Lögberg - 02.12.1954, Page 7

Lögberg - 02.12.1954, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. DESEMBER 1954 7 Kristniboð í Eþiopíu Framhald af bls. 3 barizt við forina lengi, skrifar hann, komu tveir vopnaðir lög- regluþjónar út úr skóginum, og sögðu að við mættum ekki halda lengra. Skammt þaðan hefði stórt tré fallið þvert yfir veginn og ekki viðlit að komast með bílinn fram hjá því. Sagt væri að ræningjar væru þar á sveimi. En við gátum ekki snúið aftur, auk þess sem okkur grunaði, að lögreglumennirnir gerðu sér von um að fá far í hina áttina. Við komum að trénu inni í mjög þéttum skógi og urðum að höggva okkur leið gegnum þykknið og fram hjá því. Ekki var laust við að ég hugsaði til ræningjanna, en það reyndist ástæðulaust. Allt fór vel. Annað, sem mér finnst ástæða til að segja frá af þessu ferða- lagi, er það einstæða afrek, að við ókum um það bil þrjá kíló- metra á einum degi, og vorum þó alltaf að. Suma daga vorum við á ferð allt að því tuttugu klukkustundir. ☆ Endurreisnarstarf hins mæta keisara Eþíópíu er enn skammt á veg komið. Hann hefir ekki farið leynt með að hann þarfnist aðstoðar kristinna manna til þess að koma upp skólum og lækningastofnunum víðsvegar um landið. Slíkar stofnanir eru óþekkt fyrirbæri á stað eins og Konsó til dæmis. Kristniboð er þó ann- að meira en mannúðarstarf. Við reisum skóla og reynum á allan hátt að bæta úr tímanlegu böli þessa fólks, en sjáum daglega að það líður undir öðru meira böli en fátækt og þekkingarskorti. Því vinnum við fyrst og fremst að boðun fagnaðarerindisins að framar öllu skortir hér trú og siðgæði, sem vestræn menning er grundvölluð á. Hvergi í Eþíópiu er meiri um- ferð á vegum en á hinni miklu þjóðbraut frá Addis Abeba suð- ur eftir miðju landi og allt til landamæra Kenya: Heldri menn með miklu fylgdarliði, bæði ríð- andi og fótgangandi. Langar úlfaldalestir. Fótgangandi fólk, ávallt berfætt, konur jafnt Sem karlar. En öll umferð verður að víkja fyrir stórum flutningabíl- um, sem rykmekkir fylgja fastar eftir en skugginn. Bílstjórar eru venjulega ftalir, eftirlegukindur frá hernámsárunum 1935—1941, Arabar eða Sómalínar. Séu bíl- arnir á suðurleið má gera ráð fyrir að þeir séu með saltfarm, en á norðurleið með húðir eða — kaffi. Kaffa heitir hérað í suðvestur- horni Eþíópíu. Til þess staðar á ekki einungis kaffi rót sína að rekja í bókstaflegum skilningi, heldur og heiti sitt, — að sínu leyti eins og te. sem er kínversk framleiðsla og kínverskt orð. Norskur kristniboði segir frá því, er hann sá í fyrsta skipti kaffirunna. Ávöxturinn er rauð- ur og mjög svipaður smáum kirsiberjum. Hann lét tvö ber upp í sig. Hýðið var afar seigt. Þegar það rifnaði komu út tvær baunir í gráu, seigu þykkni, og sneru sléttu fletirnir saman. Sé ein baun í beri kallast hún perlu kaffi. Bragðið var ankannalegt en ekki vont. Blóm kaffirunnans er fíngert og ilmandi. Hann þrífst vel í hitabeltislöndum á stöðum 400 til 200 metra yfir hafi. Kaffið er sem sagt uppruna- lega komið frá Kaffahéraði í Eþíópíu. Þar vaxa villtar þrjár tegundir þess. Á afskekktum stöðum þykir ekki borga sig að hirða kaffi sökum mikils flutn- ingskostnaðar. En þar étur apa- tegund ein, bavíanar, kaffibaun- ir í tonnatali. Fjögurra ára gamlir bera runnarnir ávöxt. Fyrr ekki. Þeir þola illa sterkan hita og eru því gróðursettir for- sælumegin eða í skugga hárra viða. Uppskerutími er desember og júnímánuður. Kaffi er þannig verkað, að berin eru þurrkuð þangað til þau skrælna og baun- irnar koma út sjálfkrafa. Aröbum mun það einkum að þakka — eða kenna — að heita má að kaffi sé orðið alþjóða drykkur. Enginn veit hve snemma á öldum það var orðið þjóðdrykkur í Eþíópíu. En engir menn hafa náð lengra en Arabar í þeirri list að búa til kaffi. Kaffi kom ekki almennt í notkun á Norðurlöndum fyrr en í byrjun 19. aldar. Kaffi er búið til í heimalandi þess, Eþíópíu, með ýmsum hætti. Til. dæmis tíðkast þar að baun- irnar eru steyttar óbrenndar í mortéli. Mulningurinn er soð- inn í vatni og seiðið drukkið eftir að sáldrað hefir verið í það ögn af salti. Fjölmennasti ætt- flokkur landsins, Gallar, matbúa kaffi. Ber eru lesin af runnun- um áður en þau eru fullþroska, særð lítið eitt og síðan soðin í smjörfeiti í margar klukku- stundir. Kváðu þau þá vera ljúf- feng og seðjandi. Síðustu vikuna fyrir brúðkaup er brúðurin látin borða þannig matreidd kaffiber einvörðungu. Kaffimarkaður er í einum þeirra bæja, sem þjóðbrautin mikla liggur um. Nefnist bær- inn Dlila. „Löngu áður en við komum til Dilla“, skrifar kristiboðinn, rákumst við á konur og karla, sem báru á höfðinu geitar- skinnsbelgi, úttroðna með kaffi. Karlmenn gengu í mittisskýlu einni klæða, úr grófu efni. Kon- ur voru í einni skinnflík, og var hún jóðluð í þráu smjöri svo að lýsti af henni langa leið í sólskininu. Smjör höfðu' þær einnig borið í hárið. Þess verður að gæta á torginu í Dilla, að skórnir fyllist ekki af kaffibaunum. Þykkar breið- ur liggja til þurrks á rykugu torginu. Ótrauðir ganga menn, með nakta fætur, smurða þráu smjöri, yfir breiðurnar. En þar eru einnig krakkar að leik og grýta hnefafylli af baunum hvort í annað, ef eitthvað ber á milli. Kaupendur eru einkum Arabar. Þeir fara öðru hvoru yfir breiðurnar með nibbóttum steinum og núa hýðisleyfum af baununum svo að ryk þyrlast kringum þá. Að því látnu eru baunirnar látnar í poka og sendar til Addis Abeba. En þar er gengið frá þeim til út- flutnings. — Ég er kunnugur öldruðum manni, skrifar sami maður, sem þykir sopinn góður. Hann er til með að halda langar lofræður um kaffið, og hann telur sér vera kunnugt um hvernig það fyrst kom í notkun: Maður einn varð þess var, er hann gætti geita sinna, að þær voru sólgnar í blöð og ber á runnum, sem þar uxu. Færðist þá einatt í þær svo mikið fjör að þær brugðu á leik, hoppuðu og réðu sér ekki fyrir kæti. Hon- um hugkvæmdist nú að rauðu berin á runnunum mundu hafa svona fjörgandi áhrif. Hann vildi ganga úr skugga um það og fór að neyta berjanna sjálfur, og áhrifin leyndu sér ekki. Hvort hann hefir unnið mann- kyninu gagn með þessari upp- götvun eða ekki, og hvort það stendur í þakkarskuld við Kaffa- hérað í Eþíópíu eða ekki, — er enn óútkljáð mál. —Lesb. Mbl. Áfengissjúklingar finnast jafnvel meðal maura Meðalaldur íslendinga Meðaldur Islendinga hefir lengst um helming á rúmri öld. Til þess liggja margar orsakir. Ungbarnadauðinn hefir lækkað afar mikið og var nú í fyrra orð- inn lang lægstur hér á landi af öllum löndum í heimi, eða 17 af þúsundi. En lengi má gott batna. Ekki stafar lenging meðalaldur- sins samt ein vörðungu af þessu. Menn eldast síðar, eru lengur ungir og lengingin kemur mest fram á starfsárunum. Sést það meðal annars á því að nýlega hefir starfsaldur embættis- manna ríkis og bæjar og fleiri starfsmanna verið hækkaður um fimm ár, frá 65 upp í 70 ár. Til lítils væri barizt ef aðeins reyndist unnt af framlengja þróttminnstu elliárin. Það eru æsku- og manndómsárin, sem þarf að auka við, enda hefir reyndin orðið sú, í flestum til- fellum. Bætt lífs skilyrði, minni þrældómur og slit, betra viður- væri, aukin þekking á næringar- efnum og bætiefnum, betri húsa- kynni, meiri hibýlahiti og hi- býlaprýði, öflug læknislyf, betri læknismenntun, fleiri læknar og önnur heilsuvernd, allt stuðlar þetta hvað á sinn hátt að því að framlengja mannsævina. Þetta hefir áunnist með heil- brigði skynsemi, aukinni þekk- ingu og með eðlilegum hætti og virðist þróunarleiðin í helibrigð- ísmálunum muni halda áfram á sömu braut. Ávallt er talsverður hópur manna sem mænír vonar- augum til einhvers allsherjar kína-lífselixirs í nútíð eða fram- tíð. Hinn merki rússneski dýra- fræðingur Metehnikoff taldi að heilsuleysi manna stafaði af eitrun í görnum, sem hægt væri að fyrirbyggja með neyzlu súr- mjólkur. Taldi hann að með því eina móti yrði unnt að fram- lengja mannsævina um fleiri tugi ára. Fékk hann þegar mikið fylgi víðs vegar um heim, og sala súrmjólkur jókst gífurlega. Þegar hann andaðist sjálfur 71 árs gamall, dró verulega úr fylgi manna við kenningu hans. Samlandi hans, Bogomoletz, tók merg úr nýdauðum, ungum hraustum mönnum, sem látist höfðu af slysförum og sprautaði honum inn í hesta. Fékk hann síðan frá þeim blóðvatn, sem hann taldi styrkja mjög allan stoð og bandvef mannslíka- ans. Þóttist hann með þessu hafa fundið óbrigðult ráð til þess að framlengja mannsævina. Ekki hefir neitt komið fram á síðari árum sem stutt getur þessa kenningu hans. Náttúrulækningamenn leggja höfuðáherzlu á grænmetisát og þá oft á kostnað skynsamlegrar heilsuverndar og lækninga á öðrum sviðum. Fundin hafa ver- ið upp ýmis og óskasteinar fyrr og síðar og svona mætti lengi telja. Menn eru oft þannig gerð- ir að þeir óska fremur eftir töfr- um, viðundrum eða kraftaverk- um, þegar jafngóður eða betri árangur fæst með nútíma þekk- ingu og á eðlilegan hátt. Það er mjög erfitt að kenna mönnum að breyta siðvenjum sínum og lifnaðarháttum, þannig, að þeir samræmist þeirri vísindalegu þekkingu um heilsuvernd, sem þegar er fyrir hendi. Margur maðurinn lifir það samt að verða 90 — 100 ára að því er virðist, eftir happa og glappa aðferðinni. Það eru því mjög sterkar líkur fyrir því að komandi kynslóðir vaxi þannig upp, að þeim verði eðlilegt að fara vel með líkami sína á allan hátt, og lifa eftir regl um heilsuverndar án nokkurrar þvingunar. Þetta mun kosta stór aukna fræðslu í skólum, útvarpi og blöðum ásamt stöðugum á- róðri um þessi efni. Verður mönnum það þá eiginlegt og þeir munu setja metnað sinn í það að fara eins vel með hina dá- samlegu og dýrmætu líkami sína, eins og bezt verður vitað á hverjum tíma. Verstu óvinir vorra tíma eru hin vanheilaga þrenning, ofát, ofdrykkja og of- þreyta. Ef okkur tækist nú að sigrast á henni, eru sterkar líkur til þess að meðalaldurinn lengd- ist fljótt upp í 100 ár, og með aukinni þekkingu á bætiefnum, hormónum, næringarefnum og hollum lifnaðarháttum, kæmist hann ef til vill eftir fáeinar kyn- slóðir upp í 150 ár. — TÍMINN, 24. okt. Skordýrafræðingar eru ekki alveg á einu máli um maurana, dugnað þeirra, iðni og skipulags hæfileika. Sumir halda því fram, að maurarnir sé skynsamari og hafi betra skipulag á hlutunum en konungur tilverunnar, sjálfur maðurinn. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að maurinn sé í raun- inni letingi, heimskur, sjálfum sér ósamkvæmur og komist að- eins af vegna þess, að hann búi yfir fáeinum erfðum eiginleik- um. í þessum efnum eru svo einstaka menn, sem synda á milli skers og báru, og í þeim hópi er enski skordýrafræðing- urinn John Crompton, sem hefur nýlega skrifað skemmtilega bók um lifnaðarhætti maura. Segir hann, að maurar, sem búi í sam- býli, sé gæddir tilfinningum, aga og góðum gáfum, enda þótt einstaklingurinn kunni að vera heimskingi, samanborið við hús- fluguna, sem er einstaklings- hyggjudýr. Er mikill fróðleikur saman kominn í bók Comptons, og skal hér drepið á nokkur atriði. Rækta sveppa til átu Sumir maurar eru garðyrkju- menn.“ — í Suður-Ameríku eru þeir maurar frægir, sem klippa lauf af trjánum — kallaðir „sól- hlífar“maurar — og var löngum haldið, að þeir notuðu laufið að- eins til að þilja bústaði sína. Compton segir, að maurar þessir tyggi blöðin í mauk, sem þeir nota til að rækta sveppi. Þegar sólhlífarprinnsessa flýgur að heiman til að leita sér maka, hefur hún heimamundinn í munninum — örlítinn sveppa- gróður til að byrja á garðinum, sem á að sjá afkvæmum hennar fyrir viðurværi. Her blóðmaura fór í hernað gegn nálægu „svertingabúi“, drap alla verjendurna og hélt heimleiðis með ránsfenginn, sem voru púpur (þrælar framtíðar- innar). En skömmu síðar ruddist allur blóðmauraskarinn út úr búi sínu, og hafði þá ekki aðeins meðferðis púþurnar, sem teknar höfðu verið herfangi, heldur einnig sínar eigin púpur, vista- birgðir sínar, egg og drottning- una. Var haldið rakleiðis til „svertingja“borgarinnar, sem enn var auð, og búseta hafin þar. Crompton heldur því fram, að þegar herinn sigursæli hafi komið heim, hafi hann séð að vistaverur „svertingja“ voru miklu betri en þeirra eigin — þeir hafi jafnvel séð það, meðan barizt var, og hafi þeir þá talið heimamenn á að flytja búferl- um. Sólin grandar kjötætum í Afríku er til blind maura- tegund, kjötætur, sem ganga í skipulegum, endalausum fylk- ingum, en sitt til hvorrar handar ganga „liðsforingjar,“ stærri maurar, sem stjórna göngunni. Njósnarar, sem fara á undan, at- huga líkleg árásarmörk, og kemst enginn lífs af, sem maur- arnir ná tangarhaldi á. En þótt maurar þessir sé grimmir, verð ur sólin þeim að bana. Ef þeir neyðast til að fara um víðavang á sólbjörtum degi, mynda þeir í flýti einskonar jarðgöng, svo að sólin verði þeim ekki að aldur- tila. Sumir maurar vinna uppskeru störf rétt eins og menn. Þær skilja kornið frá hisminu og gera meira að segja sex þum- lunga breiðan veg gegnum gróð ur til að komast á akurinn. Flest ir maurar af þessu tagi fara í hópum að heiman til að vinna við uppskerustörfin, en koma svo heim einn og einn með byrði sína. Sumir maurar, sem hafa ekki náð í korn, skammast sín bersýnilega fyrir það, því að þeir koma þá með eitthvað annað, sandkorn eða steinvölu, til að vera þó með eitthvað við heimkomuna. Maurar eru drykkfelldir Til er maurategund, þar sem einstaklingarnir eru bókstarf- lega áfengissjúklingar. Vissar tegundir brezkra maura draga inn í bú sitt vissa tegund fiðr- ilda, þegar þau eru á grasmaðks- stigi, en þegar maurarnir gæla við grasmaðkana ,gefa þeir frá sér vökva, sem verkar eins og áfengi á maurana. Eru þeir svo þyrstir í þessar veigar, að þær ala maðkana jafnvel á afkvæm- um sínum og eggjum, en þegar grasmaðkurinn verður að fiðr- ildi, fær hann að fljúga leiðar sinnar áreitnilaust. — VISIR, 27. okt. Minnist BETEL i erfðaskrám yðar. Færið yður í nyt hina ódýrustu flugferð til íslands til heimsókna um jólaleytið! SankU Ivláus hefir rétt fyrir sér. Fullkomnasta jólagjöfin, sem þér geUÖ fært ástvinum yöar á íslandi er heimsókn yöar sjálfra um jélin. Og hinn mikli fjársparnaöur, sem yður fellur í skaut 4 þessu "The Great Circle” ferðalagi, vekur margfaldan fögnuð, er heim kemur! Tíðar og reglubundnar flugferðir með 4 hreyfla Douglas Skymaster frá New Tork. Milli Reykjavíkur og New York báðar leiðir — AÐEINS $265 Leitiö frekari upplýsinga hjd umboösmanni ferOa- skrifstofu yöar varöandi fargjöld. n /—\ n ICELANDICl AIRLINES L/zAaLJ=7 15 West 47th St., N. Y. 36. Pl 7-8585 S0RE BACK BR0UGHT H0SPITAL BILLS THAT COUID HAVE WIPED 0UT OUR SAVDÍGS "Iin sure gl&d Ibdongh BLUECROSS Við vinnu mína I búðinni I vor, sem leið, tognaði ég í baki við að lyfta þungavöru. Læknirinn kallaði þetta “slipped disc’’ og sendi mig 4 sjúkrahús. Þetta opnaði augu mín fyrir gildi Blue Cross verndarinnar. Ég var 41 dag I semi-private herbergi í sjúkrahtisinu og reikingur- inn hljóp upp 4 $455.30, en i þvi var innifalið skurðher- bergi X-rays, meðöl og ýmis- legt annað. Slikt fjárhæð hefði nálega gleypt það sparifé, sem við áttum, en þá kom Blue Cross samkvæmt samningi til sög- unnar og greiddi $430.30, svo ég þurfti einungis að ann- ast um $15.00 greiðslu. Jú, Blue Cross hefir reynzt mér veruleg hjálparhella. Og ég mæli með þessari aðferð við hvern, sem er. Úr skýrslum Manitoba Blue Gross Megið þér við spíialareikningi eins og áslaii er? Megið þér við því að vera án Blue Cross verndar? i ' FOR DETAILS MAIL TODAY MANITOBA HOSPITAL SERVICE ASSOCIATION 116 Edmonton Strcet, Winnipcg PLEASE SEND ME COMPLETE DETAILS ON HOW I MAY JOIN THE BLUE CROSS 1 om employed os NAMK ADPFFSS A-2 Gætið peninga yðar vandlega Peningar yðar eru í öruggri geymslu í Royal-bankanum; þar er ekki unt að stela þeim þar og þér getið ávalt fengið þá, er þér þarfnist þeirra. Byrjið að leggja inn peninga og gerið það reglubundið á hverri viku; þér getið byrjað sparisjóðsreikning með eins dollars innlagi. Hefjist handa um þetta nú þegar. Viðskipti yðar eru kærkomin THE ROYAL BANK OF CANADA Hvert útibú nýiur trygginga allra eigna bankans, sem nema yfir $2,675,000,000.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.