Lögberg - 02.12.1954, Page 8

Lögberg - 02.12.1954, Page 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. DESEMBER 1954 Úr borg og bygð Miss Dorothy Stone og Ronald Leslie Pound voru gefin saman í hjónaband hér í borg 24. nóvem- ber s.l. Brúðurin er yngsta dóttir hinna mætu hjóna Thorsteins Stone og frú Margrétar Stone, sem bæði eru látin fyrir nokkr- um árum. Föðurbróðir brúðar- innar og kona hans, Mr. og Mrs. B. J. Lifman frá Árborg voru viðstödd giftinguna. George Stone frá Edmonton leiddi systur sína til altarisins. Að hjónavígslunni lokinni fór fram veizla í Pembina Lodge. Ungu hjónin fóru brúðkaupsferð til Minneapolis, en heimili þeirra verður að Suite 6 Fleetwood Apartments, Winnipeg. ☆ To The Columhia Press: — Nov. 26th 1954 I would be very pleased if you would correct a few errors that appeared in our last donation list: — Mr. Sigurður Sigurdson, Wpg., should have been Mr. Sigurþór Sigurðsson, Wpg., $10.00. Mr. S. Sigurdson, Vancouver, should have been Mr. S. Sig- mundson, Vanc., $25.00. Mr. and Mrs. Gunnar Guð- mundsson, Vanc., $5.00, was omitted in the list. I also have an additional list: Mr. and Mrs. J. T. Johnson, Vancouver, $5.00; Mr. and Mrs. ' Sigmundur Grimson, Vancouver $10.00; Mr. Gísli Jónsson, Prince Rupert, $20.00; Mr. Walter Jóns- son Prince Rupert, $10.00; Mr. and Mrs.Hart, Vancouver, $5.00; Mrs. Jón Magnússon, Seattle, $5.00; Mr. H. Martin, Wynyard, Sask., $50.00 í minningu um ást- kæra eiginkonu, Guðrúnu. — Tveir kassar af Salmon, Mr. O. Philipson; tveir kassar af eplum, K. Kristjánsson, Kelowna, B.C. Með þakklæti frá stjórnar- nefndinni. Mrs. Emily Thorson, Sherman P.O. West Vancouver, B.C. ☆ Sunnudaginn hinn 21. nóvem- ber lézt að Swan River Mrs. Þórdís Samson 90 ára að aldri; hún fluttist hingað af íslandi 1894. Mann sinn misti hún hér árið 1902 og fór þá til íslands og dvaldi þar í nokkur ár, en eftir að vestur kom á ný, dvaldist hún hjá tengdasyni sínum og dóttur, Mr. og Mrs. Thordur Thompson í Swan River bygð til æviloka; útför hennar var gerð frá St. James Anglican Church. Rev. William Champners jarðsöng. Aðalfundur Þjóðræknisdeild- arinnar „Frón“ var haldinn í Góðtemplarahúsinu á mánudags kvöldið var. Forseti deildarinn- ar, Jón Jónsson, setti fund og bauð fundarmenn velk’omna. — Síðan fluttu ritari og gjaldkeri skýrslur sínar, sem báðar voru samþykktar með samhljóða at- kvæðum. Þá hófst stjórnarkjör og var fráfarandi stjórn deildar- innar endurkjörin, að undan- skildum Dr. Tryggva J. Oleson, en í hans stað var kosinn Valdirqar' Lárusson kennari. — I hinni nýkjörni stjórn eiga því sæti eftirtaldir menn: Forseti, Jón Jónsson Varaforseti Heimir Thor- grímsson Ritari, Thor Víking • Vararitari, Ingi Swainson Gjaldkeri, Jochum Ásgeirsson Varagjaldkeri, Valdimar Lárusson Fjármálaritari, Gestur Davíðsson Varafjármálaritari, Einar Sigurðsson. Endurskoðendur: Grettir L. Johannson , J. Th. Beck. Er stjórnarkjöri hafði verið lýst, hófst skemmtiskrá fundar- ins. Voru leikin nokkur lög af segulbandi undir stjórn próf. Finnboga Guðmundssonar. — Fundarmenn þökkuðu Finnboga fyrir skemmtunina með lófataki. ☆ Á þriðjudaginn hinn 23. nóv- ember síðastl. lézt að heimili sínu Kjarna í Víðinesbygð Halldór bóndi Kjernested 85 ára að aldri; hann kom af íslandi 1876 og átti heima á Kjarna til dánardægurs. Mr. Kjernested lætur eftir sig konu sína, Sig- rúnu, ásamt þremur sonum; einnig lifa hann átta barnabörn og eitt barnabarnabarn. Útför Mr. Kjernesteds var gerð frá kirkju Víðinessafnaðar. Séra H. S. Sigmar jarðsöng. ☆ Mr. Björn Jónasson sveitar- oddviti í Sigluneshéraði var staddur í borginni í fyrri viku og sat hér ársþing sveitastjórn- arsambandsins í Manitoba. Mr. Jónasson er búsettur við Silver Bay. ☆ Mr. J. Walter Johannson leik- hússtjóri frá Pine Falls, Man., var einn í hópi þeirra mörgu þúsunda, er sóttu fótboltaleikinn fræga í Toronto síðastliðinn laugardag; í ferðinni heimsótti hann einnig dóttur sína og tengdason, sem búsett eru að Sudbury, Ont. Icelandic Canadian Club There will be a meeting of the Icelandic Canadian Club in the lower auditorium of the First Federated Church, Sargent Ave. and Banning St., Monday, December 6, at 8.15 p.m. The Club is fortunate in hav- ing as its guest speaker Dr. Thorvaldur Johnson, F.-R. S. C. Dr. Johnson has gained inter- national recognition for his rust research, conducted at the Dominion Laboratory of Plant Pathology, at Fort Garry, Mani- toba. His subject will be the important topic of rust research and the development of rust resistant grains. His address will be illustrated by slides. There will be a musical pro- gram, provided by Normal school students. Members of the staff of the University of Manitoba, of Ice- landic descent, will be special guests of the Club that evening. The public are cordially in- vited to attend. —W. K. ☆ A meeting of the Jón Sigurð- son Chapter I O D E will be held at the home of Mrs. H. Baldwin, 474 Oxford St., on Friday, Dec- ember 3rd. at 8 o’clock. ☆ Mr. og Mrs. Fred Jóhnnsson Agnes Apts., hér í borginni, brugðu sér suður til Cavalier, North Dakota til nokkurra daga heimsóknar. Dr. John Jóhanns- son, sonur þeirra, sem þar stund- ar lækningar við mikinn og góðan orðstír, kom hingað Spurðu Einar prentara, að gamni þínu, hvað hugtakið PÆ (Pi) þýði. Svar hans gæti vel verið á þá vísu, að það væri glundrað prentletur. Spurðu húsmóður þína, og hún kannske segir það vera eftirmat. Spurðu kennara í stærðfræði, og ef hann er stöðu sinni vaxinn, er 1 ekki óhugsandi að hann hiki við og horfi í tómt meðan hann er að átta sig á því, hvað í spurn- ingunni felst. En þetta er ekki áhættulaust, því að taki hann það upp á sig að skýra fyrir þér málið, er hætt við að kvöldmaturinn þinn kólni á borðinu, því að sæmilegur inn- gangur að málinu yrði vart flutt- ur á minna en svo sem átta til tíu klukkustundum. En fýsi þig að kryfja það frekar, er til hand- ar hið mikla verk Cantors um pæ, þrjú bindi, og bók Heisels, aðeins 278 blaðsíður. Nokkra stoð að skýring málsins er einnig að finna í ritverkum Antiphons og Archimedes, Newtons, Leib- nitz og fjölda annara. Hvað er þá pæ (talan 3.1416; nokkuð nánara, 3.1415 926535) ? Pæ er undirstoð þeirra reikn- inga, sem fást við að ferhyrna hringinn (square a circle), og allt það sem að því lýtur ■— að setja í tölustafi flatarmál hrings- ins. (To construct with a ruler and compass a square exactly equal in area to any given circle). Þetta verður að vísu aldrei ■ gert, fyrir þá einföldu en þó nægilegu ástæðu að það er ekki mögulegt. En pæ kemst svo í námunda við þetta mark að vel má una við, og nota. Pæ er, semsé endalaus tala, eilífðar eðlis. Talan hefur verið færð út í 700 tölustafi, en þá engu nær algerðri fullkomnun. Hún er eins og froskurinn sem ásetti sér að þverstíga gangstéttina með því að stökkva miðja leið í fyrsta stökki, svo miðja leið þeirrar breiddar, sem eftir var, og svo stökk af stökki, hvert um sig helmingur afgangsins. Hann heldur stöðugt áfram að ákvörð- unarstaðnum, en nær þangað al- drei þó hann stökkvi alla eilífð, því að hvert stökk skilur eftir afgang. — Þetta er reyndar gróf- gerð samlíking, en sú eina, sem norður til að sækja foreldra sína. * Stúkan HEKLA I. O. G. T. heldur næsta fund sinn þriðju- daginn 7. des í G. T.-húsinu kl. 7.30 e. h. Mcetið stundvíslega! ☆ Mr. Gísli Sigfússon frá Oak View og sveitarráðsmaður í Sigluneshéraði leit inn á skrif- stofu blaðsins í vikunni, sem leið, ásamt frú sinni; hann sat hér ársþing sveitastjórnarsam- bandsins í Manitoba; kvað hann áflæði og þrálátar rigningar hafa mjög rýrt heyskap í héraði sínu og myndi slíkt til þess leiða, að bændur yrðu nokkuð að skerða bústofn sinn. ☆ Mr. Thorsteinn Ásgeirsson málarameistari, ættaður úr Húnaþingi, lagði af stað áleiðis til Islands um miðja fyrri viku og ráðgerði að dveljast þar vetrarlangt. Mr. Ásgeirsson kom af íslandi 1918 og heimsótti ætt- land sitt 1930. Hér vestra hefir hann jöfnum höndum gefið sig við húsamálningum og fiski- veiðum á norðurvötnum Mani- tobafylkis. ☆ Vikuna, sem leið, var sunnan og suðvestan átt um allt land, og ýmist skúrir eða éljagangur sunnan- og vestanlands en úr- komulítið norðanlands og austa- an. Hvasst hefur verið og rosa- tíð. Gæftir verið slæmar syðra. kemur í huga minn þennan svipinn. Það lítilræði, að flatarmál hringsins verður ekki algjörlega reiknað og sett í tölustafi á pæ vísu eyðileggur alls ekki hina praktísku notkun þess. Með pæ verður, til dæmis, reiknað upp á mínútu sólmyrkva árum á und- an, og frumagna- og eðlisfræð- ingar styðjast við það í hvívetna. En í ljósi þess hve langt nú- tíðar stærðfræðingar hafa kom- ist á þessu sviði, er það furðu- legt, og þá vægast sagt, hvað stórstígir Forn-Egyptar voru í þessum útreikningi. Áreiðanlega notuðu þeir pæ, og hárrétt, eins og síðar þeir Grísku — using the method of circumcribing and in- scribing a circle, with polygons having an ever-increasing number of sides, which is substantially that used today. (Verði þetta sett\í íslenzkt mál, er það oftak þeim, sem þetta ritar). Þeir sem stóðu að byggingu pyramidanna, sérstaklega hins mikla sem kennt er við Gizeh, án efa notuðu pæ reikninginn. Ummál og rúmmál þess er svo hárrétt og samsvarandi, hæð miðuð við þvermál, að ekki skakkar um einn tíu-þúsundasta úr þumlungi, nánara en finna má í nokkurri nútíðar bygging. Auðsjáanlega var notað pyra- midal cubit base (one ten- mil- lionth of the radius), undir- staða hnattmælinga. (The peri- meter of the Gizeh pyramid, the sum of the sides, when divided by twice the height brings the ratio of 3.1416, the same as that used computing the circumfer- ence of a circle from a given diameter). En með þessu verður séð, að pæ var reiknings lögmál það sem byggingameistarar stóra pyramidins notuðu við bygging þess. Hvað nálægt pæ kemst að því marki að ferhyrna hringinn, þrátt fyrir grúa tölustafanna, verður séð með því að reikna ummál jarðarinnar á pæ lögmál- inu með tíu tölustöfum, sýnir þvermál hennar innan þumlungs breiddar.,En þetta er nægilega nákvæmt, að vel má una við, og no.ta á praktíska vísu. —L. F. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK Síðan 1910 Canadlskir menn bera traust til Tip Top Tailors, elztu og stærstu fata- gertSarinnar I Canada. Tip Top föt, sniðin eftir máli, njðta mestrar hylli I Canada vegna sniCs, gæða og endingar. Spyrjist fyrir hjá nágranna . yðar, hann veitir svarið. Beztn föt í Canada, sem fáanleg eru. Tip To tailors PÆ-TALAN 3.1416 Prýðilegt landkynningarrit Eftir prófessor RICHARD BECK Á sínum tíma birti ég hér í J blaðinu stutia umsögn um sænsku útgáfuna af riti þeirra Hans Malmbergs ljósmyndara og dr. Helga P. Briem sendi- herra um ísland. Var það meira en verðugt, því að sannarlega á það, sem vel er gert ættlandi voru til aukinnar kynningar, skilið, að því sé á lofti haldið. Ensk útgáfa af þessu íslands- riti þeirra félaga, ICELAND, er nýlega komin út á vegum sama útgáfufélags (Nordisk Roto- gravyr) í Stokkhólmi í Svíþjóð, og er útgáfa þessi um allt hin vandaðasta sem hin sænska. Liggur einnig í augum uppi, að þessi enska útgáfa ritsins á enn meira erindi til okkar í hinum enskumælandi heimi heldur en sænska útgáfan, þó ágæt væri, og næði vel tilgangi sínum. Ann- ars eru útgáfur þessar að mjög miklu leyti hinar sömu um efni og myndaval. Dr. Helgi P. Briem fylgir ensku útgáfunni úr hlaði með gagnorðum inngangi um Island nútíðarinnar (“Changing Ice- land”), og leggur þar, eins og fyrirsögnin bendir til, áherzlu á hinar miklu breytingar, sem orðið hafa á íslandi á öllum sviðum á síðari árum, og þá ekki sízt í atvinnu- og samgöngumál- um. Er þessi hressilega og um margt fróðlega lýsing hans snið- in meir við hæfi enskumælandi lesenda, en hin sænska var, og er það vel ráðið og viturlega. Helgi ritar einnig kjarnorðar og glöggar skýringar við mynd- irnar, og er þar harla mikinn og margþættan fróðleik að finna um land og þjóð, sögu hennar og menningu, sem erlendum les- endum kemur að góðum notum og eykur drjúgum skilning þeirra á íslandi og íslendingum. Seilist Helgi ósjaldan til tilvitn- ana úr ýmsum ritum, eigi sízt íslenzkum fornritum, myndun- um til skýringar, og hitta þær tilvitnanir löngum vel í mark. Til skýringar heilsíðumynd- inni af blaðsíðu úr skinnhandrit- inu að Heimskringlu vitnar Helgi t. d. til eftirfarandi um- mæla um íslenzka sagnaritun í hinu heimsfræga alfræðiriti Encyclopedia Britannica, sem óþarft er að þýða fyrir allan þorra lesenda þessa blaðs: “The independent invention of prose by the Icelanders is one of the most singular phenomena in history .... The splendid prose of these two centuries stands unrelated, an unparalleled por- tent in European literature.” Hér er vitanlega átt við 12. og 13. öld, er íslenzk sagnaritun stóð með mestum blóma. Mun og óhætt mega segja, að þessi lofs- yrði hins mikla brezka fræðirits, muni vekja meiri athygli al- mennra enskumælandi lesenda, en fjölorðari lofsöngur íslend- inga sjálfra um sama efni. Þetta íslandsrit er þó um annað fram myndabók, og eru myndirnar allar eftir Hans Malmberg hinn sænska, sem er ótvírætt mjög snjall mynda- tökumaður, og veit hvað hann vill í þeim efnum. Skylt er þó jafnframt að hafa í huga, hvaða takmark hann hefir einkum sett sér með þessum myndum frá ís- landi, en því lýsir Helgi á þessa leið í inngangi sínum: “Hans Malmberg does not aim at any completeness in his photographs and has rather avoided what is best known to the public. He has tried to de- pict the Icelanders of to-day going about their daily tasks in a landscape, majestic, barren and young. For geologically too, Iceland is absurdly young.” Fæ ég ekki betur séð, en Malmberg hafi náð ágætlega þessum tilgangi sínum, því að bæði eru hér margar myndir, sem lýsa daglegu starfslífi þjóð- arinnar á hinum ýmsu sviðum, og jafnframt menningu hennar og andlegu lífi, að ógleymdum fjölmörgum myndum af landinu sjálfu, hrikaleik þess og sér- stæðri náttúrufegurð og fjöl- breytni þess eftir árstíðum. All- ar eru myndir þessar vel teknar, og margar mjög tilkomumiklar, þó því sé eigi að neita, að fegurð íslands nýtur sín aðeins til fulls í litmyndum, litskrúðið er svo mikill þáttur einstæðrar og á- hrifamikillar náttúrufegurðar þess. Nokkrar minni háttar breyt- ingar hafa verið gerðar á mynda- vali í ensku útgáfunni, saman- borið við hina sænsku, og marg- ar til bóta, þó að jafnan geti verið álitamál um slíka hluti. Hvað sem því líður, þá er þetta vandaða myndasafn skemmti- leg og næsta alhliða lýsing á svipmiklu ættlandi voru og ætt- þjóð vorri, sem þreytir þar sína merkilegu lífs- og menningar- baráttu, og sækir djarflega fram, minnug síns auðuga menningar- arfs frá liðinnj tíð. Sameiginlega hafa þeir Hans Malmberg og dr. Helgi P. Briem unnið þarft verk og þakkarvert með þessu prýðilega landkynn- ingarriti sínu, og ber að fagna því, að það er nú komið út á jafn víðlesnu heimsmáli og enskan er. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 5. des.: Ensk messa kl. 11 árd. (Bible Sunday) Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk messa kl. 7 síðd. ELDECO Brezk ullarefni eru viSurkend um ví8a veröld sem fegurstu og fullkomnustu fataefnin, ofin á Englandi I al- fatnaöi, yfirhafnir, íþróttaföt, jakka flr tweeds til viShafnar og notkunar I sumarhita. Fást hjá y8ar eigin klseöskera. SkoðiÖ sýnishornabók hans og athugiÖ liti og efnisgæöi. L0WE D0NALD (Canada) Limited 104 Adelaide St. West, Toronto 1. Canada Empire 6-7986 Skrifstofur Veslanlands: 615 Hastings Street, VANCOUVER, B.C. . Marine 2019 Monfreal skrifslofur: 620 Cathcart Street, MONTREAL, P.O. University 6-4254 Klæðskerur, veitið atliygli' FinhiS oss eða slcrifiö eftir ókeypis sýnishornabók um vor berzku, innfluttu fataefni — Super Flannels, Super Worsteds, Super Serges, Cheviots, Over-coatings, Camel-Hair, Cashmere.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.