Lögberg - 24.02.1955, Síða 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
S Telephone Lines
20-4845
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
68. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR 1955
NÚMER 8
Hundrað ára afmæli íslendinga í Utah
Byron Geslison, Faye Bearnson, Victor Leijson, vara-
jorsetar hundrað ára hátíðarinnar í Utah, og John Y.
Bearnson jorseti nejndarinnar.
Dagana 15., 16. og 17. júní n.k.,
mun Islendingafélagið í Utah
halda minningarhátíð í tilefni af
hundrað ára afmæli fyrsta ís-
lenzka landnámsins í þessari
álfu, — en það var í Spanish
Fork, Utah, og hófst árið 1855.
Herra Pétur Eggerz frá sendi-
ráði íslands í Washington, verð-
ur virðulegur fulltrúi íslands á
hátíðinni.
Afkomendur íslendinga í Utah
hafa haldið Islendingadag 2.
ágúst svo árum skiptir. Var há-
tíðahald þetta sérstaklega vel
sótt s.l. sumar og hófst við það
tækifæri undirbúningsstarfsemi
fyrir hundrað ára afmælið.
Nefnd var kosin og er formaður
hennar John Y. Bearnson, en
vara-forsetar Victor Leifson,
Faye Bearnson og Byron Geáli-
son; skrifari og féhirðir er Lois
*B. Christensen, en upplýsinga-
stjóri William M. Johnson. Aðal-
nefndinni hefir verið skift í
margar deildir og er hver deild
önnum kafin að undirbúa veg-
lega hátíð. Verður nánar getið
um hátíðahöldin síðar.
Eftir bréfum, er ég hefi fengið
frá John Bearnson, verða hátíða-
höldin afar fjölbreytt og við-
hafnarmikil, og bað hann mig að
sjá um upplýsingastarfsemi hér
í tilefni af hátíð þessari, þegar að
því kæmi. Nú nýlega kom bréf
frá William Johnson, upplýsinga
stjóra nefndarinnar, þar sem
hann biður mig að hefjast handa
og byrja með því að birta eftir-
farandi boð til íslendinga í blöð-
unum. Og vil ég hér með birta
það orðrétt:
“To commemorate the estab-
lishment of the first permanent
Icelandic Settlement in America,
the lcelandic Association of Utah
extends a gracious invitation to
all people of Icelandic descent
to join with them in the Ice-
landic Centennial Celebration to
be held June 15-17th, 1955 at
Spanish Fork, Utah.
“This settlement was made by
sixteen Icelandic pioneers who
came to Utah in the years
1855-56-57.
“The celebration will begin
with a religious service June
15th and continue on the even-
ing of June 16, and all day,
June 17th.
“We are very desirous of a
representation of all Icelandic
groups throughout the United
States and Canada.”
Ég hef haft náið samband við
Utah íslendinga í s.l. tíu ár og
hafa verið birtar um 7—8 grein-
ar um þá í tímaritinu, The lce-
landic Canadian. Saga þeirra er
afar fróðleg og mikill menning-
arbragur á öllu starfi þeirra. Er
hugmyndin að birta nokkrar
greinar um Utah Islendinga í ís-
lenzku blöðunum hér í tilefni af
hátíðinni, því íslendingar hér
munu hafa áhuga á að fræðast
um þessa ágætu þjóðbræður
vora. Óefað fara hópar af fólki
úr öllum íslenzku byggðunum á
Hundrað ára hátíðina í Spanich
Fork í sumar.
Hólmjríður Danielson
Helduráfram ræðu-
höldum um íslands-
og Norðurlandaför
Dr. Richard Beck prófessor
hefir undanfarið flutt fjölda af
ræðum og erindum um Islands-
og Norðurlandaför þeirra hjóna
síðastliðið sumar, bæði í Minne-
sota og Norður-Dakota.
Þann 2. febrúar flutti hann
ræðu um það efni á fjölmenn-
um fundi Kennarafélagsins í
Red Lake héraði, er haldinn var
í Red Lake Falls, Minnesota, en
áður hafði hann flutt erindi um
sama efni á fundum Rotary-
klúbbsins í East Grand Forks,
Minnesota, og Karlaklúbbsins í
sænskri sveitarkirkju þar í ná-
grenninu. Fyrr á árinu hafði
hann flutt erindi um ferðina,
sérstaklega um ísland og Noreg,
á fjölsóttum samkomum þjóð-
ræknisfélaga Norðmanna í Fargo
og Grand Forks, og einnig á
mörgum samkomum annarra fé-
laga í Grand Forks.
Hann hefir einnig haldið ræð-
ur um ferðina í ýmsum félögum
í ríkisháskólanum í N. Dakota
(University of N. Dak). Þann 11.
febrúar flutti hann fyrirlestur
um ferðina á vikulegri samkomu
kennara og nemenda í blaða-
mennskudeild háskólans, og
þann 16. febrúar erindi um það
efni á fundi félags framhalds-
stúdenta (Graduate Club) há-
skólans.
Mæt hjón eiga gullbrúðkaup
Mesta súlubyggð í heimi á Eldey
Sú
næststærsta á eynni
við írland
Eftirfarandi grein birtist í
síðasta hejti Náttúrujræð-
ingsins, og leyjir Vísir sér
að birta hana.
Þann 7. júlí 1953 flugu J. W.
Park og R. T. Northridge úr sjó-
her Bandaríkja Norður-Ameríku
yfir Eldey. Með í flugvélinni vár
ljósmyndarinnar R. J. Porter, og
tók hann ágætar ljósmyndir af
Eldey úr sex áttum. Myndataka
þessi var framkvæmd fyrir milli-
göngu M. Lorimer Moe, forstjóra
bandarísku upplýsingaskrifstof-
unnar á Islandi.
Frummyndirnar voru afhent-
ar Náttúrugripasafninu að gjöf.
Eftir frummyndunum gerði
Ágúst Böðvarsson, forstöðumað-
ur landmælingadeildar vega-
málaskrifstofunnar, stækkanir,
svo að auðveldara yrði að fram-
kvæma talningu á súlubyggð
Eldeyjar, bæði „ofan á“ og
„utan í“.
Ýmis undirbúningur og annir
töfðu fyrir framkvæmd talning-
ar, svo að henni varð eigi lokið
fyrr en 31. janúar síðastliðinn.
Talning var þannig fram-
kvæmd, að ein myndanna var
notuð sem yfirlitsmynd. Á hana
voru merktar áttir, snasir tölu-
settar og eyjunni skipt að ofan
í þrjár þekjur.
Þessar þekjur eru greinilega
aðskildar, þar eð frá SV-bjarg-
brúninni, þar sem eyjan er hæst,
gengur hryggur til NA. Hryggur
þessi beygir til austurs, er kem-
ur inn á eyjuna, um 1/4 af lengd
hennar, og nær út á austurhorn
hennar nærri uppgöngunni.
Hin takmörkin er sprunga,
sem gengur út frá hryggnum,
þar sem hann breytir stefnu.
Þessari sprungu verður fylgt í
sveig fram á brún austan við
norðurhorn eyjunnar.
Þekjurnar eru allar sundur-
skornar af vatnsrásum og sprung
um; vegna þeirra er eyjan ill
yfirferðar, en auðveldara að
skipta henni í reiti við talningu.
Eftir því í hvaða áttir þekjun-
um hallar að brúnum, hefi ég
skírt þær: NA-þekja, SA-þekja
og NV-þekja.
Við talningu var þeirri aðferð
beitt, að hver fugl var talinn,
nema þar sem auðséð var, að
tveir sátu saman. Hver fugl var
því tekinn sem eining fyrir
hreiður eða súluhjón.
Aðferð þessa byggi ég á
reynslu minni frá súlubyggðum
í Hellisey, þar sem ég hef legið
yfir súlubreiðu í fyrstu viku júlí
í 26 klst. samfleytt. Fá eru þau
hreiður, sem tvær súlur sitja við
og þá aldrei um lengri tíma, eða
aðeins meðan þær skipta um
álegu eða gæzlu unga, sem
skeður tvisvar á sólarhring.
Reynslan hefir sýnt, að örugg-
astar tölur um fjölda súluhjóna
fást í varpstöðvum um mánaða-
mótin júní—júlí.
„Ofan á“ getur sjaldan að líta
geldsúlur, svo að nokkru nemi,
en aftur á móti sitja þær oft á
syllum neðarlega í bergi. í taln-
ingareit „utan í“ var ekki talið,
vegna þess að þær súlur, sem
þar sátu dæmdust geldsúlur.
Á þrjú smásvæði af Eldey var
eigi hægt að sjá á myndunum,
Mr. og Mrs. Eggert Johnson
Hinn 9. þ. m. var gestkvæmt á hinu vingjarnlega heimili
þeirra Mr. og Mrs. Eggert Johnson, 939 Ingersoll Street
hér í borginni, því þá áttu þessi mætu hjón hálfrar aldar
hjónabandsafmæli, voru þau gefin saman í Winnipeg
9. febrúar 1905 af Dr. Jóni Bjarnasyni.
Gullbrúðguminn, sem rekið hefir byggingaiðnað hér um
slóðir í hálfan sjötta áratug, eða freklega það, er ættaður
frá Galtarholti í Borgarhreppi og kom á ungum aldri til
þessa lands; gullbrúðurin, Guðfinna, er af austfirzkum
ættum, en foreldar hennar hennar voru, Sigurður Jónsson
og H-ansína Jóhannsdóttir, er um langt skeið bjuggu á
Húsabakka við Riverton. Gullbrúðhjónin njóta almennra
vinsælda; þau eiga tólf mannvænleg börn, sem orðið hafa
góðir og gildir þjóðfélagsþegnar.
Þessi eru börnin: Mrs. J. Bjarnason, Mrs. J. F. Barrieau,
Kenora, Ont., Mrs. J. Spurway, Dauphin, Mrs. R. Ullyott,
Ole Johnson, Mrs. L. S. McColl, Mrs. L. Dixon, Mrs. Th.
Timlick, Fred Johnson, Marvin og Harvey, og Mrs. J.
Allin, Calgary. Barnabörnin eru 23 að tölu.
Mrs. H. H. Grant, systir brúðarinnar, er var brúðarmey
hennar, var viðstödd þenna eftirminnilega mannfagnað,
sem börn brúðhjónanna stóðu að.
Lögberg flytur gullbrúðhjónunum og sifjaliði þeirra inni-
legar hamingjuóskir.
Blaðatilkynning frá íslenzku ræðis-
mannsskrifstofunni í Winnipeg
Forseti Islands hefir að til-
hlutan Orðunefndar sæmt þau
ungfrú Margréti Pétursson,
Walter Lindal dómara og Lárus
Sigurðsson lækni riddarakrossi
Fálkaorðunnar; voru þessum
nýju riddurum afhent heiðurs-
merkin og heiðursskjölin á
sunnudaginn var á heimili ræðis-
manns Islands í Winnipeg, 76
Middlegate.
Við afhendinguna flutti Grett-
ir ræðismaður Johannson þessi
orð:
en vitað er af myndum, teknum
af sjó 1949, að þar eru súlu-
byggðir.
Niðurstöður talningarinnar
urðu þessar:
I. Ofan á:
1. NA-þekja
2. SA-þekja
3. NV-þekja
5619
2865
3150 11634
II. Utan í:
Framhald á bls. 8
„Mér hefir verið falið að fram-
kvæma starf, sem mér er ljúft
að inna afhendi.
Svo er mál með vexti, að for-
seti íslands, vegna tilmæla
Orðunefndar og Thor Thors
sendiherra, hefir sæmt ungfrú
Margréti Pétursson, Walter
Lindal dómara og Lárus Sigurðs
son lækni riddarakrossi hinnar
íslenzku Fálkaorðu í viðurkenn-
ingarskyni fyrir störf þeirra í
þágu íslenzkra menningarmála
meðal Vestur-íslendinga. Með
þessu hefir einu sinni enn hlý
bróðurhönd verið rétt yfir hafið
til eflingar hinu andlega sam-
bandi milli íslendinga austan
hafs og vestan.
Ég tel mér það mikla sæmd að
mega nú afhenda ykkur, hverju
í sínu lagi, í umboði forseta Is-
lands riddarakross hinnar ís-
lenzku Fálkaorðu og heiðurs-
skjal, sem ég vona, að þið njótið
vel og lengi.
Svo bið ég ykkur blessunar
Guðs í framtíð allri“.
Hinir þrír nýju riddarar íslenzku Fálkaorðunnar
W. J. Lindal, dómari
Ungfrú Margrét Pétursson
Lárus Sigurðsson, læknir
Frá ársþingi Þjóð-
ræknisfélagsins
Síðastliðinn mánudag, kl. 11
f. h., var ársþing Þjóðræknis-
félags íslendinga í Vesturheimi,
hið þrítugasta og sjötta í röð, sett
í Góðtemplarahúsinu við góða
aðsókn, og í rauninni drjúgum
aetri en búast mátti við eftir
fárviðri það hið mikla, er yfir
skall á sunnudaginn, og gerði
bílvegu í fylkinu víðasthvar lítt
færa, og í sumum tilfellum alveg
ófæra.
Þingsetning hófst venju sam-
kvæmt með sálmasöng og bæn-
argerð. Séra Eiríkur S. Bryn-
jólfsson frá Vancouver flutti
hjartahlýja og faguryrta bæn,
sem helguð var íslenzka mann-
félaginu austan hafs og vestan,
en við hljóðfærið var frú Lovísa
Gíslason frá Morden. Því næst
setti forseti félagsins, Dr. Valdi-
mar J. Eylands, formlega þing
og flutti íturhugsaða og vandaða
skýrslu yfir starfsemi félagsins
á liðnu ári; er Dr. Valdimar
hafði lokið máli sínu galt þing-
heimur honum þakkaratkvæði
með dynjandi lófataki, en uppá-
stungu þar að lútandi gerði Dr.
Richard Beck. Arskýrslan er birt
í heilu lagi hér í blaðinu í þess-
ari viku. Þá fluttu aðrir em-
bættismenn og fulltrúar deilda
skýrslur sínar og var þeim öllum
veitt viðtaka með fögnuði, enda
frá þeim öllum gengið hið bezta;
næst var skipað í fastanefndir
og síðan tekið til óspiltra mál-
anna um almenn þingstörf.
A mánudagskvöldið hélt Þjóð-
ræknisdeildin Frón hið árlega
Miðsvetrarmót í Fyrstu lútersku
kirkju, en Icelandic Canadian
Club kvöldið eftir á sama stað;
voru báðar samkomurnar vel
sóttar og um alt hinar ánægju-
legustu; fyrri samkomunni
stýrði Jón Johnson forseti Fróns,
en þeirri síðarnefndu W. J.
Lindal dómari, forseti Icelandic
Canadian Club.
Erindrekar á
þjóðræknisþinginu
„Frón“, Winnipeg
Miss Hlaðgerður Kristjánsson
Miss Elín Hall
Jón Johnson
Mrs. Jakobína Nordal
” Valdheiður Thorlaksson
” Matthildur Gunnlaugsson
” Rósa Jóhannsson
” Marja Björnsson
” B. E. Johnson
” Hólmfríður Danielson.
„Ströndin, Vancouver, B.C.
Séra Eiríkur Brynjólfsson
Friðfinnur Lyngdal.
„Gimli“, Gimli, Man.
Guðm. B. Magnússon
Einar Einarsson.
„Esjan“, Árborg, Man.
Mrs, Herdís Eiríksson
Sig. Einarsson
Mrs. Anna Austman
Séra Robert Jack.
„Brúin“, Selkirk
Mrs. Ásta Eiríksson
” Jafeta Skagfjörð
“ Sigrún Nordal.
„Lundar“, Lundar, Man.
Daníel Lindal
Mrs. L. Sveinsson.
„Báran“, Mountain, N. Dak.
Dr. Richard Beck
G. J. Jónasson
H. Ólafsson.