Lögberg - 30.12.1954, Blaðsíða 4
4
LÖGBEHG, FIMMTUDAGINN 30. DESEMBER 1954
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefiíi ít hvern fimtudag aí
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
UtanAskrift ritatjörans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN
PHONE 743-411
Verð $5.0u um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and pubhshed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
BRAGI SIGURJÓNSSON:
Undir Svörtuloftum
Ljóð. 96 blaðsíður. Akureyri 1954
Bragi Sigurjónsson er enginn nýgræðingur á skálda-
þingi íslenzku þjóðarinnar og þótt hann enn sé eigi nema
miðaldra maður, hafa áður komið út eftir hann tvær ljóða-
bækur, Hver er kominn úti?, 1947, og Hraunkvíslar, 1951.
1 báðum fyrri bókunum var margt ágætra kvæða, þótt
fæst væri þau stórbrotin; virðing höfundar fyrir helgi hins
íslenzka ljóðforms blasti hvarvetna við og þar af leiðandi
voru braglýti svo að segja með öllu útilokuð; ummæli
Steindórs Steindórssonar um Hraunkvíslar í Nýjum Kvöld-
vökum hitta því vel í mark, en þau eru þessi:
„Kvæði Braga eru engar vögguvísur til að róa eyrum
makráðra borgara, og þau eru heldur ekki með atómskálda-
sniði, þar sem fátækt anda og efnis er hulin með fárán-
legum orðatiltækjum og þankastrikum“.
Það væri ekkert áhlaupaverk, að kveða upp öruggan
dóm um það, hvert kvæöanna sé bezt í þessari nýju ljóða-
bók Braga Sigurjónssonar, því þó þau séu vitaskuld ekki
öll jafn innviðastyrk, fyrirfinst þar hvergi þó leitað sé með
logandi ljósi lélegt kvæði; þetta ber fagurt vitni auknum
skáldþroska og virðingarverðri vandvirkni.
Ljóðmæli Braga bera þess glögg merki hve mjög hann
hallast á sveif vinstrimanna í þjóðfélagsmálunum; hann er
auðsjáanlega þeirrar skoðunar, að enn sem fyr sé ágirndin
rót alls ills; talandi vottur þess er vísa sú, er hér fer á eftir
úr inngangskvæðinu, Undir Svörtuloftum:
„Ágirnd og slægð er öllum talið
til ágætis þar í bygð,
en heiðarleikinn og hjartagæzka
heimska og viðurstygð.
Sá þykir mestur, er selt hefir dýrast
svikin við drengskap og æru
og áferðarbezt hefir úlfshárin falið
ullmjúkri sauðargæru“.
Á blaðsíðu 67 hefst kvæði, „Við Rangárlón í Jökuldals-
heiði“, er festist að minsta kosti fljótt í minni þeirra, er
barnaskónum slitu í þessari víðáttumiklu heiðarbygð, er nú
hefir fyrir rás viðburðanna lagst í eyði. Bragi skáld hefir
næmlega skynjað örlög heiðarbóndans, er hann kom að
Rangárlóni og litaðist þar um að haustlagi; hann er sjálfur
sveitarsonur úr Þingeyjarþingi alinn upp við fangbrögð
óblíðra náttúruafla, en ann jafnvel enn heitar af þeirri
ástæðu bygð sinni og heimahögum.
Hér verða nú birt nokkur sýnishorn úr þessu fallega
kvæði, er berast beina boðleið til hjartans:
Septemberdagur. Sumarlok á Fróni.
Sólbleikur himinn. Lyngrauð heiði Dals.
Tíbráin dansar, tekur spor í vals,
tangó og samba yfir Rangárlóni.
Rústir á bakka. Rofinn vörzlugarður.
Ríslar þar lind við hruninn fjárhúsvegg,
Skín þar í rofi á skininn sauðarlegg,
skýlaus er jarteikn, hver varð bóndans arður.
Ókunni bróðir, einyrki á heiði,
ósigur þinn er skráður hér í svörð;
þú hlauzt að tapa búi, bæ og jörð,
báti af vatni, kostasilungsveiði.
Samt fórstu héðan sæmdur hetjumerki,
sjálfsvirðing þinni hélzt efsta dags.
Hjarta þitt trútt og heitt til sólarlags,
heilsteyptur ættlands son í gæzluverki.
Gullsólgna þjóð við gömul afreksminni,
gæturðu búið sátt við örlög slík
að vera fátæk, þegar þú ert rík,
þú sem varst áður rík í fátækt þinni? —
„Frost í ágúst“ nefnist kvæði, er hefst á blaðsíðu 71,
meitluð og listræn ljóðperla, en þessi er fyrsta vísan:
„Á rauðan himinn runnins dags er nótt
með rökkurpensli bláa skugga að draga.
Og henni sækist verkið furðu fljótt,
þótt fari hún að öllu stilt og hljótt
og drepi örlétt daggarskóm á haga“.
/ v
Ljóðhróður Braga Sigurjónssonar hefir vaxið að mun
við útkomu þessarar nýju ljóðabókar; yrkisefnin eru fjöl-
breyttari en áður og þyngra lagst á ár, auk þess sem hinn
þjóðlegi ljóðbúningur hefir eignast nýja og fegurri liti. —
Ferhendur og ferðaminningar
Eítir prófessor RICHARD BECK
„Veiztu, vinur, hvar
verðug lofdýrðar
gestrisnin á guðastóli situr?“
Þannig hóf Sigurður Breið-
fjörð lofsöng sinn um íslenzka
gestrisni, og hún situr þar í landi
eins föst í sínum virðingarsessi
nú á dögum og hún gerði á
skáldsins tíð. Höfðingsskapurinn
í viðtökum er óbreyttur, og lýsir
sér í því, að gestir eru enn, að
fögrum og fornum sið, leystir út
með gjöfum; ósjaldan eru gjaf-
irnar góðu heilli, bækur, og
getur ekki ákjósanlegri gjöf
þeim, er fróðleik ann og fögrum
listum; fáar gjafir eru einnig
varanlegri, í þeim skilningi, að í
hvert sinn, sem bókin er lesin,
finnur maður til návistar hins
örláta gefanda og heyrir mál
hans í hljómfalli lifandi orðs
bókarinnar. Á það ekki sízt við,
þegar bókin er gjöf frá höfundi
sjálfum, því að hvert ritverk,
sérstaklega skáldverk, er hold
af holdi og blóð af blóði höfund-
ar síns í andlegum skilningi.
Meðal þeirra mörgu bóka, sem
okkur hjónunum bárust að gjöf
í íslandsferð okkar á síðastliðnu
sumri, var vísna- og kvæðasafn
Hallgríms Jónassonar kennara
Ferhendur á ferðaleiðum, er
hann sendi okkur með framúr-
skarandi drengilegri og hjarta-
hlýrri áritun, sem þó er of per-
sónuleg til þess að endurtakast
á opinberum vettvangi. Jafn-
framt fylgdi hann bókinni úr
hlaði með þessari vísu:
„Ef þið oétlið víða
inn í sveit og dali,
yfir strönd og eyjar,
eða fjallasali,
gœti gömul staka,
góðum óskum hlaðin,
seinna — úti í álfu —
ykkur minnt á staðinn.“
Hér hittir höfundur ágætlega í
mark, því að síðan heim kom
vestur yfir álana, hefir þetta
vísna- og kvæðasafn hans minnt
okkur á fjölmarga sögustaði og
fagra, er við skoðuðum í ferð-
um okkar í alla landshluta. Má
því einnig segja, að þessi bók
hans sé um margt jafn ný af
nálinni og hún var, þegar hún
kom út fyrir nokkurum árum
síðan (1950), enda eiga vel
kveðnar vísur almenns efnis, svo
sem náttúrulýsingar, sér stórum
meir en stundar gildi, en slíkar
vísur eru margar í þessu safni.
En Hallgrímur kennari er, eins
og löngu er kunnugt og þessi bók
ber fagurt vitni, mikill ferða-
langur, sem ann fegurð íslands
og hefir næmt auga fyrir henni,
og á jafnframt hæfileikann til
að bregða upp í meitluðum fer-
hendum lifandi myndum af fjöl-
breyttri og sérstæðri náttúru-
fegurð ættjarðar vorrar, því að
hann er skáld gott og um annað
fram snjall hagyrðingur í sönn-
ustu merkingu þess orðs. Skal nú
gripið niður í bók hans og til-
vitnanir einkum tengdar við ís-
landsferð okkar hjóna.
Minnug ágætrar flugferðar
með „Heklu“, flugvél Loftleiða,
yfir hið breiða haf fram og aftur
milli New York og Reykjavíkur,
°g einnig frá Dánmörku til Is-
Reykjavík, þar sem slagæð ís-
lenzks þjóðlífs í öllum þess
myndum slær örast. Er borgin
sérstaklega fagurlega í sveit sett,
eins og kunnugt er, fjallasýn
umhverfis bæði fjölbreytt og hin
fegursta að sama skapi. Nægir
að minna á hið fagurprúða og
einstæða fjall, Esjuna, sem skipt-
ir um svip og blæ ótal sinnum
á dag. Af eigin reynd getum við
því heilhuga tekið undir þessar
léttstígu og faguryrtu vísur
Hallgríms, „Kveld á Kjarar-
nesi“:
„Vermir blæinn, völl og hól,
verpur bæinn gljáa;
eftir daginn ekur sól
út á sæinn bláa.
Geislarjóð þú fegrar fjöll
feðraslóðar minnar.
Laugast blóði Esjan öll
aftanglóðar þinnar.
Sýnist hik á sólar för,
— særinn kvikur blánar —
er hún stikar yztu skör
út í bliki Ránar.“
Og nú skulum við stíga upp í
íslenzka flugvél, kljúfa himin-
sæinn léttilega austur á land og
tylla okkur niður á flugvellinum
að Egilsstöðum. Héraðið blasir
við sjónum fangvítt og gróður-
sælt, og Lagarfljót liðast um
það eins og sólu roðið silfurband.
Eiga hér við vísur Hallgríms um
Lagarfljót, en fyrir þeim hefir
hann þennan formála: „1 heið-
ríkju, logni og sólskini er
Lögurinn fegri en orð fái lýst.
Hin reginlanga vatnatunga teyg-
ist innan frá Fljótsdalsmynni og
út fyrir Egilsstaði, svo blikandi
og spegilslétt sem fægð skugg-
sjá, í kyrru veðri. Vatnið er
skollitað, stálgrátt eins og slíp-
aður málmur. Ein mesta prýði
Austurlands, enda í frjósömustu
byggð þess landshluta.“ Fara svo
vísurnar á eftir, en þær nefnast
„Fljótið glóir“:
„Við mér hló það silfursvalt,
sýndi skóga þétta.
Fljótið glóir yfir allt
eins og gróin slétta.
Lagarmóða! geisla glans
glóir á flóði þínu.
Töfra-óður Austurlands
ymur í blóði mínu.“
Eftir ógleymanlsga dvöld í
frænda faðmi og vina á ætt-
stöðvum greinarhöfundar austur
á Fjörðum, var síðan haldið með
bíl yfir Möðrudalsöræfi áleiðis
til Húsavíkur og Akureyrar. Ber
margt fyrir sjónir á þeirri leið,
en hæst ber þó Herðubreið í tign
sinni, sem fylgir manni við sjón-
deildarhring langleiðina, og
geymist að sama skapi trúlega í
minningunni að ferðinni lokinni,
eða svo fór okkur hjónum. í
inngangsorðunum að vísum
sínum um hana lýsir Hallgrímur
kennari henni réttilega: „Hún
er tvímælalítið fegursta fjall og
svipmesta norðan jökla. Sunnar-
lega á Mývatnsöræfum rís fjall-
ið einstakt og hærra miklu en
öll nálæg fjöll, með jökulskjöld
á efstu bungu. Hæðin er 1682 m.
Drottning öræfanna er hún oft
nefnd — og ber nafnið vel.“
Skáldið ýkir því ekki, er hann
nefnir hana „Fjalladrottning-
una“ og hyllir hana örlátlega:
„Herðubreið í himin blá
hamra lyftir stöllum.
Nú*er sól og sumar á
suðurfjöllum öllum.
----☆----
Gulli roðið geisla traf
glóir í minningunni.
Fastast varð ég fanginn af
fj al ladrottningunni.“
Skrifað stendur réttilega, að
„maðurinn lifir ekki á eínu
saman brauði“ Jafn rétt er hitt,
að hann lifir ekki af náttúru-
fegurð, eða annari fegurð, einni
saman, þó nauðsynlegf sé and-
anum til viðhalds og vakningar.
Gott var því feftir hina löngu
leið neðan úr Reyðarfirði að
nema staðar að Grímsstöðum á
Fjöllum og setjast þar að hlöðnu
veizluborði í höfðinglegri gest-
vináttu Sigurðar bónda Krist-
jánssonar, og gæða sér, vitan-
lega, á landsfrægu Hólsfjalla
hangiketi. Hallgrímur fer því
eigi villur vegar, er hann segir
í vísum sínum „Komið að Gríms-
stöðum á Fjöllum“:
„Hangiketið hugnast mér,
hér er góður staður.
Svangur kemur, saddur fer
sérhver ferðamaður.“
Eftir hinar höfðinglegu við-
tökur á Grímsstöðum og hæfi-
lega hvíld, er ferðinni haldið
áfram, og Dettifoss næsti áfangi.
Um hann hafa mörg' þjóðskáld
vor kveðið stórbrotin kvæði, því
að mjög orkar þessi reginefldi
fossajöfur á hug áhorfandans.
Hallgrímur hefir einnig ofið sinn
ljóðaþátt í lofsönginn um hinn
hrikalega frægðarfoss, og er
þetta lokaerindið:
„Eins og logi leiki sér
létt í togi flauma.
Gullinn bogi yfir er
öldusogi strauma.“
Eftir að hafa áð í Ásbyrgi og
dáð sérstaka fegurð þess, og eftir
að hafa notið ágætrar gistingar
hjá frændfólki á Húsavík, lá leið
okkar hjóna og ferðafélaga til
Akureyrar. Var að vanda prýði-
legt að koma í söguríkan og svip-
fríðan Eyjafjörð og njóta nokk-
urra hugþekkra og minnisstæðra
daga í aðlaðandi höfuðborg
Norðurlands. Skoðuðum við að
vonum hinn landskunna Listi-
garð Akureyrar, sem ber vitni
fegurðarást og fórnfýsi þeirra,
sem þar hafa unnið að fegrun
borgarinnar árum saman.
í Listigarðinum hittum við,
eins og margir fleiri, sem þangað
leggja leið sína, að máli hina
kunnu skáldkonu Þuru Árna-
dóttur úr Garði, er vinnur þar
að blóma- og trjárækt að sumr-
inu. En Þura hefir lagt fleira á
gjörva hönd, eins og kunnugt er,
þar sem eru landfleygar fer-
skeytlur hennar. Eru þær því
ofarlega í huga Hallgríms, er
hann yrkir á þessa leið, og í
gamansömum tón, í vísum sín-
um „í Listigarði Akureyrar“:
„Ferskeytlan er hrjúf og hlý,
hnittin, beinir skeytum.
Þú ert merkust, Þura, í
þessum aldinreitum.
Um litla jurt og fræið fætt
ferðu mjúkum höndum.
En vísur þínar eiga ætt
austur á Mývatnsströndum?
Framhald á bls. 8
lands, og jafn minnug hinna á-
nægjulegu flugferða með „Ský-
faxa“ og öðrum flugvélum Flug-
félags Islands, yfir svipmikið
landið þvert og endilangt, getum
við metið að verðugu hina mark-
vissu hringhendu Hallgríms, „I
flugvél“:
„Vatt sér bláum vegum á
vœngjamáfur breiði.
Skýjasjáinn silfurgljá
sigldi í háu leiði.“
Langa dvöl, skemmtilega og
atburðaríka, áttum við í hinni
hraðvaxandi, og að okkar dómi
beggja, fögru höfuðborg íslands,
Nýtsöm bankaþjónusta
Hér er um sex greinar að ræða, sem á einn eða annan hátt fullnægja
þörfum yðar.
Sparisjóðsdeild Hlaupareikningur
Öryggishólf Bankaávísanir
Ferðaávísanir Öryggisþjónusta
THE ROYAL BANK OF CANADA
Sérhveri úiibú nýiur irygginga allra eigna bankans,
sem nema yfir $2,675.000,000
mm