Lögberg - 02.12.1954, Síða 1

Lögberg - 02.12.1954, Síða 1
ANYTIME ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 2. DESEMBER 1954 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 NÚMER 48 Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 21. NÚVEMBER I vikunni, sem leið, seldu þrír togarar í Þýzkalandi, þar af einn til Austur-Þýzkalands og er það fyrsti farmurinn, sem þangað er seldur. Verð á þeim fiski er fast- ákveðið, sem næst ein króna og 83 aurar kílógrammið. — Togar- inn Jörundur seldi í fyrradag í Hamborg 2426 körfur af Norður- sjávarsíld fyrir rösklega 38.500 mörk. ☆ Vöruskiptajöfnuðurinn í októ- bermánuði s.l. varð hagstæður um 20,8 miljónir króna. Inn voru fluttar vörur fyrir 95,9 miljónir króna en út fyrir 116,8 miljón, og hefur aldrei áður verið flutt út í einum mánuði fyrir svo mikla upphæð. Fyrstu 10 mánuði ársins er vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 203,5 miljónir króna. Út hafa verið fluttar vör- Ur fyrir 691,1 miljón króna en inn fyrir 894,6 miljónir. ☆ í aprílmánuði s.l. skipaði kirkjumálaráðherra Skálholts- nefnd er skyldi gera tillögur um endurreisn Skálholts og fram- tíðarskipulag staðarins, sérstak- lega með tilliti til þess, að árið 1956 eru liðin 900 ár frá því að biskupsstóll var settur í Skál- holti. Nefndina skipa Hilmar Stefánsson bankastjóri, Svein- björn Högnason prófastur og Magnús Már Lárusson prófessor. Nefndin hefur fyrir nokkru sent kirkjumálaráðherra álit sitt og tillögur, og leggur meðal annars til, að í Skálholti verði reist kirkja, er rúmi 250 manns í sæti. Stíll kirkjunnar verði í samræmi við hinar eldri dómkirkjur og í oddbogastíl, með háu miðskipi og lægri hliðarskipum og stúk- um. Sjálfsagt er talið, að þar verði varðveittir allir forngripir, sem komið hafa frá Skálholti, enda verði þeir þar í öruggri geymslu. Nefndin hefur falið húsameistara ríkisins að gera uppdrætti að kirkjunni, og mun H. Christie arkitekt, sem staðið hefur fyrir rannsókn hins forna kirkjugrunns, verða ráðunautur húsameistara um þessi mál. Þá er einnig gert ráð fyrir því að kunnur húsameistari, M. Paul- sen í Osló, verði með í ráðum um teikningu Skálholtskirkju. Talið er, að kirkjan muni kosta 2% til 3 miljónir króna. Nefndin leggur enn fremur til að reist verði íbúðarhús fyrir prest stað- arins eða biskup, helzt báða, og er svo ráð fyrir gert, að prests- seturshúsið verði bæði að stærð °g útliti og allri tilhögun með óðrum hætti en venjuleg prests- seturshús, m. a. verði þar stór fundarsalur og allmörg gesta- herbergi. Þá skal og reisa íbúð- arhús fyrir bónda eða ráðsmann, hitaveita verði lögð í öll hús staðarins, hraðað lagningu há- spennulínu og umhverfi fegrað. Telur nefndin að kostnaður við framkvæmdirnar verði eigi hiinni en 6 miljónir króna. ☆ Á fundi í Sameinuðu þingi s.l. hnðjudag var minnzt Benedikts Sveinssonar, fyrrum forseta heðri deildar alþingis, er lézt í ■heykjavík þá um morguninn á sjötugasta og sjöunda aldursári. ^undir höfðu verið boðaðir í baðum deildum að venju, en öeildarfundir voru felldir niður I. og boðað til fundar í Sameinuðu alþingi. Jón Sigurðsson vara- forseti flutti minningarræðuna um Benedikt Sveinsson í fjar- veru Jörundar Brynjólfssonar þingforseta og rakti fyrst ævi- feril Benedikts og gat fjölmargra starfa hans, og sagði síðan m. a.: Allir þeir, sem kynnt hafa sér sögu þings og þjóðar á fyrsta þriðjungi þessarar aldar, vita að Benedikt Sveinsson stóð jafnan í fylkingarbrjósti þeirra manna, sem harðast börðust fyrir sjálf- stæði landsins, en var þó hverj- um manni háttvísari og drengi- legri í vopnaviðskiptum. Mál- snilld hans í ræðu og riti var við brugðið og mun lengi verða minnst. Og það mun almælt, að ekki hafi skörulegri maður né virðulegri setið í forsetastól á Alþingi. ☆ í byrjun næsta árs tekur gler- verksmiðja til starfa í Reykja- vík, og segja forstöðumenn fyrir- tækisins, að hún gæti fullnægt allri eftirspurn landsmanna eftir glervarningi, ef hún væri rekin með fullum afköstum. Notuð verða ýmis íslenzk hráefni til framleiðslunnar en nokkuð þó flutt inn af hráefni. Þarna á að framleiða rúðugler af ýmsum þykktum, einnig flöskur og glös, búsáhöld úr gleri, netakúlur og fleira. Verksmiðjuhúsið er 1400 fermetra. Belgiskt fyrirtæki að- stoðar við að koma verksmiðj- unni upp, og sérfræðingar þaðan munu starfa við glergerðina fyrst í stað. Starfsliðið verður fyrst um sinn 60 til 80 manns, þar af 9 erlendir glergerðar- menn. Fyrirtæki þetta heitir Glersteypan h.f., og fram- kvæmdastjóri þess er Ingvar S. Ingvarsson. ☆ Sextánda þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja lauk á þriðjudaginn var. Formaður Bandalagsins var endurkjörinn Ólafur Björnsson prófessor. — Ákveðið var að kalla saman Framhald á bls. 4 Kvödd með samsæti Um hádegisbil á laugardaginn var efndi framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins til samsætis á Fort Garry hótelinu til heiðurs þeim Árna G. Eylands stjórnar- ráðsfulltrúa og frú Margit Ey- lands, en þau voru gestir fé- lagsins þann tíma, er þau dvöldu í Winnipeg og grend. Séra Philip M. Pétursson varaforseti Þjóðræknisfélagsins sklpaði for- sæti í fjarveru Dr. Valdimars J. Eylands. Séra Philip ávarpaði heiðursgestina nokkrum vin- hlýjum orðum, þakkaði þeim ágæt störf í þágu íslenzkra menningarmála og árnaði þeim góðs brautargengis; afhenti hann þeim síðan viðeigandi gjöf frá Þj óðræknisf élaginu. Árni þakkaði félaginu og öðr- um vinum þeirra hjóna með fögrum hlýyrðum alla þá vin- semd, er þeim hefði fallið í skaut af hálfu Vestur-lslendinga og óskaði þeim heilla í bráð og lengd. Á sunnudagsmorguninn flugu þau Eylandshjón suður til Bis- marck, N.D., í heimsókn til Guð- mundar Grímssonar hæztarétt- ardómara og frúar hans, en í Bandaríkjunum munu þau dveljast fram um miðjan janúar næstkomandi. ■ Sir Winston Churchill Áttræður víkingur, er hvergi v lætur bilbug á sér finna Síðastliðinn þriðjudag átti heimsborgarinn, Sir Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands hins mikla áttræðis- afmæli; hann nýtur enn ágætrar heilsu og lætur hvergi bilbug á sér finna; í tilefni af afmæli þessarar dáðu sigurhetju, var svo mikið um dýrðir í London, að hátíða- höldunum hefir verið líkt við krýningu Elizabetar drottningar;. allir samþingismenn Sir Winstons, sem nú eiga sæti á þingi, að undanteknum sex, færðu honum skrautritað ávarp, en heillaóskaskeyti bárust honum frá þjóðhöfðingjum vítt um heim. Það var ekki einasta að Sir Winston talaði kjark í þjóð sína meðan á síðari heims- styrjöldinni stóð, heldur hvatti hann til átaks allar hinar lýðræðisþjóðirnar, er hendur sínar áttu að verja; það mun því eigi ofmælt, að hann sé hin mikla sigurhetja tuttugustu aldarinnar. Sem þingskörungi er Sir Winston jafnað við Glandstone. G. S. Thorvaldson To Give Radio Address G. S. Thorvaldson of Winni- peg, newly elected president of the Canadian Chamber of Com- mrece, will be the guest on the radio series “Press Conference” next Sunday evening, speaking frwn Ottawa. The program will be broadcast over the Dominion network at 8.30 p.m. M.S.T. Mr. Thorvaldson was born in Riverton, Man., son of one of Canada’s leading Icelandic citi- zens. He was called to the Mani- toba bar in 1925, and has special- ized in commercial and tax law. In 1944 he gained national prom- inence through his work in es- tablishing the Income Tax Pay- ers’ Association, dedicated to securing “a more equitable dis- tribution of the income tax burden.” Grein um ísland Grein um ísland birtist í hinu víðlesna tímariti, U. S. News & World Report, 26. nóv. síðastlið- inn; fjallar hún um bandarísku flugstöðina í Keflavík og afstöðu þjóðarinnar gagnvart herliðinu þar. Telur greinarhöfundur að ekki sé öruggt um, að þessi mikilvæga varnarstöð verði til lengdar í höndum Atlantshafs- bandalagsins, vegna þess hve kommúnistaflokkurinn í landinu sé öflugur, en hann ali stöðugt á hatri í garð Bandaríkjamanna, hins vegar á andvaraleysi gagn- vart Sovétríkjunum. Ennfremur sé á íslandi nýstofnaður stjórn- málaflokkur — Þjóðvarnaflokk- urinn, — sem vinni að því öllum árum að stjórnin á íslandi segi upp hervarnarsamningnum og komi varnarliðinu úr landi, vegna þess að þeir telji Banda- ríkjaliðið, 5000 að tölu, hættu- legt íslenzkri menningu og tungu. Verði bandaríska liðið flutt burt, telur greinarhöfundur engan veginn ólíklegt, að Rússar gætu náð þar fótfestu, því þá yrði landið algerlega varnar- laust; ennfremur andvaraleysi almennings gegn hættunni og áróður og undirbúningsstarf kommúnista innanlands myndi greiða þeim aðgang á landi; ef til styrjaldar kæmi gætu Sovét- fiskibátar, sem eru jafnan á veiðum við strendur Islands, komið á land nægum mannafla til að leggja undir sig þetta fá- menna, varnarlausa land. Sögufrægur Rugby leikur Á laugardaginn var fór fram mesta íþróttasamkeppni í Canada, en það var fótbolta- leikur — Rugby — milli Vestur- og Austur-Canada; var hann þreyttur í Toronto, milli Ed- monton Eskimos og Montreal Alouettes. Flestir íþróttasér- fræðingar höfðu spáð því, að Montreal-liðið myndi sigra því það væri miklu hæfara, auk þess sem margir Rugby leikaranna höfðu orðið fyrir meiðslum í Tekjur ríkissjóðs sennilega millj. næsta ór í gœr fór fram fyrsta um- rœða um fjárlög ársins 1955, og var henni útvarpað. . Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra flutti ræðu um fjárhag og afkomu ríkissjóðs, eins og venja er til við slík tækifæri. Ráð- herrann greindi nokkuð frá af- komu ríkissjóðs árið 1953, en reikningur fyrir það ár er nú fullgerður. Greiðsluafgangur á því ári reyndist rúmlega 36 millj. króna. Af þessu fé var 27 milljónum varið til aukningar á rekstursfé ríkisstofnana, atvinnu áukningar, greiðslu á lánum vegna vanskila (togara) o. fl., en 9 millj. var varið til lækkunar lausaskulda. Fjármálaráðherra sagði m. a. í ræðu sinni, að margt benti til, að þetta ár yrði ekki lakara við- skipta- og atvinnuár en í fyrra, sem þó var talið gott, en þá væri skynsamlegt að leggja ein- hverja fjármuni til hliðar og eiga handbæra til lakari ára. Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 493 millj. króna á næsta ári, en sennilegt er, að þær kunni að verða 510—520 milljónir. Síðan rakti ráðherra einstaka gjaldliði og greiðslur, en það verður ekki rakið hér, þar eð umræðunni var útvarpað. Af hálfu Sjálfstæðismanna tók Magnús Jónsson þingmaður Ey- firðinga til máls. Lagði þing- maðurinn á það áherzlu, að halla laus ríkisbúskapur væri skilyrði farsæýlar þróunar í efnahags- málum þjóðarinnar. Sagði Magnús, að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi halda fyrri stefnu sinni og leggja áherzlu á, að fjárlög verði afgreidd halla- laus. —VÍSIR, 16. okt. undanfarandi kappleikjum. En þó fór það svo, að piltarnir frá vesturfylkjunum fóru með pálmann í höndunum, það er að segja gráa bikarinn — Grey Cup, sem keppt var um. Þó mátti það ekki tæpara standa; á síðustu augnablikum leiksins náði einn leikmanna Eskimóa, Jacky Parker, í boltann, meir af hend- ingu en nokkru öðru var sagt, og kom honum yfir markið og það réði úrslitunum. Fagnaðar- læti Vestm#nna voru mikil og vonbrigði Austmanna að sama skapi. Svo var mikill áhugi fyrir leiknum hér í Winnipeg, að fjöldi fólks fór á bílum í ófærðinni til Fargo, N.D. til að sjá leikinn í sjónvarpi. — Mikil fagnaðarhátíð fyrir sigurvegar- ana fór fram í Edmonton í gær. Kjörinn í fram- kvæmdarstjórn Mr. J. Harvey Johnson Mr. Johnson, sem er búsettur í Fort William og er íslenzkur í báðar ættir, hefir verið kosinn í framkvæmdarstjórn O n t a r i o Chambers of Commerce, en áður var hann deildarforseti þessara öflugu samtaka í Fort William; hann er kunnur dugnaðar- og ráðdeildarmaður; foreldrar hans eru hin mætu og vinsælu hjón Stefán Johnson, er um langt skeið var prentari hjá The Columbia Press Limited, og frú Jakobína Johnson. Stefán er látinn fyrir mörgum árum, en Jakobína, nú Mrs. R. Alexander, er búsett að Thelmo Mansions hér í borginni. Fort William blað lánaði Lög- bergi myndamót af Mr. Johnson til birtingar. Að skilnaði Sargent Avenue er gömul gata — gata sem að landar þekkja og rata, þar er íslenzkunnar meginmergur meðan lífi halda Kringla og Bergur. Þar er Pállinn Einar orkuslingur, aldrei bilar þessi norðmýlingur, þó að fjúki gamanyrði og glettur garpurinn verður ekki af spori settur. Þar er Stefán undan austurfjöllum, ættaður af Hornafjarðarvöllum, tryggur eins og tröll í hverju máli, en tregur við að beita hvössu stáli. Þar er Davíð drengur úr Húnaþingi, drjúgur hverjum Vestur-lslendingi, það er hann sem öllum bækur býður — bókalaus var aldrei frónskur lýður. Hér á þetta breiða steinda stræti sterkir menn og konur hafa fæti stígið oft og staðið fast að verki, stjörnubjart er enn um þeirra merki. Winnipeg, 27. nóvember 1954 ÁRNI G. EYLANDS

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.