði, því slíkt hljóti að
styrkja friðarhorfurnar í Austurvegi.
☆ ☆ ☆
Þingflokkur verkamanna í brezka þinginu hefir nú
fallist á að greiða atkvæði á hlið stjórnarinnar varðandi
endurhervæðingu Vestur-Þýzkalands og afgreiðslu þar að
lútandi sáttmála, sem undirskrifaður var í París. Um mál
þetta voru framan af harla skiptar skoðanir innan vébanda
þingflokksins, en svo fór auðsjáanlega að lokum, að meiri-
hlutinn laut vilja þeirra Attlee’s og Morrison’s; sagt er að
124 hafi greitt atkvæði með hervæðingunni, en 72 á móti.
Mr. Attlee hafði framsögu um málið fyrir hönd flokks
síns, og lét svo ummælt, að eins og ástætt væri, yrði endur-
hervæðing Vestur-Þýzkalands að teljast óhjákvæmileg.
☆ ☆ ☆
Sinnaskipti, eða hvað? Þess er getið í nýlegum fregnum
frá Moskvu, að aðalritari Kommúnistaflokksins, Nikita
Krushchev, sé farinn að vara flokksbræður sína við því,
að ganga ekki of langt í mótspyrnunni gegn trúarbrögðum
og kirkju; hvort þetta stafar af andlegum sinnaskiptum
eða pólitískum ástæðum skal ósagt látið; þó virðist aðvörun
flokksritarans alvarlegs eðlis, þar sem hann mælir.svo fyrir,
„að ruddalegar árásir á kennimenn og móðgun við kirkju-
rækið fólk, yrði að kveða niður, enda væru slíkar ofsóknir í
beinni mótsögn við grundvallarlög ráðstjórnarríkjanna“.
Áminst yfirlýsing flokksritarans, er sögð að rekja rót
sína til sívaxandi ofsókna gegn Baptistum og öðrum íhalds-
sömum kirkjufélögum; og munu kommúnistar, eða réttara
sagt forustumenn þeirra af þeim ástæðum hafa verið teknir
að óttast um fylgistap.
☆ ☆ ☆
Hinn marghæfi stjórnarformaður Frakka, Mendes-
France, sem nýkominn er í heimsókn til Canada og Banda-
ríkjanna, skoraði á þjóð sína rétt áður en hann lagði upp í
vesturförina, að bæta ráð sitt varðandi nautn áfengra
drykkja, er hann kvað mjög hafa lamað siðferðilegan og
líkamlegan þrótt frönsku þjóðarinnar áratugum saman;
sjálfur drekkur forsætisráðherrann einungis vatn og mjólk
og hyggur, að það yrði þjóðinni til góðs að fara að fordæmi
sínu í þessu efni.
Mr. Mendes-France segir að árleg áfengisneyzla
frönsku þjóðarinnar nemi hvorki meira né minna en
$1,500,000,000 miljónum; slík firn segir forsætisráðherra
að nái ekki nokkurri átt; umferðaslys, sem af áfengisnautn
stafi, fari svo ört í vöxt, að löggæzlumenn fái ekki rönd við
reist, og rekja megi fjöldann allan af slysum í verksmiðjum
til áfengisnautnar; hin síhækkandi tala sjúklinga á geð-
veikrastofnunum bæri áfengisnautninni jafnframt ófagurt
vitni; forsætisráðherra tjáðist einnig sannfærður um það,
að franskir starfsmenn, sem í verksmiðjum ynnu myndu
afkasta drýgra dagsverki og verða síður teknir til augnanna
ef þeir tækju upp þann sið, að neyta mjólkur í stað áfengra
drykkja.
Hvort afstaða forsætisráðherra gagnvart áfengisnautn-
inni varði hann lífið í pólitískum skilningi er enn eigi vitað,
þó víst sé, að vínframleiðendur landsins séu óðir og upp-
vægir og vilji fyrir hvern mun ryðja honum úr vegi. Hvort
sem Mendes-France verður langlífur í valdasessi eða ekki,
er það þó alheimi ljóst, að hann hefir á tiltölulega skömmum
tíma veitt þjóð sinni heima fyrir og á vettvangi utanríkis-
málanna öruggari forustu en nokkur annar franskra stjórn-
málamanna hefir gert í háa herrans tíð.
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1954
Canadisk stjórnarvöld hafa bannað með öllu fyrst um
sinn innflutning sauðfjár frá Bretlandi, að því er lögbirtinga-
blaðið The Canada Gazette skýrir frá hinn 11. þ. m. Ástæðan
er talin sú, að á Bretlandi hafi upp á síðkastið útbreiðst
mænuveiki í sauðfé, er gert hafi þegar nokkurn usla og
óvíst um endalok.
Dýralæknar í þjónustu Canadastjórnar segja, að ár-
lega séu fluttar inn frá Bretlandi nokkrar tylftir kynbætis-
hrúta, er gefist hafi vel; frá aflétting bannsins verður á
sínum tíma skýrt í lögbirtingablaðinu.
Nýr leiksigur Önnu Borg
Að undanteknum nánustu
ættingjum og vinum mun fáum
hafa verið kunnugt um, að er
frú Anna Borg Reumert dvaldi
hér síðast, þjáðist hún af þung-
bærum sjúkdómi. Sem gestur
Þjóðleikhússins lék hún þá aðal
kvenhlutverkin í tveim leikrit-
um, Jean de Arch í leikritinu
„Heilög Jóhanna“ eftir G. B.
Shaw og Toinette í leikritinu
„ímyndunarveikin“ eftir Moli-
ere, og enda þótt þar væri um
tvö gerólík hlutverk að ræða,
eiga þau þó það sammerkt, að
bæði eru þau erfið viðfangs og
krefjast mikilla átaka. Má og
segja um hlutverk mærinnar frá
Orleans í leikriti Shaw, að það
sé með stórfenglegri og viða-
mestu kvenhlutverkum, er sam-
in hafa verið á þessari öld.
Engan áhorfenda mun þó hafa
grunað, að leikkonan gengi ekki
heil til skógar, — það varð ekki
á leik hennar séð. En skömmu
eftir að hún kom heim úr þeirri
för, náði sjúkdómurinn þeim
tökum á henni, að hún varð að
ganga undir hættulegan upp-
skurð, og lá síðan rúmföst langa
hríð, bæði í sjúkrahúsi og heima,
og sóttist batinn svo seint, að
það var ekki fyrr en í haust,
sem hún gat tekið aftur til
starfa.
Og það verður ekki með sanni
sagt, að fyrsta hlutverkið, er
henni hefir verið fengið til með-
ferðar í konunglega leikhúsinu í
Kaupmannahöfn, eftir þessa
löngu og ströngu fjarvist, sé
auðvelt viðfangsefni. Hlutverk
Elísabetar Bretadrottningar í
hinu stórbrotna leikriti Shillers,
„María Stuart“, er viðurkennt
sem eitt hið erfiðasta kvenhlut-
verk í leikbókmenntum heims-
ins að fornu og nýju, og aðeins
þær leikkonur, sem taldar hafa
verið í fremstu röð, þess um-
komnar að gera því viðhlítandi
skil. Sýnir það því bezt hvílíks
álits og trausts frú Anna Borg
nýtur við eitt fremsta leikhús á
Norðurlöndum, er henni er
falið það hlutverk. Og ummæli
og dómar blaða og leikhúsgagn-
rýnenda Kaupmannahafnar,
varðandi meðferð frú Önnu á
þessu vandasama hlutverki,
sýna og sanna ótvírætt, að jafn-
vel hinir kröfuhörðustu meðal
leikhúsgesta telja hana hafa
unnið þar einn sinn glæsilegasta
leiksigur, og staðfesta ummælin
það álit, að hún sé í fylkingar-
brjósti þeirrar fámennu sveitar,
sem lengst hefir náð og mest
afrek unnið á Norðurlöndum á
sviði leiklistarinnar.
Frumsýningin á „Maríu
Stuart“ í konunglega leikhúsinu,
var þann 25. f. m. Þegar, daginn
eftir, gátu blöðin þess, að frú
önnu Borg hefði verið ákaft
fagnað af frumsýningargestum,
er leikurinn hófst, og hefðu þær
móttökur sýnt, svo að ekki varð
um villst, hve mikilla vinsælda
hún nyti, og hve sterk ítök hún
ætti meðal danskra leiklistar-
unnenda. Síðan hefði brátt
komið í ljós, að það var ekki
einungis fögnuðurinn yfir því,
að sjá og heyra hana aftur á
leiksviðinu, sem hrifningunni
olli, heldur og aðdáunin, er hún
vakti með hinum stórbrotna leik
sínum og ríkri innlifun í hið
erfiða hlutverk. Og sú hrifning
hafi farið sífellt vaxandi, eftir
því sem á leikinn leið, og náð
há marki sínu í leikslokin, er
húsið glumdi við af fagnaðar-
látum og lófatakinu ætlaði al-
drei að linna.
Mjög hefir verið til sýningar
þessarar vandað, bæði hvað leik-
araval snertir og ytri búnað.
Hinir skrautlegu búningar
Elísabetar drottningar eru til
dæmis gerðir eftir málverkum
af henni, svo að ytra svipmót
megi verða sem sannsögulegast.
Og frú Anna Borg hefir, að
dómi gagnrýnenda, ekki aðeins
náð því ytra svipmóti fyrir and-
litsgerfi, er minnir mjög á mál-
verk af drottningunni, heldur
hefir hún kynnt sér allar mynd-
rænar heimildir svo nákvæm-
lega, að hún ber hendurnar á
sama hátt, heldur meira að segja
fingrunum hálf krepptum, eins
og drottning gerir á myndunum.
Enda þótt slík smáatriði, —
sem öll miða þó að því að skapa
sem sterkust og sönnust heild-
aráhrif, — beri því vitni af hve
mikilli vandvirkni leikkonan
hefir unnið að mótun persón-
unnar, er þó meira vert um hitt,
hve ríka áherzlu hún hefir lagt
á að kynna sér hina innri per-
sónugerð drottningarinnar sem
bezt, og hve frábærlega henni
hefir tekizt að lifa sig inn í
hlutverkið. Telja gagnrýnendur,
að sannari mynd af þessari
skaphörðu, ástríðuheitu og af-
brýðisömu drottningu hafi al-
drei sést á leiksviði konunglega
leikhússins, og sem listrænn
viðburður, hafi leiksýningin náð
hámarki sínu, er Elísabet stend-
ur að leikslokum ein og yfirgef-
in í hásætissalnum, köld og stolt,
einmana þrátt fyrir öll sín völd
og fátækt af öllu því, er hún
þráir mest og hefir lagt allt í
sölurnar til þess að öðlast, en
aldrei mátt njóta, þrátt fyrir
veraldlegan auð sinn og alls-
nægtir. En drotlning er hún, því
fá engin vonbrigði haggað.
— ☆ —
Það má vera öllum Islending-
um gleðiefni, er frú Anna Borg
Reumert vinnur svo frægan
listasigur í konunglega leikhús-
inu, og allir vinir hennar og
aðdáendur hér fagna því af ein-
lægni, að hún hefir sigrazt á hin-
um langvarandi sjúkxlómi og:
getur aftur snúið sér að starfi
sínu. Og sem enn eitt dæmi ujji
það, hve mikils trausts og álits
hún nýtur, má geta þess, að hún
hefir verið skipaður kennari í
leiklist við óperuskóla konung-
lega leikhússins, og er það í
fyrsta skipti, sem manni eða
konu af erlendum uppruna er
falið slíkt starf.
Frú Anna Borg Reumert hefir
aldrei dregið neina dul á það, að
hún væri fyrst og fremst Islend-
ingur í Danmörku, enda þótt
hún væri um leið góður, dansk-
ur þegn og borgari. Sigur henn-
ar er því um leið íslenzkur sigur,
sem okkur ber að þakka henni.
Hin markvísa spurning hennar,
er danski háskólinn efndi til
„handritasýningarinnar“, er
fleyg og fræg orðin, og mun
óhætt að fullyrða, að enginn
hafi unnið málstað Islands meira
gagn með jafn fáum orðum. Og
þess ber líka að minnast, að enda
þótt Paul Reumert sé fyrst og
fremst Dani, notfærði hann sér
þær miklu vinsældir, er hann
naut á hinu hátíðlega afmæli
sínu, til að minna á rétt Islands
í þessu máli, — svo traustum
böndum er hann tengdur ís-
lenzku þjóðinni fyrir kvonfang
sitt. Og um leið og við óskum
Önnu Borg Reumert til ham-
ingju með sigurinn, þökkum
við þeim hjónum báðum vinar-
hug þeirra og tryggð við ísland
og Islendinga.
Loftur Guðmundsson
—Alþbl., 6. okt.
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
Framhald af bls. 1
Viðskipta- og greiðslusamn-
ingur Islands og Ungverjalands
frá 6. marz 1953, sem falla átti
úr gildi hinn 31. ágúst s.l. var
með erindaskiptum 1 Genf hinn
16. þ. m. framlengdur óbreyttur
til ársloka 1955. Framlengingin
fór fram í sambandi við fund
viðskiptanefndar Efnahags-
nefndar Evrópu, sem haldinn
var í Genf 11. til 16. október.
☆
Fulltrúar Islands á fundi Al-
þjóðahafrannsóknarráðsins, sem
haldinn var í París 4. til 12.
október, eru nýkomnir heim,
þeir Davíð Ólafsson fiskimála-
stjóri, Jón Jónsson forstjóri
Fiskideildar atvinnudeildar há-
skólans, og tveir af sérfræðing-
um fiskideildarinnar, þeir Dr.
Hermann Einarsson og Unn-
steinn Stefánsson. Framkvæmda
stjóri ráðsins er Dr. Árni Frið-
riksson. — Á næsta ári verður
haldið áfram samræmdri síldar-
leit og síldarathugunum Dana,
Norðmanna og Svía, og Islend-
ingar halda áfram rannsóknum
sínum á síld og þorski. Á næst-
unni bætast við þrír sérfræð-
ingar til starfa hjá fiskideild-
inni, og á einn þeirra að hefja
rannsóknir á flatfiskum, annar
mun verða aðallega við athugan-
ir á rauðátu, og hinn þriðji mun
vinna að kerfisbundnum at-
hugunum á karfa.
☆
Á þessu ári hefir verið unnið
að rafmagnsveitum til um það
bil 400 sveitabýla auk kirkna,
samkomuhúsa, skóla og fleiri
húsa í 8 sýslum landsins, og
samanlögð lengd á þeim há-
spennu- og lágspennulínum er
um það bil 330 kílómetrar.
Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir er áætlaður um 16
miljónir króna, og þetta eru
langmestu framkvæmdir raf-
magnsveitnanna í sveitum á
einu ári. Auk þessa hefir verið
gengið endanlega frá virkjun
Þverár við Hólmavík og innan-
bæjarkerfi þar, og unnið við
virkjun Fossár við Ólafsvík og
innanbæjarkerfi í Ólafsvík og á
Sandi. Sú virkjun tekur til
starfa að fullu um þessar mund-
ir, en endanlega verður ekki frá
henni gengið fyrr en á næsta
ári. Þá hefir og verið unnið að
aukningu innanbæjarkerfis á
Dalvík og lagningu rösklega 20
km. línu frá Seyðisfirði til
Egilsstaða. Ýmislegt fleira hefir
verið unnið á vegum Rafmagns-
veitnanna á árinu, og nemur
fjárfesting þeirra á árinu 1954
um 22 miljónum króna.
☆
Siglufjarðartogarinn Hafliði
strandaði á fimmtudagskvöldið
á Siglufirði. Hann var að fara
frá bæjarbryggjunni, og strand-
aði á Staðarhólsfjöru andspænis
kaupstaðnum. Tilraunir voru
þegar gerðar til að ná skipinu á
flot, en það hafði ekki tekizt í
gærkveldi.
☆
Með samkomulagi milli ríkis-
stjórna íslands og Bandaríkj-
anna var í vor ákveðið að tak-
marka ferðir varnarliðsmanna
út af samningssvæðunum. Jafn-
framt ákvað ríkisstjórnin að
setja reglur um ferðir Islend-
inga og dvöl á varnarsvæðunum,
og í samræmi við það, hefir ut-
anríkisráðuneytið nýlega gefið
út reglugerð um útgáfu og
notkun vegabréfa á varnarsvæð-
unum á Keflavíkurflugvelli. Þar
segir, að öllum sé óheimil uffi-
ferð eða dvöl á þessum svæðum
á flugvellinum nema þeir hafi
til þess vegabréf, sem lögreglu-
stjórinn á Keflavíkurflugvelli
gefur út. Þó skulu þeir, sem
teljast til lið§. Bandaríkjanna,
bera vegabréf gefin út af varn-
arliðinu. Það er stefna utan-
ríkisráðuneytisins að reglugerð-
in verði framkvæmd með það
markmið fyrir augum, að tak-
marka, svo sem unnt er ferðir
íslendinga inn á varnarsvæðin
á Reykjanesi, sem varnarliðið
dvelst á.
☆
Nýlega er lokið að fullu smíði
slátur- og fisktökuhúss Kaup-
félags Skagfirðinga á Sauðár-
króki, og er það stærsta og
vandaðasta sláturhús í eigu
samvinnufélags hér á landi. 1
kjötgeymslum þess komast
fyrir um það bil 35.000 dilka-
skrokkar, og þar eru einnig
tvær fiskgeymslur og sérstök
síldargeimsla og má geyma þar
um 400- lestir.
☆
Stúdentafélag Reykjavíkur
hélt nýlega aðalfund sinn, og
var Guðmundur Benediksson
Framhald á bls. 8
•—--—-—-—--——-—'—
«»
Easier - Fasier - Beiier
MEAt PREPARATION
wiíh ihe
0STERIZER
The exciting new discovery
in meal and drink preparation.
Speeds up preparation of taste
tempting main dishes; puree-
ing baby and junior foods;
whipping up in-betweenTineal
snacks; or mixing delicious
healthful milk or vegetable
drinks. What’s more the OS-
TERIZER pays for itself in
food savings. See it in action
now at . . .
CITY HYDRO
PORTAGE AVENUE
(East of Kennedy)
Phone 96-8201
Veljið í öryggi hjá Tip Top Tailors
Gamlir og nýir viðskiptavinir njóta hinna sömu
kjörkaupa, hinnar sömu persönulegu afgreiðslu
hjá elztu og frægustu fatagerðarverzlun i Canada
eftir máli, jafnt fyrir konur sem karla. BúSir og
umboðsmenn I hverri borg frá strönd til strandar.
r
Top
tailors