Lögberg - 10.02.1955, Page 7

Lögberg - 10.02.1955, Page 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. FEBRÚAR 1955 Joseph Wechsberg: Schmidt „verkfræðingur" skemmtir sér Skemmlileg hrekkjabrögð ungs manns. er minna á Köpenickmálið gamla Málið var þaggað niður, en varð þó nokkrum mönnum til bjargar ELFRIED SCHMIDT er 32 ára og strætisvagnstjóri í Vínar- borg. Hann er magur og þung- lyndislegur á svip og augun blíðleg. Schmidt er lágróma og varfærinn í máli, eins og hann óttist jafnan alla. Þessi hægláti Austurríkismað- ur framdi þó, fyrir 16 árum, hin furðulegustu hrekkjabrögð, sem kunn eru í síðari tímum. Hann notaði aðferð Hitlers: — Því stórkostlegri sem lýgin er, því meiri líkindi eru til þess að hún sé tekin trúanleg — og honum tókst að gera svo gys að Gestapo, nazistaflokknum og þýzka hern- um, að þegar hann loks var tek- inn fastur voru allir aðilar því fegnastir að málið væri þaggað niður. Ég kom nýlega í íbúð Schmidts, þar sem hann býr með konu sinni og þremur börnum. í einu herberginu voru veggim- ir alþaktir teikningum og mynd- um af strætisvögnum. Schmidt sýndi mér bók, þar sem hann hafði skráð1 lýsingar á öllum strætisvögnum, sem nokkurn tíma höfðu verið í notkun í Vín- arborg. Það var hrifning hans og áhugi fyrir strætisvögnum, sem kom af stað hinu einkennilega æviniýri hans. Sagan hefst árið 1938 í þorpi, sem er 20 mílur frá Vínarborg og ég vil kalla Rampersdorf. Presturinn í þorpinu var móður- bróðir Elfrieds Schmidt, og Elfried og móðir hans bjuggu á prestssetrinu. Þetta var nokkr- um árum eftir að Þjóðverjar réðust inn í Austurríki og þeir nazistar, sem þar voru fyrir, voru himinlifandi. Ef einhver lagði óþokka á annan eða vildi ná í íbúðina hans, þá þurfti ekki annað til en að kæra hann fyrir Gestapo og segja, að hann væri „óvinur fólksins". Gestapo sá þá um það sem á vantaði. Nazist- arnir hötuðu þorpsprestinn og þeim geðjaðist ekki að móður Schmidts. Það hafði flogið fyrir, að hún hefði hjálpað flótta- mönnum til þess að flýja yfir ungversku landamærin, sem voru skammt frá. Schmidt var þá 19 ára. Hann var mjög andvígur nazistum og berorður um það og starfaði nú sem nemi hjá lásasmið. Fé var ekki fyrir hendi til þess að senda hann á iðnfræðaháskólann, svo að hann gæti orðið verkfræð- ingur. En árum saman hafði hann verið á vakki við enda- stöðvar strætisvagnanna frá Vín, skoðaði vagnana, sporbrautir og slár og í anddyri á prestssetrinu hékk stór teikning af diesel- rafmagnsvagni, sem hann hafði teiknað. Elsa, stúlkan, sem hann vonaðist til að ganga að eiga ein- hverntíma sagði oft: „Það er hörmulegt, Elfried, að þú skyldir ekki verða verkfræðingur!“ Snjallrœði til að hjálpa „Ég held að mér hafi fyrst komið í hug þessir prettir“, sagði Schmidt og var hugsi, „þegar það fregnaðist, að nazistar ætl- uðu að senda móðurbróðir minn í fangabúðir. Ég sat uppi um nætur og velti því fyrir mér, hvernig ég gæti hjálpað honum. Ég varð að gera eitthvað, sem yrði þess valdandi, að Gestapo- liðið óttaðist mig. Þá fékk ég þessa flugu. Ég gæti sagt þeim, að ég hefði gert áríðandi upp- götvun, sem nazistar hefði tekið fegins hendi? Ég gat meira að segja látist vera verkfræðingur, sem Hitler sjálfur hefði sæmt heiðursmerki. Því meira sem ég hugsaði um þetta bíræfna áform, því betur féll mér það í geð“. Næsta dag fór Schmidt til Vínarborgar; hann kom aftur eftir fáeina daga og hafði þá meðferðis nokkra gúmmístimpla og mörg furðuleg bréf. 1 fyrsta bréfinu, sem aðeins var eftirrit, baðst Schmidt þess af þýzku járnbrautarstjórninni, að hún at- hugaði hjálagða teikningu. I svarinu var Schmidt tilkynnt, að teikning hans af dieselvagninum hefði, ásamt meðmælum, verið send flutningamálaráðuneytinu í Berlín. Hann hafði líka í fórum sínum bréf frá þýzku ríkisjárn- brautastjórninni og í því var Schmidt tilkynnt, að ráðuneyt- inu litist vel á teikningu hans og myndi stórri verksmiðju vera falið að hefja framleiðslu á slíkum vögnum. „Við unglingar í kaþólska ung- mennafélaginu“, sagði Schmidt ennfremur, „höfðum staðið í bréfaskiptum við flutningaráðu- neytið og notað togleðursstimpil fyrir áritunina. Með þennan stimpil í höndum var það ekki erfitt að útvega sér aðra stimpla". Bragðið ber árangur Þegar heim kom setti Schmidt ýmiskonar stimpla og merki á teikningu sína svo sem: — Móttekið, Athugað og Samþykkt og setti svo nokkrar ólæsilegar undirskriftir neðan til á teikn- inguna. Það kvöld frétti hann hjá einum vina sinna, að móður- bróðir hans ætti á hættu að vera handtekinn hvenær sem vera skyldi. Teikningin og bréfin nægðu ekki til að hafa áhrif á Gestapo- liðið. Schmidt vélritaði nú bréf og í því tilkynnti Berlínarháskóli Elfried Schmidt, að hann hefði þar verið gerður að heiðursverk- fræðingi. Schmidt verkfræðingi var boðið að koma og sýna sig í kanzlarahöllinni í Berlín 25. ágúst kl. 11 árdegis. Foringinn ætlaði að fá að sjá hann. „Móðurbróðir minn las bréfið. Hann var rólegur eins og hann átti vanda til og leit á mig ein- kennilega“, sagði Schmidt. — „Klukkutíma síðar vissi allur bærinn um hinn mikla heiður, sem mér féll í skaut. Móður- bróðir minn var ekki tekinn fastur“. 24. ágúst fór Schmidt til Berlínar. Þa rvar hann í nokkra daga og skoðaði sig um og skrif- aði heim bréfspjöld um heim- sókn sína hjá foringjanum. Þá kom honum í hug að hann þyrfti að útvega sér heiðursskjal, til sönnunar. Hann keypti sér þá pappaspjald; var lárviðarkranz dreginn á það og innan í honum stóð „Heiðursskjal”. Hann ritaði nú nafn sitt og hinn nýja titil á spjaldið, setti svo undir virðu- legan stimpil með erni og Þórs- hamri og krotaði nokkur nöfn síðast. Lýsing á fundi við Hitler Rampersdorf var í uppnámi. Nazistasprauturnar vildu taka í hönd hans, sem hafði snert hönd foringjans. Bæjarráðið hélt veizlu honum til heiðurs og þar var þess óskað, að hann lýsti heimsókn sinni til foringjans. „Hvað sögðuð þér þá?“ spurði ég. Schmidt hristi höfuðið, eins og hann tryði því ekki enn, að þetta hefði tekizt. „Ég sagði: Hurðin opnaðist og þarna stóð ég augliti til auglitis við okkar heitt elskaða foringja“. Ég lýsti því hvernig Hitler hefði gengið til móts við mig og bros- að eins og góður faðir. Hann hafði hlustað á mig með kross- lagða arma — svoleiðis hafði ég oft séð hann á myndum. Ég sagði þeim, að hann hefði veitt mér titilinn, heiðursverkfræðingur. Þegar þeir spurðu um, hvernig hann liti út í nálægð, varð ég hrifinn á svip og sagði: „Ég býst við að hann líti út alveg eins og þið ímyndið ykkur“. Nokkrar konur tóku að gráta og karlmennirnir snýttu sér. Fólkið horfði á mig svo heimsku lega og gapandi af aðdáun að ég mátti til að bæta því við, að foringinn hefði sagt við mig: „Kæri Schmidt, ef yður liggur á einhverntíma, þá skuluð þér leita til mín“. Og ég gaf í skyn, að hann hefði sagt mér hver leynisími sinn væri“. Schmidt hristi höfuðið á ný. „Þetta er eins og hreinn fávita- skapur, en þeir kingdu því öllu — gleyptu við því“. Einkennisbúningur útvegaður Tveim dögum síðar hitti hann Pétur bekkjarbróður sinn. Og hann spurði hvernig hann hefði ávarpað foringjann. Schmidt yppti öxlum. „Ég sagði: Heil — herra ríkiskanzlari!“ „Það var skrítið“, sagði Pétur. „Faðir minn fór einu sinni í opinbera móttöku og þar var öllum gestum sagt að segja: Heil, foringi minn!“ „Getur verið að þeir hafi ekki leiðbeint mér um þetta, af því að þeir hafi vitað, að ég var ekki nazisti áður“, sagði Schmidt. „Getur verið“, sagði Pétur efa- blandinn. „Ég verð að segja Pabba þetta“. Schmidt fór heim nötrandi á beinunum. Nú varð eitthvað til bragðs að taka. Eitt gat dugað: Einkennisbúningur. Og því skrautlegri því betri. Schmidt keypti nú í Vínarborg tvo axla- sprota, sams konar og majórar í þýzka hernum nota. Þá girntist hann líka forkunarfagra silfur- snúru, sem herforingjaráðið skreytir sig með. Afgreiðslumað- urinn spurði hvort hann hefði leyfi til að kaupa vörur, sem her- inn notaði. En hann svaraði því til, að silfursnúruna ætlaði hann að nota „á leiksýningu“. Hann keypti snúruna, einnig armbindi með silfurrönd og Þórshamri, en slíkt bindi var aðeins notað af háttsettum flokksmönnum nazista. í annari búð keypti hann húfu, með fögru silfurskrauti. Þegar heim kom saumaði hann silfursnúruna öfugu megin (vinstra megin) á svartan jakka og lét annan axlasprotann á vinstri öxl. „Ég ætlaði að hafa einkennisbúning allt öðruvísi en aðrir menn í Þýzkalandi. Þá gat enginn sakað mig um, að ég hefði látizt vera foringi“, sagði Schmidt. Allir heilsa einkennis- búningnum Hann reikaði nú um í þorpinu einn dag svo að fólkið gæti séð dýrðina og fór síðan til Vínar. Á járnbrautarstöðinni stóð her- maður og hélt utan um stúlku, en hann sleppti öllum tökum og heilsaði Schmidt í snatri. 1 Vín var honum heilsað með virðu- leik af ofurstum og öðrum hátt- settum foringjum. Þetta fór nú að verða skemmtilegt. Margir af vinum Schmidts voru í vandræðum og báðu hann hjálpar og hann liðsinnti þeim eftir megni. Hann bjó sér til skírteini með áletruninni: — Schmidt, heiðursverkfrœðingur, þar sem þess var getið, að for- inginn hefði sæmt hann heiðurs- merki silfursnúrunnar. Þar var og öllum gert að skyldu að greiða götu „heiðursverkfræð- ingsins“. Og þetta skírteini brást aldrei. — Hann frétti að Huber nokkur, sem var vinur móður hans hefði verið sendur til Dachau-fangabúðanna. Þá fór hann beina leið í skrifstofu hverfisstjórans í 10. hverfi Vín- arborgar. Allir óttuðust þann mann, en hann fleygði skírteini sínu á borðið hjá honum og setti upp merkissvip og spurði þótta- lega hverju þetta sætti. „Foringinn sagði við mig .... Hverfisstjórinn sagði auð- mjúklega, að Huber hefði verið kærður fyrir andstöðu. Schmidt svaraði því, að hann hefði verið kærður af óvini sínum, sem vildi komast yfir verzlun hans. „Og foringinn sagði við mig í síðustu viku, að þess háttar aðfarir féllu sér illa í geð. Og ég fer í næstu viku að finna hann og kæri þetta fyrir honum, verði því ekki þegar kippt í lag“. Hverfisstjórinn varð gulur í framan eins og gróðrarsmjör. Hann harmaði mjög að þetta skyldi hafa komið fyrir. „Hverfisstjóri“, sagði Schmidt, „þér sjáið um að Huber komi til viðtals í íbúð mína innan 48 stunda“. Eftir fáeina daga var hann búinn að koma Huber og konu hans yfir landamærin til Ung- verjalands. Og allt í allt hjálp- aði hann um það bil 40 manns til þess að komast úr landi. í nóvember 1938 var hann kallaður í flugherinn sem skytta. Þar fékk hann illa meðferð eins og’ allir nýliðar. Þá kom Pétur, bekkjarbróðir hans, til hans og sagði honum, að pabbi sinn áliti að heiðurstitillinn og silfur- snúran væru bara svik og prett- ir. „Hann pabbi ætlar að spyrjast fyrir um það í Berlín“, sagði Pétur. Schmidt lét sem sér brygði hvergi og þótti Pétur leggjast lágt í þessu máli, sneri síðan hæðilega baki við honum. Alþýðublaðið fœr œsifregn Næstu nótt gat Schmidt ekki sofið. Nú sá hann að mikils þurfti með til þess að sannfæra fólkið heima. Daginn eftir var hann á förum í jólaleyfi. Hringdi hann þá til Litla Alþýðublaðsins, sem var víðlesið — og sagðist geta fært blaðinu mikilsverða fregn. 22. desember kom svo blaðið út með þeirri æsifregn, að aðeins þrír menn í Austurríki hefði fengið heiðursmerki silfur- snúrunnar og að „dieselvagn Schmidts væVi tvisvar eða þrisv- ar sinnum fljótari í förum en aðrar eldri gerðir“. Þessi grein vakti gífurlega eftirtekt og upp- nám í Rampersdorf. Faðir Péturs efaðist ekki lengur. Þegar hann kom aftur úr jóla- leyfinu var hann kallaður inn á skrifstofu yfirforingjans. Stóð hann þar andspænis yfirforingj- anum og tólf yngri fyrirliðum. Höfuðsmaðurinn lagði hönd sína á öxl Schimdts og sagði: „Kæri Schmidt, hvers vegna hafið þér ekki sagt okkur frá þessu?“ Schmidt taldi gætnina örugg- asta og stóð kyrr og heilsaði. Þetta gæti verið gildra. En þá sá hann „Alþýðublaðið" á borði höfuðsmannsins. „Ég óskaði ekki eftir neinum forréttindum, herra minn. Ég vil gera skyldu mína eins og hver annar hermaður“. Snjómokstrinum lýkur Höfuðsmaðurinn varð himin- lifandi. „Þarna sjáið þið, herrar mínir. Þetta er sönnun fyrir hinni óvenjulegu mannþekkingu og framsýni foringjans, er hann útvaldi þessa óbreyttu stórskota- liða úr milljónum“. — „Heil, Hitler!“ hrópaði Schmidt. Og allir skelltu saman hælunum og heilsuðu. „Schmidt stórskotaliði, hvað hafið þér starfað hingað til?“ „Ég hefi mokað snjó“, svaraði Schmidt. Nú varð undarleg þögn og höfuðsmaðurinn ræskti sig. — „Jæja, því er lokið. Þér verðið nú laus við hernaðarskyldurnar, Schmidt stórskotaliði og getið unnið að hugðarmálum yðar. Þér fáið sérstakt herbergi til þess. Og þér eigið að bera silfur- snúruna á einkennisbúningi yðar“. Schmidt þakkaði hátíðlega og fór. Schmidt hegðaði sér nú eins og foringi, hirti gkki um að búa í herbúðunum, en bjó í íbúð sinni í Vínarborg. Hann kom ekki í herbúðirnar fyrr en eftir kl. 8 eins og hver annar ofursti. Og þegar hann kom, kallaði vörðurinn á heiðursvörðinn, eins og þegar háttsettir foringjar voru á ferðinni. Nokkru síðar var hann kall- aður til starfa á skrifstofu von Löhrs, sem var ofursti og her- foringi. Var honum fengið það verkefni að skoða flugvélateikn- ingar, sem náðst höfðu frá óvinunum. — Þá varð Schmidt dauðskelkað- ur. En hann svaraði samt ró- legur, að hann væri ókunnugur flugvélum. Sérgrein sín væri j árnbrauta-tækni. Þá dundi annað yfir. Herfor- inginn sagði, að mann, sem hefði slíka hæfileika ætti að gera að foringja. Schmidt færðist undan af mesta lítillæti, en her- foringinn sagðist þá hafa skrifað ráðuneyti Görings í Berlín. Það ráðuneyti fjallaði um frama her- manfta og kvaðst hann hafa sent þangað meðmæli. — Þetta varð nú Schmidt að falli. Enn skrautlegri einkennis- búningur Hann lét nú gera hinn prýði- legasta einkennisbúning, notaði silfursnúruna og skreytti hann auk þess að vild. Hefði sjálfur Göring mátt öfunda hann af þessum einkennisbúningi. — „Þegar herforinginn sá mig í þessum óperettubúningi varð hann svo heillaður að hann bauð mér bifreið sína hvenær sem ég þyrfti þess með“. Schmidt var mjög skemmt, er hann sagði frá þessu. Hann fékk svo bifreiðina og ók heim til Rampersdorf. Þar varð nú upplit á fólkinu, er það sá hann í vagni, sem var með merki herforingjaráðsins! En hann stóðst ekki mátið, er hann sá móður sína og sagði henni allt af létta. Hún grét, en hann full- vissaði hana um að hún og föður- bróðir hans gætu verið örugg. Gamanið var búið 16. febrúar 1939. Þá var hann kallaður í skrifstofu herforingjans. Þar sat herforinginn allrauður í framan og margir háttsettir menn úr flughernum. Þeir heimtuðu að hann segði frá, hvernig hann hefði orðið verkfræðingur. Þá áleit hann að ósvífni væri bezta vopnið. Kvaðst ekki vanur svona aðförum, kvaðst mundu síma til foringjans, því að hann hefði hið leynilega símanúmer hans. En það stoðaði ekki. Honum var tilkynnt, að komið væri upp um hann, hann væri ákærður fyrir njósnir. Þá féll honum allur ketill í eld. Njósnir voru dauðasök. Hann var svo fluttur í fangelsi. Þá kom honum það ráð í hug að láta líta svo út sem ástamál hefði ráðið framferði hans. — Fangi einn átti að losna úr haldi og fékk Schimdt hann til þess að taka bréf til Elsu. í bréfinu skýrði hann henni frá hvernig komið væri fyrir sér og „hefði hann aðeins leikið þenna leik til þess að þóknast henni“. Bréfinu átti fanginn svo að skila verðinum við fangelsis- dyrnar og láta svo, sem hann vildi ekki verða samsekur nein- um í þessu máli. — Þetta hafði tilætluð áhrif og bréfið lenti hjá sækjanda málsins. 25. maí var Schmidt kallaður fyrir á ný. Það var einkennilegt réttarhald. Virtist svo, sem öll- um, sem í réttinum sátu, væri mjög skemmt. Jafnvel sækjand- inn gat varla varist hlátri, þegar Schmidt sagði frá því hvernig hann hefði reynt að gera sig Elsu verðugan; en föður hennar hefði þótt hún of góð fyrir lása- smiðsnema. Þá hefði hann hugs- að sér að verða verkfræðingur. Var nú skírteinið haft til sýnis og vakti mikinn hlátur. Njósnamálið féll niður. En hann var dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir ýmsa pretti og fyrir ósvífna misnotkun á nafni foringjans. „Ég gat mér þess til“, sagði Schmidt, „að á æðri stöð- um hefði þótt heppilegast að málið gleymdist sem fyrst. Ég var búinn að úttaka 3 mánaða fangelsisvist og var látinn sleppa með það „vegna góðrar hegðunar á þeim tíma“. — Hann var svo í flughernum til stríðsloka. Þegar Schmidt hafði lokið sögu sinni kom kona hans til hans og sagði, að ef þau ætluðu eitthvað að njóta sólarinnar væri bezt að fara að leggja af stað. „Við hjónin giftumst 1940 og mér var skipað að vera þá í ein- kennisbúningnum, svo að fólkið í þorpinu grunaði ekki neitt“. „Elsa hefði þá gifzt yður, þó að þér hefðuð ekki verkfræðings titil?“ sagði ég í spaugi, en frúin sendi mér þá ónotalegt augna- ráð og gekk út. Það varð óþægileg þögn. — Schmidt ræskti sig. „Konan mín heitir Helena. Ég — ég — kvænt- ist ekki Elsu. — Ættum við að koma út fyrir?“ Readers Digest —VÍSIR, 29. des. Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ TMI* SPACI CONTRICUTIO IV Wl NNI PEG BREWERY IIMITID MO-351 Vegna "uppvaxlar aranna _________________ þarf æskan á bæti efnS að halda og kemur þá oft að góðu gagni að hafa til taks aukaskerf af “D” bætiefni, sem inniheldur hina styrkjandi Walpoie’s Extract af þorskalýsi; í þessu er engin olia og ljúffengt á bragðið; vinur fjölskyld- unnai- yfir 70 áj-. tXTIICT C0D LlVtfi EXTRACT 0F C0D LIVER HKW-3

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.