Lögberg - 24.02.1955, Síða 3
3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR 1955
Töframeistarar tónsprotans
„Snillingar eru yfirleitt meira
eða minna brjálaðir, — flestir
meira,“ segir Voltaire, „enda
þótt ekki sé þar með sagt, að allir
brjálaðir menn séu snillingar.“ 1
grein þessari segir nokkuð frá
snjöllustu hljómsveitarstjórum
vorra tima, og sumir þeirra, —
nei, við skulum lesa greinina.
Það ber oft við, að hann brýtur
tónsprotann í reiðikasti, stund-
um á herðum einhvers hljóðfæra
leikarans, og komið hefur fyrir,
að af því hafa risið málaferli. í
eitt skipti særði hann einn hljóð-
færaleikarann á augum. Hann
sparkar um kóll þeim nótna-
trönum, sem næstar honum
standa, æpir að hljómlistar-
mönnunum og kallar þá klaufa,
svín og morðingja. Þegar hinum
fræga söngvara, Leo Slezak, mis-
tókst eitthvað smávægilegt á
leiksviðinu, grenjaði þessi hljóm
sveitarstjóri: „Þessi tenórsöngv-
ari er fífl og asni!“ Algengt er,
að hann ávarpi hljómsveitina á
þessa leið: „Reynið þið aftur,
klaufabárðarnir ykkar!“ Við
cbóleikara nokkurn varð honum
að orði: „Ég myrði þig. Þú ætlar
mig lifandi að drepa!“ Þá er og
altítt, að hann reki hljóðfæra-
leikara út og krefjist annarra í
staðinn. Þegar hann stjórnaði
hljómsveitaræfingum í Bayruth,
hrópaði hann án afláts: „Nei,
nei!“, svo að hljóðfæraleikararn-
ír breyttu nafni hans í Toscan-
neinei.
Þannig mætti lengi telja, ef
segja skyldi frá framkomu
Toscaninis, þegar hann stjórnar
hljómsveitaræfingum, enda er
langur kafli honum helgaður í
hinni nýútkomnu bók Friedrich
Hertzfeld, „Töframeistarar tón-
sprotans“. Höfundurinn hefur
um langt skeið verið tónlistar-
gagnrýandi í Þýzkalandi, og í
starfi sínu átt þess kost, að
kynnast mestu hljómsveitar-
stjórum mjög náið, sérkennum
þeirra og starfsaðferðum. Virðist
því lítil takmörk sett, sem hann
kann frá að segja, varðandi at-
hyglisverðustu skapgerðarein-
kenni þessara manna, ýmist
mannlega aðlaðandi, eða hann
lýsir þeim sem hálfgildings ó-
freskjum og miklum snillingum
í einu og sömu persónu.
Toscanini telzt með síðari
hópnum. Að sjálfsögðu dáir
Hertzfeld snilld hans takmarka-
laust, eins og allir aðrir, en það
er engu að síður næsta óhugnan-
legt að lesa lýsingu hans á fram-
komu meistarans, þegar hann
stjórnar hljómsveitaæfingum. I
hvíldarstundum dekrar Tosca-
nini við kanirífugla sína, og
Sonja litla dótturdóttir hans og
dóttir Vladimirs Horowitz hins
heimsfræga slaghörpuleikara, er
eina mannveran, sem vitað er
til, að haft hafi nokkur tök á
gamla manninum. Hún hefir
meira að segja fengið afa sinn
til að leika lögin úr teiknimynd-
um Disneys á slaghörpuna!
LEOPOLD STOKOWSKY er
hvorki í tengslum við Pólverja
né Rússa. Réttu nafni heitir
hann Lionel Stokes, er fæddur í
Lundúnum af foreldrum, sem
ekki komu nálægt tónlistinni.
Af ættarnefninu Stokes mynd-
aðist svo gælunafnið „Stoky“,
og þegar frægðarferill hins unga
hljómsveitarstjóra var að hefj-
ast í Bandaríkjunum, tók hann
sér þetta nafn, sem síðan er
heimsfrægt orðið. Nú harðneitar
hann því, að hafa nokkru sinni
borið annað nafn, og kveður það
vera skírnarnefn sitt. Sem hljóm
sveitarstjóri er hann fram úr
hófi ráðríkur. Hann breytir sí-
gildum verkum frægustu tón-
skálda, eins og t. d. Bach, eftir
sínu eigin höfði, tekur í notkun
hin sérkennilegustu hljóðfæri
og lætur hljómsveitina flytja
furðulegustu verk áður óþekktra
höfunda. Hann reynir nýjustu
dægurhljóðfæri, svo sem There-
minvox, Clavilux, og hvað þau
nú heita. Oft leikur hljómsveit
hans á bak við hlíf, svo að áheyr-
endurnir sjá hvorki hana né
stjórnandann eru þá öll ljós
slökkt í salnum, en ljóskastarar
varpa síbreytilegu, marglitu
skini á hlífina. — Þannig flytur
hann t. d. Sheherasade. Og hon-
um dugar ekki minna en sex
hundruð manna sveit söngvara
og hljóðfæraleikara til þess að
flytja Mattheusarpassíu Bachs.
Stokowsky hikar ekki við að
segja áheyrendum meiningu
sína. Virðist þá sem hann tali
eins og andinn gefur honum að
mæla, en í rauninni eru slíkar
ræður hans vandlega undirbún-
ar. Lætur hann sér þá ekki
nægja að skamma þá, sem koma
of seint, heldur lætur hann og
til sín taka, ef honum finnst sem
áhorfendur láti ekki næga hrifn-
ingu í ljós, þegar flutning ein-
hvers verks er lokið! Hann gætir
þess að vera alltaf glæsilegustu
klæðum búinn, og notar aldrei
tónsprota, fyrir þá sök, að þá
gæfist áheyrendum ekki tæki-
færi til að veita því athygli, hve
fallegar hendur hans eru. Engar
mannlegar hendur munu jafn oft
hafa verið ljósmyndaðar. Hann
er strangur og miskunnarlaus á
æfingum, talar aldrei vingjarn-
legt orð við hljóðfæraleikarana,
— varla að hann kasti á þá
kveðju. Takist einhverjum
þeirra ekki nógu vel leikurinn
að hans dómi, vísar hann við-
komanda á brott af miðri æf-
ingu. Þrátt fyrir allt er Sto-
kowski vel látinn sem hljóm-
sveitarstjóri í Bandaríkjunum,
og fáir eru gæddir jafn hrífandi
persónuleika.
Hinn frægi „meistari allra
hljómsveitastjóra“, eins og
Arthur Nikisch var kallaður á
sinni tíð, var hinum tveim fyrr-
nefndu gersamlega ólíkur. Það
var föst venja hans, að koma
fimm mínútum of seint, til þess
að komast hjá því að hlusta á,
er hljóðfærasleikararnir stilltu
strengi sína, eða reyndu hljóð-
færin. Þegar hann svo steig upp
á hljómsveitarstjórapallinn, leið
löng stund án þess hann segði
nokkurt orð, eða lyfti tónsprot-
anum heldur horfði hann þögull
á hljómsveitina, virti hvern ein-
stakling hennar fyrir sér nokkra
hríð, og sérhverjum þótti sem
hann skyggndist inn í leyndustu
hugskot hans. Á þennan hátt var
þýðingarmesta takmarki æfing-
arinnar náð, — hann hafði náð
allri hljómsveitinni á töfravald
sitt. Ef leika skyldi nokkur al-
kunn tónverk og eitt eða tvö ný,
lét Nikisch fyrst æfa hin þekktu
tónverk til hlítar, til þess að
skapa hið innra samræmi og sam
band, en tók síðan aðeins erfið-
ustu atriðin úr því nýja til með-
ferðar, og lét þá leika þau mjög
hægt, það var ekki fyrr en á
hljómleikunum, sém hann lét
leika þau í heild og þá með eðli-
legum hraða. Hann var aldrei í
slæmu skapi, aldrei óþolinmóð-
ur, en alltaf vingjarnlegur við
hljóðfæraleikara sína og þakk-
látur. Hann þekkti persónugerð
þeirra til hlítar, og stjórnaði
þeim eins og snillingur leikur á
hljóðfæri.
WILHELM FURTWANGLER
er fyrst og fremst innhverfur í
list sinni sem hljómsveitastjóri.
Það er eins og tónverkið nái
svo miklum tökum á honum, að
hann gleymi sjálfum sér, stað
og stund, en um leið er sem
stjórn hans verði ósjálfráð, vit-
und hans losnar úr læðingi og
hreyfingar hans verða hnitmið-
aðar og þróttmiklar. Hann býr
sig undir flutning tónverkanna
af mikilli nákvæmni, meðal ann-
ars á þann hátt, að kynna sér
persónugerð og örlög höfundar,
starfsaðferðir hans og viðhorf,
ásamt tónlistarsögu þess tíma-
bils, er verkið var samið og á
þessum grundvelli byggir hann
síðan skilning sinn á anda tón-
verksins og eðli. Hann er síleit-
andi í afstöðu sinni til tónverks-
ins endurskoðar hana og gagn-
\
rýnir, og getur fyrir bragðið
stjórnað flutningi sama verksins
hvað eftir annað, án þess 'að þar
verði um kyrrstöðu eða þreytu-
merki að ræða.
OTTO KLEMPERER er hon-
um hins vegar ólíkur um flest.
Furtwangler er verndari fornra
erfða, Klemperer byltingasinni,
sífellt með nýjar og nýjar til-
raunir, gæddur hamslausu hug-
myndaílugi og skapi, og vekur í
senn bæði undrun manna og at-
hygli, jafnvel hneyksli, fyrir
furðulegustu tiltæki, bæði í
starfi sínu og utan. Hann stjórn-
ar nýstárlegum óperum á
abstrakt sviði, þar sem tjöldin
eru mestmegnis óskiljanlegur
samsetningur af þrepum og
hyrningum, og hann tekur að
sér flutning tónverka, sem fæstir
bera nokkurt skynbragð á, eða
flestum mun virðast með öllu
óskiljanleg, og það hvarflar al-
drei að honum, að honum geti
mistekizt eða brugðizt dóm-
greind. Eitt sinn gerði hann sér
ferð til ritstjórnarskrifstofu og
hótaði að myrða tónlistargagn-
rýanda, er gerzt hafði svo djarfur
að segja honum meiningu sína,
og þar eð hann er tröll að vexti
og burðum, er enginn vafi á því,
að honum myndi hafa tekizt að
framkvæma þá hótun, ef gagn-
rýnandinn hefði verið við-
staddur.
Yfirleitt er eins og eitthvað
ofurmannlegt sé í fari flestra
hinna miklu hljómsveitastjóra.
Þeir hefðu aldrei náð þeirri full-
komnun í list sinni, sem raun
ber vitni, ef þeir væru eins og
fólk er flest. Fyrst og fremst eru
þeir undantekningarlítið eigin-
gjarnir með afbrigðum, og
gæddir frámunalegu sjálfsáliti.
Sjálfsdýrkunin verður því áber-
andi þáttur í fari þeirra, og
minnimáttarkennd eða sjálfs-
gagnrýni er þeim óþekkt fyrir-
bæri. Sumir þeirra hrífa með
glæsileik sínum í klæðaburði og
framkomu, aðrir eru strangir
sem herforingjar, þurrir á mann-
inn og fáskiptir. Yfirleitt eru
þeir sérvitrir og eirðarlausir,
verða sífellt að vera á ferð og
flugi í leit að nýjum áheyrend-
um og nýjum sigrum, — stjórna
nýjum herjum hljómsveitar-
manna. Það er engin hending, að
hinir miklu meistarar tónsprot-
ans eru sífellt á ferðalagi. Með
því móti einu fá þeir ívalað
eirðarleysi sínu og þörf fyrir
viðurkenningu.
Sir Thomas Beecham hefur á
sér svip fornra aðalsmanna og
er öruggur í framkomu eins og
þjálfaðir stjórnarerindrekar. —
Þegar hann tekur á móti gest-
um, er hann klæddur hvítum
silkináttfötum undir tyrknesk-
um setslopp. Síðustu þrjátíu
árin hefur hann eingöngu reykt
vissa tegund vindla, sem verk-
smiðjan framleiðir fyrir hann
einan. Honum leiðast öll pen-
ingamál, þar eð hann erfði of
fjár eftir föður sinn. Þegar hann
gengur upp á pallinn, spyr hann
kæruleysislega hvaða óperu
hann eigi að stjórna það kvöldið;
hann kann þær flestar utan að,
svo að hann þarf engan undir-
búning. Hann virðist láta allar
hversdagslegar hliðar tilverunn-
ar lönd og leið og taka lífinu eins
og það er.
Öðru máli gegnir um Dimitri
Mitropoulos hinn gríska, sem nú
er hljómsveitarstjórh. í New
York. Hannrer látlaus, en dálítið
sérkennilegur í framkomu, ó-
kvæntur, minnir helzt á klerk í
klæðaburði, neytir kjöts aðeins
tvisvar í mánuði, en lifir annars
á jurtafæðu og bragðar ekki
áfengi, Herbergi hans er búið
aðeins nauðsynlegustu hús-
gögnum. Jafnan ber hann kross
á bandi innan klæða. Er sagt,
að hann mundi helzt kjósa að
búa á eyðiey, þar sem hann gæti
lagt stund á tónlist sína í næði.
Að hljómleikum loknum er hann
svo þreyttur, að hann vill hvorki
heyra neinn né sjá.
—Alþbl., 14. janúar
Til fróðleiks og skemmtunar
í Ijóðum og lausu móli
Bréf
Vinur minn Þórarinn Stefáns-
son, bóksali á Húsavík, ritar
mér svohljóðandi:
I næst síðasta blaði Akraness,
sé ég að ég er talinn heimildar-
maður að ofurlitlu ljóði eftir
Ólaf lækni Guðmundsson, og til-
drögum þess. En þessi frásögn er
ekki rétt höfð eftir mér, og þar
að auki vantar í kviðlinginn eina
ljóðlínu, sem er bagalegt. Sagan
er svona:
Jón „nok“ bjó á Akranesi í tíð
Ólafs læknis. Hjá Jóni dó gamall
þurfalingur, sem mun hafa
heitið Guðmundur, en var kall-
aður Gvendur. Einhvern tíma
mun hann hafa átt heima á
Melum í Melasveit, og þar fékk
hann auknefnið Gaulur, af því
að hann var ættaður eða upp-
runninn frá bænum Gaul á Snæ-
fellsnesi, og mun það hafa fylgt
honum til æviloka. Jón smíðaði
kistuna, þótt hann væri ekki tal-
inn smiður, og hélt svo sjálfur
ræðu yfir kistunni, allt til þess
að spara kostnað við útförina.
Þessa ræðu setti Ólafur í ljóð, og
er allt efni ræðunnar og orðalag
í þessu stutta erfiljóði.
Ljóðið er svona:
Hér hvílir þú Gaulur, greyið
mitt nok,
í þessum hvíta tréstokk,
sem áður varstu’ á Bakka og
gerðir það nok gott,
þótt ekki bærir þú mann-
virðingarvott.
Síðan fórstu’ að Melum, og
miður það gekk,
auknefnið greyið Gaulur þar
fékk.
Nú ertu’ í engla útvöldum flokk,
syngdu nú hveitikorn, þekktu
þitt nok.
Ekki er það heldur rétt, að
Ásgeir heitinn frá Knarranesi
sé heimildarmaður minn að
þessari sögu, heldur var það
Business and Professional Cards
Jóhann, bróðir Ásgeirs, en hann
var lengi hér á Húsavík, og er
nú látinn fyrir nokkrum árum.i
J óhann var stálminnugur,
greindur og gamansamur, og
gamall lærlingur Hjaltalíns og
Gröndals frá Möðruvallaskóla.
Það væri æskilegt að þessi leið-
rétting yrði birt í Akranesi.
Nokkrar vísur efiir Halldór
Benjamín Jónsson
VÍSA
Sljó eru vopnin andans öll
og því hótar pínum,
fyrir dyrum ferlegt tröll
Fátækt stendur mínum.
Af hildar velli halda má
með hjálm og skjöldinn klofinn,
brestur flest og brynjan á
báðum hliðum rofin.
Mín er orðin vörnin veit
veldur mundin lúna,
ég úr hörðum hildarleik
held svo Gjallarbrúna.
Lífs með þróttinn, löngum
grimm,
leikur skjótt og tekur,
Bjarnar nóttin niðadimm
nú mér ótta vekur.
KVEÐIÐ UM LEIRBURÐ
Bragur um daginn birtist nýr,
býsna lýtum plágað.
Nú ei gjörast skáldin skýr,
skratti er ljótt að sjá það.
Það má sjá hver þegn, er vill,
það er ekkert kýmið,
þar í hendur haldast ill
hneiging stuðla og rímið.
Nú upp snapað fleina freyr,
fyrst allt saman gerði,
óttast þarf nú enginn meir
að hann léirskáld verði.
Heilræði ég hygg þér ljá,
hugsa þá tillögu.
Láttu aldrei ýta sjá
oftar frá þér bögu.
—AKRANES
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Help Eliminate
Condensation
832 Simcoe St.
Winnipeg, Man.
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distrlbutors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Slmi 92-6227
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin, Maniioba
Eigandi ARNI EGGERTSON Jr.
Van's Electric Ltd.
636 Sarganl Ave.
Authorized. Home Appliance
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-4890
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg
PHONE 92-6441
Gilbart Funeral Home Selkirk, Manltoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk
Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Gr&ham and Kennedy St. Skrifstofusimi 92-3851 Heimasími 40-3794
Dunwoody Saul Smith & Company Charlered Accounlanls Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCE? - ATIKOKAN
Hofið Höfn í huga Heimili sölsetursbarnanna. Icelandio Otd Folks’ Home Soc , 3498 Osler St„ Vancouver, B.C.
ARLINGTON PHARMACY Prescriplion Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 We collect light, water and phone bills. Posí Oifice
Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Elllce & Home
Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. W. R. Appleby, B.A., L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391
Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered AcccHntant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANTTOBA
Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors / Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnlpeg, Man. Phone 92-3561
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
508 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Faateignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgtS,
bifreiBaábyrgB o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For y’úck. Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK. MANITOBAs,
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m.
Thorvaldson, Eqgertson,
Bastin & Stringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOHA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Frozen Fish Fresh and
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur likkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnatSur sá bezti.
StofnaS 1894
SlMI 74-7474
Minnist
BETEL
i erfðaskrám yðar.
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY Sc CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St. Wlnnipeg
PHONE 9Z-CSZ4
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargeni Ave. Winnipeg
PHONE 74-3411
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar. öruggasta eldsvörn,
og ávalt hrelnir. Hltaelningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viC, heldur hita frá aB rjúka út
meC reyknum.—SkrifiC, slmiC til
KELLY SVEINSSON
825 Wall SL Wlnnipeg
Just North of Portage Ave.
Simar 3-3744 — 3-4431
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance in all ita branches
Real Eitate - Mortgagei - Rental*
210 POWER BUILDING
Telephone 93-7181 Res. 44-34W
LET US SERVE YOU