Lögberg - 06.01.1955, Side 8

Lögberg - 06.01.1955, Side 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR 1955 Orðabók Guðbrands Vigfússonar Úr borg og bygð Á sunnudaginn hinn 2. þ. m. lézt að heimili sínu 12 Norfolk Avenue, St. Vital, Anna Kristín Sawyer, ættuð úr Húnaþingi, fædd 16. september 1871, en fluttist til Canada 1887. For- eldrar hennar voru Jóhann Guð- mundsson og Anna Gunnars- dóttir; hún giftist árið 1910 William S Sawyer og átti heima í St. Vital jafnan síðan; mann sinn misti hún árið 1928. Hún lætur eftir sig son, William S. Sawyer, sem búsettur er í St. Vital, og eina systur, frú Ingi- björgu Shefley í Vancouver. Útförin var gerð frá Bardals í dag, fimtudaginn 6. þ. m. * — DÁNARFREGN — Þann 21. des. s.l. andaðist í London, Ont., Mrs. Vilborg Goodman, eftir fjögra ára van- heilsu. Hún var fædd að Rofabæ í Meðallandi í Vestur-Skapta- fellssýslu, 26. júlí 1866. Foreldr- ar hennar voru Ólafur ólafsson og Vilborg Höskuldsdóttir. Á ungþroskaárum sínum var hún í vist í Skaptártungu, en flutti svo til Vestmannaeyja og dvaldi þar um nokkurra ára skeið. Árið 1905 giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum Guðjóni (Guðmundssyni) Goodman, frá Háagarði á Vilborgarstöðum 1 Vestmannaeyjum. Hið sama sumar fluttu þau til Canada og settust að í Selkirk, og bjuggu þar til ársins 1912, er þau fluttu til Foam Lake, Sask., og dvöldu þar til ársins 1915, en fluttu þá til Winnipegosis, námu þar land °g bjuggu þar. Síðari dvalarárin þar bjuggu þau inni í bænum, í sínu eigin húsi þar. Árið 1949 fluttu þau til London, Ont., og dvöldu hjá tengdasyni sínum og dóttur, Mr. og Mrs. Stanley Ferdine. Þar andaðist Vilborg, eins og fyrr er að vikið. Þeim Vilborgu og Guðjóni varð tveggja dætra auðið: Rúnu, Mrs. James Bannerman, Sea- forth, Ont., og Ágústu Guðnýju Ferðaskrifslofa ríkisins efnir til vorferða suður um Evrópu í aprílmánuði n. k. Nokkrar þýzkar ferðaskrif- stofur hafa nú ákveðið að auglýsa ferðir til íslands næsta sumar og er ekki ólíklegt að með þessu aukist ferðamannastraumurinn til íslands til verulegra muna. Þorleifur Þórðarson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins er ný- kominn heim úr ferð til Þýzka- lands og Austurríkis, en erindi hans þangað var að ræða við ýmsar ferðaskrifstofur og helztu ráðamenn á sviði ferðalaga og samgangna í þessum löndum. Vísir hitti forstjórann að máli í morgun og innti frétta af för hans. Þorleifur kvað ferðina hafa verið undirbúna að veru- legu leyti í samráði við dr. Effenberg sendiráðsritara við þýzka sendiráðið hér, en hann hefir reynzt íslendingum og ís- lenzkum málum hollvinur hinn mesti í heimalandi sínu. Þorleifur ræddi við forstöðu- menn ferðamála, þ. á m. við forstjóra ferðaskrifstofa, for- ráðamenn flugfélaga, járnbraut- arfélaga og aðra þá, sem með ferðalög og ferðamennsku hafa að gera, bæði í Þýzkalandi og Austurríki. Flutti hann í hópum þessara manna stutt erindi um ísland og sýndi auk þess tvær gullfallegar litkvikmyndir, sem Magnús Jóhannsson, Þorvaldur Jónsson og fleiri hafa tekið. Heita þær „Hálendi íslands“ og „Gimsteinn norðursins“ og sýna þær vel hina einstæðu náttúru- Margrétar, Mrs. Statiley Fer- dine, sem þegar er getið. Hin látna var prúð kona og góð, er mætti örlögum lífsins með rósemi og skyldurækni og öruggu trausti til Guðs. Sjúk- leika efri ára bar hún með kristilegu jafnaðargeði. Hún innti af hendi sanna og dygga þjónustu í þarfir ástvina sinna og samtíðar, og naut elsku og umönnunar ástvina sinna í langri vanheilsu, er hún varð að þola. Útför hennar fór fram frá kirkju Selkirk safnaðar, þann 29. desember. S. Ólafsson ☆ The W. A. of the First Luth- eran Church will meet Tuesday January llth at 2. p.m. in the lower auditorium of the church. ☆ Dr. Richard Beck prófessor við ríkisháskólann í North Dakota kom hingað á miðvikudaginn í fyrri viku og fór norður til Gimli í heimsókn til móður sinnar, sem nú dvelur á Betel. ☆ Mr. Einar Magnússon frá Sel- kirk var staddur í borginni á mánudaginn. ☆ Mr. Stefán Eiríksson hótel- þjónn frá Cypress River, kom til borgarinnar síðastliðinn þriðjudag. ☆ Hinn 15. desember síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í Baltimore, Maryland, Dr. Stefán Einarsson prófessor við John Hopkin University og Ingibjörg Árnadóttir úr Reykjavík; brúð- urin er ein hinna kunnu syst- kina, Ársæls Árnasonar bóka- útgefanda og Magnúsar Árna- sonar skálds og listamanns í Reykjavík og frú Ástu Norman að Point Robert, Wash. Hjóna- vígsluna framkvæmdi danskur prestur í danskri kirkju í Baltimore. Lögberg flytur brúðhjónunum hugheilar hamingjuóskir. fegurð og litauðgi íslands, auk þess sem þær sýna öll helztu sérkenni lands og þjóðar. Erindi síri flutti Þorleifur í Hamborg, Frankfurt am Main, Munchen, Stuttgart og Vínar- borg og í sumum borgunum oftar en einu sinni. Sagði Þorleifur að kivkmynd- irnar hefðu hvarvetna vakið óskerta athygli og orðið til þess að nokkurar þýzkar ferðaskrif- stofur hafa ákveðið að efna til Islandsferða þegar á næsta sumri. Töldu forstöðumenn þeirra allar líkur benda til þess að Þjóðverjar myndu sækja til íslands, ekki sízt jarðfræðingar og aðrir vísindamenn. en einnig almenningur og ekkert því til fyrirstöðu þótt aðbúnaður eða hótelkostur væri ekki sem á- kjósanlegastur, því ferðamenn- irnir myndu fyrst og fremst leita til óbyggðanna. Hjá Austurríkismönnum er einnig áhugi, en þeir eru fá- tækir og telja sig síður hafa efni á að ferðast jafn langa leið og dýra. Þorleifur sagði að allt benti til þess að hinar þýzku ferða- skrifstofur myndu notast við ís- lenzk farartæki fyrir þátt- takendur sína. Að lokum skýrði Þorleifur frá því að í undirbúningi væri nú ferð, sem fyrirhugað væri að efna til héðan um miðjan apríl næstkomandi suður um Evrópu og þar á meðal um Þýzkaland. Áður hefir Þorleifur efnt til tilsvarandi landkynningarferða til Norðurlandanna, Englands og víðar. —VÍSIR, 17. nóv. Menn hafa lálið í ljós áhuga fyrir því, hvað verkinu miðar Þann ársfjórðung, sem lið- inn er síðan Vísir skýrði dá- lítið frá starfi því, er Sir William Craigie er búinn að inna af hendi við orðabókar- gerð síðustu sex árin, er allt- af öðruhvoru verið að spyrja mig um þetta mál. Það er fyrir þá sök, að upp- lýsingar sínar fékk blaðið hjá mér, en Sir William hefur allan tímann lofað mér að fylgjast með í starfinu. Mest er um það spurt, hvað verkinu miði áfram, og um það veit ég nokkuð, en annars er líka spurt um ýmis- legt það, sem ég get ekki svarað. Vegna þessara sífelldu spurn- inga, sem eru fyrir það ánægju- legar, að þær sýna hve ótrú- lega margir þeir eru, sem nokk- urn skilning hafa á þessu merki- lega máli, finnst mér rétt að skýra frá því litla, er ég get bætt við það, er Vísir sagði í sumar. Eins og lesendur mun reka minni til', var upphaflega svo til ætlast, að viðaukinn yrði ekki meiri en svo, að hann yrði bund- inn með hinni fyrri og frægu orðabók, þegar búið væri að ljósprenta hana. Mig minnir (þó að aldrei hafi Craigie sagt neitt þess efnis) að eitthvað heyrði ég um það, að fyrirhugað há- mark væri 120 síður. Og 120 síður í fjórblöðungsbroti með því smáa og ákaflega drjúga letri, sem Clarendon Press hefur á orðabókum sinum, var nú ekki beinlínis neitt smáræði. Það var út af fyrir sig í rauninni all- mikil orðabók. En þegar Sir Wil- liam fór að safna efninu — og þið ættuð að sjá hann vinna að orðtöku, lesendur góðir — þá flæddi áin yfir alla bakka. Hann sá þörfina nærri takmarkalausa, því að sé nokkur sá maður er neiti því, að nokkru sinni hafi orðið hlé á bókmenntasköpun Is- lendinga, þá er sá maður Sir William Craigie, enda hefur hann nú með Sýnisbók sinni hinni miklu gert meira en nokk- ur maður hafði áður gert til þess að afsanna þá kenningu fyrir öllum heimi. Því var það, að hann gat ekki takmarkað sig, en jós sífellt upp efninu unz svo var komið, að það var fjarri öllum möguleika að nota það allt í hinn fyrirhugaða viðauka. Þá var kominn nýr vandi, hvað við þetta ætti að gera. Átti nú að velja úr því í viðaukann, en láta mikinn hluta þess koma að engu haldi, unz það einhverntíma í framtíðinni kynni að komast inn í orðabók þá, sem verið er að vinna að hér heima og mjög hlýtur að eiga langt í land að lokið verði? Ekki gat það hafa verið geðfeld hugsun þeim manni, sem um sextíu ára skeið hafði sífelt verið að leitast við að vekja athygli umheimsins á tungu og bókmenntum íslend- inga. Þá hugkvæmdist honum að gera þá tillögu við Clarendon Press, að einungis tiltölulega lítill viðauki (fram yfir leiðrétt- ingarnar) skyldi prentaður með gömlu orðabókinni og í hann valinn aðallega þau orð úr forn- málinu, sem í hana vantar. Skyldi svo gerð ný orðabók, er næði til loka 18. aldar, og nefn- ast Second Supplement. Nú hef- ur það (svo er fyrir að þakka, megum við íslendingar segja), verið svo að um langan aldur hefur Clarendon Press talið sér skylt að segja já og amen við því, sem Craigie vildi vera láta. Þurfti því naumast að fara í grafgötur um það, hvernig, þessari tillögu yrði tekið, enda var hún orðalaust samþykkt. Næsta verk hans var þá að tína úr seðlasafninu allt það, er hann taldi, að koma ætti í First Supplement. Um stærð safnsins gefur það nokkra hugmynd, að þegar þessu var lokið, voru a. m. k eftir sjö þúsund seðlar undir bókstafnum S. Síðan er hann að vinna að því, að búa fyrri viðaukann í hendur prent- aranum, og um miðjan október taldi hann að það verk mundi um það bil hálfnað. Getur nú prentsmiðjan hafið setningu á þessu hvenær sem henni þykir henta og lítil hætta á að hlé þurfi að verða á verkinu fyrir efnisskort. Þó er að sjálfsögðu þess að gæta, að jafnskjótt og farið er að setja, bætist prófarka- lesturinn á Craigie. En að lesa prófarkir af vísindalegri orða- bók, er ekki neitt áhlaupaverk. Um efni þessa viðauka fórust honum orð á þessa leið í bréfi eitt sinn í sumar: „Það er aug- ljóst, að sum fornritanna voru ekki til fullnustu orðtekin, svo að það gerðu hvorki þeir, sem unnu fyrir Cleasby, Konráð, eða Guðbrandur, og jafvel ekki Fritzner. Það kann að verða tor- velt að koma með allt það, sem þá varð út undan, en dálitlu má við auka, bæði Oxford-orðabók- ina og Fritzner“. Pað hefur komið sér vel núna, að bókasafn hans hið íslenzka er bæði mikið og gott (margfalt stærra en nokkur maður annar á Bretlandi hefur nokkru sinni átt), og þetta mætti verða mönn- um hér áminning um að efla sem rækilegast þau bókasöfn íslenzk, sem nú eru til á Englandi og Skotlandi. Með því er unnið fyrir framtíð okkar eigin bók- mennta og hróður Islands í um- heiminum. En fleira á Sir William ógert við þessa nýju útgáfu orðabókar- innar en að ganga frá viðaukan- um. Eftir er þá að skrifa ritgerð þá, er koma á framan við bók- ina í stað formála þess, er Sir George Dasent ritaði. Og sá þáttur mun þykja fróðlegur og hann segir aðra sögu um tilorðn- ingu hennar, en áður hefur verið sögð. Það kemur þar í ljós, að Guðbrandur Vigfússon á minni hlut í bókinni en ætla mætti eftir frásögn Dasents, og að í rauninni er hún að miklu, ef ekki mestu leyti, verk Konráðs Gíslasonar og aðstoðarmanna hans, en á meðal þeirra voru t. d. Halldór Kr. Friðriksson og Jó- hann Halldórsson frá Melstað, sem að nokkru leyti er höfundur og var upphafsmaður orðabókar þeirrar hinnar dönsku, sem kennd er við Konráð. Hefur Konráð sjálfur frá því skýrt, svo að sér skyldi ekki eignað meira en hann átti. Jóhann varð sorg- lega skammlífur. Afbragðsmað- ur hefur hann verið, eins og hann átti ætt til. Ekki er mér kunnugt um að Sir William hafi fengið héðan af landi nokkra minnstu hjálp við þetta verk sitt, aðra en þá, að Háskólinn sendi honum að sjálfsögðu í sumar bók Dr. Halldórs Halldórssonar, íslenzk orðtök. Telur hann þá bók harla merkilega, og svo munu aðrir gera. En þegar Clarendon Press gerði tilboð sitt um að endur- prenta orðabók Guðbrands með þessum hætti, var það til skilið, að við borguðum Craigie fyrir starf hans, enda var það sjálf- sagður hlutur, því að svo á að stilla verði bókarinnar í hóf, að um engan ágóða af henni geti orðið að ræða. En það gildir um svo fjarska mörg rit, sem Clar- endon Press hefur gefið út. Ég hygg að með þessu hafi ég nú sagt allt það, er ég veit um þetta mál. Þó má enn geta þess, að allt kapp mun verða lagt á að koma bókinni út næsta haust, hvort sem það nú kann að takast eða ekki. Eitt er það, sem ég hef þótzt geta lesið á milli líananna í bréf- um frá Sir William Craigie, en það er, að ef hann skyldi falla frá áður en hann fær þessu mikla verki lokið, þá óttist hann að það verði látið niður falla. Augljóslega er þarna enn um nokkurra ára verk að ræða, en hann er nú maður á 88. aldurs- ári. Ég hygg að þessi ótti við að hafa máske unnið fyrir gýg, liggi á honum eins og mara, og ánægjulegt væri ef við gætum fullvissað hann um, að þetta þurfi hann ekki að óttast. En það verðum við að vona, að sú sé enn hamingja íslands að hon- um auðnist að ljúka verkinu sjálfur. Hann er nú í rauninni búinn að varpa öllu frá sér öðru en þessu, meira að segja hinni miklu orðabók yfir hans eigið móðurmál. Sú bók var þó vitan- lega ástfóstur hans, enda hefur hann helgað hana minningu konu sinnar. Sjálfur átti hann upptökin að því verki og vann lengi að því upp á eigin býti. Ekki veit ég hvenær hann hóf starfið, en fyrsta hefti bókar- innar kom út 1931. Bækur og efni allt til þessarar orðabókar var verið að búa um til send- ingar norður til Edinborgar síð- ast er hann skrifaði mér, en þar er sá maður er nú tekur við verkinu og verður þó eflaust Craigie ráðunautur hans meðan þess er kostur. Áratugir hljóta að líða áður en verkinu verði lokið. Nú er það íslenzk tunga sem ein nýtur starfskrafta þessa fá- gæta manns. Þvílík órofa tryggð við okkar litlu þjóð. Sn. J. Historic milestone in Canadian banking passed in 1954 Balance Sheet . . . Rest Fund increased by $20,000,000 . . . Total Capital Funds $146,933,664 . . . Loans and Deposits at record levels . . . Profits higher. The Royal Bank of Canada closed its fiscal year ending November 30th with assets of $3,026,895,844, the first Canadian chartered bank to pass the $3 billion mark. The Annual Bal- ance Sheet, just released, shows assets have increased by over $131,000,000 as compared with a year ago. Loans and Deposits are at the highest levels ever at- tained by any Canadian bank. A notable feature of this year’s Statement is a major change in the capital structure of the bank. As a result of the issue last July lst of 700,000 additional shares of Capital Stock, the paid up capital of the bank has in- creased from $35,000,000 to $41,809,863. From sale of this ad- ditional stock the bank also realized a premium of $13,619,726 which, together with $16,000,000 transferred from inner reserves has been added to the Rest Fund. In addition the bank has, for the fifth year in a row, trans- ferred to the Rest Fund a por- tion of the current year’s net earnings, the figure this year being $4,000,000. As a result of these transactions the Rest Fund now stands at $103,619,726. Capi- tal Funds thus total $146,933,664, a figure which sets a record high level for all Canadian banks. When the instalment sub- scriptions for the new issue are fully paid, the Capital and Re- serve Funds will stand at $42,000,000 and $104,000,000 re- spectively, which, with undi- vided profits, will make the total Capital Funds of the bank $147,504,075. Deposits have attained the impressive total of $2,797,548,149, of which over $1,126,000,000 are personal savings deposits pay- able in Canada. Deposits by the public have increased by nearly $90,000,000. Loans, exclusive of mortgage M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 9. jan.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Munið Fróns-fundinn í Góðtemplarahúsinu á mánu- dagskvöldið þann 17. þ. m. Eigi hefir enn verið gengið að fullu frá dagskrá fundarins, en hún verður auglýst í næsta blaði. 022,047, an increase of $43,875,- 823 over the 1953 figure. Call loans at $156,395,203, show a moderate increase, while other loans, including commercial loans in Canada, have increased by $36,761,094 to $1,031,626,844. The degree to which the Royal Bank has participated in mort- gage lending under the provis- ions of the N.H.A., is reflected in the figures shown under the new heading “Mortgages and Hypothecs insured under the N.H.A. (1954)”. namely $22,672,- 390. The liquid position of the bank is strong. Liquid assets amounting to $1,881,900,848, are equal to 65.34% of the bank’s liability to the public. Included in these liquid assets are Domin- ion and Provincial Government securities totalling $969,888,546. Profit for the year amounted to $20,913,511. From this amount $2,079,466 has been set aside for depreciation of bank premises and $9,276,000 for income taxes. After the above deductions net profits was $9,558,045 as com- pared with $8,635,136 in 1953. Out of net profit, $5,569,345 was paid in dividends to share- holders, leaving $3,988,700, which added to the previous balance of $1,515,375 totals $5,504,075. Of this amount $4,- 000,000 was transferred to the Rest Fund, leaving a balance of $1,504,075. The Annual General Meeting of Shareholders will be held at the Head Office of the bank on Thursday, January 13th, at 11 a.m. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. Lesið Löoberg Víðlesnasta íslenzka blaðið Þýzkar ferðaskrifstofur efna tii íslandsferða —VÍSIR, 3. nóv. Royal Bank’s Assets Top Three Billion Dollar Mark loans under N.H.A., total $1,188,-

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.