Lögberg - 02.12.1954, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. DESEMBER 1954
SNÆBJÖRN JÓNSSON:
Minning látins vinar
Sá hefir lengi verið siður
okkar íslendinga að minnast
þeirra manna erlendra, er lagt
höfðu stund á tungu okkar og
kunnu að meta íslenzkar bók-
menntir. Margan höfum við haft
siðinn lakari. Oft höfðu þeir
menn látið eitthvað eftir sig um
þessi hugðarefni sín, en vel má
einnig minnast hinna, er ekki
auðnaðist svo að gera, en höfðu
þó fengið hlýjan hug til þjóð-
arinnar. Svo var um þann ágæta
mann, sem þessar línur eru
helgaðar. Hann fór of ungur af
þessum heimi, og einmitt þegar
hann fyrir fáum dögum hafði
lokið því starfi, er um átján ára
skeið hafði haldið honum svo
fjötruðum að hann hafði lítinn
tíma haft til að sinna öðrum
hlutum.
Maður þessi var skozkur mál-
fræðingur, Roderick McKenzie,
fæddur í Edinborg 1,6. maí 1887,
en dáinn í Oxford 21. júní 1937.
Fyrir á milli þrjátíu og fjöru-
tíu árum vann ég um all-langt
skeið á skrifstofu einni í Lun-
dúnum. Ég hafði lítillar skóla-
göngu notið, og þó að ég hefði
þá þegar fengið talsverða æf-
ingu í að rita á enska tungu,
skorti þó eðlilega mikið á að vel
væri í því efni. Þýðingar, sem
ég gerði þarna úr öðrum málum,
var mér því óljúft að leggja
fram fyrr en ég hafði fengið
heflað málið á þeim. Allir voru
mínir ágætu samverkamenn,
þeir er þess voru umkomnir,
fúsir á að gera þetta fyrir mig,
og yfir höfuð var það ekkert, er
þeir vildu ekki fyrir mig gera.
Ætla ég að mér muni til síðasta
kvölds hlýna við endurminn-
ingarnar um samveruna með
þessum mönnum, og þarna hlaut
ég óumflýjanlega að læra að
elska Englendinga, ef ég hefði
ekki verið búinn að læra það
áður — eins og tilfellið var. En
að sjálfsögðu dróst ég mismikið
að mönnum þessum. Á meðal
þeirra var McKenzie, og fljótt
atvikaðist það svo, að ég leitaði
einna mest til hans.
Hvar sem ég var, hefi ég al-
drei getað fengið mig til að
skruma af Islands fornaldar-
frægð, né heldur neinu íslenzku,
og svo að ég tali opinskátt þá
hefir mig (eins og Benedikt)
stundum langað til að gefa lönd-
um mínum duglega á kjaft,
bæði erlendis og hér heima,
þegar ég hefi staðið þá að þjóð-
ernisgortinu frammi fyrir er-
.lendum mönnum. — En þó að
ég hafi aldrei getað lært þessa
list, þá var það eitt, sem ég gat
alstaðar gert á meðal erlendra
rhanna, og það var að vekja hjá
þeim nokkurn áhuga á að fræð-
ast um land okkar, og jafnaðar-
lega nokkra löngun til að nema
tungu okkar. Þarna voru nú á
meðal félaga minna nokkrir
þeir, er þetta gerðu, og tveir
svo að með ágætum mátti heita.
Annar þeirra var Roderick
McKenzie. Ég var um þessar
mundir að taka saman kennslu-
bók mína í íslenzku, og eins og
ég hefi getið um í formála henn-
ar, hafði ég góða aðstoð hans
við það starf. Málfræðina lærði
hann þá, að því er virtist, fyrir-
hafnarlaust og sjálfkrafa. Fór
hann brátt að lesa þær fáu ís-
lenzkar bækur, sem ég hafði. Ég
undraðist hve námið var honum
létt og skilningur hans á mál-
inu ljós. Fljótur var hann að
finna hvað var góð íslenzka og
hvað miður góð. Þannig minnist
ég að hann var eitt sinn að lesa
eitthvað í Lesbók þeirri, er þá
var víst notuð í íslenzkum skól-
um en nú er fyrir löngu úr
sögunni. Þar kom fyrir orðið
„loftkastali". „Er þetta góð ís-
lenzka?“ spurði hann. „Kynn-
irðu kannske betur við „skýja-
borg“?“ spurði ég aftur. „Það
finnst mér að væri líklegra“,
sagði hann. Varla mundi margur
byrjandi finna að svo væri.
Að sjálfsögðu fluttu ýms blöð
dánarminningar um McKenzie.
The Times komst meðal annars
þannig að orði:
„Roderick McKenzie var einn
hinna mikilhæfustu málfræð-
inga þessarar þjóðar. Hann var
hreinn hafsjór lærdóms, í fjöl-
mörgum tungumálum. Ef ekki
hefði verið fyrir hans fjarska-
legu hlédrægni og feimni,
mundi hann hafa verið talinn
standa í fylkingarbrjósti mál-
fræðinga, því það er hafið yfir
allan efa að fyrir lærdóms sakir
gerði hann það“.
„Úr Royal High School í
Edinborg fór hann á háskólann
þar í borg, tók meistarapróf 1907,
og fór þá til framhaldsnáms á
Trinity College í Oxford, þar
sem hann lagði stund á forn-
tungurnar. Hann hlaut ágætis-
einkunnir í Classical Modera-
tions og Greats ,vann Gaisford-
verðlaunin fyrir ljóð á grísku,
Craven Fellowship, Derby-
námsstyrk og Conington-verð-
laun. Hann var kosinn Fereday
Fellow í St. John’s College. Eftir
að hann hafði lokið prófum,
hélt hann áfram námi í saman-
burðarmálfræði. í stríðinu vann
hann mikilvægt starf með þýð-
ingum úr hinum miður-þekktu
tungum Eystrasaltsþjóðanna.
Þegar Clarendon Press réðst í
að láta fram fara gagngerða
endurskoðun á hinni miklu
grísku orðabók, sem kennd er
við Liddel og Scott, tókst svo
gæfusamlega til, að McKenzie
fékkst til aðstoðar við það verk.
Vann hann • síðan meginhluta
verksins, ekki aðeins við ætt-
færslu (etymology) orðanna
heldur einnig að því er snerti
alla með höndlun fjölmargra
mikilvægra orða“.
Á sömu lund rituðu önnur
blöð; og í bréfi, sem ég hefi
undir höndum, frá einum af
nánustu vinum hans, er þannig
komizt að orði:
„Lát þessa manns var sannar-
legur sorgar-atburður, svo bitur-
lega sár, að það skilja þeir einir,
er höfðu af honum persónuleg
kynni. Bæði um yfirgrip og
nákvæmni var lærdómur hans
furðulegur og skarpleiki gáfna
hans óvenjulega mikill. Sem
maður verðskuldaði hann bæði
ást og aðdáun, því að hann var
að sama skapi innilega góðhjart-
aður, sem hann var strang-
heiðarlegur að eðlisfari .... Um
sjálfan mig veit ég það, að ég
mun trega hann svo lengi sem
ég ,lifi“.
(Þetta er betur orðað á frum-
málinu: The death of that man
was a tragedy indeed, the poig-
nancy of which can be realized
only by those who knew him
personally. Both in range and
accuracy his learning was
marvellous, and the keeness of
his intellectual powers uncom-
monly great. As a man he was
both lovable and admirable, for
his integrity was well matched
by the great kindness of his
heart .... I know that I for
one shall mourn for him as long
as I live).
Hversdagslega var McKenzie
svo fálátur og fáskiftinn að það
var til skaða. Fyrir það kynnt-
ust menn honum miður og
fæstir vissu því, að engin hugð-
armál hugsandi manna lét hann
sér óviðkomandi. Hann hugsaði
skarplega um alla hluti, mynd-
aði sér sjálfstæðar skoðanir, sem
ávalt voru viturlegar, rökstudd-
ar og hófsamlegar. Hann elsk-
aði ættjörð sína, en vildi öllum
öðrum þjóðum vel: Aldrei naut
hann sín í fjölmenni, og langbezt
var að vera með honum einum.
Þá var mikil ánægja að ræða
við hann — og mikil menntun
fyrir þá, sem ekki höfðu hana
meiri en ég.
Ég naut þeirrar ánægju að
koma honum í kynni við tvo
ágæta landa hans, þá Craigie og
Ker. Fyrir það var hann þakk-
látur, því að verðleikum hafði
hann á báðum miklar mætur,
og báðir sýndu þeir honum vin-
áttu. En það sagði Lady Craigie
mér að honum látnum, að hve-
nær sem hann var gestur í fjöl-
menni á heimili þeirra hjóna,
hefði sér fundist hann vera utan
við; svo var hann feiminn og
ómannblendinn. Þetta mun
henni hafa fallið miður; því að
sú kona kunni að láta gestum
sínum líða vel — og vinsemd
hennar var ávalt með fullri alúð.
Eftir lát hans voru bækur
hans vitanlega seldar í Oxford.
Þó tók móðir hans þær af þeim,
er þau foreldrar hans höfðu
gefið honum (jóla- og afmælis-
gjafir), og eina bók íslenzka, er
hann hafði fengið frá mér, árit-
aða í afmælisgjöf (við vorum svo
jafnaldra að ekki munaði nema
þrem dögum). Sýndi hún mér
bókina, er ég heimsótti hana í
Edinborg. Ég spurði hví hún
hefði gert þetta, því að mig hafði
hún aldrei séð meðan sonur
hennar var á lífi. Hún sagðist
hafa gert það sökum þess, að sér
hefði verið kunnugt um, hve
vænt honum hefði þótt um allt
það, er frá minni hendi kom,
hvort heldur bréf eða annað.
Ekki neita ég því, að mér hlýn-
aði við að heyra um þessa
tryggð, enda þótt ég hefði lítið
gert til að verðskulda hana.
Sjö árum eftir að Roderick
McKenzie lézt, minntist ég hans
með þessum erindum:
Sú helfregn var sár er hún
hjarta mitt snart.
í heiði skein sólin, en nátt-
myrkur svart
og nákalt sem vetrar vindur
á huga minn lagðist — ég greint
ekki gat
neinn geisla eða skímu, en
þögull ég sat
og horfði út í húmið sem blindur.
Ég hafði ekki grun um er 1
hinzta sinn
ég hitti þig, ástkæri vinur minn,
að sá væri síðastur fundur;
að lífsþráður sá er mér sýndist
svo heill
í sannleika væri þó grannur og
veill,
og brátt enda brunninn í sundur.
Og síðan mér fluttist hin sára
fregn,
er sál mína nísti og smaug í
gegn,
ár eftir ár hefir liðið;
en eins hefir minningin — ávallt
sem ný —
alla tíð verið mér: sár og hlý,
í undinni ávallt sviðið.
Ég elskaði landið sem átti þig;
við útlenda gestinn og fátæka
mig
það breytti sem barn þess ég
væri.
En fáum ég unni þar eins og
þér;
því er þess að vænta, að blætt
hafi mér
og harmurinn hjarta mitt særi.
1 barnæsku áttum við eina þrá:
að iðka þau störfin sem
mönnunum fá
lykil að lærdómsins auði;
og þetta var hlutskifti er þér
féll í skaut,
um það var mér neitað, því
ganga ég hlaut
þá götu sem gengur hinn snauði.
Við Aþenu heilögu aringlóð
þú ornaðir þér, og þú lagðir í
sjóð
þá auðlegð er eftirlét Plató.
Og Ciceró’s glymjandi segulmál,
seiðandi, hvellt eins og
Damaskuss-tál,
það eins var þér eigið sem Cató.
Svo var það, að lítinn spöl
leiðin mín
var lögð eftir farvegi sama
og þín;
þá lærði ég til þín að leita;
Þá varstu mér löngum mín
hægri hönd
í hvers konar vanda; þá tengdust
þau bönd
sem vel máttu bræðrabönd heita.
Með æskuna að baki, en ungir
samt,
við áttum þá löngun báðir jafnt,
að verða okkar veröld að liði.
Og' eins var það hér: menn sjá
afrekið þitt,
en enginn er til sá er bent geti
á mitt,
þó sæktum að sama miði.
Sá tími nú löngu Jiðinn er
í Lincoln’s Inn Fields og í
Brunswick Square
er tveir einir saman við sátum.
Af lærdóms þíns auði þú
miðlaðir mér,
og mér finnst sem ennþá ég sitji
hjá þér
er torráðnum greiddirðu úr
gátum.
Það skildi okkur lengi hauður
og höf,
nú hafið dauðans og lokuð gröf;
ég bíð við það hugrór og hljóður,
en rétti þér yfir það hlýja hönd,
og hugurinn ber mig að þinni
strönd.
í guðs friði, vinur minn góður.
•—AKRANES
IIII!IIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIII!IIIII!!|I|||||||||!III|||||1I||||||||||||!|||||||||||||!!!|||||{||||||||||||||
t h e Calvert
II
Canadíska vasabókin
Þetta er ein þeirra ereina, sem sérstakíega em1 œtlaðar nýjum
innn.ytjcndum til Canada.
Draumur sem ræiist
I vor, sem leiS, voru undirritaSir samningar milli St. Laurent
forsætisráSherra og Eisenhowers forseta varSandi framkvæmdir aS
St. Lawrerice skipaskurSinum og virkjun fljótsins. Veröldin öll var
vitni aS þvi, er fbúar NorSur-Amerfku mynduSu bræSralag meS þaS
fyrir augum, aS hrinda þessu risafyrirtæki í framkvæmd öllu mann-
kyni til gagns og blessunar. St. Lawrence skipaskurSurinn og orku-
verin á þeim stöSum hefir stórvægilegt sögulegt gildi, því meS því
rætist draumur viturra frumherja, sem þá þektu hvorki til gufuskipa
né orkuvirkjunar.
Fýfrir fjörum öldum kom Jacques Cartier í mynni þess umfangs-
mesta fljöts, er innfæddur EvrópumaSur hafSi nokkru sinni augum
_ litiS. Þetta var á st. Lawrence og af þvf dregur fljótiS nafn sitt.
1 Þessi franski æfintýramaSur sigldi þúsundir mflna innanlands unz
s hann kom aS eyju, sem nú er nefnd Montreal, en þá komst skip hans
|g ekki lengra.
Cartier gerSi ftrekaSar tilraunir til aS sigrast á toríærum stór-
vatna og fljóta, en varS aS lokum aS leggja árar í bát; þaS átti aS
verSa annara hlutverk aS halda áfram þvf verki, er hann varS aS
gefast upp viS. Öldum saman eftir siglingabaráttu Cartiers inn í
vfSflæmi NorSur-Amerfku, var leitinni haldiS áfram unz erfiSleikarnir
urSu yfirstignir. Draumur Cartiers tók mörgum myndbreytingum,
þótt aldrei félli hann að fullu og öllu úr sögunni.
MeS nýrri þekkingu og aukinni tækni kom svo aS því, aS einn
sigurinn ræki annan unz nú er svo komiS, aS bindandi samningar
hafa veriS gerSir um framkvæmdir viS St. Lawrence, sem teljast
mun til meiriháttar verkfræðilegra afreksverka í sögu þessa mikla
meginlands og þótt víSar sé leitaS. VerkfræSingar rySja jafnt og þétt
öllum hömlum úr vegi unz aS því kemur, aS hægt verSi aS fullnægja
rafurmagnsþörfum á svæSi, sem er stærra, en nokkurt Evrópuland.
SkipaskurSurinn gerir þaS aS verkum, aS unt verSur aS sigla
2,260 mílur inn í meglnland NorSur-Amerfku, auk hinnar stórfenglegu
orkuframleiSslu, sem bæði Canada og Bandaríkin njóta góSs af.
Telja má vfst, að þessi miklu mannvirki leiSi til þess, að á
þessum svæSum rísi upp blómlegar borgir, en slfkt hefir vitaskuld f för
meS sér stóraukna viSskiptaveltu.
Myndskreytt ritgerS um St. Lawrence framkvæmdirnar birtust í
ársskýrslu Calvert Distillers Limited. Endurprentun ritgerSarinnar
fæst meS þvf aS skrifa
Calvert
DISTILLERS LIMITED
AMHBtSTBURG, ONTARIO
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiH^
Rannsóknum á Námafjalli nær lokið:
Sannað að unnt er að vinna
brennistein úr jarðgufunni
„Módel"-verksmiðja hefir verið
seíi upp og reynd þar. — Einnig
miklir möguleikar lil velnis- eða
ammoníaksvinnslu. — Ræti við
Baldur Líndal.
1 Námafjalli á Mývatns-
öræfum þeytist brennisteins
gufan með reginafli og gný
upp úr jörðinni ár og síð og
verðmæt efni rjúka upp í
loftið og verða að engu. Við
þessa jarðgufu eru bundnar
miklar vonir um efnaiðnað.
Síðustu árin hefir mikið
verið borað á þessum slóð-
um og margvíslegar athug-
anir á nýtingu jarðgufunnar
farið fram. Umsjón með
þeim framkvæmdum hefir
Baldur Líndal, verkfræðing-
ur, haft. — Sumarstarfinu
þarna er nú lokið, og hefir
m. a. sá árangur náðst, að
talið er sannað, að unnt sé
að vinna brennistein úr guf-
unni. Tíminn átti tal við
Baldur Líndal um þessi
efni í gær.
— Hver hafa verið helztu
verkefni brennisteinsrannsókn-
anna á Námafjalli í sumar?
— Helzta verkefnið hefir
verið smíði og uppsetning til-
raunatækja til brennisteins-
vinnslu úr jarðgufunni. Tæki
þessi eru raunverulega nokkurs
konar „módel“ verksmiðja. Voru
þau sett upp í svonefndri Hvera-
rönd við Námafjall, þar sem
flestar borholurnar hafa verið
gerðar. Er gufa frá einni þeirra
leidd í þétti, sem skilur gasið
frá gufunni.
Gasið, sem inniheldur nær
allan brennisteininn, er síðan
leitt til fyrrnefndra tækja til
þess að vinna úr því brenni-
steininn. Tæki þessi voru smíð-
uð hérlendis hjá Vélaverkstæði
Sigurðar Sveinbjörnssonar.
Unnt að vinna brennisleininn
Tilraunatækin hafa lítið verið
látin ganga enn, sökum þess að
tíð var orðin örðug fyrir norðan
í haust til þeirra hluta. Þp hafa
þau nú þegar í stórum dráttum
sannað þann möguleika að unnt
er að vinna brennistein úr þess-
ari jarðgufu. Tækin verða reynd
betur síðar til þess að ná full-
um notum af þeim.
— Já, raunar er nýting vetnis-
ins til alls þess, sem hér að
framan er nefnt, athugunarverð,
en einkanlega þó möguleikinn
til ammoníaksvinnslu. Áburðar-
vinnsla í Gufunesi byggist eins
og kunnugt er fyrst og fremst a
vetni, og er auðsætt, að slík
verksmiðja þarfnast, er starf-
semin eykst mun meira af þvi.
Það er því ókleift að flytja vetni
svona langt, en hins vegar er
ammoníak oft flutt til í tank-
skipum. Gæti þá komið til mála
að vinna ammoníak úr vetninu
fyrir norðan og flytja það til
Gufuness til frekari vinnslu sem
áburð. Á líkan hátt er ammoíak
unnið við góð skilyrði í Norður-
Noregi og flutt til áburðarverk-
smiðju í Suður-Noregi.
Kísilsalli úr Mývainsleir
— Er hugsanlegt að nýta gufu-
hitunina sjálfa?
— Já, það er hugsanlegt að
hagnýta hita gufunnar í sam-
bandi við diatomsalla úr leirn-
um í Mývatni. Það er ekki ó-
sennilegt, að kísilsalli þessi, sem
er skeljar af kísilþörungum, geti
haft töluverða útflutningsmögu-
leika.
— Til hvers er kísilsallinn
einkum notaður?
— Not hans eru margvísleg og
má .t d. nefna, að hann er not-
aður sem hjálparefni við marg-
víslega síun torsíanlegra efna,
svo sem síldarlýsis. Einnig er
hann notaður í áburðarverk-
smiðjum til húðunar á kornum
áburðarins.
Við þetta rabb við Baldur má
bæta því, að vegna deilunnar
um kjör verkfræðinga hjá rík-
inu, sem enn stendur, hefir öll
verkfræðiumsjón við brenni-
steinsrannsóknirnar farið fram a
vegum íslenzka brennisteins-
félagsins. — Módelverksmiðjan,
sem reist var í Námaskarði hef-
ir verið smíðuð eftir frumdrög-
um og fyrirsögn þeirra Baldurs
og Gunnars Böðvarssonar, verk-
fræðings.
—TÍMINN, 23. okt.
Kaupið Lögberg
VIÐLESNESTA
ÍSLENZKA BLAÐIÐ
150 metra djúp hola
— Hefir eitthvað verið borað
í sumar?
— Já, í sumar var boruð 150
metra djúp rannsóknarhola í
Bjarnarflagi vestan Námafjalls,
en þar hefir ekki verið borað svo
teljandi sé áður. Gufumagn og
brennisteinsmagn í eldri bor-
holunum virðist haldast mjög
vel.
Rannsóknum að ljúka
Hingað til hafa rannsóknir
þessar á Námafjallssvæðinu ver-
ið miðaðar við það að kanna
möguleikana þarna, einkanlega
til vinnslu brennisteins í mikl-
um mæli beint úr jarðgufunni.
Má nú telja, að þeim rannsókn-
um sé næstum lokið, þótt eftir
sé að vinna að nokkru úr þeim
gögnum, sem fengizt hafa.
Óbundið vetni
Með víðtækum borunum
standa vonir til, að ná megi —
auk mörg þúsund lesta af brenni
steini — miklu magni af ó-
bundnu vetni. Þetta vetni er
hluti af gasi því, sem fyrirhugað
er að vinna brennisteininn úr.
Vetni hefir mikla hagnýta þýð-
ingu, og er meðal annars notað
til fituherzlu og ammoníaks-
vinnslu. Auk þess má nota það
til frekari brennisteinsvinnslu
úr brennisteinsjárni.
t
Ammoníak til áburðarvinnslu
— Er hægt að hugsa sér nýt-
ingu þessa vetnis í sambandi við
áburðarframleiðslu?
SPACE
CONTRIBUTED
B Y
WINNIPEG
BREWERY
L I M I T E D
MD-351