Lögberg - 10.02.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME
— ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
68. ARGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. FEBRÚAR 1955
NÚMER 6
Þorbjörn Magnússon frá Ljófarstöðum
Fimmtugur ræðismaður
Þorbjörn Magnússon, vist-
maður á Betel, Gimli, Man., and-
aðist þar þann 27. janúar; hann
hafði verið blindur hin síðari ár.
Hann var fæddur 8. nóv. 1864 að
stóru Hildisey í Austur-Land-
eyjum í Rangárvallasýslu. Hann
var af styrkum og þróttmiklum
ættum kominn. Foreldrar hans
voru Magnús Björnsson, um
langa hríð hreppstjóri í Austur-
Landeyjum, og Margrét Þorkels-
dóttir kona hans. Þorbjörn ólst
upp með foreldrum sínum, fyrst
í Stóru-Hildisey, en síðar að
Ljótarstöðum, í sömu sveit. —
Tuttugu og fjögra ára að aldri
fór hann að heiman og dvaldi á
Eyrarbakka um tvö ár.
Árið 1892 flutti hann til Vest-
urheims, og settist að í Spanish
Fork, Utah, U.S.A., en þar var
Björn bróðir hans þá búsettur.
Hann dvaldi þar um 18 ár; hann
stundaði smíðar og húsamáln-
ingu. Frá Spanish Fork flutti
hann til Victoria, B.C., og dvaldi
um hríð á Graham Island, B.C.
Stjórnarkreppa ó
Frakklandi
Síðastliðið föstudagskvöld sam
þykti neðri málstofa franska
þingsins vantraustsyfirlýsingu á
hendur stjórn þeirri, sem
Mendes-France hefir veitt for-
ustu í hálfan áttunda mánuð;
með vantraustinu voru greidd
319 atkvæði gegn 273. Tilefni
stjórnarfallsins var að minsta
kosti á yfirborðinu það, hve
stjórnarformanni hefði tekist
illa til um meðferð hinna
frönsku nýlendumála í Norður-
Afríku. Jafnskjótt og hljóðbært
varð um úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar beiddist stjórnarformaður
lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt; tók lýðveldisforsetinn, Rene
Caty, svo að segja samstundis
að svipast um eftir nýjum for-
sætisráðherra og kvaddi þá til
fundar við sig Pinay fyrrum
stjórnarformann, er jafnan hefir
fylgt íhaldsstefnunni að málum
og fól honum á hendur myndun
nýs ráðuneytis, sem litlar líkur
eru á að honum muni lánast, og
má því vel vera, að þjóðin horf-
ist í augu við langvarandi
stjórnarkreppu.
Ráðuneyti Mendes-France var
hið tuttugasta og fyrsta í röð á
Frakklandi síðan að seinni
heimsstyrjöldinni lauk.
STÖKUR
Spáin
Ef hann samtíð setur hjá
svo hann býr í skugga,
síðar mun þó sigra spá
sólarljós í glugga.
Norðurljósin
Vart með hrósi verða skírð,
við þó kjósum skoða,
norðurljósa drottins dýrð
dregin á ós og boða.
Gangan mín
Geng í sátt við góða menn
gatan smátt þó hrími.
Finn ég máttinn í mér enn,
enginn háttatími.
Létt skal renna lífsins skeið,
láta pennan skrifa.
Sálarmenning marki leið,
meðan ég nenni að lifa.
Hjálmar Þorsteinsson
frá Hofi
Hann kom til Manitoba 1914, og
dvaldi þar ávalt þaðan af, árum
saman í Winnipeg, einnig um
hríð í Selkirk. Hann gerðist
vistmaður á'Betel haustið 1929,
og dvaldi þar til dauðadags.
Systkini hans eru öll látin. Þau
voru: Björn, fyrr nefndur, síðast
bóndi í Blaine, Washington;
Elín, kona Þorkels Þorkelssonar
trésmíðameistara í Reykjavík,
og Guðrún, er var gift Guðna
Þórðarsyni, um langt skeið bú-
settur á Ljótarstöðum í Austur-
Landeyjum.
Þorbjörn stóð ávalt í nánu
sambandi við systur sínar, börn
þeirra og afkomendur, er öll
sýndu honum frábæra vináttu
og tryggð. Þorbjörn var einkar
háttprúður maður, og hinn vand-
aðasti í hvívetna; víðlesinn og
fróður, og vel söngvinn. Hann
var maður afar trygglyndur og
hjálpsamur, ráðhollur vinur, og
eignaðist vini hvar sem að leið
hans lá. í kyrrþey lét hann
mikið gott af sér leiða. Með hon-
um er góður drengur genginn
grafarveg. Útförin fór fram frá
Betel 2. febrúar, og var undir
stjórn séra H. S. Sigmar. — Mr.
Gunnar Erlendsson spilaði við
útförina. — Undirritaður flutti
kveðjumál.
Á morgun, hinn 11. þ. m., á
fimtugsafmæli kunnur og mæt-
ur Vestur-íslendingur, Grettir
Leo Johannson ræðismaður Is-
lands og Danmerkur í Manitoba,
Saskatchewan og Alberta; hann
er sonur hinna ágætu hjóna,
Ásmundar P. Jóhannssonar
byggingameistara og frú Sig-
ríðar Jónasdóttur, sem bæði eru
nú látin.
Grettir fæddist í þessari borg
og að loknu barnaskólanámi
stundaði hann nám við Jóns
Bjarnasonarskóla og innritaðist
brátt við háskóla fylkisins, en
hvarf fljótt frá námi þar og tók
til starfa við hið umsvifamikla
fésýslu- og byggingafyrirtæki
föður síns, er síðar gekk undir
nafninu Ásmundur P. Jóhanns-
son & Sons og stjórnar hann því
enn. Grettir er manna áhuga-
samastur um mannfélagsmál,
hann hefir um langt skeið átt
sæti í framkvæmdarnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins og gegnt þar fé-
hirðisembætti; hann er einn af
forráðamönnum The Columbia
Press Limited og var í átta ár
skrifari Fyrsta lúterska safnað-
ar; ræðismannsstörfin, sem eru
erilsöm, hefir hann rækt af
mikilli alúð, svo sem raunar öll
þau störf önnur, sem hann hefir
með höndum því hann er manna
ábyggilegastur og vandvirkastur.
Grettir Leo Johannson
Fyrir rúmu ári sæmdi forseti
íslands hann stórriddarakrossi
hinnar íslenzku Fálkaorðu og
var hann fyrir allra hluta sakir
þeirrar sæmdar að fullu mak-
legur vegna starfshæfni sinnar
og hollustu í málameðferð.
Grettir er kvæntur prúðri
hæfileikakonu, sem Lalah heitir
af amerískum ættum og eru þau
samhent mjög um híbýlaprýði
og störf og taka með alúð á móti
gestum sínum á hinu fagra og
listræna heimili sínu að 76
Middlegate.
Grettir ræðismaður á tvo
bræður, þá Jónas Walter leik-
hússtjóra í Pine Falls, og Kára
Wilhelm byggingameistara hér í
borg, sem báðir eru drengir
góðir og nytsamir athafnamenn.
Grettir ræðismaður er ekki
eitt í dag og annað á morgun,
hann er vinfastur skapfestu-
maður, sem gróði er í að eiga
samleið með.
Lögberg flytur ræðismannin-
um hugheilar árnaðaróskir í til-
efni af fimtugsafmæli hans og
óskar honum margra og giftu-
ríkra starfsdaga.
10 tommu þykkur ís
ó Höfn í Hornafirði
Hornfirðingar minnast ekki
slíkra frosta síðan 1918
Höfn í Hornafirði, 17. jan.
Undanfarna daga hafa þvílík
frost verið hér í Hornafirði,
að slík hafa ekki komið
síðan „frostaveturinn mikla“
1918. Er hér höfnin öll undir
10 þumlunga þykkum ís og
liggja bátarnir hér frosnir
inni. Hafa þeir þó þar til í
gær getað brotið sér leið út
úr ísnum, en þó tók það 3
klukkustundir, en í nótt
herti frostið svo að Herðu-
breið, sem ætlaði að bryggju
hér sá sér enga leið inn í
höfnina.
Fljótið og fjörðurinn út að
kaupstað er undir ís. Er ísinn það
þykkur, að hann er vel fær bif-
reiðum. Muna menn ekki eftir
slíku síðan 1918, en þó eru frost-
hörkurnar ekki orðnar ennþá
eins miklar og þann vetur.
Er áætlunarflugvélin kom
hingað í gær, var talsverðum
erfiðleikum bundið að afgreiða
hana. Var ísinn yfir ósinn þá
ekki talinn svo heldur að óhætt
væri að fara hann. Varð því að
fara yfir Fljótin ytra, inn á M r-
ar og síðan fram Melatanga og
að flugvellinum þar. Mun þetta
vera um 20 sinnum lengri leið
en farin er undir venjulegum
kringumstæðum, er farið er á
báti beint yfir ósinn.
Veður hefir verið kyrrt þessa
daga og snjólaust er með öllu á
vegum, að undanteknu Almanna
skarði, sem er milli Ness og
Lóns. Hefir það verið ófært, en
mun verða mokað í dag.
S. ólafsson
MINNING
Guðrún Johnson, fœdd. 26. apríl 1887 — dáin 10. februar Í952 *
(Ort unclir nafni ciginmanns hennar, Paul S. Johnson, nú á St. Boniface San.)
„Gegnum lífsins æðar allar“
öldur þungar rísa, falla,
þegar sumri og sælu hallar
sólin hnígur. — Raddir kalla.
Kom þú aftur vorsins varmi
vörn ég finn í þínum barmi.
Viðjar þröngva, fjötra færa.
Farin ert þú, góða kona.
Harmar djúpir sálu særa,
sárt er að lifa, bíða, vona.
Andans borgir auðar standa,
auðnir. — Dimmt til beggja handa.
Þú lézt ávalt, kæra kona
kærleiks neistann frá þér skína.
Fagrar myndir vors og vona
vildir aldrei láta dvína.
Vörmum straum til vina þinna
veittir, líka allra hinna.
Huggun er það mér þó meiri
að minnast þín um daga, nætur.
Mildar raddir huldar heyri
það helvegs doðann flýja lætur.
Inn í bjarta sólar sali
svíf ég þó að harma ali.
Veit ég þegar andans afli
innra mannsins stillt er framar
er leikið með í lífsins tafli
leiðir greiðast, verða tamar.
Byggja veg til hárri heima,
hugans myndir þangað streyma.
Víða þótt sé vetrarnepja
vegfaranda þung í skauti,
blinda sýn og göngu glepja
grafar þankar. Trúi ég stauti
vaskir heim til vina byggða >
vökumenn, sem leita dyggða.
Út í geiminn ómar líða. —
Alvalds höndin milda, sterka,
lát ei sorgir, sár né kvíða
sigra hljóta. — Töfrar verka.
Lífsins auðgi leystu úr vanda
lýstu oss til beggja handa.
Minninganna myndir lifa. —
Máttarvöldin aldrei tapa.
Heillavættir björgum bifa.
Bræðra eining ýtar skapa.
Inn í andans helgu heima
hugann læt ég tíðum streyma.
—D. B.
Vestur íslendingar heiðra Ásmund
Guðmundsson biskup
Herra biskup Ásmundur Guð-
mundsson dr. theol. hefir verið
k o s i n heiðursverndari Hins
Evangeliska Lúterska kirkjufé-
lags Islendinga í Vesturheimi,
en forseti þess er sr. Valdimar
J .Eylands, dr. theol. í Winnipeg.
Árni G. Eylands, stjórnarráðs-
fulltrúi, sem er nýkominn að
vestan, var af stjórn kirkjufé-
lagsins falið að tilkynna biskup-
inum heiðurskjör þetta og af-
Vinarbréf úr suðri
Gardar, N. Dak., 28. jan. 1955
Hr. ritstjóri Einar P. Jónsson
Góði vinur minn —
Það þarf enginn að kippast
við, þó ég guði á gluggann þinn
með lítið erindi. Tíminn líður
með sínum þunga og stöðuga
straumi aldarandans. Menn
koma og fara. Og oft hugsa ég
um hve marga ég er búinn að
ganga af mér af mínum nánustu,
og öðrum kærum vinum á minni
löngu lífsleið, þar sem ég er orð-
inn þriggja alda maður, rétt að
verða 90 ára. Sumir, þó fáir séu,
hafa náð enn hærri aldri en ég
og „vaða rúgakurinn uppistand-
andi“, eins og tekið er til orða í
sögu Sigurðar Sveins. En hvað
um það? Mörg eru þau blöð í
bók minninganna, sem maður
fær virt fyrir sér og lesið úr, sér
til gleði og ánægju svo lengi sem
maður vill lifa og fær að lifa.
Borið getur við, að líkamlegar
þjáningar bægi frá mönnum
allri löngun eftir lengra lífi, en
svo er ékki með mig. Ég hef allt
af lifað sólar megin og liðið svo
ágætlega hjá mínum ástvinahóp,
sem eftir er, og bæri svo við, að
fáeinir hnökrar féllu af brá,
eyddust þeir jafnóðum í blíð-
vindinum, sem blés frá Líbanon.
Veðrátta hefir verið sú lang-
bezta hér það sem af er þessum
vetri í þau 64 ár, sem ég hefi
lifað í þessari byggð og þessu
landi. Lítil frost og aðeins nokk-
uð kaldara nú um mánaðamót-
in janúar og febrúar. Stöðugar
kyrrur, en snjóföl yfir allt en
hvergi til trafala. Við erum lán-
söm hér í Gardar-byggð. Þó
höfum við verið prestslaus um
nokkurn tíma síðan sá prestur,
sem átti að taka þetta prestakall
hljóp úr þolinmóðnum aftur á
bak. Hvað um það mál verður,
fæ ég ekki sagt eins og nú
stendur.
Mér er ætíð eftirsjá að séra
Fáfnis, en hann varð, eins og
menn vita, bráðkvaddur á
sjúkrahúsi í Cavalier 13. sept.
1953. Hann var góður prestur,
tilfinningamaður mikill, söng-
maður prýðisgóður, og ágætur
vinur minn. —
Jónas Sigfússon Bergmann fór
vestur að hafi um haustið 1954.
Hann lézt þar úr hjartaslagi 22.
febr. að Visalie, California.
Hann var stórmikill hæfileika-
maður. Var hér póstmeistari í
fjölda mörg ár. Það var aldrei
neinn hávaði í kring um hann.
Mér varð stór eftirsjá að honum.
Oft sátum við saman og töluðum
um þau nýjustu höpp og slys,
sem voru að gerast í heiminum
umhverfis.
Sendi borgun fyrir Lögberg.
Hætti að kaupa Sameininguna.
Nú er sá dáinn, sem einna bezt
skrifaði í það blað.
Ég er orðinn svo minnisdaufur
og sljór að hugsa. Þetta verður
víst öllum, sem farnir eru að
ganga aftur.
Svo rétti ég upp höndina og
blessa.
G. Thorleifsson
Asmundur Guðmundsson
henda honum skrautritað ávarp
þar að lútandi. Fór afhending
þess fram á heimili biskups s.l.
föstudag. Ávarpaði Árni G. Ey-
lands biskupinn og flutti honum
kveðjur prestanna og kirkjufé-
algsins vestra.
Herra Ásmundur biskup þakk
aði þann heiður og vinsemd, sem
honum er sýnd með kjöri þessu
og sagðist með gleði leggja hönd
að verki að knýta og treysta
bönd milli kirkjufélagsins vestra
og þjóðkirkjunnar hér heima
fyrir.
— MBL. 26. jan.
Óvænt tíðindi
fró Moskvu
Á þriðjudaginn flutti útvarpið
þau óvæntu tíðindi frá Moskvu,
að eftirmaður Stalins, Georgi
Malenkov, forsætisráðherra
Rússa, hefði látið af embætti, en
við af honum hefði tekið her-
varnaráðherrann, N i k o 1 a i
Bulgarin marskálkur, 59 ára að
aldri. Hinn fráfarandi forsætis-
ráðherra tilkynti embættisaf-
sögn sína á þingfundi í Moskvu
og játaði þær syndir sínar, að
sér hefði reynst það um megn,
að koma fótum undir rússneskan
landbúnað, auk þess sem sig
hefði skort nægilega reynslu til
áhrifaríkrar umboðsstjórnar; —
mælt er að hann verði skipaður
í einhverja undirtyllustöðu
verði hann þá á annað borð í
umferð.
Úr borg og bygð
Látinn er nýlega á Betel Jón
Skagfjörð 71 árs að aldri, er
hingað kom til lands um síðustu
aldamót; hann átti heima ýmist
í Saskatchewan eða Winni-
pegosis, en gerðist vistmaður á
Betel árið 1951. Kona hans, Gróa,
lézt nokkru á undan honumý
hann lætur eftir sig tvö börn,
Bernhard og Mrs. Kristínu Ben-
son; útförin fór fram frá lút-
ersku kirkjunni á Gimli. Séra
Harald S. Sigmar jarðsöng.
☆
Gullbrúðkaup í aðsigi
Hinn 16. þ. m. eiga hin mætu
hjón, þau Mr. og Mrs. Einar
Johnson að Steep Rock, Man.,
gullbrúðkaupsafmæli og verður
þess minst í samkomuhúsi bæj-
arins þá um daginn; en það eru
dætur þeirra hjóna þrjár, er um
undirbúning veizluhaldsins ann-
ast, ásamt fjölmennum hópi
annara vina, því hjón þessi njóta
almennra vinsælda; mun Lög-
berg á sínum tíma skýra frekar
frá atburðinum.
☆
Mr. Árni Jóhannsson frá
Cavalier, North Dakota, var
staddur í borginni í vikunni,
sem leið, glaður og gunnreifur
að vanda.